Lögberg - 04.08.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.08.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 wsSgfe Clea Gt A Complele Cleaning Inslitution 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 4. ÁGÚST, 1949 PHONE 21374 \ d^.S A Complete \ Cleaning i Institution NÚMER 31 Súðin leggur af stað til Grœnlands í kvöld eða fyrramálið Fer beina leið til Tovkussak, nyrztu hafnarinnar, sem hún fær að nota í kvöld eða fyrramálið leggur fiskveiða leiðangurinn af stað á Grænlandsmið. Súðin, sem verður móðurskip leiðangursins eins og kunnugt er, mun leggja af stað í kvöld eða fyrramálið héðan úr Reykjavík. Einn bátur, Hafdís frá ísafirði, mun verða henni samferða, en hinir»bátarnir fara síðar. Súðin fer beina leið til Tovkussak, sem er ein þeirra hafna, sem hún fær að nota. Blaðið átti í gær til við Jóhann Elíasson lögfræðing, sem annazt hefir undirbúning leiðangursins af hálfu ríkisins. Eggert Peterson Skarar fram úr við nám í fyrra birti Lögberg mynd af þessum unga og gáfaða náms- manni í tilefni af námsverðlaun- um, er hann þá vann; og nú við síðustu vorpróf vann hann Isbisterverðlaun að upphæð 60 dollara; hann stundar nám við United College. Eggert er sonur þeirra mætu hjóna Sveinbjarnar Peterson og frúar hans, sem búsett eru að Pine River hér í fylkinu. Gjaldeyriseign bankanna í júní mánuði 1949 í LOK júnímánaðar nam inn- eign bankanna erlendis 9,3 milj. í erlendum verðbréfum o. fl., 29,1 milj. kr., að frádregnu því fé, sem bundið er fyrir ógreidd um eftirstöðvum af kaupver*i eldri ríkisstjórnartogaranna. — Ábyrgðarskuldbindingar bank- anna námu á sama tíma 25,8 milj. kr., og áttu bankarnir, að óeirri upphæð frádreginni, þann ig 3,3 milj. kr. inneign erlendis í lok síðasta mánaðar. Við lok maímánaðar nam inn- eign bankanna erlendis, ásamt jónum króna. Hefir inneignin Dannig lækkað um 6,0 miljón kr. í júnímánuði. Framlög Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar í Washington eru ekki innifalin í þessum töl- um, milj. dollara framlag, sem látið var í té gegn því að íslend- ingar legðu fram jafnvirði þeirr ar upphæðar í freðfiski til Þýzka lands, og enn fremur 2,5 milj. dollara framlag án endurgjalds. í lok júnímánaðar var búið að nota til vörukaupa sem svarar 26,4 milj. kr. af þeim 39,0 milj. kr., sem hér er um að ræða, og voru því eftirstöðvar framlag- anna 12,6 milj. kr. MBL. Dánarfregn Þann 8. júlí síðastliðinn lézt á Grace sjúkrahúsinu hér í borg frú Svanborg Sigurðsson ekkja Sigurmundar Sigurðssonar fyrr um kaupmanns í Arborg og að Churchill; hún var 72 ára að aldri og hafði átt við þunga van heilsu að stríða síðustu mánuð- ina; maðyr hennar lézt 1934. Frú Svanbjörg var ættuð úr Dalasýslu og fluttist til þessa lands, er hún var 7 ára gömul; foreldrar hennar voru Sigfús Jónsson og Björg Jónsdóttir, er námu land í Geysisbyggð og nefndu bæ sinn Blómsturvelli. Frú Svanbjörg lætur eftir sig tvo sonu, Pálma og Oscar, sem búsettir eru að Churchill, og fimm dætur, Irene