Lögberg - 14.07.1949, Blaðsíða 2
'l
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚLÍ, 1949.
logberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Vtanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and pubiished by The Columbia Press Ltd.
69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
SAMVINNURÁÐ NORÐURÁLFUNNAR
Á hinu fornfræga menningarsetri, Strasbourg, safn
ast saman til skrafs og ráðagerða hið nýstofnaða sam-
vinnuráð Norðurálfunnar í öndverðum næsta mánuði;
frumkvæði að þessari hugmynd áttu þeir Winston Chur-
chill fyrrum forsætisráðherra Breta, Eduard Herriot,
Jafnaðarmanna leiðtoginn franski, Paul von Zeeland
fyrrum utanríkisráðherra Belgíu og Richard Kallergi
greifi, einn hinna áhrifamestu stjórnmálamanna Aust-
urríkis um þessar mundir.
Margir áratugir eru hðnir frá þeim tíma, er hug-
myndin um Bandaríki Norðurálfunnar fyrst leit dags-
Ijósið; meðal þeirra fyrstu manna, er opinberlega rit-
uðu um málið var Sigurd Ibsen, sonur Norðmanna-
skáldjöfursins Henriks Ibsen; vöktu ritgerðir hans, eins
og vænta mátti, víðtæka athygli innan vébanda Norð-
urlandaþjóðanna, auk þess sem þeirra var að nokkru
minnst á Englandi; langtímum saman var hljótj; um
máhð, þó það ávalt öðru hvoru kæmist á dagskrá á ný;
margir skoðuðu þetta sem draum, fagran að vísu, en
engu að síður óvirkan og óframkvæmanlegan draum.
En er ekki hugsjónin móðir hins lífræna og skap-
andi framtaks? Fyrst er vísirinn, svo er berið, segir
hið fornkveðna.
Fundur sá, sem nú er í aðsigi í Strasbourg, á ekkert
skylt við löggjafarþing enn, sem komið er, og þar er
heldur ekki um lögskipað Norðurálfuráðuneyti að ræða,
því til þess að svo mætti verða, er málið of skammt á
veg komið; megin viðfangsefni fundarins verður þess
vegna fólgið í því, að ræða sameiginleg hagsmunamál
og rannsaka skilyrðin fyrir aukinni samvinnu hlutað
eigenda á sem allra flestum sviðum.
Stefnuskrá áminnsts samvinnuráðs var samin í Lon
don og staðfest þar í öllum megin atriðum þann 5.
maí síðasthðinn; að henni stóðu erindrekar tíu Vestur-
Evrópuþjóða, en síðan hafa fimm þjóðir bæzt í hóp-
inn, ítalía, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og írska lýð-
ríkið. Eins og að líkum lætur munu sameiginlegar her-
varnir koma mjög við sögu á þessum fyrirhugaða fundi,
því svo eru þær, eins og nú hagar til, í eðli sínu vanda-
samt og viðkvæmt mál; þá verður og sérstök áherzla
lögð á aukin og frjálsari viðskipti milli þeirra þjóða, er
að bandalaginu standa, en fram að þessu hefir gengist
við, en hin stjórnarfarslega afstaða verður fyrst um
sinn í höndum hlutaðeigandi utanríkisráðherra, en
þeim ber að annast um upplýsingastarfsemi milli banda
lagsþjóða og láta í té sérhverjar þær leiðbeiningar, er
þurfa þykir í þann og þann svipinn.
í grundvaharlögum áminnsts samvinnuráðs, er með
al annars svo komist að orði:
„Sérhver bandalagsaðilji verður að fallast á skil-
yrðislausa viðurkenningu fyrir lögum og rétti sem
menningarlegum hyrningarsteinum hvaða þjóðfélags
sem er, og gæta þess að persónufrelsi einstaklingsins
verði aldrei borið fyrir borð“.
„Tilgangur samvinnuráðs Norðurálfunnar, er fyrst
og fremst sá, að vinna að aukinni fræðslustarfsemi
með það fyrir augum, að varðveita sameiginleg erfða-
verðmæti og stuðla að alhliða, efnahagslegri og félags-
legri þróun viðkomandi aðilja“.
Að baki þessum samstarfstilraunum liggur fögur
hugsjón, sem vonandi leiðir til þess, að áður en langt
um líður komi fram á sjónarsviðið fullskipulögð Banda-
ríki Norðurálfunnar.
