Lögberg - 27.01.1949, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JANÚAR, 1949
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h. — Sunnu-
dagaskóli kl. 12:15 e. h. — Allir
æfinlega velkomnir.
♦
Arborg-Riverton Prestakall.
30. janúar — Arborg, ensk
messa kl. 2:00 e.h.
6. febrúar — Riverton, ís-
lenzk messa kl. 2:00 e.h.
B. A. Bjarnason
♦
Gimli Preslakall:
30. janúar — Ensik messa að
Gimli kl. 7:00 e.h.
Allir boðnir og velkomnir.
Skúli Sigurgeirson
V
Lúierska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 30. janúar, 4.
JUDGES IN NATIONAL BARLEY CONTEST — 1948
Lejt to right: Miss K. Wach, Secretary; Dr. J. B. Harring-
ton, Prof. of Field Husbandry, University of Saskatchewan,
Saskatoon; D. S. Kaufman, Plant Supt. Dominion Malting
Co., Winnipeg; J. E. Blakeman, District Inspector, Plant
Products Division, Dominion Dept. of Agriculture, Winni-
peg; L. Bell, District Inspector, Plant Products Division,
Dominion Dept. of Agriculture. Saskatoon; Q. C. Moffat,
Grain Inspector, Board of Grain Commissioners, Winni-
peg; W. H. Horner, Field Crops Commissioner, Dept. of
Agriculture, Regina; Dr. A. G. McCalla, Prof. of Plant
Science, University of Alberta, Edmonton; T. J. Harrison,
Director, Barley Improvement Institute, Winnipeg; R.
Whiteman,. Provincial Agronomist, Extension Service,
Winnipeg; Dr. P. J. Olson, Prof. of Plant Science, Univers-
ity of Manitoba; A. T. Elders, Cerealist, Canada Malting
Co., Winnipeg; A. F. Dollery, Chigf Grain Inspector, Board
of Grain Commissioners, Winnipeg; A. M. Wilson, Field
Crops Commissioner, Dept. of Agriculture, Edmonton;
C. A. Weir, District Inspector, Plant Products Division,
Dominion Dept. of Agriculture, Calgary.
sunnudag eftir Þrettánda. Ensk
messa kl. 11:00 árd. Sunnudaga-
skóli kl. 12:00 íslenzk messa kl.
7:00 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
Á UNDAN öllum með
hinn frœga <Live,
Power Take-Off
og Xreeper Gear*
Já, fleiri ekrur á dag með minni kostnaði. Slík er saga
Cockshutt “30” í megindráttum. Þúsundir hyggnis bænda
hafa sannað þetta með notkun Cockshutt “30” við hvaða
störf sem er. Eftir að hafa keyrt Cockshutt “30” munuð
þér dá hinn sérstæða “Live” Power Take Off, er veitir
yður stöðugt vald yfir orkunni og þeim Creeper Gear,
sem tryggir 4 aukahraða fram á við, og aukahraða atfur-
ábak, eða í alt 8 fram á við og 2 til baka.
Spyrjið um Cockshutt "Tiller
Combine” og hið nýja eins vegar
diskherfi. Hefir alla höfuðkosti i
sambandi við breyttar uppskeru-
tegundir, ber örvals árangur við
hvaða tegund rœktar, sem er.
Yður munu fljótlega skiljast þessir kostir, er í sameiningu
tryggja sama orkumagn fyrir vélina, eins og hún hefði
auka mótor, en þó með lægri tilkostnaði.
Cockshutt "S.P.110”, “S.P.112” og
“S.P.115” Sjálfknúin Harvester
Combine, sparar tíma og minkar
uppskerutap hinna ýmsu tegunda
hvernig sem viðrar, Petta er ódýr-
asta uppskeru áhaldið, sem vitað er
um.
COCKSHUTT ALBIRGÐIR
Yfir 110 ára Iátlausar rannsóknir hafa
leitt til þess, að Cockshutt framleiðir
þaulpröfuð búnaðaráhöld, sem
fulnægja öllum búnaðar kröfum. Pað
borgar sig að finna Cockshutt áður
en þér kaupið búnaðarverkfæri.
Cockshutt Plow Company Limited,
Brantford, Truro, Montreal,
Smiths Falls, Winnipeg, Regina,
Sakskatoon, Calgary, Edmonton.
Þér munuð einnig sannfærast um gildi vatnsorkulyftunn-
ar sem starfar jafnt og þétt meðan vélin er í gangi, og þó
hún staðnæmist hafið þér ávalt starfandi lifandi vatns-
orkustraum.
Yður mun einnig falla í geð útbúnaður hins háa hjóls, er
veitir betri útsýn. hreinna verk og aukið dráttarmagn.
Ásamt hinum mikla eldsneytissparnaði, verða allir þessir
kostir Cockshutt “30” einmitt þeir, sem allir bændur æskja
eftir . . . Auðveldri, hraðvirkri orkubúnaður.
í FÉLAGI VIÐ CANADISKA B/ENDUR YFIR I 10 ÁR
Œttmaðurinn
Eftir
THOMAS DIXON, Jr.
