Lögberg - 16.06.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.06.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 1 t A Complele Cleaning Inslilulion -62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 16. JÚNÍ 1949. NÚMER 24 Liberalar vinna mikinn og frægan sigur í Nova Scotia Hér gefur að líta skrúðvagn þann hinn íhyglisverða, er ís- lenzku félögin í Winnipeg létu gera og sýndur var í hinni miklu skrúðlest í tilefni af 75 ára af- mæli borgarinnar. Hr. Gizzur Elíasson fjöllistakennari átti upptökin að gerð áminsts skrúð- vagns og annaðist um all- an útbúnað hans. Hugmyndin, sem til grundvallar liggur, er í þrennu lagi, og táknar lögvísi, frelsisást og bókmenntir þióðar- Dr. H. Metzner Alþingi veitti fyrir skömmu hinum þýzka sérfræðingi í fisk- iðnaði, dr. H. Metzner, fjöl- skyldu hans og aðstoðarmanni, íslenzkan ríkisborgararétt. Var flutt frumvarp um þetta mál af allsherjarnefnd efri deildar, og fór frumvarpið í gegnum allar umræður í deildinni, til neðri deildar og nefndalaust gegnum allar umræður þar og var endan lega samþykkt samdægurs. Var frumvarpið samþykkt án nokk- urra mótatkvæða, en einhverjir sátu hjá. Dr. Metzner er einn af þekkt- ustu vísindamönnum Þjóðverja á sviði fiskirannsókna, og kom hann hingað til lands fyrir styrj öldina. Hann er vel efnaður mað ur, á rannsóknarstofu og verk- smiðju í Þýzkalandi. Var hann í ráðum, er niðursuðuverk- smiðju SÍF. var komið upp, er hann var hér fyrir stríðið. Að þessu sinni kom dr. Metz- ner hingað í boði háskólans og flutti hér fyrirlestur. Barst þá í tal við hann, hvort hann vildi ekki koma hingað alkominn og verða ef til vill ráðunautur rík- isstjórnarinnar. Tók hann þessu vel, en kvaðst ekki mundu geta þetta nema hann yrði íslenzkur ríkisborgari. Þótti svo mikilsvert að fá hann hingað, að frumvarp um borgararétt hans og fjölskyldu hans og aðstoðarmanns, var lagt fram á þingi að tilhlutan sjávarútvegsmálaráðherra og uieðmælum stjórnarinnar, og fékk skjóta afgreiðslu, af því að dvalarleyfi dr. Metzners var að verða útrunnið og hann varð að bverfa aftur til Þýzkalands hið bráðasta, án vissu um að kom- ast aftur úr landi, nema hann befði borgararéttinn. (Sjómannablaðið Vikingur, aPríl 1949). innar, og það voru einmitt þessi sérkenni, er Islendingar fluttu með sér að heiman og rótfestu í hérlendu þjóðlífi. Regnboginn, eða friðarboginn yfir skrúðvagninum, táknar ævarandi vináttu milli íslands og Norður-Ameríku; sitt við hvorn enda brúarinnar, sem tengir löndin, er í’álki og Vís- undur; undir brúnni er málað tjald, er sýnir ísland laugað í miðnætursól; auk Heklu, eru Frú Hólmfríður Pétursson Síðastliðinn sunnudag átti frú Hólmfríður Pétursson, ekkja Dr. Rögnvaldar Péturssonar sjö- tugsafmæli, og var þá gest- kvæmt á hinu vingjarnlega heimili hennar, 45 Home Street hér í borginni; frú Hólmfríður er ættuð úr Þingeyjarþingi og fluttist ung vestur um haf. Um frú Hólmfríði má rétti- lega segja eins og um Bergþóru forðum, að hún sé drengur góð- ur, heillynd og vinföst. Frú Hólmfríður hefir lifað lífi hinna kyrlátu í landinu og jafnan leyst af hendi heimilisstjórn með hinni mestu prýði; hún ann heitt Islandi og íslenzkum menningarerfðum, og kom höfð- ingslund hennar í þeim efnum glegst í ljós við hið rausnarlega tillag hennar til stofnunar kenslustóls í íslenzku og ís- lenzkum fræðum við Manitoba- háskólann. Lögberg flytur frú Hólmfríði innilegar árnaðaróskir í tilefni