Lögberg - 08.09.1949, Síða 2

Lögberg - 08.09.1949, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. SEPTEMBER, 1949 THE 695 J.ogtjerg GefiB út hvern fimtudag af COLUMBIA PRESS LIMITED SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Ofíice Department, Ottawa LITIÐ UM ÖXL Þann 1. yfirstandandi mánaðar voru liðin tíu ár frá þeim tírna, er Adolf Hitler, drukkinn af mikilmensku- brjálæði, skipaði fyrir um innrásina í Pólland með það fyrir augum, að leggja undir sig allan heiminn; hann hafði á tiltölulega fáum árum, alið upp í Þýzkalandi kynslóð vitskertrar æsku, Hitlers-æskunnar svonefndu, er einskis sveifst, en rándýrseðlið lék lausum hala; hún hafði drukkið í sig kynþáttahatur, eins og hinar djöful- legu ofsóknir gegn Gyðingum báru svo glögg merki um; þúsund ára ríki þýzkra ofbeldisafla átti að gróðursetj- ast í mannheimi þar sem ríkisvaldið væri almáttugt, en einstaklingarnir ómyndug og óábyrg peð; alt var þetta í beinni mótsögn við hugsjónir lýðfrjálsra þjóða, er settu öllu ofar virðuleik einstaklingsins og grund- völluðu þjóðfélög sín á persónuhelgi hans. Það útheimti geisileg átök og gífurlegar fórnir, að koma Nazismanum á kné, en það lánaðist þó engu að síður, og vegna þess geta þjóðir heims, að minsta kosti margar hverjar, séð til sólar og andað að sér lífrænu lofti, að undanskildum þeim þjóðlöndum, er kommún- isminn, albróðir nazismans, hefir hneppt í þrælaviðjar; þar hvílir enn niðamyrkur yfir djúpinu án þess að nokk- urs staðar rofi til. Og nú er verið að telja rússnesku æskunni, Stalíns- æskunni trú um það, að Rússar hafi unnið stríðið einir; fyr má nú vera blygðunarleysið og blekkingin! Á því örlagaríki tíu ára tímabili, sem hér ræðir um, fengu Þjóðverjar, ítalir og Japanir sína vöru selda, voru frá yfirgangs og hernaðarlegu sjónarmiði séð, muldir til agna, en forsprakkar þeirra hrepptu óvirðu- legan dauðdaga. Viðnámi Breta framan af styrjöldinni, en síðar kyngimagnaðri sókn þeirra, mun lengi viðbrugðið. Og hvað hefði orðið um Rússann ef hin djarfa og volduga Bandaríkjaþjóð eigi hefði komið til sögunnar, byrgt hann upp að flugvélakosti og öðrum varnartækjum og tekist á hendur meginforustuna á orustuvettvangi Norð urálfunnar, þrátt fyrir það þótt hún væri önnum kafin í Kyrrahafsbaráttunni líka. Og nú hafa Rússar dregið saman her við landamæri Júgóslavíu, vegna þess að Tító, sem einnig er kommún- isti, vill ógjarna láta segja sér fyrir verkum frá Moskvu, eða sætta sig við það, að erlend og óviðkomandi öfl blandi sér inn í innanríkismál þjóðar sinnar. Og því ætti hann líka að láta annan eins óvinafagnað líðast átölulaust? Pátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Upp af rústum hruninna halla, hafa Sameinuðu þjóð irnar komið fram á sjónarsviðið og Norður-Atlants- hafsbandalaginu verið hrundið af stokkum; markmið beggja stofnana er eitt og hið sama, að vinna í einingu að alþjóðfriði og koma í veg fyrir ofbeldi og landrán úr hvaða átt, sem slíks yrði vart; að þessu er unnið að beztu manna yfirsýn, er bera hamingiu mannkynsins fyrir brjósti. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa. Mennirnir mega ekki við því, að glata traustinu á öllum og öllu þótt eigi blási ávalt sem byrvænlegast og stundum skyggi snögglega í álinn. NAUMAST EINLEIKIÐ Verkamannadagurinn, eða sá dagur, sem einkum og sér í lagi er helgaður hinum vinnandi stéttum, er um garð genginn; veður var kalt og bjart, eins og Jónas Hallgrímsson skáld sagði um veðrið í himnaríki. Svo sem venja er til, þyrptist fólk, er byggir megin- land N.