Lögberg - 30.12.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.12.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. DESEMBER, 1948 Hoabtrg Gefl8 út hvern fimtudag af * THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 696 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Autho'rized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa VIÐ ÞJÓÐVEGINN ♦ Forsætisráðherrann í Canada Mr. St. Laurent, hef- ur formlega tilkynt, að sambandsþing verði kvatt til funda þann 26. janúar næstkomandi; þetta verður fyrsta þingið undir stjórnarforustu hans, og má víst telja, að vel takist til um lausn flestra aðkallandi vanda- mála; að því er fjármálaráðaneytinu segist frá, mun þjóðarbúskapurinn aldrei hafa staðið í meiri blóma. Nú þykir sýnt að tekjafgangur verði langt um hærri en áætlað var í fyrra; jafnt og þétt er verið að grynna á þjóðskuldinni og hlýtur slíkt að vekja almenna ánægju manna á meðal. Um stjórnarboðskapinn verður ekki neitt með vissu vitað fyrr en um þingsetningu, þó víst sé um það, að löggjafarákvæðin um upptöku Newfoundlands í fylkja sambandið muni piga forgangsrétt á þingi. Þetta sögu- lega atriði mun ekki verða gert að flokksmáli og þar afleiðandi má ætla að það fái skjóta afgreiðslu og sam- þykki allra þingflokkanna. Nokkrar líkur munu á að stjórnin leggi fyrir þing frumvarp til laga um afnám áfrýunar héðan úr landi til hæsta réttar Breta. Mr. St. Laurent hefir áður tjáð sig því hlyntan að slík ákvörðun yrði tekin og þarf því ekki að efa, að hann fylgi máhnu röggsamlega fram. Hvað verður um elhstyrks máhð á næsta þingi og hver verður afstaða stjórnarinnar gagnvart óumflýan- legri lausn þess? Skynsamleg og mannúðleg úrlausn þessa viðkvæma máls, þolir ekki lengri boð. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Utanríkisráðherrann í Canada, Mr. Pearson kvaddi á fund sinn blaðamenn í Ottawa á síðastliðinn aðfanga- dag jóla, og kunngerði að stjórnin hefði lögum sam- kvæmt viðurkent hið endurborna ísraelsríki í Palestínu; ráðherrann komst meðal annars svo að orði: “Nauðsyn- legum skilyrðum varðandi viðurkenningu ríkisins hefir verið fullnægt og vissa fengin fyrir því að það hafi ábyrga stjóm heima fyrir og út á við.” Þann 28. maí síðastliðinn lýstu Gyðingar í Pales- tínu því yfir, að fullvalda Israelsríki hefði litið dags- ljósið. Rússar og Bandaríkjamenn urðu fyrstir til að viðurkenna hið nýja eða endurborna ísraelsríki. Fleiri þjóðir bættust svo smátt og smátt í hópinn og nú hefir Canada að lokum fetað í fótspor þeirra. ♦ ♦ ♦ ♦ 4- ♦ í tvennum aukakosningum tU fylkisþingsins í Mani- toba, sem nýlega voru haldnar, fóru C.C.F.-sinnar vægast sagt, aivariega halloka í viðureign sinni við frambjóðendur samvinnustjórnarinnar. í Minnedosa kjördæminu vann frambjóöandi samvinnustjómarinn- ar, Mr. Rungay, frægan og eftirminnilegan sigur, og núna á messu hins heilaga Þorláks urðu úrslit í Fair- ford kjördæm á þá leið, að Mr. Anderson lögfræðingur í Ashern hlaut kosningu með geysilegu atkvæði magni umfram keppinaut sinn, er bauð sig fram af hálfu C.C. F.-sinna, sömu útreiðina eða jafnvel enn lakari, hlutu frambjóðendur C.C.F.