Lögberg - 26.08.1948, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. ÁGÚST, 1948
brúðurinnar við það tækifæri.
Ungu hjónin munu setjast að 1
Winnipeg, þar sem brúðguminn
hefir forstjórastöðu á hendi fyrir
rafveitufélag borgarinnar. Séra
Valdimar J. Eylands gifti.
MERK RIT UM NORRÆN FRÆÐI
Ur borg og bygð
Gefið iil Sunrise Luiheran
Camp
Kvennfélögin í Argyle bygð,
$32.00; Miss Laura Thordarson,
Winnipeg, $10.00; Miss Árrós
Ólafson, Winnipeg, $5.00; Mr. og
Mrs. S. Pálmason, Wpg. Beach-3,
“Garden'Fences”. — Með inni-
legu'þakklæti. ^
Anna Magnússon,
Box 296, Selkirk, Man.
♦
Ungfrú Svanhildur Sigurgeirs
dóttir Sigurðssonar biskups,
lagði af stað austur til New
York á mánudagsmorguninn
var, og dvelur þar fram til þess
tíma, er hún leggur af stað heim
þann 28. september næstkom-
andi; hún hefir dvalið hér nokkra
undanfarna mánuði í gistivin-
áttu þeirra Mr. og Mrs. G. F.
Jónasson 195 Ash Street. — Lög-
berg árnar ungfrú Svanhildi
góðs brautargengis og heillar
heimkomu.
-f
Miss Ruth Benson, 757 Home
Street, skrifstofumær, lagði af
stað austur til Ottawa á föstu-
daginn var, en þar er hún vin-
mörg frá dvöl sinni þar eystra
meðan á stríðinu stóð. Miss Ben-
son mun verða um þriggja vikna
tíma í ferðalaginu.
Herra Hjalti Einarsson, er
stundað hefir nám í efnavísinda-
verkfræði við háskóla Illinois-
ríkis, kom til borgarinnar í fyrri
viku í heimsókn til ættingja
sinni, sem eru búsettir hér. —
Hjalti er ættaður úr Bolungar-
vík. —
■f
Miss Ethel Frederckson frá
Saskatoon, var stödd í borginni
í fyrri viku.
♦
Mrs. H. A. Bergman, 221 Ethel-
bert Street, lagði af stað vestur
til Seattle á mánudaginn var í
heimsókn til Eric’s sonar síns og
Fjólu systur sinnar, sem þar eru
búsett. Mrs. Bergman bjóst við
að verða rúman mánaðar tíma
að heiman.
-♦■
Samkvæmt bréfi til Ásmundar
P. Jóhannssonar byggingameist-
ara, kom Dr. P. H. T. Thorlakson
til Rvíkur ásamt frú sinni og
dóttur, þann 14. þ. m.; var þeim
fagnað með miklum virktum, og
hélt Þjóðræknisfélagið þeim
virðulega veizlu á Hótel Borg,
þar sem herra Sigurgeir Sigurðs-
son biskup var aðalræðumaður;
frá Reykjavík ætlaði Thorlakson
fjölskyldan að ferðast fyrst til
Akureyrar.
-f
Á mánudaginn, 23 ágúst voru
gefin saman að 776 Victor
Street, þau Björn Sólvin Willi-
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
íslenzk guðsþjónusta sunnu-
daginn 29. ágúst kl. 7 e. h.
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
-f
Argyle prestakall
Sunnudaginn 29. ágúst. — 14.
sunnudagur eftir Trínitatis: —
Brú kl. 11 f.h. — Glenboro kl.
7 e. h. — Allir boðnir velkomnir.
Séra Eric H. Sigmar.
♦
Messur í presiakalli
séra H. E. Johnson:
Lundar, sunnudaginn 5. sept.:
Mikley, sunnudaginn 12. sept. —
Vogar, sunnudaginn 19. sept. —
Sunnudaginn 26., verður gamal-
menna samkoma á Lundar. —
Steep Rock sunnudaginn 3. okt.
H. F. Johnson.
-t-
Séra Kristinn K. Ólafsson flyt
ur guðsþjónustu í Vatnabygðun-
í Saskatchewan, sunnudaginn
29. ágúst, se mfylgir: — Leslie,
Lake, kl. 2 e.h., á íslenzku. —
kl. 11 f.h., á íslenzku. — Foam
Elfros, kl. 4 e.h., á ensku.
