Lögberg - 11.11.1948, Page 1
Dr. Ágúst Blondal — persónuþökk samferðamanna
Eftir DR. P. H. T. THORLAKSON
(Þýtt og endursagt af Einari P. Jónssyni)
ÞESSI MINNINGARORÐ ERU samin vegna tilmæla, sem mér að vísu var ljúft að verða
við; en ég vona að hlutaðeigendur og aðrir lesendur virði mér til vorkunar þó inn í þau kunni að
fléttast eitt og annað persónulegt frá minni hendi.sem vera má að skipti litlu máli, en varpar þó ef
til vill dálitlu ljósi á afstöðu okkar Dr. Blondal hvors til annars.
Það er undur viðkvæmt mál,
að minnast horfinna vina, sem
Dr. Ágúst Blondal
Mr. King
kominn heim
Síðastliðinn laugardag kom
forsætisráðherrann, Mr. King,
heim úr Evrópuíör sinni; fyrst
hafði hann setið nokkra daga á
þingi sameinuðu þjóðann í París,
en þaðan fór hann til London á
forsætisráðherrafund brezku
sambandsþjóðanna; þá veiktist
hann og lá xúmfastur í liðlega
þrjár vikur; hann er að sögn
hvergi nærri búinn að ná sér
enn, þó hann sé að vísu nokkru
betri; á mánudaginn átti Mr.
King langt viðtal við Mr. St.
Laurent, sem bráðum tekur við
stjórnarforustu í Canada, senni-
lega í byrjun næstu viku, og
munu þá einnig verða gerðar
nokkrar breytingar á heildar-
samsetningu ráðuneytisins.
Miss Guðbjörg Eggertson
HLÝTUR VERÐLAUN
Alveg nýverið hefir Miss Guð-
björg Eggertson kenslukona £»á
Siglunes verið sæmd hinum svo-
nefndu Esther M. Lupton náms-
verðlaunum fyrir hæztu einkunn
í hljómfræði og hljómlistarsögu
í sínum bekk; jafnframt námi
sínu í hljómfræði leggur Miss
Eggertson einnig stund á radd-
þjálfun; hún er dóttir Eggerts
heitins Sigurgeirssonar og eftir-
lifandi ekkju hans, Svanhildar,
sem búsett er í Siglunes pósthér-
aði.
Miss Dorothy Mae Jonasson
SÆMD VERÐLAUNUM
Þessi unga stúlka, sem er frá-
bærlega listræn og leggur stund
á fiðluleik hefir nýlega hlotið við
hljómlistadeild Manitobaháskól-
ans námsverðlaun Jón Sigurd-
sonar félagsins IODE. Hún er
dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. O.
Jónasson sem búsett eru á Arl-
ington Street hér í borginni.
Thor Thorgrimson
VINNUR VERÐLAUN
Við skólasetningar hátíð Unit-
ed College, sem haldin var í
Westminsterkirkjunni hér í bæ
á fimtudaginn, 28. okt., s.l. voru
námsstyrkjir afhentir þeim sem
hæstu einkun höfðu við vorpróf-
in síðustu.
Einn af þeim sem þannig var
heiðraður var Thor Thorgrim-
son. Hann hlaut hið svonefnda
Churchill Scholarship, sem veitt
er árlega þeim nemanda sem
hæsta próf tekur í þriðja bekk
skólans og stundað hefir nám í
sögu, ensku og hagfræði. Þessi
verðlaun sem nema $75.00 eru
veitt af Rev. J. W. Churchill,
M. A. D. D.
Thor stundar nú nám í fjórða
bekk við United College. Hann
er sonur Mrs. Sigrúnar Thor-
grimson og séra Adams heitins
Thorgrimsonar. Hann giftist á
Englandi Pamela Thomas, ætt-
aðri frá Devonshire, og eiga þau
heima að 627 Agnes St., hér í
borg.
Landbúnaðarafurðir fluttar
loftleiðs
1 gær fór Douglas vélin Gljáf-
axi tvær ferðir austur í Fagur-
hólsmýri með og eftir ýmsum
varningi.
