Lögberg - 03.03.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.03.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374 A V.Vt»'te A Complele Cleaning Inslitulion PHONE 21374 iWÍ VÁSÍVV ie& ''dereT* 1>qU A Complete Cleaning Inslitution 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 3. MARZ, 1949 NÚMER 9 THE CHRISTENING OF PRINCE CHARLES—The baptism og His Royal Highness Prince Charles of Edinburgh, the infant son of Their Royal Highnesses Princess Eliza- beth and the Duke of Edinburgh, took place in the White and Gold Music Room of Buckingham Palace. Þjóðræknisfélagið kveður Thor sendi- herra og frú með virðulegu samsæti Síðastliðið fimtudagskvöld kvaddi þjóðræknisfélag jslend- inga í Vesturheimi Thor Thors sendiherra íslands í Canada og Bandaríkjunum, og frú Ágústu Thors, með fjölmennu og virðulegu samsæti í Royal Alexandra hótelinu hér í borginni; forseti þjóð- ræknisfélagsins, séra Philip M. Pétursson, hafði veizlustjórn með höndum og tókst hið bezta til. Naumast verða skiptar skoð- anir um það, að samsæti þetta væri eitt hið allra virðulegasta, sem íslendingar í þessari borg hefðu nokkru sinni stofnað til, og bar til þess að minstakosti tvent; þetta var í fyrsta skiptið, sem íslendingum hér um slóðir gafst kostur á að hylla opinber- lega hinn fyrsta sendiherra Is- lands í Canada og Bandaríkjun- um, Thor Thors, og hans glæsi- legu frú, Ágústu Thors; þá setti það og sérstæðan svip á samsæt- ið hve margt var þar stór- menna utan vébanda íslenzka mannfélagsins, er vottaði sendi- herranum og frú hans virðingu sína, ásamt íslenzka þjóðflokkn- um í heild; má þar til telja fylk- isstjórann, Hon. R. F. McWillams og frú, Campbell forsætisráð- herra og frú, forseta Manitoba- háskólans, Mr. Gilson, og frú, aðalræðismann Bandaríkjanna og frú, Garnet Coulter borgar- stjóra og frú, og Mr. Justice Dysart, kanzlara háskólans í Manitoba; þeir Mr. McWilliams, Mr. Campbell og Mrs. Gilson fluttu snjallar og hrífandi ræður um íslenzku þjóðina og íslenzk menningarverðmæti og mintust fagurlega sendiherrans og frúar hans; af hálfu íslendinga fluttu mergjaðar ræður þeir séra Valdimar J. Eylands og Dr. Richard Beck; mikla hrifningu vakti það meðal veizlugesta, er formaður stofnendanefndar há- skólastólsins í íslenzku Dr P. H. T. Thorlakson, reis úr sæti og kunngerði að Thor sendiherra væri einn í hópi stofnenda. Hin kunna söngkona, Rósa- Hermannson Vernon, skemti með yndislegum einsöng, en við hljóðfærið var systir hennar hinn góðkunni pianókennari frú Björg ísfeld. Hljómsveit undir stjórn hins ágæta fiðluleikara Pálma Pálmasonar, lék fjölda mikinn íslenzkra laga, öllum viðstöddum til hinnar mestu ununar. Einar P. Jónsson flutti sendiherranum kvæði, er nú birtist hér í blaðinu. I þessu svipmikla samsæti flutti Thor sendiherra snjalla og THOR THORS SENDIHERRA (flutt í heiðurssamsæti Þjóðræknisfélagsins 24. febrúar 1949) Tigni sonur sögulandsins sit þú heill á meöal vor! Þú hejir mörg á ungum aldri ajreksmannsins stígið spor. Lesið rúnir rammagaldurs, ráðið marga gestaþraut. Stœkkað landnám okkar allra inn á við og fram á braut. Þinnar æsku erjðakosti Island vajði að hjarta sér; enginn maður af þeim greiddi alla vexti betur þér. Að þér gildir stojnar stóðu, styrkir vöðvar, höjðingslund; virðing líjsins vígð í hjarta, vaxtað sérhvert manndómspund. Útsjón