McAllan, Mrs. G. Philbin, Mrs. C. John- son og Mrs. F. Martin, sem allar eiga heima að Churchill, og Mrs. J. Bergman í Winnipeg, auk þriggja stjúpbarna, Páls Sigurðs sonar og Mrs. M. Gretchen í Winnipeg, og Mrs. S. Torfason í Vancouver; barnabörn frú Svanbjargar eru tuttugu og þrjú; fjögur systkini hennar eru á lífi, Jóhann og Svanbergur í Geysisbyggð, Mrs. I Kristinsson, sem einnig á heima í þeirri byggð Miss Rósa Sigfússon til heimilis í Winnipeg. Frú Svanbjörg var hin mesta dugnaðarkona, og meðan hún dvaldi í Arborg tók hún virkan þátt í Kvenfélagi Árdalssafnað- ar. Útförin fór fram frá útfarar- stofu Bardals á föstudaginn þann 15. júlí. Líkmenn voru John Bergman, Valdi Thorvaldson, Stony Thor- steinsson, S. Simmons, C. J. Oliver og Páll Pálsson. Frú Rósa Hermannsson — Vernon, söng einsöng við útför- ina, en séra Valdimar J. Ey- lands flutti hin hinztu kveðju- orð. — Jarðsett var í Brookside. Sláttur almennt hafin á Héraði Páll Hermannson, fyrrum Alþingismaður á Reyðarfirði, skýrði Tímanum frá því í gær, að stöðugt blíðviðri hefði nú haldist á Austurlandi um þriggja vikna skeið. Grasspretta hefir verið óvenjulega ör og hófst sláttur víða á Héraði fyrir viku síðan. Nú má heita að slátt ur sé almennt byrjaður þar eystra. TtMINN, 13. júlí Farþegaflutningur með vélum F. í. hefir aukizt 65 prós. s.l. ár frá aðalfundi AÐALFUNDUR Flugfélags íslands 1949 var haldinn í Kaup- þingsalnum í Reykjavík þann 24. júní. Framkvæmdastjóri félags- ins, Örn Ó. Johnson, flutti skýrslu um starfsemi þess á árinu 1948 og. greindi frá því helzta í rekstri félagsins. Gat hann þess m. a., að aldrei fyrr hefðu flugvélar félagsins flutt eins mikið af farþégum, pósti og vörum á einu ári og s.l. ár, og hefðu t. d. fólks- flutningar aukist um 65% miðað við árið 1947 og vöruflutningar félagsins rösklega þrefaldast. -------------- Skipstjóri á Súðinni verður Bernharð Pálsson en leiðangurs- stjóri er Steindór Hjaltalín, út- gerðarmaður. Súðin hefir nú ver ið búin til þessarar ferðar eftir því sem kostur er á. Verður fiskurinn saltaður í henni en auk þess hefir hún meðferðis birgðir handa bátunum, svo sem salt, beitu, olíu og matvæli. Mun Súðin fara beina leið til Tovkus- sak, sem er nyrzta höfnin, er hún fær að nota, og af mörgum talin næst beztu fiskimiðunum. Alls munu 5—6 þilbátar stunda þarna veiðar, og fer einn þeirra, Hafdís frá ísafirði með Súðinni, en hinir koma síðar. Einnig verða allmargar trillur í leiðangrinum, og eru þær fluttar á þilfari Súðarinnar og skips- hafnirnar fara með henni. Eru flestar trillurnar frá Akranesi Ur borg og bygð Hr. Kristinn Oddson korn- kauþmaSur frá Tyner, Sask., kom hingað á miðvikudagsmorg uninn í fyrri viku úr tveggja mánaða heimsókn til íslands; ferðaðist hann allmikið um Suð- ur og Norðurland, en átti þess ekki kost að heimsækja Seyðis- fjörð, fæðingarstað sinn, vegna ófærðar á Austurlandi. Kristinn dáði mjög þær risa fengnu framfarir, er hann varð allsstaðar var hvar, sem leið hans lá um landið. Leiðrétting