Lögberg - 27.10.1949, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. OKTÓBER, 1949.
3
íslendingasagnaútgafan h. f.
Pósthólf 73 —. Reykjavík
Af því að íslendingasagnaútgáfan hefur snúið sér til mín og
beðið mig að greiða fyrir því að útbreiða þekkingu á bókum hennar
meðal Vesturíslendinga, þá langar mig til að biðja blöðin fyrir
þessar upplýsingar.
En ástæðan til þessarar orð-
sendingar er sú, að útgefendur
þessara góðu bóka hafa komið
sér spnan um að selja þær
Vesturíslendingur, eða mönnum
búsettum vestan hafs, á lægra
verði til að reyna að jafna þann
halla er menn vestan hafs bíða
við hið háa íslenzka verðlag.
Hafa útgefendur til þess slegið
40—45% af útsöluverði bókanna
heima, en lagt á þær kostnað við
sendingu vestur.
Með þessu lagi verða bækurn-
ar seldar vestra sem hér segir:
Óbundnar: $25.00 — bundnar:
Riddara sögur I—III:
Óbundnar: $12.00 — bundnar:
þjóðina á hinum örlagaríku
tímamótum, víða frábærilega
skemmtilegar og samdar af svip-
aðri snilli og sögurnar um fyrri
aldir.
Af þessum sögum er Sturlunga
saga, í rauninni safn af sögum
frá 12. og 13. öld eftir ýmsa höf-
unda, — svo kunn, að minnsta
kosti að nafni og meginefni, að
ekki þarf að fjölyrða um hana,
þótt hún hafi verið lesin miklu
minna en skyldi. Hún er svo mik-
il fyrirferðar og margbrotin, að
mörgum vex í augum að sökkva
$35.00 — skrautb. $45.00
$15.00 — skrautb. $20.00
Byskupa sögur I—III 1
Sturlunga saga I—III j 7 bækur
Annálar og nafnaskrá I
íslendingasögur I—XII og Nafnskrá — 13 bækur:
óbundnar: $35.00 — bundnar: $45.00 — skrautbd.: $70.00
Næst munu koma út Sæmund-ser ofan í hana. En flestum. sem
ar Edda, Snorra Edda og Karla-
magnúsarsaga á vegum útgáf-
unnar, og þykir mér líklegt að
eftir það snúi þeir sér að því að
gefa út fleiri riddara sögur, forn-
aldarsögur og lýgisögur. En jafn-
vel eins og er, er þetta yfirgrips-
mesta útgáfa á íslenzkum forn-
ritum við alþýðu hæfi og virðist
einsætt fyrir þá Vesturíslend-
inga, sem ráð hafa á og unna
fornsögunum, að xaupa þessar
bækur.
Hér fer á eftir lýsing á útgáfu-
bókunum, send út af forlaginu
sjálfu. Af því ég hef séð bæk-
urnar, get ég borið um það að
þetta er ekkert skrum, heldur
allt sannleikanum samkvæmt.
Þeir sem ráð hafa á því að veita
sér bækur þessar kaupa því ekki
köttinn í sekknum.
Pantanir geta menn sent beint
til íslendingasagnaútgáfunnar,
Pósthólf 73, — Reykjavík, Ice-
land, og kæmi útgáfunni vel að
fá þær sem fyrst í flugpósti til
þess að vita hve upplagið yrði að
vera stórt.
☆
Það verður aldrei of vel brýnt
fyrir íslendingum, hvílíkan fjár-
sjóð þeir eiga í íslendinga sögum
(og þáttum), enda njóta þær nú
tvímælalaust almennastra vin-
sælda hér á landi af öllum forn-
ritum vorum, eins og vel sést af
viðtökum þeim, sem hin nýja
heildarútgáfa þeirra hefir fengið.
Þær vinsældar fara vonandi vax-
andi, unz því takmarki er náð,
að allar þær sögur verði til á
hverju íslenzku heimili.
En fyrir því mega menn ekki
gleyma, að til eru aðrar íslend-
inga sögur, ekki frá blómaskeiði
þjóðveldisins, söguöldinni, held-
ur að mestu leyti frá hinum
hörmulegu tímum, er það var að
riðlast og líða undir lok og þjóð-
in síðan að verjast í vök gegn
ofríki konungs og kirkjuvalds.
