Lögberg - 21.04.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.04.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374 \te& ^ A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21374 j • :<& A Complele Cleaning Inslilulion 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 21. APRÍL, 1949 NÚMER 16 St. Laurent ■forsœtisráðherra Mrs. St. Laurent Hinn nýi forsætisráðherra Canada, Rt. Hon. Louis St. Laurent hefir verið á ferðalagi um vesturlandið undanfarið, og flutt áhrifamiklar ræður í hinum helztu borgum við fá- dæma aðsókn og geisihrifningu; hingað til borgar kom hann í gær sömu erinda; ferð hans vestanlands hefir verið óslitin sigurför. ÍSLENZK FEGURÐARDROTNING Dagana 28. og 29. apríl mun Miss Margrét Thors ríkja sem drottning á hinni árlegu hátíð, sem haldin er í Winchester, Va., á vorin þegar eplatrén blómstra í Shenandoak dalnum; er þá val- in fyrir þetta hlutverk hin glæsi- legasta stúlka, sem völ er á. Yfir 100 stúlkur sóttu um þennan heiður, hafði einhver sent mynd Margrétar, án hennar vitundar og bar hún sigur úr býtum. Margrét er dóttir frú Ágústu og Thor Thors, sendiherra íslands í Bandaríkjunum og Canada, og fulltrúa íslands á þingum Sam- einuðu þjóðanna. Hún er 21 árs að aldri, útskrifuð frá Briar- cliff Junior College, New York, og starfar nú sem “Society rit- stjóri” hjá Hessler Photographic Studios í Washington. 75 ÁRA AFMÆLI MINNIPEGBORGAR í ráði er að eldra fólk, sem búsett var í Winnipeg fyrir ára- mótin 1885 og 1886 verði heiðrað og njóti sérstakra hlunninda í sambandi við 75 ára afmæli borgarinnar, sem haldið verður hátíðlegt 5. til 11. júní Ánægju- legt væri að sem flestir Islend- ingar, sem áttu heima í borginni fyrir þann tíma færðu sér þessa ráðstöfun í nyt. Meðal annars verður Old Tim- ers dans í Auditorium, veizla í Fort Garry, og margt fleira. Þeir sem æskja þess að taka þátt í þessum skemtunum eru^ beðnir að fylla inn þar að lútandi eyðu- blöð; þau fást hjá Hudson Bay Co., og T. Eaton Co., og ennfrem- ur á skrifstofum í íslenzku blað- anna ; nákvæmari upplýsingar þessu máli viðvíkjandi munu birtast í næstu blöðum. Frekari upplýsingar viðvíkj- andi þessum lið hátíðahaldsins fást hjá: Heimir Thorgrímsson, 29 649 Ingibjörg Jónsson, 724442 íhaldsmenn vinna á Við nýlega afstaðnar bæja og sveitarstjórnakosningar á Eng- landi og í Wales, unnu íhalds- ^aenn slíka stórsigra, að jafnað- urmanna'flokkurinn stendur al- veg á öndinni; íhaldsflokknum græddust 360 sæti, en tapaði ein- ungis 13. f London hafði flokkur jafnaðarmanna ráðið lofum og lögum um all mörg undanfarin ar> en nú fóru leikar þannig, að flokkar íhaldsmanna og jafnað- armanna fengu hvor um sig 60 sæti í'borgarráðinu; þá var og emn Liberali kosinn, og má svo Segja að hann hafi töglin og hagldirnar í hendi sinni eins og sakir standa ef um jöfn atkvæði yrði að ræða af hálfu megin flokkanna. FORSETAKJÖR í»ann 26. júní næstkomandi fer íram forsetakjör á íslandi að því er^ Morgunblaðinu í Reykjavík rá 31. marz s.l. segist frá, en um P^r mundir rennur út forseta- úmabil herra Sveins Björnsson- ar, hvort hann leita endurkosn- Jngar er enn eigi vitað; því mið- Ur hefir heilsa þessa spaka og agæta manns eigi verið sem bezt UPP á síðkastið. VERKFALLI LOKIÐ Á miðvikudaginn í vikunhi sem leið, lauk verkfalli brauð- gerðarmanna í þessari borg; verkfall þetta hafði staðið yfir í mánaðartíma; samningar tók- ust skömmu eftir að skrifari verkamanna sambandsins Can- adian Congress of Labor, Mr. Pat Conroy, kom hingað og