í nafnalista minningarsjóðs kvenfélagsins Eining í Seattle. I minningu um Kristi Arnason Mrs. Freda Roundhurst gaf $1.00 í staðinn fyrir 81.00. f minningu um W’m R. John- son gaf Pauline Johnson $2.50 í staðinn fyrir $2.00. Sleppt úr — f minningu um Guðmund Goodman: Björg Thordarson $5.00. Það átti að vera — í minningu um Helgu Sumarlidason og Helgu Hallson í staðinn fyrir Helga. Mr. og Mrs. W. Norberg frá Montreal Que. eru stödd í borg- inni í heimsókn til foreldra og vina. Mrs. Norberg er Audry, dóttir þeirra Jóhannesar og Bergþóru Johnson að Oak View, Man. Einar Sigurðsson faðir Bergþóru og þeirra systkina hef ir legið þungt haldinn hér á al- menna spítalanum og hafa börn hans skipst á um að hjúkra hon um. / Hr. John Johnson úr Voga- bygð var fyrir skömmu staddur bér í borginni ásamt tveimur sonum þe'irra hjóna. Miss Gloria Sivertson lauk í vor hljómlistarprófi við Mani- tobaháskólann með hárri fyrstu einkunn. Mr. Guðmundur Jónsson úr Vogabygð var í borginni seinni part fyrri viku. og einnig frá Ólafsfirði og Stöðv arfirði. Gert er ráð fyrir að Súðin verði 7—8 daga á leiðinni vestur. Þar með er þessi fyrsti fiskveiði leiðangur íslendinga til Græn- lands hafin og er þess að vænta, að hann lánist vel og verði upp- haf að meiri sókn á Grænlands- mið. TfMINN, 8. júlí Afgreiðsla máls Síðastliðinn laugardag af- greiddu báðar málstofur franska þjóðþingsins Atlantshafssáttmái ann méð miklu afli atkvæða þrátt fyrir hróp og háreysti kommúnista, er kunnu sér lítt hóf. Merkiskonan frú Helga Mar- teinsson, ekkja Bjarna Marteins- son^r í Hnausabyggð í Nýja fs- landi, átti áttræðisafmæli á sunnudaginn þánn 24. júlí síðast liðj'-'n; söfnuðust þá saman á heimili hennar börn og tengda- börn ásamt öðrum ^iánum ætt- ingjum í heiðursskyni við þessa öldnu ágætiskonu; um 60 manns tóku þátt í gleðimóti þessu; sátu gestir þar lengi vel við kaffi- drykkju, samræður og söng; meðal gesta voru þau Dr. Rún- jlfur Marteinsson og frú, en Dr. Rúnólfur er tengdabróðir frú Helgu. Hr. Halldór Thorkelsson kaup maður í Ashern, er nýlega kom- inn heim úr heimsókn til íslands ásamt frú sinni; voru þau hjón in rúma tvo mánuði á ferðalag- inu, og undruðust þau marg- breytilegar framfarir, er orðið hefðu á íslandi frá þeim tíma, er þau fluttu vestur um haf. — BLAÐATILKYNNING — Hr. G. L. Jóhannsson rœðis- maður lét Lögbergi eftirfarandi tilkynningu góðfúslega í té, er honum hafði nýlega borist í hendur frá Hon. Thor Thors sendiherra íslands í Canada og Bandaríkjunum: „Herra Sveinn Björnsson tók við forsetaembætti að nýju með hátíðlegri athöfn 1. ágúst. Mr. og Mrs. S. Péturson frá Pine River komu til borgarinnar í vikunni, úr heimsókn úr Voga bygðinni við Manitobavatn. Hr. Jón Ólafsson málmvinslu- fræðingur frá Salmon Arm., B. C., dvelur í borginni um þess ar mundir; starfaði hann eins og kunnugt er í fjölda mörg ár hjá Vulcan Iron Works félaginu við mikinn orðstír; er hann þjóð- kunnur maður vegna afreka sinna á vettvangi stáliðnaðarins og hefir