MERKILEG HREYFING
Blaðið Free Press flutti merkilega frétt 9. þ. m., sem
hér birtist í íslenzkri þýðingu:
„Washington, 9. júlí (A. P.)
Tíu fuhtrúar (senators) í Öldungaráði Bandarkíj-
anna hófu formlega nýja hreyfingu í gær, þar sem tak-
markið er algerður og varanlegur alþjóðafriður, án
nokkurs neitunarvalds.
í staðinn fyrir her einstakra þjóða, komi alþjóða-
her, sem vinni eins og alþjóðalögregla, sem komi í veg
fyrir alla notkun hinna ægilegu sprengivopna og véla
til stríðs og eyðileggingar.
Allar þjóðir undantekningarlaust, að meðtöldum
Rússum og öllum bandamönnum þeirra er ætlast til að
verði í þessari stofnun, ef þær eru viljugar til þess að
fylgja þeim reglum, sem banna allar árásir.
Reglur þessa nýja félags banna algerlega alla notk-
un allra sprengivéla eða vopna til stríðs.
Til þess að koma í veg fyrir stríð eða ófrið skal það
ákveðið, að þessi nýja stofnun hafi her til umráða, sem
alþjóðalögreglu, er skipuð sé sjálfboðum frá smáríkj-
um, sem engan herbúnað hafa.
Sex •Republicans og fjórir Democrats báru fram
þessa tillögu — það er nálega einn tíundi hluti alls
oldungaráðsins. Þeir komu þessari tillögu að sem breyt
ingu við Atlantshafssamningana, þannig að þeim verði
snúið upp í alvarlega alþjóðabaráttu á móti stríðum“.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
Kirkjuþingið í Argyle
Eftir setningu kirkjuþingsins,
var öllum mannsöfnuðinum boð
ið til kaffidrykkju og góðgjörða
í samkomuhúsinu á Grund og
eftir að gera kaffinu og góðgjörð
unum • góð skil fóru menn að
hipja sig til náttstaða þeirra,
sem þeim höfð uverið valdir.
Ein bifreiði neftir aðra lagði af
stað frá Grund, sumar til Glen-
boro, sumar til heimila út í sveit
inni, er til Baldurs fór, með J. J.
öllum áttum mátti sjá ljósblikin
frá bifreiðunum eins og æðandi
eldhnetti. Ég var í einni bifreið-
inni sem til Baldurs fór, J. J.
Swanson, Sigtryggi S. Bjerring
og tveimur frúm. Frú H. G.
Hendrickson frá Winnipeg og
ekkju frú Walter Frederickson
á Baldur. Það var orðið fram-
orðið. Nóttin var hljóð og hlý, og
bifreiðin skreið mjúkt eftir veg-
inum framhjá og í gegnum lend
ur íslenzku frumbyggjanna, sem
að námu þær fyrir mannsaldri
síðan og breyttu í blómlega
akra, en hvíla nú flestir í helgi-
reitum byggðarinnar, eftir veg-
legt og vel unnið dagsverk, og
inn í Baldur bæ. Það er snotur
en lítill verzlunarbær. Hreinn og
þokkalegur og búa þar allmargir
íslendingar og hafa ávalt búið.
Félögum mínum þeim Jóni og
Sigtryggi var búinn náttstaður
hjá A. Anderson kaupm. í Bald-
ur. Frú Henrickson hjá frú
Frederickson og mér hjá Her-
bert Christopherson kaupmanni.
Það var komið fram að miðnætti
þegar ég kom á heimili Chritop-
hers-hjónanna og bjóst ég við
að ganga strax til hvílu, en þau
og heimafólkið voru ekki aldeil-
is á því. Það sauð á katlinum
á stónni og á borðinu beið alls-
lags góðgæti og ekki um annað
að tala en að drekka kaffið og
borða á ný og eftir það var
spjallað fram til kl. 2 næsta
morgun. Heimilisfólkið á þessu
heimili voru þrjú mannvænleg
börn þeirra Christophershjóna,
systir frú Christophersons,
Clara í heimsókn frá Vancouver
B.C. glæsileg og skemmtileg
stúlka og móðir frú Christop-
hersonar Kristbjörg, ekkja eftir
Björgvin Isberg bónda í Argyle,
kona nokuð við aldur, en skemti
lega berorð og ákveðin.
