Lögberg - 01.12.1949, Side 7
L.ÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. DESEMBER, 1949
7
Framleiðsla á skóm, hönzkum
og töskum úr innlendu efni
Leðurgerðin h.f. og Skóverk-
smiðjan Þór h. f., hafa nýlega
flutt í ný, rúmgóð húsakynni í
húsinu Lausaveg 105. Framleið-
sla verksmiðjanna hefir við hús-
næðisbreytinguna færst í nýtt
horf og buðu því forstöðumenn
þeirra Fjárhagsráði og Viðskipta
nefnd, ásamt blaðamönnum að
kynnast framleiðsluháttunum, í
gærdag.
Um fyrirtœkin
Upphaf Leðurgerðarinnar h.f.
er það, að árið 1937 var hafin
framleiðsla á leðurhönzkum af
núverandi eigendum fyrirtækis
ins. Tveim árum síðar hófst
framleiðsla á kventöskum og hef
ir starfssvið verksmiðjunnar
verið bundið þessum framleiðslu
greinum æ síðan.
Skóverksmiðjan Þór h.f.
komst í sömu hendur og Leður-
gerðin h.f. á síðastliðnu ári, en
á þessu ári hefir framleiðsla
þeirrar verksmiðju allmikið
breytzt, eftir að hún flutti í hin
nýju húsakynni. — Framleiddir
eru kvenskór og kvenstígvél.
Forstjóri beggja fyrirtækanna
er Arnbjörn Óskarsson.
Um framleiðsluvörurnar
Megnið af efnivörunni í tösk-
urnar og hanzkana er alinnlent
efni, sútuð íslenzk skinn. Fram-
leiðsla þessara vörutegunda er
mjög vandasöm og kostar
margra ára þjálfun fyrir starfs-
fólkið að ná nauðsynlegu ör-
yggi og leikni til þess að varan
verði nægilega vönduð. — Bera
framleiðsluvörurnar þess óræk-
an vott, að svo er, því að mikill
mismunur er á því hve þær eru
betri nú, en þegar fyrstu tilraun
irnar voru gerðar. Margt af
starfsfólkinu hefir unnið hjá
verksmiðjunni frá byrjun. Stór-
um bætt húsakynni, betri áhöld
og æfðari starfskraftar hafa kom
ið framleiðslunni á það stig, sem
raun ber vitni um í dag.
Skóverksmiðjan framleiðir
eingöngu kvenskó og kvenstíg-
vél. Er það nýjung á sviði skó-
iðnaðar hér á landi, að kven-
stígvél eru gærufóðruð. Eru
þau sérlega hlý og henta vel ísl.
veðurfari, enda mjög eftirsótt.
Annað, sem til nýjunga má
teljast, er það, að allir skór frá
verksmiðjunni eru sólaðir með
hrágúmmíi, sem þykir endinga
betra öðrum sólum. Sólarnir eru
innflutt vara, en yfirleðrin öll
eru úr innlendum skinnum.
Nokkuð er breytilegt eftir teg-
undum skónna eða stígvélanna,
hve mikill hluti af verðmæti
efnivörunnar er innlend vara,
en segja má, að jafnaði sé 50—
70% af efnisverðmæinu innlent.
Gjaldeyrissparnaður
Af framangreindu sést, að
mikill gjaldeyrissparnaður er í
því fólginn, að framleiðsla þessi
fái nauðsynleg lífsskilyrði, mið-
að við það að ella væru fluttir
inn skór erlendis frá. Ef flutt
væru inn erlend efni að öllu
leyti til skógerðarinnar, myndi
það að vísu vera gjaldeyrissparn
aður, en þó engan veginn á borð
við það, ef notuð eru innlend
efni í jafn ríkum mæli og þessi
verksmiðja hefir notað. Hins veg
ar er sá annmarkinn, að innlend
efni eru að jafnaði töluvert dýr-
ari, en þó mun það vera hag-
kvæmara frá þjóðhagslegu sjón-
armiði að nota innlendu efnin,
svo langt sem þau hrökkva til.
