Lögberg - 16.06.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.06.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. JÚNÍ 1949. Laufey Fr. Oberman: Líf og Dauði Inngangur. í konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn eru „Docu- ments concerning the life and character of Emanuel Sweden- borg, by R. L. Tafel a. m. Ph. D.“ (Þ. e. Rit um líf og lyndis- einkunnir Emanuel Swedens- borg^) og er hér farið eftir þeim. Lærður maður nokkur, Perne ty að nafni, skrifaði á þeim tíma um Swedenborg: „Hann mun sannarlega verða leiðbeinandi fyrir alla þá, sem eru móttækilegir fyrir endur- nýjun andans, með þeirri þekk- ingu og þeim lærdómi sannleik- ans, sem sjálfum drotnni þókn- aðist að opinbera fyrir honum, svo að hann gæti miðlað því öðrum mönnum. Og þar eð hann hefir verið verkfæri í höndum drottins allsherjar, má líta á hann sem fullkominn engil. ekki aðeins fyrir Svía, heldur fyrir alla Evrópu“. Emanuel Swedenborg kemur ekki með nýja kenningu, en hann varpar nýju ljósi á gjör- valla kenningu Krists, og reynd ar a gjörvalla heilaga ritningu, svo að hún verður hverjum at- hugulum lesara að nýju hug- næmu viðfangsefni, ný opinber un, sem hann mun aldrei fram- ar vilja kasta frá sér. þegar vitað er, að Kristur sjálfur leiddi Swedenborg (þótt þetta þyki óvanalegt og ef til vill ótrúlegt) og var í daglegu persónulegu sambandi við hann frá því Swedenborg var um fimmtugt og fram að andláti hans, eða milli 30 og 40 ár, þá þarf það engan að undra þótt Swedenborg hafi eitthvað meira og betra og sannara að segja og kenna, um eðli, innihald og til- gang lífsins, en nokkur annar maður, sem lifað hefir síðan Kristur sjálfur gekk um meðal mannanna og kenndi þetta sama. Enda er Swedenborg við- urkenndur að vera nútímans „spámaður og evangelisti“, við- urkenndur um allan heim sið- menningar og guðstrúar. 1. Vitið og sannleikurinn er eilíft. Þegar menn vildu fara að stæla við Swedenborg, þá svar- aði hann aðeins mjög hæversk- lega: „Lesið með eftirtekt og án fyrirfram sannfæringar bækur mínar. Þær munu svara fyir °g þá munuð þér skipta um skoðun og hugmyndir“. Það hefir engin áhrif á gildi sannleikans hvort vér mennirn ir trúum honum eða ekki. „Sann leikurinn varir eilíflega“, og er ekki háður neinum manni. En maðurinn er háður honum svo mjög, að án sannleiksljóss og kærleiksyls getur maðurinn ekki lifað eftir dauða líkamans sem maður, í þeim rétta skiln- ingi, heldur verður hann ó- freskja. Það er „nóttin, sem kemur, þegar enginn getur unn i8“ — enginn, sem sú nótt kem- Ur yfir getur unnið. Því er það kennt um alla jörð, bæði fyrir og eftir komu Krists, að menn gái að því hver um sig hvar þeir standa, af því að þetta er svo mjög alvarlegt. Menn ættu ekki að sleppa tím anum, tækifærinu, sem hvern dag getur orðið hið síðasta. Það, sem maðurinn gerir í lík- amslífinu gegn lífsins lögmáli, an þess að vilja iðrast og bæta yrir það af fúsum vilja, getur reynst honum svo erfitt á næsta Stlgi h'fsins, að það verði honum víti. Það er hverjum manni með- a?tt að skilja þetta. En ef hann i 1 ekki trúa því og svæfir sitt meðfædda eðli, þá er honum *skl búinn. Hann vari sig. ” °ttm kemur þá enginn getur hnið“. Þetta hugtak er af mannlegu viti sprottið, en eng- inn veit hve