-f
Islenzka kirkjan í Selkirk
Sunnudaginn 29. ágúst, engin
messa. — Sunnudaginn 5 sept.:
Ensk messa kl. 11 árd. — Sunnu
dagaskóli kl. 12. — Ensk messa
kl. 7 síðd. — Allir boðnir vel-
komnir.
S. Ólafsson.
am Johnson, og Guðrún Halla
Johnson, bæði til heimilis í
Riverton, Man., og mun þau setj-
ast þar að. Séra Valdimar J. Ey-
lands gifti.
♦
íslenzk stúlka, Miss Valgard-
son að Taber, Alberta, vann ný-
verið 3. verðlaun í samkepni um
fegurðardrottningu í Canada; —
upphæðin nam fimm hundruð
dollurum.
•f
Á laugardaginn 21. ágúst voru
gefin saman í Fyrstu lútersku
kirkju þau Robert Gerald
McMahon, frá Morris, Man., og
Guðrún Ólöf Margrét Sigfússon,
dóttir þeirra Skúla, fyrrum fylk-
isþingmanns að Lundar og Mar-
grétar konu hans. Að lokinni at-
höfninni fór fram myndarleg
veizla hjá Moore’s í Winnipeg, og
mælti Páll Reykdal fyrir minni
A Pageanl of Old Scandinavia.
Edited by Henry Goddard
Leach. New York 1946 (Prince-
ton University Press for The
American-Scandinavian Foun-
dation.)
Meðal hinna mörgu ágætisrita
um norræn efni, sem menningar-
stofnunin “The American- Scan-
dinavian Foundation” hefir
gefið út, skipar ofannefnt safn-
rit heiðursrúm, og er sérstætt
að sama skapi, — eina rit af því
tagi um norrænar bókmenntir á
enska tungu.
Það ber einnig órækt vitni
víðtækum lærdómi og vand-
virkni útgefandan, dr. Henry
Goddard Leach, fyrrv. forseta
stofnunarinnar, sem er gagnfróð-
ur og glöggskyggn í miðalda-
fræðum, eins og hann hefir áður
sýnt með hinu prýðilega riti
sínu, Angevin Britain and Scan-
dfnavia (1921), um riddarasögur
vorar.
Fylgir hann þessu nýja þýð-
ingasafni sínu úr ' hlaði með
gagnorðum, fræðimannlegum og
snjöllum formála. Niðurskipun
efnisins er einnig hin skilmerki-
legasta, en það er í þessum köfl-
um: “Goðin”, “Fornaldarhetjur”,
“Island”, “Noregur”, “Vestur-
eyjar”, “Grænland”, “Vínland
hið góða”, “Danmörk”, “Sví-
þjóð”, “Annar skáldskapur”,
“Riddarasögur og kvæði”.
Hér er því farið eldi mikið
víðlendi, enda nær úrval það,
sem ritið hefur inni að halda, úr
fornkvæðum, sögum og öðrum
fornritum, yfir fjórtán aldir í
sögu og menningu Norðurlanda
til forna og fram til 1400. Land-
fræðilega er víðátta frásagnanna
engu minni en tímalengd, því
að undir leiðsögn hins margfróða
safnanda fylgir lesandinn norr-
ænum víkingum í spor austur í
Miklagarð og vestur um haf til
Vínlands, og enn víðar um höf
og lönd á herfarðum þeirra eða
öðrum vegferðum í margar áttir.
Jafn fjölbreytt er bókin að
efni, því að útgefandi hefur kost-
að kapps um að draga að sér
föng úr sem flestum heimildar-
ritum, eigi aðeins íslenzkum,
heldur einnig forn-sænskum,
færeyskum, forn-enskum, fom-
írskum og grískum, latneskum,
rússneskum og arabískum. Hitt
þarf engum að koma á óvart,
sem nokkuð verulega þekkir tíl
norrænna fræða og fornaldar-
sögu Norðurlanda, að yfirgnæf-
andi meirihluti þeirra 116 þýð-
inga, úr fornkvæðum, sögum og
ö ð r lí m ritum, sem hér er að
finna, á rót sína að rekja til ís-
lenzkra rita í bundnu máli og
óbundnu. Gætir hér að vonum
mjög þýðinga úr Eddukvæðun-
um og hinum kunnustu og mestu
Islendingasögum, en jafnframt
eru hér kaflar úr ýmsum hinum
styttri og miður kunnari sögum,
að ógleymdum köflum úr forn-
um ritum á öðrum málum, eins
og fyrr var gefið í skyn.