Með því að nota innlendu efn-
in og framkvæma sem mest í
landinu sjálfu, fæst langtum
meira skómagn handa lands-
mönnum fyrir sama gjaldeyris-
magn.
F ramleiðslugeta
verksmiðjanna
Skóverksmiðjan getur fram-
leitt á ári hverju 24000 pör af
skófatnaði, miðað við núverandi
húsnæði og vélakost.
Leðurgerðin mun geta fram-
leitt árlega um 14000 pör af
hönzkum og 8000 kventöskur.
Þrátt fyrir það að verulegur
hluti af efnisverðmætinu er inn-
lend efni vara, dregur það mjóg
úr afköstum verksmiðjanna, að
þær hafa ekki fengið gjaldeyris-
og innflutningsleyfi nema af
mjög skornum skamti. Þess-
vegna er langt frá því að ofan
nefndri afkastagetu sé náð, eins
og nú standa sakir.
Magnús Jónsson formaður
Fjárhagsráðs, þakkaði boðið fyr
ir hönd gesta og gat þess m. a.
að fulltrúum Fjárhagsráðs og
Viðskiptanefndar væri nauðsyn-
legt og skylt að kynnast innlend
um iðnaði eftir föngum.
Mbl. 6. nóv.
Ef þér væruð einvaldur í
heiminum og réðuð yfir öllum
þjóðum, hvernig munduð þér
stjórna?
Viljið þér senda Einingu svar
við þessari spurningu? En það
verður samt ekki birt nema það
sé stutt og læsilegt, annað hvort
skemmtilegt eða viturlegt, eða
hvort tveggja. Væri ég slíkur
einvaldur, mundi ég gera þetta:
Gefa öllum þjóðum og þjóða-
brotum fullt sjálfstæði og frelsi
en bjóða þeim þátttöku í alþjóða
stjórn og félagi.
Eg mundi bjóða þremur æðstu
mönnum allra þjóða, sameigin-
lega í þriggja daga veizlu á
hverju ári.
Eg mundi lögbjóða einn gjald-
eyri fyrir allar þjóðir og gera
allan heiminn að einu viðskipta-
svæði.
Eitt tungumál yrði kennt í
skólum allra þjóða, en hver þjóð
fengi þó að nota sitt eigið tungu-
mál, alveg ótrufluð.
Allir menn fengju frjálsar
hendur til að verzla og stunda
hvers konar athafnalíf og græða
fé eftir getu, en þeir mundu
verða að bera þær álögur, er
gerðu fært að sjá vel fyrir öllum,
sem ekki gætu bjargast sjálfir
eða hefðu ekki atvinnu.
Lögbundinn vinndagur yrði
stuttur, en við allt uppeldi yrði
lögð mest áherzla á fegurðar-
smekk, listir, ræktun, fegrun,
ferðalög og sem nánust kynni
þjóða. Ógift fólk yrði að bera all-
þunga skatta.
Eg mundi verðlauna hvert þar,
sem giftist saman, amerískt og
rússneskt.
Hver þjóð fengi að halda sínu
eftirlætis þjóðskipulagi, en þar
mundi brátt koma í ljós, hvað
gæfist bezt.
Markvisst yrði unnið að af-
vopnun allra þjóða, hermönnum
fengin nytsamleg störf og her-
skipum breytt í lystisnekkjur
og hernaðarflugvélar teknar til
skemmtiferða.
En helzta fræðigreinin meðal
allra þjóða yrði mannfjölgun og
framleiðsla nauðsynja, að í slíku
yrði sem bezt jafnvægi og of-
fjölgun þjóða haldið í skefjum
með menntun og góðum lífskjör-
um. Alla tvímælalausa vand-
ræða menn og undirmálsmenn,
karla og konur, skyldi gera ó-
frjóa.
