Lögberg - 03.03.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.03.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. MARZ, 1949 7 NÝJASTA UNDRIÐ NÝ UPPFINNING er komin fram á sjónarsviðið í Ameríku og mun hún með tíð og tíma hafa geisimikla þýðingu fyrir öll viðskifti. Hún nefnist Ultrafax og að henni standa the Radio Corporation of America og Eastman Kodak. — Uppfinningin er bygð á þeirri þekkingu sem menn hafa fengið á sjónvarpi og hrað-ljósmyndun og henni er ætlað að senda skeyti með þeim hraða, sem ekki á sinn líka. Það er talið að æfður sím- ritari geta sent 45 orð á mínútu, en við fyrstu tilraun, sem gerð var með Ultrafax í Washington, var öll skáldsagan “Gone With the Wind” (1.033.000 orð) send staða á milli á 2 mínútum og 11 sekúndum. Þó er talið að hægt hefði verið að “símasenda” bók- ina á helmingi skemmri tíma. Þetta var reynslusending og henni því ekki hraðað eins og hægt var. Þegar Ultrafax tekur til starfa fyrir alvöru, er talið að það geti sent sem svarar 30 blað- síðum í bók á hverri sekúndu. Og það getur eigi aðeins sent letur, heldur einnig myndir, teikningar ljósmyndir, eigin- handrit o.s. fyrv. Gert er ráð fyrir að það muni með tímanum algjörlega útrýma símritun, og sendar verða mynd- ir blaða og bóka í einu vetfangi inn á heimili þeirra, sem hafa sjónvarpstæki. Það getur og orð- ið mjög þýðingarmikið fyrir lög- gæsluna, því að hægt er að senda ljósmyndir, handrit og fingraför borga á milli á broti úr sekúndu. Einnig getur það orðið keppi- nautur flugvélanna um það flytja póst, því að það getur kom- ið eiginhandarbréfum á ákvörð- unarstöð á álíka tíma og verið er að hita hreyfla flugvélanna. Uppfinning þessi byggist sem sagt á sjónvarpi og hraðljós- myndun. Því, sem senda skal, hvort það eru myndir, skrift eða prent, er brugðið fyrir sjónvarps- -sendivélina. Á mótttökustöðinni er ljósmyndavél, sem tekur myndir af sendingunum jafnóð- um og skilar þeim “framkölluð- um” á augabragði og í sömu stærð og frumritið var. Þótt uppfinning þessi sé nú þegar fullgerð, verður þess nokk- uð að bíða að hún verði alment notuð í heiminum. Hún verður að bíða eftir sjónvarpinu, vegna þess að hún er háð því. Nú sem stendur er ekki hægt að sjón- varpa lengri leið en út að sjón- deildarhring, eða um 40 enskar mílur. Þegar lengra skal síma, eða þá að stetja upp dýrar endur- varpsstöðvar með svo sem 40 mílna millibili. En mörg ár verða þangað til slíkt sjónvarpskerfi er komið um alla álfuna. Nú sem stendur getur Ultrafax sent á milli borga, sem hafa sjónvarps samband sín á milli. Þeir, sem hafa sjónvarpstæki heima hjá sér, geta fengið sendar frétta- síður dagblaðanna um leið og þau koma út. Eins og áður segir mun Ultra- fax útrýma símritun. Á skemmri tíma en símritarinn þarf til þess að senda einn staf, getur Ultra- fax sent heilar blaðsíður. Nú eru símskeytagjöld reiknuð þannig að ákveðið gjald er fyrir hvert orð, en það fær ekki staðist þeg- ar hægt er að senda mörg hundr- uð orða fyrir líkt gjald. Símrit- urum getur mistekist og villur komist í skeyti, en hjá Ultrafax getur engin villa komist að. Ekki þurfa sendendur skeyta eða bréfa heldur að óttast, að aðrir geti hnýst í þau. Þegar Ultrafax tekur til starfa fyrir alvöru, þá koma menn þangað með bréf sín í lokuðum umslög- um. Bréfin eru ekki opnuð, það er náð mynd af þeim