Marion roðnaði í frman og svaraði.
“Móðir mín, þetta er fávísleg spurn-
ing! Þú veist að ég hefi unnað Ben síðan
að fyrsta ég man eftir mér. En ég veit
að hann ann Elsie Stoneman. Ég er of
ung, heimurinn of fagur og lífið of yndis-
legt til þess að vera að ergja sig yfir
fyrstu æsku ástarkend sinni. Ég ætla
mér að dansa við hann á brúðkaupsdegi
hans, og mæta svo örlögum mínum, og
stofna mitt eigið heimili.”
Stoneman bað um að Marion kæmi
deglega að sjá hann og hann þreyttist
alflrei á að hrósa henni við Elsie. Dag
einn þegar að hún var að ganga eftir
stígnum sem lág upp að húsi Stone-
mans, og leiddi Hugh litla við hlið sér
sagði hann við Elsie:
“Að þér einni undanskilinni, er Mar-
ion sú aðdáanlegast persóna sem ég
hefi séð. Viðkvæmni hennar í sambandi
við alt sem er hjálpar þurfi snertir aíla
hjartastrengi mína.”
“Ég hefi engan þekt sem hún hefir
ekki snert” sagði Elsie.” Fingravetling-
arir hennar eru máske snáðir, og skórn-
ir hennar gamlir, en hún er altaf hrein-
leg og fáguð, ljúf og hógvær. Það er eng-
in furða þó að hún móðir hennar tilbiðji
hana.”
Sam Ross frá fátækraheimilinu
kunningi Marion, hafði komið og stans-
að við hliðið,' og horfði til þeirra sem
fyrir innan vóru, eins og að hann væri
hálf hræddur við að koma inn. Þegar
að hún kom til hans kom fátækrahúss
yfirmaðurinn, sem var íllmannlegur
negri, þar að og drengurinn hjúfraði sig
upp að hliðinni á Marion.
“Hvað ert þú að gjöra hér?” spurði
negrinn hrottalega. “Hefi ég ekki marg-
tekið fram við þig, að þú átt að hætta
þessum strokuferðum þínum.”
“Láttu hann vera.” sagði Marion.
Negrinn ýtti Marion til síðu og sló
Sam niður. Marion hljóðaði upp, og
hrópaði á hjálp og Stoneman haltraðist
til þeirra og Elsie kom á eftir honum.
Þegar þau komu að hliðinu kraup
Marion við hliðina á Sam, sem lá með-
vitundarlaus á jörðinni.
“Guð minn góður, ég held að hann
hafi drepið hann!” stundi hún upp.
“Hlauptu eftir lækninum drengur
minn og flýttu þér,” sagði Stoneman við
Hugh. Drengurinn þaut á stað, og sótti
Cameron læknir.
“Hví dyrfist þú að berja þennan
mann, fjandinn þinn?” þrumaði Stone-
man.
“Vegna þess, að ég sagði honum að
vera heima og vinna, það verk sem ég
setti honum fyrir. En hann er altaf að
strjúka hingað til þess að sníkja mat.
Ef að hann gegnir mér ekki þá skal hann
fá ráðninguna.”
“Það er best fyrir þig að hipja þig
heim á fátækra heimilið sem fyrst. Ég
skal líta eftir þessum manni, og ég læt
taka þig fastann áður enn dagurinn er
liðin” sagði Stoneman. Negrin hreytti úr
sér: “Ekki nema þú megir þín meira
en Govenor Silas Lynch,” og fór.
Þegar Cameron læknir var búinn að
gjöra við höfuðsár Sams, sem hann fékk
með því að lenda með höfuðið á stein
þegar hann féll, vildi Stoneman ekki
annað heyra en að hann væri háttaður
ofan í rúm.
Svo sneri hann sér að Cameron og
spurði:
“Hvernig sendur á, að þeir setja
annað eins dýr til yfirráða á fátækra
heimilinu?”
“Það er víðtæk spurning herra, eins
og nú standa sakir,” sagði læknirinn
kurteislega, “og nú þegar að þú hefir
spurt um það, þá hefi ég nokkuð að
segja, sem mig hefir langað til að fá
tækifæri til að segja við þig.”
“Fáðu þér sæti herra læknir. Ég er
fús á að hlusta.” sagði Stoneman.
Elsie gladdist mjög yfir mögulegum
endalokum þessa samtals og brosti við
lækninum þegar að hún fór út frá þeim.
“Fyrst”, sagði læknirinn, vil ég leyfa
mér að votta þér hryggð mína útaf veik-
indunum löngu, sem þú hefir orðið að
ganga í gegnum, og gleði mína yfir að
sjá þig nú svo hressann.
Börnin þín hafa unnið hylli allra í
bænum og meðlíðunar í veikindum þín-
um.” Það urraði eitthvað í Stoneman,
sem enginn vissi hvað var, og iæknirinn
hélt áfram:
“Spurning þín vekur upp spursmálið
um eymd þá og niðurlæging, sem við
erum sokknir í undir stjórn negranna.—
Stoneman brosti kuldalega og tók
fram í:
“Þú skilur sjálfsagt afstöðu mína að
því er stjórnmálin snertir — ég er
Vinstri Republican.”