Þessar sögur gerast á 12.—14. öld
og eru yfirleitt ritaðar skömmu
eftir að atburðirnir gerðust. Þær
eru með nokkru öðru móti en sög
urnar um fyrri tíma og þó á sinn
hátt ekki minni bókmenntaafrek,
traustar heimildir, raunsæjar
lýsingar, beiskur sannleikur um
fara verulega að kynnast henni,
mun reynast erfitt að slíta sig frá
henni, og til eru menn, sem taka
hana fram yfir allar aðrar sögur.
Hins vegar eru Biskupa sögur
hina fornu svo ókunnar íslenzk-
um almenningi, að það verður að
teljast bæði skaði og skömm
slíkri bókmenntaþjóð, enda hafa
þær aldrei verið prentaðar hér á
landi né í verulega handhægri út
gáfu. Þessar sögur standa þó
sumar jafnfætis því, sem bezt er
í öðrum fornsögum vorum, eru
stórfróðlegar um tímabilið fram
að 1262 og ná alla leið fram á 14.
öld, þar sem engra annarra slíkra
heimilda er kostur. Og þær segja
svo margt frá sama tímabili, sem
Sturlunga fjallar um, að sagan
er ekki nema hálfsögð, ef þær
eru ekki lesnar samhliða.
Elzta biskupasagan er Jóns
saga helga eftir Gunnlaug Leifs-
son, rituð um 1200, að vísu helgi-
saga, þjóðsagnakennd (m.a. með
elztu sögunum af vist Sæmundar
fróða í Frakklandi), en auðug að
efni, t.d. lýsingum lífsins á Hól-
um um daga Jóns biskups. Jar-
teiknirnar í henni og sérstaklega
Þorláks sögu eru í senn einstakar
myndir úr hversdagslífi alþýðu
og heillandi fyrir einfeldni sína
og fegurðarblæ. Hungurvaka
mun jafnan verða talin ein af
perlum íslenzkra bókmennta.
Hún sígir frá Skáholtsbiskupum
fram til Þorláks helga og er rit-
uð skömmu síðar en Jóns saga.
Þá er Þorláks saga helga, með
Oddaverja þætti, sem lýsir Jóni
Loftssyni betur en nokkur önnur
heimild, og Páls saga, rituð með
svipuðu sniði sem Hungurvaka.
Prestssaga Guðmundar Araspnar
er í Sturlungu, en framhald
hennar (eins og upphaf Hrafns
sögu Sveinbjarnarsonar), Guð-
mundsr saga biskups, einungis í
Biskupa sögunum. Þar er og önn-
ur saga af Guðmundi, rituð löngu
síðar (um miðja 14. öld), og saga
Arons Hjörleifssonar, vinar Guð-
mundar og fylgismanns, ein
skemmtilegasta hetjusagá frá 13.
öld. Ssga Árna biskups Þorláks-
sonar er auðug og ómetanleg
heimití um síðustu áratugi 13.
aldar, deilur leikmanna og
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt f báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki jnikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka pumlungur.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
klerka og átök við konungsvald-
ið.Að lokum er Lárentíus saga
Hólabiskups frá 14. öld, rituð af
Einar Hafliðasyni, óvenjulega
vel sögð og skemmtileg saga, svo
að engan mundi gruna, að með
henni væri þessari sagnagrein í
rauninni lokið.
Það mun hverjum manni sýn-
ast, sem les Biskupasögur sam-
hliða sögunum í Sturlugu, ekki
sízt með sameiginlegri nafnskrá,
að margt verður þá ljósara og
hvorar fvlla þá eyðurnar í hin-
ar. Stórhöfðingjar 12. og 13. ald-
ar koma mjög við Biskupasögur
og má bæði sjá þá þar í skýrara
ljósi og fylgja lengra ferli þeirra
en ef Sturlungu einnar væri við
kostur.
Hinir fornu íslenzku Annálar
ná að vísu aftur í forneskju, en
verða sérstaklega dýrmætar
heimildir um 14. öldina, enda þá
stundum svo rækilegir, að þeirra
svipar til sagna, t.d. um Grundar-
bardaga í annál Flateyjarbókar.
Einn þeirra nær allt til 1430, er
Jón Gerreksson kom til stóls í
Skálholti.
