Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 8
32 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLI, 1949 Frá Vancouver, B.C. Framháld af bls. 31 ættina. Mrs. McNeal er Kristín dóttir Bernharðs Thorsteinsson- ar áður byggingameistara hér í borginni um langt skeið. Tvær systur á Mrs. McNeal hér í borg inni, hina alkunnu íslenzku söng konu Mrs. Thoru Thorsteinson Smtih og Miss Lilju Thorstein- son, sem hefir verið skólakenn- ari í Vancouver í 30 ár. Mr. Mc Neal hefir staðið sig svo vel á öllum námsferli sínum, að það má búast við að hann eigi glæsi- lega framtíð fyrir höndum. í fréttum frá Stewart B. C. er skýrt frá því, að í Atlin-kjör- dæminu, sem er eitt af norðlæg ustu kjördæmunum í British Columbía hafi Indiáninn Frank Calder verið kjörisn fylkisþing- maður í því kjördæmi undir merkjum C. C. F. Mr. Calder er 33ja ára gamall og tilheyrir „The Nass River ættbálknum“. Hann er menntaður maður og sagður vera vel skýr maður, hann stundaði um eitt skeið guð íræðisnám við British Columbía háskólann, en tók aldrei prests- vígslu eins og til var ætlast af ensku kirkjunni, sem kostaði hann á háskólanum. Hann kaus heldur að sinna ýmsum félags- málum Indíánanna. Nú þegar þeir hafa loksins fengið atkvæð- isrétt, og hann kosinn á þing, þá sér hann, meiri en áður, til þess að þeir geti náð rétti sín- um, sem þeim hefir verið neitað um, allt til þessa tíma. Mr. Jóhann Polson sonur Mr. og Mrs. Snæbjörn Polson er kom inn til Des Moines Iowa og hefir íengið þar stöðu sem Kraftsman hjá öflugu félagi og býst við að dvelja þar fyrst um sinn. Mrs. Inga Egilson og Margrét dóttir hennar lögðu af stað í skemmtiferð til íslands um síð- ustu helgi. Fóru þær með járn- braut til New York, en þaðan fara þær flugleiðis til Reykja- víkur. Þær gátu ekki fengið neitt far með skipum til íslands, þar var allt farrúm uppselt langt fram á haust. Þær ætla að dvelja um þriggja mánaða tíma á Is- landi. Þær munu hafa í mörg horn að líta á meðan þær dvelja þar. Mr. og Mrs. Albert Árnason og Mrs. E. Gunnarsson frá Camp- bell River B. C. voru stödd hér í borginni nokkra daga í heim- sókn til venzlafólks síns og kunn ingja. Líka komu þeir bræður Carl og Þórarinn Eiríkssynir frá Campbell River. Voru þeir á leið til Pebble Beach og fleiri staða í Manitoba, þar sem þeir eiga margt skyldfólk og kunningja. Þeir áttu þar heima í nokkur ár, áður en þeir fluttu til Van- couver eyjarinnar. Mr. og Mrs. S. Sigurdson verzlunarstjóri frá Calgary, AI- berta voru stödd hér nokkra daga. Voru þau á heimleið eftir að hafa ferðast til ýmsra staða fyrir sunnan landamærin og Victoria B. C. Mr. Sigurdson heimsótti gamla fólkið á „Höfn“ og gaf um leið $100.00 í Elliheim ilissjóðinn. Allt heimilisfólkið er honum þakklátt fyrir þetta veglyndi hans. Mrs. Paul Einarsson frá Oak Point Manitoba var á ferð hér í Vancouver og nágrenni. Hún er farin heimleiðis, flugleiðis. Maður hennar Paul Einarsson, er verzlunarmaður á Oak Point. Mrs. Einarsson er dóttir séra Guðmundar heitins Árnasonar. Mr. John Erlendson er nýkom inn til baka úr ferðalagi til Saskatoon og víðar í Sask. Hann var að heimsækja gifta dóttur, sem hann á þar og marga kunn- ingja. Ekki leist honum neitt vel á uppskeruhorfur þar sem hann fór yfir. Mrs. Emily Pálsson ekkja Jón- asar heitins Pálssonar, sem hefir dvalið um sex mánaða skeið hjá dóttur sinni í Los Angeles í California er nú kominn heim til sín. Hún býr að 3347 E. 29th. Ave. hér í borginni. Mr. A. C. Orr byggingameist- ari hér í borginni er nýfarinn til Crandbrook B. C., þar sem hann hefir um 50 íbúðarhús í smíðum. Síðastliðið ár annaðist Mr. Orr smíðar á hundrað hús- um ásamt félaga sínum Mr. Wallach, á hinum svonefndu Renfrew-hæðum hér í borginni. Mrs. Oscar Eyjólfson frá Lundar, Man. var hér í skemmti ferð, ásamt Shirley dóttur sinni. Á heimleiðinni koma þær við í Watrous Sask. til að heimsækja Dr. og Mrs. P. B. Guttormsson. Mrs. Eyjólfson er systir Dr. Gutt ormsonar. Mr. Magnús Thordarson frá Blaíne Wash. kom