Lögberg - 27.10.1949, Page 8

Lögberg - 27.10.1949, Page 8
8 LOGBERG, FIMTUDAGINN, 27. OKTÓBER, 1949. Ur borg og bygð Silfurbrúðkaup Á laugardagskvöldið þann 22. þ. m. var haldin rausnarleg veizla að heimili Mr. og Mrs. Fred Thordarson 996 Dominion St. hér í borg. , Tilefni þessa mannfagnaðar var 25 ára gift- ingarafmæli Valdimars (Wally) og Ingu Byron. Voru þau vel þekt hér í Winnipeg fyr á árum, og munu margir íslendingar muna eftir Wally þegar hann var einn af meðlimum Fálkanna er þeir unnu alheims knatt- spyrnusigur í Belgíu 1920. Að eins skyldmenni þeirra hjóna þeirra hjóna tóku þátt í þessu samsæti og voru þar um 40 manns. Bergthor Emil Johnson, tengdabróðir silfurbrúðgumans, hafði veizlustjórn með höndum, og afhenti þeim hjónum að gjöf frá vandamönnum forkunnar fagran silfurborðbúnað. Börn þneirra Wally og Ingu, tvö, Ro- bert og Beverly eru nú fulltíða og var það gleðiefni að þau gátu bæði verið viðstödd. Var skemt- un haldið uppi fram eftir kvöldi og mun öllum lengi minnisstæð þessi ánægjulega kvöldstund. Lukkuóskaskeyti komu frá skyldfólki í fjarlægum stöðum og jók það á vinafagnaðinn, að allir, sem ekki gátu komið vegna fjarlægðar, létu frá sér heyra. Bæði þökkuðu þau hjón með vel völdum orðum gjafirnar og alla alúðina. Lögðu þau heimleiðis til Brandon ,þar sem þau nú búa, á sunnudaginn, og fygldu þeim hugheilar óskir skyldmenna og vina víðsvegar að. ☆ Mr. Böðvar Johnson frá Lang- ruth var staddur í borginni í byrjun vikunnar ásamt Tómasi syni sínum. ☆ Mr. G. J. Oleson frá Glenboro er staddur í borginni um þessar mundir ásamt frú sinni. ☆ FISHERMEN! Order your net floats now. There is in stock a limited quantity of; No. 1. Sealtight: $50 per 1000. Sealtight 2nds, good, $30 - 1000. No. 2 tarred $15, per 1000. Prompt attention to orders. J. M. Gislason Float Factory Lundar, Man. ☆ í Winnipeg Centre kjördæmi leitar kosningar til fylkisþings Mr. James H. Walker, er verið hefir búsettur í Winnipeg síðast- liðin fjörutíu og þrjú ár; hann hefir tekið mikinn þátt í íþrótta- lífi borgarinnar, og skatta og húsnæðismálum. Mr. Walker býður sig fram sem Liberal- Prógressíve, og er ákveðinn stuðningsmaður samvinnustjórn arinnar í Manitoba; hann hefir í rauninni vaxið upp með borg- inni og fylgst með þróun hennar á flestum sviðum. ☆ Séra Skúli Sigurgeirson mess- ar í Langruth, sunnudaginn, 30. okt. Ensk messa kl. 11 f. h., ís- lenzk messa kl. 2 e. h. ☆ Tvær deildir kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar, efna til sölu á notuðum fatnaði — svo sem, karlmannaföt, yfirfrakkar, kven kjólar og margt fleira. — Salan verður haldin þriðjudaginn 1. nóvember og byrjar um hádeg- ið kl. 12 í I. O. G. T. samkomu- húsinu á Sargent Avenue í neðri salnum. - ☆ Haust-Bazar kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar verður hald- inn í samkomusal kirkjunnar þann 16. nóvember næstkom- andi. — Hafið þetta hugfast. ☆ Leiðrétting. — Úr minningar- greininni um frú Guðrúnu Tóm- asdóttur Johnson, sem birtist í Lögbergi í fyrri viku, hafði fall- ið úr í handriti nafn Jónínu dóttur þeirra hjóna, sem gift er Guðmundi Magnússyni í Lang- ruthbygð; ennfremur láðist að geta þess, að Tómas sonur Böðv- ars og Guðrúnar, er kvæntur Fríðu Goodman. ☆ Hið nýja og veglega elliheimili á Mountain, N. Dak., var vígt að viðstöddu fjölmenni á sunnu- daginn var. Ýtarleg frásögn af vígsluathöfninni eftir Dr. Beck birtist í næsta blaði. ☆ Síðastliðið sunnudagskvöld var haldin í Fyrstu lútersku kirkju sameiginleg guðsþjón- usta á ensku fyrir allan söfnuð- inn; var þar svo margt kirkju- gesta, að heita mátti að hvert sæti væri skipað. Sóknarprest- urinn, séra Valdimar