Lögberg - 08.09.1949, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.09.1949, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. SEPTEMBER, 1949 3 A.H U©AA4AL LVENINA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÞÁTTASKIL Þegar ég leit út um gluggann í morgun, sá ég að haustið er í þann veginn að ganga í garð. Norðan svali blés inn um opinn gluggann; laufin á trjánum eru rétt að byrja að skipta um lit; hópur fugla var á flugi í suður- átt. Þegar þessi þáttaskipti eiga sér stað í ríki náttúrunnar verð- ur manni ljóst hve margt er líkt með árstíðunum og hinum ýmsu tímabilum í ævi mannsins — vorinu og æskunni; sumrinu og fullorðinsárunum; haustinu og miðaldursáfunum; vetrinum og ellinni. Hamingja mannsins er mikið undir því komin hvernig hon- um gengur að sætta sig við þessar breytingar; hvernig hann innir af hendi það hlutverk, sem hvert tímabil krefst af hans hálfu. Vorið — æskan er aðallega tímabil hins líkamlega þroska. Á næsta tímabili, fullorðinsár- unum, er mestallri orku manns- ins beitt að hinni daglegu at- vinnu til að tryggja sér stöðu í félagslífinu, koma á stofn heim- ili, ala upp börn og mennta þau og bæta efnahag sinn. Þetta er nauðsyn og í samræmi við nátt- úrulögmálið. En svo kemur haustið áður en varir, og í skammsýni okkar kvörtum við og kveinum yfir þessari breytingu; horfum til baka til alls þess, er sumarið hafði að bjóða með svo miklum söknuði, að við áttum okkur ekki á að haustið býður okkur ný viðfangsefni og nýtt líf. Mannveran er ekki aðeins skepna; hún hefir einnig sál. — Vorinu og sumrinu — æskunni og fullorðinsárunum mætti líkja við hinn líkamlega þroska og hina ytri og efnalegu framsókn mannsins. En þegar haustið kem ur, miðaldursárin, rumskast sál- in; hið nýja tímabil, sem nú hefst í ævi mannsins krefst þess að hann leggi aðaláherzluna á hinn andlega þroska sinn. Þeir, sem ekki vilja sjá að nú eru komin þáttaskil; þeir, sem ekki vilja sinna köllun sálarinn- ar; þeir, sem enn vilja halda dauðahaldi í sumarið og verk- efni þess, lifa ekki í samræmi við lögmál lífsins, og sá, sem er ekki í samræmi við þróun lífsins getur ekki náð þeim þroska, sem honum hefir verið áskapaður né verið ánægður. Það eru ótrúlega margir, sem eiga örðugt með að átta sig á því að á þessum tímamótum hefst alveg eins mikil breyting eins og þegar þeir fluttust af æskuskeiði til fullorðinsára og viðhorf þeirra til lífsins verður því að breytast. Margir vilja halda áfram í sama hjólfarinu; einbeita allri hugsun að hinni daglega vinnu og allri orku sinni til þess að afla efnislegra gæða. Þeir hlýða ekki kalli sálarinnar og í stað þess að þroskast, standa þeir í stað eða fara minkandi andlega. Á þessu nýja tímabili er nauð- synlegt að eignast ný áhugamál, beina hugsuninni að leyndar- dómum mannlífsins, opna augu og eyru fyrir fegurðinni í ríki náttúrunnar og í heimi listar- innar; leitast við að beita hug- viti sínu, listrænni eða hagri hönd við ýms verkefni. Þegar Benjamín Franklín varð miðaldra, ráðstafaði hann atvinnu sinni þannig, að hann fékk meiri tómstundir til vís- inda og heimspekisiðkana. Frönsku lærði hann eftir að hann var kominn á efri ár. Hann hafði aldrei notið skólamennt- unnar en varð samt einn mennt- aðisti maður þjóðar sinnar og nýtasti þegn hennar. Hann mat peninga einungis fyrir þær tóm stundir, sem þeir veittu honum til að sinna áhugamálum sín- um. En margur mun nú segja sem svo að honum gefist enginn tími frá því að afla sér og sínum lífs- viðurværis. Þegar maður heyrir slíkar viðbárur verður manni á að hugsa um hina íslenzku land- námsmenn Nýja íslands. Fátækt þeirra og erfiðleikar eru öllum kunnir. Ætla mætti að þeir hefðu átt nóg með að afla hinna frumstæðustu lífsnauðsynja — fæðis, klæða og skýlis. En þeir voru þroskaðir menn þeir skildu það að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Þeir héldu fundi og ræddu velferðarmál sín, bæði hin efnislegu og and- legu, og hin síðarnefndu ekki af minna kappi, jafnvel þó þeir ættu, svo að segja, ekki mat til næstu máltíðar. Þeir mynduðu þegar söfnuði, stofnuðu skóla og komu á stofn blaði. Þeir unnu ekki aðeins fyrir sér og sínum, þeir gáfu sér tíma til að lifa. — Hausttími ævinnar opnar manninum nýja útsýn yfir lífið, býður honum ótal ný viðfangs- efni og getur orðið gleðiríkasta