Uppeldismálum skyldi hagað
þannig, að hver maður, karl og
kona, meðal allra þjóða, á aldr-
inum 10—70 ára gæti stundað
minnsta kosti tveggja stunda
nám vikulega, í.klúbbum, félög-
um eða skólum.
Eg mundi láta reisa volduga
alþjóða menningarstöð. Ekki eitt
hús, heldur nokkur stórhýsi, af
þeirri beztu gerð, sem kunnáttu-
menn heimsins gætu afrekað.
Þau yrðu að minnsta kosti fjög-
ur: helgidómur, háskóli, út-
varpsstöð og listaverkasafn.
Þaðan yrði útvarpað um heim
allan því bezta, sem hver þjóð
gæti lagt til.
Þá menn mundi ég sæma
heiðursmerkjum, sem bezt orð
fengju fyrir heiðarleik.
Pétur Sigurðsson—Eining
Til fróðleiks og skemmtunar í ljóðum
og lausu máli um „Borgfirzk ljóð“
hefir þetta borizt til viðbótar,
og er þar enn lífalið á „hrossa-
sóttinni“. Höfundurinn nefnir
sig Reykvíking:
Sízt ég vildi segja ljótt,
en sögn þá tek og hirði,
að helzt til margir hrossosótt
hafa í Borgarfirði.
Þessu verður varla leynt,
það veit nú gervöll þjóðin,
sönnun leggja á borðið beint
Borgarfjarðarljóðin.
Ekki er mein að yrkja um hest
er þú kæran hefur,
enda máske einna mest
yndi í sál þér gefur.
Einni sögu um það fer
og allt of margir sanna,
af öllu köldu að kaldast er
kærleiksleysi manna.
Ein er sannreynd alveg skýr:
öruggt má því treysta,
að sá sem elskar eitthvert dýr
á þó kærleiksneista.
Þessar vísur geta þau ótvírætt
bundið í lárviðarsveig sinn, borg
firzku skáldin, sem kváðu um
hesta sína. „Allt verður þeim til
góðs sem guð elska“, og allt snýst
þeim til heiðurs, er að Borg-
firzkum Ijóðum stóðu. Þeir létu
sér sæma að fylgja fordæmi
Þingeyinga. Megum við nú ekki
fara að vænta þess, að fleiri hér
uð feti sömu slóðina? Það er ekki
til neins að berja við getuleysi;
þau geta það öll saman. Héðan
af er eina afsökunin dáðleysi —
og hún er leiðinleg.
Vísur eftir Pétur biskup
Það er alkunnugt að séra Pét-
uur Pétursson á Víðivöllum var
listaskáld, og um sonardóttur
hans, Jarþrúði Jónsdóttur, er
svipað að segja. En sonur hans,
Pétur biskup, var einnig laglega
hagorður. Hann andaðist 15. maí
1891, en á því sama ári, 11. febrú
ar og 7. marz, höfðu birzt eftir
hann í ísafold þessar vísur, hvor
ar tveggja nafnlausar:
Þó að vort sé þrekið smátt,
þarft má vinna á margan hátt.
Huga snúum í þá átt
að efla fósturjarðar mátt.
Leggjumst þannig öll á eitt —
orkan vex sé hennar neytt;
þá mun verkið ganga greitt
og geta blessun af sér leitt.
Fingur stirðna förlar sjón,
fellur penninn niður;
ellin heyrir engra bón,
er það hennar siður.
Áður miskunn guðs mér gaf
að geta nokkuð unnið;
ég í leti sjaldan svaf;
svo er líf út runnið.
Sýnið bæði dug og dáð,
dagsins birtu notið;
geti ellin yður náð,
allt er færi þrotið.
Ein er sú vísa eftir hann, sem
margir kunna, en stundum er
rangt með hana farið, og afbök-
uð; hefur hún nýlega verið
prentuð. Hún er þessi:
Kaupstaður á Skipaskaga
skötnum verður helzt til baga;
eftir sér hann dilk mun draga:
drykkjurúta og letimaga.
