Lögberg - 07.04.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.04.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 vtvt°5 A \>U» U ,clcttT' a D’>"y ,Vt»Vie' A Complete Cleaning Institution PHONE 21 374 x tisvu^ A Complete Cleaning Institution ■62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 7. APRIL, 1949 NÚMER 14 ísland fær 16 1/4 miljón króna Marshallaðstoð Efnahagssamvinnustofnunin í Washington samþykkti þann 10. marz að veita Islandi framlag án endurgjalds, að upphæð 2Vi milljón dollara, eða sem sam- svarar kr. 16.250.000,00. Tilkynning um þetta framlag barst ríkisstjórninni daginn eftir, föstudaginn 11. marz, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Mgbl. 16. marz ÁTTRÆÐ KVENHETJA Síðastliðinn sunnudag átti Elízabet Polson ekkja Agústs Polsonar verzlunarmanns, 652 Goulding Street hér í borginni áttræðisafmæli; lætur hún í engu á sjá þrátt fyrir fjölgandi ár, er sístarfandi og tekur þátt í mann- félagsmálum eins og í ekkert hefði skorist. í tilefni af afmælinu var gest- kvæmt á heimili frú Elízabetar á sunnudaginn og mikið um mannfagnað, er börn hennar og tengdabörn höfðu stofnað til; var þetta vel til fallið og fagur- lega gert, því þar, sem frú Elíza- bet á í hlut, er mikil og merk kona á ferð. Mesti leiðangur er sendur hefir verið til djúhafs- rannsókna Verður gerður út af Dönnum 1950 Danir ráðgera að senda stærsta leiðangur, sem gerður hefir ver- ið út til rannsókna á miklu haf- dýpi, til athugana í Kyrrahafi og víðar 1950. Gert er ráð fyrir, að þessar rannsóknir standi í tvö ár og kosti fjórar miljónir króna. Kostnaður greiðist af Zoolegisk Museum og danska sjóhernum og fleiri aðilum. Undirbúningur að þessum mikla leiðangri er þegar hafinn og Danir hafa keypt tæki til rannsóknanna í Svíþjóð. Meðal annars er það vinda mikil, 15 kílómetra langir stál vírar, hita- mælar og margt fleira. Einnig hafa verið keyptar í Bandaríkj- unum smásjár fyrir ellefu þús- und krónur danskar. Það er ætlunin, að rannsókn- irnar fari fram á meira dýpi en áður hefir verið kannað. Sænsk- ur leiðangur, sem fór til rann- sókna í úthöfunum, komst á 7000 —8000 metra dýpi. En að þessu sinni er ætlunin að komast niður í 10000 metra dýpi. Einkum á að rannsaka fiskilíf á miklu dýpi, og búast menn við að finna þar fiskitegundir, sem enginn hefir áður vitað, að til væru. Farið verður frá Kaupmana- höfn til Vestur-India, suður með vesturströnd Suður-Ameríku og yfir sunnanvert Kyrrahaf suður til Ástralíu og Nýja-Sjálands, meðfram Sundaeyjum, yfir að austurströnd Afríku og fyrir Góðrarvonarhöfða. Þetta verður einn hinn dýrasti rannsóknarleiðangur, sem gerð- ur hefir verið út frá Danmörku, er búist er við stuðningi frá sjóð- um í Ameríku. Formaður undirbúningsnefnd- arinnar er forstjóri Austur- Indíafélagsins danska, Axel prins, en aðrir nefndarmenn eru Vedel sjóliðsforingi, August Krogh prófessor og R. Sparck Prófessor. Tíminn, 2. marz. MR. OG MRS. B. EGGERTSON Þann 28. marz síðastliðinn áttu þau merkishjónin Barney Eggertson kaupmaður að Vogar og frú Ingibjörg Eggertsson, aldarfjórðungs hjónabandsafmæli, og var þessa merka áfanga í lífi þeirra minst á heimilinu með ánægjulegum mannfagnaði tveimur dögum áður, laugardagskvöldið hinn 26. marz; einungis nánustu ættingjar, eitthvað um 30 að tölu, tóku húsráð áminst kvöld og sögðu fyrir verkum; ríkti þarna í öllu hin fegursta eining sem svo jafnan hefir einkent heim- ili Eggertson-hjónanna; mikið var um ræðuhöld, söng og dans, auk þess sem silfurbrúðhjónunum