tímabil ævinnar. Elstu jarðarbúar EFTIR CHRISTIAN SIVERTZ Fyrir skömmu dvaldist ég nokkrar vikur í San Francisco í Kaliforníu og skoðaði þá meðal annars nátúrusögusafnið, sem er í Golden Gate Park. Þar var margt merkilegt að sjá og þar á meðal búta úr einu af hinum heimsfrægu Seqoia trjám, sem venjulegast ganga undir nafninu Kaliforníu rauð- viður. Nokkrum mánuðum fyr hafði ég séð svipaðan trjábút í Chicago — sennilega úr sama tré — og fanst mér þetta svo merkilegt að mér datt í hug að menn vildu fræðast meira um þetta, þar sem sjaldan mun hafa verið minnst á Seqoia-trén í ís- lenzkum blöðum. Það sem hér fer á eftir er ekki annað en afrit af þeim upplýs- ingum, sem prentaðar eru og liggja frammi í safninu gestum til fræðslu. Mér var sagt, að ekki væri hægt að fá þessar prentuðu upplýsingar, en mér væri velkomið að skrifa þær hjá mér. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og þessar eru upplýsing- arnar: „Þessi bútur er sagður úr stofni trés í Sequoia- National Park. Eru þar þúsundir slíkra trjáa, og mörg miklu stærri en þetta var. Tré þessi vaxa um 30 mílur fyrir norðan og austan Vaselia og liggur þangað ágæt- ur vegur og er umhverfið undra fagurt. Tré það, sem þessi bútur er úr, var 330 fet á hæð, 23 fet var stofninn í þvermál neðst, 16 fet í þvermál 15 fet frá jörðu og 11% fet í þvermál 50 fet frá jörðu. Tvær eru tegundir Sequoia trjáa. Risatréð (Sequoia giantia) og Rauðaviður (Sequoia semper visen). Risatrén eru aðeins í Sierra á mjóu belti og eitthvað 250 mílna löngu, og er um 5000 til 7500 fet yfir sjávarmál. Rauð viðurinn vex aðeins í strandfjöll unum, frá Monterey County norður til Oregon. Á fyrri jarð- öldum hafa trén vaxið miklu víðar en nú. Steindar leyfar þeirra hafa víða fundist, jafn- vel langt norður frá. Nú vaxa tré þessi hvergi í heiminum Stærsta olíustöð, sem íslendingar reisa, í smíðum í Laugarnesi ÞAR ERU 10 OLÍUGEYMAR. SEM TAKA 42.500 SMÁL. Þessa dagana rís af grunni inni við Laugarnes, mesta oliustö,, sem Islendingar hafa reist, olíutöð Olíuverzlunar Islands h.f. og er búist við, að hún verði fullgerð að ári. Er þarna verið að reisa 10 olíu- geyma, er taka samtals 42,500 smálestir, og verður stöðin búin öllum nýtízku tækjum, svo og önnur mannvirki, er slíkri stöð tilheyra. Hröð vinnubrögð Unnið er að smíði allra gey- manna samtímis og eru sumir þeirra langt komnir. Verkið var fyrst hafið hinn 1. maí s.l., en fyrsta platan var sett í geymana 26. júní, og hefir það því gengið afbragðs vel, enda hafa vélsmiðj- ur Reykjavíkur lagt hönd á plóginn: Landssmiðjan, Stál- smiðjan, Keilir, Hamar og Héð- inn og smiðja Kristjáns Gísla- sonar að nokkru leyti. Vinna þær en eftirlit með verkinu af hálfu þeirra allra, annast Hjálmar Bárðarson verkfræðingur. Feykilegt mannvirki. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða mannvirkið, í fylgd Hreins Pálssonar, forstjóra Olíu- verzlunarinnar, enska verkfræð- ingsins R. Hedley Sheldrakes, sem hefir yfirumsjón með verk- inu, auk fleiri verkfræðinga og kunnáttumanna. Var þarna ys og þys og mikill dynur í lofti, enda munu þarna vera á annað hundr að manns að verki og 40—45 lpgsuðuvélar. Geymarir eru 10 að tölu, eins og fyrr greinir, 7 stórir og 3 minni. Eru stóru geym arnir 26 m. í þvermál og 13 metr- ar á hæð og í hvern þeirra fara um 150 smálestir af stáli. Nær olíustöðin fullgerð yfir um 11 hektara lands. Verkið er unnið í tveim áföngum, álíka mikið í ár og á næsta ári. Fjárfestingarleyfi hefir þegar fengizt fyrir verkinu, nema hinni fyrirhuguðu bryggju, er þarna á að ganga í sjó fram, en þar til hún kemur, verður notazt við neðansjávarleiðslu út íolíuskipin nema í Californiu og suðurhluta Oregons. Þetta eru elztu tré í heimi. í tré, sem fellt var í Convesegrave austur af Fresno árið 1892, voru árhringarnir nákvæmlega tald- ir og reyndist það 3210 ára gam- alt. Það hefir því verið 1300 ára þegar Kristur fæddist. Tré það, sem þessi bútur er af, var fellt veturinn 1917—’18 og var þá 1710 ára gamalt. Þeg- ar Kolumbus fann Ameríku hef ir það verið voldugt tré, 300 feta hátt og 22 fet í þvermál, enda 1275 ára gamalt“. Samkvæmt þessu hefir tréð skotið upp kollinum árið 207. Það var því til nokkru fyrr en Gotar lögðu undir sig rómverska ríkið. Það hefir verið 660 ára í þann mund er ísland byggðist og nær 