Lögberg - 20.10.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.10.1949, Blaðsíða 2
LOGBERG, FIMTUDAGT.NN, 20. OKTÓBER, 1949. ilogberg GefiÖ út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED «». SAROENT AVENUE, WINNXPEQ, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR I ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 ■ Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. , 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ÍSLENDINGAR í VESTURHEIMI Grein sú, sem hér fer á eftir, er tekin saman af Pétri Sig- urðssyni, ritstjóra og kennimanni, sem er heitur ættjarð- arvinur, er mjög hefir látið til sín taka siðmenningarmál íslenzku þjóðarinnar síðustu áratugina; greinin er ekki birt hér fyrir þá sök, að vitnað sé í Lögberg, því slíkt er . alltítt á íslandi og ánœgjulegt til þess að vita; niðurlagi greinarinnar er þannig háttað, að óhjákvæmilegt er að nokkura umhugsun veki hjá okkur Vestur-íslendingum, og vœri þá vel, ef hinn fagri vitnisburður, sem Pétur rit- stjóri gefur okkur væri að öllu leyti á gildum rökum bygður, því þá væri með því sýnt, að baráttan fyrir vernd menningarerfða okkar í þessari voldugu álfu, hefði ekki verið unnin fyrir gýg. Hin drengilegu ummæli Péturs ritstjóra eiga að verða metin að makleikum, og ættu að verða okkur hvöt til auk- inna afreka. — Ritstj. „Á fyrstu blaðsíðu Lögbergs, 31. marz 1949, eru fjórar frásagnir af íslendingum vestan hafs, sem hafa á einn eða annan hátt unnið sér frægðarorð. Fyrst er þar sagt frá hinum dugmikla verkalýðsforingja Frede- rick H. Fljozdal. Hann er heiðursforseti járnbrautar- manna í Detroit, Michigan. í tilefni 79 ára afmælis hans var honum þá fyrir skömmu haldið veglegt samsæti í Chicago, en þá höfðu þau hjónin einnig nýlega átt 55 ára hjúskaparafmæli. Lögberg birtir úr allsherjarmál- gagni verkamanna í Ameríku, blaðinu Labor, þennan vitnisburð þess um Fljozdal: „Afrek félagsbróður vors Fljozdals, sem forseta bandalags vors á erfiðu árunum 1922—’40, standa ó- högguð. Er hann nú nálgast ævikvöldið, nýtur hann ríkr ar aðdáunar vegna virðulegrar framkomu sinnar, festu og skilnings á vandamálum vorum“. Önnur grein á þessari blaðsíðu Lögbergs, heitir: „Merkur vísindamaður lætur af embætti“. Þar er sagt frá dr. Thorbergi Thorvaldssyni, sem „veitt hefir for- ustu um 35 ára skeið efnavísindadeild háskólans í Saskatoon, Saskatchewan. Dr. Thorvaldsson lætur nú af emlpetti við háskól- ann, og í tilefni þess, var þeim hjónum haldið veglegt samsæti og þar var tilkynnt, að þeim til heiðurs hafi verið stofnaður sjóður, er heita skal: Thorvaldson Scholarship Fund, og skal sjóðurinn styrkja vísindaleg- ar rannsóknir við háskólann. Hann er þegar hálft átt- unda þúsund dollarar. Fyrrverandi prófessor við efna- vísindadeildina, dr. B. K. Lamor, sagði: „að sú deild væri fegursta og varanlegasta minnismerkið, sem unnt væri að reisa um forustu og vísindalega hæfni dr. Thor- valdson, enda væri þessi deild nú viðurkennd sem ein hin allra fullkomnasta slíkrar tegundar í Canada“. Forseti háskólans, dr. J. S. Thomson, sagði um Thor valdsson, að „hann væri sérstæður maður. Áhrif hans hefðu eigi verið einskorðuð við efnavísindadeildina, heldur hefðu þau náð til allra deilda háskólans“. Þriðja greinin segir frá stofnun þeirri, er læknirinn dr. P. T. H. Thorláksson, stofnaði í Winnipeg fyrir nokkrum árum. Dr. Thorláksson er sonur séra Stein- gríms Thorlákssonar, sem