J. Eylands prádikaði. Að lokinni messugjörð safnað- ist fólk saman í fundarsal kirkj- unnar við kaffidrykkju og sam- ræður. ☆ Mr. Th. J. Gíslason frá Mor- den var staddur í borginni á mánudaginn. ☆ Frú Jakobína Daníelsson frá Vancouver hefir dvalið hér um slóðir í undanfarnar sex vikur, en hélt heimleiðis í gær. ☆ The Jon Sigurdson Chapter I O D E will hold next meeting at the home of Mrs. B. J. Brand- son, 124 Waverley St., on Thurs- day November 3rd at 8 o’clock. ☆ Dánarfregn Kristín Erlendsson, kona Péturs Erlendssonar, dó 17. októ ber að heimili dóttur sinnar, Mrs. S. Travis, í Winnipeg. Hún var ættuð frá Dalasýslu á vestur landi á Islandi, og var fædd 20. maí 1875. Foreldrar hennar voru Jón Þórðarson og Guðrún Jón- asdóttir, kona hans. Systkini hennar voru alls níu, en aðeins þrjú þeirra eru enn á lífi, þau eru: Mrs. John Christopherson og Mrs. Malcolm Campbell báð- ar í Vancouver, og Kristján við Whitelaw, Alberta. Árið 1876 komu foreldrar hennar til Vest- urheims og áttu heima fyrst í Winnipeg, svo á Gimli og síðast í Argyle. Um tíma kenndi hún við skóla í Churchbridge byggð- inni í Saskatchewan, en kom aft- LIBERAL PROGRESSIVE COALITION Provincial Election Candidate VOTE AND ELECT: WALKER, J. H. 1 A great representative for WINNIPEG CENTER Authorized by: J. Matherg, Campaign Manager. Margit Ravn œtlar að skrifa stúlknabók sem gerist á íslandi Hefir verið hér að undanförnu og lízt vel á land og þjóð NORSKA skáldkonan Margit Ravn, sem mörgum íslendingum er að góðu kunn fyrir hinar skemmtilegu sögur hennar, sem 19 hafa komið út á íslenzku, er stödd hér á landi í heimsókn um þessar mundir. Kemur hún hingað í boði Þorsteins M. Jónssonar, út- gefanda, sein gefið hefir út bækurnar hér á landi og hefir hún ferðast nokkuð landið til að kynnast því og þjóðinni. Frú Margit Ravn hefir aldrei áður komið til Islands, en hefir lengi haft hug á því. Hún segist vera ánægð yfir hinum ágætu viðtökum sem bækur hennar hafa fengið hér á landi og eink- um var hún hissa á því, hve marg ir, sem hittu hana á förnum vegi þökkuðu henni fyrir sögurnar og kunnu á þeim góð skil. Sann- leikurinn er líka sá að stúlkna- sögurnar hennar hafa verið ein- staklega vinsælar, einkum þó meðal kvenfólks og þá afeallega yngri kynslóðarinnar, sem læt- ur þær ekki liggja ólesnar. Flest ar af hinum 19 bókum eru allar uppseldar og hafa þó margar verið gefnar út í fleirum en ein- um stórum útgáfum. Skáldkonan gaf í sumar út í heimalandi sínu nýjt bók, sem hún skrifaði eftir ferðalag um Holland og Þýzkaland. Er sú bók einskonar ferðalýsing í skáldsöguformi. Ætlar frúin að halda þessum ferðasagnaskáld- sögum áfram og hefir nú í hyggju að láta næstu bók ger- ast á íslandi og flétta málefnum íslenzkra stúlkna inn í söguþráð inn. Verður fróðlegt að sjá hvernig skáldkonunni tekst að lýsa íslenzku stúlkunum og ætti þeim ekki sízt sjálfum að vera forvitni á.því að sjá sjálfa sig í sama ljósi og Önnu, Böggu og Stínu, eða hvað þær nú heita all- ar sögupersónurnar í bókunum hennar Margit Ravn. Margit Ravn segir að Island, landið og þjóðin og tungan minni sig á Noreg og norsku þjóðina og ísland sé auðugt af eftirtektarverðum persónum. Frúin hefir þegar ferðast all mikið um landið, meðal annars dvalið á Akureyri og komið að Mývatni. TÍMINN. Agústnótt í Flóa Einn af hinum sjaldgæfu sól- skinsdögum sumarsins er að bú- ast á fund aldanna. Úti fyrir Suð urlandsströndinni, þar sem him- inn og haf mætast, logar geisla- bálið á dimmbláum, kvikum bylgjum, sem rísa og hníga. Báruhljómurinn frá strandlengj- um Norðurlandsfjarðanna er nú í endurminningunni eins og ljúf ur, fjarlægur undirleikur við