Lögberg - 14.07.1949, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚLÍ, 1949.
Or borg og bygð
Pétur Fjeldsted málarameist-
ari frá Los Angeles, lézt á ís
landi um miðja fyrri viku; hann
var ættaður úr Reykjavík. Pét-
ur heitinn var á þriggja mánaða
ferðalagi um Island og Dan-
mörku í heimsókn til ættmenna
og vina; lík hans verður sent
vestur flugleiðis og jarðsett í
Glendale grafreit í Los Angeles,
þar sem kona hans Eugenía ber
beinin. Minningargrein um Pét-
ur eftir tengdasystur hans frú
The Swan Manufacturing Co.
Oor. ALEXANDER and ELLEN
Phone 22 641
Halldör M. Swan eigandi
Heimili: 912 Jessie Ave — 46 95S
Steinunni Sommerville, birtist í
Lögbergi á næstunni.
♦
Látin eru fyrir nokkru í borg-
inni Victoria í British Columbía
fylkinu háöldruð íslenzk hjón,
Thorsteinn K. Anderson og kona
hans Ragnhildur Anderson.
Thorsteinn var 85 ára en kona
hans 82ja ára að aldri.
♦
Hr. Jakob J. Normann skáld
frá Wynyard, Sask., var staddur
í borginni nokkra daga í vikunni
sem leið.
-f
Hr. Gunnar Sæmundsson frá
Arborg var staddur í borginni í
fyrri viku.
-f
Hr. Magnús Andrésson heild-
sölukaupmaður frá New York,
kom til borgarinnar flugleiðis í
fyrri viku; hann hefir dvalið ár-
langt í New York, en kom úr
stuttri heimsókn til Islands þann
5. júní síðastliðinn; dvaldi hann
hér í gistivináttu þeirra Mr. og
Mrs. G. F. Jonasson og fór með
þeim norður til Gimli.
Magnús kaupmaður er bróður
sonur séra Magnúsar heitins
Andréssonar, er lengi var al-
þingismaður og prestur á Gils-
bakka.
-f
Hr. Kári Frederickson frá Tor
onto, um langt skeið háttsettur
embættismaður Bank of Can-
ada, kom til borgarinnar síðast-
liðinn sunnudag ásamt frú sinni,
tveimur börnum þeirra og
tengdadóttur; ferðafólk þetta er
á leið vestur á Kyrrahafsströnd,
en brá sér fyrst vestur til Ar-
gyie.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h. — Sunnu-
dagaskóli kl. 12:15 e. h. — Allir
æfinlega velkomnir.
★
Arborg-Riverton prestakall
17. júlí — Víðir, ferming og
altarisganga kl. 2 e. h.
24. júlí — Geysir, messa kl. 2
e. h. Riverton, íslenzk messa kl.
8 e. h. B. A. Bjarnason
★
Argyle prestakall
Sunnudaginn 17. júlí verður
ekki messað. Sunnudaginn 24.
júlí Brú kl. 11 f. h. ensk messa.
Glenboro kl. 7 e. h. ensk messa.
Allir velkomnir.
Séra Eric H. Sigmar
★
Vatnabyggða prestakall (Sask.)
Sunnudaginn 17. júlí. Séra
Harald Sigmar messar:
Joan Lake kl. 11 f. h. ensk
messa.
Elfros kl. 2 e. h. ensk messa.
Leslie kl. 4 e. h. íslenzk messa.
Séra Eric Sigmar messar:
Mozart kl. 11 f. h. ensk messa.
Kandahar kl. 2. e. h. ensk
messa.
Bæði séra Harald og Eric Sig
mar messa:
Wynyard kl. 7:30 e. h.
Allir boðnir velkomnir.
Magrir menn, konur
Þyngjast 5, 10, 15 pd.
