Lögberg - 30.12.1948, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. DESEMBER, 1948
Or borg og bygð
Dr. S. J. Johannesson er flutt-
ur frá 594 Agnes St. (ste. 7 Vin-
borg). Hann á nú heima að 652
Home Ste., (Jóns Bjarnasonar
(Frh. af bls. 3)
I september lést Jón Björns-
son, lengi bóndi á ölvaldsstöðum
í Borgarhreppi og í fremstu röð
bænda í Mýrarsýslu, níræður að
aldri. Sextíu og þrjú ár eru liðin
síðan við Jón Björnsson voru
þóftu bræður og framanímenn á
stóru eimskipi með Sæmundi út-
vegsbónda á Vatnsleysu. Fanst
mér mikið um hreysti Jóns og
geðró, valt þó á um veðurfar og
vinnubrögð. Þetta háaldraða
fólk, sem hér er talið lagðist allt
til hinstu hvíldar á þessu sumri.
Sé það allt í Guðsfriði.
I.iðatrifít ? Allskonar gigt? Gigtar-
verkir? SArir gangiimir, heríar og
axlir? Vi5 þessu takið hinar nýju
“Goldcn HP2 TABLETS”, og fáið var-
andi bata við gigt og liðagigt. — 40—
11.00, 100—12.50.
Maga ðþægindi? Óttast að borða?
Súrt meltingarleysi ? Vind-uppþemb-
ingi? Brjðstsviða? óhollum eúrum
maga. Takið hinar nýju ðviðjafnan-
legu "GOLÐEN STOMACH TAB-
LETS” og fáið varanlega hjálp við
þessum maga kvillum. — 55—$1.00,
120—$2.00, 360—$5.00.
MENN! Skortir eðlilegt fjör? Þyk-
ist gömul? Taugaveikluð? Þröttlaus?
Öttauguð? Njótið lífsins til fulls! —
Takið “GOLDEN WHEAT GERM
OIL CAPSULES”. Styrkir og endur-
nærir alt liftaugakerfið fyrir fðlki, sem
afsegir að eldaet fyrir tímann. 100—
$2.00, 300—$5.00.
Þossi l,vf fást í ölluin lyfjabúðiiin
eða með pósti beint frá
GOLDEN DRUGS
St. Mary’s at Hargrave
WINNIPEG, MAN.
(one block south from Bus Depot)
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
| skóla Ste. 6) Talsími er hinn sami
og áður 87 493.
♦
Jóns Sigurðsonar-félagið held-
ur sinn næsta fund að heimili
Mrs. H. F. Danielsson 869 Gar-
field Street á fimtudagskvöldið
þann 6. janúar, n.k. 8.
Heilsufar æskulýðsins er yfir-
leitt svo gott að á betra verður
ekki kosið. Berklaveiki sem
herjaði hór víða um þetta hérað
fyrir nokkrum áratugum lætur
ekki mikið á sér bera og sulla-
veiki er með öllu horfin, batn
langabólga e'r nú orðin mjög tíð
á síðustu árum en læknast fljótt
með uppskurði; verður því fáum
að fjörtjóni. Ymsir halda því
fram, að íslenzk æska hafi aldrei
verið jafnvel mennt sem nú á
dögurn, og víst er það að stærð
og líkamsþroski hefir aukist á
síðustu áratugum. Þá er fræðsl-
an ekki skorin við neglur, einn
skólinn tekur við af öðrum, sem
aldrei getur fullnægt eftirspurn.
Auk allrar barnakenslu, eru þrír
skólar starfræktir í sveitum
Borgarfjarðar. Héraðsskólinn í
Reykholti er svo eftirsóttur, að
ekki er hægt að sinna nema
nokkrum hluta þeirra umsókna,
er honum berast á hverju ári.
Þar eru nú yfir eitt hundrað
nemendur. Búnaðarskólinn á
Hvamseyri þykir ekki eins eftir-
sóknarverður og Reykholts-
skóli; námið máske þyngra og
færri dansmeyjar. Þriðji og
yngsti skóli héraðsins er kvenna-
skólinn á Varmalandi. Þar hefir
verið byggt skólahús með öllum
hugsanlegum þægindum og ekk-
ert til þess sparað. Þar eru nú
fjörtutíu og þrjár ungar stúlkur
við nám, margar þeirra úr Borg-
arfjarðarhéraði, þar er lögð mest
áhersla á þau fræði bæði til
munns og handa, sem að gagni
mega verða í lífinu. Vigdís Jóns-
dóttir frá Deildartungu stjórnar
þessum kvennaskóla og þykir
hún í fyllstalagi starfi sínu vax-
in. Allir þeir, mörgu er heim-
sækja þennan skóla hrósa bæði
skipulagi hússins og þeim vinnu-
brögðum sem þar eru leyst af
hendi.