hóf viðræður við brauðgerðarfélög- in fjögur, er hlut áttu að máli og starfsmenn þeirra, er lagt höfðu niður vinnu; þótt verkfallsmenn fengi ekki í öllum atriðum kröf- um sínum framgengt, vanst þeim töluvert á; í flestum tilfell- um var kaup þeirra hækkað um þrjá dollara á viku, og lágmarks- kaup bundið við þrjátíu og fimm dollara á viku; nokkrir fá þó ekki nema dollars hækkun á grunnkaupi sínu fyrst um sinn. Verkamálaráðherra fylkisstjórn- arinnar, Mr. Greenlay, tilkynti hina nýju vinnusamninga og lok verkfallsins. NLFÍ BERAST GÓÐAR GJAFIR Heilsuhælissjóði Náttúrulækn- ingafélags íslands hafa borist margar góðar gjafir í tilefni af 10 ára afmæli félagsins. Alls nema gjafirnar 2700 krón- um og er stærsta gjöfin frá ó- nefndri konu. — Áður hafði sjóðnum borist 5000,00 kr. að gjöf frá Sigurði Guðmundssyni, klæðskerameistara. Ennfremur 500.00 krónur frá Unu Vagns- dóttur, Hafnarfirði. Vísir 17 marz Vísitalan lækkar um 1 stig Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. marz s.l. reynist, samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar, vera 329 stig, eða einu stigi en í febrúarmán- uði. Vísir, 19. marz DR. C. V. PILCHER biskup í Ástralíu, frábær vinur íslenzkra bókmenta, heiðursmeð- limur þjóðræknisfélags Vestur- íslendinga, gaf út fyrir nokkr- um árum, bók, er hann nefndi “Icelandic Meditations on the Passion.” Efnið í bókinni er úrval úr Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar, á enksu þýtt af Dr. Pilcher. Nokkrir Vestur- íslendingar eiga bókina, en ekki mjög margir. Um nokkurt skeið hafa menn, að ég hygg, hugsað, að bókin væri ekki fáanleg. Rétt fyrír skömmu komst ég að því, að nokkuð er enn til af bókinni hjá útgefendunum í Toronto. Ég vildi benda Vestur-íslendingum á að nota nú tækifærið og kaupa bókina. Hún er laglega bundin, kostar einn dollar og fæst hjá Davíð bóksala Björnson 702 Sar- gent Avenue, í Winnipeg. Auk þýðinganna í bókinni er dásam- lega sögð æfisaga Hallgríms og enn fremur fagurt ljóð, sem geymir endurminningar Dr. Pilchers frá ferð hans til íslands. Mikið höfum vér Vestur- íslendingar vanrækt að fræða börn okkar um fjársjóðuna ís- lenzku. í þessari bók er tæki- færi fyrir vestur-íslenzka æsku að komast í kynni við dýrðlegan gimstein íslenzku þjóðarinnar. Það er einnig fullkomin ástæða til þess að sýna það í verki, að vér metum dásemdarverk þessa göfuga vinar. Finnið Mr. Björnsson eða skrifið honum. Rúnólfur Marteinsson. 67 MUNAÐARLEYSINGJ- AR BYRJA NÝTT LÍF í gærkveldi fór um Keflavík- urflugvöll vél á leið vestur um haf með 67 munaðarlaus börn. Voru þau frá Eistlandi, Lett- landi og Lítháen, en höfðu hrak- izt til Vestur-Þýzkalands undan veðrum styrjaldarinnar og voru þar á framfæri Sameinuðu þjóð- anna. Hafa ýmsar amerískar fjölskyldur ákveðið að taka þau að sér og er það félag kaþólskra manna, mótmælenda og Gyðinga í Bandaríkjunum, sem milli- göngu hefir í því. Ætlunin er, að 250 börn verði send í fóstur vest- an hafs og er þetta fyrsti hópur- inn. Vísir, 16 marz é DR. STEINÞÓRSSON í HEIMSÓKN Síðastlðinn sunnudag kom í heimsókn hingað frá Reykjavík, Dr. Eggert Steinþórsson, sem vinmargur er í þessari bórg frá þeim tíma, er hann ásamt frú sinni, Gerði Jónasdóttur og syni þeirra Óttari, dvaldi hér við framhaldsnám í læknisfræði; hann mun dveljast hér í rúman hálfsmánaðartíma. Dr. Eggert er hinn hæfasti læknir og drengur góður, er aflar sér víðtækra vinsælda hvar, sem leið hans liggur. Lögberg býður Dr. Eggert innilega velkominn til borgar- innar. CANADA