Nýr þróttur, nýtt fjör, þrek
Hvílfk unun, limir styrkir, öjöfnur
sléttast, hálsin verður liðugur; líkam-
inn ekki framar veiklulegur; þúsundir
manna og kvenna hafa komist í göð
hold; þetta fölk þakkar Ostrex töflum
heilsubót sína; vegna hins mikla nær-
ingarkrafts, er þær hafa. Engin hætta &
offitu, magurt fólki þyngist frá 5, 10,
og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn-
ingalyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, sem
styrkja likamann. í öllum lyfjabúðum.
Vegna ábyggileiks
og verðmæta
er það staðreynd — að
bezt sé að kaupa vörur
MEÐ EATON’S
MERKI.
„Ánægð með vörur eða
peningum skilað“.
ST. EATON C?.^,o
WINNIPEO CANADA
EATON'S
Látið ættingja yðar komatil Canada
BY BOAC SPEEDBIRD
lOOO Routei
around
the World
B0AC
Þér getið hlutast til um að
vinir yðar og ættingjar í Ev-
rópu heimsæki Canada gegn
fyrirfram greiddu B. O. A. C.-
fari. — Losið þá við áhyggjur
og umsvif. British European
Loftleiðir tengja allar helztu
borgir í Evrópu við London.
Upplýsingar og farbréíakaup hjá
ferðaumboðsmanni yðar eða hjá
BOAC. Ticket Office, Laurentien
Hotel, Montreal, Tel. LA. 4212; eða
11 King St., Toronto, Tel. AD. 4323.
... over the Átlantic;:. anð across the World
SPEEDBIRD SERVICE
BRITISH OVERSEAS AIRWAYS CORPORATION
NATIONAL BARLEY
CONTEST
Secure a book of rules and regulations from your
*Agriculíural Representalive or Elevator Operator.
Complete the Entry Form altached in centre of
booklet and mail, before July 15lh. to:
Extension Service.
Dept. of Agricullure,
WINNIPEG, Maniloba.
This space contributed. by
Shea's Winnipeg Brewery Limited
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business TrainingImmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AVE„ WINNIPEG
FORRÉTTINDI
EJtir GILBERT PARKER
J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin í þessari sögu erv
þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannexsynl.
„Ég er þyrstur núna“, og þessi snert
ing varanna var lækninum opinberun.
Hálfum klukkutíma síðar var lækn-
irinn á heimleið með bróður sínum. Jó
fór með þeim áleiðis. Þegar vegurinn
breikkaði, sem hann gerði, þegar þeir
komu niður í miðfjöllin mælti prestur-
inn til bróður síns, sem liann hafði ekki
tekið augun af:
„Um hvað ertu að hugsa, Marcel?“
Læknirinn snéri sér að bróður sín-
um og brosti:
„Hann er ánægður eins og hann
er. Man ekki neitt, finnur hvergi til, ber
á engu ábyrgð, hefir engar áhyggjur,
hið liðna og hið ókomna er þurrkað út.
Væri það nokkur velgjörningur að vekja
hann af þeim svefni?“
Presturinn hafði hugsað um málið
grandgæfilega, og hann hafði breytt
algjörlega um skoðun, síðan hann átti
fyrst tal um þetta við bróður sinn.
„Til að bjarga skynjanirini, Marcel!“
sagði hann.
„Svo að bjarga sálinni“, bætti lækn-
irinn við. „Mundi hann verða mér þakk
látur fyrir það?“
Líkamanum, skynjuninni og sálinni
er ekki svo? „Og ef að ég lít eftir líkam-
anum og skynjuninni?"
„Sál hans er í höndum Guðs,
Marcel“.
„En mundi hann þakka mér fyrir
það?“ Hvernig getur þú vitað hvaða
sorgir og erfiðleikar hafa mætt honum?
Hvaða freistingum og syndum hann
hefir orðið að mæta? Hann hefir við
ekkert af þessu að stríða nú, ekki hinn
minsta vott, hvorki líkamlega né sið-
ferðilega.
„Það er að vera dauður, Marcel".
