Lögberg - 16.06.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.06.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. JÚNÍ 1949. FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóðin í þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Hann reis á fætur og hló kuldalega, og hafði yfir síðustu línurnar í kvæðinu, lét það ofan í járnkassann og læsti, gekk síðan hvatlega út úr skrifstof- unni og ofan stigann og út þar sem hestur hans og vagn beið eftir honum. Hann fór strax upp ( vagninn. Kúsk- urinn leit til hans og spurði „A Cóte Dorion?“ Svo þaut hesturinn og menn irnir út í náttmyrkrið. VIII. KAPÍTULI Verð hnossins Einar, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex mílur dundi hófatak hestsins á braut- inni, þungur niður árinnar, ylmurinn frá Álmtrjánum og Sítrusviðnum, köll himbrimanna á ánni, kranan í fiski- bátnum, fiskimaðurinn með færi í hönd, sem ekki tók augun af vatninu, sem fyrstu geislar morgun sólarinnar voru byrjaðir að roða, Málrómur frum byggjanna,\ sem samhljómaði axhr- höggunum, er þeir felldu tré í skógin- um, heimili mannanna, sem fluttu timburfleka ofan ána hér og þar með- fram henni, hlaðar eða flekar af timbri, sem komið höfðu langan veg eftir ánni lágu kyrrir á vatninu, og ljós sást blika í gluggum á íveruhús- unum litlu, sem á þeim stóðu, og frá þeim barst hið þekta Ijóð manna þeirra, sem þá iðn stunduðu í glaðvær- um söng: „En roulant, rpa boucle ralant, en ralant ma boucle.“ (En frá þeim stað mig kúskurinn keyrði fljótt). Charley hafði ekki einu sinni litið um öxl sér til baka, er hesturinn bar hann út í náttmyrkrið. Hann horfði beint framundan sér í áttina, sem brautin lá, hann virtist hvorki heyra né sjá, og vera afskiptalaus af öllu sem umhverfis hann var. Augnaglerið á auga hans var eins og tjald til að hylja það sem á bak við það var — sálu mannsins, verja gegn hinum óþrjótandi spurningum, varnargarður hlaðinn upp, skjaldborg hins óróa anda. Tilgátur þess, voru án enda. Það var ekki óhugsandi, að á bak við það lékju fornaldar myndir, — fornkóngar Egypta, sem framkvæmt höfðu undra- verða hluti og sem voru að benda fram í tímann — frumbyggjar jarðarinnar. Menn hefðu mátt halda, að Charley Steele væri úr grjóti gerður, svo var hann hreyfingarlaus. En ef maður at- hugaði hann vel, þá hefði mátt sjá óróa í augum hans, og eins og kæruleysis- grímu á andlitinu á honum. Það var eins og andlitssvipurinn spyrði: „Hvaða þýðingu hefir allt þetta? Hvað er það, sem er þess virði að framkvæma? Hve óendanlegt djúp, af tilgangsleysi!“ Virðist hann segja og þráði að heyra neikvæða rödd, eins og þunglyndisblærinn, sem yfir honum gaf til kynna. „Að vera dýr, og velta sér í veröld- inni,“ hugsaði hann — það er eðlilegt; en menningin er það óeðlilega, og hin auðvirðilega ásókn sálarinnar inn á lönd tilgátnanna, með týru dauðra gruflara fyrir leiðarljós, sem að við höf- um keypt á markaði siðferðisins. Að eta, drekka, feta í för annara án þess að hugsa hið minnsta um, hvað á eftir fer, að sveima eins og dýrin, og rífast eins og tígrisdýr------------“. Það var eins og hann vaknaði af draumi. „Að berjast eins og tígrisdýr!“ Hann leit upp, og heyrði að einhverjir af flekamönnunum voru að syngja: „Og þegar maður, í stríði lífsins strandar, á stinnum örmum, bera þeir hann heim.“ „Að berjast eins og tígrisdýr!