Lögberg - 14.07.1949, Blaðsíða 1
1 0 milljón króna tekjuafgangur
bœjarsjóðs árið 1 948
Útsvörin lækka um rúmlega 1 milljón króna.
REIKNINGUR bæjarsjóðs Reykjavíkur og stofnana bæjarins
fyrir árið 1948 var á dagskrá bæjarstjórnarfundar í gær til sam-
þykktar. Fylgdi borgarstjóri honum úr hlaði með stuttri ræðu.
Kvað hann reikninginn aldrei hafa verið jafn snemma tilbúinn
og nú. Væri hin skjóta afgreiðsla hans fyrst og fremst að þakka
dugnaði aðalbókara bæjarins Karls Torfasonar, sem sendi nú frá
sér 30. reikning bæjarins. Þakkaði hann honum vel unnin störf.
Borgarstjóri vakti einnig athygli á því að endurskoðendur reikn-
inganna hefðu enga athugasemd gert við þá.
10 millj. kr. tekjuafgangur.
Á rekstraryfirliti hefðu hrein
ar tekjur bæjarsjóðs orðið kr.
10.099.000. Fyrningarafskriftir
væru 8.871.000 kr. Væri þessi
rekstrarafgangur meiri en
nokkru sinni fyrr. Samkvæmt
tillögum sínum hefði verið af-
skrifaðar 6 millj. kr. af gatna-
kerfi bæjarins vegna hinnar sér-
staklega góðu afkomu.
21 millj. kr. eignaaukning.
Eignaaukning hefði á árinu
orðið um 21 millj. kr. Hrein
eign í ársbyrjun hefði verið
106.6 millj. kr., en hefði í árslok
verið orðin 127.4 millj. kr.
Útgjöld á rekstraryfirliti
hefðu staðist svo að segja al-
gerlega en 1947 hefðu þau verið
millj. undir áætlun.
Bæjarfyrirtækin hefðu yfir-
leitt skilað góðri útkomu. Nokk-
ur, eins og t. d. grjótnámið, væru
þó rekin með halla, en sandtak-
an gerði meira en vega upp á
móti því tapi. Korpúlfsstaðabúið
og Reykjahlíðarbúið skiluðu nú
hins vegar afgangi.
Útsvörin lækka.
Borgarstjóri minntist á að á-
kveðið hefði verið í vetur að
lækka útsvör þessa árs um 1,1
millj. kr. frá því, sem var í
fyrra, úr kr. 53.2 í 52.2 millj. kr.
Ýmsir hefðu þá látið í ljós ótta
um að hækka þyrfti útsvars-
stigann til þess að ná þessari út-
svarsupphæð vegna verri af-
komu atvinnufyrirtækja. —
Reynslan hefir nú sýnt að þessi
ótti hefði verið ástæðulaus. —
Niðurjöfnunarnefnd hefði notað
sama útsvarsstiga og í fyrra og
náð sömu útsvarsupphæð og á-
ætluð hefði verið.
Andstöðuflokkarnir hreyfðu
engum athugasemdum við bæj-
arreikningana.
Mbl. 1. júlí.
Alvarlegar horfur
Hans Hátign George Breta-
konungur hefir veitt Attlee for
sætisráðherra alræðisvald í viku
tíma til að byrja með, til að ráða
fram úr þeim háska, sem af upp
skipunarmannaverkfallinu staf-
ar; nú er tala verkfallsmanna
komin upp í hálft þrettánda þús
und, og nokkrar líkur á, að því
er síðast fréttist, að ýmis verka-
mannasamtök önnur, kunni þá
°g þegar að hefja samúðarverk-
föll; nú hefir hernum verið fal-
ið að afferma skip, einkum þó
þau, sem höfðu innanborðs mat
v®li, er lágu fyrir skemmdum.
Starfsmenn við langstærstu
kjötverzlunina í London, hafa
þverneitað að koma nálægt
kjöti, sem herinn hafði skipað
UPP- f gær var þetta mikla vanda
ftiál brezku þjóðarinnar, tekið til
rcieðferðar í báðum þingdeild-
um.
