Lögberg - 01.09.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. SEPTEMBER, 1949
5
ÁH l(AHÍI
IxVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
BARNAUPPELDI
„Hvað veit hún um uppeldi
barna? Hún hefir aldrei átt
börn sjálf!“ sagði móðir ein um
barnlausa konu, sem áhuga
hafði fyrir uppeldismálum, og
það var ekki laust við að bæði
þótta og lítilsvirðingar gætti í
röddinni. Þessari athugasemd
var varpað fram án umhugsun-
ar eins og hverjum öðrum
sleggjudómi.
Því miður veitist konunni
ekki fullkomin þekking í upp-
eldisfræði aðeins með því að
eignast barn. — Það er mikill
munur á mæðrum. Svo er fyrir
að þakka að mikill meirihluti
þeirra eru vaxnar hlutverki
sínu; þeim tekst uppeldi barna
sinna vel og þau verða gott fólk
og nýtir þegnar þjóðfélagsins.
En mörgum mæðrum misheppn
ast algerlega uppeldisstarfið
vegna vanþekkingar eða van-
rækslu og börn þeirra verða
vandræðabörn. Slíkar mæður
þurfa upplýsinga við. Þessvegna
var tekið upp á því í San Fran-
sisco fyrir nokkrum árum að
yfirheyra foreldra þeirra barna,
er lent höfðu á glapstigu, og
reyna að bæta börnin með því
að kenna foreldrunum hvernig
þau ættu að hjálpa börnum sín-
um og koma þeim á réttan veg.
Þessi aðferð reyndist vel og hef
ir síðan verið höfð um hönd í
fleiri borgum.
Þá er næst að athuga það að
á síðustu áratugum hefir hlutur
skólanna í uppeldi barnanna
farið sívaxandi. Flestir kennar-
anna eru konur, — barnlausar
konur. En þrátt fyrir það hefir
þeim verið trúað fyrir því af
ríkinu og af foreldrunum sjálf-
um að hafa æ meiri íhlutun um
uppeldi barnanna. Og mikill
meirihluti kennaranna hafa sýnt
það og sannað að þær hafa
nokkra þekkingu á uppeldi
barna og hafa leyst starfið sæmi
lega vel af hendi.
En hitt er satt að enginn kenn
ari, hversu mikið sem hann
hefir lesið og lært, jafnast á við
góða móður. Uppfræðsla henn-
ar verður jafnan haldbezt og á-
hrifamest. Þessvegna er það
vafamál hvort það er hollt fyrir
þjóðfélagið að foreldrar virðast
nú meir og meir varpa ábyrgð
uppeldis barna sinna yfir á skól-
ana og hinni kristilegu upp-
fræðslu þeirra yfir á sunnudaga
skólana.
Sérhvert barn hlýtur að ná
meiri þroska ef það nýtur upp-
fræðslu góðrar móður. Það er
hlutverk góðrar móður að móta
sálarlíf barnsins síns; að inn-
ræta því kærleika til allra
manna, virðingu fyrir því, sem
fagurt er og gott, og lotningu
fyrir því, sem háleitt er. Það er
móðirin, sem hefir dýpst og var-
anlegust áhrif á barnssálina.
Enginn hefir lýst þessu betur
en skáldið mikla, séra Matthías
Jochumsson, í hinu undurfagra
minningarkvæði hans um móð-
ur sína:
Eg man það betur en margt
i gœr,
þá morgunsólin mig vakti skær
og tvö við stóðum í túni:
Þú bentir mér yfir byggðar-
hring
þar brosti við dýrðin allt í
kring
og fjörðurinn bláöldum búni.
Þú bentir mér á, hvar árdags —
sól
í austrinu kom með líf og skjól,
þá signdir þú mig og segir:
„Það er guð, sem horfir svo hýrt
og bjart,
það er hann, sem andar á
myrkrið svart
°g heilaga ásjónu hneigir“.
Eg fann það var satt; eg fann
þann yl,
sem fjörutía ára tímabil
til fulls mér aldregi eyddi;
ég fann þann neista í sinni og
sál,
er sorg og efi, stríð og tál
mér aldregi alveg deyddi.