“ Eyði- leggja — þessi óendanlega þrá til að sópa að sér úr forðabúri heimsins, fyrír sjálfan sig, og gjöra það án þess að sýna nokkra vægð, eða hugardeyfð — það var hið sýnilega fyrirkomulag frum byggjanna, þegar að framkvæmdir meintu meira en orð, og yfirráðin meira en þekking. Var menningin ekki óhapp eitt, og trúarbrögðin yfirlætis heimska til þess, að hylja það, ef ekki af ásettu ráði, þá viðtekin af þeim fáu og fornu, sem sáu, að það var óhugsanlegt fyrir mennina að snúa sér til baka, þeir yrðu að halda áfram, jafnvel í óráði, eða mæta algjörri eyðileggingu og heim urinn með þeim. Hann leit aftur í átt- ina til viðarflekans þar sem mennirnir voru að syngja og hann minntist hót- unarinar: „Að ef hann kæmi aftur til Vóte Dorion, að þá skyldi hann fá fyrir ferðina.“ Hann mundi eftir aðvörun- inni sem hann Rouge Coseline gaf Joliceur, og illmannlega brosinu, sem lék um varir hans. Andstæðurnar í hans eigin huga ruddu sér til rúms allt í einu, og honum varð ljóst, að líkamleg hreysti hans og þjálfun, mundi honum ekki einhlýt þegar í harðbakkana slægi. Frumhugmyndir gátu reynst haldgáð- ar á frumbyggja árum heimsins. Eina vopnið, sem hann átti yfir að ráða voru vitsmunir hans og þekking, sem menn ingin hafði gefið honum og fengið hon- um í hendur. Þessar aðstæður í stað forntíðar hreysti, og jötna afli. Þeir voru komnir þar, sem vegurinn lá yfir keldu, og var byggður á þann hátt að tré voru lögð þversum og á þau borið að ofan mold eða stör, og er köll- uð (Corduroy-road) og þegar hestur- inn steig út á þetta var eins og tóma- hljómur undir fótum hans. Það var kelda á aðra hliðina á veginum, þar sem eldflugurnar flögruðu fram og aftur, og í huga Charley Steele kom erindi, sem hann hafði heyrt í skóla fyrir löngu síðan: „Þeir gjörðu gröf, of kalda og raka, fyrir svo hlýja sál og sanna------“. þetta þrýsti sér hvað eftir annað ó- sjálfrátt fram í huga hans. „Stöðvaðu hestinn. Ég ætla að ganga það sem eftir er,“ sagði Charley Steele við Finn Kúsk sinn, svo geng ég til baka til Marchal veitingahússins. Ég verð þar klukkan 12, á mínútunni. Fáðu þér eitthvað að borða og drekka,“ sagði hann, og rétti honum dollar — „en mundu eftir að það verður að vera öl, ekkert sterkara og kindakjöt“, hann kinkaði kolli og gekk hvatlega í burtu eftir veginum í tunglsljósinu og út í keldurnar sem fram undan voru. Finn- ur leit á eftir honum. „Ef að hann er þó ekki kúnstugur, þessi náungi? Einkennilegur en gáður fyrir sinn hatt, skilur förin eftir sig hvar sem hann fer. Hann er fyrsta flokks maður, dálítið óþjáll og seiglings seigur. Jæja, mér kemur þetta ekki við. Haltu áfram klár minn“ og hann snéri við á brautinni, sem hann þó ætlaði að eiga fullt í fangi með, keyrði til baka mílu til Marchal veitingahússins, fékk sér þar öl og kindakjöt, og — dálítið af brennivíni. Charley gekk hratt áfram eftir veg- inum, og glampandi leðurskór hans og glitrandi göngustafur áttu ekkert skylt við umhverfið. Honum fannst að hann væri sérstaklega vel upplagður til sam- ræðu við Suzan Karlamagnús veitinga stúlkuna í Cóte Dorion veitingahúsinu, sem víðkunnug var þar um slóðir, og enda víðar, því gestir þess báru frægð arorð þess um hálfa álfuna. Suzan Karlamagnús — alþýðlega stúlkan, veitingahússtúlkan úrillra og óheflaðra timburflutnings manna! Suzan ótti yfir að ráða vakandi og ákveðinni dómgreind og innri djúp- hyggni, sem gróf til mergjar mál hvert. Hugsun hennar og andleg sjón, var eins skýr og markviss og augu skotmeistar- ans, þegar hann vill sem markvissast- ur vera. En Suzan var ekki samboðin félagi fyrir Charley Steele. Hvað gerði það til! Hann hafði í verkahring sínum gripið inn í líf annara manna, leikið sömu kúnstirnar og þeir, leikið