Lögberg - 01.09.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.09.1949, Blaðsíða 1
62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 1. SEPTEMBER, 1949 PHONE 21 374 V ,nder*rs IjdU ^ A Complele Cleaning Insiiíulion NÚMER 35 Fjármálaráðstefna Rétt um þessar mundir er að hefjast í Washington fjármála- ráðstefna, er Bretland, Canada og Bandaríkin standa að; áttu Bretar frumkvæðið að því, að kvatt var til þessa fundar, og ollu því einkum og sér í lagi tví- sýnar fjárhagshorfur brezku þjóðarinnar, sérstaklega hin í- skyggilega dollaraþurð; stefnu þessa sækja af hálfu Breta Sir Stafford Cripps fjármálaráð- herra og utanríkisráðherrann, Ernest Bevin, auk ýmissa ann- ara sérfræðinga brezku stjórn- arinnar; fyrir hönd Canada sækja fundinn Douglas Abbott fjármálaráðherra og Norman Robertson, fyrrum aðalumboðs- maður Canadastjórnar á Bret- landi; aðalmálsvarar Banda- ríkjanna verða Snyder fjármála ráðherra og Dean Achison utan- ríkisráðherra; þess er og vænst að Lester B. Pearson utanríkis- ráðherra Canada sæki fundinn. Núverandi fjárhagskreppa Breta getur orðið Canada óþæg- ur ljár í þúfu, þar sem öllum er ljóst hve mikið veltur á, að Can- ada geti flutt út og notið mark- aðs fyrir framleiðslu sína á Bretlandi. Fylkiskosningar í aðsigi Útvarp og dagblöð hafa undan farna daga flutt þær fregnir, að víst mætti telja að fylkisþingið í Manitoba yrði þá og þegar rof- ið og almennar kosningar fyrir- skipaðar í haust, sennilega síð- us„u daga.iu I'jklóbermánuði næstkomandi; tíðindi þessi voru í rauninni engan veginn óvænt, því það var eins og þingrof hefði legið í loftinu síðan í vor; það fylgdi sögu, að Campbell forsætisráðherra væri staðráð- inn ‘í að ganga til kosninga í nafni samfylkingar sinnar, sem samsett er af konservatívum og líberölum, þó nokkuð hafi þing- fylking hinna fyrrnefndu þynst, þar sem vitað var, að þrír félag- ar hennar segði sig úr lögum við stjórnina á síðasta þingi. Er Stuart S. Garson lét af for- sætisráðherraembætti í Mani- toba, varð D. L. Campbell eftir- maður hans með samþyjkki þing- flokkanna tveggja, er stjórninni veittu að málum; hann hefir enn eigi á almennu flokksþingi Líberala verið kjörinn foringi flokksins, og þess vegna hafa Líberalar af góðum og glidum ástæðum farið þess á leit, að þingrofi verði frestað þangað til eftir þann 16. þ. m., er flokks- þing hafi verið haldið, og annað hvort Campbell eða einhver ann ar verið kjörinn að leiðtoga. Samningar um smíði flugvéla Hermálaráðherra sambands- stjórnarinnar í Ottawa, Bruce' Cloxton, hefir formlega til- kynnt, að stjórnin hafi fullgert samning við Canadir verk- smiðjurnar í Montreal um smíði á 100 F-86 jet orustuflug- vélum, og fylgir það sögu, að fyrstu flugvélarnar eigi að vera fullgerðar þann 1. ágúst 1950. Kostnaðurinn við smíði á- minnstra orustuflugvéla nemur 30 miljónum dollara. Brezk flugkona í hnattflugi kom til Keflavíkur í gær Lancastervél í hættu stödd Brezka flugkonan Richarda Morrow Tait, sem er tuttugu og fimm ára, lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi eftir rúmlega sjö klukkustunda flug frá Blue West One flugvellinum í Græn- Dregið úr útgjöldum Að því er fregnir frá London herma þann 25. ágúst, s.l., hefir fjármálaráðherrann brezki, Sir Stafford Cripps, mælt svo fyrir, að á næsta fjárhagsári, skuli út- gjöld ríkissjóðs lækkuð um 150 miljónir sterlingspunda, eða sem svarar 600 miljónum doll- ara; það þykir sýnt, að ráðstöf- un þessi muni mælast næsta misjafnlega fyrir, og vafasamt hvort verkamannaflokkurinn, sem stjórnin styðst við, muni fylgja henni óskiptur að málum; talið er víst, að þessi sparnaðar ráðstöfun hafi það í för með sér, að fjöldi mikill af starfsmönnum þess opinbera missi atvinnu sína. Ýmsum getum er um það leitt, hver áhrif