“Ekki skemmir það, mig hefir í
marga mánuði langað til að ná tali af
þér. Áhrif þín verða enn áhrifa meiri,
ef þú fæst til að tala máli okkar. Negrar-
nir eru valdhafarnir í þessu ríki, í sveit-
unum, bæjunum og þorpunum. Allir
skólar æðri og lægri, sjúkrahús, líknar-
stofnanir og fátækrahæli eru í höndum
þeirra. Það sem að þú sást áðan er að-
eins lítið sýnishorn. Ósvífni negranna
er að verða óþolandi. Négra kvennfólk-
inu er kent að smána hinar fyrri hús-
mæður sínar og hæðast að fátækt
þeirra. í gær barði keyrslu-negri sexára
gamalt hvítt barn með keyri sínu, og
þegar móðir barnsins mótmælti, var
hún tekin föst af negra lögreglu manni,
dregin fyrir dómara, sem var negri og
sektuð um $10.00 fyrir að misbjóða
frjálsum borgara.” s
Stoneman gretti sig í framan: “Slík-
ir viðburðir hljóta að vera undantekn-
ing.”
“Þeir eru daglegir og eru hættir að
vekja umtal. Lynch ríkisstjóri, sem
keypt hefir sumarbústað hér í bænum,
fyrirskipar slíka forsmán með ákveðið
takmark í huga-------”
Stoneman hristi höfuðið. “Ég fæ mig
ekki til að trúa, að ríkisstjórinn gjöri sig
sekan um slíka varmensku.”
“Skóla umboðmaðurinn okkar” hélt
læknirinn áfram, “er negri sem hvorki
kann að lesa eða skrifa.”
“Kviðdómur hæsta réttar ríkisins
fríkendi í vikunni sem leið negra frá
gripastuldi, en sakfeldi eigandann fyrir
að hafa hann fyrir rangri sök. Skatta
álögurnar er meiri, en áður hefir þekst
á meðal siðaðs fólks. Einn tíundi af slík-
um sköttum kostaði Breta nýlendur
þeirra. í þessari sveit eru 5000 heimili,
29 af þeim hefir sýslumaður sveitarinn-
ar auglýst að væru til sölu, til að borga
skattinn sem á þeim hvílir. Þetta hús,
sem við erum í verður selt á næsta sölu
þingi.
Stoneman leit snögglega upp. “Selt
fyrir skatti?”
“Já, með landinu sem að altaf hefir
verið lífsframfærslu lynd, Frú Lenoir.
að nokkru leyti stafar tap hennar frá
baðmullar skattinum. Þjóðþingið hefir
auk stríðseyðileggingarinnar, og stjórn
negranna, skrúfað út úr baðmullar
bændunum sunnlensku $67,000,000. og
hver einasti dollar af þeim er litaður
blóði, hungurmorða fólks, sem er nú að
því komið að leggja árar í bát, eða grípa
til örþrifa úrræða.”
JÓLAGJAFIR TIL BETEL
Mr. og Mrs. Sveinn Ólaf-
son, Foam Lake, Sask. $ 10.00
Icelandic Ladies Aid
“Tilraun” Church-
bridge, Sask. 25.00
T. J. Gíslason, Morden,
Manitoba 10.00
Kvenfélagið “ísafold”
Víðir, Man. 15.00
Petur Anderson, 103
Grain Exchange,
Christmas Turkeys 50.00
S. O. Bjerring, 550 Bannl
ing St., Winnipeg ...... 100.00
Senior Ladies Aid First
Lut. Church, Winnipeg 50.00
Mrs. Anna Stephenson 292
Montrose St., Wpg.... 100.00
Msr. Anna S. MacKay, 292
Montrose St., Wpg.... 25.00
Glenboro Lutheran Ladies
Gleboro, Man. 25.00
Mr. og Mrs. E. G. Thomasson,
Beaver, Man. 6.00
Mr. J. Blondahl, 758 Spruce
St., Winnipeg, 3.00
Mrs. Hansína Olson, 784
Wolseley Ave., Wpg. .... 5.00
Mrs. Magny Helgason, 550
Banning St., Wpg..... 25.00
Mr. Hans Jónsson, Glenboro,
Man................... 300.00
Mr. og Mrs. M. Bjarnason,
Churchbridge, Sask. 25.00
Mr. Gunnar Simundson,
Arbor, Man............. 10.00
Mrs. S. Sigurdson, 100
Lenore St., Wpg......... 5.00
Mr. Sigurður Johnson, Steep
Rock, Man. 40.00
Nefndin þakkar allar þessar
gjafir og óskar öllum vinum
Betels, hvar sem þeir búa, gleði-
legs árs.
J. J. Swanson, féhirðir
308 Avenue Bldg.,
Winnipeg,