-sinna í kosningum til sambands- þings, sem nýlega eru um garð gengnar í Marquette í Manitoba og Carleton í Ontario. ♦. ♦ ♦ * ♦ -f Blaðið Saturday Night, sem gefið er út í Toronto, lætur þess nýlega getið að snurða muni hafa hlaupið á hihn pólitíska hjónabands þráð milli Liberala og Con- servativa, er standa að hinni svo nefndu samvinnu- stjórn í British Columbia. Æskulýðs fylking Liberala þar í fylkinu, telur áminstu, pólitísku hjónabandi nú svo ílla komið, að skilnaður sé eina sómasamlega úr- lausnin. Aminst blað lætur þess getið að núverandi forsætisráðherra British Columbia, Mr. Byron Johnson, haldi því nokkurnveginn í henni sinni hvort samvinnu- stjórnin verði við lýði í fylkinu deginum lengur eða ekki; það fylgir sögu að Mr. Johpson sé svo viss í sinni sök, að hann geti leitt Liberal flokkinn til sigurs í næstu kosningum af eigin ramleik. ♦ -f ♦ ♦ ♦ ♦ FALLEG LÍTIL BÓK Sýslumaðurinn í Barðastrandasýslu, herra Jóhann Skaptason, sýndi ritstjóra Lögbergs þá góðvild, að senda honum nú um jólin, fallega litla bók, sem gengur undir nafninu Árbók Barðastrandasýslu, sem hefir mik- inn og margvíslegan fróðleik til brunns að bera; er þar skýrt frá atvinnu háttum og félagslegum menningar- samtökum sýslubúa, auk þess sem bókina prýða nokk- urar myndir, svo sem af Bíldudalskaupstað; af bókinni má ráða, hve mikill áhugi og andlegur vorgróður hefir skotið styrkum rótum vestur þar, og hversu mikilla menningarlegra átaka má þar vænta í samtíð og fram- tíð. Þökk sé Jóhanni sýslumanni fyrir þessa vingjarn- legu sendingu. AHUGAHAL IWCNNA Rilsljóri: INGIBJÖRG JÓNSSON FRÁ SEATTLE, WASHINGTON, 13. DES., 1948 íslenzk siúlka krýnd "Kórónu ljóssins" Kæri ritstjóri: DESEMBERFUNDURINN í félaginu “Vestri” var óvenjufjðl- mennur (tim 100 manns) og eitthvað létt og glatt yfir. — Hann endað líka eins og sjálfsagt var með kaff veislu og frjálslegum samræðum. — mér er sönn ánægja í að skrifa þér um tilefnið samkvæmt beiðni fundarins. Tilefnið var að samfagna ung- frú Ásu Guðjohnsen, sem í víð- tækri samkeppni skaninaviskra meyja í þjóðbúningum (121 kepptu) hlaut þá mjög áberandi sæmd að vera valin fyrsta “Lucia Bride” hér í Seattle borg. Svo framt sem við vitum hefir þessi krýnging á “drotning ljóssins”, samkvæmt sænskri hefð eða tradition, aldrei fyr farið fram í Bandaríkjunum. — Ása okkar verður í dag krýnd ásamt “Lucia” Svíþjóðar í Stockholm. Ferðin var farin á vegum Scan- dinavian Airlines, “Stockholm Tidningen” og “Seattle Post In- telligencer”. í för með ungfrú Ásu er frú Marion Stixrud, fréttaritari frá Seattle, P.I., og sendir hingað daglega fréttir frá hátíðahöldunum. Rétt fyrir jól koma þær heim hingað, og með þeim hin Sænska “Lucia”, í heimsókn. Á Vestrafundinum voru þær Ása og móðir hennar heiðurs- gestir. Vísi-konsúll íslands í Seattle, Kolbeinn S. Þórðarson ávarpaði með viðeigandi kveðju frá félaginu og Islendingum hér. Hann óskaði til hamingju og blessunar með vel völdum orð- um og afhenti Ásu stóran blóm- vönd. Forseti félagsin, Hallur E. Magnússon ávarpaði sömu- leiðis, og mintist sérstaklega föð- ur Ásu, Baldurs Guðjohnsen (d. 1933), sem var einn af stofnend- um Vestra, laust fyrir aldamót- in. Móðir Ásu, frú Salome Ólafs- Kærkomin rödci að heimari Að síðustu minnist ég afmælis Helgu Hannesdóttur frá Deildar- tugu, konu B. Bjarnasonar á Ská- ney. Helga var fædd 5. maí 1878 og varð því sjötíu ára 5. maí síð- astliðið vor. Þann dag fékk hún heimsókn margra vina og vanda- manna, þar á meðal kvenfélag Reykdæla. Var hún þá enn sem fyr hin glaðasta og glæsilega kona sem kunni að taka svo vei á móti vinum sinum að á betra varð ekki kosið, hún var ung í anda og var hvorki hærur né hrukkur eða neitt annað sem gæfi tilefni að ætla hana sjötuga að aldri: Eftir þetta heimsótti hún vini sína bæði nær og fjser, sat að veislum og gleðimótum. Sunnu- daginn fyrsta ágúst hélt Borg- firðingafélag úr Reykjavík Sum- arhátíð í Reykholti, sem hófst þar með messu í kirkjunni, þar var einnig Helga á Skáney meðal góðra gesta. En að kveldi annars dags þar frá, 3. ágúst