áminnst ráðstöf un muni hafa á hinar næstu, al- mennu þingkosningar, er sam- kvæmt stjórnarskrá landsins verða að fara fram á næsta vori. Eignast tvenna tvíbura á sama árinu Mrs. Roymond Hix, sem bú- sett er í bænum Whitwell í Tennesseríkinu, hefir eignast tvenna tvíbura á skemmri tíma en ári; fyrri tvíburana ól hún 10. september 1948, en þá síðari þann 17. ágúst síðastliðinn; í bæði skiptin eignaðist hún pilt og stúlku, er njóta beztu heilsu. landi. Hún flýgur einhreyfils flugvél og með henni er ungur maður, Michael Townsend að nafni, sem er siglingafræðingur henn- ar. Flugkonan hefir hugsað sér að halda áfram ferðinni til Lon- don í dag, ef veður leyfir, með Hátíðahöld í Skálholti í tilefni af endurreisn hins fornfræga menningarseturs Á SUNNUDAGINN kemur gengst Skálholtsfélagið fyrir há- tíðarhöldum í Skálholti, og eru þangað velkomnir allir þeir, sem áhuga hafa fyrir því, að þetta fornfræga menningarset- ur verði hafið upp úr niðurlæg- ingu. I sambandi við hátíðahöld- in mun hr. biskupinn Sigurgeir Sigurðsson annast altarisguðs- þjónustu í Skálholtskirkju, en sr. Bjarni Jónsson o. fl. flytja ávörp. Blandaður kór syngur undir stjórn Páls ísólfssonar. Að því loknu mun Matthías Þórðarson prófessor flytja er- indi um sögu staðarins, merki- leg örnefni og þá forna gripi, sem þarna eru. viðkomu í Stornoway á Hebridis eyjum, til að taka benzín. Tak- ist henni að fljúga þennan á- fanga í dag, hefir hún lokið hnattfluginu fyrst allra kvenna, á nákvæmlega einu ári, því hún fór frá London áleiðis í hnatt- flugið þann 18. ágúst í fyrra- sumar. Vélin brotnaði Þegar til Alaska kom í nóvem ber í fyrrahaust, brotnaði flug- vél hennar, eftir nauðlendingu, en það var ekki henni að kenna, heldur verkamönnum, sem voru I að flytja flugvél hennar, að því er hún sagði' blaðamanni frá Morgunblaðinu í gærkveldi. Eftir að flugvél hennar brotn- aði, vann hún fyrir sér í Can- ada í vetur, m. a. sem frammi- stöðustúlka í veitingahúsi. En fólk í Canada skaut saman í flugvél þá, sem hún flýgur nú í, sem er BT-13 Vultee æfingaflug vél, tveggja sæta. Lagði hún svo af stað aftur 8. apríl í vor. — í London bíður hennar maður hennar sem er verkfræðingur og eins og hálfs árs dóttir þeirra. Sendiherra Kanada Hinn nvskipaði sendiherra Kanada hér á Islandi, með að- setri í Oslo, Edward J. Garland, afhenti í gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að við- stöddum utanríkisráðherra. Árið 1956 eru liðnar 9 aldir síðan biskupsstóll var settur í Skálholti og fyrsti íslenzkur biskup vígður. Seinna gaf Gissur biskup stólnum Skálholtsland með því skilyrði, að þar skyldi ávalt vera biskupssetur, meðan kristni héldist í landinu. Bannað að halda áfram 1 Canada bönnuðu yfirvöldin frú Morrow að halda áfram flug inu, þar sem förin þótti glæfra- leg, en hún hafði bannið að engu og flaug til Grænlands. Þangað kom hún síðastliðinn föstudag, og segist hafa fengið þar góðar móttökur. Að athöfninni lokinni snæddu sendiherrann og utanríkisráð- herra, ásamt konum sínum, há- degisverð í boði forsetahjónanna, ásamt nokkrum gestum öðrum. Mbl. 12. ágúst Hæstu skipin með nœr 6000 mál Aflahæstu skipin á síldveið- unum, Fagriklettur frá Hafnar- firði og Helga frá Reykjavík, munu nú vera búin að afla nær 6000 mál og tunnur síldar. — Þriðja hæsta skipið er Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum með um 5300 til 5400 mál. Álsey frá Vestmannaeyjum og Ólafur Bjarnason Akranesi munu vera með svipaðan afla, um 4700 til 4800 mál og tunnur. Helgi Helgason frá Eyjum var aflahæsta skip á síldveiðun- um í fyrra og aflaði rúmlega 7000 mál, en næst hæsta skip mun þá hafa haft innan við 5000 mála afla. ísafold, 23. ágúst Margir þjóðræknir menn hafa fundið sárt til þess hvernig kom ið er um Skálholt hvernig