samið ýmissar vísinda- legar ritgerðir um slík efni. Frú Sigrún Johnson.og Lena Lindal dóttir hennar frá Lundar, lögðu af stað vestur til Van- couver í f jrrri viku og hyggst frú Sigrún að setjast þar að. Grettir Valdimar Kristjáns- son M. D. Lýkur prófi í læknisfræði með fyrstu ágætiseinkunn Þessi ungi og ágæti námsmað- ur, Grettir Valdimar Kristjáns- son lauk embættisprófi í læknis fræði við Queensháskólann í Kingston, Ont., þann 4. júní síð- astliðinn með fyrstu ágætiseink unn með skurðlækningar að sér- fræði; hann hefir nú tekist á hendur stöðu hjá Ottawa Civic Hospital. Grettir læknir er fæddur í bænum Winnipegosis 13. sept- ember árið 1923, en fluttist með foreldrunum til Geraldton, Ont. 1938 og þar naut hann barna- skóla- og gagnfræðaskólamennt- unar og var jafna efstur í sínum bekk; hann er sonur Ottós bygg- ingarmeistara Kristjánssonar í Geraldton og frúar hans. 77 ára gamall maður bjargar barni Aldraður maður vann það af- rek austur á Eskifirði, fyrir nokkrum dögum, að bjarga telpu frá drukknun. — Maður þessi er Þorgeir Clausen útgerð- armaður þar en hann er nú 77 ára að aldri. Þetta gerðist við bátabryggj- una í Eskifirði, síðastl. sunnu- dag. Tólf ára telpa, sem dvelur hjá sóknarprestinum ætlaði út í bát, er lá við bryggjuna, en þá vildi svo slysalega til, að hún féll í sjóinn, en telpan var ó- synd. Ekkert af því fólki, sem nær- statt var, mun hafa kunnað sund. Bar Þorgeir að í þessu. Án þess að hika stakk gamli maðurinn sér til sunds og tókst að ná telpunni og synti síðan með hana upp að landi, skamt frá bryggjunni. Talið er, að telpan litla myndi hafa drukknað, ef Þorgeir hefði ekki sýnt þetta snarræði og þykir gamli maðurinn hafa unn ið hið mesta afreksverk. Mbl. 19. júH Byrjað að safna hlutafé í áburðarverksmiðju í Lögbirtingablaðinu frá 6. júlí s.l. er frá því skýrt, að hafin sé hlutafjársöfnun til áburðar- verksmiðj unnar. Hér er um almenna fjársöfn- un að ræða, sem hafin er um land allt, en atvinnumálaráðu- neytið hefir á hendi framkvæmd ir um hlutafjársöfnunina. Svo er kveðið á í lögum, um byggingu slíkrar verksmiðju, að því aðeins verði hlutafélagið stofnað um verksmiðjuna, bygg- ingu hennar og rekstur, að hluta fjárframlög nemi minnst fjórum miljónum króna. ' Mbl. 19. júlí GIFTING Vegleg hjónavígsla var fram- kvæmd í íslenzku byggðinni í grend við Morden, Man., síðast- liðinn laugardag, 30. júlí. Brúð- hjónin voru Jacob Júlíus Block, frá Steinbach, Man., og Helga Stefanía Björg Thomasson frá Morden. Þau voru gift í Evagelic Reformed kirkjunni þar í byggð inni. Organisti var Mrs. T. J. Gíslason. Mr. Steini Thomasson, bróðir brúðarinnar, leiddi brúð- arathöfnina. Tvær litlar stúlkur, frá Lundar, systurdætur brúðar- innar, Judy Daníelson og Christ ine Hjartarson, báru blóm. Mr. Jónatan Thomasson leiddi brúð urina að altari. Brúðgumasveinn var Mr. Peter Block, bróðir brúð gumans, en brúðarmær var Sigrid Gillis. Miss Petrína Sig- urdson söng tvisvar: Fyrst sálm með fyrirsögninni „Prayer“, og