af sjötugsafmælinu. First Lutheran Church Sunday School Congregational Picnic Dear Parents, Friends and Students: Our picnic is going to be held on Sunday, June the 26th, 1949, at our SUNRISE LUTHERAN CAMP, 4 miles south of Gimli, with the full support of all our Church organizations. Buses will leave from the CHURCH at 10:00 A. M. SHARP. If you prafer to go by car, please let us, know the number you can take. Food and refreshments will be supplied by the Senior and Junior Ladies Aids and the Dor cas Society. The Men’s Club and the Young People’s Society are in charge otf the sports pro- gramme, games, races and good fun. sýndir á skrúðvagninum ís- lenzkir torfbæir; ennfremur koma þar fram á sjónarsviðið íslenzk landnemahjón með rokk og koffort, er táknar aleigu þeirra; í koffortum fluttu land- nemarnir með sér bækur sínar að heiman, er þeir varðveittu sem helga dóma. Auk fjallkonunnar, birtust á skrúðvagninum fjórar kynslóðir Islendinga, er tekið hafa og taka Ur borg og bygð Mrs. Arnor Ingjaldsson var á ferð í borginni og í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Oli Arason í Glenboro. Mrs. Arason kom frá Edmonton og er á leið til Ottawa, þar sam maður hennar starfar við flúg- herinn. ♦ Andlátsfregn Sunnudaginn 5. júní, andaðist á Elliheimilinu „Stafholt“, að Blaine, Washington, merkiskon- an Guðrún Ingjaldsdóttir Símon arson, rúmlega 82, ára að aldri. Hún var jarðsungin miðviku- daginn 8. þ. m. frá útfararstofu virkan þátt í fjölbreyttu at- hafna- og menningarlífi sinnar vestrænu heimaþjóðar. Skrúð- vagninn er 40 fet á lengd. Heklu líkanið er 12% fet frá jörðu, en regnboginn 22 fet á lengd og 12 fet á hæð. Margt er vel um þennan skrúðvagn, en sá var ljóður á, að áletran sú, sem á honum stóð, var ekki nándar nærri nógu skýr í fjarsýn. Mr. McKinney að Blaine, séra Guðm. P. Johiison og séra Al- bert Kristjánsson jarðsungu, að viðstöddu fjölmenni. Frú Símonarson verður nán- ar getið í Lögbergi innan skamms. -t- Gjafir til Betel Mrs. Valgerður Step- hanson, Selkirk Man. $ 5.00 Selkirk Ladies Aid 50.00 Þann 9. þ. m. fóru fram fylk- iskosningar í Nova Scotia, og lauk þeim með ákveðnum sigri fyrir Liberalflokkinn. Þrjátíu og sjö þingmenn eiga sæti í fylk isþinginu, og urðu úrslit á þann veg, að Liberalar hlutu 27 þing- sæti, íhaldsmenn 8 og C. C. F,- sinnar 2. 1 Nova Scotia hafa Liberalar farið með völd sam- fleytt í 16 ár. Forsætisráðherr- ann, Angus Macdonald, 'er fimmtugur að aldri, og voru þetta fjórðu kosningarnar, sem Liberalflokkurinn undir forustu hans hefir unnið í Nova Scotia; um nokkurt skeið með- an á síðustu heimsstyrjöld stóð, gegndi Angus Macdonald flota- málaráðherraembætti í sam- bandsstjórninni við mikinn og góðan orðstír; hann er maður víðsýnn í skoðunum og einbeitt ur að sama skapi. Foringi íhaldsmanna, Robert L. Stanfield, vann kosningu í Colchester, en leiðtogi C. C. F.- sinna var kosinn í Cape Breton kjördæmi. Frá vinkonu að Magart, Sask. 10.00 Mr. og Mrs. S. Johnson Langruth, Man. 2.00 Mrs. G. Fredrikson, Boissevaine, Man....... 5.00 Mr. Agúst Johnson, Wmnipegosis, 'Man. 50.00 J. J. Swanson, féhirðir 308 Avenu Bldg.,Winnipeg. Erlendur Guðmundsson, fræði maður, andaðist á Betel, þann 1. júní. Hans mun nánar minnst síðar. ♦ Föstudaginn 3. þ. m. lézt í Churchbridge, Saskatchewan Guðmundur Kannuence Helga- son eftir langvarandi sjúkdóm. Hann var jarðsunginn af séra Eitt verkfallið öðru meira Svo má segja