þín í ærnum vanda aldrei neinum manni brást. Út um heim á þingum þjóða þinna raka merkin sjást. Höjðatala heillar þjóðar hefir aldrei gildi tvenn. Stœrsta lán af guði gefið: glæsiprúðir, vaskir menn. smnkíi v< Þjóðin okkar unga, jorna, á að vaxa móti sól; þar skal öld hver ávalt skapa aðalsmanna höfuðból. Þegar vélráð villa sýnir, vandamál að höndum ber, Island þarf að eignast jleiri aðra syni líka þér. EINAR P. JÓNSSON íturhugsaða ræðu, sem ógjarnan mun þeim fljótt úr minni líða, er á hlýddu; var hún mótuð þeim drengskap og þeirri festu, er svipmerkir störf hans og skapgerð; það duldist engum, að verið væri að hlusta á vitran mann og heitan ættjarðarvin, einn af óskasonum íslands. Það var ekki einasta að heim- sókn Thors sendiherra hefði djúp áhrif á nýafstaðið þjóð- rækriisþing; þau áhrif ná miklu lengra en það. Heimsókn þessara glæsilegu og ágætu hjóna, verður seint þökkuð sem skyldi. The Junior Ladies aid of the First Lutheran Church, Victor St., will hold a regular meeting in the Church parlors Tuesday March 8th, at 2:30 p.m. ATVIKA VÍSUR Eftir PÁLMA ÁHRIF Leijtra augun ástar seið, — innri taugar sakna, opna haug jrá liðins leið---- láta drauga vakna! VISSA Ej að þrá þín kulda-kól klakinn þá er skýli: Líjið á sér líknar skjól, lítil strá þó ýli. Snjór í hríð er stundum skjól, -----styttist kvíða vakan; vetur líður, — sumar sól senn mun þíða klakann. Þann 9. þ.m., kl. 7:15 e.h., flyt- ur Wilhelm Kristjánsson M. A., erindi “Icelandic People in Mani- toba,” yfir CBW útvarpsstöðina. Nýkosnir embættismenn Þjóðræknisfélagsins PHILIP M. PÉTURSSON, jorseti T. J. OLESON, varajorseti J. J. BILDFELL, skrifari INGIBJÖRG JÓNSSON, varaskrijari GRETTIR L. JOHANNSON jéhirðir GRETTIR EGGERTSON, varajéhirðir GUÐMAN LEVY, fjármálaritari ARNI G. EGGERTSON vara fjármálaritari ÓLAFUR PÉTURSSON, skjalavörður Endurskoðendur: STEINDÓR JAKOBSSON J. T. BECK Nýkjörnir heiðursfélagar Þjóðræknisfélagsins DR. P. H. T. THORLAKSON FRIÐRIK HALLGRÍMSSON, dómprófastur GUÐMUNDUR GRÍMSSON, dómari Á síðasta starfsfundi ný af- staðins þjóðræknisþings, voru þeir þrír menn, er hér getur, kjörnir að heiðursfélögum; skrifari félagsins J. J. Bildfell lýsti kjöri þeirra; val þeirra er bygt á æskilegu samræmi. Dr. Thorlakson er Canadaþegn, Guð- mundur dómari Bandaríkjaþegn og Friðrik dómprófastur sonur Reykjavíkur. HÁSKÓLAFRÉTTIR UM KENSLUSTÓL í ÍSLENZKU Naumast hafði yfirlýsing forseta og háskólaráðsins um stofnun kenslustóls í íslenzku og íslenzkum bókmentum við Manitobahá- skólann fyr borist almenningi til eyrna, en dagblöð Winnipegborg- ar flytti eina ritstjórnargreinina annari fegurri um menningargildi þessarar fyrirhuguðu norrænudeildar og framtak Vestur-Islend- inga þar að lútandi. I dagblaðinu Winnipeg Evening Tribune, birtist sú hin hlýyrta og drengilega ritstjórnargrein, sem hér fer á eftir, og samin er af aðalritstjóra blaðsins Mr. Carlyle Allison, sem er borinn og barn- fæddur í Manitoba, gagnkunnugur íslendingum, og meðal hinna hæfustu blaðamanna yngri kynslóðarinnar vor á meðal: KENSLUSTÓLL I ISLENZKU Útvíkkun á starfi háskólans í Manitoba á vettvangi nýrra menningarlegra rannsókna, hlýtur að teljast til mikilla tíðinda meðal fylkisbúa í heild, þó mestan fögnuð hljóti tilkynningin um stofnun kenslustóls í íslenzkri tungu og íslenzkum bókmentum, að vekja meðal