Úr borg og bygð
Dr. Sigurður Júlíus
Jóhannesson hlýtur
skáldastyrk
Við nýlega úthlutun styrkja
af hálfu þess opinbera til skálda
og listamanna fyrir yfirstand-
andi ár, var skáldinu og mann-
vininum, Dr. Sigurði Júlíusi Jó-
hannessyni, veittur skáldastyrk
ur að upphæð átján hundruð
krónur; var hann slíkrar viður-
kenningar löngu maklegur.
Eins og vitað er var þeim Dr.
Sigurði og frú boðið til Islands
í fyrra sumar, en sáu sér ekki
fært að verða við boðinu.
Hr. Skúli G. Bjarnason bak-
arameistari frá Los Angeles,
lagði af stað á þriðjudaginn frá
New York ásamt frú sinni flug-
leiðis til íslands. Vinir þeirra
hjóna á íslandi buðu þeim í
þessa óvæntu og ánægjulegu
heimsókn. ★
Hr. K. W. Jóhannsson og frú,
hr. Otto Matthews og frú, komu
heirn síðastliðið sunnudagskvöld
úr hálfrar annarar viku ferða-
lagi suður um Bandaríkin.
Hr. John L. Johnson frá Roc-
hester, New York, sem dvalið
hefir hér um slóðir um þriggja
vikna tíma ásamt frú sinni og
barni og tengdabróður, lagði af
stað heimleiðis á mánudaginn;
hafði ferðafólk þetta brugðið sér
norður í Nýja ísland og ennfrem
ur til Ook Point og Lundar.
Á sunnudaginn þann 3. þ. m.
lézt á sjúkrahúsi í St. Rose frú
Válgerður Erlendsson úr Reykja
víkurbyggðinni við Manitoba-
vatn, hin mesta ágætiskona hnig
in að aldri; hún var ekkja Guð-
jóns Erlendssonar, er þar bjó
miklu rausnarbúi. Frú Valgerð-
ur lætur eftir sig mannvænleg
börn. Útför hennar fór fram á
miðvikudag að Reykjavík þann
6. s. m. Séra Philip M. Péturs-
son jarðsöng.
★
Hr. Ingimundur Ólafsson úr
Reykjavíkurbyggð hefir dvalið
í borginni nokkra undanfarna
daga.
★
Mrs. Victor Thordarson frá
Los Angeles, er stödd í borginni
um þessar mundir í heimsókn
til foreldra sinna Dr. og Mrs.
K. J. Bachman.
íslendingadagurinn að Gimli l.ágúst, 1949
Framhald
Skrúðvagninn, sem búinn var
til fyrir 75 ára afmæli Winnipeg
borgar, verður fluttur norður
að Gimli fyrir íslendingadaginn
og verður í skemmtigarðinum
til skreytingar og sýnis fyrir
fólkið og efast ég ekki um að
mörgum gefist á að líta, því
hann er bæði prýðilega gerður
og sögulegur og mun Gissur
Elíasson vera þar til að skýra
eitt og annað fyrir fólkinu í sam
bandi við skrúðvagninn.
Fjallkona dagsins verður að
þessu sinni, Mrs. Hólmfríður
Danielson, sem lengi og vel hefir
starfað að íslenzkum þjóðræknis
málum, bæði fyrir þjóðræknis-
félagið og Icelandic Canadian
Club.
Minni íslands verður flutt af
Mr. Andrew Daníelsson frá
Blaine, Washington. Hann hefir
haft mörg og margskonar störf
með höndum. Hann hefir lengi
verið við verzlun, fasteignasölu
og vátryggingar. Hann átti
drjúgan þátt í að stofna bóka-
safn Blainebæjar. Hann hefir
verið friðdómari í tuttugu ár og
lögregludómari í sex ár. Árið
1922 var hann kosinn þingmaður
í 43. kjördæmi Washingtonríkis
undir merkjum Republikana og
var endurkosinn hvað eftir ann-
að í samfleytt tíu ár á þing.
Hann er mikill íslendingur og
lætur sig þau mál miklu skipta.
Hann hefir lengi verið meðlimur
í Grange samvinnufélagi bænda
og í Bræðrafélagi Frímúrara.
Minni Islands í frumsömdu
kvæði, flytur Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson.
Minni Canada í ræðu, flytur
Miss Constance Jóhannesdóttir,
dóttir Mr. og Mrs. Konna Jó-
hannessonar flugkennara í
Winnipeg. Prýðilega vel mennt-
uð og gáfuð stúlka. Constance
er yngsti ræðuskörungurinn,
sem haldið hefir ræðu á íslend-
ingadegi hér, svo vér vitum.