snögga ferð til Vancouver, til að vera við jarðarför Jóns heitins Thorstein sonar. Séra G. P. Johnson frá Beíling ham Wash. messaði á gamal- mennaheimilinu „Höfn“ sunnu- daginn 17. júlí. Voru þar nokkrir til staðar, sem sóttu messuna auk heimilisfólksins. Þann 3. júlí hélt kvenfélagið „Sólskin“ sitt árlega „Picnic“ í Belcarra Park. Veðrið var hið yndælasta þann dag. Það var klukkutíma sjóleið þangað, sem öllum þótti skemmtileg. Þetta virðist vera mjög hentugur stað- ur til að hafa sumarsamkomur. Það er út úr og ekki eins mikill fólksf jöldí, sem sækir þangað eins og stærri listigarðana í borg inni. Mr. og Mrs. Valdi Grímsson buðu öllu fólkinu á „Höfn“ til sín 25. júní í Strawberry Festi- val. Var þetta mjög skemmti- legt fyrir þá, sem gátu sætt því. Mr. Grímsson keyrði fólkið fram og til baka. Heimboð líkt þessu gerðu þau hjón heimilisfólkinu á Höfn s.l. sumar um líkt leyti. Mr. Helgi Hallson er í skemmtiferð til Los Angeles í California, að heimsækja skyld fólk sem hann á þar. Hann bjóst við að sjá sig um á fleiri stöðum þar syðra, áður en hann kemur til baka. Það var hér talsvert regn dag ana 18. og 19. júlí, svo að nú er ekki lengur nein hætta frá skóg areldum í bráðina, og öll vinna á þeim sviðum og umferðin haf in eins og vanalega. íslenzku blöðin geta um það. að þjóðveldisdagur íslands hafi verið haldinn að Mountain í North Dakota hátíðlegur 17. júní og að það hafi gengið ágætlega vel. Hér fyrir norðan hefir það verið talið ómögulegt að halda þá hátíð upp á réttan dag 17. júní, heldur hefir það mátt til að vera einum eða tveimur dög- um á undan eða eftir 17. júní. MR. PETER JOHNSON Representing J.J. H.Mtleani (o. LTD. PORTAGE AT HARGRAV* Phone 924 231 "The West's Oldest Muslc House” Exclusive Representatives for HEINTZMAN & CO. NORDHEIMER SHERLOCK MANNINO NEW SCALE WILLIAMS PIANOS Nú hafa Mountainbúar sýnt það að það getur ekki lengur talist kraftaverk, að halda þessa há- tíð upp á réttan dag. Nú ættu þessir þjóðræknisfrömuðir, sem standa fyrir þessum hátíðahöld- um árlega hér í Canada að kynna sér hvernig Mountain- búar fóru að því, að halda þessa þjóðhátíð á réttum degi. Þetta ferðafólk hef ég orðið var við auk þeirra, sem áður hefir verið getið: Mr. og Mrs. K. B. Dalmann, Dr. J. P. Pálson frá Victoria B. C. Rannveig N. Bardal, Mr. og Mrs. I. Benson, Winnipeg, Mr. og Mrs. M. Bjarnason, Churchbridge, Sask. Rétt þegar ég var að slá botn- inn í þetta bréf, þá kom einn kunningi minn og fékk mér vísu sem hann sagði að ég mætti brúka eins og mér sýndist, svo að ég ætla að lofa henni' að fljóta hér með: „Laurent sigur jrœgan fann, Fólkið hann örmum vafði. Drew með allan ofstopan ekkert bolmagn hafði.“ S. Guðmundsson VERUM SAMTAKA Beztu óskir til íslendinga á sextugustu þjóðminningarhátíð þeirra á Cimli 1. ágúst 1949. ★ Jack St. John DRUGGIST Sargení Ave. and Lipton St. Winnipeg. Man. Phone 33 110 BUY THE BEST FURNASMAN DOMESTIC STOKERS OUTSELL ALL OTHERS IN WESTERN CANADA — MORE THAN 5.000 IN WINNIPEG ALONE. FURNASMAN OIL BURNERS and AIR CONDITIONING ARE AVAILABLE FOR IMMEDIATE DELIVERY Phone 42 805 For Literature or Free Survey „ Evenings Call R. R. KINREAD 31 315 or J. W. THOMPSON 62 230 The FURNASMAN MANUFACTURING C0„ LTD. leilhuga árnaðar óskir til Islendinga á íxtugasta afmæli þjóðminningardags sirra Gimli I. ágúst 1 949 frá F. E. SMDAL Kaupmanni verzlar með frosinn fisk og alla bænda vöru. STEEP ROCK MANITOBA C vaa tatíilatuyrii To the I celandic People on their Sixtieth Anniversary of the lcelandic Nation Day Celebration at Gim August 1st, 1949. I—lalldor S igurdsson 1156 Dorchester Ave. Winnipeg, Man. PHONE 404 945 Heillaóskir til íslendinga á sextugasta þjóðminningardegi þeirra á Gimli I. ágúst 1949. frá J. J. 5WAN50N & CO. LTD FASTEIGNA SALAR Leigja og annast íbúðar og verslunar hús Vátryggja húsmuni og bifreiðar. Lána peninga gegn iágum vöxtum. TEL VIÐTALS OG RÁÐA J. J. SWANSON & CO., LIMITED Sími 97 538 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.