Lögberg - 08.09.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.09.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. SEPTEMBER, 1949 Úr borg og bygð Fyrirtaks skyr fæst nú dag- lega hjá Mrs. Thompson, 203 Maryland Street, Sími 31570. Skyrpotturinn kostar 65 cents, en mörkin 35 cents. ★ Þeir Magnús Gíslason frá Ár- borg og Sigurður Pálsson frá Framnes voru staddir í borginni síðastliðinn föstudag. ★ Síðastliðið mánudagskvöld lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni Einar Sigurðsson bóndi við Oak View, 81 árs að aldri; hann verður jarðsunginn frá íslenzku kirkjunni við Voga. Þessa látna samferðamanns verður vafalaust minnst nánar við fyrstu hentugleika. Dr. Rún- ólfur Marteinsson jarðsyngur. ★ Þjóðræknisdeildin „Brúin“ í Selkirk, Man. heldur samkomu föstudaginn 9. sept. kl. 7.30 e. h. Allir Islendingar í Selkirk og utanbæjar velkomnir. Fjölmennið Freðfiskur stœrsti liðurinn - viðskiptin mest við Bretland SKÝRSLA HAGSTOFUNNAR UM ÚTFLUTNING í JÚLÍ 1 júlímánuði var aðalútflutnings vara okkar hraðfrystur fiskur og enn sem fyrr beindist framleiðsla okkar mest á Bretlandsmarkað. Af rúml. 14,5 milj. kr. verðmæti útfluttrar vöru keyptu Bretar af okkur fyrir rúmlega sjö miljónir kr. The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold its lth meeting on Tuesday afternoon next at 2.30 p.m. in the Church parlors. EATON’S fyrir ungt Canadafólk NÝTT 8KÓLAÁR IIEF8T1 Komlö hlaupandi I skólann og þa8, sem þifi þarfnist, er sýnt í hinni nýju EATON’S haust og vetrarverðskrá. Alt Það nýjasta fyrir fjörugt skðlalff og sunnudaga fæst með þvi verði, er foreldrar fallast á. % I / 'T. EATON WINNIPEQ OMA0* EATON’S ÚTFLUTTU VÖRURNAR Stærstu liðir útflutningsversl- unarinnar voru þessir auk freð fisksins, sem áður er getið: Is- varinn fiskur fyrir 4,6 milj.- kr. og saltfiskur óverkaður fyrir 2,3 milj. kr. — verðmæti annara vara nær ekki einni milj. kr. Fiskimjöl fluttum við út fyrir rúmlega hálfa milj. kr. — Út- flutningur á niðursoðnum fiski nam 9,400 kr., og á söltuðum hrognum 19 þúsund kr., rúmum. Frá þessu er skýrt í skýrslu Hagstofunnar um úftfluttar ís- lenskar afurðir í júlímánuði. TJtflutningsverslunin í júlí skiptist niður á 15 lönd. Næst Bretlandi í viðskiptum mánaðar- ins kemur Þýskaland, en þangað seldum við vörur fyrir 3,2 milj. kr. Þá koma Bandaríkin með vörukaup fyrir rúma milj. kr. Tríest keypti af okkur vörur að upphæð 997 þúsund. Portugal fyrir 845 þúsund og Tékkosló- vakía fyrir 430 þús. í júlí áttu ítalir minnst viðskipti við okkur af þeim 15 löndum er við seld- um afurðir okkar til. ítalir keyptu af okkur fyrir rúmlega 9000 kr. Viðskipti okkar við Isra- elríki námu rúmlega 90 þús. kr. og við Kúbu tæplega 22 þús. kr. Mbl. 30. ágúst E HAGBORG PHONE 2I3SI FUEly^ ►31 p- 1 ■ MANITOBA BIRDS RING BILLED GULL (Larus delawarensis) Long winged swimmers. In the autumn and winter the adult has head and neck flecked with ashy brown, and has yellow feet. Has a black ring about the bill near the tip. Dislinclions:—Smaller than other gulls, lack of red and the presence of dark ring on bill, and yellow legs are distinctive. The young are comparatively light in colour, much spotted, tail mottled with extensive subterminal band; dark bill with flesh coloured base. The adult is light in colour, showing indications of the blue mantle on the back. Underparts nearly pure white, peppered with fine dark bands. Has a sharp white tail; yellow or greenish yellow bill with dark ring; yellow feet and