Með því að gefa öll þessi rit
út í einni heild og með einni
nafnaskrá, sem verður hér ekki
^íður dýrmæt en í íslendingasög-
um, er þjóðinni gefinn kostur á
að kymna sér eftir frumheimild-
um og í snilldarfrásögn samtíð-
armanna það tímabil, sem hún
sízt má vera án að þekkja frá
ícrtíð sinni. Það virðist hafa vak-
fyrir höfundum þessara sagna,
að dæmi þau, er gerðust um
þeirra daga væru of lærdómsrík
til þess að gleymast og gætu orð-
ið niðjum þeirra til nytsemdar.
Og ef eitt boðorð ætti að gefa ís-
lendingum nú á dögum, er vafa-
■’amt, hvort annað væri öllu
meira heilræði en þetta: Munið
söguöldina, en gleymið eigi að
heldur Sturlungaöldinni.
Steíán Einarsson,
Johns Hopkins University
Sofjanías Thorkelsson
Stórgjöf til skógræktar í Svarfaðardal
Soffanías Thorkelsson gefur fæðingarsveit sinni 50
þúsund krónur og heitir meiri stuðningi
Vestur-íslendingurinn Soffanías Thorkelsson hefir í sumar gef-
ið fæðingarsveit sinn — Svarfaðardalshreppi — 50 þúsund krónur,
sem verja á til skógræktar. Auk þess hyggst hann að útvega og
senda vírnet til þess að girða skógræktarsvæðið — „það á að
vera uppbót eða ofanálag frá minni hendi“ skrifar Soffanías
í bréfi til Gísla Kristjánssonar ritstjóra FREYS hinn 5. september.
Soffanías lifði æskuár sín á
Hofá í Svarfaðardal. Við Svarf-
aðardal — og sérstaklega við
Hofá — á hann margar minn-
ingar tengdar, enda þótt hann
færi að heiman aðeins 19 ára
gamall. Kemur þetta ljóst fram
í „Ferðahugleiðingum“ hans,
sem hann skrifaði eftir að hafa
dvalið hér heima árið 1940.
Gaf Vallarkirkju klukku
mikla.
Um liðin ár hefir Soffanías
vottað hinn mikla hlýhug sinn
til sveitarinnar á ýmsan hátt,
t. d. er hann fyrir tveim árum
gaf kirkju þeirri, er hann var
fermdur í — Vallakirkju í Svarf
aðardal — kirkjuklukku hina
mestu, sem til mun vera hér á
landi. Þessi gjöf hans nú, 30 þús-
und kr. til skógræktar ásamt
fyrirheiti um stuðning til þess
að hrinda framkvæmdinni áleið-
is, er órækur vottur þess, hve
góður sonur sveitar sinnar
Soffanías er.
Til skógræktar í landi Hofsár
Soffanías hefir látið fylgja
upphæð þessari þá kvöð, að
henni sé varið til skógræktar í
landi Hofsár, en upphæðin er
gjöf til Svarfaðardalshrepps,
sem bera skal ábyrgð á fram-
kvæmdunum. Fyrir hönd Soff-
aníasar mun Eiríkur Hjartarson
rafvirki, fylgjast með gangi
málsins og aðstoða eftir getu, en
Eiríkur hefir, sem ýmsum er
kunnugt, haft skógrækt á eign
arjörð sinni, Hánefsstöðum í
Svarfaðardal.
Land það, sem valið hefir ver-
ið til skógræktarinnar í Hofsár-
landi, hafa þau hjón, Dórothea
Gísladóttir og Þorleifur Bergs-
son á Hofsá gefið.
Framkvæmdir þegar í haust
Framkvæmdir eru fyrirhugað
ar strax á þessu hausti. Það
fyrsta sem gera þarf er að steypa
staura, því að Soffanías hefir
mælst til, að frágangur allur
yrði sem beztur, en hans ósk er
einnig að þarna verði ekki að-
eins ræktaður skógur, heldur
verði þar og uppeldi trjáplantna,
svo að þaðan megi afgreiða þær
til þeirra Svarfdæla, sem óska
að rækta trjágróður hjá sér í
framtíðinni. Þegar búið er að
girða landið, mun ætlunin að
hefja önnur undirbúningsstörf.