inni í um- slaginu og sú mynd er aftur framkölluð á bréf í lokuðu um- slagi á móttökustöðinni, og veit þá auðvitað enginn hvað í bréf- inu stendur. Þá er talið að uppfinning þessi geti haft stórkostlega þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Með aðstoð hennar geta kvikmynda- félögin sent myndir sínar sam- tímis til sýninga í þúsundum kvikmyndahúsa. Verður þá al- veg hætt að senda filmurnar sjálfar á milli. Talið er að hægt sé að koma Ultrafax sendingum yfir úthöf- in, með því að láta 12—14 flug- vélar fljúga með vissu millibili yfir höfin og endurvarpa hver frá annari. En til þess að geta tekið við sendingunum og end- urvarpað þeim, þurfa flugvél- arnar auðvitað að hafa sérstak- an útbúnað. Þá gera menn sér og miklar vonir um að uppfinningin muni hafa geisimikla þýðingu í styrj- öld ef til hennar §kyldi koma. Eitt blað segir að Ultrafax sé / TIL GUTTORMS — Á SJÖTUGS AFMÆLI Að jafnaði fjáði ég flaður og hrós Og flest sem að manndýrkun lýtur; Því heimurinn oft sínu hirðlofi jós Á hann, sem að erfði sín metorð og goz, Og afstœðis atlota nýtur. En Guttormur fæddist í félagsskap þann, Sem fátœkt í einangrun hefti. í götóttum klœðum hann kól eða hrann, Þá keppinn hann löngum að búskapnum vann, Og söguna í hendingar hnepti. Og hóndi, eins og Stephán, hann batt sig við það, Sem brjóstið og náttúran sögðu. Og þó að hann kastaði kýmni á blað, Fékk kurteisin brúað hið tæpasta vað, Og gáfurnar grunntóninn lögðu. Og bergmálin heyrðust um hauður og sjá frá hörpunnar voldugu strengjum. Sjálf Fjallkonan hrifin sér tylti á tá, Og teigaði ómana syninum frá, Við þrœldóm á erlendum engjum. Og hýr eins og brúður hún bauð honum heim, Að bera sér vestrœnu Ijóðin, Og gladdist að flest-alt í fjársjóði þeim Var frónskt eins og Geysir að eðli og hreim, Og eilíft sem íslenzka þjóðin. Því er okkur Vestmönnum óhætt í dag Að auðsýna þakklætis vottinn. Þótt skorti mig sárlega lærdóm og lag, Ég lœt hér mitt tillag í svolítinn brag, Af vinsemd og virðingu sprottinn. P.B. sjöunda furðurverkið í viðskifta- lífinu. Hinn mikli hraði, sem verði á öllum skeytasendingum, sé samboðinn öld kjarnorkunn- ar. (Broadcasting-Telecasting Magazine) Lesbók, Mbl. Talsverð brögð að atvinnuleysi í Reykjavík í fyrsta skipti síðan fyrir stríð Atvinnuleysiskráningu, sem fram fór í Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar, lauk í fyrra- dag. Létu skrá sig 135 atvinnu- lausir menn, og af þeim er um helmingur heimilisfeður, sem eiga allt upp í fimm börn. Þó er vitað, að allmargir verkamenn, sem vinna við höfnina. en hafa aðeins vinnu dag og dag, hafa ekki látið skrá sig. Er það í fyrsta sinn síðan fyrir stríð, að atvinnuleysis verðu vart í Reyk- javík. Tala atvinnulausra nær tífaldazt á þremur mánuðum. í fyrrakvöld lauk atvinnuleys- iskráningu, sem fram fór á veg- um Reykjavíkurbæjar. Höfðu þá komið 135 atvinnulausir menn og látið skrá sig. Af þeim, sem skráðir voru, eru langsamlega flestir verka menn, ófaglærðir, eða samtals 104. Þar næst eru bílstjórar, 15 talsins, 7 iðnaðar- menn, 8 sjómenn, sem ekki hafa farið út úr bænum til að leita sér vinnu, og loks einn garð- yrkjumaður. Flestir þeirra, sem nú eru at- vinnulausir, hafa flutzt til bæj- arins á árunum í kring um 1940 og þar á eftir. Er sýnilega tví- sýnt fyrir fólk að flytja í bæ- inn, án þess að hafa vísa örugga atvinnu. Um helmingurinn fjölskyldufeður. Af þeim, sem skráðir voru, eru 63 einhleypir. 