yfirgripsmikið það er. 2. Dómurinn. Maðurinn hlýtur að uppskera það, sem hann sáir. „Það er einkennilegt, eða að minsta kosti mjög athyglisvert, að nær allir þeir, sem hafa lesið kenningar Swedenborgs með þeim ásetningi að rífa þær nið- ur, hafa að lokum aðhyllst kenn ingar hans“. Það er ekki guð, sem dæmir manninn til að líða á neinn hátt. Þvert á móti er vanlíðan mannsins ætíð minni, en hún væri ella^vegna áhrifa guðs. Þegar maðurinn kemur inn á „land lifenda“ þá er hann alveg hinn sami maður, með sömu galla og hann áður var, svo bók staflega hinn sami, að hann átt- ar sig oft ekki á því að þetta sé dauðinn. Og eftir því sem mað- urinn hafir verið hrokafyllri og síngjarnari a§ eðlisfari, þeim mun ver gengur honum og erfið legar að trúa því, sem englar guðs segja honum og kenna. Englar guðs eru góðir menn, oft áður farnir ástvinir, sem eiga enga innilegri ósk né un- un en þá að mega fá þetta tæki færi til að hjálpa þér og styrkja trú þína á lífið. En sá maður, sem alltaf hefir þverskallast, honum hættir auðvitað mest til að gera það enn, af því að það er þá orðið svo rótfast í eðli hans. Þannig getur maður sá, sem notar viljann og frelsið öfugt, orðið umsnúinn frá guðs mynd. Hann getur ekki þrifist í því andrúmslofti, sem þar er, og ekki lifað með þeim heilögu. Hans heimkynni er annars eðlis. Hann er „demon“ (ill vera) og líf hans verður vanlíðan. Það getur enginn skilið svo við þetta jarðneska líf, að hann hljóti ekki að fá að reyna að þetta er sannleikur. sé mjög þýðingarmikið fyrir hvern og einn að vera trúr sinn ar þjóðar trú í aðalkjarna. Um þetta munu Kínverjar sennilega vera fremstir allra þjóða, með sína þúsunda ára gömlu trúar- og siðakenningu, sérstaklega hvað áhrærir ættræknina og samheldni ættanna. Þeir trúa því að vellíðan um óendanlega framtíð sé undir því komin hvað fjölskyldan og ættin sé sam- stillt og einhuga. Það hjálpar þeim til að lifa í eindrægni og undirgefni að vilja þeirra elztu, samkvæmt þessum þúsunda ára þjóðsið. Ég get vel fellt mgi við þann skilning, að þessu fylgi guðs blessun. L. F. O.). Eðli lífsins. „Ég segi yCur, aí5 þetta þrennt: trtl, von og kœrleikur, er varan- lofít, en af þessu er kærleikurinn mestur, af því að hann hefir fyrir- heit fyrir þetta llf og hið kom- anda“. 3. Sælan. Allt gott kemur frá upp sprettu alls lífs, sem er guð kær- leikans og vizkunnar. Menn zneðtaka það í lífinu sein ylinn og ljósið. Allir verða þess að- njótandi nákvæmlega eftir því að hve miklu leyti og hve fús- lega þeir vilja aðhyllast hið góða. Að lifa í samræmi við eðli og tilgang lífsins, eftir lífskraft inum í hverjum manni. Það er sæla. Allir þeir, sem eru líkir að innræti, eru andlega skyldir og verður ljúft að vera saman. I því er fólgin vellíðan og unun, sem þá fer sífellt vaxandi, þeg- ar lifað er í samræmi við lög og' eðli lífsins. Allar raunir, böl og þrautir þessa örstutta jarðlífs hverfa þá eins og skuggi væri eða illur draumur, sem að morgni dags reynist marklaus. Lífið er þá orðið samúð og sam ræmi, í samstarfi við vellíðan allra. „Hið fyrra er farið, sjá, allt er orðið nýtt“. (Það er margt í öllum kenni- kerfum þjóðanna og heimsálf- anna, ef ekki flest, sem er hið sama, en aðeins lagað eftir eðli og þroska hverrar þjóðar. Samt er