1 stuttu máli sagt: Þetta efnis-
mikla safnrit veitir víðfeðma og
glögga yfirsýn yfir sögu og
menningu Norðurlanda framan
af og fram eftir öldum; hugsjón-
ir, hugsunarháttur og líf norræ-
nna manna speglast þar með
mörgum hætti.
Þýðingarnar, sem eru eftir
marga höfunda og frá ýmsum
tímum, eru eðlilega mismun-
andi bæði um málfar og ágæti í
heild sinni en óhætt, mun mega
fullyrða að þær séu úrval úr því
bezta, sem fyrir hendi er í þeim
efnum á ensku máli. Ýmsar
þeirra eru hér líka birtar fyrsta
sinni, og eru sumar þeira verk
útgefandans sjálfs eða gerðar af
honum í samvinnu við aðra þýð-
endur.
Ætla má að þetta fjölþætta og
fróðlega rit, sem er jafn
skemmtilegt og þar er vand-
virkislega með efnið farið, verði
til þess að auka áhuga ensku-
mælandi manna fyrir fornaldar-
menningu og fornbókmenntum
Norðurlanda. Og víst er um það,
að allir þeir, sem þeim fræðum
unna, skulda útgefanda ritsins
og hinni ágætu menningarstofn-
un, sem þar á hlut að máli, mikla
þökk fyrir það, hve tímabært og
n y t s a m t verk er þar vel og
smekklega af hendi leyst, því að
hinn ytri búningur bókarinnar
helst fagurlega í hendur við
veigamikið innihald hennar.
II.
Longfellow and Scandinavia.
A Study of the Poet’s Relation-
ship with the Northern Lang-
uages and Literature. By An-
drew Hilen. New Hafæn 1947
(Yale Universtiy Press).
Það er löngu vitað, að skáldið
Henry Wadsworth Longfellow
(1807-1882) var hópi þeirra fræði-
manna og menningarfrömuða í
Bandaríkjunum á fyrri helmingi
19. aldar, sem lögðu rækt við
norrænar bókmenntir, og einnig
það, að hann varð fyrir áhrifum
úr þeirri átt. Ýmislegt athyglis-
vert hefur einnig verið um þetta
efni ritað, en eigi hefur það fyrri
en í þessari bók dr. Andrew Hil-
en verið tekið til ítarlegarar og
alhliða rannsóknar; en bókin er
doktorsritgerð höfundar á Yale-
háskólanum, samin undir hand-
leiðslu dr. Adolph B. Benson,
prófessors í norrænum fræðum
þar um lagt skeið, og ýmsum Is-
lendingum að góðu kunnur, síð-
an hann sótti Alþingishátíðina
1930, og einnig fyrir hina ensku
þýðingu sína á riti Hjalmar Lin-
droths um Island (Iceland: A
Land of Contrasfs), sem “The
American-Scandinavian Founda-
tion” gaf út.
Dr. Hilen hefir kynnt sér ræki-
lega og notfært sér það, sem aðr-
ir höfðu áður ritað um viðfangs-
efni hans, en hann átti jafnframt
aðgang að dagbókum Longfell-
ows, bréfum, minnisblöðum,
og öðrum handritum í safni hans
í Longfellow House í Cambridge
(áður heimili skáldsins), sam-
hliða ýmsum fleiri mikilvægum
handritum í öðrum bókasöfnum,
og úr þessu efni, sem að miklu
leyti hefur áður verið óprentað,
hefur hann samið rit sitt, sem
varpar um margt nýju og björtu
ljósi á samband skáldsins við
Norðurlönd og norrænar bók-
menntir, á það tímabil í ævi
hans, sem hér er um að ræða, og
á skáldskap hans í heild sinni.
Inngangskaflinn er lýsing á
tildrögunum að áhuga Longfell-
ows á Norðurlöndum, en síðan er
efnið þetta: “Sumarið í Svíþjóð
og Danmörku 1835”, “Rækt
Longfellows við sænska menn-
ingu”, “Longfellow og Tegner”,
“Bókmenntaleg tengsl við Dan-
mörku”, “Longfellow og íslenzk-
ar bókmenntir”, og “Niðurstöð-
ur”.