Á fimmtudaginn 23. júní var
fyrsti starfsfundur kirkjuþings-
ins haldinn í kirkjunni á Brú.
Hann hófst með sálmasöng og
stuttri guðsþjónustu er þing-
presturinn dr. Runólfur Martein
son flutti. Kjörbréfanefnd lagði
fram skýrslu sína og samkvæmt
henni voru til þingsins komnir
48 erindrekar, 10 prestar, auk
séra K. K. Ólafssonar heiðurs-
forseta kirkjufélagsins og frúar
hans, sem komin voru frá Mount
Carrol. 111. Þeim Finni Jónssyni
frá Winnipeg og Ágúst Vopna
frá Swan River Man. var veitt
málfrelsi á þinginu.
Eftir að þingmenn höfðu skrif
að undir þingskuldbindinguna
flutti forsetinn ítarlega skýrslu
og snjalla, um starf félagsins á
árinu, en að henni lokinni var
eftirfarandi starfskrá þingsins
samþykkt:
1. Elliheimilin.
2. Heimatrúboð.
. 3. Kristileg uppfræðsla.
4. Starf æskulýðsins.
5. Útgáfumál.
6 Stewardship.
7. Þátttaka kirkjufélagsins í
starfi United Lutheran.
Church og National Luther
an Council.
a) Fjárframlög.
b) Útbreiðslumál.
c) Líknarstarfsemi.
d) Vakningarstarfsemi
e) önnur mál er snerta sam-
eiginlegt starf lútersku
kirkjunnar.
8. Yfirlýsingar og kveðju-
skeyti.
9. Leikmannastarfsemi.
10. Launakjör presta.
Um þessa dagskrá get ég ekki
farið mörgum orðum rúmsins
vegna og þarf þess ekki heldur
því væntanlega er von á yfirliti
yfir gjörðir þingsins frá stjórn
arnefnd kirkjufélagsins, sem
birt verður í Lögbergi og Parish
Messenger svo að kirkjufólk
vort þurfi ekki að bíða í marga
mánuði eftir þeim fréttum.
Brúarkirkja er veglegt hús.
Frá henni blasa enn við manni
lendur landmannshötfðingjanna
í Argyle og andspænis henni
blasis við reiturinn, þar sem
flestir af landn^msmönnunum
og landnámskonunum 'i þeim
parti byggðarinnar hvíla nú, eft
ir að breyta auðn sem þar var
í blómlega akra og byggja heim
ili, sem frekar líkjast höfðingja
setrum en bóndabæjum.. Skamt
frá kirkjunni er samkomuhús Is
lendinga í þeim parti bygðarinn
ar, þar sem þingmönnum og
þinggestum var véittur beini af
rausn mikilli og skörungsskap.
Ég sagði hér að framan, að ég
ætlaði ekki að skrifa um þing-
málin og afdrif þeirra á þing-
inu, því ég taldi víst að stjórnar
nefnd kirkjufélagsins mundi
gjöra það samkvæmt samþykkt
sem á þinginu var gjörð, en nú
rétt í andránni berst mér bréf
frá ritara félagsins þar sem ég
er beðinn af stjórnarnefndinni
að skrifa þessar þingfréttir.
Þetta er óheppileg ráðstöfun.
Fyrst og fremst sökum þess, að
ég á engan kost á að gjöra því
máli þau skil, sem að þingsam
þykktin krefst, sem sé að gefa
ljóst og ábyggilegt yfirlit yfir
þingstörfin, sem sérprentun
væri tekin af bæði á ensku og
íslenzku og send til embættis-
manna í söfnuðum kirkjufélags-
ins til útbýtingar. Þetta get ég
ekki gjört, vegna þess, að sam-
þykktir og ákvæði þingsins eru
ekki í mínum höndum. En á
nokkur mál get ég minnst og
meðferð þeirra, þó ég verði að
treysta þar á minni eitt.
1. Sæluheimili þeirra aldur-
hnignu, sem við nefnum oftast
elliheimili eru í umsjá sjálf-
stæðra nefnda, sem kirkjufélag
ið hefir lítið með að gjöra nema
að taka á móti skýrslum, sam-
þykkja þær og þakka nefndun-
um fyrir vel unnin verk.