lést hún af hjartaslagi. Helga var frá- bær að fegurðarsmekk listfengi iðni og og afköstum. Eftir fjöru- tíu ára búskap þeirra hjóna á Skáney, má sjá að jörðin hafi skift um klæðnað í höndum þeirra; áður var hún í tötrum, nú stendur hún prúðbúin, reysuleg- ar byggingar, slétt og víðáttu- mikið tún, en það sem mest ber af er skógivaxin hlíð ofan við túnið. Þar sást engin hrísla fyrir þrjátíu árum, fremur en á öðrum stöðum í Reykholtsdal, en Helga lagði svo mikla ástundun við skógræktina á þessum stað, að nú hækka og fjölgar þar birkir- unnum ár frá ári. Og heima í vel- girtum blómagarði er marg- breytta fegurð að líta, blóm og tré af mörgum tegundum. blómagarðinum var líkkistu hennar lokað, þar sem hvert blóm angaði í vermandi sólar- ljósi, og þar sem margir af nán- ustu vinum voru samankomnir. Þegar Helga á Skáney var látin minntist hinn dreifði Bræðra- flokkur þess hvað marga gleði- stund þeir áttu á heimili þeirra hjóna, er þeir voru þar að söng- æfingum. Komu þeir allir sextán að tölu, til þess að syngja við útför þessarar mætu konu; dag- inn fyrir jarðarförina tóku þeir til þess að æfa lögin, sýnir þar best hvað mikið þeir vildu á sig leggja til þess að sýna í verki hluttöku við þetta tækifæri. Að jarðarförinni lokinni sat mann- fjöldinn, er fylgdi Helgu til graf- ar að veitingum í hinum stóru borðstofum Reykholtsskóla. Að því loknu, en áður en gestir bjuggust til heimferðar, sungu bræðurnir, undir stjórn Bjarna á Sikáney nokkur erindi úr feg- urstu ættjarðarljóðum þessa lands, var það eftir ósk hinnar látnu ágætiskonu að svo var gert. Mátti því segja að ást hennar á ljóðum og lögum fylgdi henni útyfir gröf og dauða. Helga á Skáney var mikil gæfukona, sem lifði við góðan fjárhag og vin- sældir alla æfi. Börn þeirra hjóna eru þrjú og hafa þau öll tekið sér bólfestu í Skáneyjar- landi, sem búið er að skifta í þrjár jarðir, allar líkar að stærð, Skáney, Birkihlíð og Nes. Þuríður Sveinbjarnardóttir frá Sigmundarstöðum í Hálssveit, lést á Fróðastöðum í Hvítársíðu, síðastliðið vor, áttræð að aldri, Hún var ekkja eftir Brand Dan- íelsson, bjuggu þau á Fróðastöð- um allan sinn búskap, við næg efni og ágætan orðstýr. Um sama leyti lést á Glitstöðum í Norðurárdal Þórunn Björnsdótt- ir kona Jóns Einarssonar frá Hvítárfossi í Ámessýslu. Þórunn var 93 ára að aldri, dóttir þeirra hjóna er Katrín kona Eiríks Þorsteinssonar bónda á Glitstöð- um, hjá þeim dvelur Jón Einars- son sjónlaus og aldurhniginn. Enn fremur lést í vor Nikhildur Erlingsdóttir á Hallkellsstöðum í Hvítársíðu, nær hálf tíræð að aldri, maður henna var Benja- mín Jónsson, bjuggu þau allan sinn búskap á Hallkellsstöðum. Þau voru bræðrabörn Nikhildur og Hjörtur Þórðarson raffræð- ingurinn frægi í Vesturheimi. Nýlátnir eru tveir Hálssveit- ingar, báðir af völdum krabba- meins í maga Guðlaugur Jó- hannesson frá Signýjarstöðum og Þorsteinn Jónsson á Búrfelli komnir um áttrætt. Foreldrar Þorsteins voru hjónin Jón Þor- valdsson frá Stóra Kroppi og Helga Jónsdóttir frá Deildar- tungu, Hálfbróðir Þorsteins var Páll Reykdal í Vesturheimi, sem flestir Vestur íslendingar kunna góð skil á, en af alsystkinum hans er Guðrún á Húsafelli ein á lífi. Þorsteinn var greindur og gætinn, en dulur og fáskiftinn. Synir Þorsteins eru Freymóður lögfræðingur í Vesturmanneyj- um og Sigursteinn bóndi á Búr- felli í Hálsasveit. (Framh. á bls. 4) dóttir Guðjohnsen, er búsett hér. Börnin voru tvö, sonurinn Bald- ur glæsilegur maður, féli í styrj- öldinni við Japan. — Ása stund- ar nám við University og Wash- ington — og útskrifast næsta ár. Hún leggur sérstaklega