engin kenning á jörð vorri nú, sem kemst í samjöfnuð við hina kristnu kenningu, af því að enginn fræðari hefir að sama skapi framfylgt kenningu sinni sem Kristur, sem bæði staðfesti allt, sem hann kenndi, og síðast lifði þótt hann væri deyddur og sannaði öllum ódauðleika hins sanna manns, eins og hann hafði sjálfur kennt og sagt: „Ég lifi og þér munuð lifa“. — Það er enn fremur engin tilviljun hvar hver maður er borinn og barnfæddur. Ég trúi því per- sónulega eftir allt, sem ég hefi séð og heyrt á trúarsviðum margsháttar þjóðflokka, að það Innihald lifsins og eðli þess er kærleikur. I raun og veru er sama merking í orðunum líf og kærleikur, af því að kærleikur- inn eykur og eflir kraft lífsins Allt illt er því gagnstætt sönnu lífi og leiðir til' dauða (ég á ekki við líkamsdauða). Til þess að öllum geti liðið vel, þarf alls staðar að koma kærleikur inn í mannlífið í með vitund hvers einstaklings. Það er tilgangur lífsins að kærleik- urinn hafi yfirhönd og ríki í mannfélaginu alls staðar — kær leikur til allra, hjá öllum. Þetta er áþreifanlega að lýsa sér betur og betur hjá menn- ingarþjóðum heimsins. Þess vegna er svo mikið starfað að því, að þj óðirnar vinni saman, skilji hver aðra og lifi í sambúð og samstarfi hver við aðra, öll- um til heilla. Grundvallaratriði þau, sem ævinlega hafa orðið þeim mönn um til andlegrar blessunar, sém fylgdu þeim og báru virðingu fyrir þeim, þau eru til orðin fyrir mannkynið sem leiðarvís ir, þannig, að þeim er fylgt í nafni og anda hans, sem samdi þau, og þá fylgir blessun hans. Það, að þessum lögum hefir ekki verið fylgt, er orsök þess, að allt mannkyn er sjúkt og margir eru á öfugri braut til andlegrar vitfirringar, myrkurs og kulda. Þetta geta allir skilið, ef þeir hugsa sig um. „Þú skalt ekki aðra guði hafa. Þú skalt elska meðbróður þinn, heiðra foreldra þína, ala börn þín upp í guðs ótta* og siðgæðum, ágirnist ekki annara eignir, bera ekki ljúg- vitni, deyða ekki mann, dæma ekki“ o. s. frv. Hinn, sem ekki vill leita þess trausts innra með sér, hann fer á mis við það og jafnframt fer hann á mis við ánægju og vellíðan lífsins, meira eða minna eftir því hvað mótþrói hans er ákveðinn. Sá maður er neikvæð- ur. 5. Maðurinn. „í veröldinni er maðurinn tvískiptur, en eftir dauðann er lann eins eðlis, í veröldinni lefir maðurinn meðvitund um hvorttveggja, anda og efni, en eftir dauðann breytist þetta.” Maðurinn er ekki allur þar sem hann er séður, og þó er það aðalatriðið að sjá og þekkja hinn innra mann. Það ætti allir að temja sér og nota við þá æfingu þann leiðarvísi, sem lífið géfur öllum þeim, er standa á grund- velli hins sanna lífs. Það, sem manninum gengur til þess sem hann segir og gerir, það sem er driffjöður orða hans og gerða, það er líf hans. (“Það sem þér hugsið í hjörtum yðar, það eruð þér”) Alt líf mannsins og líðan hans er undir því kom- ið hvernig hans innri maður er, hvað hann hugsar. Góður maður heldur jafnvægi og hefir frið í sálu sinni, vegna þess að hann veit að til er einn, sem þekkir hjörtun og veit alt, sem þar fer fram. Hann trúir á frömuð lífsins og uppsprettu lífmagsins, sem er kærleikurinn sjálfur. Það er honum nóg traust í lífi og dauða. Til þess að þekkja þennan mun á mönnum, þarf hvert barnið að þroskast