Efast ég ekki um að margir
hlakki til að hlýða á hana.
Kvæði fyrir minni landnem-
anna, flytur hinn vinsæli vinur
okkar frá Nýja-íslandi, Böðvar
Jakobsson.
Hljómsveitin, sem lék á hátíð-
inni síðastliðið sumar, leikur aft
ur að þessu sinni og skemmtir
fólki bæði að morgninum og
eins eftir skemmtiskrána. Hún
spilar nokkur íslenzk lög.
Þá verður þar einnig 50
manna blandaður kór, sem
syngur undir stjórn Paul Bardal.
Margt fleira verður þar til
skemmtunar, sem ef til vill verð
ur getið í næsta blaði.
D. Björnsson
Gefin saman í hjónaband í
Selkirk þann 9. júlí: Guðmund-
ur Pálmi Sigvaldason, Arborg,
Man. og Kristín Anderson, River
ton, Man. — Við giftinguna að-
stoðuðu Mrs. Bjarndóra Ólafs-
son, systir brúðarinnar og Aðal
steinn O. Sigvaldason bróðir
brúðgumans. Brúðurin er dóttir
Mr. og Mrs. Magnús Ó. Ander
son, Riverton, Man. Brúðgum-
inn er sonur Mr. og Mrs. Guð-
mundur Sigvaldasonar, Arborg,
Man. Heimili ungu hjónanna
verður við Arborg, Man.
Samkoma í Sunrise Lutheran Camp
Þórður R. Þórðarson, M. A.
Mikilhaefur námsmaður
Þessi efnilegi og velgefni ís-
lendingur tók meistara-gráðu í
„Education“ við University of
Washington 11. júní síðastliðinn.
Þórður er fæddur í Blaine,
Wash., 3. apríl, 1904. Hann ólst
upp hjá foreldrum sínum í
Blaine, og gekk þar í barnaskóla
og miðskóla, að því námi loknu
gekk hann á kennaraskóla í Bell
ingham og. útskrifaðist þaðan
með ágætis einkunn. Eftir það
innritaðist hann við University
of Wash. og útskrifaðist þaðan
með B.A. menntastigið 1929 og
alla tíð síðan hefir hann stund-
að kennarastörf. Hann er giftur
ameríkanskri konu, og eiga þau
einn son, 15 ára að aldri.
Þessi efnilegi námsmaður er
sonur Magnúsar Þórðarsonar
Magnússonar alþingismanns ís-
firðinga (1879—1885), en móðir
hans var Jóhanna Þorsteinsdótt-
ir fyrri kona Magnúsar, (dáin
1918), og var hún systurdóttir
hins mikla athafnamanns, Sigur
jóns Jóhannessonar á Laxamýri.
Islendingar í Seattle halda
hina árlegu þjóðminningarhátíð
sína við Silver Lake á sunnudag
inn þann 7. ágúst næstkomandi;
verður þar venju samkvæmt
mikið um dýrðir. Skemmtiskrá
auglýst í næstu blöðum.
★
Öldruð kona óskast á gott
heimili til að gæta 8 mánaða
gamals barns, frá kl. 8 f. h. til
kl. 4.30 e. h. — Sími 722-637
Ste. 8 Gainsborough Apts.
Mrs. Astensen.
★
Mr. Baldur L. Daníelsson,
Chief Metallurgist, (yfir málm-
vinnslufræðingur) hjá Vulcan
Iron and Engineering, í Winni-
peg, lagði af stað, flugleiðis, til
Detroit, Mich. s.l. sunnudag.
Mun hann dvelja þar í nokkra
daga í umboði félagsins. Hann
er eftirmaður Mr. Jóns Ólafs-
sonar, sem þessa stöðu hafði á
hendi, við mikinn orðstír, hjá
félaginu í tuttugu og fjögur ár,
en sagði upp stöðunni í septem-
ber 1947. (Sjá Icelandic Can-
adian winter issue 1947). Baldur
er sonur Mr. og Mrs. H. F. Daní
elson að 869 Garfield St. Winni-
peg.
