Lögberg - 13.01.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.01.1949, Blaðsíða 1
Skipt um ráðherra George C. Marshall utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hefir látið af embætti vegna heilsu- brests; hans verður lengi minst, eigi aðeins sem merkilegs her- foringa, heldur engu síður sem óvenjulega mikilhæfs og viturs stjórnmálamanns; þá mun og hin svonefnda Marshallhjálp lengi halda nafni hans á lofti. Eftirmaður Marshalls verður Dean Acheson, sem um eitt skeið var aðstoðarutanríkis- málaráðherra, hinn gagnmerk- asti stjórnmálamaður, áræðinn og hagsýnn. FARIN í LANGFERÐ Á fimtudaginn þann 6. þ.m. lögðu þau Arni G. Eggertson, K.C., og frú hans Maja Eggert- son upp í langferð suður um Bandaríki áleiðis til Bahamas og Cuba. Mr. Eggertson átti 53 ára afmæli þann 9. þ.m., og voru þau hjónin þá stödd í New York þau sigla með S.S. Mauretania frá New York til Nassau í Baha- mas þann 15., en halda svo það- an til Havana, Cuba, þar sem þau eiga viku dvöl; þaðan fara þau síðan með Pan-American flugvél til Miami, Folrida, þar sem þau dvelja í þrjár vikur í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. E. B. Tait, eru þær Mrs. Eggert- son og Mrs. Tait systur. Á heimleið munu þau Mr. og Mrs. Eggertson eiga nokkura viðdvöl í Minheápolis, Minn., og heimsækja þar meðal annara, Mr. og Mrs. Gunnar B. Björn- son, Mr. og Mrs. Valdimar K. Mr. Paul Bardal KJÖRINN FORSETI Á fjölsóttum fundi Liberal samtakanna í Mið-Winnipeg- kjördæminu hinu nyrðra, var fyrrum bæjarfulltrúi og fylkis- þingmaður, Mr. Paul, Bardal, Bardal, kjörinn í einu hljóði for- seti áminsts stjórnmálafélags- skapar; er hann manna bezt til slíks starfa fallinn vegna holl- ustu sinnar við Liberalstefnuna og frábæra vinælda. Eins og kunnugt er, hefir ung- ur og áhugasamur lögfræðingur, Mr. Molloy, verið fyrir nokkru útnefndur sem merkisberi Lib- erala í áminstu kjördæmi við næstu kosningar til sambands- þings, og fer fylgi hans jafnt og þétt vaxandi í kjördæminu. Björnson og prófessor Harvey Árnason. Þau Mr. og Mrs. Eggertson eru væntanleg heim úr ferðalaginu þann 22. febrúar næstkomandi. Úr borg og bygð Ungur sænsk-norskur fiðlu- leikari, sem þykir frábærilega efnilegur, heldur hljómleika í Playhouse Theatre á mánudag- inn þann 17. þ.m. kl. 8:15 e.h. þessi ungi listamaður, George Turnlund, er fæddur í Winnipeg 1931. ♦ Frú Emily Pálsson, er dvalið hefir um hríð hjá dætrum sínum í Geraldton, Ont., var stödd 1 borginni seinni part fyrri viku, en lagði af stað suður til Los Angeles, California, á sunnu- dagsmorguninn og dvelst þar syðra hjá Olgu dóttur sinni það sem eftir er vetrar. ♦ Heimilisiðnaðarfélagið héldur fund á heimili Mrs. Paul Sigurd- son 105 Queenston Street á þrið- judagskvöldið þann 18. þ.m. 4- Nokkur eintök af söngvasafni prófessor S. K. Hall, fást hjá Mr. P. N. Johnson, 637 Mary- land Street, Winnipeg. Bókin kostar $1.75. + Mens Club Fyrsta lúterska safnaðar heldur fund í samkomu sal kirkjunnar á þriðjudags- kveldið 18. þ.m. Sezt verður að borðum kl. 6:30. Ræðumaður verður hr. Grettir Eggertson rafurmagnsverkfræðingur; var hann á íslandi í haust sem leið, og hefir ábyggilega frá mörgu merkilegu að segja. FLUGVÉLAR SKOTNAR NIÐUR Utför að Vogar, Manitoba FÖSTUDAGINN, 26. NÓVEMBER, var ég í kirkjunni