Eg man eitt kvöld við þitt
móðurkné
um myrkt og þegjandi
rökkurhlé
— þú kunnir sögur að segja; —
Eg horfði yfir björg og hvítan
sand,
Eg horfði’ yfi’r á Zíon og
Kanaans land,
ég horfði’ á guðs hetjuna deyja.
Þá lærði’ ég cált, sem enn ég
kann,
um upphaf og endi’, um guð og
mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð er skorið af
„ Þér,
sú skyrtan bezt hefir dugað
mér
við stormana, helið og hjúpinn.
o o o
Ég hefi þekkt marga háa sál,
ég hefi lært bœkur og tungumál
og setið við lista lindir;
en enginn kenndi mér eins og þú
ið eilífa’ og stóra, kraff og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.
★
SKÓLINN ER AÐ BYRJA
Næstu viku byrjar skólinn á
ný. Mörg þúsund börn fara nú
í skóla í fyrsta sinn — sex ára
gamlir hnokkar. Þetta er merk-
isdagur í lífi þeirra og það er
mikilvægt að útbúa þau sem
bezt fyrir þessi þáttaskipti, til
þess að þau minnist upphafs
skólaveru sinnar með gleði.
Móðirin ætti helzt að fylgja barn
inu í skólann fyrsta daginn,
heilsa upp á kennarann, fá upp
lýsingar um það, hvað barnið
þarf að hafa meðferðis í skól-
ann og gera barnið eins vel úr
garði og hægt er. Þá mun það
hefja skólanám sitt með áhuga,
vera öruggt og ánægt.
Það er annars furðulegt hve
lítið samband er oft á milli kenn
arans og foreldranna, þó eru
þeir samverkamenn um uppeldi
og fræðslu barnsins. Æskilegt
væri að kennarinn þekkti per-
sónulega foreldra allra þeirra
barna, sem hann hefir undir
höndum; að vinátta samúð og
samvinna eigi sér stað milli
beggja aðilja. Þannig yrði meiri
árangur af starfinu. Kennarinn
myndi skilja börnin betur; hann
gæti rætt sérvandamál hvers
barns við foreldra þess; gefið
leiðbeiningar og þegið leiðbein-
ingar.
Þegar á allt er litið, þá eru
það foreldrarnir, sem eiga börn-
in en hvorki ríkið eða nokkur
félagsstofnun. Og foreldrarnir
ættu að finna til þess, að þau
eiga þau og bera ábyrgð á upp-
eldi þeirra, jafnvel eftir að þau
eru komin í skóla. Foreldrar
ættu að vera á varðbergi að af-
sala sér hvorki öllum réttindum
sínum né skyldum gagnvart
börnunum.
1 einræðisríkjunum sækja
yfirvöld ríkisins á það að ná al-
gerum yfirráðum yfir æsku
landsins. Sem flestum dagheim-
ilum er komið á stofn til þess
að mæðurnar geti gengið út í
vinnu eins og karlmenn. Þann-
ig er sóst eftir að aðskilja mæð-
urnar og börnin sem fyrst. Allir
vita um afleiðingarnar af Naz-
ista uppeldi æskunnar í Þýzka-
landi.
Vitanlega er engin hætta á að
æskunni verði spillt hér af yfir-
völdunum á líkan hátt og gert
KRISTMANN GUÐMUNDSSON:
Sigrid Undset er horfin héðan
„Það er eins og móðir sé horfin“, skrifaði Arnulf Överland í
minningargrein um frú Undset. Orð hans minntu mig á sögulegan
fund í Rithöfundafélagi Noregs (Forfatterforeningen). Við höfðum
orðið ósammála um einhvern hégóma; — þetta jókst orð af orði
og æsingin var ferleg, fjöldi víðkunnra rithöfunda rifust eins og
fresskettir. Þá bað Sigrid Undset um orðið. Hún var róleg, hrjúf
í máli og háðsk, en svipur hennar og fas þannig, að hljótt varð í
salnum. Með nokkrum orðum
svipti hún burtu öllum moð-
reyknum, rakti sundur flækjuna,
sýndi okkur kjarna málsins og
hina einföldu lausn þess, — hina
einu mögulegu og sjálfsögðu
lausn þess. — Hún var fremur
stirðmælt og ihenni lá lágt róm-
ur, en það sem hún sagði hitti í
mark! Og þetta kvöld minnti hún
vissulega á móður, sem er að siða
stóran krakkahóp.