legs, with red eyelids and gapes. Field Marks:—Size, ring on the end of the bill and yellow legs are distinctive. Nesting:—On the ground or on rocky, stony or marshy shores. Dislribution:—Across the continent, breeding over most of the eastern ahd central Canada north to Great Slave Lake. Probably the commonest of the large gulls through- out the interior, and the one most often seen on or about the lakes and sloughs of the prairie regions. This space contributed. by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-237 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e.h. Allir ævinlega velkomnir ★ — „Vatnabyggð“ Prestakall — Séra Eric H. Sigmar prédikar á sunnudaginn 11. sept. (ensku): Kandahar — kl. 11 f. h. Mozart — kl. 3 e. h. Joam Lake Anglican Church kl. 7:30 e. h. Allir boðnir og velkomnir ★ Séra Skúli Sigurgeirsson mess ar á Silver Bay, sunnudaginn, 11 þ. m. kl. 2 e. h. Allir boðnir velkomnir Silfurbrúðkaup Þann 9. ágúst var þeim heið- urshjónum Pálma Stefánssyni og frú Kristínu (áður Brynjólf- son) haldið samsæti við Allen- byskóla, í tilefni af 25 ára gift- ingarafmæli þeirra. Veður var fagurt, og fjölmenni samankom- ið, til að fagna þeim og árna heilla fyrir velunnið starf. Verð- mætar gjafir voru þeim færðar, af börnum þeirra og vinum. Séra Runólfur Marteinson hafði gift þau fyrir 25 árum. Einar Johnson frá Steep Rock, hafði orð fyrir gestum og afhenti vand aðan silfurborðbúnað frá nokkr um vinum og vandamönnum. Hafði hann nú verið þeim sam- ferða yfir 20 ára skeið og þekt þau að öllu hinu bezta, sem þau hafa lagt til heilla byggð sinni og samferðafólki öllu. Hún sem skólakennari bæði fyrr og nú og leyst það starf af hendi með dugnaði og prýði eins og bezt má verða. En hann sem búhöld- ur og í öllu hinn mætasti maður. Þau eiga 4 börn, öll hin mann- vænlegustu, 2 stúlkur og 2 drengi. Elzt er Florence Valdína, nú Mrs. B. Jónsson, skólakenn- ari hér í Steep Rock árið sem leið. Næstur er Baldur, sem lok- ið hefir búnaðarskólanámi, vinn ur á bújörðinni heima. 3 Clara, nú í miðskóla á Steep Rock og 4. Jón, sem nú er í barnaskóla heima í byggð þeirra. Öll eru börn þeirra vel gefin og efnileg. Næst talaði Mrs. Th. Gíslason frá Oak Point, sem er systir frú Kristínar. Bar hún kveðjur og gjafir fram, frá fjarverandi systrum þeirra. Fleiri tóku til máls. Florence kennslukona, dóttir þeirra, flutti þakklæti frá systkynum þeirra og færði þeim verðmætar gjafir, og mæltist vel. Að síðustu þökkuðu silfur- brúðhjónin öllum fyrir heim- sóknina með velvöldum orðum, bæði á ensku og íslenzku, töldu þennan dag verða sér ógleyman legan. Voru svo fram bornar miklar veitingar, svo allir voru sammála um, að dagurinn hefði liðið fljótt og stundin hin á- nægjulegasta, í heima og frið- sæla landinu þeirra, við hið fagra Manitobavafn. E. Johnson Góð ræða — Góð ræða á ekki að vera lengri en það, að það sé ennþá eldur í pípunni, þegar maður stingur henni aftur í munninn. FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóðin í þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. XVII. KAPÍTULI Skraddarinn fer í miðnæturferð Eftir að Charley kom heim til sín með pappírinn, sem hann keypti á póst- húsinu og nafn Kathleenar var þrykkt á, hafði hann einstöku sinnum skrifað niður hugleiðingar sínar, en ávalt rifið blöðin í sundur og kastað bréfsneplun- um á eldinn. Það var honum fróun, í einveru hins nýja lífsviðhorfs, að blað- festa hugsanir sínar eins og hann var vanur að gjöra, þegar þörfin á því var minni. Að