Lögberg


Lögberg - 27.10.1949, Qupperneq 6

Lögberg - 27.10.1949, Qupperneq 6
6 LOGBEKG, FÍMTUDAGLNN, 27. OKTÓBER, 1949. FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin í þeaaari sötru eru þýdd af Dr. Big. Júl. Jóhannessyni. Um hádegið var komið eins margt fólk til Chaudiere og þorpið gat tekið á móti. Tjöldin og búðirnar voru um allt — allar tegundir af skrani var á boð- stólum, hringreiðar, rólur, skothús blasti við fólki. Presturinn, M. Rossig- nol, signorinn og friðdómarinn stóðu í kirkjutröppunum, horfðu á umhverfið og biðu eftir að herfylkingin kæmi. Sign orinn og presturinn voru orðnir dauð- leiðir á, að hlusta á vaðalinn í M. Daup- hin, sem hélt áfram að tala þó að svör- in sem hann fengi væru aðeins ,,jæja, jæja!“ „Hugsaðu þér það“. Eða þá blátt áfram: „Þú gengur fram af mér!“ Friðdómarinn lét dæluna ganga. með áherzlum og bros á vör, og hristi höfuðið við og við, svo hárið olíuborið féll um kinnar honum grá-gular, þar til loks að honum skildist, að það var eng- inn, sem veitti eftirtekt því, sem hann var að segja. En heppnin var með hon- um þegar mest þurfti með, því skradd- arinn gekk hægt fram hjá þeim og leit hvorki til hægri né vinstri, heldur beint fram undan sér og auðsjáanlega veitti þeim ekki hina minnstu eftirtekt. En þegar að hann var rétt fram undan kirkjudyrunum, mætti hann Filion La- casse, sem kom á móti honum, stans- aði, rétti Charley hendina og sagði hátt: „Monsieur, það fór vel, ráð þitt dugði vel! Ég er þúsund dollurum ríkari en ég var. Þú máske ert trúvillingur, en þú getur hugsað, og þú sparaðir mér fé, en gefur þitt eigið og það nægir mér“, og hann tók í hendina á Charley — „og mér stendur á sama hver veit það!“ Charley svaraði honum engu, sleppti hendinni á honum, tók ofan hattinn, brosti og hélt sína leið eins og að hann naumast hefði veitt kveðju Filion Lacasse eftirtekt, sem hann varla gerði, því hann hafði liugann fastan við annað daginn þann. Friðdómarinn var ekki eins athug- unarlaus um kveðjuatvikið. „Sjáið þið!“ sagði hann. „Hvað haldið þið um þetta?“ „Mér þikir vænt um að sjá, að La- casse sýnir monsieur velvild“, sagði presturinn. „Hvað heldur þú um þetta, signor?“ spurði friðdómarinn aftur. Signor M. Rossignol bar sjónauk- ann með gyllta skaftinu upp að auga sér og leit á eftir Charley og sagði svo: „Varstu að segja nokkuð, Dauphin?” Hann hefir verið að gefa Filion La- casse ráð í sambandi við gamla erfða- málið, og Filion fékk þúsund dollara, og þar af stafa öll þessi fleðulæti, en það eru ekki meira en fjórir mánuðir, síð- an að hann vildi láta taka þennan sama mann og tjarga hann og fiðra, fyrir að vera það, sem hann er enn ídag — trú- villingur!“ Friðdómarinn ætlaði að segja eitthvað meira, en honum varð litið á prestinn og augnaráð haus. „Sérðu eftir því, að monsieur gaf Lacasse góð ráð?“ spurði presturinn. „Það er að taka brauðið frá munni manns“. „En það gaf brauð í munn manns. Hefir þú nokkurntíma gefið Lacasse ráð? Segðu nú sátt Dauphin!