Lögberg - 07.04.1949, Síða 4

Lögberg - 07.04.1949, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. APRÍL, 1949 Ur borg og bygð Peter Theodor Olson er and- aðist í Winnipeg þann 22. marz var jarðsettur í Selkirk þann 25. marz, frá útfararstofu Mr. Lang- rills. Hann var af Sænskum ætt- um, en kvæntur íslenzkri konu Guðnýju Eiriksson, ættaðri úr Reyjavík. Þau bjuggu lengi í Selikirk, þar sem hinn látni vann hjá Robinson Co., og síðar hjá George D. Simpson bæði í Selkirk og síðar í Winnipeg. Olsons hjónunum var 12 barna auðið, lifa 6 synir og 3 dætur, ARTHRITIC PAINS? Rheumatic Pains? Neuritic Pains? Lumbago? Pains in arms, legs, shoulders? Take amazing New “GOLDEN HP2 T A B L E T S” and get real lasting relief from the pains of Arthritis and Rheumatism. 40-$1.00, 100-$2.50. STOMACH DISTRESS? Afraid to Eat? Acid Indigestion? Gas? Heart- burn? Sour Stomach? Take amazing New “GOLDEN STOMACH TAB- LETS” and obtain really lasting re- lief for touchy nervous stomach con- ditions. 55-$1.00, 120-$2.00, 360-$5.00. MEN! Lack Normal Pep? Feel Old? Nervous? Exhausted? Half Alive? Get the most out of life — Take “GOLDEN WHEAT GERM OIL CAPSULES”. Re-vitalizes the en- tire system for people who refuse to age before their time. 100-$2.00, 300-$5.00. REDUCE! WHY BE FAT? New, easy way takes off pounds, inches. Stay slender, youthful looking, avoid excess fat (not glandular) with the “GOLDEN MODEL” Fat Reducing Dietary Plan. Amazingly successful in helping fat women, men too, to lose pounds quickly, sanely. You eat less and like it. “GOLDEN MODEL’ is supplied as a Dietary Supplement. Have a “fashion-figure”. Men want to retain their youthful appearance. Reduce safely—no starvation, no lax- atives, no exercises—by following the “GOLDEN MODEL” Fat Reducing Dietary Plan. 33-day course, $5.00. All remedies can 1>e obtained in all Drug Stores or mailed direct from GOLDEN DRUGS mannvænlegt fólk, og stór hópur afkomenda. Peter Olson var dug- legur verkmaður og barðist sigrandi lífsbaráttu, kona hans dó árið 1930. Hann var jarðsettur í Lúterska grafreitnum í Selkirk. S. Ólajsson ♦ Gefin voru saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk af sóknarpresti þar þann 25. marz: Morley Thomas Sissons, Win- nipeg og Guðrún Helga Good- mannson, dóttir Mr. og Mrs. G. Goodmannson, Selkirk. Manito- ba. Við giftinguna aðstoðuðu, Miss Óla Goodmannson, systir brúðarinnar og Mr. Archie S. Watson, Winnipeg, Manitoba. Veisla var setin að heimili Goodmannsons hjónanna að gift- ingunni afstaðinni. Miss Emily Goodmannson systir brúðarinn- ar söng einsöng meðan á skrá- setningunni stóð, við undirspil Mrs. W. Vogan. ♦ Vegna rúmleysis í blaðinu verður lokakafli ritgerðarinnar “Ágrip af æfi Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur” að bíða næsta blaðs. Á hinum almenna fundi, sem haldin var í Sambandskirkjunni á mánudagskveldið voru fundar- menn hlyntir því að íslendingar tækju þátt í 75 ára afmælisfagn- aði Winnipegborgar, og var sam- þykt að fara fram á að íslenzku félögin í borginni útnefni tvo fulltrúa hvert og þeir myndi nefnd, sem hafi umsjón með framkvæmdum í málinu. — Fyrsti fundar þessarar nefnd- ar verður haldinn á mánudags- kveldið 11. apríl á heimili Mrs. B. S. Benson 757 Home Street. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11:00 f.h. Á íslenzku kl. 7:00 e.h. — Sunnu- dagaskóli kl. 12:15 e.h. — Allir æfirilega velkomnir. -f Gimli Prestakall: 10. apríl — messa á Mikley, kl. 2:00 e.h. 17. apríl — Páskamessur. ís- lenzk messa að Gimli, kl. 7:00 e.h. Ensk messa að Gimli kl. 8:15 e.h. Messað að Arnesi kl. 2:00e.h. Allir boðnir og velkomnir. Skúli Sigurgeirson -f Páskaguðs þj ónustur: í Lútersku kirkjunni á Lundar, sunnudaginn 17. apríl: íslenzk, kl. 2:30 e.h. ensk, kl. 7:30 að kvöldinu. Komið með gleði í hjörtum og sálmabækur í hönd- um. R. Marteinsson. -f Lúterska kirkjan í Selkirk. Páskasunnudag, ensk messa kl. 11:00 árd. Sunnudagaskóli kl. 12:00. Islenzk messa kl. 7:00 síðd. Miðvikud. 13. apríl, föstumessa á heimili Mr. og Mrs. Th. Skag- fjörð kl. 7:30. F.studaginn langa, íslenzk messa í kirkjunni kl. 3:00 síðd. sama dag, sameiginleg guðsþjónusta mótmælenda kirkna í Selkirk, undir stjórn Prestafélagsins. S. Ólajsson -f Argyle Prestakall: Sunnudaginn 10. apríl á pálma sd. Baldur, 7:30 e.h. (Altaris- ganga). Á föstudaginn langa: (apríl 15.) Baldur kl. 2:00 e.h. Ensk sameinuð messa í United kirkjunni Glenboro, kl. 7:30. Allir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar GJAFIR TIL BETEL Þorbjörn Magnússon, Betel, í minningu um Þórð Þórðarson, látinn 16. janúar 1949 $ 10.00 Mrs. Guðný Þorsteinsson, Gimli, Man. afmælisgjöf 10.00 Mrs. Guðfinna Bergson, Betel, afmælisgjöf 5.00 Kvenfélagið Framsókn, Gimli, afmælisgjöf 50.00 Mrs. Sigríður Erlendson, Wapah, Manitoba, “Gjöf frá mér og börnum mín- um Marino Erlendson, og Mrs. Lovísu Ólafsson til minningar um eiginn- mann og föður, Fritz Emil Erlendson, dáinn 20. apríl 1945 15.00 Mr. og Mrs. Albert Sveins- son, 100 Community Row, Charleswood 25.00 Icelandic Good Templars of Winnipeg Inc., “í minningu um 60 ára starf íslenzkra Góð- templara í Winnipeg” 100.00 Mrs. Thorun R. Johann- son, í hjartkærri minn- ingu um eiginmann og föður Gunnlaug Johann- son, dáinn 1. marz, 1948 50.00 Egill Egilsson, Betel, Nýjar Hugvekjur, eftir íslenzka kenni- menn. Leiðrétting — Methusalem Thorarinson $5.00 átti að vera “frá vini, í minningu um Methu- salem Thorarinson.” Nefndin þakkar kærlega fyrir allar þessar gjafir. J. J. SWANSON, jéhirðir 308 Avenue Bldg., Wpg. St. Mary’s at Hargrage WINNIPEG, Man. Young Group at Sunrise Lutheran Camp The Sunrise Lutheran Camp is located on the shores of Lake Winnipeg 56 miles from Winnipeg, four miles South of Gimli, on the No. 8 Highway. A Silver Tea In Aid oj The Sunrise Lutheran Camp The Junior and Senior Ladies Aids of the First Lutheran Church, Victor St., are having a Silver Tea in the Assembly Hall at Eaton’s on * THURSDAY, APRIL 14th, 1949 jrom 2:30 to 5 p.m. There will also be a Home Cooking Sale under the auspices of Mrs. S. O. Bjerring and Mrs. A. H. Gray. The General convenors oj the tea are Mrs. B. Guttormson and Mrs. A. S. Bardal. Receiving are: Mrs. S. Olajson oj Selkirk, and from Winnipeg, Mrs. V. J. Eylands, Mrs. R. Marteinson, Mrs. K. G. Finnson and Mrs. O. Stephensen. Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Farin til McAllister, með boð frá föður þínum,” svararði móðir hans. “Segðu henni þegar hún kemur til baka að hún skuli vera róleg. Ég skal frelsa Phil. frelsa Phil. Seguð henni að fara til föður síns, og segja honum að vera albúinn til atlögu með fimm hundruð menn í skóg- inum við ána, og láta hina bíða tvær mílur út úr bænum—” “Má ég fara með henni?” spurði Elsie. “Nei. Ég þarf máske á þér að halda. Ég ætla að fara og leita Stonemann uppi hvar sem hann er niðurkominn. Bíddu eftir mér þangað til að ég kem til baka.” Ben fór á síma stöðina, og símaði til Columbia og komst í samband við “Grand Giant” í þeirri sveit. Innan klukkustundar frétti hann að staðfest- ing á dauðadómi hans væri þegar feng- in, og að hún yrði send með sérstökum sendimanni til Piedmont með járnbraut- arlestinni, morguninn eftir. Hann frétti einnig, að, ef um frestun á aftökunni væri beðið, þá yrði hún að sendast til háttvirts Austin Stoneman hins leyni- lega umboðsmans stjórnarinnar, sem sérstakt vald hefði í þeim efnum. Dauðadómurinn ákvarðaði að aftakan færi fram á kosningardaginn, til þess að koma í veg fyrir, að fólk fylktist þangað sem hún færi fram og gerði óróa. “Og refurinn,” tautaði Ben. Eftir þriggja stunda bið frétti Ben frá “Grand Giant” í Spartanburg að Stoneman hefði leigt sér þar hesta og kerru í þrjá daga og farið með ungling með sér, en engum sagt hvert hann ætl- aði. Hann lofaðist til að fara og leita hann uppi. Það var daginn eftir kosn- ingadaginn, eftir hádegi, að Ben fékk frétt um að þeir hefðu fundið Stoneman og að hann væri á gistihúsi “Old Red Tavern,” þar sem vegirnir til Piedmont og Hainbright mættust rétt fyrir norðan merkjalínuna á milli suður og norður Carólína. Ben gekk með systur sinni, þangað sem Queen stóð söðluð. “Þú þekkir veginn systir góð til knæpunnar. Flýttu þér nú alt sem þú getur og vertu komin með gamla mann- inn hingað klukkan fimm og við skulum bjarga Phil án bardaga. Láttu ekki bug- ast. Herstjórinn í Piedmont veit að ég hefi fylkingu sem bíður í skóginum, og hann er að reyna að stelast í burtu úr bænum með fangann. Ég undirbý menn mína til áhlaups hve nær sem á þarf að halda, en fyrir alla muni vertu komin aftur í tíma, svo við getum komist hjá að þurfa að gjöra áhlaupið.” Margrét beygði sig í söðlinum tók innilega í hönd bróðir síns og kysti hann og hleypti á sprett, eftir veginum, sem hún þekti svo vel og margar rómantízk- ar endur minningar voru bundnar við. Þegar að hún kom á knæpuna, sagði vínsalinn henni önugur, að þar væri eng- inn maður sem héti Austin Stoneman, og skildi við hana vonsvikna með tár í augum. Drengur með vingjarnlegt viðmót hér um bil átta ára gamall kom inn þangað sem Margrét stóð, leit vingjarn- lega til hennar og sagði: “Hann er sá mesti lygari, sem til er í Norður Carólina. Gamli maðurinn sem þú ert að leita að, er í herberginu, rétt yfir þar sem að við stöndum. Komdu, ég skal sýna þér.” Margrét tók drenginn í fang sér og kysti hann. “Hún barði að dyrum á herberginu sem drengurinn sýndi henni í tíu mínút- ur. Að síðustu heyrði hún Stoneman segja. “Farðu í burtu frá dyrunum.” “Ég kem frá Piedmont herra,” sagði Margrét “með þýðingarmikil boð, frá herforingjanum til þín.” “Já, ég sá þig koma. Ég vil ekki sjá þig. Ég veit alt um þetta, og ég hlusta ekki á neinar bænarskrár.” “En þú getur ekki vitað um skiftin á mönnunum.” “Ég sagði þér að ég vissi alt um þetta og ég ætla ekki að blanda mér neitt inn í það.” “En þú getur ekki verið svo harð- hjartaður—” “Tign laganna verður að réttlæt- ast. Dómarinn, sem gefur samþykki sitt til lífláts á morðingja gjörir það ekki af grimmd, hehldur af verndar umhyggju fyrir velferð mannfélagsins. Farður, nú, ég hlusta ekki á þig.” Margrét