gömul ævintýri um Surtlu í Blá landseyjum, eða Vilfríði Völu- fegri, meðan hlýtt er á seið- þrunginn brimgný úthafsins ó- rólega, fyrir söndum Suður- lands. Kvöldfögur breiðir Flóasveit- in úr grænum gróðurklæðum. Lækir og tjarnir glitra í birtu, sem bráðum fer að nálgast rökk- ur, því ágústnæturnar eru dimm ar við suðurströndina. Hey- bandslestir ber í hillingar yfir móa og mýrafláka og stefna heim að bæjunum. Kýrnar eru líka á leið heim, argar út í kálf- ana, sem vilja leika sér. Hvar- vetna er fólk við hirðingu úti um engjar eða tún. Svo rökkvar meira. Brátt er komið næstum því almyrkur. En hægur and- vari greiðir skýjaflókana af norðurhimninum og máninn tek ur að skína yfir jörðina. Stjörn- ur sjást á blárri hvelfingunni. — Þetta er eins og í skammdeginu fyrir norðan; en þar eru síðsum- arnæturnar mikið ljósari en hér, enda þótt dalirnir séu þröng ir og djúpir, og fjallgarðarnir auki á skuggana. Okkur, sem erum vanir ná- býli við fjöll og heiðar, finnst mjög ævintýralegt að dvelja á Suðurlandsundirlendinu, þar sem fjöll rísa við fjarlægan sjónbaug, kringum víðáttumikla flatneskju. Og það er eins og allt verði tærra og hreinna, en í þrengslunum nyrðra, þó að mýraþokan og regnið sletti stundum fáeinum blettum á ánægjuna, milli Hellisheiðar og ur til Argyle, og giftist þar eftir- lifandi manni sínum árið 1897. Börn þeirra eru alls sjö, þrjár dætur og fjórir synir. Þau eru: Mrs. Fred Henrich í VancauVer, Mrs. S. Travis í Winnipeg, Anna (ógift) í Winnipeg, Emil í Van- couver, John, Carl og Magnús, allir í Winnipeg. Auk þeirra eru sex barnabörn og tvö barna- barnabörn. Kveðjuathöfnin fór fram frá útfararstofu Bardals á fimtudag inn, 20. október. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Jarðsett var í Brookside grafreit. Eyjafjalla. En heiðrökkurnóttin í Flóa drúpir kyrr og blíð eftir bjartan dag og hlýjan. Smátt og smátt lýkur önnum bændafólks- ins. Bæirnir seiða það heim i hvíldina. Á morgun verður ef til vill góður dagur líka. Sumir eiga þó dýpri þrá til útiveru en svefns, svo fögur sem nóttin er og töfrandi. í mána ljósinu sést greinilega móta fyr- ir dökkum fjallahringnum. Og frá einum hnjúknum leiftra háir loga. Það er Hekla sem brennur. Dimmrauðir hraunstraumarnir í hlíðum hennar ólga af ákafa. Hvað er Baugstaðavitinn niðri á ströndinni að segja? Eru ljós- merki hans að tala við Heklu? Láttu nú ekki tunglið heyra! En tunglið heyrir margt og sér ennþá fleira. Það hefir séð sögu sveitarinnar gerast. Það hefir séð Ingólf Arnarson setja skip sín í Ölfusi og Loft Orms- son byggja Gaulverjabæ á land- námsöld. — Það horfir á fol- aldið og kálfinn, sem fæddust í gær. Og á morgun kemur stork- urinn með nýjan strák ofan um reykháfinn hjá bóndakonu, svo að tunglið hafi eitthvað að yfir- líta næstu nótt. Ekki dylst tungl inu sögurnar um blómálfana í jurtapottunum, sem svífa á milli rósanna og strá friði og ham- ingju kringum sig, þótt þeir séu ósýnilegir. Já, og alla draumana sér það, um nýja og fagra sveit, þar sem sláttuvélarnar duna í túni og þrestir syngja í björk- um heima við bæ. Og máninn líður. En þessi dá- samlega kyrrð! Þetta er suðræn friðarnótt með norrænu yfir- bragði. Geislastafirnir dansa í loftinu, eins og álfabörn við ný- ársbrennu. Hver stund er lengi að líða og þrungin helgi. Blær- inn hvíslar í sefinu við tjarn- irnar. Og nú fara svanahjónin úti á engjalæknum að kvaka. Svo hefja þau sig til flugs. Ég hlusta á lága, blíða sönginn þeirra hljóma í fjarlægðinni, er þau svífa með sindurljóma næt- urgeislanna á breiðu, hvítu vængjabökunum, norður yfir ása. Sigurður Draumland Eining, sept. 1949 Á HELJARÞRÖM Fótur stóð við feigðarmar, farin gróðahyggja. Út í móðu eilífðar engar slóðir liggja. Þegar lífs ég legg úr vör lágt mun segl á fleyi. Sízt er von á sigurför, seint mun birta af degi. Moðólfur. