Lögberg - 04.08.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.08.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. ÁGÚST, 1949 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildjell Þýddi. — LjóOin i þessari sögu cru þýdd af Dr. 8ig. Júl. Jóhannessyni. „Monsieur“, sagði hann við Charley. „Það er kominn böggull með póst- ábyrgð til þín. Dóttir póstmeistarans kom með hann. Hún vill ekki afhenda neinum hann, nema þér“. Charley fölnaði í framan, og prest- urinn líka. Charley datt í hug, að ein- hver hefði komist að hvar hann var nið- ur kominn. Var þá engin undankomu von fyrir hann. Hver skyldi vera að senda honum böggul með pósti? Presturinn var órólegur. Átti hann þá að fá að vita hver þessi maður væri. Hvað hann héti og allt um hann? Var ævisaga þessa manns að verða lýðum Ijós? Charley rauf þögnina og sagði: „Segðu stúlkunni að koma inn“. Dóttir póstmeistarans kom undir eins inn. Út- lit hennar hafði svo mikil áhrif á þá, að þeir nærri gleymdu bögglinum. And- litsfall hennar var fínlegt, lifandi og roði æskunnar og frostsins, sem úti var breiddi yndisþokkablæ yfir það. Augun dökk mættu augnaráði Charley, þegar hann gekk á móti henni og rétti henni hendina. „Þetta bréf, eins og þið getið séð, er til mannsins veika, sem heima á í húsi Jó Portugais á Vadrome fjöllunum. ert þú sá maður monseur?“ spurði hún. Þegar hún rétti Charley böggulinn tók hann nákvæmlega eftir útliti henn- ar. Hvernig stóð á, að þessi algenga stúlka talaði svona fagurt franskt mál og var svona siðprúð? Hann kannaðist ekki við rithöndina á bögglinum, hann opnaði hann undir eins. Innan í honum voru nokkur dúzín af litlum samanbrotn um bréfbögglum og samanbrotið papp- írsblað. Hann opnaði blaðið og á því stóð: „Monsieur. Ég er ekki viss um hvort að þú hefir fengið minni þitt aftur, og heilsu, og ég er heldur ekk'i viss um, ef þú hefir gjört það, hvort þú ert mér þakklátur fyrir það, sem ég gjörði. Ef þér finnst, að ég hafi gjört þér rangt til, þá bið ég velvirðingar á því, sem ég hefi gjört. Monsieur, þú hefir verið drykkjumaður. E]f þú vilt nú breyta um í því efni, þá legg ég hér innan í nokkra skamta, sem geta hjálp að þér ef reglulega eru teknir. Monsieur, ég óska þér allra heilla og vona að þú látir mig hispurslaust vita aðstöðu þína til þessa viðkvæma máls. Ég legg hér með heimilisfang mitt í París, og mér er virðing að monsieur, mað aðdáun, að rita, þinn einlægur Marsel Loisel“. Þeir, sem inni í litla f jallahúsinu voru horfðu á Charley með mismunandi til- finningar í huga og hjarta. Hugarfari prestsins hefir þegar verið lýst. Jó Porto gais var að hugsa um, hvort að hann, sem svo einkennilega hafði komið inn í líf hans yrði nú aftur að hverfa burtu úr því, og stúlkan var að hugsa um, hver þessi leyndardómsfulli maður mundi vera, sem var ekki líkur neinum öðrum manni, sem hún hafði séð. Charley rétti prestinum bréfið undir eins og hann hafði lesið það, sem tók við því undrandi og las með athygli, og fékk Charley það svo aftur kafrjóður í framan. Charley snéri sér að stúlkunni og sagði: „Þakka þér fyrir, það var fallega gjört af þér að færa mér böggulinn, alla þessa leið. Má ég spyrja “ „Hún er yngismær Rosalie Evantur el“, sagði presturinn og brosti. „Ég heiti Charley Mallard“, sagði Charley seinlega. „Þakka þér fyrir. Ég ætla nú að fara mosieur Mallard“, sagði stúlkan og leit framan í hann. Charley hneygði sig og augu þeirra mættust um leið og hún snéri til dyranna og hún roðnaði í fram an. „Bíddu í augnablik, ungfrú. Ég skal fara með þér til baka“, sagði prestur- inn góðlátlega. Hann snéri sér að Char- ley rétti honum hendina og sagði: „Guð veri með þér, monsieur Charley“. Ég vona að þú heimsækir mig bráðlega. Hann minntist þess, að bróðir hans hafði sagt, að Charley væri drykkju- maður og í svip hans var vorkunsemi og meðaumkun. En það var leyndarmál þeirra beggja. En það gat verið vegur- inn að hjarta rnannsins, og hann hugs- aði sér að hagnýta sér hann. Þegar presturinn og Rosalie gengu út úr dyrunum, leit hún til baka og sá að Charley var að brenna