-Ameríku áminstan verkamannadag í tugþús- unda og miljónatali til hinna ýmsu hressingar- og skemmtistaða víðsvegar um landið, og var það í sjálfu sér einungis gott og blessað, því það er fólki lífsnauð- syn að létta sér upp; en hitt er erfiðara tilhugsunar, ef slíkar skemmtiferðir snúast upp í harmsögu eða jafn vel þjóðarsmán, en slíkt gerðist síðastliðinn verka- mannadag í Canada og Bandaríkjunum á átakanlegri og umfangsmeiri hátt, en dæmi voru áður til, og var það vægast sagt naumast einleikið. Nákvæmar skýrslur yfir umferðaslys á verkamanna daginn eru enn eigi við hendi, þó víst sé að þau hafi orðið gífurleg og í raun og veru óverjanleg. Að því er blöð og útvarp herma, höfðu umferðaslys í Bandaríkjunum, er leiddu til bana, orðið eitthvað á fimta hundrað, auk þess sem freklega þúsund manns sættu mismunandi meiðslum; og í Canada urðu hlut- föllin tiltölulega litlu betri; við svo búið má ekki lengur standa án þess, að stjórnarvöldin taki alvarlega í taum- ana og hætti að taka mjúkum móðurhöndum á öðrum eins óvinafagnaði. Það er engu líkara en fólk tapi þessari vitglóru, er það hlaut í vöggugjöf, er það kemur í bíl sínum út á þjóðvegu landsins og skeyti hvorki um skömm né heiður. MINNINGARORÐ: Sigurást Daðadóttir Björnson Þann 27. apríl 1949 andaðist á Almenna sjúkrahúsinu í Innis- fail, heiðurskonan Sigurást Daða dóttir Björnson eftir langvar- andi legu; hún var á 86. aldurs- ári. Sigurást var fædd 10. ágúst 1863 í Dalasýslu á íslandi, faðir hennar hét Daði en móðir Sig- ríður Erlendsdóttir; að öðru leyti er mér ókunnugt um ætt hennar, nema hún var eitthvað í ætt við Arngrím lærða. Um æsku hennar og uppeldi er mér einnig ókunnugt. Hún giftist Þórhalli Jónssyni 1890. Missti mann sinn eftir fimm ára samveru, og var eftirskilin með 3 börn. Hún fluttist með föður sínum til Ameríku árið 1900, en missti hann skömmu seinna; mun hún hafa haft ofan af fyrir sér og börnum sínum í Winnipeg næstu fimm árin. Árið 1905 fluttist hún vestur til Alberta og varð bústýra hjá Jóhanni Björnssyni á Tindastól, og giftust þau ári seinna 1906. Jóhann dó 1942. Hana lifa nú 3 börn frá fyrra hjónabandi. Þau eru: Sarah Rose Edwards, í San Francisco, Cal., Lillian Thorp í Oakland, Cal. og Thorhallur Johnson í Calgary, Alta. Sigurást sál. var greind kona, vinsæl og gestrisin með afbrigð- um, góð móðin og húsmóðir; munu gestir og gangandi lengi muna gestrisni þeirra Tindastóls hjóna. Jarðarförin fór fram frá Lút- ersku kirkjunni á Markerville, sunnudaginn 1. maí að við- stöddu fjölmenni, og var hún jarðsett í Tindastóls-grafreit af Dansk lút. presti, séra Olesen. Blessuð sé minninq hennar. A. J. C. Friðarstarf S.Þ. er þegar orðið mjög árangursríkt Skýrsla Tryggve Lie til meðlima landanna TRYGVE LIE, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, lagði síðustu hönd að ársskýrslu S.Þ. skömmu áður en hann lagði af stað í frí sitt til Noregs. Nú er lokið við að prenta skýrslu aðalritarans, og hún var opinberlega birt seint í gærkvöldi. Ársskýrslan hefir þegar verið send til hinna 59 meðlimalanda S. Þ., en hún nær yfir mánuðina tólf til 30. júní. Hér fer á eftir lauslegt yfir lit yfir innihald skýrslunnar, á- samt niðurstöðum aðalritarans. Með aðstoð Sameinuðu þjóð- anna, hefir á síðastliðnum tólf mánuðum reynst mögulegt að skapa fjórðungi mannkynsins friðsamleg kjör að lifa við, en segja má, að allar þessar mill- jónir hafi til skamms tíma búið við ófrið eða yfirvofandi stríð. Auk þess má fullyrða, að mill- jónir manna hafi fengið bót á lífskjörum sínum fyrir atbeina S. Þ. Deilun stórveldanna hafa ekki orðið til þess að stöðva starf- semi Sameinuðu þjóðanna á sviði heilbrigðismála, landbún- ftlðar, barnahjálpar, verkalýðs- mála og efnahags- og verzlunar- mála almennt, fullyrðir