Höfðu bændur á þeim slóðum
beðið Flugfélag íslands að athuga
möguleika á því að flytja varn-
ing loftleiðis til og frá Fagur-
hólsmýri. Gengu þessi flutningar
mjög greiðlega og voru flutt
3559 kg. af nautakjöti til Reykja-
víkur, en frá Reykjavík voru
fluttar tæplega fimm smálestir af
ýsmum varningi.
Vísir, 8. sept.
URANIUM NÁMA FUNDIN
Frá Sault Ste. Marie bárust
þær fréttir á þriðjudaginn að við
strendur Lake Superior hafi
fundist Uranium náma, sem tal-
ið er að búa muni yfir geisileg-
um verðmætum; hafa mörg
námu réttindi þegar verið skrá-
sett og þess vænst að fleiri muni
á eftir fara; það fylgi sögu að
námuverkfræðingur frá Toronto,
Robert Campbell að nafni, hafi
fyrstur manna fundið námu
þessa fyrir liðugum mánuði.
MÓTMÆLI AFGREIDD
Þing sameinuðu þjóðanna hef-
ir afgreitt stranga mótmæla-
tillögu á hendur Búlgörum Al-
baniumönnum og Jugóslöfum
vegna aðstoðar þeirra við skæru-
liðana Grísku; er það nú talið
fullsannað, að áminstar þrjár
þjóðir hafi fengið áminstum
skæruliðum í hendur kynstrin öll
af vistum og vonabirgðum. Rúss-
ar, ásamt leppríkjum sínum,
voru tillögunni andvígir
orðið hafa manni hugstæðari og
kærari eftir því sem viðkynn-
ing varð nánari og lengri; þess
vegna verður hér að sjálfsögðu
frekar um brotasilfur að ræða,
en samstilt yfirlit yfir ævistarf
merkismanns.
Eg hafði að vísu kynst Dr.
Blondal nokkuð sem lækni áður
en fundum okkar bar saman í
London þann 8. marz 1921, er
hann kom þangað til framhalds-
náms ásamt sinni ágætu konu og
syni þeirra Haraldi, sem þá var
aðeins fjögra ára gamall; en það
var mér brátt ljóst, að með okk-
ur tókst þá vinátta, er styrktist
í rót með hverju líðandi ári.
Dr. Ágúst Blondal var fæddur
að Edinburg í North Dakota
hinn 8. dag júlímánaðar árið
1889. Foreldrar hans voru þau
Björn Blondal og Björg Halldórs
son, systir Magnúsar Halldórs-
sonar læknis; hann fluttist ung-
ur til Winnipeg og naut þar
barna— og gagnfræðaskólament-
unar; því næst skrásettist hann
við læknadeild Manitoba fiáskól-
ans og lauk embættisprófi í lækn
isfræði í maímánuði 1913. Svo
að segja rétt á eftir tókst Dr.
Blondal á hendur læknisembætti
í bænum Lundar og bygðarlög-
unum þar umhverfis, og fékk
brátt orð á sig sem mikilhæfur
og samvizkusamur læknir.
Dr. Blondal kvæntist 2. júní
1915 og gekk að eiga ungfrú
Guðrúnu Stefánsson úr Argyle-
bygð mikilhæfa og listræna
konu, er hún systir hins kunna
augnalæknis Jóns heitins
Stefánssonar og þeirra bræðra;
börn þeirra eru Harald, frú Doris
Johnson, Alvin og Joan, öll hin
mannvænlegustu. Dr. Blondal
var ástríkur heimilisfaðir og
heimilið rómað fyrir hið unaðs-
legasta samræmi. —
Útförin fór fram frá Fyrstu
lútersku kirkju 8. janúar að
viðstöddu miklu fjölmenni. Séra
Eiríkur Birynjólfsson frá Útskál-
um, skiftiprestur við séra Valdi-
mar J. Eylands, flutti hin hinztu
kveðjumál.