að Vogar til að flytja þar kveðjumál. Mr. T. J. Clemens frá Ashern var þar útfarastjórinn. Mrs. J. Johnson var organisti. Kirkjan alskipuð fólki, því ekki einungis voru öll sæti notuð, heldur var þar einnig srtór hópur af fólki sem stóð. Líkkistan var þar alþakin blómum og blómsveigar á þrjá vegu um hana. Það var verið að kveðja konu 64. ára að aldri, er hét Jóhanna Katrína Vilhelmína (Péturson) Davidson. Hún var fædd að Nesi, Vestmanhavn, i Færeyjum, 7. febrúar, 1884. Systkini hennar á lífi eru: Mrs. Súsanna Stefansson í Winnipeg og Rögnvald Peter- son að Oak View. Maðurinn hennar er Jóhann Hinrik David- son, einnig frá Færeyjum. Þau voru 'kunnug í föðurlandi sínu, komu þaðan árið 1903, settust að í íslenzku bygðinni fyrir aust- an Manitoba-vatnið, giftust þar 1907 og áttu þar heima síðan, í bezta samkomulagi við íslenzku nágrannana. Starfslíf þeirra varð farsælt og heimilisandinn fögur fyrirmynd. Mrs. Davidson hafði góða hæfi- leika, þroskaði þá og notaði til góðs. Hún kunni Færeysku, dönsku, íslenzku og ensku, og hafði unun af flestri góðra bóka. Hún átti lengi sæti í skólaráði héraðs síns. Kennarinn dvaldi oft á heimili þeirra hjóna. Hún var glaðvær og skemtin, fús til hjálpar, og öllum þótti vænt um hana sem þektu hana. Þau hjónin eignuðust sex börn öll á lífi. Nöfn þeirra eru: Ágúst, bóndi í Oak View-bygð- inni; Thomas Bertie, bóndi í þeirri bygð, Eda Bergitta Pálína, starfandi á stjómarskrifstofu í Ottawa, William Henry, bóndi í Silver Bay, Petur Frederick í heimahúsum, og Angelica Sign- hild, einnig heima. Þau hjónin fóstruðu einnig systurdóttur hennar önnu Katrínu Peterson, er varð Mrs. J. Bergmann, en er dáin fyrir nokkrum árum. Hjónin tilheyrðu Lútersku kirkjunni, og studdu íslenzka kristindómsstarfið í bygðinni, þar sem þau áttu heima. Börnin voru kristilega uppfrædd og fermd. Andi foreldranna varð eign bamanna. Barnabörnin eru 12 að með- töldum 4 börnum fósturdóttur- innar. Mrs. Davidson átti við van- heilsu að búa ein þrjú síðustu ár- in, og var hún með köflum mikið veik. Astvinir hennar, með góðri samvinnu hennar sjálfrar, reyndu alt sem unt var til þess hún fengi aftur heilsu. Dóttir hennar Aingelica, stundaði hana með frábærri umhyggju, en sjúk- dómurinn varð öllum tilraunum yfirsterkari. Hún fékk hvíldina mánudaginn,í 22. nóvember. Dóttirin, sem starfaði í fjar- lægð, kom heim til þess að vera við útför móður sinnar, með föð- uir og sytkinum. Jarðað var í Oak View graf- reitnum. “Deyi góð kona, er sem dag- geisli hverfi úr húsum, verður húm eftir.” En dásamlegar endurminning- ar um þessa konu lifa. Rúnólfur Marteinsson. Nýlega gerðist sá atburður, að fimm brezkar flugvélar voru skotnar niður yfir landamærum Egyptalands og Palestínu; voru það hermann Israelsríkis, er til- verknaðinn frömdu; yfir þessu, sem vænta mátti, eru brezk stjórnarvöld óð og uppvæg, og hafa skorað á öryggisráð sam- einuðu þjóðanna að skerast í leikinn og gefa Gyðingum við- eigandi ráðingu. Major N. O. Bardal VERÐSKULDIÐ VIÐURKENNING Ágætur og vinsæll íslendingur, Major Njáll Ófeigur Bardal, hef- ir verið sæmdur af hermálaráð- uneytinu í Ottawa, Long Service and Efficiency Medalíunni. Maj- or Bardal hefir verið 20 ár í her- þjónustu; í síðasta stríði var hann í Winnipeg Grenadiers í Jamaica og Hong