★
Á heimili sonar og tengda-
dóttur, að 223 Walter St. hér í
borg, andaðist sunnudaginn 3.
júlí, ekkjan Guðrún Málfríður
Danielson, 79 ára að aldri. Hún
var ættuð úr Hróarstungu í
Norður-Múlasýslu, en kom barn
til þessa lands. Hún var jarð-
sungin frá útfararstofu Bardals
miðvikudaginn 6. júlí, af séra
Runólfi Marjteinssyni, að við-
stöddum syni hennar John á-
samt konu hans, einnig bróður,
Barney Finnson, systur Mrs. S.
Björnson, ásamt nokkrum hóp
annara vina. Hún var trú Frels
ara sínum ævina út.
Fulltrúar frá sunnudagaskól-1
um þeim, sem tilheyra Lutheran
Sunday School Teacliers Asso-
ciation, héldu fjórða ársþing
sitt í Sunrise Camp, Húsavík,
Man., dagana 1.—3. júlí s.l. Þrjá
tíu og þrír kennarar og prestar
komu frá Winnipeg, Selkirk,
Gimli, Riverton, Arborg, Lundar
og Argyle.
í byrjun þingsins las séra
Skúli Sigurgeirsson biblíukafla
og flutti bæn. Forseti, Miss
Josephine Ólafsson, gaf yfirlit
yfir starf stjórnarnefndarinnar
á árinu og lagði fyrir þingið hug
mynd, sem kennarar sunnudaga
skólanna gætu starfað að með
því að leggja til fé fyrir bygg-
ingu á kapellu í Sunrise Camp,
þar*sem halda mætti guðsþjón-
ustur undir berum himni. Þess-
ari hugmynd var vel tekið og
það var ákveðið að skrifa um-
sjónarmönnum sunnudagaskól-
anna þessu viðvíkjandi.
Victor Erickson frá Selkirk,
tilkynnti þinginu starf kennar-
anna þar við að útbúa safn af
vel kunnum sálmum undir prent
un, til þess að nota í sunnudaga-
skólanum þar. Hann gaf öðrum
skólum tækifæri til að kaupa
þessa sálmabók, sem verður gef
in út í haust og mun kosta $1.15.
Kennurum var falið að bera upp
þetta málefni heima fyrir og til
kynna svo Mr. Erickson ef ósk-
að er eftir að panta nokkrar
bækur.
Eleanore Gillstrom frá Saska-
tonn, gaf yfirlit yfir .hjáiparrit,
lexíur og aðrar bækur, sem fá-
anlegar eru hjá Parish and
Church School Boord, U.L.C.A.,
Philadelphia, sumar ókeypis.
Hún sýndi einnig myndir af
„Christian Symbolism“, sem
voru mjög fróðlegar.
Tilsögn var veitt í kennslu-
aðferðum, með Christian
Growth lexíurnar sér til hlið-
sjónar, af Miss Gillstrom í Prim
ary flokknum, af séra Erick H.
Sigmar í junior flokknum og af
Archie McNicholl í Intermediate
flokknum. Kennurunum gafst
þar tækifæri til þess að ræða
vandamál sín.
Á laugardagskvöldið fór fram
fjölbreytt skemmtiskrá, að lok-
inni guðræknisstund, sem séra
Skúli Sigurgeirsson stjórnaði.
Einsöngur Beverley Kristjáns-
son, Gimli, æfð og aðstoðuð af
Mrs. Frank; píanósóló Helen
Bergman, Gimli; framsögn —
Margaret Johnson, Gimli; violin
sóló — Dorothy Jonasson, Winni
peg, aðstoðuð af Sigrid Bardal;
stúlkna söngflokkur frá Gimli,
æfður af Mrs. S. Sigurgeirsson
og aðstoðaður af Mrs. C. Stew-
ens; einsöngur — Geraldine
Björnsson, Riverton, aðstoðuð
af Mrs. S. O. Thompson; píanó
sóló — Sigrid Bardal, Winnipeg;
einsöngur — séra Eric H. Sig-
mar. Ræðumaður kvöldsins var
séra B. A. Bjarnason, sem flutti
áhrifamikið erindi um hina
miklu þýðingu sunnudagaskóla
starfsins og hin víðtæku áhrif
góðra kennara; hann gaf ýmsar
leiðbeiningar við víkjandi und-
irbúningi fyrir kennslu, með
bæn, lestri og trúmensku við
starfið og kirkjuna í heild sinni;
hann benti á þá nauðsyn að
veita ungmennum leiðsögn í
kristnu leiðtogastarfi á aldurs-
skeiðinu frá 12 til 24 ára.