800 ára þegar Leifur heppni fann Ameríku. Lesbók Mbl. fyrir utan, er verður lagt við trausta stjóra á sundinu. Leiðsla að Klöpp. Olíuleiðsla verður lögð frá hinni nýju stöð að olíustöðinni á Klöpp og olíunni dælt þangað og síðan fram í skip, en síðar verður Klapparstöðin eins konar milli- liður hinnar nýju stöðvar og hafnargarðsins. Leiðsla þessi verður um 2Vz km. að lengd. Auk geymanna verða þarna reistar ýmislegar byggingar, svo sem ketilhús, dæluhús, rafstöð, bílskúrar, verkstæði, skrifstofu- bygging, kaffistofa starfsfólks o. s. frv. Byggingarfélagið Brú annast aðrar framkvæmdir en stálvinn- una. Góð samvinna. Hinn enski verkfræðingur Sheldrake, lauk miklu lofsorði á góð vinnubrögð og ekki sízt vin- samlega samvinnu bæjaryfir- valdanna, slökvistjóra, hafnar- stjóra, rafmagnsveitunnar og annara aðila, er hlut eiga að máli, enda sagði hann, að annars hefði ekki verið unnt að áorka eins miklu á svo skömmum tíma, sem raun ber vitni. Ekki þarf að taka fram, að stöðin verður vel úr garði gerð, ef illa tækist til og sprengingar yrðu í einum eða fleiri geym- anna, varnargarður umhverfis alla geymanna og auka-garður um þá, sem hafa eldfimast efni inni að halda. Er þetta gert í sam- ráði við slökkviliðsstjóra. Vísir, 13. apríl Hveitiuppskeran í ár Kornslætti og þreskingu í Sléttufylkjunum er nú víða um það bil að vera lokið; jafnbezt hefir hveitiuppskeran orðið í Manitoba, og veður um þresk ingartímann með allra hagstæð- asta móti. Staðhæft er að hveitiuppskera Sléttufylkjanna muni verða um 364 miljónir mæla. Friðarstarf S.Þ.er þegar orðið mjög árangursríkt (Frh. aj hls. 2) ríkjanna. í ár voru nýjar skrif- stofur opnaðar í Sydney, Cairo og Buenos Aires. Fjárlög Sameinuðu þjóðanna fyrir 1950 eru áætluð 44,3 millj. dollara, eða um 800.000 dollur- um hærri en í ár. Unnið er að byggingu nýrra aðalbækistöðva í New York, en í þær verður ekki hægt að flytja fyrr en 1951. Stjórnarbyggingin, sem er 39 hæðir, á að vera full- gerð í janúar 1951. Mbl., 16. ágúst. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsy'örn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviC, heldur hita. KKLX.Y SVKINSSON Slmi 64 358. 187 Sutherland Ave., Winnápeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg Phone 924 624 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 388 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Soiidtor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA Alto 123 TENTH ST. BRAN00N 447 Portage Ave, Ph, 926 885 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GBN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG Talslmi 926 826 Heimili* 5*893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðlngur < auona, eyma, ncf oo kverka ajúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 U1 5.00 e. h. SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega penlngalán og eldsábyrgC. bifreiSaábyrgC, o. s. frv. Phone 927 638 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 305 Confederation Life Bldg. Winnipeg Manitoba Phone 49 469 Radio Service Speclallsts ELECTRONIC LABS, H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 192 ERfN St. WINNIPEG Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Löofrœ'ingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manayer T. R. THORVALDSON Your patronage wlll be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fraeb and Frozen Fish. 311 CHAMBER8 STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227 Wfholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofusfmi 923 851 Helmasfml 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur Xyfsali Fölk getur pantaö meöul og annaö meö pösU. Fljðt afgreiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar m'lnnisvaxöa og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsfmi 26 444 Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend" Bi. ,,■<! 297 Princbss STRKirr rn. /0404 ffaif Block N. Logan Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Teiephone 202 398 Phone 724 944 Dr. S. J. .Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, ViÖtalatlmi 3—6 eftir hAdegri DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Offloe hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Rea Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.