Þeir, sem kynntust Sigrid
Undset, munu minnast hennar til
æfiloka. — Það er örðugt að lýsa
henni; hún var mjög sérkenni-
leg, -- feimin og fráhrindandi við
fyrstu kynni, en hjarta hlý og
raungóð, trölltrygg vinum sín-
um, hreinlynd og 'heilsteypt. í
framkomu var hún dálítið
klunnaleg, þung á bárunni, ekki
laus við stífni, en í vinahópi gat
hún verið fjarska skemmtileg,
kát og fyndin. Ávalt var hún þess
albúin að leggja góðu máli lið-
sinni og hjálpa þeim, sem þess
þurftu með. Ótaldar þúsundir
króna gaf hún í styrktarsjóð
Skáldafélagsins, — framan af æfi
sinni oft af litlum efnum. Við
félagar hennar í Forfatterforen-
ingen kölluðum hana stundum
Sigríði stórráðu og „en saga
kvinne“. Hvort tveggja passaði
nokkuð vel. Það sópaði að henni
öllum öðrum fremur í félagskap
okkar, jafnvel þótt hún sæti oft
þögul í stól sínum og segði ekk-
ert á fundum. En vel varð ráðið
af svip hennar, hvort henni lík-
aði betur eða verr, það sem sagt
var. Bros hennar gat verið svo
háðslegt, að undan því sveið; —
fáir vildu fá þá athugasemd við
ræður sínar. Og hún var alveg ó-
smeik við að taka þátt í sennu,
ef henni þótti þess þurfa.
Aðalpersónurnar í hinum
miklu „fornsögum“ hennar:
Kristín Lavransdóttir og Olav
Auðunsson eru báður næsta lík
ar skapara sínum, — einkum þó
Olav. Efalaust eru þær gerðar
með náinni hliðsjón af æfiferli
höfundarins. Sigrid Undset
þekkti harma, lífsbraut hennar
var stráð bæði þyrnum og rós-
um, en þó einkum þyrnum.
Hún fæddist í Kalundborg, í
Danmörku, 20. maí 18882 móðir
hennar var dönsk, — eins og
móðir Olav Auðunssonar. - Hún
fluttist ung til Noregs, gekk þar
í verslunarskóla og fékk atvinnu
á skrifstofu, að loknu námi. Ár-
ið 1907 þegar Sigrid var 25 ára,
kom fyrsta bók hennar út, skáld-
sagan „Martha Culie“. (Islenzk
útgáfa hjá Helgafelli, 1946). Bók
in fékk fremur góðar viðtökur
hjá ritdómurum. En fáir þekktu
höfundinn persónulega. Sigrid
unga var ómannblendin og fas
ið fráhrindandi. Hún mun hafa
verið talsvert einmana, enda þótt
hún væri snotur stúlka og hefði
yndisfögur augu.
Eg sé hana í anda ganga um
götur Kristjáníu, (sem Oslo var
þá nefnd) á fyrsta tugi tuttug-
ustu aldarinn: — Hún er meðal-
há, nokkuð grönn, hreyfingarnar
í senn djarfar og eilítið klunna-
legar, svipur og fas ekki laust
við þótta, augun dreymin, rann-
sakandi og tortryggnisleg, andlit
ið kringluleitt, varirnar þykkar,
og opnast, þegar unga stúlkan
er hugsi eins og hún sé að hlusta
eftir einhverju. í margmenni
dragast munnvikin niður og
var í Þýzkalandi og í öðrum ein-
ræðisríkjum, en það er samt mik
ilvægt fyrir foreldra að kynn
ast kennurum barna sinna og
fylgjast með þeim áhrifum, sem
skólinn hefir á þroskaferil
þeirra.
þyrknis svipur færist yfir and-
litið. — Karlmennirnir taka eftir
henni, þótt hún sé ekki áber-
andi fögur. Það er „eitthvað við
hana.“ En hún er ekkert sérlega
ljúf í viðmóti og loðir það lengi
við hana. Hún hefur hása, djúpa
og kuldalega lágrödd og er mjög
feimin.