STOFNAR TIL STJÓRNMÁLA- SAMBANDS VIÐ ÍSLAND Sambandsstjórnin í Ottawa hefir kunngert, að Hon. E. J. Garland, sendiherra Canada í N oregi, hafi verið skipaður fyreti sendiherra þessa lands á íslandi; hinn nýi sendiherra átti um nokkurt skeið sæti á sambands- þingi sem einn af þingmönnum Albertafylkis. Mr. Garland er mikilhæfur maður með langan og litbrigðaríkan starfsferii að baki. GÓÐUR GESTUR Um þessar mundir er staddur hér í borginni Hon. J. T. Thor- son, forseti fjármálaréttarins í Canada; er hann hingað kominn i embættiserindum; hann hefir með glæsilegu æfistarfi aukið mjög hróður vestur-íslenzka mannfélagsins og raunar ís- lenzka þjóðflokksins í heild. FLYTUR RÆÐU UM NORÐURLÖND í dagblaðinu “Grand Forks Herald” þ. 14. apríl birtist út- dráttur úr ræðu, sem dr. Rich- ard Beck, prófessor í norrænum fræðum við ríkisháskólann í Norður-Dakota, hafði flutt kvöldið áður á samkomu þjóð- ræknisdeildar Norðmanna í Grand Forks. Fjallaði ræðan um Norðurlönd og heimsfriðinn. Lýsti ræðumað- ur frelsisást Norðurlandabúa, virðingu þeirra fyrir lögum og rétti, og friðarást þeirra, og rakti í megindráttum þátttöku þeirra í starfi Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðasamtökum. Hann túlkaði einnig afstöðu Danmerk- ur, íslands og Noregs til hins ný- stofnaða Atlantshafsbandalags, eins og hún hefir komið fram í samþykktum ríkisstjórna þ^irra og þinga. CRAIGIE GEFUR GÓÐA GJÖF Sir William Craigie hefir boð- izt til að gefa Rímnafélaginu veglega gjöf eða það sem óselt er af upplagi Skotlandsrímna. Hann sá sjálfur um útgáfu þeirra fyrir Clarendon Press í Oxford árið 1908 og eru þær bezt út gefnar allra rímna, sem út hafa komið. Eru þær til dæmis hafðar til fyrimyndar á útgáfu dr. Björns K. Þórólfssonar á Sveinsrímum, sem gefnar verða út á næstunni á vegum Rímnafé- lagsins. Sir William vill ekki að Skot- landsrímur verði seldar, heldur fái hver miðlimur Rímnafélags- ins eintak að gjöf, svo og hver nýr félagsmaður, meðan upplag- ið endist. Vísir, 16. marz BÁTAR HÆTTA LÍNU- VEIÐUM VEGNA AFLA- LEYSIS Fimtán línubátar í Hafnarfirði eru nú hættir veiðum vegna aflatregðu. Hafa bátarnir róið að undan- förnu, en eru nú hættir í bili vegna þess, að mikil loðna er á miðunum, en undir þeim kring- umstæðum þýðir lítið að leggja lóðunum. Þrír bátar úr Hafnarfirði stunda þorskveiðar með netum og hafa þeir aflað sæmilega að undanförnu. Jafnmargir bátar stunda trollveiðar og hafa þeir fengið reitingsafla að undan- förnu. Vísir, 16. marz ÓL. HVANNDAL GEFUR ÚT 360 ÁRA GAMLA SÁLMABÓK Ólafur Hvanndal, prentmynda gerðarmeistari, hefir ráðizt í það stórvirki að gefa út endurprent- un fyrstu sálmabókar, sem prentuð var hérlendis. Er bókin alls 500 blaðsíður og lét Ólafur gera prentmynd af hverri síðu. Var það mikið verk og vandasamt, en hefir verið leyst ágætlega af hendi, enda Ólafur lagt mikla alúð við að verk þetta yrði sem vandaðast. Lætur hann.prenta alls 300 ein- tök af sálmabókinni og er hún ætluð söfnum einvörðungu. Sálmabók þessi var gefin út að tilhlutan Guðbrands Hóla- biskups Þorlákssonar árið 1589 og prentuð í prentsmiðjunni að Hólum. Á Ólafur Hvanndal al- þjóðar þakkir skilið fyrir verk þetta. Vísir, 21. marz FUNDINN SEKUR Sam Carr, einn aðal áróðurs- postuli rússneskra kommúnista í Canada, er laumaðist burt úr landi meðan á spæjararannsókn- inni víðkunnu stóð fyrir þremur árum, en var handsmaður fyrir nokkru í New York og fluttur til Canada eins og þegar hefir verið skýrt frá, hefir nú að loknu rétt- arhaldi, verið