voru afhentar ýmiss- ar verðmætar minjagjafir og frú Ingibjörg sæmd blómum. Heimili silfurbrúðhjónanna er alment rómað fyrir góðvild og höfðingsskap, enda hefir gestrisni hjartans tíðum ráðið þar ríkjum. Þau Barney og Ingibjörg eru glæsilegir héraðshöfðingj- ar, sem gott er að eiga að vinum. ♦ -f ♦ ♦ ♦ ♦ VIÐ SILFURBRÚÐKAUP B. Eggertsonar kaupmanns og frú Ingibjargar við Vogar í Manitoba, 28. niarz, 1919, — SílfurbrflSgumlnn er ættaður úr landnámi Helga Magra, en silfurbrúðurin frá Sleðbrjðt í Norður-Múlasýslu. Að unnast á íslandsvísu, er eldforn og bráðný ment; þá fræðigrein iðka flestir, þó fœsturd sé mikið kent. En ríkari námi nokkru, er næmleiki konu og manns, er lífsþroskans leita saman í landnámi gróandans. Frá bernsku sem heilsteypt hetja hann hélt sér við Ásatrú, og sætti sig ei við annað en austlenzka hefðarfrú. Til Kristness hún kappann sótti, þó kynni að blóta á laun; hún fann þar sinn æviástmög, sem aldrei blés í kaun. Frá bœnum ykkar slær bjarma, sem blessar hvert mannfélag. Um heimilið jafnan heiðríkt, en heiðskírast þó í dag. Það óðal er enn að fegrast, sem ósk ykkar vængi gaf, því íslenzk er uppistaðan og ástúðin fyrirvaf. EINAR P. JÓNSSON Háskólafréttir um kenslustól í íslenzku HÁSKÓLINN í SASKATOON Skrifstofa forseta Saskatoon, Sask. Dr. P. H. T. Thorlakson, 11 janúar 1949 St. Marys and Vaughan Street, —- Winnipeg, Manitoba. Kæri Dr. Thorlakson: “Ég finn hjá mér hvöt til að samfagna íslendingum vegna löngunar þeirra til að varðveita menningarerfðir sínar í Canada; það er ekki einasta að þeir sjálfir auðgist af slíku, heldur verðum við öll auðugri líka. A tl an ts h af ss áttm ál i n n undirskrifaður Síðastliðinn mánudag gerðust þau sögufrægu tíðindi, að í höf- uðborg Bandaríkjanna var und- -irskrifaður hinn svo nefndi Atlantshafssáttmáli, eða varnar- bandalag, sem 12 þjóðir standa að; var þetta eins og vænta mátti, vegleg athöfn og virðuleg, er barst á öldum ljósvakans vítt um heim; frá ákvæðum sáttmál- ans hefir áður verið skýrt hér í blaðinu. Eftirgreindar þjóðir standa að áminstu varnarbandalagi: ítalía, Luxemborg, Danmörk, Portugal, N o r e g u r, Island, Belgía, Frakkland, Holland. Bretland, Bandaríkin og Canada. Af hálfu hutaðeingandi banda- lagsþjóða undirskrifuðu sáttmál- ann utanríkisráðherrar þeirra og sendiherrar; fyrir hönd íslands staðfestu sáttmálann með undir- skrift sinni þeir Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra og Thor Thors sendiherra. Við áminsta athöfn flutti Truman forseti ræðu. “DRÁPUNNAR VERÐUR” Hinn jötunefldi og djúpspaki blaðavíkingur, G u n n a r B. Björnsson skattstjóri Minnesota- ríkis, hefir verið valinn í flokk 100 hinna mikilhæfustu manna þess ríkis fyrir árið 1948, en til- kynning um þetta efni var fyrir skömmu gerð heyrinkunn. Það var hið yngra viðskipta- ráð ríkisins, er frumkvæði átti að þessu sérstæða vali mikil- menna. Um Gunnar B. Björnsson má það með fullum rétti segja, að hann fyrir sakir mannkosta og atgerfis, væri sæmdar þessarar maklega verður, því hahn á fáa sína líka þó víðar yrði leitað en í Minnesotaríkinu. VESTUR-ÍSLENDINGAR ÞAKKA HEIMBOÐIÐ Þjóðræknisfélaginu hefur bor- ist skeyti frá þeim Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði og Guð- mundi Grímssyni dómara, þar sem hvor um sig þakka fyrir boð félagsins um að koma til Islands í sumar. — Báðir ætla að þiggja boðið. Þjóðræknisfélagið bauð þess- um kunnu Vestur-lslendingum að koma og vera gestir félagsins á tímabilinu frá 1.—14. júli í sumar. Mgbl. 9.