Árið 1921 lét Dr. Blondal *f
læknisembætti í Lundarbygðum
með það fyrir augum, að stunda
framhaldsnám í Evrópu og
dvaldi þeirra erinda í London
og París; lagði hann á báðum
stöðum fyrir sig yfirsetufræði
og kvennsjúkdómafræði; vakti
hann á sér víðtæka athygli fyrir
kunnáttu og vísindalega ná-
kvæmni í áminstum fræðigrein-
um.
Að loknu framhaldsnámi aust-
an við haf kom Dr. Blondal til
Winnipeg áirið 1922 og þar stund-
aði hann lækningar við vaxandi
orðstír og vinsældir fram að þeim
tíma, er dauða hans um aldur
fram bar að, þann 6. janúar síð-
astliðinn.
Dr. Blondal var um langt skeið
einn hinna dyggustu og mest
metnu lækna'ivið Grace spítal-
ann, jafnframt því sem hann
flutti fyrirlestra um yfirsetu-
fræði við læknadeild háskólans.
Hér er, eins og sjá má, aðeins
stiklað á steinum, eða dregnir
fram í dagsljós helztu viðburðir
í æfi merkismanns, góðs borgara,
læknis, listamanns og vinar, er
bjó yfir miklum náttúrugáfum
og mannkostum.
Dr. Blondal var fæddur list-
málari, og á því er enginn vafi,
að ef hann hefði helgað listinni
óskipta krafta, myndi hann hafa
aflað sér víðfrægðar; þetta er
þeim mun eftirtektarverðara, þar
sem hann ekki naut, svo ég viti
til, einnar einustu klukkustundar
kenslu í málaralistinni; í þessum
efnum var hann alveg sjálfment-
aður maður; hann var frábærlega
fjölhæfur í list sinni; honum lét
álíka vel dráttlist, olíumálun og
málun vatnslitamynda; það var
víst engin nýlunda, er Dr.
Blondal beið eftir því að vera
kvaddur til sængurkonu, að
hann, í stað þess að leggja sig
fyrir, sæti uppi við málverka-
gerð með símann við hlið sér, og
það mun heldur ekki hafa verið
einsdæmi, að er frú Blondal reis
úr rekkju, væri maður hennar
enn á ferli önnum kafinn við að
mála hugsjónir sínar án tillits til
þess, hvað tímanum leið eða
minnast þreytu.
Eins og áður var vikið að, hafði
ég snemma kynst Dr. Blondal
sem lækni, en það var ekki fyr
en 1921 að ég komst að því sem
í honum bjó sem listamanni; við
vorum þá báðir við framhalds-
nám í London og stunduðum
fræðslu í læknisaðgerðum við
aðalsjúkrahús borgarinnar; sam-
eiginleg ársdvöl þar gerði það að
verkum, að ég kyntist honum
nánar og lærði að meta fjöl-
breyttar gáfur hans og mann-
kosti; við dvöldum saman eitt-
hvað um sex vikur að sumarlagi
í París víð spítalastörf, og þar
bar vissulega margt og merki-
legt fyrir augu. París er ein víð-
frægasta listamiðstöð veraldar-
innar. Louvre og Grand Palais
eru griðastaðir fyrir listaverk
margra þjóða og landa. —
Hér fara á eftir nokkrar línur
úr minnisbók Mrs. Thorlakson
frá 17. júlí 1921.
“Óhjákvæmilegt er að í huga
okkar skjóti seinna upp ýmsum
endurminningum frá sameigin-
legri dvöl í Pairís; svo að segja
öllum tómstundum sínum frá
lækninganáminu varði Dr. Blon-
dal til að kynna sér listaverk á
listasöfnunum; hann kom heim
með bækur og bæklinga, er að
listum lutu og gerkynti sér inni-
hald þeirra; svo fór hann aftur
á söfnin til að yfirvega hlutað-
eigandi listaverk í ljósi nýrrar
þekkingar, hvort heldur um
höggmyndir, málverk eða rósof-
in veggtjöld var að ræða.” Þau
Dr. Blondal og Mrs. Thorklason
gerðu vafalaust sitt bezta til í
þeim efnum að opna augu mín
fyrir gildi fagurra lista; ég tel
víst að þau hafi orðið fyrir von-
brigðum; en það litla skynbragð,
sem ég kann að bera á slíkt á ég
þeim að þakka og met að mak-
leikum.