23 eru kvæntir, en barnlausir. Tuttugu eru fjöl- skyldufeður, sem hafa fyrir einu barni að sjá, en aðrir eru fjöl- skyldufeður, sem hafa fyrir fleiri börnum að sjá, allt að fimm. Langsamlega flestir hinna at- vinnulausu manna eru á bezta aldri. Af þeir eru 62 innan við þrítugt, en nær allir hinir á aldr- inum milli þrítugs og sextugs. Það þarf að fyrirbyggja atvinnuleysið í byrjun. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið frá forstöðu- manni ráðningarskrifstofu bæj- arins, sem jafnan sér um at- vinnuleysisskráningar, er þetta í fyrsta sinn síðan fyrir stríð, að vart verður við atvinnuleysi hér í Reykjavík. Fyrir þremur mán- uðum, þegar síðasta atvinnu leysiskráning fór fram, voru til dæmis aðeins 14 menn skráðir atvinnulausir. Á hitt er vitaskuld líka að líta að oftast er þrengra um atvinnu í bænum á vetrum en endranær. En eiga að síður er tala hinna atvinnulausu orðin ískyggilega há. Tíminn, 5. febrúar HOUSEHOLDERS ATTFNTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black t Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MCf URDY CUPPLY f 0. LTD. V/ BUILDERS' U SUPPLIES AND COAL Erin and Sargent Phone 37251 BRÉF UM BETEL Kæri herra ritstjóri: Viltu gjöra svo vel að ljá þess- um línum rúm í blaði þínu. Ég hef lesið um það í blaðinu að elliheimilið Betel hafi undanfar- ið verið í fjárþröng. Það hafi orð- ið að taka á stofnsjóði sínum sem tæplega mun endast lengi ef ekki kemur hjálp frá almenningi svo jafnvægi haldist og Betel geti aftur rétt við. Ég hef orðið þess vör að fólk misskilur hjálp Betel Nefndar- innar til Mountain og Vancouver elliheimilanna og finst mér þörf sé á að leiðrétta þann misskiln- ing því hjálpin til þessara tveggja ellUieimila var gerð i besta tilgangi og á þann hátt að með þessari fjárupphæð væri lagður grundvöllur að tveimur elliheimilum sem gætu veitt mörgum ellilúnum gamalmenn- um viðtöku sem annars gætu átt á hættu að þurfa að hrekjast stað úr stað. Hugsum okkur þeg- ar við nú erum komin á háan aldur og höfum ekki átt varan- legt heimili, að alt í einu fyrir rástafanir Guðs og góðra manna séu opnaðar fyrir okkur dyr að indælu og varanlegu heimili sem slíkt ágæti býður og hve glöð við tækjum þvílíku fagnaðar- boði. Ef almenningur aðeins getur skilið hinn góða tilgang Betel Nefndar þá treysti ég landanum til að létta undir byrðina og hjálpa með gjöfum til Betel svo aftur komist jafn vægi á þannig að ekki þurfi að taka meir á stofnfénu en það sem -búið er. Ekki er mælst til stórra upphæða heldur miklu fremur að samskot afmælisgjafir og jólagjafir séu sem almennastar. Hugsum okkur hvað mikið fé kom saman um árið þegar Dr. Sig. Júl. Johannesson var rit- stjóri Lögbergs og mæltist til þess í blaði sínu að börn vildu gefa 10 cent hvert þá streymdi inn til blaðsins eitt þúsund og fimm dollarar. Vel sé mannvin- inum góða fyrir að vekja það góða og göfuga í barnssálinni. Aldurhnignu gömlu börnunum til varanlegrar hjálpar. Ef fólk hugsaði út í það hvað margt smátt gerir eitt afar stórt þá léti enginn sitt eftir liggja að senda Betel sinn pening. Ég vildi óska að einhver mér pennafærari vildi skrifa grein um þetta málefni og útskýra það betur en ég get gert. Með heilla óskum til allra Is- lendinga fjær