lengi var prestur í Selkirk, prúðmenni hið mesta. Frásögn Lögbergs er á þessa lund: AHin mikilvæga og sívaxandi lækningastofnun, er gengur undir nafninu Winnipeg Clinic, og Dr. P. H. T. Thorláksson stofnaði fyrir nokkrum árum af eigin rammleik, hefir nú nýverið hlotið löggildingu fylkis- þingsins í Manitoba. Ðr. Thorláksson er framsýnn hug- sjónamaður, en það er ekki oft sem hugsjónir og at- hafnir haldast jafn fagurlega í hendur eins og fram kemur í ævistarfi þessa sérstæða áhrifamanns. Að löggildingu áminnstrar stofnunar standa tutt- ugu merkir læknar með dr. Thorláksson í fararbroddi. The Winnipeg Clinic hefir þegar getið sér frægðar- orð um allt þetta mikla meginland og jafnast væntan- lega á sínum tíma við hina frægu Mayo Brothers Clinic í Minnesotaríkinu, því að traustur grnudvöllur hefir ver- ið lagður að framtíð stofnunarinnar og skilyrðum til þróunar“. Skaparinn hefir svo til hagað málum tilverunnar, að mitt á milli gagnseminnar skuli fegurðin standa til þess að hrífa hjörtu manna. Fjórða frásögnin á þessari einu blaðsíðu Lögbergs er um fegurðardrottningu Winnipegborgar. — Myndin sem fylgir frásögninni, sýnir borgarstjórann afhenda hinni fögru meyju veg- legan verðlaunagrip. Stúlkan heitir Gloria Gray og virð- ist standa vel undir skírnarnafni sínu (Gloria=dýrð). Hún vaw valin úr 24 fegurðardísum og „þótti bera af þeim öllum að fegurð og glæsimennsku“. Móðir stúlk- unnar er íslenzk og heitir Guðrún Jónsdóttir, á íslenzku, en í Ameríku heitir hún auðvitað frú Gray. Þessar ánægjulegu frásagnir um ágæti íslendinga í Vesturheimi, er örlítið brot í hinni miklu sögu þeirra, sem öll er skreytt meira og minna slíkum gullnum þráð- um, vitnisburði um afrek við nám og störf, um mann- dóm, glæsimennsku og ágæti. Allt þeim sjálfum til verð- ugs hróss og þjóðinni þeirra heima fyrir til mikillar sæmdar. Þar hefir farið fram hin mesta og bezta land- kynning, sem saga íslenzku þjóðarinnar geymir. Ef okkur hér heima fyrir tekst að standa jafn vel vörð um heill þjóðarinnar, eins og íslendingum vestan hafs hefir tekizt að halda uppi heiðri hennar í því mikla landi, þá er íslenzka þjóðin gæfunnar barn. P. S.“ Eining, Ágúst — September r*.. l/b V* • rjoregg lyðrœoisms Kjörs'eðillinn hefir réttilega verið nefndur fjöregg lýðræðis- ins, og þar af leiðandi er það ljóst, eða ætti að minsta kosti að vera ljóst, hve mikils það er um vert, að honum sé skynsam- lega beitt; í lýðræðisríkjunum er það kjósendum í sjálfsvald sett hverja þeir kjósa til mála- forustu í þann og þann svipinn, og með reglubundnu millibili gefst þeim kostur á að breyta til, „því alltaf má fá annað skil og annað föruneyti“. Öðru máli gegnir um þær þjóðir, sem búa við einræði og harðstjórn; jafn vel þó þar kunni að vera gengið til kosninga svona til mála- mynda, er það á allra vitorði, að kjósendur eru til þess knúðir að kjósa einn flokk, harðstjórn- ar og einræðisflokkinn.