— Framhald
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h. — Sunnu-
dagaskóli kl. 12:15 e. h. — Allir
æfinlega velkomnir.
♦
HÁTÍÐAMESSUR
í íslenzka lúierska söfnuðinum
í Vancouver
2. janúar, Áramóta guðsþjón-
usta á ensku.
9. janúar, Áramóta guðsþjón-
usta á íslenzku.
Allar guðsþjónusturnar haldn-
ar í Dönsku kirkjunni á horninu
á East 19th. Avenue, og Frince
Albert Street.
Takið eftir nafninu á strætinu
við hlið Dönsku kirkjunnar hefir
verið breytt, — var áður Burns
Street, er nú Prince Albert St.
Gleðileg jól. Gott blessað nýár.
Sækið hátíðaguðsþjónustur Is-
lenzka lúterska safnaðarins í
Vancouver, og allar guðsþjónust-
ur hans.
Allir velkomnir.
H. Sigmar, Presiur
4-
Lúierska kirkjan í Selkirk:
Aðfangadagskvöld jóla kl.
7:30.
Jólahátíð sunnudagaskólans,
jóla tré.
Jóladagsmorgun kl. 11:00 ár-
degis íslenzk hátíðamesa.
Allir boðnir og velkomnir.
S. Ólafsson
Guðsþjónusia
í Lútersku kirkjunni á Lundar,
kl. 2:30 e.h. næsta sunnudag, 2.
janúar. Heilsum nýja árinu í
sameiningu.
R. Marteinsson
♦
Lúlerska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 2. janúar.
Ensk messa kl. 11:00 árd.
Ensk messa kl. 7:00 síðd.
Enginn Sunnudagaskóli.
Ársfundur Selkirk safnaðar
mánudagskv. 10. janúar kl. 8:00
síðd. í samkomuhúsi safnaðarins.
Áríðandi að fólk fjölmenni.
Allir boðnir og velkomnir.
S. Ólafsson
FREE
STORAGE
FOR YOUR
SUMMER GARMENTS
IN CANADA’S FINEST
STORAGE VAULTS
• “Celletone” Dry Cleaned
• Free Minor Repairs
• Fully Insured
• Nothing to Pay Till Spring
ALL FOR THE COST OF
Regular Dry Cleaning
Use Perih’s Carry & Save
or Phone 37 261
PERTH’S
LATUM OSS SKJOTA
M
5 's
Strútinn /
Pvingunaraðferðir við sölu korns hefir kostað
bændur Sléttufylkanna miljðnir dollara Lát-
um oss litast um og kynna oss gildi hins opna
markaðar sem mötsetning við þvíngunarað-
ferðirnar
THE WINNIPEG GRAIN EXCHANGE
Býður $3,000.00 PENINGAVERÐLAUN
LjúkiO viO e/tirfarandi yfirlýsingu í ekki yfir
300 orOum.
’Ég trúi á
ÓRJÚFANDI VALFRELSI
GAGNVART
VeQma þess
SÖLU KORNS
Samkepnisgreinar
verða eign Grain
Exchange.
I WINNIPEG GRAIN EXCHANGE
WINNIPEG, MANITOBA
Gerið svo vel að senda mér ðkeypis sintak af
bæklingi yðar "DEAR DAD” til ekýringa
á samkepni þessari og kornsölu aðferðum.
Nafn .............................
Heimilisfang .....................
(Utanáskrift sé greinileg)
ALT, SEM ÞÉR BAKiÐ
I HEIMAHUSUM
ER SVO BRAGÐGOTT
OG FALLEGT
ef það er úr . . .
Það
er malað úr
besta Canada hveiti.
Kærkomin rödd að heiman
Œttmaðurinn
Eftir
THOMAS DIXON, Jr.
“Þakka þér fyrir. Eg hélt að þú ættir
spegil. Eg skal senda þér einn,” svar-
aði hann og tók undir handlegginn á
henni og fór með hana inn í danssalinn.
Hendin á Marion skalf ofurlítið er hún
lágði hana á öxlina á honum, og hún var
rjóð í framan og úr djúpi augna hennar
skein draumkend þrá.
Eftir að Ben hafði dansað við Marion
um stund fór liann aftur til Elsie og þau
gengu út í garðinn fyrir utan húsið, en
allt í einu stóð yfirforingi herdeildarnin-
ar í Piedmont fyrir framan þau, með
flokk hermanna með sér. Hann ávarpaði
Ben Cameron og sagði:
“Eg verð að biðja þig um hnappana
og axlarborðana af þessum búningi þín-
um.”