og nær. Mrs. Guðrún S. Ólafsson Foam Lake, Sask., Box 297 Ágætur afli á línubáta frá verstöðvum við Faxaflóa Brezkir togarar spilla veiðarfærum Það virðist vera mikið af fiski á bátamiðunum í Faxaflóa, og hafa bátar úr verstöðvunum við flóann fengið ágætan afla af góð- um fiski, þegar gefið hefir á sjó. En gæftir hafa verið slæmar. Akranes. Fréttaritari Tímans á Akra- nesi skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að þaðan væru nú seytján bátar byrjaðir róðra. Hafa þeir yfirleit aflað 6—17 smálestir í róðri, og er fiskurinn vænn og fallegur. I fyrra dag reru fimmtán bátar frá Akranesi og fengu þeir samtals 136 smá- lestir af fiski. í gær var ekki róið frá Akranesi. Fiskurinn er flakaður í hrað frystihúsunum, það af honum sem við verður komið, en af gang urinn saltaður. Er nú hörgull á kvenfólk til vinnu í hraðfrysti- húsiunum, en nægjanlegt fram- boð á karlmönnum, bæði á bát- ana og til landvinnu. Keflavík Keflavíkurbátar hafa einnig aflað vel, og eru nú um sextán bátar byrjaðir þaðan línuveiðar. Á sunnudaginn fengu þeir ágæt- an afla, allt upp í fimmtán smá- lestir á bát, en nokkru minna í fyrra dag. í gær reru aðeins tveir Keflavíkurbátar. Sandgerði Miklu færri bátar eru nú á þessari vertíð gerðir út frá Sand- gerði en verið hefir síðustu ára- tugi. Munu línubátar, sem þaðan sækja sjó í vestur, aðeins vera 12—13. Afli hefir verið góður frá Sandgerði, þá daga sem róið hef- ir verið, 10—15 smálestir í róðri nú um helgina. Kvartað er yfir því, að enskir togarar séu teknir að gera tals- verðan usla í veiðarfærum bát- anna og eru uppi um það hávær- ar raddir meðal sjómannanna, að varðbátur verði látinn gæta veið- arfæranna til þess að koma í veg fyrir veiðafæra- og aflatjón. Tíminn, 2. febrúar Félag til varna gegn krabbameini Læknafélag Reykjavíkur gekst fyrir því, að haldinn var fundur í I. kenslustofu háskólans í gær- kveldi til að undirbúa stofnun féalgs sem beiti sér fyrir vörn- um gegn krabbameini. Á fund- inum var kjörin átta manna nefnd til að undirbúa stofnun slíks félags. í nefndina voru kjörnir: Niels Dungal prófessor, Alfred Gíslason læknir, dr. Gísli Petersen yfirlæknir, Ólafur Bjarnason læknir og Katrín Thoroddsen læknir, Sveinbjörn Jónsson hrlm. Gísli Sigurbjörns- son forstjóri, frú Sigríður Magn- ússon og Magnús Jochumsson póstfulltrúi. Alfred Gíslason, formaður undirbúningsnefndar, s e m Læknafélagið kaus setti fund- inn, Jón Sigurðsson skólastjóri var fundarstjóri en Gísli Sigur- björnsson forstjóri, frú Sigríð- Dungal prófessor flutti fróðlegt erindi um krabbamein og nauð syn á félagsskap eins og nú væri til umræðu að stofna. Aðrir ræðumenn voru Páll Sigurðsson læknir, dr. Gísli Pet- ersen yfirlæknir, Gísli Sigur- björnsson forstjóri, frú Sigurð- ur Magnússon, Ófeigur Ófeigs- son læknir og Sigurður Sigurðs- son yfirlæknir og tóku allir í sama streng um nauðsynina á stofnun félagsskapar til varnar gegn krabbameini. Mbl. 2. feb. Vegna ALLRAR Heimabökunar kaupa GÓÐAR HÚSMÆÐUR Notið það í brauð, bollur, skorpusteik, kökur og aðra bakningu — notið það til allra hluta. Það er malað úr bezta Canada hveiti. GRÍPIÐ TÆKIFÆRID Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar méntunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. CRfPIÐ TÆKIFÆRIÐ! THE COLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.