þær fyr ir þá meira að segja. En upp frá þessu var sá leikur á enda. Frá deginum í dag, var það hans eigin framtíðarleik- ur sem fyrir honum lá — hans eigið líf, sem hann ætlaði sér að lifa til daganna enda. Hann þráði stríð — stríð á milli lífsstefnu þeirrar, sem hann hafði fylgt, og hins hversdagslega. Hann þráði hressingu, jafnvel brennivín, sem hann þó hafði tekið Finni kúsk sínum vara fyrir að neyta. Hann var kærulaus um sjálfan sig — þó ekki blindaður af kæruleysi, heldur v(svitandi kærulaus og skeytti engu um hvað hans biði, eða í hvaða raunir að hann rataði. „Hvað kæri ég mig um það!“ sagði hann við sjálfan sig. „Ég skal aldrei kvarta. Ég skal ekki einu sinni viður- kenna á degi dómsins, að ég hafi verið breyskur og valtur á fæti, heldur taka á móti hlutskipti mínu þegjandi og ótta laus, ef um nokkra rannsókn verður að ræða, nokkurntíma, eða nokkurs- staðar!“ Það kom maður skyndilega fyrir bugðu á veginum á móti honum. Það var Rouge Gosselin. Hann stansaði og vildi tala við Charley. En einhverjir djöfullegir duttlungar, eða illmannlegt kesknisyfirlæti greip Charley Steele tallt í einu, svo að hann starði aðeins framan í hann, en svaraði honum ekki, svo Gosselin firtist, fór fram hjá hon- um og bölvaði í hljóði, í stað þess að aðvara Charley, eins og hann ætlaði þó að gjöra. Gosselin hafði ekki farið langt, áöur en hann stansaði og skellihló, því undir niðri var upplag hans hið allra bezta, og í fullu samræmi við hæð hans, sem var full sex fet og átta þumlungar, og þó að hann væri ör í skapi, þá var skap hans vingjarnlegt. Honum fannst þessi framkoma Charley Steele svo heimsku lega ósvífin, að hann fór að hugsa um hana nánar, sneri við og gekk á eftir Charley og saggi við sjálfan sig: „Ég er illa svikinn ef að eitthvað kem ur ekki fyrir í kvöld, sem er þess vert að sjá. Þegar Charley var meira en fimm hundruð fet í burtu frá hótelinu heyrði hann bæði hlátur og söng inni í veit- ingastofunni, sem hann Theophile Karlamagnús kallaði Cóte Dorion Hót- el, og var það svo nefnt eftir tanganum sem lá út í ána. Það var lág bygging með víðáttumiklu þaki, sem slútti all- mikið fram. Veggirnir voru þriggja feta þykkir og stóð byggingin við ána, svo að bakpartur hennar lá fast að ánni og stoðir undir baksvölunum, sem náðu alla leið ofan í ána, en stigi lá frá vatn- inu og upp á svalirnar. Það var mjög sjaldan að bátar voru ekki bundnir við þann stiga. Það var fjölmennt á þessu hóteli bæði vetur og sumar. Inni var lágt undir loft og raftarnir sterklegir. Þar var mikið eldstæði og gólfið í því allmjög gengið. Gluggarnir voru byggð- ir út ogstór kross var greyptur inn í annan vegginn. Allt þetta og hinir mis- jöfnu og marglitu gestir sem þangað sóttu, gáfu hótelinu æfintýrabrag. En það voru til menn sem kölluðu hótelið „Shebang“-hreysi, sem var eins mikið slúður um bygginguna og það var móðg un gegn Suzan Karlamagnús, sem að hver einasti skógarhöggsmaður og áar formaður dáði, og það var þess vegna að þessum mönnum fannst að Charley Steele misbyði Suzan í orði að þeir höfðu svarið að jafna um hann, ef hann kæmi á hótelið aftur. En Charley var fjarri því að leiðrétta þann misskilning þeirra á sjálfum sér. Þegar hann gekk óhikandi inn í veit- ingasalinn þar sem hálf tylft þeirra var samankomin og voru að drekka brenni- vín, þá hafði hann enga tilhneigingu til að leiðrétta þann misskilning. Hann tók ofan hattinn og heilsaði Suzan með handabandi. Hann lét sem hann tæki ekki eftir neinum öðrum sem þar voru inni og sagði: „Gjörðu svo vel og láttu mig fá brennivín!