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Vmtor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. Allir ævinlega velkomnir Messað verður í sambands- kirkjunni á Lundar næstkom- andi sunnudag, kl. 2 e. h. Séra Eyjólfur J. Melan prédikar. ☆ Argyle Prestakáll Reformation Sunday October 30 1949. Bru 2 p.m. Glenboro 7 p. m. Icelandic Hymns. — Sermon in English. Eric Sigmar ☆ Arborg-Riverton Prestakall 30. okt. — Geysir, messa kl. 2 e. h. Arborg, ensk messa kl. 8 e. h. — Við messuna í Arborg verður sýnd hreyfimyndin „Like a Mighty Army“. 6. nóv. — Vídir, ensk messa kl. 2. e. h. Hnausa, kl. 8.30 e. h., sýning á hreyfimyndinni „Like a Mighty Army“. B. A. Bjarnason 90 ára bindindishreyfing Frá því að norski bindindis- frömuðurinn Ásbjörn Kloster stofnaði albindindisfélag í Sta- vanger, eru liðin 90 ár 29. des- ember í ár. Það var árið 1859, sem hann stofnaði þennan fé- lagsskap og var formaður hans til dauðadags 1876. Ásbjörn var einnig ritstjóri blaðsins, Menn- eskevennen, öll þau ár, en blað- ið tók að koma út 1860. Ásbjörn Kloster verður því að teljast hinn mikli brautryðjandi albindindishreyfingarinnar á Norðurlöndum, en allt frá árinu 1834 höfðu verið hófsemdarfélög í Noregi og voru við líði fram til 1870—’80. En um það leyti hefst hin þróttmikla bindindisstarf- semi víða um Norðurlönd. Dan- marks Afholdsforening er stofn uð 1879, og sama ár er stofnuð Stórstúka Svíþjóðar, af Alþjóða Reglu Góðtemplara. í Finnlandi hafði starfað bindindisfélag (Ry) Ratittiuden Ystavat frá því árið 1853, en fyrstu 20—25 árin var það hófsemdarfélag . Síðastliðið ár voru í Norska albindindisfélaginu 44.500 full- orðnir félagar og 1700 börn. Það hafði sett sér það mark, að koma félagatölunni upp í 70.000 fyrir afmælishátíðina 1.—7. júlí, en ekki er (Einingu) kunnugt um, hvort þetta hefir heppnast. Hátíðarhöldin voru mikil og glæsileg, 8—10 þúsundir manna voru samankomnir á einum stað. Forsætisráðherra Norð- manna, Gerhardsen, flutti ræðu og sagði meðal annars, að bezt heiðruðu bindindismenn hinar föllnu hetjur sínar með því að starfa af dug og dáð. Ræðu- menn voru auðvitað margir aðr- ir í Stavanger við þetta tæki- færi, þar á meðal fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi, en því miður enginn frá íslandi. Pétur Sigurðsson TIMINN Þeir Dr. P. H. T. Thorlákson og W. J. Lindal dómari, voru meðal þeirra mörgu, er viðstadd ir voru vígslu elliheimilisins að Mðuntain. tDREKKIÐ ÞAÐ KAFFI SEM FLESTU FÖLKI FELLUR BEZT MANIT0BA BIRDS RED BREASTED NUTHATCH Sitta canadensis Slaty-blue with shiny black crown and híndneck, duller on females. Below is all rusty ochre. Cheeks white, with a sharp back line through eye expanding on upper shoulders, and a conspicuous white eyebrow streak. Distinctions:—Small size, general ruddy colour beneath, the black bar through the eye and white eyebrow streak. Nesting:—In a hole in a tree or stump, nest made of grasses or moss. Distribution:—North America. In Canada, across the Dominion north to Great Slave Lake. This is the Nuthatch most frequently seen in the conifer- ous woods. The larger White Breasted Nuthatch is more common on the prairies and in the towns. Although some Red-breasted Nuthatches stay with us all winter, it is more migratory than the White-breasted and may be seen in numbers passing through in spring and fall. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-241

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.