“ spurði signor Rossignal stuttur í spuna. „Já, herra minn, og ábyggileg ráð, lögum samkvæm og dokúnenteruð“. Signorinn var fáorður. Sussu, sussu! Dauphin; lagaákvæði og lögvenjur koma aðeins að haldi, þegar þau og þær eru byggðar á viti. Skraddarinn þarna fyrir handan er vitur maður. „Segjum svo! En hvað veit hann um lögin?“ spurði Dauphin illhryssings- lega, en með smjaðurslegum tilburðum, því lionum var annt um að koma sér vel við signorinn. , „Hann auðsjáanlega vissi nógu mik- ið í þeim til að hjálpa söðlasmiðnum“, svaraði M. Rossignol. Dauphin var auðvitað að berjast fyr ir sinni eigin tilveru. Ef að þessum manni átti að leyfast að vera með í ráð- um með mönnum í Chaudiere sem til laganna þyrftu að leita, hvað mundi þá verða um hann? Hinni embættislegu hégómagirni hans hafði verið misboðið. „Hann auðgaði söðlasmiðinn um þúsund dollara, og það er óneitanlega hagur fyrir hann. Það eru máske tíu dollarar úr þínum vasa, og máske ekki, það. er ekki tilfinnanlegur skaði, og í þessu tilfelli enginn, því þú hefir kostað Lacasse — hvað hefir þú kostað hann, Dauphin? hélt signor Rossignol áfram með hálfkærings glotti. Ég hefi verið svo lengi í burtu frá Cliau- diere og ekki fylgst með hlutunum. „Hvað hefir þú kostað hann mikið, Dauphin?" Friðdómarinn var orðinn reiður, orð laus og eldrauður í framan. „Það voru tuttugu dollarar, sem að Lacasse borgaði vini okkar Dauphin, sagði presturinn kíminn, og það var sanngjörn borgun, Lacasse hefir máske borgað monsieur það sama og hann gefur það aftur til fyrsta sjúklingsins, sem að hann fréttir um“. „Mín meining er, að hann sé að leika einhvern feluleik hér“, sagði frið dómarinn. „Við leikum allir eitthvað“, sagði signor Rossignol. „Það virðist gefa hon um ærið umstang, en litlar eftirtekjur. Viltu koma með hann heim til mín, kæri prestur?“. „Hann vill ekki fara. Ég er búinn að biðja hann um það“, svaraði prestur- inn. „Þá heimsæki ég hann á verkstæð- inu hans“, sagði signorinn. „Ég þarf að fá mér föt“. „Þú hefir alltaf látið búa til föt þín í Quebec“, sagði friðdómarinn önugur. „Við höfum aldrei haft slíkan skradd ara hér áður“, svaraði signor Rossignol. „Við heyrum meira frá honum, áð- ur en við losnum við hann“, sagði frið- dómarinn þrjóskulega. „Dauphin mundi ekki gleðjast yfir neinu meira, en ef það sannaðist að monsieur væri morðingi, ræningi eða. — Ég býst við að þú hr. friðdómari trúir því, að hann hafi stolið krossinum“, sagði presturinn og snéri sér að kirkju- dyrunum og horfði um stund á hinn helga kross, sem nú hafði verið færð- ur af kirkjuhurðinni á bita rétt fyrir inn an dyrnar. „Ég er nú ekki viss um, nema að hann hafi átt einhvern þátt í því“, svar- aði friðdómarinn þrjóskulega. „Ef svo er, þá verður það honum til góðs“, svaraði presturinn hátíðlega. „Ég hefi ásett mér að festa hann í hinni blessuðu trú vorri, eins og krossinn er festur við bitann þarna yfir frá. ^g skal festa hann sem nagla á öruggum stað, stendur skrifað. Ég tek það nærri mér að vinur minn Dauphin, vill ekki styðja mig á þeim vegi. Segjum að maðurinn væri illmenni, þá ætti kirkjan að reyna að bjarga honum, og hrífa hann undan áhrifunum illu, sem umkringja hann. En segjum, að hann á hinni liðnu æfi sinni