barði, bað og grét við hurð- ina, en á rangurslaust. Að síðustu í hálferðri örvænting hljóp hún á hurðina og læsingin sem var ódýr brotnaði, en hún hrökk inn í herbergið. Stoneman sat í enda herbergisins og horfði út um glugga og var hinn reið- asti. Margrét gekk til hans og kraup nið- ur við hliðina á honum, lagði höndina á handlegginn á honum og bað: “Fyrir krists sakir, þá sýndu vægð maður, og komdu með mér undir eins!” Stoneman svaraði önugur: “Nei!” “Það var óhugsað innfall til að vernda mig, ekki síður en sjálfan sig.” “Infall, já!” EJn á bak við það lá falinn eldur grimmdar og kynflokks haturs. Þjóðin getur aldrei lifað á með- annað slíkt villu æði drotnar í hjarta hennar.” “En þetta er stríð, herra minn — stríð á milli tveggja kynstofna, og þetta sem hér kom fyrir er stríðs óhapp, en þar fyrir utan var búið að gera árás á líf hans af Negrunum, tvisvar áður.” “Ég hefi heyrt það, en samt hefir það einhvern veginn farið svo, að Negr- arnir hafa altaf orðið fyrir skakkfall- inu.—” Margrét spratt á fætur og starði á gamla manninn dálitla stund steinþegj- andi með eld í augum: “Ertu djöfull?” hrópaði hún. Stoneman aðeins setti á sig stút. Margrét færði sig aftur nær honum, rétti honum höndina og sagði: “Nei, ég var heimsk, þú ert ekki hjartalaus og harður. Ég hefi heyrt af hundruðum velgjörða sem þú hefir glatt fátæklingana á meðal okkar með. Heyrðu þetta er óttalegt! Það er óhugs- anlegt! Þú getur ekki gefið samþykki þitt til þess, að sonur þinn sé tekinn af lífi.” Stoneman leit snöggt upp. “Ég þakka Guði fyrir, að hann var ekki giftur henni dóttir minni.” “Dóttur þinni!” endurtók Margrét. “Ég er búin að segja þér, að það var Phil sem skaut Negrann, og að hann tók pláss Ben rétt áður en vakta skiftin fóru fram—” “Phil! — Phil?” Stundi Stoneman upp, og reis seinlega á fætur og horfði á Margréti með hvössu augnaráði og fölur í frman; “Drengurinn minn, hann Phil? Ertu brjáluð? Phil sagðyrðu Phil?” “Já. Ben fékk hann til að fara til Charlotte þangað til mesti hitinn út af Negra slysinu væri um garð genginn. Komdu herra minn við verður að flýta okkur. Ef til vill verðum við of sein!” “Já, já, við verðum að flýta okkur, sagði Stoneman lágt og leit mæðulega í kring um sig — þú sýnir mér veginn barnið mitt — þú elskara hann — já við skulum flýta okkur — flýta okkur, drengurinn minn — drengurinn minn!” Margrét kallaði á vínsalann og bað hann að beita queen fyrir kerru, en á meðan að á því stóð tvísteig Stoneman, néri saman höndunum, og bar þær upp að skyrtukraganum, eins og að hann ætlaði alveg að kyrkja hann. Þegar þau þutu á stað lagði Stone- man skjálfandi höndina á handlegg Margétar. “Hrossið þitt er gott barnið mitt?” “Já það er sú sem Marion bjargaði — sú besta í landinu.” “Þekkirðu veginn?” “Hvert fet, við Phil höfum oft farið eftir honum.” “Já, já — þér þykir vænt um hann,” sagði hann og þrýsti hendinni á henni. Þau óku mjög hart, eins og að þau flýgju yfir hrjóstrugar hæðirnar. Hryss- an var fótviss og fim. Taugar Margétar stiltar sem stál, en gamli Stoneman sat stein þegjandi. Hann spyrnti staurfótn- um í járnteinana á kerrunni, en hélt sér með báðum höndum. Margrét tók ekki augun af veginum, og sneyddi snildar- lega hjá öllum torfærum, sem á honum vóru. En Stoneman starði þungbúinn framundan sér, en sá þó ekkert.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.