síðar „Beacause". í fjarveru sóknarprestsins, séra Sigurðar Ólafssonar, sem ekki gat konjið, framkvæmdi séra Rúnólfur Mar teinsson hjónavígsluna. Á æskuheimili brúðarinnar býr nú, með sonum sínum, móð ir hennar, Mrs. Ingunn Thomas son, ekkja Árna Thomassonar Þar héldu þau fagnaðarsamsæti, að vígslunni lokinni. Borð voru reist úti í góðu skýli, hjá fögrum trjám. Þar átti fjöldi fólks glaða stund við ágætan veizlufagnað á vinamóti. Séra Rúnólfur mælti fyrir minni brúðarinnar, og brúðguminn svaraði góðlát- lega og fallega. í þessu hófi var gott að vera. !r Prúðhjónin fóru skemmtiferð til Clear Lake, Man. og dvelja Dar um stund. a Föstudaginn 15. júlí s.l. voru gefin saman í hjónaband, þau Ida Sigurbjörg Sigurdson, dótt- ir Einars Sigurdsonar fyrrum bónda við Churchbridge, Saski, og Kristínar sál. konu hans, og Frederick John McPherson, son ur Mr. og Mrs. J. C. McPherson í Winnipeg. Hjónavígslan fór fram í Fyrstu lútersku kirkj- unni í Winnipeg. Sóknarprestur inn séra Valdimar J. Eylands gifti. Brúðarmeyjar voru Constance Sigurdson systir brúðarinnar, Margaret Harton og Dorothy McPherson systir brúðgumans. Leonard McPherson aðstoðaði bróður sinn. Harold Sigurdson bróðir brúðarinnar og Hugh Muttall vísuðu til sætis. Miss Corinne Day söng einsöng, en organisti kirkjunnar H. J. Lup- ton lék á hljóðfærið. Að hjónavígslunni lokinni var setin fjölmenn veizla í Valour Road Legion Hall. Næsta morg- un lögðu ungu hjónin af stað í brúðkaupsferð suður í Banda- ríki. — Framtíðarheimili þeirra verður í Winnipeg. 2000 mál í bræðslu Fréttaritari Mbl. á Siglufirði símaði í gærkvöldi, að þangað hefðu borist um 2300 mál síldar til bræðslu og um 200 tunnur til beytufrystingar. Þangað bárust engar fréttir um síld í gærdag. Á sunnudaginn fór síldarleitar- flugvélin í leiðangur. Var veður hið bezta og skyggni gott, en ekki sást síld. Mbl., 19 júlí STÖÐUGAR rigningar og sval viðri um nætur, hafa mjög breytt til batnaðar uppskeru- horfum vestan lands, einkum í Manitoba og Saskatchewan. í árslok 1948 átti Flugfélag Islands alls 9 flugvélar, sem gátu flutt samtals 165 farþega. Á ár- inu eignaðist félagið eina nýja flugél, en það var „Gullfaxi“, sem kom hingað til lands þann 8. júlí. Tekjur af flugi árið 1948 námu samtals krónum 5.959. 962, 55, en halli á rekstrinum varð kr. 12.522,73. Að lokum gat framkvæmda- stjórinn þess, að ekkert slys hefði orðið á farþegum með flug vélum félagsins. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en han skipa: for- maður, Guðmundur Vilhjálms- son, frkvstj., varaformaður, Bergur G. Gíslason, stórkaupm., ritari, Jakob Frímannson, frkvstj., Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri og Richard Thors, frkvstj. Varamenn í stjórn eru: Jón Árnason, bankastjóri og Svanbjörn Frímannsson, aðal- bókari, og voru þeir sömuleiðis endurkjörnir. Endurskoðendur félagsins eru þeir Eggert P. Briem, fulltrúi og Magnús Andrésson, fulltrúi. Mbl., 19. júlí

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.