<marz Þær tungur, sem talaðar eru í Canada, eru óbrotið og tíðum lítt íhugað vitni þeirrar staðreyndar, að flest okkar, að undanskildum frummönnum landsins, erum hingað komin annarsstaðar frá og í flestum tilfellum fyrir að- eins nokkrum mannsöldrum. Við erum öll börn forfeðra, sem áttu rætur annarsstaðar en hér, og það væri flónskulegt, óheilbrigt og í rauninni ókleift, að slíta okkur frá þeirri gömlu menn- ingu, sem innibindur fæðingar- rétt okkar. Til allrar hamingju er engin ástæða til árekstra milli and- legrar hollustu. Trúnaður okkar við Canada og velferð þjóðar- innar, styrkist fremur en veik- ist við ljósan skilning á ættar- tengslum við lönd forfeðra okk- ar. Eru til nokkrir einlægari Canadamenn en hinir frönsku- mælandi íbúar Quebecfylkis? Og hverjir hafa lagt meira fram- lag til canadískrar menningar, en þeir, sem jafnt og þétt mæla á keltnesku, eða háskozku í Cape Breton, víðsvegar um Nova Scotia og Prince Edward Island? Um keppinauta í beþn efnum yrði naumast að ræða, aðra en íslendinga. Á herðum háskóla þessa lands hvílir sérstök ábyrgð varðandi viðhald menningar- erfða okkar. Hvað væri enskan án enskra bókmenta og án ensk- rar sögu? Hvað væri franskan án franskra gullaldar bókmenta? Hið sama er að segja um þýsk- una, sænskuna, og íslenzkuna. Islendingar hafa verið frjósam- ir í sköpun eins hins elzta forms bókmenta og samræmt það í sögu og ljóði; við yrðum óendan- lega snauðari án slíkra fjársjóða í okkar nýja landi, og fólki af íslenzkum uppruna í þessu landi ber eigi aðeins réttur til, heldur einnig skylda að vernda og út- breiða slík verðmæti sjálfs síns vegna og okkur öllum til gagns. Sú er yfirveguð sannfæring mín, að skynsamlegasta aðferð- in til að ná áminstu markmiði, sé falin í stofnun háskólastóls í íslenzku. Og verði viturlegrar fyrirhyggju gætt varðandi val prófessorsins í íslenzku, ætti hann að geta varið tíma sínum og starfskröftum öllum í þágu áminstrar fræðslu, auk þess sem honum gæfist kostur á að móta hugarfar æskunnar á því skeiði, sem hún er móttækilegust fyrir áhrif. Virðingarfylzt, JAMES S. THOMSON Forseti Saskatchewan háskólans G. S. THORvALDSON, M.L.A. BER FRAM ÁKÆRUR Á ÞINGI G. S. Thorvaldson, K.C., einn af íhaldsflokksþingmönnum Winnipegborgar í fylkisþinginu í Manitoba, hefir borið fram á fylkisþingi ákærur tíu liðum gegn lögreglustjórn borgarinn- ar; hélt Mr. Thorvaldson því fram, að sér væri kunnugt um, að menn, sem teknir hefðu verið úr umferð og sakaðir um ölvun, hefðu eigi átt þess kost að setja sig í samband við heimili sín, og í öðrum tilfellum hefðu ýmsir sætt óvægilegri meðferð; út af ákærum þessum sló oftar en einu sinni í harða brýnu milli Mr. Thorvaldsonar annarsvegar og dómsmálaráðherrans hins vegar; nú hefir dómsmálaráðherrann fyrirskipað rannsókn í málinu. Prófessor Kemp Malone íslenzkur fálka-riddari Alþingi samþykkir Atlants- hafsáttmálann með 37 atkv. gegn 13 Að því er blaðið New York Times skýrir frá þann 30. marz, s.l. samþykti Alþingi þátttöku íslands í Atlantshafssáttmálan- um með 37 atkvæðum gegn 13. Tveir þingmenn greiddu eigi atkvæði. Gegn sáttmálanum greiddu atkvæði kommúnistarn- ir 10, 2 alþýðuflokksmenn og einn úr hópi framsóknarmanna; blaðið getur þess einnig, að af hálfu kommúnista hafi alvar- legar óspektir átt sér stað í Reykjavík meðan á atkvæða- greiðslunni stóð, steinum hafi verið hent inn um þinghús- glugga, og gluggar brotnir í húsi sjálfstæðisflokksins; nokkrir lög- reglumenn og borgarar sættu meiðslum; svo mikið kvað að óspektunum, að