er- lendir valdhafar, íslenzk örbirgð og hirðuleysi hafa búið að því. Og þar sem nú nálgast mjög níu alda afmæli biskupsstólsins þar, stofnuðu nokkrir þeirra félags- skap í fyrra, sem þeir nefna Skálholtsfélagið. — Vill félagið vinna að því, að fyrir þetta af- mæli risi þar upp kirkja, sam- boðin minningu biskupsseturs- ins forna, og að Skálholt verði framvegis aðsetur vígslubiskups ins í Skálholtsbiskupsdæmi, og verkefni þess embættis aukin. Á þann hátt væri hægt að bæta fyrir trúnaðarbrot hinna er lendu valdhafa við fyrirmæli Gissurs biskups Isleifssonar. Og þá sýndi þjóðin það, að hún kann að virða hin helgustu vé sín. Hátíðaskáldin í Skálholti á sunnudaginn eiga meðal annars að vekja og efla áhuga manna fyrir þessu sannkallaða metn- aðarmáli menningarþjóðarinnar íslenzku. Isafold, 23. ágúst Þakkarorð Ferðin frá Grænlandi gekk ágætlega, að sögn flugkonunnar. Björgunarflugvél var send frá Keflavíkurflugvelli, á móti henni, en hún fann ekki flug- vélina. Flugkonan hafði ekki neitt loftskeytasamband við Keflavík, vegna þess að tæki hennar hafði ekki þá bylgju- lengd, sem Keflavík notar til að hafa samband við flugvélar. — Lancasterflugvél biður um hjálp Björgunarflugvélin frá Kefla- vík fékk líka öðru að sinna, því skeyti kom frá brezkri Lancast- erflugvél um, að hún væri í hættu vegna ísingar og auk þess hefðu flugmennirnir orðið varir við reyk í flugvélinni, sem þeir vissu ekki hvernig stæði á. Lancasterflugvél þessi kom til Keflavíkur skömmu á undan brezku flugkonunni og lenti heilu og höldnu, en slökkvilið vallarins og sjúkrabifreiðar voru til taks. Það fór því þannig, að björg- unarflugvélin aðstoðaði fjög- urra hreyfla vél, í stað þeirrar litlu, sem engrar hjálpar þurfti við. Til okkar mörgu og góðu vina, sem glöddu okkur með nærveru sinni, gjöfum og heillaóskaskeytum úr ýmsum áttum, þegar haldið var hátíðlegt fimmtíu ára hjónabandsafmæli okkar að Lundar, 14. ágúst 1949. Á meðan sapian liggur leið vor hér er Ijúft að minnast vinafjöldans kæra öll kærleiksorð og velgjörð virða ber og vinum okkar hjartans þakkir færa Við getum ekki goldið neinum neitt en nöfnin öll er sælt að muna og geyma og yfir alla óska skulum heitt að andi drottins láti blessun streyma. Vilborg og Vigfús J. Guttormson „Sunnudagsflugmaður“ Frú Richarda Morrow Tait og félagi hennar gistu í Keflavík í nótt. — Ég er ekki atvinnuflug- kona, sagði frú Tait við blaða- mann frá Morgunblaðinu í gær- kveldi, skömmu eftir að hún lenti. — Ég lærði að fljúga 1946 og síðan hef ég bara verið það sem kallað er „Sunnudagsflug- maður“. Ég fékk það í mig að fljúga kringum hnöttinn fyrst kvenna, og á nú bara einn á- fanga eftir, og ég vona að sá draumur minn rætist. ísafold, 23. ág. Vel að verki verið Óli N. Kardal — „Hreinn Páls- son Vestur-íslendinga“, hefir vakið á sér mikla athygli vegna raddar sinnar og tóntúlkunar suður í Jdinneapolis, nú alveg nýverið; þar tók hann þátt í söng keppni á laugardaginn var, er útvarpsstöðin WCCO heldur vikulega og gengur undir nafn- inu „Stairway to Stardom“. Tildrögin að suðurför Óla má rekja til þess, að hann komst í kynni við Árna B. Gísla- son dómara og frú Solveigu konu hans í New Ulm ú Minnisotaríkinu, sem dvalið höfðu á Gimli í sumar, en „brugðið þar búi“ fyrir rúmri viku; varð það að ráði, að hann slæist með þeim í ferðina suður og tæki þátt í útvarpssamkepni, sem hlotið hefir miklar vinsæld ir hjá almenningi í Minnesota og víðar; varð niðurstaða dóm- enda sú, að þeir veittu Óla verð- launin, sem voru fólgin í því, að honum gæfist kostur á að syngja á hverjum degi í þessari viku yfir WCCO stöðina meðan Minnesota State Fair stendur yfir, en skemmtiskráin fer fram kl. 2.30 e. h. daglega og er út- varpað á bylgjulengd 830, er heyrist oftast sæmilega hér um