Eg minnist nú lítilsháttar at-
burðar, er Dr. Blondal hló dátt
að; við höfðum skroppið til
Louvre til að skoða líkneski
Venus af Milo, og íhuguðum það
vandalega frá öllum hliðum;
hann hafði víst veitt athygli ein-
hverjum nýstáirlegum svipbrigð-
um á andliti mínu, gekk yfir um
til mín og spurði mig hvernig
mér litist á frúna — Venus af
Milo; honum varð víst ekki um
sel, er hann komst á snoðir um að
það eina, sem ég virtist hafa
sannfærst um við skoðun Venus
af Milo væri það, að hún
þjáðist af ofvexti í skjaldkirtl-
inum; seinna dró hann upp mynd
af- þessu æfintýri, sýndi það bros-
leitur vinum sínum og viður-
kendi hve treglega sér hefði tek-
ist til um það að gera úr mér
listdómara.
Við það að kynnast Dr. Blon-
dal náið, sannfærðist maður
fljótt um það, hve hreinskilinn
hann var og heilsteyptur í skap-
gerð; hann vissi hvað hann vildi
og var ekki hálfur í neinu; hann
var manna vinfastastur og léði
einhuga lið sérhverjum þeim
mannfélagssamtökum, er hann á
annað borð gaf sig við; hann bar
djúpa virðingu fyrir kirkju og
kristindómi, því trúrækni hans
bjó ekki á yfirborðinu heldur í
hjartanu sjálfu.
Dr. Blondals verður lengi
minst sem mikilhæfs læknis,
listamanns og vinar; hann varp-
aði fögrum bjarma á uppruna
sinn og samferðasveit sína í heild
hverrar ættar, sem hún var; hann
var harmdauði öllum sem honum
kyntust, þó þyngstur væri vitan-
lega harmur kveðinn að hans
nánustu ástvinum; en það er
ávalt huggun harmi gegn, að
hafa átt eitthvað mikilvægt til
að missa.
Mér finst það eiga vel við, að
birtur sé hér útdráttur — úr um-
mælum tveggja vina og hand-
genginna samstarfsmanna Dr.
Blondals að honum látnum. Col.
Peter M. Abel kemst meðal ann-
ars svo að orði um Dr. Blondal:
“Vera má að leikmaðurinn sé
þess eigi umkominn, að mæla
hin vísindalegu hæfileika síns
eigin læknis; þó býr hann yfir
einhverri þeirri skynjan, er ger-
ir honum kleift að komast í sam-
band við sérfræðinginn í hinni
miklu list að lækna og græða. Dr.
Blondal var einn slíkra manna;
fáir menn voru búnir sömu hæfi-
leikum og hann í þá átt að vekja
sjálfstraust hinna kvíðafullu,
skapa frið hinum þjáðu og von
þeim, sem örvæntu.”
Brigadier /Payton við Grace
Sjúkrahúsið, farast þannig orð í
fögrum hugleiðingum um Dr.
Blondal:
“Dr. Blondal var kristið prúð-
menni engu síður en , merkur
læknir; við minnumst þess, er
hann átti við vandasamt tilfelli
að stríða og samvinna af háifu
sjúklingsins var eigi við hendi,
að hann kraup við sjúkrabeðinn
og bað Drottinn— læknirinn
allra meina — um vísdóm og
skilning, og að honum mætti
þóknast að snerta við sjúklingn-
um.” —
í sama anda minnist Dr. F. A.
Benner fagurlega hins látna,
ágæta samferðamanns. Þessir
fögru, táknrænu vitnisburðir,
varpa skíru ljósi á Dr. Blondals
innra mann, eða það manngildi,
sem hann í svo ríkum mæli bjó
yfir.