Það var eins og eldur brynni í aug-
um Elsie. Ben stóð kyrr og brosti.
“Hvað meinarðu?” Spurði Elsie.”
“Eg meina það að ég ætla ekki að
láta neinn misbjóða mér, með því að
vera í þessum búning í dag.”
“Eg ögra þér til þess að snerta hann
bleyöan þin!” Sagði Elsie og steig fram.
Ben lagði hendina á handlegg henn-
ar og dróg hana hægt til baka.
“Hann hefir vald til að gjöra þetta.
Það má kallast brot á lögum að vera í
þessum búningi. Eg beygi mig, ég er
heiðvirður borgari og ég hefi verið her-
maður. Hann getur fengið sinni kröfu
fullnægt. Eg hefi lofað honum föður
mínum að vekja ekki ófrið, eða mótþróa
á móti hervaldi ríkisins.”
Hann sté fram nokkur spor, her-
maður einn skar hnappana af treyju
hans og svifti borðunum af öxlonum.
Á meðan þessari athöfn fór fram,
sagði Ben hægt og rólega: “Við Appom-
atox þá sýndi hinn mikli hershöfðingi
Grant veglyndi sitt með því að gefa okk-
ar mönnum hestana sem hann mátti
missa og með því að ákveða að ailir for-
ingjar sunnanmanna skyldu halda
sverðum sínum. Grant hershöfðingi
hefir auðsjáanlega ekki átt neitt sam-
eiginlegt með ykkur.”
“Nei: Eg er yfirforingi í þessu hér-
aði.” Sagði Kafteinninn.
“Það sýnir sig.”
Þegar að hermennirnir voru farnir
gengu þau Elsie og Cameron að stóru
tré sem stóð í garöinum og staðnæmd-
ust þar, og hlustuðu á músikina að inn-
an frá húsinu, og utanfrá á nið fossanna
í ánni.
“Hvernig stendur á því mín kæra, að
stúlkur skuii altaf halda áfram að dá
kopar hnappa?” spuröi Ben þýölega.
“Elsie leit upp kysti hann og sagði.
“Vegna þess að það er köllun hermanna
að deyja fyrir land sitt og þjóð.”
Þegar að þau komu inn í danssalinn
og Elsie hafði dansað litla stund við
kunningja Bens, dundu fyrstu skotin,
sem gáfu til kynna sigur afríku þræl-
anna yfir hinum hvítu húsbændum sín-
um.
Ben gekk út í hægðum sínum, til
þess að fá fréttirnar.
Stjórnarskráin hafði verið samþykt
með yfirgnæfandi meirihluta og þing-
menn kosnir, 101 negri og 23 hvítir
menn. Silas Lynch hafði verið kosinn
ríkisstjóri, negri var kosinn ríkisritari
og annar ríkisféhirðír og negri hafði
verið kosin hæstaréttardómari ríkisins.
Þegar að Bizzel, með kinnsogna andlit-
ið, umboðsmaður frjálsramanna félags-
ins kunngerð þessi kosningaúrslit frá
tröppum dómshússins gall við háreysti
mikil. Dynjandi skotríð heyrðist frá
rifflum hermanna og byssu kúlurnar
þutu yfir bænum í allar áttir. En eftir
hálfa klukkustund voru allir horfnir af
torginu og einkennileg þögn hvíldi yfir
öllu í bænum, efitr hávaðann.
Aleck gamli kom slagandi fram hjá
gestgjafahúsinu og var all drukkinn.
“Hér má sjá einkennilega sjón herr-
ar mínir,” Sagði Ben við hóp ungra
mannajsem komið höfðu út til hans af
danslemum. Kjósandi kemur hér til okk-
ar, hann er í sannleika meira, hann er
kjósendurnir, konungurinn, þingmaður-
inn nýkosni hinn heiðvirði Alexander
Lenoir, fyrir Ulster kjördæmið.”
“Herrar mínir, Guð hefir verið mér
góður,” sagði Aleck grátandi. “Þeir
segja að rottu seðlarnir hafi veriö í
meirihluta á kjörstaðnum hérna — er
það ekki rétt?”
“Þú segir satt — það segja háðfugl-
arnir — þeir sem sitja í sætum spottar-
anna, en lávaður lýðanna auðmýkir þá.
Hr. Bizzel umboðmaður frjálsramanna
félagsins taldi öll þessi rottu miða at-
kvæöi rétt — þeir gátu ekki vilt honum
sjónar — hann vissi hvað þau meintu —
þau voru öll talin mér og stjórnar-
skránni.”