Eftir kaffidrykkju var haldin
„fellowship hour“, undir ufn-
sjón séra Eric H. Sigmar.
Séra Valdimar J. Eylands hélt
guðsþjónustu á vatnsströndinni,
á sunnudagsmorguninn kl. 8 og
flutti tilhlýðileg, hvetjandi orð
til okkar kennaranna, þar sem
við vorum umkringd af dýrð og
heilagleik náttúrunnar.
Eftir hádegi á sunnudaginn
hlustuðum við á trúboðann,
Pastor Walter Weind, frá Lib-
eríu í Afríku, sem sagði frá trú-
boðsstarfinu í skóglöndunum
þar. Hann lýsti hinum erfiðu
kringumstæðum, hinni miklu
þörf á meiri aðstoð, verklega og
fjárhagslega, og útskýrði fyrir-
komulagið á starfinu. Trúboð-
arnir verða fyrir miklum von-
brigðum, en þó er árangur starfs
ins nógu mikill til þess að rétt-
læta áframhald þess.
Stjórnarnefnd L.C.S.A., var
endurkosin sem fylgir: Forseti
Miss Josephine Ólafsson; skrif-
ari Miss Lilja Guttormsson; fé-
hirðir Archie McNicholl; ráð-
gefandi nefnd: Miss E. L. Gill-
strom og séra E. H. Sigmar.
Fulltrúar útnefndir úr byggðun-
um voru: Miss Lauga Geir,
Garðar, N. D., Mrs. B. A. Bjarna
son, Arborg, Mrs. S. O. Thomp-
son, Riverton, Victor Erickson,
Selkirk, Miss J. Thordarson,
Gimli, Miss Grace Ruppell,
Winnipeg, Mrs. B. Bjarnason,
Langruth, Miss Pauline John-
son, Lundar, Miss Margaret
Lambertson, Glenboro, Mrs.
Borga Magnússon, Baldur, Miss
S. Hallgrímsson, Cypress River.
L. M. G.
Flugvöllur gerður
á Sauðárkróki
Unnið er að flugvallargerð
við Sauðárkrók um þessar
mundir og er búist við, að hægt
verði að lenda þar á flugvélum
um miðjan ágúst. Flugvöllurinn
verður á mölunum fyrir neðan
bæinn og er gerður þannig, að
ýtur jafna mölina, en síðan er
borið ofan í.
Tvær brautir verða á flugvell
inum og er ráðgert að önnur
brautin verði fullgerð í sumar.
en hin brautin verður ekki full-
gerð eins og hún er fyrirhuguð
fyrr en á næsta sumri. Tveggja
hreyfla flugvélar eiga að geta
lent á þessum flugvelli. Verður
það hin mesta samgöngubót fyr
ir Skagfirðinga.
Það er flugráð ríkisins, sem
annast framkvæmdir við flug-
vallargerðina.
Mbl. 3. júlí
Ekkert að óttast
Truman Bandaríkjaforseti
flutti í fyrri viku yfirlit yfir hag
og horfur í Bandaríkjunum, að
hálfnuðu yfirstandandi ári;
kvað hann hag þjóðarinnar yfir
höfuð góðan, og þó að atvinnu-
leysi væri að vísu nokkuð, benti
þó flest til skjótra úrbóta í því
efni; hann skoraði á fésýslu-
menn og iðjuhölda, að beita sér
fyrir aukinni framleiðslu hvar,
sem því yrði viðkomið, vegna
þess að á því hvíldi velmegun
þjóðarinnar í heild.
Ekki lét forseti þess getið, að
skattar yrðu hækkaðir í ár.
Síld fyrirfinst ekki
Að því er Morgunblaðið í
Reykjavík skýrir frá þann 2.
júlí, voru nokkur skip þá komin
á síldarmiðin fyrir Norðurlandi,
en höfðu þá hvergi orðið vör síld
ar; blaðið getur þess ennfremur,
að þá séu þrír erlendir síldar-
leiðangrar komnir á miðin, frá
Þýzkalandi, Finnlandi og Rúss-
landi.