---- Þann 26. þ. m. fara fram kosn- ingar til bæjarstjórnar og skóla- ráðs í Winnipeg; úr nógu er að velja, og er þess að vænta að kjósendur velji vel og neyti sem allra almennast kosningaréttar síns. Það ár, sem ekki er kosið um borgarstjóra, eru kosningar tíð- um slælega sóttar; þetta má ekki lengur svo til ganga, og ættu kjósendur að sjá sóma sinn í því að fjölmenna á kjörstað og fylkja liði um hina hæfustu menn til bæjarstjórnar og skóla- ráðs. I 2. kjördeild gætir íslenzkra áhrifa mikið, því þar eru þeir langfjölmennastir; þar ættu þeir að veita dyggilega að mál- um Jack St. John, sem reynst hefir undanfarin ár einn hinna ágætustu fulltrúa, sem bæjar- stjórnina skipa, víðsýnn maður. og sanngjarn í meðferð opin- berra mála. James Black hefir einnig reynst nýtur maður í bæjarstjórn. Victor B. Anderson, sem um langt skeið hefir átt sæti í bæj- arstjórn við ágætan orðstír, leit- ar endurkosningar í 2. kjördeild; hann hefir orðið þjóðflokki okk- ar til sæmdar, og meira en verð- skuldar endurkosningu. Til skólaráðs býður sig fram á ný séra Philip M. Pétursson, sem reynst hefir á þeim vett- vangi röggsamur og ágætur fulltrúi; mælir allt með því að hann verði endurkosinn með miklu afli atkvæða. Um aukalögin, $1.500,000 láns heimild til skólaráðs til bygg- ingar nýjum skólum, og $700,000 lánsheimildina til að kaupa spild una við Portag^ Avenue þar sem Wesley College nú stendur sem lóð undir hið væntanlega ráð- hús borgarinnar er það að segja, að sæmd borgarinnar krefst þess að þau hljóti samþykki gjald- enda. Um Daylight Saving, aukalög- in verða vafalaust skiptar skoð- anir eins og áður hefir brunnið við; tvískipting tímans hefir á ýmsan hátt valdið óþörfum glundroða. Stofnað verður samband náttúru- lækningafélaga Á FRAMHALDS aðalfundi Náttúrulækningafélags íslands er haldinn var í fyrakvöld, var ákveðið að fela stjórninni, að undirbúa stofnun landssam- bands náttúrulækningafélaga. Nú eru slík félög starfandi á Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, ísafirði, Sauðárkróki og svo hér The Swan Manufacturing Co. Cor. ALKXANDER and ELLEN Phone 22 641 Halldör M. Swan eigandl Heimill: 912 Jessle Ave — 4« »58 í Reykjavík. I ráði er að stofna náttúrulækningafélög bæði í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og víðar á landinu. Stofnþingið mun væntanlega verða haldið hér í bænum og fara fram í októbermánuði eða í byrjun nóvember. Mbl. 5. okt. JOHN J. ARKLIE Optometnwt and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Big Game Hunters! For Guns, Rifles, Ammunition and all Hunting Supplies, see or write for our free Sporting Goods Catalog. MANITOBA SPQRTING GOODS 293 CARLTON STREET er verk hafið er . M / t iír \ ^ M \ Eins og um svo margt annað á ævinni, veit maður sjaldnast hvað bíður fyr en á reynir. Allir vilja spara án þess að koma sér niður á aðferðina. Með því að kaupa Canada Savings Bonds með frádrætti frá kaupi yðar, eða hjá banka eða viður- kendum fésýslumanni verður þetta tiltölulega auðvelt. Sparið reglubundið með Hundruð og þúsundir Canada manna í öllum stéttum, spara hluta af tekjum sínum til að kaupa Canada Savings Bonds. Þetta sparifé er ávalt til taks ef vanda ber að höndum, því Can- ada Savings Bonds má innleysa ásamt vöxtum á hvaða tíma og í hvaða banka, sem er. Canada Savinqs 4. flokkur Aliir .^afa e,tthavð að spara fyrir NÚ TIL ÚTBOÐs RE-ELECT ON OCTOBER 26lh Jack St. John FOR YOUR ALDERMAN IN WARD 2 POLICY 1. Development of Neighborhood Children's Playgrounds. 2. Progressive Encouragemeni to Winnipeg Induslries. 3. Ample Supply of Electricity safeguarded by an early settlement of the prese/it power negotiations with the Provincial Government. MARK YOUR BALLOT ST. JOHN# JACK 910 Banning St.— Druggist 1 SUPPORT ALL C. E. C. CANDIDATES For Alderman: ST. JOHN and BLACK—For School Truslees: MURPHY, BECK and BROTMAN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.