dæmdur til sex ára hegningarhússvistar; honum var einkum og sér í lagi gefið það að sök, að hann útvegaði rússneskum spæjara falsað vega- bréf til að komast suður í Banda- ríki; þesi ákæra var talin full- sÖnnuð við réttarhaldið, auk þess sem fullsannað þótti, að hann hefði verið einn af forkólfum hinnar íllræmdu spæjaraklíku. Aðeins annar maður, Fred Rose, fyrrum þingmaður Monreal-Cartier kjördæmisins, þeirra er viðriðnir voru spæjara- farganið, fékk jafn strangan dóm og Carr, eða sex ára fanga- vist. Winston Churchill in the Hunting Field Mr. Winston Churchill, 74 years of age and Great Britain’s war-time leader, went hunting recently with the Old Surrey and Bur- stow Hunt, which met at Chartwell Farm, Wester- ham, Kent, adjoining Mr. Churchill’s home. This picture shows Mr. Churchill on his way to join the hunt. Úr borg og bygð Síðastliðið laugardagskvöld voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, þau Mr. Edwin Harold Isford og Miss Olive Louise Marshall. Séra Valdimar J. Eylands gifti. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. Thom- as Isford en brúðurinn er dóttir Mr. og Mrs. Thomas C. Marshall. Brúðkaupsveisla var setin að 300 Main Street. -f SUMRI FAGNAÐ Á sumardaginn fyrsta heldur hið eldra kvenfélag Selkirk safnaðar Sumardags Fyrsta Samkomu. Að þessu sinni verð- ur afar breytileg skemtiskrá Frásaga um Islandsför, Söngleikur, Gleðilegt Sumar eftir Guðmund skáld Guðmunds- son; fjórraddaður söngur, stutt ávarp um fögnuð sumarkomu, og fl. Vænzt er góðrar aðsóknar. -f Meðlimir stúkunnar Heklu eru beðnir að veita því athygli að það verður enginn stúku fundur þessa viku. Næsti fundur verður að forfallalausu þann 6. maí n.k. ♦ Hið eldra Kvenfélag Fyrsta lút- erska safnaðar heldur fund í samkomusal kirkjunnar á fimtu- daginn þann 28. þ.m., kl. 2:30 e.h. Á fundi þessum flytur frú Lilja Eylands erindi um dvöl sína á Islandi. Látið ekki hjá líða að sækja fundinn sem allra bezt. ♦ Hr. Benjamín Einarsson og frú eru nýlega komin hingað til borgar úr höfuðstað Islands. 1 för með þeim var ungfrú Lilja Friðfinns. ♦ Látin er í Chicago Miss Helga Guðmundsson fimtug að aldri, góð stúlka og velmetin; hún var dóttir Hávarðar heitins Guð- mundssonar, er lengi bjó að Hayland og miðkonu hans Krist- rúnar; útför þessarar vinsælu stúlku fór fram í Chicago á laug- ardaginn þann 9. þ.m. Hálfsyst- kini hennar fjögur frá Hayland, Hjálmar, Sigrún, Svafa og Mál- fríður, voru við útförina og komu hingað til borgar að sunn- an í byrjun fyrri viku. ♦ Bræðrasöfnuður í Riverton efnir til skemtisamkomu í Com- munity Hall þar í bænum að kveldi þess 29. þ.m. kl. 9:00. Þar skemtir með söng hin ágæta söngkona frú Rósa Hermannsson -Vernon ásamt Dorothy dóttur sinni. Guttormur skáld skemtir með upplestri. Telja má víst að samkoman verði fjölsótt, því svo hefir verið til hennar vandað. ÍRLAND LÝST LÝÐVELDI Siðastliðinn sunnudag var mikið um dýrðir í Dublin, því þá var Irland formlega lýst lýð- veldi; við þetta tækifæri flutti Costello forsætisráðherra ræðu, þar sem hann meðal annars kvaðst sannfærður um, að eftir sambandsslitin yrði samvinna við Breta betri en hún hefði áð- ur verið; hinu nýja lýðveldi var fagnað með dynjandi fallbyssu- skotum í heiðursskyni við at- burðinn. KREFJAST UPPGJAFAR Forustu menn kommúnista- hersveitanna í Kína, hafa nú formlega krafist þess, að Nation- alistar gefist skilyrðalaust upp, slíkri kröfu hefir enn eigi verið svarað.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.