Þótt Sigrid hin unga væri sein
að velja vini og allt annað en
fleðuleg í viðmóti, tók hún vel
eftir samborgurum sínum og
öllu, sem fram fór í kringum
hana. Róleg og rannsakandi augu
hennar lású niður í kjölinn með-
starfsmenn hennar í skrifstof-
unni og fólkið á gestaheimilun-
um, (pensjónater) er hún dvaldi
á.' Þeim manntegundum lýsir
hún í fyrstu bókum sínum af því
nær kreddukendu raunsæi. —
Þegar í „Frú Martha Oulie“
koma höfuðeinkenni þessa mikla
höfundar í ljós: Reynt er að
kryfja til mergjar samband karls
og konu, það er rökrætt og rýnt á
allar lundir og sýnt í fjölmörgum
tilbrgðum. Kostir og lýti verka
frú Undset koma skýrt fram í
fyrstu bókunum: — óbilandi
raunsæi, mikil mannþekking og
sannleiksást, ófreskt líf málsins,
sívakandi hugkvæmni og sköp-
unarmáttur, vökul og alvöru-
þrungin leit að einhverju æðra
en kveljandi hversdagsleikanum,
leit að tilgangi og samhengi; —
og ósparleg sóun orða og full-
rífleg söfnun smáatriða.
Bækur frú Undset vöktu
snemma athygli, en fullnaðar-
sigur vann hún, sem rithöfund-
ur árði 1911, með skáldsögunni
„Jenny“, sem var mikið lesin í
Noregi og auk þess þýdd á nokk-
ur erlend mál. — I fyrstu bók-
unum byggir hún ekki aihugan
ir sínar á neinum sérstökum
grundvelli siðferðislegs eða trú-
arlegs eðlis. Hún glímir við gát-
ur tilverunnar, á sviði tilfinn-
ingalífsins, rannsakar mannlíf-
ið án hlutdrægni og án tiltakan-
legrar bjartsýni. Henni er mikið
niðri fyrir, alvöruþnmgin er all-
staðar áberandi en naumast
verður séð að hverju dregur um
skapmótun skáldsins. Það kem-
ur fyrst í ljós í sögunni „Vaaren“,
er kom tú 1914. í þeirri bók kem-
ur berlega fram sú lífsskoðun frú
Undset, er upp frá því gegnsýrir
öll verk hennar. Sálfræðileg
rannsókn er enn sem fyrrr áber-
andi; samlíf karls og konu er
ívafið, en uppistaðan hin óhjá-
kvæmilega nauðsyn þess að
nálgast guðdóminn og þjálfa sál-
ina gegnum þrautir og harma til
auðmjúkrar innlifunnar í anda
kristninnar.
Árið 1909 kom út skáldsagan
„Viga-Ljót og Vigdís“ sem ber
allmikinn keim af íslendingasög-
um. Verður hún að teljast frem-
ur lítilvæg meðal verka höfund-
ar, að öðru leyti en því, að hún
er vísir hinna miklu sögulegu
skáldsagna: „Kristín Lavrans-
datter“ og „Olav Auðunson“ er
skópu heimsfrægð frúarinnar og
öfluðu henni Nobelsverðlauna.
Fyrsta bindi af „Kristin Lav-
ransdatter“ kom út 1920 og vakti
gífurl. athygli. Mun vart hafa
verið meira talað um aðra bók á
Norðurlöndum fyrr eða síðar.
Var framhaldsins beðið með
mikilli óþeryju, en síðasta bind-
ið kom 1922. (Bindin eru þrjú og
nefnast: „Kransen“, „Husfrue“,
,,Korset“). Þegar ég kom til Nor-
egs árið 1924, var bókin enn um-
ræðuefni almennings. Eitt af því
fyrsta sem ég var spurður um í
því landi var, hvort „Kristin
Lavransdatter" væri mikið, les-
in á íslandi. — Það er ekki vansa
laust að þetta mikla skáldverk
skuli enn ekki, árið 1949, vera
komið út á íslenzku!