Canadískra manna af íslenzkum stófni, sem hér eru búsettir. Til þess að gera sér grein fyrir mikilvægi yfirlýsing- arinnar frá háskólaráðinu, verður mönnum jafnframt að skiljast, að í Winnipeg sé samankominn mannfjöldi af íslenzkum uppruna, er næst gangi Reykjavík, höfuðstað íslands. Eins og öllum er kunnugt, þá hefir Manitoba fylki, árum saman, verið miðstöð íslenzkrar menningar á meginlandi Norður Ameríku, og það hefir verið sagt og viðurkent, að ekkert þjóðar- brot hafi, vegna hjúskapartengsla, félag6legra, viðskiptalegra, og fræðimannlegra sambanda, samlagast örar Canadískum lifnaðar- háttum. Það er samt sem áður mikilvægt, að hin auðugu sérkenni íslenzkra bókmenta og menningar, séu ekki einungis varðveitt, heldur verði landnám þeirra stækkað með námi og rannsóknum á slíkan hátt og gera má ráð fyrir að hin nýja deild í íslenzku við Manitoba háskólann gefi kost á. Þessi háskóli verður sá fyrsti í Canada til að stofna slíkan kenslustól, en nú þegar eru starfandi 45 slíkar deildir við háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Almenningur stendur í djúpri þakkarskuld við forustumenn íslenzka mannfélagsins í Manitoba fyrir að koma þessu máli í framkvæmd, sem verið hefir á döfinni í síðastliðin tíu ár, eða jafnvel lengur. Manitobabúar, fæddir á Islandi eða af Islenzkum uppruna, hafa þegar safnað $135.000, og eru vongóðir um að sjóður- inn komist upp í $200.000 til fulltryggingar starfrækslu íslenzku deildarinnar við hákskólann í framtíð allri. Stofnendur kenslustólsins ala þá von í brjósti, að íslenzkur almenningur leggi greiðlega fram það fé, sem enn vantar, þótt opinberlega hafi enn eigi verið til hans leitað. Öllum tillögum frá íslendingum verður veitt þakksamleg viðtaka. Forustumenn hins Canadíska þjóðlífs hafa fyrir löngu lokið lofsorði á menningu íslands og sona þess og dætra, er komið hafa til þessa lands. Árið 1877 fórust þáverandi landstjóra, Dufferin lávarði þannig orð við íslenzka nýbyggja á Gimli: “Ég vona, að þér um alla ókomna tíð, verndið og varðveitið hinar salrænu bókmentir þjóðar yðar og kynslóð eftir kynslóð haldi niðjar yðar áfram að læra það af fornsögum yðar, að iðjusemi, dugnaður og hugprýði, þraut- segja og óbilandi þolgæði, hafi á öllum tímum verið einkenni hinnar göfugu íslenzku þjóðar.” Mörgum árum seinna sagði Tweedsmuir lávarður, einnig landstjóri í Canada, “Að íslenzkar bókmentir væru þær göfugustu, er mannsandinri hefði framleitt,” og um Islendinga sögurnar féllu honum þannig orð, að þær væru “meðal stórverka mannkynsins.’ Það skal metið og þakkað, að fyrir atbeina forustumanna íslenzka mannfélagsins í Manitoba, munu þessar vonir rætast og þessi orð ríkulega sannast um mörg ókomin ár við Manitoba háskólann. Til frekari skýringar skal þess getið, að háskólinn á þegar stærsta safn íslenzkra bóka í Canada, 4500 bindi. Þetta auðuga safn mun stækka jafnt og þétt vegna ákvörðunar íslenzku ríkis- stjórninnar 1939 um það, að gefa háskólasafninu eintak af hverri bók, er frá þeim tíma yrði prentuð á íslandi. Háskólinn verður þess nú umkominn, að veita fræðslu í íslenzkum bókmentum og inna af hendi rannsóknir í samanburðar málfræði í sambandi við forn- og miðalda- ensku, germanskar og skaldinavískar bók- mentir. Winnipeg Evening Tribune — 20. jebrúar, 1949.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.