Trygve Lie. S. Þ. hefir meira að segja tekist að draga úr deilunum um þessi mál. Auk þess tókst sam- tökunum að minnka þann stríðs- ótta, sem var Berlínardeilunni samfara, með því að beita sér fyrir ráðstefnu utanríkisráð- herra stórveldanna. Tillögur Með hliðsjón af þeim megin deilumálum, sem nú eru uppi í veröldinni, kemur aðalritarinn með eftirfarandi tillögur: 1. Að stórveldin haldi enn á- fram tilraunum sínum til að komast að samkomulagi. Að því hlýtur að koma, segir Lie, að þau verði að komast að ein- hverri niðurstöðu um Þýzka- land, Japan, atomorkuna, vopna búnað og herafla til handa Ör- yggisráðinu. 2. A& fyrrverandi nýlendur Itala verði settar undir eftirlit verndargæzluráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. Að hin nálægari Austur- lönd verði látin ganga fyrir um aðstoð S. Þ. til handa þeim lönd- um, sem enn eru eftirbátar ann- arra á sviði menningar og tækni. 4. Að þegar í stað verði hafist handa um að reyna að leysa efnahagsvandamál veraldarinn- ar, með forystu S. Þ. 5. Að beiðni þeirra fjórtán landa, sem nú vilja fá upptöku í S. Þ. verði svarað játandi. 6. Að stofnað verði 300 manna einkennisklætt varðlið, til Jjess að aðstoða sendinefndir S. Þ. víðsvegar í heiminum. StyrjalcLir stöðvaðar Um friðarstörf Sameinuðu þjóðanna segir Lie meðal ann- ars: Enda þótt S. Þ. hafi ekki leyst deilur stórveldanna, hefir tekist að koma í veg fyrir að þær yllu friðslitum ... En á meðan á þessu hefir gengið, hefir árangurinn af starfi S. Þ. sífelt órðið meiri. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðv að styrjaldir víðsvegar í heim- inum, og þær hafa beitt sér fyrir alþjóðlegri samvinnu á nær öll- um sviðum Þá er Lie þeirrar skoðunar, að allsherjarþingið sé að verða „ein öflugustu friðarsamtökin, sem veröldin hefir átt“. i Alþióðadómstóllinn í einum kafla ársskýrslunnar er rætt um Alþjóðadómstólinn og hið sívaxandi hlutverk, sem hann á að gegna í heimsmálun- um. Dómstóllinn kvað í ár upp fyrsta dóm sinn frá því Sam- einuðu þjóðirnar voru stofnað- ar: Hann komst að þeirri niður stöðu, að Albanir hefðu átt sök á manntjóninu, sem varð á tveimur brezkum tundurspill- um, er þeir rákust á tundurdufl á Korfusundi 1946. Dómstólinn taldi einnig, að Bretar hefðu rof ið albönsku landhelgina, er þeir hreinsuðu tundurdufl úr sund- inu eftir atburð þennan. Dollaraskortur Dollaraskorturinn hefir haft það í för með sér, að frétta og úpplýsingaþjónusta S. Þ. hefir enn ekki getað orðið jafn um- fangsmikil og skyldi, segir í skýrslunni. Þessi skortur hefir meðal annars orðið til þess að takmarka fjölda erlendra frétta manna við aðalbækistöð S. Þ. Fyrsta júní í ár áttu 35 lönd fréttamenn í Lake Success. Upplýsingaþjónusta S. Þ. hef- ir nú 15 skrifstofur utan Banda- (Frh. á hls. 3) Marx og hin rússneska yfirgangsstefna Minni hvalveiði en í fyrra Eins og allir vita, er Karl Marx átrúnaðargoð kommúnista og alt sem á að hafa útgengið þeirra augum heilagur sannleik- ur, sem þeim öllum er skylt að hlýða, eins og iielgu Guðs orði. Kenningar Marx eru trúarbrögð kommúnista, andlegt fóður þeirra, sem þeir eiga að lifa á, ásamt með Stalín-dýrkuninni. En það kemur fyrir, að valda- menn kommúnismans leggi hin- um skeggjaða júða eitt og ann- að í munn, sem hann hefir ekki sagt. En sé það viðurkennt af Moskvaklíkunni, gildir það sem sannleikur, og trúarbrögð fyrir kommúnista. George Izard hefir nýlega gef- ið út bók sem heitir „Kravtjenko og Moskvamenn". Þar nefnir hann nokkur dæmi þess, hve ó- ráðvandlega kommúnistar fara stundum með orð og kenningar Karls Marx, og segir t. d. að ef Marx hefði nú verið uppi, þá myndi hann óefað hafa verið fylgjandi