Kong, og var herfangi á hinum síðarnefnda stað þangað til í september 1945. Gekk hann í gegn um margar eldraunir, og bar þær allar með norænni hetjulund. Major Bardal er sonur þeirra Mr. og Mrs. A. S. Bardal. ATVIKAVÍSUR Úr bréfi Annir trufla oft mitt geð, ekki er vald á taumnum. Ferðalangur flýtuir með fluighraða í straumnum. Lífsins vel þó teflt sé tafl,- tapist leikur mætur, atvikanna skeflist skafl skaðlega við fætur. Viðskiftanna svelgir svið sálar besta gróða; svona tapast við og við vísur minna ljóða. Samt eg kveð við storminn stef-- stjörnuir lýsa í bláinn, haust þó skrifi skuldabréf skaparans á stráin! YFIRLIT Ásta — sjóður æsku dó, oft ég stóð í vanda; lifir móður minning þó mæt, í hljóðum anda. PÁLMI FRÉTTIR FRÁ BETEL í nóvember stofnaði Mrs. Kristín Kristjánsson, sem er nætur-hjúkrunarkona heimilis- ins, til söngkvölds og gæddi okk- ur á ísrjóma á eftir. Rev. og Mrs. S. Sigurgeirson voru forsöngvar- ar, en Mrs. Guðrún Stevens var við hljóðfærið. Þótti heimilsfólki þetta góð skemtun. Seinna í sama mánuði komu þau Rev. og Mrs. Sigurgeirson og Dr. og Mrs. Schribner með kvikmynd í litum af ferð þeirra til vestur og suður Bandaríkj- anna í sumar, og Rev. Sigurgeir- son sagði mjög skemtilega frá ferðalaginu á íslenzku. Höfðu allir sérlega mikla ánægju af þessu. Jólahátíðin var gleðileg; yfir- leitt voru allir við sæmilega heilsu og gátu því notið alls hins góða sem okkur barst, bæði í mat og skemtun. Rev. S. Sigur- geirson messaði á aðfangadags- kvöld. Mrs. Sigugeirson og son- ur þeirra, Jónas og nokkrir fleiri voru einnig gestir okkar þetta kveld. Hinir gömlu yndislegu jólasálmar voru sungnir fram eftir kvöldinu, og að lokum bor- ið fram súkkulaði, kaffi og ýmis- legt jólagóðgæti. Messað var einnig á jóladaginn. Á gamalárskvöld voru með- limir eldra söngflokks lútersku kirkjunnar gestir okkar og skemtu okkur með yndislegum söng. Miss Anna Nordal var við hljóðfærið. Hin höfðinglega gjöf Heintzman píanó, frá Jóni og Lovísu Jónasson, Winnipeg gef- in minningu um Davíð Jónasson, hefir aukið mikið á hátíðagleð- ina. Rev. S. Sigurgeirson messaði á heimilinu á nýársdag. Fyrir alt þetta, allan hlýhug- inn, erum við innilega þakklát. J. Augusta Tallman Norman S. Bergman NÝ ÚTVARPSTÖÐ í VÆNDUM Að því dagblaðið Winnipeg Free Press skýrði frá þann 5. yfirstandandi mánaðar, mun þess mega vænta, að ný útvarps- stöð taki til starfa í Winnipeg á næsta hausti; að fyrirtækinu standa Norman S. Bergman lög- fræðingur og félagi hans Lloyd E. Moffat. Forráðamenn Canad- ian Broadcasting Corporation taka umsókn þeirra félaga til yfirvegunar þann 21. þ.m. og fer Mr. Bergman austur til Mont- real þeira erinda á næstunni. Norman S. Bergman er mað- ur ágætlega máli farinn, og á heldur ekki langt að sækja það, þar sem faðir hans, H. A. Berg- man háyfirdómari, var einn hinn mesti mælskumaður meðal íslendinga vestan hafs. FRÁ KlNA Kommúnistar vinna nú dag- lega einn sigurinn öðrum meiri Kína, og nú svo komið, að for- ustumenn Nationalista eru í óða önn að hypja sig á brott úr Nan- king; friðartilranuir þeirra við Kommúnista hafa farið með öllu út um þúfur, hvað sem síðar kann að verða. Störf íslenzka sendiráðsins í Washington Samtal við THOR Niðurlag. Margvísleg störf. “Hafa ekki ýmis störf hlaðizt á þig, sem ekki snerta ísland beinlínis?’ “Ég tel, að öll störfin hafi snert Island, Islendinga eða íslenzka hagsmuni á einhvern hátt, og þar sem hugur minn hefur stöðugt verið bundinn við þetta, finnst mér jafnvel sem ég hafi aldrei frá Islandi farið.” “Þú hefur með höndum ýmis störf, sem ekki er venja að íþyngja sendiherrum með?” “Lítil þjóð eins og íslendingar, sem ekki hefur ráð á því að hafa nema fáa fyrirsvarsmenn erlend- is, verður auðvitað að reyna að notfæra sér starfsmennina þar til hins ýtrasta. Fyrir þær sakir hefur mér verið falið að mæta fyrir íslands hönd á ýmsum al- þjóðlegum ráðstefnum, sem allar hafa verið hér vestan hafs. Ég var því formaður sendinefndar Islands, þegar Matvælastofnun hinna sameinuðu þjóða var und- irbúin í Hot Springs árið 1943 og einnig, er stofnunin var sett á laggirnar í Quebeck 1945. Sömuleiðis við undirbúning Al- þjóða flugmálastofnunarinnar í Chicago haustið 1944. Á þeirri ráðstefnu tókst íslenzku sendi nefndinni að koma að ákvæði í THORS sendiherra stofnskrána um það, að hin al- þjóðlega stofmm hefði hemild til að greiða kostnað við flugþjón- ustu smáþjóða, sem einkum væri rekin öðrum til haigs. Þetta ákvæði hefur leitt til þess, að flugþjónustan á íslandi er nú að mestu leyti greidd af öðrum þjóðum. Einnig gegndi ég for- mennsku sendinefndarinnar ís- lenzku á flugmálaráðstefnunni í Montreal vorið 1946 en þar lögð- um við fram fyrstu kröfur okk- ar vegna flugþjónustunnar. Þetta sama ár var ég eini fulltrúi ís- lands við stofnun Alþjóðabank- ans og Alþj óða-gj aldeyrissj óðs- ins en sá fundur var haldinn í Savannah. Þá hefur mér einnig verið falin formeninskan í sendi- nefndum íslands á allsherjar- þingum Sameinuðu þjóðanna, fyrst haustið 1946, er íslandi var veitt innganga í S.þ. og aftur |haustið 1947. Fundir þessir hafa tekið 2—3 mánuði ár hvert, en þar sem þeir hafa verið haldnir í New York, hefur mér samtímis verið fært að gegna almennum störfum í þágu sendiráðsins. Einnig var ég eini fulltrúi Is- lands á aukaþingi S.þ. út af Pal- estínumálinu vorið 1947. Loks hefur mér verið faiið að vera sendiherra íslands hjá S.þ., sem táknar það, að sendiráðinu ber að hafa fyrirsvar íslands hjá S.þ. á milli allsherjarþinganina, og vera milliliður milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og S.þ. Á sama hátt hef ég verið skipaður sendi- herra í Kanada.” Vandasöm störf. “Hver mál telur þú, að hafi verið vandasömust þeirra, er þú hefur orðið að ráða fram úr?” “Erfiðust tel ég, að verið hafi á stríðsárunum útvegun skipa til landsins, og útvegun sumra hinna vandfengnustu vara. En vandasömustu málin voru senni- lega túlkun á málstað íslands vegna hersetu Bandaríkjanna á Islandi og brottflutnings hersins þaðan. Einnig meðferð atkvæðis íslands á þingum S.þ. Um þetta hefur íslenzka sendinefndin vit- anlga öll hverju sinni fjallað í samráði við íslenzku ríkisstjórn- ina. Atkvæði íslands er jafngilt og atkvæði stórveldanna og getur ráðið úrslitum í alheimsvanda- málum. Mér er ljúft að skýra frá því, að íslenzku sendinefnd- irnar þár hafa farið þannig með atkvæði sitt, að jafnan þykir ó- víst, hvernig atkvæði íslands fellur, þar sem málefnin ráða hverju sinini og íslendingar virð- ast öllum óháðir.” (Framh. á bls. 2)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.