Sagan um Olav Auðunsson, —
fjögur bindi, komu út 1925 —
1927, — er og stórkostlegt skáld-
rit. Ef til vill nær höf. þar bæði
dýpra og hærra í skoðun og
skilningi á mannlífinu, en í
„Kristín Lavransdatter“. En
þyngri er þessi saga í vöfum og
skortir talsvert á dramatískan
kraft og ljóma fyrra verksins.
Árið 1928 var Sigrid Undset
veitt Nobelsverðlaunin. — En
1927 hafði hún tekið kaþólska trú
og gætir þess nokkuð í næstu
bókum hennar: „Gymna denia“
og „Den brennende busk“. Sögur
þessar, ásamt tveim, er á eftir
komu, eru mikil verk, — þykja
að vísu dálítið tyrfnar og vand-
lesnar, en eru auðugar að mann-
viti, skáldlegu innæi, skilningi
og smúð. Þær skortir töfraljóma
hinna sögulegu sgna, en eru eigi
að síður sannar og lífrænar.
Sigrid Undset hefur lært tals-
Gullbrúðkaup
Það var fagur sólbjartur dag-'
ur Sunnudagurinn 24. júlí í
Argyle bygð, og þá láu allar
brautir í Túngu, en þar búa heið-
urshjónin Stefán Jónsson og
Helga Sigurjónsdóttir. Á þessum
degi var bygðarfólk að heiðra
þau í tilefni af Gullbrúðkaupi
þeirra. Þetta var samt ekki rétti
dagurinn, því þau vóru gift 9.
júní 1899, og fólk vissi ekki hinn
rétta dag, því þau heldu því
leyndu fyrir almenningi, en þó
seint væri var ekki að tala um
að þau slyppu, til þess eru þau
of vinsæl. Að heimili þeirra hinu
fagra dreyf múgur og marg-
menni að aflíðandi miðjum degi,
og hús voru tekin á hjónunum.
Forystu í þessari heimsókn hafði
Kvennfélag Frelsissafnaðar og
söfnuðurinn líka. Björn S. John
son hafði orð fyrir gestum og
stjórnaði skemtiskrá. Sálmur var
súnginn og Séra E. H. Sigmar
ávarpaði Gullbrúðhjónin og las
kveðju og kvæði frá Séra E. H.
Fáfnis og kveðjur frá fleirum.
Auk þess tóku til máls Mrs.
Thori Goodman, Mrs. Guðlaug
Jóhannesson, Páll S. Johnson,
Einar Haralds frá Vancouver,
Sigurður Helgason Háskóla-
kennari frá Winnipeg, G. J.
Oleson og máske fleiri. Heiðurs-
gestirnir báðir svöruðu með vel-
völdum orðum, þökkuðu heim-
sóknina og gjafir sem þeim vóru
gefnar. Kv. fél. Frelsis safn, gaf
henni peningabuddu, honum var
gefinn vandaður stóll, og þeim
báðum lagleg peningaupphæð
frá öllum þátttakendum, en
þátt í þessu tók fólk úr öllum
pörtum byggðarinnar.
Aldrei hefi ég séð ánægjulegra
samkvæmi, allir vóru svo inni-
leva glaðir og kátir. Allir vóru
þarna með heilum hug og
hjarta, því öllum sem þekkja
þessi hjón þykir innilega vænt
um þau. Hr. P. S. Johnson sagð-
ist vel er hann i ræðu sinni komst
svo að orði, að sér ætíð fyndist
hann vera á „Guðs vegum“ þeg-
ar hann kæmi á þetta heimili.
Þau hafa styrkt safnaðar og fé-
lagsmál byggðarinnar drengi-
lega, og mörgum hafa þau hjálp-
að, og mikið meir en fólk veit,
því þau hafa aldrei haft það í
hámælum.
Auk byggðarfólks var fólk
þarna vestan úr Vatnabyggðum,
Vancouver, B.C. Winnipeg,
Wawanesa og Víðar, heilla óska
skeyti fengu þau fjölmörg bæði
frá Islandi og úr ymsum áttum
hér vestra.