„Ég verð að segja, að þú ert orðinn
breyttur. í morgun var það ég, sem
vildi áfram, en þú varst hikandi“.
„Ég lít á þetta öðruvísi nú, Marcel“.
Læknirinn lagði hendina á öxlina á
bróður sínum og sagði: „Hélstu kæri
„prosper“, að ég mundi hika? Eir ég
sentamentalisti? En hvað skyldi hann
segja?“
„Við þurfum ekki að hugsa um
það, Marcel“.
„ En samt, ef með minninu, koma
aftur syndir, niðurlæging — jafnvel
glæpir?"
„Við skulum biðja fyrir honum“.
„En, ef hann er ekki kaþólskur?"
„Við verðum að biðja fyrir öllum
syndurum“, sagði prestur eftir dálitla
þögn.
Læknirinn lagði hendina mjúklega
á öxl bróður síns. „Það veit sála mín
„prosper“, þú kemur mér nærri því til
þess að verða miðalda afturhaldsmað-
ur!“
Presturinn snéri sér hálfórólega að
Jó, sem var rétt á eftir bræðrunum.
Þetta samtal var naumast boðlegt fyrir
eyru hans.
„Það er bezt fyrir þig að snúa nú
heim. Jó“, sagði hann.
„Eins og þér sýnist, monsíer”, svar
aði Jó og leit spyrjandi augum á lækn-
irinn.
Eftir svo sem fimm daga, Portugais.
„Eru handtök þín stöðug og augu þín
skörp?“
NJó rétti út hendurnar til merkis um
að hann hefði ekki af miklu að státa
og snéri sér að prestinum eins og hann
ætlaðist til þess að hann svaraði.
Jó er læginn læknir sjálfur, Marcel.
Hann hefir það í sér. Hann hefir lækn-
að marga í sókninni, með grösum og
seyði, og hann hefir sett saman brotn-
ar fætur manna og armleggi, og hefir
heppnast það.
Læknirinn leit vingjarnlega á Jó, en
þó nokkuð kímnislega. Hann er máske
eins góður læknir og sumir okkar. Með-
alalækningar eru mönnum með fæddar,
skurðlækningar eru það líka ásamt
æfingu. Ég skal gera þér aðvart, Portu-
gais. Og hann leit aftur vingjarnlega til
Jó. „Þú hefir ekki gefið honum grasa-
seyði eða önnur meðul?“
„Ég hefi ekki gefið honum nein með
ul, monsiur".
Það var skynsamlegt, mjög. Vertu
sæll, Portugais.
„Vertu sæll, sonur“, sagði prestur-
inn og rétti upp hendina til að blessa
hann, en Jó snéri við og fór heimleiðis.
„Hvers vegna spurðirðu hann að,
hvort hann hefði gefið vesalings mann-
inum jurtaseyði eða meðul, Marcel?“
spurði presturinn.
Vegna þess, að það er vín í meðul-
unum, sem þessir skottulæknar gefa.
„Hvað meinarðu?“
„Vín af hvaða tegund sem er, væri
þessum manni óholt“, svaraði læknir-
inn, án frekari skýringar. En við sjálf-
an sig sagði hann: „Maðurinn hefir ver-
ið drykkjumaður — hann hefir áreið-
anlega verið drykkjumaður“.
XI. KAPÍTULI.
M. Marcel Loisel framkvæmdi verk
sitt með meistaralegri nákvæmni, með
aðstoð bráður síns og Portugais. Mað-
urinn á skurðarborðinu, sem var ekki
með öllu meðvitundarlaus stundi einu
sinni eða tvisvar. Hann opnaði líka
augun einu sinni eða tvisvar og í þeim
mátti sjá óróa og óttablik, svo lét hann
þau aftur með ómótstæðilegum þreytu
þunga. Þegar verkinu var lokið og öll
merki uppskurðarins burtu skafin, sofn
aði sjúklingurinn vært og rólega. Lækn
irinn sat þegjandi í margar klukku-
stundir við rúmið, og þreifaði á slag-
æð sjúklingsins við og við og dreypti
vatni á varir honum og strauk með
hendinni um ennið á honum. Að síðustu
reis hann á fætur með ánægjusvip á
andlitinu, og gekk til Jó og bróðir síns,
þar sem þeir sátu við eldinn. „Honum
líður ágætlega“, sagði læknirinn. „Það
er bezt að láta hann sofa eins lengi og
hann vill“. Hann snéri sér aftur að sjúkl
ingnum og sagði: „Ég vildi að ég gæti
verið hér og séð fyrir endann á þessu.