hafi ekki hafst neitt það að, sem nauðsynlegt sé, að fela nú — og ég trúi af öllu mínu hjarta, að málum þessa manns sé þannig farið; segjum að hon- um hafi verið gjört rangt til, en að hann hafi ekki framið rangindi gegn öðrum: hve miklufremur ætti þá kirkjan ekki að kosta kapps um, að leiða hann til ljóssins og lífsins. „Ég skammast mín fyrir þig Dauphin, sem ert vel viti bor- inn og víðlesinn. Með okkar þekkingu á heiminum, ættuni við að geta verið bræður!“ Signor Rossignol hafði litið undan, því það var kominn kímnisblær á and- lit hans og tár á augu. Hann virti prest- inn framar öllum öðrum, fyrir tign hans og trúmensku; en hann gat ekki ann- að en brosað ineð sjálfum sér, að því fyrirbrigði vinar síns, að hann hafði gjörst trúboði eins og hver annar meþo- disti og að málskoti hans til friðdómar- ans um heimsþekking þeirra. Hann var nógu skynugur til að kannast við sjálfs síns vanþekking á því sviði, en af þeim þremur, sem hér um ræðir, var hann sá eini, sem nokkuð hafði kynnst um- heiminum. Veraldarviska hinna tveggja prestsins og friðdómarans var sannar- lega af skornum skamti, þó að þeir væru mikilsmetnir í Chaudiere.-En það varp- aði engum skugga á dygðprýði prests- ins, né heldur á uppgerðarhæversku friðdómarans. Þó orð prestsins hefðu áhrif á kímn- is og viðkvæmniskend signor Rossignol, snéri hann sér nú að honum og sagði: „Þú ert alltaf að taka málstað lítils- magnans prestur minn, alltaf að von- ast eftir hinu bezta, frá þeim, sem lak- astir eru, á meðal okkar!“ „Ég er aðeins að fylgja fyrirmynd, sem við mér blasir, þú kendir okkur öllum réttlæti og góðvild“ M. Loisel og leit hvast á signorinn. Það varð þögn um stund, því að hugur allra þessara þriggja manna hvarflaði til konunnar, sein heima átti í litla kofanum við ytra gyrðingarhliðið hjá heimili signor Ros- signol. Þegar um þá persónu, eða mál hennar var að ræða, þá var M. Dauphin sjaldnast margorður. Hans upphaflega velgjörðarsemi við þá konu, hafði gefið honum marga áhyggjustundina heima fyrir, því frú Dauphin hafði lagt veg- lyndi hans og umhyggju út á versta veg, og afsakanir hans og málsnild, varð til þess, að gjöra afstöðu hans enn verri. Þessar veglyndistilfinningar hjá vesal- ings friðdómaranum voru líklegar til að valda misskilning úti í það enda- lausa og svo hafði ein, eða tvær æsku- yfirsjónir hans verið þyrnar í lífi hans öllu, þó að hjúskaparlíf hans væri með öllu óaðfinnanlegt. Hann varp öldinni í meðlíðunar- hug með prestinum. Og sagði við sign- or Rossnignol: „Hún hefir ekki komið til baka ennþá“. „Það veit enginn hvar hún er. Hún lokaði húsinu og fór, eftir því sem ráðs- kona mín segir —“ „Daginn sem hún gamla Margot var jörðuð“, bætti friðdómarinn við. Hún fékk bréf þá um daginn — bréf sem hún var að bíða eftir og hvarf — ég er hræddur um, frá vondu til verra!“ Signor Rossignol snéri sér að frið- dómaranum, og spurði hastur. „Hver sagði þér að hún hefði fengið bréf?“ „Monsieur Evanturel“, svaraði frið- dómarinn. Signorinn varð enn alvarlegri á svip inn. „Hvaða rétt hafði hann til að vita að hún hefði fengið bréf þá um daginn?