Stefán Jónsson er Eyfirðingur
að ætt og uppruna, en Helga er
ættuð úr Laxárdal í Þingeyjar-
sýslu, þar komu vestur um haf
1906 og alt af búið í Argyle, og
vert af íslendingasögum og gæt-
ir þess einkum í „fornsögum"
hennar. En frumleg er hún og al-
gerlega „sjálfstæð“. Skáldskapur
hennar á sér upp tök í djúpum
lindum norrænnar þjóðarsálar,
en er jafnrfamt í besta skilningi
alþjóðlegur. Bækur hennar eru
lesnar um allan hinn siðmennt-
aða heim; þær munu hafa verið
gefnar út á átján tungumálum.--
„Madame Dorthea“ varð síð-
asta sagan, er frú Undset skrif-
aði. Af þeirir bók átti að koma
framhald. En nú er Sigrid horfin
héðan. Þeir, sem kynntust henni,
munu minnast hennar alla sína
æfi. Hún var stórfengleg per-
sóna, mikið skáld og mikil kona.
Lærð var hún vel á ótal mörguji
sviðum og söguþekking hennar
með afbrigðum. I trú sinni var
hún einlæg og áköf að veita öðr-
um fræðslu um hana. — Starf
hennar í þágu lands síns á stríðs-
árunum var mjög mikilsvert,
enda kunna Norðmenn vel að
meta það. Andát henar vakti í
Noregi þjóðarsorg. Eg hygg að
flestir landar hennar hafi tekið
undir orð Arnulf Överlands:
„Það er eins og móðir sé
horfin“.
Mbl. 23. júlí
í Argyle-bygð
lengst af stundað landbúnað og
farnast vel, er Stefán nú einn af
óðalsbændum byggðarinnar Þau
hjón eiga einn son Jón að nafni,
og vinnur hann með foreldrun-
um, og ber öllum saman um það
að „Eplið hafi þar ekki fallið
langt frá eikinni.
Allir óska Gullbrúðsjónunum
blessunar og farsældar á ókomn-
um árum.
Konurnar báru fram veitingar
sem eins og oft fyr var þeim til
sæmdar.
G.J.OLESON
Frá Mountain, N.D.
Framhald af bls. 4
ur leikur, sem börnin á Gardar
léku og frú Hólmfríður æfði og
snéri á íslenzku úr ensku, tókst
hann einnig ágætlega. Eins og
áður er sagt voru báðar þessar
samkomur öllum til sóma, þeim
sem stjórnaði, frú Hólmfríði og
börnunum, sem tóku þátt í þeim.
Á frú Hólmfríður Danielson
heiður og þökk skilið fyrir starf-
ið og alla hennar góðu fram-
komu þennan tíma, sem hún var
hér í N. Dakota.
Á síðasta Bárufundi, 26. ágúst
1949, var ákveðið að safna í
minningarsjóð í minningu um
Jóhannes læknir Jónasson, sem
hér á fyrstu árum gekk fram
og aftur um byggðina til að
lækna og hjúkra sjúkum þegar
lítið var af peningum og langt
að ná í lækni, var ákveðið að
safna fé til að kaupa innanhúss
muni í borðsalinn í Mountain.
Það er borð, stólar, dúk á gólfið,
ljósahjálmar og fleira og kemur
þetta til að kosta mikið.
Báran leggur í þennan sjóð,
og voru þessir menn kosnir úr
hinum ýmsu byggðum til að
taka á móti og safna í þennan
sjóð í minningu um Jðhannes:
A. M. Ásgrímson, Akra; Joe
Peterson, Cavalier; Björn
Stevenson, Hallson; J. M. Ole-
son, Svold; S. A. Björnson,
Mountain; G. J. Jónasson, Ey-
ford; Helgi Laxdal, Gardar;
Helgi Finnson, Fjalla.
Allir, sem línur þessar lesa,
eða heyra um þetta, hvar sem
þeir eru niðurkomnir, beðnir að
taka þátt í þessari minningar-
gjöf — Allt verður vel þegið og
þakkað. Þeir, sem eru lengra í
burtu og vildu taka þátt í þessu,
geta sent tillög sín til S. A. Björn
son Mountain, N. D„ eða til rit-
ara Bárunnar
Með fyrirfram þakklæti fyrir
væntanlega þátttöku í málinu.
H. B. Grímson,
skrifari Bárunnar