slóðir. Lagið, sem Óli söng og hlaut hinn lofsamlega dóm fyrir, var eftir Steingrím Hall við ljóð Steingríms Thorsteinssonar Ástarsæla: Ég lék við þinn gulllokkinn bjarta Og leit inn í augun þín blá. Þar inni með hugföngnu hjarta Minn himnanna himin ég sá. Hrifnir áheyrendur skiptu þús undum, er dáðu raddmagn og túlkun sörígvarans. Þeir Minnesota-íslendingar, sem hlustað hafa á Óla Kardal og kynnst hafa söngvurum á Is- landi, líkja þessum Gimli fiski- veiðasöngvara við Hrein Páls- son sjómann frá Hrísey, sem er nafntogaður, sjálflærður söng- maður á Fróni. Óli byrjaði ungur að kyrja ættjarðarsöngva við undirspil bergmáls húnvetnskra fjalla, og' þessum sið hefir hann haldið uppi á fiskimiðum Winnipeg- vatns. Ólafur N. Kardal, í daglegu tali nefndur Óli, er fæddur á Blönduósi í Húnaþingi, en ólst upp í Kárdalstungu og við þann bæ er hann kendur; hann kom vestur um haf 12 ára gamall, dvaldi fyrSt í Hnausabyggð í Nýja-lslandi, en settist að á Gimli 1930. Hann er kvæntur Sylvíu dóttur Guðna heitins Þorsteinssonar póstafgreiðslu- manns á Gimli, og tók hún við póstafgreiðslu að föður sínum látnum. Eins og vikið hefir verið að, hefir Óli átt þess lítinn kost að afla sér menntunar í sönglist- um, og má því kallast „ólærður söngvari af guðs náð“. Nú er í ráði að hann hefji söngnám við MacPhail School of Music í Minneapolis, er Hjörtur Lárus- son var í mörg ár kennari við; fylgja þessum vinsæla sjó- og söngmanni hugheilar árnaðar- óskir fjölmenns vinahóps. Fréttaritari Lögbergs Flóð í Ástralíu Mikið flóð átti sér stað síðast- liðna viku í New South Wales. Sjö manns drukknuðu. Um 30 íveruhús og viðskiptabyggingar sópuðust í burtu og um 200 stór skemmdust. 22,000 manna eru heimilislausir. Skaðinn er tal- inn nema 3.230,000 sterlings- pnuda. ÓIi N. Kardal Fellibylur veldur stórtjóni Á laugardaginn þann 27. á- gúst síðastliðinn æddi sjaldgæf- ur fellibylur yfir strendur Flor- idaríkis, er orsakaði eignatjón, » sem sagt er að skipta muni tug- um miljóna. Rauðakrossfélagið, sem skjótt kom á vetvang, skýr- ir frá því að af 7,000 heimilum í West Palm Beach, hafi að minsta kosti 2,000 heimili orðið fyrir stórskemmdum og að hundruð manna, kvenna og barna, séu án skýlis yfir höfuð- ið; vindhraðinn var talinn að hafa verið 125 mílur á klukku- stund; ekki er getið um mann- tjón annað en það, að tvítugur piltur hafi drukknað við Miami- strönd. Finnur að í alvöru H. D. G. Crerar hershöfðingi, sá, er hafði með höndum yfir- stjórn canadíska hersins á vett- vangi Norðurálfunnar meðan á síðustu heimsstyrjöld stóð, hefir nýverið fundið að því í fullri al- vöru, hve þjóðin daufheyrist við þeim skyldum, er hún hafi tek- ist á herðar gagnvart Atlants- hafssáttmálanum eða varnar- bandalagi Vestur-Evrópuþjóð- anna; pappírsloforð komi í þeim efnum að litlu haldi án full- nægjandi herstyrks. Sendiherra Spánar 31. júlí—Hinn nýskipaði sendi- herra Spánar á íslandi með að- setri í Oslo, de Torata greifi, af- henti í gær forseta íslands trún- aðar bréf sitt, við hátíðlega at- höfn að Bessastöðum. Að athöfninni lokinni sátu sendiherra og utanríkisráðherra, hádegisverð í boði forsetahjón- anna, ásamt nokkrum gestum. (Frá utanríkisráðuneytinu). Mbl. 14 nóv. samkomu- dagur Alþingis Kjördagar 2 eða 3 17. ágúst TVENN bráðabirgaðalög voru sett á ríkisráðsfundi í gær. — Annað voru lög um breyting á lögum nr. 3 frá 14. febrúar 1949 um samkomudag reglulegs Al- þingis 1949. Var ákveðið, að hann skyldi vera 14. nóvember næstkomandi. Hitt var breyting á lögum um kosningar til Al- þingis nr. 80 frá 7. sept. 1942. Segir þar, að kjördagar skuli tveir til þrír, ef veður hamlar, þannig að kosning geti ekki far- ið fram í einhverju kjördæmi. ísafold, 23. ágúst

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.