Er það óhugsandi, prosper?”
„Ómögulegt, Marcel. Þú verður að
sofa. Þú þarft að fara sjötíu mílur á
morgun, og sextíu daginn eftir. Þú get-
ur aðeins náð í tíma til hafnarinnar,
með því að fara á stað í dögun í fyrra-
málið“.
Þannig stóð á því, að læknirinn nafn
frægi, Marcel Loisel varð að fara frá
Chaudiere, áður en hann vissi, hvort
maðurinn sem hann skar upp, var bú-
inn að fá minni sitt. Hann var reyndar
sannfærður um það með sjálfum sér,
að hann myndi gjöra það. Svefninn var
það þýðingarmesta fyrir hann, því hann
undirbjó hann undir hin snöggu um-
skipti, sem hlutu að verða þegar hann
vaknaði — ef um endurheimtingu minn
isins var að ræða hjá honum.
Áður en læknirinn fór beygði hann
sig ofan að Charley og sagði hugsandi:
„Ég er að hugsa um til hvers þú munir
vakna, vinur?“ svo þreifaði hann á sár-
inu á höfðinu á honum. Það er allt í lagi
sagði hann lágt.
Páum mínútum síðar var hann að
flýta sér ofan hæðina, sem litla húsið
stóð á, ofan á aðal veginn, þar sem
litli opni vagninn beið hans og bróðir
hans.
Charley svaf í hálfan annan dag,
og Jó vakti yfir honum, eins og móðir
yfir barni sínu. E3inu sinni eða tvisvar
þegar Charley dró andann þungt og
svefninn virtist órjúfanlegur, þá hafði
Jó þrengt ofur litlu af súpu ofan í hann.
Rétt fyrir dögun annars dagsins
eftir uppskurðinn var Jó orðinn svo úr-
vinda af svefnleysi, að hann gat ekki
setið upi lengur, en lagði sig niður við
eldstæðið og steinsofnaði.
Um tíma var þögn í kofa þeirra, sem
ekkert rauf, nema andardráttur Jós.
Charley heyrðist ekki draga andann.
Hann lá á bakinu eins og hann væri
steindauður. Allt í einu kom hvellur
brestur. Tré fyrir utan gluggann hafði
sprungið í frostinu.
Charley vaknaði, það er að segja,
andinn vaknaði, þó að líkaminn hreyfð-
ist ekki, en augun opnuðust og störðu
beint áfram fyrst, svo upp í rjáfrið á
kofanum, á sótuga bitana, þar sem þau
sáu raðað byssum, veiðarfærum, öxum
og dýrabogum. Sjónin var skýr, skörp
og eðlileg eins og sjón æskumannsins
óþreytt og yndisleg, og að eigandi
þeirra hefði vaknað af eðlilegum nætur
svefni. En líkaminn hreyfðist ekki fyrst
í stað. Það var aðeins andinn, sem virt-
ist hafa vaknað, — sálin sem leitaði út
úr svefnviðjunum og út í dagsbirtuna.
En bráðlega, kom samt undrunarótti og
óróaglampi í augun, þar sem þau störðu
upp í raftana á kofanum, á byssurnar
og veiðarfærin, sem þar voru. Allt í einu
fann líkaminn til máttar, og Charley
snéri sér að eldinum, skuggamyndun-
um sem stigu upp frá honum og sá þaer
og fyrirkomulag allt þar inni í kofanum.