“Það var snjallræði!” sagði Ben. “Ef
að ekki er hægt að samþykkja með rott-
um, þá þætti mér gaman að vita hvers
vegna?”
“Það er það sem ég segji þeim.”
‘ En ef satt skal segja,” sagði Ben
kímnislega, rödd fólksins er rödd Guðs
— hvað sem rottunum líður — ef að þú
gætir talið.”
Þegar Aleck hélt ferð sinni áfram
heyröist byssu skothríð dynja við í
fjarska. “Hvað meinar þetta?” Spurði
Ben og hlustaði. Skothríð þessa gat
enginn hermaður misskiliö hún kom frá
byssum æfðra hermanna sem allir
hieyptu af byssum sínum samtímis,
undir þessa skothríð var tekið með
skotum frá hæð einni í nokkurri fjar-
lægð og enn annari lengra í burtu.
Ben gekk út í húsgarðinn og hlustaði.
Hljóðfæraslátturinn inni í gestgjafa-
húsinu hætti, og fótatak heyrðist í
gangi og fordyri hússins, og innan úr
því var hrópað “Eldur! Eldur!”
Nálega á sama augnablikinu sáust
eld tungur læsa sig upp úr þaki hlöð-
unnar á landi Cameron Læknis.
“Guð minn góðir!” Stundi Ben “Jake
er í fangelsinu og þeir haf akveikt í hlöð-
unni. Hún er meira virði enn núsið.”
Dansfólkið allt flýtti sér ofan hæð-
ina og til hlöðunnar sem var að brenna
og fór Marion fyrst í danskjólnum hvíta,
því hún var allra manna fráust á fæti.
Þegar dansfólkið færðist nær hlöð-
unni heyrði það orgið í kúnum og hnegg-
ið í hestunum upp yfir brestina og brak-
íð í eldinum.
Áður en Ben komst til hlööunnar var
Marion kornin þar og var búin að opna
alla bása, og tvær kýr komnar út, en
engin hestur herifði sig, en eldurinn
elfdist óðum og varð hneggið í hestun-
um og öskrið í kúnum sem enn voru inni
átakanlegra með hverri líðandi mínútu.
Marion kom hlaupandi til Ben náföl
í framan.
“Ó, Ben, Queen vill ekki koma út!
Hvað á ég að gjöra?”
“Þú getur ekkert gjört barn. Hest-
ar fara ekki út úr eldi nema það sé bund-
ið fyrir augun á þeim. Þeir verða allir að
brenna inni.”
“Nei! Nei!” Stundi Marion upp full
ótta og angistar.
“Þeir mundu troða hvern þann er
reyndi að ná þeim út undir fótunum.
Við þessu verður ekki gjört. Það er of
seint.”
Á meðan Ben leit í kring um sig
greip Marion hesta hlíf sem var hendi
nær og hljóp eins og fætur hennar tog-
uðu með hann til vatnsbólsins sem var
dálítill pollur, henti sér í hann, með hlíf-
ina og rennbleytti sig og hana. Spratt*
upp aftur og hljóp eins hart og hún gat
að opnum dyrunum þar sem Queen var
inni og hneggaði hærra en allir hinir
hestarnir.
Fólkið varð ekki vart við þetta til-
tæki Marion, fyrri en það sá hana
hlaupa frá vatnsbólinu með hlífina og
hverja spjör á henni sjálfri rennandi
vota og þar sem hún fór í kjólnum hvíta
sem lagðist þétt að líkama hennar, leit
hún út eins og myndastytta úr marmara
sem meistarinn hafði fullkomnað, og
Guð blásið lífi í.
Þegar fólkinu var fyrirætlan henna
ljós hrópaði það í angistar fullum ótta til
hennar og tók rödd móðir hennar yfir.
Ben stökk og ætlaði að ná í hana og
kallaði:
“Marion! Marion! Hún treður þig
undir.”
En hann var of seinn. Marion stökk
inn í eldinn til Queen.
Fólkið hélt niðri í sér andanum, og
leið önn í eitt augnabilk; en svo kom
) Queen stökkvandi út úr eldinum og Mar-
ion sem hélt sér í faxið á henni og hélt
ábreiðunni yfir höfðinu á sér og henni.
Fagnaðar vottur fólksins dundi við
þegar Marion og Queen komu út úr eld-
inum, og Marion sleppti ekki taki sínu
á faxinu á Queen, þar til þær voru úr
allri hættu, en þá kom móðir hennar,
Margrét og Elsie og föðmuðu hana að
sér.