Atlantshafssáttmálan- um. Marx var á sínum tíma frétta- ritari í London fyrir New York Tribune. Þann 12. apríl 1853 birti hann grein um rússneska utanríkispólitík. Þar kemst hann m. a. þannig að orði: Skyldi hinn rússneski risi nokkurntíma hætta því að stefna að heimsyfirráðum? Enda þótt vilji væri til þess, þá munu kringumstæðurnar ekki leyfa honum það. Eðlileg landa- mæri hans frá náttúrunnar hendi, liggja frá Danzig eða jafn vel frá Stettin suður til Trieste. Og það er ómótmælanlegt að stjórnarvöld Rússa gera sitt ítrasta, til þess að víkka út landa mæri sín jafnvel svo langt. And- staðan gegn Rússum, sem dugar, er fyrst og fremst fólgin í kyngi- krafti lýðræðishugsjónarinnar, og meðfæddri frelsisþrá mann- kynsins. Þannig fórust þeim manni orð, sem kommúnistar trúa fyrst og fremst að fari rétt með, og hafi verið maður til að kenna þeim lífsspeki. Skyldi það ekki vera næsta augljóst mál, að Marx myndi nú hafa talið eðlilegt að vestrænar þjóðir leituðu samvinnu sín á milli, til þess að freista að stemma stigu fyrir yfirgangs- stefnu Rússans, og vernda með því lýðræðið og frelsi sitt. Piltarnir, sem vörpuðu grjót- inu inn í þingsalinn 30. marz, munu vera aldir upp í þeim anda, að trúa Karl Marx, sem alvitr- um. En hann var þá ekki meira hlyntur yfirgangsstefnu Rússa en þetta. Og taldi það eðlilegt, að lýðræðisþjóðir kæmu fyrir sig vörnum. Það má segja fyrir munn þessara grjótelsku náunga, að svo bregðast krosstré sem önn- ur tré. Mbl., 31. júlí Hvalveiðivertíðin í ár hefir gengið ver en vertíð fyrra árs, sagði Loftur Bjarnason, í sam- tali við Mbl. í gær, en Loftur er einn af stjórnendum Hvalveiði- stöðvarinnar í Hvalfirði. Frá því að vertíð hófst í apríl mánuði s.l. hafa verið veiddir 168 hvalir alls. Eru nú fjórir norskir hvalveiðibátar gerðir út og er veiðin í ár því sem næst helmingi minni á bát en í fyrra. Norsku hvalveiðimennirnir telja víst að minna sé um hval við landið nú en í fyrra. Bát- arnir hafa venjulega fengið þetta einn og tvo hvali í för og mest þrjá.’. Hvalveiðimiðin eru djúpt út af Faxaflóa. Bráðlega mun verða tekið til notkunar við Hvalveiðistöðina gæligeymzla fyrir hvalkjötið, á þar að vera hægt að geyma um 30 smál. af kjöti í einu. Úr kæli- húsinu, sem heldur ákveðnum ! kulda á kjötinu, fer það í hrað- . frystihúsið. Mbl. 16. ágúst. Prestskorning í S.-Þingeyjarsýslu í gær voru talin á skrifstofu biskups atkvæði við prestskosn- ingar í Skútustaðaprestakalli í S.-Þingeyjars slu. Umsækjandi var aðeins einn, Hermann Gunnarson, cand. theol. Á kjörskrá voru 246 kjósend- ur, en 152 greiddu atkvæði. Umsækjandinn var löglega kosinn með 143 atkvæðum, en 9 seðlar voru auðir. Mbl. 4. ágúst Minnist BCTCL í erfOaskrám y5ar JOHN J. ARKTJE Opiometrist and Optician (Eye* Kxunlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. FORTAOK AT HABORAVK The Swan Manufacluring Co. Oor. ALEXANDKR and ELIiEN Pbone 22 641 Halldór M. Swan eigandl Heimili: 912 Jessie Ave — 46 958 Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Ravaizos Flower Shop Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Ravatzos, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA THAT'S RIGHT! Time to Stock Up on WESTINGHOUSE LAMPS Put a Westinghouse lamp in every socket in your home! Then you’ll have lots of good light throughout the Fall and Winter months. Light that lasts longer, stays brighter. You can order Westinghouse lamps from your City Hydro meter reader, bill deliverer or collector. Have them sent C.O.D. or charged to your monthly light bill. ----CITY HYDRO----------- Porlage and Kennedy Phone 848 131

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.