“ „Hann er póstmeistarinn“, svaraði friðdómarinn meinleysislega. „Hann er fjandinn sjálfur!“ sagði signor Rossignol stuttur í spuna. „P'lyrir gefðu hr. prestur“, en hann hefir engan rétt til þess að vita hvaða bréf koma á, eða fara frá pósthúsinu. í því sambandi á hann að vera blindur og mállaus. Það er leyndardómur þess eins sem bréfið fær eða sendir“. „Mundu eftir að Evanturel er kryppl ingur“, sagði presturinn vingjarnlega. „Mér þykir væntum — mjög vænt um að það var ekki hún Rósalie“. „Rósalie hefir meira vit, en konur vanalega hafa“, sagði signor Rossign- ol“. „Ég skal tala við hana um föður hennar, ég get ekki treyst mér til að tala við hann“. „Rósalie er þarna yfirfrá að tala við frú Dauphin“, sagði friðdómarinn. „Á ég að kalla á hana?“ Signor Rossignol kinkaði kolli. Hann var dómari og valdhafi og bar ábyrgð á pósthúsinu og gjörðum Rósalie og föður hennar. Hann horfði hugsandi á Rósalie, og beið, ásamt prestinum, eftir að hún kæmi. Hún kom til þeirra föl í framan og dálítið óróleg, en þó upplits djörf. Hún hafði óljóst hugboð um, að allt væri ekki með feldu, og hélt að það væri eitthvað í sambandi við krossinn, sem hún hafði verið hugsjúk út af, sem þeir vildu tala við hana um. Þegar að hún var komin til þeirra heilsaði presturinn henni vingjarnlega, tók svo undir hendina á friðdómaran- um og leiddi hann í burtu með sér. Þegar að þau signorinn og Rósalie voru orðin ein eftir sagði hún: „Þú vilt tala við mig, monsieur“. Signor Rossignol horfði hvast á hana. Hún gjörði ýmist, að fölna eða roðna í framan, en augnaráð hennar var djarft og óttalaust. Hún hafði átt marga angursstund, síðan apríldaginn eftirminnilega. Á nóttinni gat hún ekki sofið oft og tíðum fyrir umhugsuninni um fótatökin undarlegu, sem hún hafði heyrt í kirkjunni og að hún hafði hlaup- ið heim. Og svo var það hettan. Hún hafði beðið og beðið dauðhrædd við að fréttin um að hún hefði fundist í kirkju- garðinum, og að einhver hefði séð hana þegar að hún var að festa krossinn á kirkjuhurðina. Eftir því sem lengra leið sannfærðist hún um, hvað svo sem að hættunni liði, að þá grunaði hana eng- inn. En allir þessir viðburðir höfðu á sér yfirnáttúrulegan blæ, því hvorki presturinn né heldur Jó Portugais höfðu minst á þaö, sem þeir höfðu orðið varir við um kveldið. Hún hafði verið þrosk- uð og mentuð í landi, þar sem munn- mælasögur og hjátrú lágu í landi, sem liöfðu haft mikil áhrif á huga hennar og þau með öðrum lífsvakningum höfðu gefið andlitssvip hennar meiri þrótt og svip. Rossignol gamli strauk hendinni um hökuna og horfði á hana. Hann sá breytinguna, sem á henni var orðin, og þroskann sem svipur hennar og lát- bragð bar vott um á óvanalega háu stigi. „Hvað hefir komið fyrir — hvað hef- ir komið fyrir, ungfrú Rósalie?“ spurði hann. Hann hafði skyndilega ráðið við sig hvernig að á andlitssvip hennar stæði, hélt að hann stafaði frá maka- kend þeirri, er í lífi allra kvenna lifnar og glæðist — ekki þó kannske til neins sérstaks manns, eða maka, heldur til töfraafls þess, sem manninum fylgir, og tilbeiðsluþrá. Hún leit niður, og svo upp aftur, og á hann djarflega. „Ég veit ekki“, — og bætti við glettnislega , því hann hafði þekkt hana, verið vingjarnlegur í henn- ar garð, og skipst á gamanyrðum við hana síðan að hún var barn: „Veist þú það, monsieur?