fyrir sig blaðamensku. Hún er ekki aðeins fríð og skemtileg, heldur líka greind og vel máli farin. Henni fórst ágætlega þegar hún þakkaði fundinum fyrir sig og móður sína og sagði síðan stuttlega frá heimsókn þeirra mæðgna til Islands á s.l. sumri- og sýndi ýmsa fallega minjagripi sem hún hafði eignast. — Til skemtunar á fundinum var einnig solo söngur Tana Björnssonar og gamansöm ávörp séra H. Sigmars. sem annast um skemtiskrá á fundum ‘Vestra”. Það er árlegur viðburður í Sví- þjóð að 'krýna “drotning ljóss- ins,” með kórónu settri 7 kerta- Ijósum, hinn 13. dag desember mánaðar. í gömlu tímatali var sá dagur talinn styztur í árinu — og á Norðurlöndum var fagnað yfir “hækkandi sól.” ymsar sagn- ir eru til um sankti Luciu. (d. 304 A.D.) Hún var yndisfögur ung- mey suður á Sikiley. Þegar hún varð 17 ára, var hún heitbundin ungum manni. — Þá veiktist móðir hennar hættulega. Lucia bað fyrir henni af miklum trúar- hita, og lofaði jafnframt að gefa allar eignir sínar til styrktar kristnu fólki ef móðir hennar fengi heilsu. Móður hennar batn- aði — en mannsefnið sá eftir heimanfylgju Luciu. — Hún var síðan kærð fyrir galdra og brend. Þegar hún dó, ljómaði skær og óumræðilega birta alt um kring, vegna sakleysis hennar og fóm- fýsi. — Alls þessa og margs ann- ars í sögnun og siðvenjum er minst í sambandi við Luciu há- tíð Svíþjóðar. — í dag heimsækja þær “drotningamar” t.d. sjúkra- hús ojs. frv. með gjafir til þurf- andi fólks. Eg óttast að þetta bréf verði of langt og lýsi þessvegna ekki krýgningar athöfninni hér í Seattle. En hún var yndisleg — og Civic Auditorium þéttskipað — (rúmar 6 þúsund) Eg læt fylgja baðagreinar, sem segja glögglega frá því sem fram fór, svo þú getur notað hvað sem þú hefir rúm fyrir. Fréttir frá Stockhólmi í morgun gátu þess að ræðismaður Islands þar, Helgi P. Briem var einn af þeim sem tók á móti ungfrú Ásu þeg- ar flugvélin lenti. — Hátíðin stendur sem hæst í dag. Með góðum óskum um gleði- legar hátíðir. Vinsamlegast, Jakobína Johnson P.S. Svo er sagt að sjaldan skrifi kona bréf að eigi fylgi “Postskrift.” — Mig langar að bæta við eftir- fylgjandi úr Seattle Post Intelli- gencer í morgun. 1 civic Auditor- ium borgarinnar í gær var hald- -'ð Christmas Festival of Music fyrir fullu húsi. — Þar söng Dr. Edward Pálmason tenor hlut- verkið í Handels Messiah. Music critic blaðsins segir: “Dr Edward Pálmason, tenor, gave a fine per- formance. He is professionally skilled.” — Hann nýtur al- mennra vinsælda hér. J. J. The Swan Manufaduring Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James Sl. Phone 22 641 GUNNAR ERLENDSSON Umboósmaöur fyrir ELSTU hljóðfærabúS Vestur- landsins J. JyH. McLEAN & Co. Ltd. Ráöyist við ofannefndann viö- vikjandi vali hljóöfcera Pianos: HEINTZMAN — NORDHEIMER og SHERLOCK MANNING MINSHALL Orgel fyrir kirkjur RADIOS og SOLOVOX ' Sími 88 753 HEIMILI: 773 SIMCOE STREET HOUSEHOLDERS ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Wirmeco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MCfURDY CUPPLY fO. LTD. V/ BUILOERS' U SUPPLIES AND C0AI BUILDERS' Erin and Sargent Phone 37251 KOBRINSKY CLINIC 216 Kennedy Street WINNIPEG V SOLOMON KOBRINSKY, M.D. - Matemity and Diseases of Women LOUIS KOBRINSKY, M.D., F.R.C.S., (Edin.) - General Surgery SIDNEY KOBRINSKY, M.D. Intemal Medicine M. TUBBER KOBRINSKY, M.D., Ch. M. - Physician and Surgeon SAM KOBRINSKY, M.D. Physician and Surgeon BELLA KOWALSON, M.D. Physician and Surgéon • Telephone 96 391 < if no answer, call Doctors' Directory, 72 152

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.