2. Heimatrúboö. I því máli var
samþykkt að fara þess á leit við
söfnuði þá, sem fasta prestsþjón
ustu hafa að þeir gæfu presti
sínum eftir einhvern tíma á ár-
inu til starfs á þeim prestslausu
svæðum þar sem þörfin væri
brýnust.
3. Kristileg uppfræðsla. Bent
var á nauðsyn hennar einkan-
lega á svæðum þeim, sem prests
þjónustulaus væru og fólk hvatt
til þess að notfæra sér kennslu-
starf það er fram fer nú á hverju
sumri í sumarbúðunum (The
Sunrise Camp) við Húsavík
bæði með því að senda æsku-
fólkið þangað óg fá kristilega
þroskað æskufólk þaðan til
kristilegrar fræðslu heima fyrir.
4. Starfsemi æskufólksins. Að
hvetja æskulýðinn til samtaka
með leiðsögn og atbeina þeirra
eldri. Fyrst og fremst til kristi-
legs þroska og svo til félagslegr-
ar einingar og átaka.
5. Útgáfumá.1. Samþykkt að
gefa út Sameininguna og Parish
Messenger á árinu sem í hönd
fer þó að tekjuhalli væri á báð-
um blöðunum frá liðna árinu.
Ákveðin stefnuskrá var sam-
þykkt að því er Sameininguna
snertir og hún er, að fyrsta rit-
gjörð í blaðinu sé kirkjulegs
eða kristilegs efnis og ekki
lengri en tvær síður í blaðinu.
Gagnorð grein um merka al-
heimsviðburði sé í hverju blaði
og minning með mynd af og um
íslenzkan mann eða konu víðs-
vegar að úr byggðum Vestur-
íslendinga, auk byggðar- og safn
aðarfrétta.
6. Stewardship. Það er nýtt
mál og nýtt embætti í kirkjufé-
lagi voru og meinar að safna
fólki safnaða vorra til sam-
vinnu við Guð, eftir því sem er-
indreki United Lutheran
church á þinginu sagði. I þetta
veglega embætti var valinn
hinn glæsilegi ungi prestur Ar-
gylinga séra Eric Sigmar og
gerði fólk safnaða og kirkjufé-
lagsins vel í því, að veita bend-
ingum og boðum séra Erics Sig-
mar í því máli nánar gætur.
.7 Þátttaka kirkjufélagsins í
starfi Lutheran church og Nat-
ional Lutheran Council.
Síðan Lúterska kirkjufélagið
gjörðist deild í hinu víðtæka og
volduga sambandi Lútersku
kirknanna í Ameríku snerta öll
mál þess félags Íslenzka-Lút-
erska félagið líka og er því hér
um að ræða svo víðtæk málefni
að engin tök eru á að gjöra því
nokkur veruleg skil í stuttri
blaðagrein. Athafnasvið United
Lutheran church in America er
geysimikið og þarfir þess mikl-
ar og í því öllu erum við safn-
aðarfólk Islenzka-Lúterska
kirkjufélagsins þátttakendur,
eða eigum að vera það.
Dagskráin ákvað að það mál
væri athugað í fimm liðum.
1. Fjárframlög. 2. Útbreiðslu-
mál. 3. Líknarstarf. 4. Vakning-
arstarf. 5. önnur mál, er snerta
sameiginlegt starf Lútersku
kirkjunnar.
Þingnefndin í málinu skoraði
á söfnuði kirkjufélagsins Lút-
erska að auka tillög sín til Uni-
ted Lutheran church in Ame-
rica eftir beztu getu, því þörfin
sé brýn og enn sé ekki náð því
gjald takmarki, sem U. L. C. A.
óskaði eftir að fá frá kirkjufé-
laginu. Fé það sem hinir ýmsu
söfnuðir kirkjufélagsins greiddu
til allra starfsþarfa U. L. C. A.
nam $3528,48 og er það $2190,52
minna en áætlaðar þarfir U.L.C.
A. þyrftu að njóta frá kirkjufé-
laginu til þess að mæta áætluð-
um útgj aldaþörfum sínum.
Annar liður í þingnefndar-
álitinu fer fram á að Steward-
ship Secretary sé beðinn að
gefa fólki safnaðanna sem
gleggsta fræðslu um starf og
fjárhagslegar þarfir heildar fé-
lagsins U.L.C.A.