“ „Þú spyrð mig því að ég drekki?“ bætti hann við þegar að Suzan setti glas og brennivínsflösku fyrir framan hann. Hún þagði ofurlitla stund, en svar- aði svo alvarlega. „Máske vegna þess. að þér þykir vínið gott, og máske vegna þess að það hefir vantað eitthvað í þig þegar þú fæddist og-------------“. Hún þagnaði, því að til þeirra kom einn af mönnunum sem á viðarflekun- um vann. Hann var í rauðri skyrtu og með eyrhringi í eyrunum hrottalegur á svip og bað um glas af brennivíni. Hann leit illilega til Charley sem leit til hans með fyrirlitningu, lyfti glasi sínu fleyti- fullu til Suzan og drakk. „Ja svei!“ sagði sá í rauðu skyrtunni, sneri sér við og gekk til félaga sinna. að leyndi sér svo sem ekki, að hann var að leita eftir tækifæri til að jafna sakir við Charley. „ Máske sökum þess, að þér þykir það gott, máske sökum þess að eitthvað hef ir vantað í þig þegar þú fæddist!“ Charley brosti góðlátlega, þegar Suzan kom aftur þangað sem hann stóð. „Þú svaraðir spurningunni“, sagði hann og hittir naglann á höfuðið. „Hvort það er óvissa sem hefir klofið mannkynið, eða skipt því. Ef það er aðeins líkamleg þrá, þá meinar það, að við erum aðeins materíalistar, og jarðvegurinn sem við erum sprottnir upp úr líkamlega, er sá sami sem við nærustum alltaf á og hverfum aftur til, og að við búum hér saman um stund, og rotnum svo saman um alla ókomna tíð. Ef að þessi tilvera okkar er annað og meira, en þessi eðli- lega materaliska þrá, þá er hún sönn- un á ódauðleik, lífsafli sem leitar út fyr- ir takmörk heimsins og það sem hann getur veitt, en til sambúðar við eitthvað honum æðra, eða eitthvað sem er fyrir utan hina materalisku tilveru. Ég nýt mín aldrei nema þegar ég er ölvað- ur. Vínið gjörir mig mannúðlegan. Utan þess, er ég aðeins Charley Steele! Er það ekki skrítið að ég skuli vera að tala um þetta hér inni?“ „Ég veit ekki u mþað“, svaraði Suz- an, „ef að það er eðlilegt, eins og þú segir. Mér gefst hvergi tóm til að hugsa nema hér í þessu vínsöluhúsi, og það sem þér sýnist kátbroslegt er mér einfaldur sannleikur“. „Satt segir þú aftur mín kæra Suzan. Það er ekkert, sem er óhugsanlegt. Mig langar aldrei eins mikið til að syngja sálma og andleg ljóð, eins og þegar ég hefi verið að drekka. Ég man eftir síð- ast þegar ég var slompaður, þá söng ég barnasálminn alla leið heim til mín. — Installed at a cost of $8,000 for furnishings and equipment, the Barley Improvement Institute on June 2nd officially opened its new research laboratory in Winnipeg. The Institute, sponsored by the brewing and malting industries of Canada is headed by T. J. Harrison, one of the country’s outstanding authorities on quality barley. One of its main works will be to assist plant breeders in evaluating the quality of new barley hybrids. These will be tested in the new laboratory. The picture, taken at the opening ceremonies of the laboratory is, left to right, T. J. Harrison, Director of the institute; Cecil Lamont, President, Northwest Line Elevator Association; H. G. L. Strange, Director agricultural research branch, Searle Grain Co.; Stanley N. Jones, President, Winnipeg Grain Exchange; Dr. J. A. Andersón, chief chemist in grain research laboratory of the Board of Grain Commissioners for Canada; Dr. W. O. S. Meredith, barley chemist in research laboratory of the Board of Grain Commisioners; and V. M. Bendelow, chemist in the Barley Improvement Institute’s new laboratory.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.