“ Hann tók með hendinni um nefið á sér eins og hann var oft vanur að gjöra og svaraði seint og ákveðið: „Stjórnin er góður maki og borgar kaupið reglu- lega, ungfrú. Ég skyldi halda mér að henni“. • í „Ég er ekki að biðja um skilnað“, svaraði Rósalie. Hann tók hendinni aft- ur um nef sér glaðlegur útlits — það var svo.margt af fólkinu í Chaudiere, sem var svo innilega einlægt, jafnvel kímni prestsins var fornaldarleg og auðsæ. Hann hafði aldrei áður tekið eft- ir hve ólík því öllu, að Rósalie var. Allt í einu vaknaði hjá honum ný aðdáun á henni. Hann roðnaði í framan, augun glönsuðu og glaðlegt bros lék um varir hans. „Enginn eiginmaður mundi verða eins mildur í kröfum sínum“, sagði liann. „Satt er það, það eru engar snurður á okkar sambandi, monsieur“. Hún fann uppörfun í að tala við hann, stígandi ánægju í að svara hon- um, orði til orðs, en árið áður hefði hún ekkert annað gjört, en að brosa virðu- lega og gefa hikandi svör, ef að signor- inn hefði talað við hana á sama hátt og hann gjörði nú. Signorinn veitti hinum margvíslegu tilfinningum, sem andlitssvipur hennar bar vott um, og hinum fáguðu og afger- andi svörum hennar eftirtekt, og þar sem að hann var veraldarvanur maður, komst hann að þeirri niðurstöðu, að svipur sá, gæti aðeins verið runninn frá einni lynd, þeirri, sem vekur tilfinningar og þrár og gefur fegurð og þrótt, fyr eða síðar, á æfi mannsins. Honum kom ekki til hugar, að skraddarinn — þessi leyndardómsfulla persóna þar í þorp- inu, gæti átt höfuðþáttinn í þessari breytingu. Signorinn var eftirtektar- samur, en ekki ímyndunarríkur, það sem að hann sá, hafði áhrif á hann, á einhvern óskýranlegan og sígandi hátt. „Stjórnin er bezti makinn. Þú færð fleiri kossa frá öðrum, en færri skild- inga“, hélt signorinn áfram. „Það gæti verið ánægjulegt jafn- vægi, — monsieur“, svaraði Rósalie. „Varaðu þig ungfrú Rósalie, að þú ekki tapir skildingunum áður en þú færð kossana“, sagði signorinn alvar- legur Rósalie fölnaði í framan. Hvað meinti hann? Átti að víkja þeim frá pósthússtöðunni? Hún gekk hreint til verks og spurði: „Hvað hefi ég gjört rangt, monsie- ur? Pósturinn hefir aldrei beðið eftir mér. Ég hefi aldrei skilið pósttöskurnar eftir ólæstar. Ég hefi alltaf opnað póst- húsið á tíma. Ég hefi aldrei verið hirðu- laus um verk mín, og það hefir enginn kvartað um, að bréf hafi týnst“. Signor Rossignol, sem sá geðshrær- inguna, sem Rósalie var komin í og þótti fyrir, lét hana ekki bíða lengi á milli vonar og ótta: „Við skulum skipa þig eina, póst- meistara Rósalie Evanturel. Ég er á- kveðinn í því, en þú verður að lofa mér því, að giftast ekki — og svo er enginn hér í sveitinni, sem að þú getur gifst. Þú ert vel ættuð og hefir fengið of góða mentun til þess, að giftast alþýðumanni hér í sveitinni, og hvorki ég né prestur- inn getum gifst þér“.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.