skrifa þær nú, eins og ástatt var, var honum eins og þegar fjötrað straumvatn sprengir fjötra sína og ryðst fram, það var honum hugarró, að gefa hinum persónulegu kendum sín- um lausan taum, því hið fyrra persónu- lega líf hans, var ekki eins sameinað hversdags- eða framtíðarlífi hans eins og það varð að vera og sýna sig í ósjálf- ráðum athöfnum, sem bæru með sér eftirlíkingar, eða leikaraskap frumhugs unar hans, heldur væri frumlegt og hreint. Daginn eftir að Louis gamli gjörði kaupsamningana við hann og fór að heimsækja friðdómarann, skrifaði Charley niður þessar hugsanir sínar um persónueiginleika og venjur. „Hver veit“, skrifaði hann, „hverjir hinir sönnu eiginleikar eru? Það fæðist barn í heiminn, með blóð drykkjumanns ins í æðum sér, líkt og þefur tóunnar í nösum veiðihundsins, og það virðist vera hið eðlilega. En ef það sama barn fyrir einhverjar kringumstæður, er hrifið undan þeirri fæðingaránauð og fengið í hendur manna — fósturfor- eldra, sem eru andvíg allri vínnautn og venjur þeirra ná haldi á barninu — góð- ar venjur, hugþekkar og hófsemisvenj- ur og það vex upp og verður að manni, eins og presturinn hérna, Arons bróð- ir. Hvert er þá hið sanna eðlisupplag þess? Er hneigðin til vínnautnarinnar numin burt, eða aðeins falin? Eru lífs- venjurnar, sem það hefir alist upp við, aðeins ytri fágun, þar sem hið sanna eðli barnsins, eða mannsins, fær aldrei að njóta sín, eða eru venjurnar orðnar að hinu sanna lífseðli? Hver veit þetta? Hér er ég fæddur með spurningarmerkið á tungu mér, umkringdur auðn óvissunnar og um- vafinn. Ég, sem lífið hefir verið mein- ingarlaus tilvera. Gæddur vitsmunum dýranna, nema hvað sá skilningur var óvanalega þroskaður og eini virkileik- inn, sem ég átti yfir að ráða var vits- muna kend, sem ekki varð skýrð, eða með orðum lýst. Maður, sem aldrei hafði orðið var við neina lífshræring, neinn lífsneista, frá öðrum heimi, eða æðri lífstilveru. Guð hafði alltaf verið mér sem draummaður — tilbúningur veiksinnaðra og hjálparlausra manna, sem hrópuðu út í loftið í vandræðum og vonleysi, — og hér hefir mér verið kastað eins og steini úr slöngu á með- al fólks, sem trúir á persónulegan, á- þreifanlegan allsstaðar nálægan Guð, og sem leita til hans í velgennni og vand ræðum lífs síns og segja: „Það er góður Guð, sem ræður“. Hvað verð- ur hér úr mér? Skyldu venjurnar vinna verk sín og breyta sjálfum mér? Skyldi ég undir valdi þeirra verða eins og skraddarinn, sem hefir það eina tak- mark að láta kirkjuna breiða væng fyr- irgefningar og farsældar yfir sig í blindni, eða meðfæddri fyrirfram á- kvarðaðri eðlisávísan — hvort skyldi það vera? Hvernig átti þessi harðsvinn- aði nánasalegi og óánðegði maður að vita um það, sem mér var meinað að skilja? Eða veit hann það? Eru það allt skynvillur? Ef að Guð er til, sem heyr- ir slíka tilbeiðslu og hefir velþóknun á henni og ræður yfir eðlilegum hvötum og hugarangri. Því lætur þess skraddari þá ekki ljós sitt skína, að menn sjá góð- verk hans, og vegsami föðurinn á himn- um? Hvers vegna ekki? Þess vegna, hvers vegna skraddari? Þess vegna hvers vegna Guð? Sýn mér merki frá öðrum heimi (himnum) skraddari!