Er hér því um þáttamarga
lýsingu að ræða á kynnum skáld-
sins af Norðurlöndum og bók-
menntum þeirra, áhuga hans fyr-
ir þeim og áhrifum þeim, sem
hann varð fyrir þaðan, en þau
voru eigi sízt djúptæk að því er
snerti íslenzkar fombókmenntir,
og leiðir dr. Hilen sterk rök að
því, að þær hafi fremur öðru
mótað rómantískan skilning
skáldsins á fortíðinni, en það var
kjarninn í viðhorfi hans til
skáldskaparins.
Longfellow hélt ítarlega dag-
bók í ofannefndri Norðurlanda-
ferð sinni 1835, og er hún varð-
veitt í handritasafni hans, en
prentuð í heild sinni í fyrsta
sinni í umræddu riti. Er dagbók-
Wesfern Grain Company Ltd.
WINNIPEG
COUNTRY ELEVATORS AND TERMINAL
ELEVATORS AT FORT WILLIAM
Mills Supply Balanced Feeds
and Crushed Grain
HANDLERS — SHIPPERS — EXPORTERS
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
in .fróðleg um margt og hin
skemmtilegasta, lýsir glögglega
því, sem bar fyrir sjónir skáld-
sins á ferðalaginu, kynnum hans
af mönnum og menntum, en inn
í frásögnina fléttar hann frumort
kvæði og þýðingar, er auka
henni litbrigði. Aftan við rit dr.
Hilens eru einnig prentuð í heild
í fyrsta sinni allmörg bréf, sem
Longfellow skrifaði föður sín-
um og ýmsum vinum vestan
hafs, meðan hann dvaldi á Norð
urlöndum, og bregða þau á ýms
an hátt birtu á ferðina, viðhorf
hans og áhrif þau, er hann varð
fyrir. Upp í umrætt rit er einíi-
ig tekin skrá yfir Norðurlanda-
bókasafn Longfellows, bæði bæk
ur hans á Norðurlandamálum og
rit um Norðurlönd og bók-
menntir þeirra á ýmsum málum;
ber bókaskrá þessi því vitni, að
safnið er hið merkilegasta og
einstætt að ýmsu leyti, og varp-
ar eftirtektarverðu ljósi á hugð-
arefni skáldsins á þessu sviði.
Dr. Hilen hefir unnið þarft og
þakkarvert verk með þessu vand
aða riti sínu, því að þar er í let-
ur færður stórmerkur þáttur úr
sögu menningarlegs sambands
Norðurlanda og Bandaríkjanna,
en um það efni leyfi ég mér að
vísa til ritgerðar minnar, “Long-
fellow og norrænar bókmennt-
ir”, í nýútkomnu Tímariti Þjóð-
ræknisfélagsins fyrir árið sem
leið, en sú ritgerð styðst mjög
við rannsókn og niðurstöður dr.
Hilens um það efni.
Frágangur bókarinnar er prýði
legur, eins og sæmir forlagi hins
mikla háskóla, sem stendur að
henni, en hún er 107. bindið í rit-
r-1 ■■ " ■ -----Ti
safni Yale-háskólans um ensk
fræði ' — Yale S^udies in
English. —
Richard Beck.
Eimreiðin.
Oilnite is a registered trade
mark owned by Hagborg Fuel
Co. Oilnite is mined, oil treat-
ed and prepared from the
best grade of Saskatchewan
Lignite Coal.
Oilnite COBBLE
Oilnite STOVE
Oilnite STOKER
Oilnite BOOKER NUT j per ton
ExclusivIly by Hagborg Fuel Co.
Agents jor
WARM MORNING
HEATER
The Swan Manufacturing Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
Heimlli 912 Jessie Ave.
281 James St. Phone 22 641
Display Room
619 Logan Avenue
HAGBORG FUEL CO.
PHONE 21331
SERVINO WINNIPSG SINCE IS9I
U
FORE” GOLFERS!
Comfortable “green” companions . . . freedom-
fashioned from closely woven cotton gabardine in
“Manly-Male” style. Featuring: Full length zipper
front, deep patch button pockets, adjustable waist
straps; wind and shower resistant. Fawn colors.
Sizes 36 to 44.
Each
$11.95
Sporting Goods Section,
Third Floor, Hargrave.
T. EATON C°u
UMITED
GRlPIÐ TÆKIFÆRIÐ
Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er
háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt
það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar
mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum
. lýtur; slíka pientun verður fólk að sækja á Business
College. Það verður nemendum til ómetanlegra
hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög-
bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið.
Þau fást með aðgengilegum kjörum.
GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ!
THE C0LUMBIA PRESS LTD.
695 SARGENT AVENUE
WINNIPEG.