á góðum grundvelli, alast upp í hreinu andrúmslofti og þekkja grundvallaratriði þau, er mannkynið hefir best átt frá því að það fyrst hóf göngu sína sem sjáfráð vera á þessari jörð. “Sköpunarsagan skýrir frá þeim þroska, einmitt andlegum vexti manns.” “Hvaða guðhræddur og góð- ur maður mundi ekki vilja vita um forlög lífs síns eftir dauð- ann? Hin almennu aðalatriði þess hafa verið afhjúpuð, svo að hann getur þekt þau ef hann vill.” Það er aðallega tvent, sem veldur því, að maður verður neikvæður og það er þroskaleysi eða þroski sá, sem er bygður á öfugum grundvelli, gegn eðli og tilgangi lífsins. Um hinn þroska- lausa eða frumstæða mann verð ur sagt: „ Fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gera.” Hinn, sem af frjálsum vilja og viti velur hið gagnstæða við lög- mál lífsins og kærleikans, verður viðsjárverður maður, hann er líklegur til að verða illmenni ef ekki er hægt í tíma að bjarga honum frá þeim illu öflum sem ógna með því að heltaka hug hans og hjarta. Það er barnaskapur og getur verið háskalegt “að vilja loka augunum fyrir því að til eru slík- ir menn. Seinustu áratugir hafa fært mönnum fullnógar sannan- ir fyrir því. Baráttan, öll barátta milli þjóða, þjóðflokka og einstakl- inga, er baráttan milli góðs og ills, milli þeirra, sem vitandi vilja hið góða og hinna, sem vitandi vilja hið illa. ,Auk þess skipa margir sér óafvitandi í annan hvorn flokkinn, án þess og gera sér grein fyrir þessu höf- uðatriði, sem varðar þó alt líf mannsins og framhaldslíf hans. í þessu er alvaran folgin, að menn velji rétt! 6. Víti. * Guðs ótti er ótti við að styRpja guð ■«*m er heilaiair. Sumir misskilja þettn. “Unun þeirra í Víti er í því fólgin að gera meðbræðrum sín- um ilt og lasta guð. Og þessi unun er samkvæmt hjartalagi þeirra og vilja. Þeim er samt aftrað og þeim hefnist fyrir að hafa slíkar tilhneigingar og láta að þeim.” Til eru þeir spekingar og lær- dómsfrömuðir, sem kenna og se§ja» að eins og Kristur sé full- trúi kærleikans meðal mannanna þannig muni og vera fulltrúi hatursins, hins illa á maðal þeirra, einhver sem er kominn svo langt “niður” í myrkur van- líðunar, að andinn sé “umsnú- inn” og hans innri maður ó- freskja. Alt, sem frá honum kem- ur sé ilt, og ekkert nema ilt geti frá honum komið. Sá maður sé þá orðinn djöfull eða satan, og að aðrir djöflar hafi aldrei verið til né sé til, en þannig “umsnún- ir” menn. Þeirra ásigkomulag er Víti (vansæla) og annað Víti er heldur ekki til og hefir aldrei verið til. Áhrif og kraftur slíkra “demona” sé nú að verða meir á- berandi af því að endalok þess- arar menningar sé að nálgast, að kraftur hins illa magnist í þeim illu og neikvæðu af því að dauðateygjurnar” sé byrjaðar, því að hið illa lýtur í lægra haldi, hið góða sigrar. „Það er fullkomnað!“ Þessu þarf mannkynið að treysta og halda sig að því. Þá er því borgið. Enginn væit hve oft hafa kom- ið upp menningarkerfi (eða stig) meðal þjóðanna og aftur liðið undir lok, hvert með sínum ein- kennum og ágætum og göllum, svo þetta er hvorki óhugsanlegt né ómögulegt, hvernig sem það skeður eða kann að ske. En að mannkynið líði undir lok eða hætti að vera til, nær JOHN J. ARKLIE Optom*rrt#t and Opticiam (Eye« Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGI AT HARGRAVE ekki neinni átt, af því að lífið, sem hver maður lifir, er óendan- legt, þar eð eðli þess og kjarni er líf og að lifa. Framhald Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend” Ph- ILALA 297 Princbss Stkeet ■ *6404 uaif Block N_ Logan SEXTUGASTA OG FIMMTA ÁRSÞING Hins Evangeliska Lút. Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Verður haldið í Argyle Prestakalli dagana 22. — 25. júní 1949. Þingprestur: REV R. MARTEINSSON.D.D. Starfsskrá: Miðvikudag 22. júní. Kl. 8 e. h. Þingsetningarguðþjónusta á íslenzku og altarisganga í kirkju Frelsissafnaðar að Grund. Sr. V. J. Eylands, frá Winnipeg, predikar. Samskot í minn ingarsjóð presta. Eftir kl. 4 verður tekið á móti prest- um, gestum og fulltrúum í Grund Hall. Kveldverður reiddur kl. 6. Fimtudaginn 23. júní í kirkju Fríkirkjusafnaðarins að Brú. Kl. 9—12. Þingfundur. Kl. 1.30—5.30 þingfundur. Kveldverður kl. 6. Kl. 8 e. h. Á ensku. Ræðumenn: Rev. George, F. Harkins, assistant to the President of ULCA. Rev K. K. Ólafsson president Nothern Conference Illinois Synod, ULCA. — Einnig söng- program. Kveðjur. Föstudaginn 24. júní í kirkju Immanúel-safnaðar Baldur. Kl. 9—12 þingfundur. 1.30—5.30 þingfundur. Kveld- verður kl. 6. Kl. 8 e. h. „Youth Rally“ á ensku í kirkju Frelsissafnaðar, Grund. Ræðumenn: Rev H. S. Sig- mar of Seattle. Rev A. S. Hanson of Blaine, Mr. Ste- fan Guttormsson B.A. Minnesota. — Blandaður kór prestakallsins syngur sérstáka söngva. Laugardaginn 25. júní í kirkju Glenborosafnaðar, Glenboro. Kl. 9—12 þingfundur. Kosningar. 1.30—5.30 þingfund- ur. Kveldverður kl. 6. Kl. 8 Trúmálafundur. Efni: „Vitnisburðarskylda kristins manns“. Ræðumaður: Sr. Skúli Sigurgeirsson, Gimli. — Ensk hréyfimynd. „Evangelism.“. — Þingslit. Sunnudaginn 26. júní guðþjónustur í prestakallinu. Kl. 11. Glenboro. (Ensk-íslenzk) vígsla Kirkjuturns og Electronic Chimes, gjöf Hans heitins Jónssonar. - Prestar kirkjufélagsins, fulltrúar og gestir sérstak- lega boðnir. Kl. 2.30 á Grund íslenzk messa. Kl. 2.30. Baldur ís- lenzk messa. Kl. 2.30. Brú íslenzk messa. Allir fundir og samkomur þingsins opnar fyrir þá er koma vilja. Sr. Egill H. Fáfnis, forseti Sr. Bjarni A. Bjarnason, skrifari “Ef aðeins...” Viljið þér hugleiða árin, sem að baki liggja, og munuð þér þá eigi segja: „Ef ég hefði að- eins keypt stjórnarlíf- eyri til elliáranna?" Slíkt má að vísu enn gera og njóta öryggis, er á seinni hluta ævinnar líður. Ódýr stjórnarlífeyrir, greiddur ár lega, segjum $ 1,200 ævilangt. Engrar læknisskoðunar krafist. Lífeyri af þessari tegund getur enginn löglega klófest. Þér tapið ekkipeningum yðar jafnve 1 þó tafir verði um greiðslu. • Allir frá 5 til 85 ára geta nytfært sér þessi kostaboð. Annuities Branch department of labour KUMPHREY MITCKEU Mínísfer A. MacNAMARA Depufy M/núfer C7/7(7c//c?M OICer/7f??en/ A N N U I T I E S //oe'/We /o/- (Q/c//Ja ________ Moil Ihis Coupon today POSTAGE FREE Annuit:*** Bronch, Deportment of Lobour, Ottowo. 5 Ple... .end n,. COMPLETE INPORM ATION ob.ul Cnodion Governmen, A„nui,i„. NAME.................. (PRINT " CiYÁrLY ).................... ADDRESS ........................................................ ..........-........J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.