“ Charley sat á bekk sínum í skradd- arabúðinni á meðan hann skrifaði þetta og leit upp við og við yfir að litla póst- húsinu. Svo sat hann hugsandi og að- gjörðarlaus þar til fór að skyggja og skraddarinn kom heim til kveldveröar. Þá tók hann blöðin, sem hann hafði skrifað á, gekk með þau í hendinni yfir að eldstæðinu, sem enn var lifandi á, og kastaði þeim á eldinn. Louis Trudel sá blöðin brenna í eldinum og honum varð litið ofan á gólf ið og sá hvar eitt blað, það síðasta, sem Charley hafði skrifað, hafði fallið úr hendi hans og á gólfið, og hann sá að Charley hélt enn á blýantinum í hend- inni, sem hann hafði verið að skrifa með. Hin meðfædda grunsemd skradd- arans gjörði undir eins vart við sig og lymskuslægð brjálseminnar tók haldi á honum. Því með öllu hans trausti á góðum Guði og á kirkjunni, þá treysti Louis Trudel engum. Annað auga hans var opið fyrir vantrausti hans á mönn- um á meðan hitt var lokað í blindri trú. Á meðan Charley beygði sig eftir við til að kasta á eldinn, seildist skraddar- inn með tána að blaðinu og ýtti því und- ir borðið. Eftir að kyrrð var komin á um nóttina fór skraddarinn á fætur og of- an í búðina til að leita að blaðinu, fann það og tók með sér upp í svefnherbergi sitt. Blað þetta hafði vakið allra handa ímyndanir í huga hans. Máske að það væri sendibréf, og ef svo væri þá gæti hanri ef til vill fræðst eitthvað um for- tíð þessa manns. En ef það var sendi- bréf, hví var hann þá að brenna það? Það var altalað og á allra vitorði, að hann hefði aldrei sent frá sér eða fengið sendibréf, svo að það voru ekki miklar líkur til þess, að þetta væri sendibréf. Og. ef það var ekki sendibréf, hvað gat það þá verið? Máske væri maðurinn enskur spæjari, sendur af stjórn Eng- lands til að athuga óánægjuna, sem átti sér stað í sumum sveitunum? Máske að hér væri um ránsundirbúning að ræða. Þessar og aðrar brjálæðis ímyndanir fylltu huga þessa hugsjúka manns, með svo miklum æsingi, að hann gleymdi öllum hlýhug, sem hann hafði borið til þessa ókunna manns, sem hafði verið að vinna fyrir hann endurgjaldslaust. Grunsemdin, böl fullorðinsáranna lá eins og martröð á honum. Hann mundi eftir að monsieur hafði tekið undir hand legginn á honum þegar þeir gengu til sængur um kveldið og það jók á grun- semd hans. Hvers vegna skyldi hann hafa verið svo vingjarnlegur? Máske til að þóknast honum og lægja alla grunsemd, og ræna hann svo og myrða sofandi. En Guði var fyrir það þakk- andi, að þeir peningar, sem hann hafði heima hjá sér voru vel faldir, en hinir óhultir með Öllu á banka, sem var langt í burtu. Hann staulaðist aftur til sængur sinnar með blaðið í hendinni, sem að Charley hafði skrifað á og sem að hann óafvitandi missti niður á gólfið í búð- inni, það sem á því stóð var ritað á frönsku og skraddarinn stautaðist fram úr því, við kertaljós, sem hann hafði kveikt. Þegar hann fór að lesa sperti hann upp eyrun og rauðir flekkir færðust fram í kinnarnar á honum og hendurn- ar á honum titruðu. Hann varð æstur í huga og hafði upp orðin hvað eftir ann- að. Hélt upp blaðinu með annari hend- inni, en barði að því með hinni og þuldi fyrir munni sér: „Þessi skraddari hérna Þessi samansaumaðj, tplfinningialausi og ó- hamingjusami maður Ef Guð er til!..... Þess vegna, hvers vegna skraddari Þess vegna, hvers vegna Guð! Sýndu mér merki frá öðrum heimi skraddari!“ Hatrið brann í honum, Guðlast hið djöfullega háð vantrúarmannsins! Pró- tistantiska vantrúarmannsins sem hann fordæmdi; ef hann væri þjófur mætti setja hann í tugthús, ef hann væri spæjari mætti skjóta hann, eða tjarga hann og fiðra, ef hann væri morð ingi þá mætti hengja hann. En vantrúar maður var eitur, sem var til alls ills vís. Vantrúarmaður — þess vegna, hvers vegna skraddari? Þess vegna hvers vegna Guð! Sýndu mér tákn af himni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.