Þriðji liður þess fer fram á,
að offur sé tekið í söfnuðunum
til styrktar Lutheran World
Action í Evropu, því þörf á hjálp
þar sé brýn.
Fjórði liður. Kirkjuþingið
bendir á, að í sumar og á kom-
andi hausti, muni U. L. C. A.
senda út tilkynningu um trúar-
vakningahreyfingar, Parish
Evangelism, sem verið sé að
vekja af hálfu National Luther
an Council í Lúterskum söfnuð-
um í Bandaríkjunum og Can-
ada, og biður fólk að gefa þeirri
hreyfingu gaum.
Fimmti liðurinn í þessu nefnd
arfrumvarpi hljóðar þannig:
„Kirkjuþingið minnir söfnuð-
ina á. að innan United Luheran
shurch in America sé hreyfing
að komast á til að safna fé til að
byggja háskóla og prestaskóla
innan þess félags og væri vel
fyrir íslenzkt kirkjufólk að veita
því máli athygli og stuðning.
Það á það skilið“. Frumvarp
þetta var samþykkt.
(Frh. á bls. 3)
Nýtt glæsilegt skip Eimskipafélags Íslands
Lagarfoss hinn nýi kom í gær
LAGARFOSS, hið þriðja af hinum glæsilegu nýju skipum
Eimskipafélags Islands, kom hingað á ytri höfnina á tólfta tím-
anum í gær. Skip þetta er byggt eins og Goðafoss og Dettifoss,
með sömu þægindum fyrir farþega og farþegaflutning.
Gestir skoða skipið.
Áður en skipið lagðist upp að
hafnargarði í Reykjavík, var
nokkrum gestum, þar á meðal
blaðamönnum, boðið að skoða
skipið. Forstjóri Eimskipafé-
lags Islands, Guðmundur Vil-
hjálmsson, bauð gesti velkomna
og skipið í höfn. Sigurður Gísla-
son, skipstjóri á Lagarfossi,
þakkaði móttökurnar og sagðist
vona, að skip og skipshöfn upp-
fylltu hinar góðu óskir um fram
tíð skips og skipshafnar.
)
Fádæma góð aðbúð.
Pétur Guðmundsson, forstjóri,
þakkaði fyrir hönd farþega fyrir
einstaklega góðan aðbúnað á
leiðinni heim. Pétur gat þess, að
raddir hefðu heyrst um, að of
mikið væri lagt til þarfa far-
þega, en hann sagði: „Um borð
í Eimskipafélagsskipunum nýju,
er farþegum séð fyrir þeim
beztu þægindum, sem fáanleg
Minnist
EETCL
f erfðaskrám y8ar
eru á sjó, og fyrir það erum vér
farþegar í þessari ferð þakklát-
ir.“ Eggert Claessen, formaður
stjórnar Eimskipafélags íslands,
þakkaði viðurkenningarorð Pét-
urs Guðmundssonar og sagði, að
stefna Eimskipafélags Islands
væri að þóknast farþegum félags
ins í öllum atriðum svo frekast
sem unnt væri. Þorvarður
Björnsson, yfirhafnsögumaður,
mælti nokkur orð og minnti á að
E. I. hefði nú eignast þrjú glæsi-
leg skip, sem þjóðin gæti verið
stolt af. Það væri menningar-
atriði fyrir íslenzku þjóðina, að
eiga slík skip og þess vegna fögn
uðu allir Islendingar komu
Lagarfoss í dag. Nokkrir fleiri
tóku til máls.
Líkur hinum skipunum.
Lagarfoss er líkur hinum
tveim fyrri skipum Eimskips,
Goðafossi og Dettifoss. Hann
tekur 12 farþega í þægilegum
klefum. Ganghraði hans er á-
líka og hinna, rúmlega 15 mfl-
ur á klst.
Skipstjóri og skipshöfn voru
mjög ánægð með ferðina heim
og farþegar létu sömu skoðun
í ljós.
Meðal skipshafnar á Lagar-
fossi voru nokkrir, sem sigtt
höfðu með gamla Lagarfossi tfl
útlanda, en fannst nú mikið til
um að koma heim með hinum
nýja Lagarfossi.
(Mbl. 14. maí 1949)
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
I
GeriC svo vel að senda mér sem fyrst greiOslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blaO.
Dragiö ekki aö greiöa blöOin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt aö gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beönir
aö snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
MávahlíS 37, Reykjavík.