lögreglan varð að nota táragas. Samkoma Laugardagskólans Þjóðræknisfélagsins verður hald- in í Sambandskirkjunni á Bann- ing Street laugardagskveldið 30. apríl. Börnin og kennararnir eru að æfa fjölbreyttta skemtun: söng- va, smáleiki og framsögn. öll börn, sem sótt hafa skól- ann á árinu eru beðin að koma — og koma stundvíslega alla laug- ardaganna, sem eftir eru. Almenningur er beðinn að hafa samkomuna í huga, hún verður nánar auglýst síðar. -f VESTUR-ÍSLENZKAR BÆKUR Margt af því, sem gefið var út hér á fyrri árum virðist nú al- gjörlega horfið. Mig langar til áð vita hvort nokkur meðal Vestur- íslendinga á “Nauðsynlega hug- vekju” eftir Dr. Jón Bjarnason og Ljóðmæli eftir Harald Sigur- geirsson. Ef þeir sem ættu væru fúsir til að selja, vildi ég biðja þá að láta mig vita og tiltaka verð. R. MARTEINSSON 800 Lipton St., Wpg. Prófessor Kemp Malone er maður, sem færri íslendingar þekkja en vera ætti, því hann hefur unnið íslenzkum fræðum ó- metanlegt gagn vestan hafs. Hann var einn af brautryðjendum í íslenzkri hljóðfræði. Hann hefur þaullesið fornaldarsögur og Eddukvæði og ritað um þessar sagnir margar ritgerðir og bækur í sambandi við fornensku hetjukvæðin, sem verið hafa aðalvið- fangsefni hans. Allt þetta hefur hann ritað af lærdómi og skarp- skyggni, sem minnir á beztu fulltrúa íslenzkra fræða eins og Björn M. Ólsen. Loks hefur hann mjög látið sér annt um viðgang hins íslenzka bókasafns í háskólabókasafni Johns Hopkins háskólans og stuðlað að því að íslenzkukennslu væri haldið uppi við skólann. Það virtist mjög vel til fallið, að íslendingar minntust Malones að einhverju á sextugs-afmæli hans, sem var 14. mars síðastlið- inn. Forseti Islands, Sveinn Björnsson, var svo góður að út- nefna Malone til fálka-riddara 17. júní í sumar. En Malone var ekki tilkynnt þetta fyrrr en á afmælisdaginn. Af því að hann var ekki heima, heldur í fyrir- lestraferð vestur í Oxford, Missi- sippi, þá sendi undirritaður hon- um eftirfarandi skeyti um út- nefningu hans: “Sem íslenzkum vararæðis- Imanni er mér ánægja og heiður 'að láta þig vita, að forseti ís- lands hefur gert þig að “verray parfit, gentil Knight” af Fálka- orðu Islands, fyrir tillög þín, bein og óbein til íslenzkra fræða. “Quod felix faustumque sit!” Loks mæltist undirritaður til þess við Thor Thors, sendiherra í Washington, að hann kæmi yfir til Baltimore til þess að afhenda Malone orðuna. Var það gert við miðdegisverð, gefinn til heðurs Malone í Johns Hopkins Club kvöldið 28 mars. Voru þar í boði, auk heiðursgestanna Prófessor og frú Malone og sendiherrans og frúar hans, forseti skólans, > Dr. Detlev W. Bronk með sína frú og nokkrir nánustu vinir þeirra Malone-hjóna. Sendiherr- ann ávarpaði Malone og mæltist mjög vel, eins og hans var von og vísa. Afhendi hann honum orðuna, en frú Malone festi hana á bónda sinn og Malone þakkaði. Forseti skólans, sem er af dönsk- um ættum, talaði þá nokkur orð og lýsti ánægju sinni yfir veit- ingu orðunnar, ekki aðeins vegna þess að Prófessor Malone ætti hana fyllilega skilið, heldur einnig af því að slík vináttuhót hlytu að treysta sambandið milli landanna. Að kvöldið varð svo ánægju- legt var ekki sízt að þakka komu sendiherrahjónanna, og eiga þau miklar þakkir skilið fvrir ómak- ið. Þeim sem kynnu að vilja vita nánari deili á Prófessor Kemp Malone get ég vísað til greinar minnar í nýkomnu Tímariti Þjóðræknisfélags Islendinga. STEFÁN EINARSSON Johns Hopkins University

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.