„Menn liðtækir“
Oddviti Svarfaðardalshrepps
Gunnlaugur Gíslason í Sökku,
hefir í samtali við Gísla Krist-
jánsson ritstjóra látið þau orð
falla, að Svarfdælir séu mjög
glaðir þessum höfðingsskap
Soffaníasar, er beri vott um hina
óbifanlegu tryggð hans við
æskusveitina. Bvað hann fyrir-
hugað að reyna til hins ítrasta
að gefa framkvæmdinni góðan
byr enda verður árangur starfs-
ins vottur um dáðir hreppsbúa,
en Soffanías skrifar: „Þeir eru
menn liðtækir og treysti ég þeim
hið bezta til framkvæmdanna“.
TÍMINN, 18. sept.
Business and Professional Cards
SfLKiRK KETAL PRODUCTS LTD.
Keykhafar, öruggasia eidsvörii
og Avalt hreinir. Hitaeining, n<
uppfynding, sparar eldivif,
heldur hiia
KELLÍ SVEINSSON
Sfmi 64 358.
187 Sutherlaml Ave., Winuipeg.
S O BJERRING
Canadian Stamp Co.
* RUBBER St METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res. 404 819
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
RaiTisicr. Solicitor. etc.
411 Childa Bldg,
WINNIPEG CANADA
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barrisiers - Solicitors
Ben C Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A F. Kristjansson
S00 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 561
JOHN A. HILLSMAN,
M.D., Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 40* *88
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST.
VlOtalattml 3—6 eftir hflLdegd
líirosiiiit
JEWELLERS
447 Portage Ave,
Aiso
123
TENTH ST.
BRAND0N
Ph, 926 885
-----------------------------,
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Offtce hre. 2.30—6 p.m.
Phones: Offlce 26 — Re«. 280 i
Phone 21 101 ESTIMATF.S
FREE
J. M. IN6IMUND50N
Asphalt Roofs and Insnlat^d
Sfding — Repairs
632 Simcoe St. Winntpeg, Man
Office Phone Ftes Phone
924 762 726 lli
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDQ.
Offlce Houra: 4 p.m.—6 p.m
and by appolntment
DR. A. V. JOHNSON
Dentiat
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœlcnar
406 TORONTO QEN. TRUST8
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smitta 8t.
Phone 926 952 WINNIPEQ
Talslml 925 826 Heimllls 63 893
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfræöinyur 4 augna, cyrna, ncf
oq tcverka 8júkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutími: 2.00 til 6.00 e. b
DR. ROBERT BLACK
SértrœBingur i augna. egma.
nef og hdUsjúkdómum
401 MEDICAL ARTS BLIXJ
Qraham and Kennedv St
Skrlfstofustml 923 851
Heimasimi 403 794
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Working Man’s Friend’’
Ph: 26464
297 Princess STRKicr
Half Biock N. Logan
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER. N DAK
Menzkur lytsali
F61k getur pantaO meOul ok
annaO meC pósti.
Fljdt afgreiOsla.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDQ WPQ.
PaHteignasalai'. Leigja hús. Ot-
peningalán og elds&byrgO.
hifreiOaabvrgO, o. R. frv.
Phone 9*7 618
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREF.T
Selur llkklstur og annaet um at-
farir. Allur útbönaður sá beztl
Ennfremur selur hann allskonai
minnisvarSa og legsteina.
Skrifstofu talslmi 27 324
Helmilis talslml 26 444
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœGingar
iOSH.'.NK OF NOVA SCOTIA BQ
Portage og Qarry St.
Phone 928 2#1
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Wpg.
Phone 926 441
Phone 927 005
H. J. H. Palmason. C.A.
H. J. PALMASON * CO.
Chartered Accountante
305 Confederatlon Life Bldg.
Winnipeg Manltoba
GUNDRY PYMORE
Limited
British (Juaiity Fish Netting
58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ i
Phone 98 211 j
Uanager T. R. THORVALDSON |
Your patronage will be appreclated j
C A N A D I A N FISH i
PRODUCERS, LTD.
J H. PAOB, Managing Director
Wholesale Distrihutors Of Fraeh
and Frozen Flsh.
311 CHAMBER8 STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 j
Phone 49 469
Radlo Service Speelaliste
ELECTRONIC LABS
H. THORKELSON. Prop
The most up-to-date Sound
Equlpment Syatem.
692 ERIN St. WINNIPEQ
Q. F. Jona8aon. Pres. A Man. Dir
Keystone Fisheries
Limited
404 8COTT BLK, Síml 9*6 **7 ,
Wholesale Distritnitors of
FRESH AND FROZEN FISH