bréfið frá lækninum og sá hana ekki, en þó roðn- aði hún í framan aftur. XIII. KAPÍTULI Hvernig Charley fór á hnotskóg, og hvað hann fann. Það leið vika. Verkahringur Char- ley var lítill, en hugsun hans tók geysi- legum breytingum. Atburðir síðustu daganna höfðu rist djúpt. Allar hans fyrirætlanir voru komnar á ringulreið. Venjur hans komnar í mát, og andleg afstaða hans á flótta. Hann varð að byrja nýtt líf, en það líf gat ekki verið byggt á neinum þeim grundvelli, sem hann hafði áður vanist. Mismunurinn var ákveðinn og mikill og eina samband ið, sem hann gat haft við hið fyrra líf sitt, voru hinar þrálátu og óhollu sið- venjur hans, sem þráfaldlega ráku upp höfuðin í huga hans til þess að ögra honum, eins og hann þá sjálfur ögraði lífinu — ögra honum ag freista hans. Á þessum sjö mánuðum, sem hann lík- amlega var að hressast og á meðan vilji hans og hugsun svaf, hafði hann þó hresst furðu vel. En með endurheimt- ingu vilja og afls, fóru hinar fyrri hneygðir hans að gjöra vart við sig. Það var eitthvað ægilegt í áleitni þeirra, sem krafðist athyglis hans og úrlausn- ar, með reglubundnum millibilum. Hann setti tunguna út á milli varanna til að væta þær, honum fannst að kverkarn- ar á sér ætluðu hreint að brenna og það lagði hitaþunga fram í augun, en hendurnar skulfu þegar hann ósjálf- rátt rétti þær út, eftir glasinu, sem hann ekki fann. Tvisvar sinnum fékk hann hitaveiki, sömu vikuna, þar uppi í f jöllunum, þeg- ar hugsun hans var orðin örmagna á að reyna að semja sig að hinu nýja lífs- viðhorfi — hugsun, sem var viðkvæm og nær fyrir öllum áhrifum. Endurminn ingarnar um Jolicseur veitingahúsið þrengdu sér inn í huga hans. Með ein- kennilegri tví-tilverukennd, sá hann sjálfan sig standa við dyrnar á veit- ingahúsinu í steikjandi sumarhitanum, lokkandi og laðandi, og honum fannst svalandi ölþefinn leggja a ðvitum sér. Honum fannst að þessi kennd hans væri raunveruleg, og honum fannst að hann virkilega finna til sinna eigin hreyfinga,þar fram og til baka. Hann fór að virða Charley Steele fyrir sér, eins og mann sem hann hefði þekkt og hefði orðið að líða fyrir, svo allt í einu var hann farinn að hugsa um, dreyma um og sjá hina gömlu hneygð sína til ertnisáreitni af verstu tegund, eins og þegar hann misbauð Jake Hough, er hann bauð honum aðstoð sína, kveldið eftirminnilega, í Cóte Dorion. Þegar slíkt bar Charley Steele að höndum, háði hann hið bitrasta stríð við sjálfan sig, því að hann hafði ekki enn samið sig að siðum og kröfum hins nýja lífs. Það var í sannleika ekki um nýtt líf að ræða fyrir honum, því hið fyrra líf hans og lifnaðarhættir voru honum að baki, en hið nýja var enn ó- ráðið fyrir honum, nema að því leyti, að hann hafði ásett sér að vera þar, sem hann var nú niðurkominn, út frá umheiminum og umstangi veraldarinn- ar. Vinum, og þeim, sem hann hafði unnað og öllu því, sem hann hafði van- ist! Unnað? Hvenær hafði hann elskað nokkra maneskju? Ef um ósíngjarnan kærleika var að ræða, kærleika, sem var eins fús á að gefa, eins og að taka,'' þá hafði hann aldrei vitað hvað kær- leikur var. Hann skyldi nú að hann hafði aldrei gefið Kathleen meira af þeirri vöru, heldur en að fólk við matborðið vanalega skiptast á um — skjallyrði, innantóm og yllaus. Kathleen hafði vit- að, að hann hafði henni ekkert gefið, sem þess var virði að hafa, því ósjálf- rátt var henni meðfædd lítilsháttar kennd um það, hvað kærleikur meinti og það litla hafði hún gefið öðrum manni, þó hún á hinn bóginn héldi orð sín og eyða við þann mann, sem hafði misboðið henni og þeim með framferði sínu. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja 4 Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. —. ★ — Argyle Prestakall — Euhnudaginn 7. ágúst Brú kl. 11 f. h. (íslenzk og ensk messa). Glenboro kl. 7 e. h. (íslenzk og ensk messa). Séra Eric H. Sigmar ★ Messað verður í Guðbrands- söfnuði við Morden, sunnudag- Úr borg og bygð Frú Guðrún Stefánsson, kona Gunnbjörns Stefánssonar í Van- couver B. C., kom til Winnipeg í síðastliðinni viku í heimsókn til ættingja og vina. Dvelur hún fyrst um sinn hjá dóttur sinni, hér í borg, Mrs. A. Burgess, en mun seinna fara niður til Gimli og Árborgar, þar sem hún var um margra ára skeið, og á margt náið skyldfólk og vini. Þakkarávarp Hér með vil ég votta mitt inni legasta hjartans þakklæti fyrir allan þann hlýleika, er þið, sam- ferðakonur mínar á Lundar haf ið sýnt mér fyrr og síðar, og nú, er þið kvödduð mig með yndis- legu samsæti, er ég var á förum úr bygðinni; öll þessi ástúð ykk- ar verður mér ógleymanleg. Guð blessi ykkur allar. Með vinsemd og virðingu Sigrún Johnson Hr. Sigurður Sveinbjörnsson trúboði er nýlega kominn hing- að frá íslandi. Nýlega voru gestir hér í borg inni B. J. Lifman frá Arborg1 og Árni Brandson frá Hnausum. inn 7. ágúst, kl. 2 e. h. (Standard time). S. Ólafsson ★ Arborg-Riverton prestakall 7. ágúst — Geysir, messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason ★ Kvöldguðsþjónustur hefjast í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu daginn 7. ágúst 8. Sóknarprest- urinn prédikar. Mr. B. Eggertson kaupmaður á Vogar, var staddur á Islend- ingadaginn á Gimli ásamt frú sinm. ín cfllesrtemíhastce. IJÓHÍ, ' •j.To t Skrifið strax eftir Ókegpis verOskrá. Steinar fyrirfram greiddir sendir innan 2ja vikna. FRASEP MONUMENTS 145 BERRY ST. NORWOOO, WINHIPEG Lilia Johnson Becomes Bride of John Julius Arnason The Swan Manufacfuring Co. Exclusive Representatives for HEINTZMAN & CO. NORDHEIMER SHERLOCK MANNING NEW SCALE WILLIAMS PIANOS ^T. EATON C9 LIMITED Hið bezta vindlinga tóbak Kaupið hinn stóra .25c pakka WHEN Lilia Johnson became the bride of Julius Arnason, in a candlelight ceremony, at 7:30 p.m., July 23. in First Icelandic Federated Church, the „something borrowed“ she wore was a long net veil, the edge hand appliqued with a lace flower motif. Rev. P. M. Petursson officiated. The bride is the only daughter of Mr. and Mrs. Bergthor Emil Johnson. The bridegroom is the third son of Mr. and Mrs. W. J. Arnason, of Gimli, Man. Gunnar Erlendson played the wedding music. Mrs. Elma Gisla son sang. The bride’s gown was of French lace over white satin. The molded bodice had a high- necked rounded yoke of lace, outlined by a lace bertha. The base of the long bodice dipped at the back. A deep frill of the lace edged the long lily-pointed sleeves. The skirt was fashioned of three tiers of lace, edged with scallops and graduating into a train. A coronet of lace leaves, ornamented with seed pearls, held her veil and chapel veil. She carried a horsehoe of red roses and white sweetpeas with bouvardia. Mrs. S. J. Perkins was matron of hohor. Miss Elin Arnason, sister of the bridegroom, was bridesmaid. Patricia Arnason, niece of the bridegroom, was flower girl. Frank Arnason, the bridegroom’s cousin, was best man. Ushers were Herman Arna son, brother of the bridegroom, Charles Simpson, Gerald Step- henson and Arthur Vopni. The reception was held at the Marlborough hotel. Mr. and Mrs. Arnason left by motor for a wedding trip to Minneapolis. They will reside at 1057 Dominion St. The bride was graduated in home economics, University of Manitoba, in 1946. The bride- groom was graduated from the University of Manitoba in electrical engineering in 1948. Winnipeg Tribune Cor. ALEXANDER and ELLEN' Phone 22 641 Halldór M. Swan eigandi Heiniill: 912 Jessie Ave — 46 958 For Reliability and Value! Qatonia House Paint JOHN J. ARKLIE Optometrist and OpticioM (Eye* Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGI AT HARGRAVX MR. PETER JOHNSON Representing J.J. H. McLeanó (o. LTO. PORTAGE AT HARGRAVE Phone 924 231 "The West’s Oldest Music House" For satisfactory results, householders use Eatonia House Paint. It lasts well, looks attractive and can stand up to rigid weather tests. Available in shades of rich cream, light ivory, parchment, Colonial yellow, Eatonia brown, light grey, chocolate brown, Indian red, shutter green, and outside , white. Ouart, Gallon, «1.70 «5.95 Paint Section, Sixth Floor, Donald.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.