að í Bretlandi logi allt í verkföllum um þessar mundir; mestum vandræðum hefir þó valdið verkfall upp- skipunarmanna í ýmsum helztu hafnarborgunum, og leiddi það til þess, að stjórnin kallaði her- lið á vettvang til að skipa upp þeim vörum, sem lágu fyrir skemdum. Ofan á þetta bætist svo útbreitt og alvarlegt verk- fall járnbrautarþjóna. Sigrid Undset látin Þann 10. þ. m. lézt að Lille- hammer norska skáldkonan víð fræga, Sigrid Undset, nálega sjötug að aldri; hún hafði verið sæmd bókmenritaverðlaunum Nóbels, og stóð um langan ald- ur í brj óstfylkúngu norrænna rithöfunda; allmargar skáldsög ur hennar hafa verið þýddar á íslenzku. S. S. Christopherson í grafreit Þingvallasafnaðar þ. 5. þ. m. að viðstöddum miklum mann- fjölda. Kveðjuathöfn fór fram að heimilinu og síðan í kirkju Þingvallasafnaðar. Fór athöfn- in fram á ensku. Kannuence skilur eftir ekkju sína Ólöfu; einkabarn þeirra hjóna, Emilíu, Mrs L. Robinson til heimilis í Minneapolis Minn, og fósturson Herbert Bjarnason, sem er giftur og dvelur á heim- ili ekkjunnar. Ein systir Kannu ence er á lífi, Árnheiður, gift Hjálmari Ó. Loptson við Foam Lake. Sask, sem syrgir ásamt börnum sínum og fleiri ástvin- um horfinn ástvin. ♦ Sunnudaginn þ. 15. maí fór fram í bænum New York há- tíðleg athöfn og messugjörð. Sérstakt tilefni þessarar athafn- ar var vígsla á nýjum glugga í kirkjuna, sem er helgaður minn ing fyrverandi prests kirkjunn ar, Magnúsar S. Breiðfjörð og konu hans May M. Breiðfjörð. Magnús þjónaði söfnuðinum um tuttugu ára skeið og ávann sér hylli og ástsældir safnaðar- ins; fundu menn sterka hvöt hjá sér að geyma minningu þeirra hjóna á þennan hátt. Glugginn er útbúinn með margskonar litgleri prýðilegu og dýrmætu, sem eykur fegurð hússins. Messugjörðin öll var mjög til komumikil, og var til hennar vandað eftir efnum. Hjónin Magnús S. Breið- fjörð og kona hans May, eru nú bæði látin; var hún af írsk- um ættum, en Magnús var son- ur Sigurðár Breiðfjörð og konu hans Kristbjargar Guðbrands- dóttur, sem áttu heima í Þing- vallabyggðinni í Saskatchhew- an. Þau eru látin fyrir nokkru. Bróðir Magnúsar Guðbrandur býr nú á föðurleyfð sinni innán byggðar. •f Gefin voru saman í hjóna- band í Lútersku kirkjunni í Sel kirk þann 4. júní: Joseph Michael Rakai, frá Riverton, Man. og Mae Ligth frá Fullers P. O. Man. Sama dag gefin saman í hjóna band að heimili sóknarprests James Pálmi Goodman, Selkirk, og Agnes Liebrecht, Lower Fort Garry, Man. — Utvarp frá fyrstu lútersku kirkjunnar „The Religious Period" útvarp fer fram frá Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg á sunnudaginn kemur 19. júní kl. 1:30 (Winnipeg tíma). Útvarp þetta sem verður sent yfir CBC-kerfið kemur til Vancouver B.C. kl. 11:30 f. h. en til Toronto, Ont. 2:30 e. h. Lydia Vinnichenko and Leokadia Sulikowska (left) are shown receiving certificates and congratulations from Judge W. J. Lindal at the “Land of Hope” revue Thursday evening. A total of 17 certificates were presented to displaced persons who have completed their one-year contracts with the department of labor. “These certificates are but one step toward that more important goal—Canadian citizenship,” stated Judge Lindal. “That goal should be attained in five years. At the end of that time you will no longer be referred to as displaced persons or new Canadians— you will be Canadian citizens.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.