Þá var það altítt að menn
hímdu við búðarborðið lögum
tímum saman til þess að sníkja
sér snaps.
Pétri Ottesen, alþingismanni
bárust margar kveðjur víðs
vegar að á sextugsafmæli hans
síðastliðið sumar. Þessi er ein
þeirra, frá gömlum en burtflutt
um Borgfirðingi:
Spurn ei þurfti að þér né leit
er þingið gekk til dóma:
Þú varst fremst í þeirri sveit,
er þjóðar gætti sóma.
Þú mátt bæta tug á tug,
svo tæpt verði á Berurjóður,
sem helgaðir ættjörð hug og dug.
Heill þér, vinur góður.
Eftir Eyjólf Ijóstoll
hefir Akranes náð í þessar vís-
ur, kveðnar á Kalastöðum, um
eða laust eftir aldamðtin, að því
er ætlað er. Líklegt er að í fleiri
náist síðar:
Drottinn sjálfur veiti vörn,
vermi huga glöðum,
ágæt hjón og blíðust börn
blessi á Kalastöðum.
Sesselja til sæmda fús
sinnir ferðalýði,
hirðir bæði börn og hús
af beztu manndómsprýði.
Höldur skýr með hugvitssjón
holla lánið tryggir,
kostum búinn kynsæll Jón,
Kalastaði byggir.
Ekki munu allar vísunrnar ort
ar í sama sinn.
__*__
Eitt sinn kom Eyjólfur inn í
búð í Reykjavík. Auk búðar-
mannsins voru einhverjir þar
nærstaddir. Einn af þeim kastar
þá fram þessum vísuparti:
Tollur teigir tána,
títt um ísa-grund.
Þá svarar Eyjólfur samstund-
is:
Bölvaðan búðar-slána,
ei betri met en hund.
Einhverju sinni kom Eyjólfur
inn í Edinborgarverzlun hér í
Krosshúsi, er Ivar var þar verzl
unarstjóri. Er ívar þá að fægja
hníf (sjálfskeiðing), er hann
fann úti, og var orðinn mjög
ryðgaður. Segir Ivar þá:
Þessi hnífur úti fannst,
allur skældur snúinn.
Þá svarar Eyjólfur:
Kæmist á hann koppaglans
kysi hann antmannsfrúin.
1 sannleika sagt, þykir mér
fyrri parturinn lakari en svo, að
ívar hafi gert hann svona a .m. k.
AKIANES
Kærkomin rödd ....
(Framhald af bls. 3)
frá bæjardyrunum út á hlað, þar
sem hún labbaði með mér aftur
og fram litla stund. En þar voru
dálítil brögð í tafli því kvikmynd
var tekin af henni á meðan. Var
það Jón Helgason kaupmaður
Reykjavík sem myndina tók.
Mun það eina myndin hér á
landi er getur sýnt konu með yf-
ir hundrað ár að baki, ganga
léttum fetum eina og óstudda.
Þorbjörg var ágætur skrifari, en
nú er henni farin að daprast það
sýn að síðastliðin tvö ár hefir
hún ekki séð til að skrifa sendi-
bréf og heyrn er dauf en minnið
lítið sljógvað. Það er fyrir hið
látlausa kapp við ullariðnaðinn
að Þorbjörg unir lífinu vel þrátt
fyrir svona háan aldur. Þorbjörg
er fædd og uppalin í Hvítársíðu,
og þar má segja að hún hafi alið
allan sinn aldur. Svo hefir það
verið öld eftir öld að fólk sem
alist hefir upp í Hvítársíðu unir
þar alla ævi og enn er það svo
að minni ringulreið er þar á fólk
inu en í öðrum sveitum þessa
héraðs. Þorbjörg á Bjarnarstöð-
um er fædd á Þorvaldsstöðum,
næsta bæ við Fljótstungu, þar
voru þá foreldrar hennar og þar
bjó allan sinn búskap föðurfaðir
hennar Jón Auðunnsson, einn af
vinsælustu Borgfirðingum. Það
sýndist benda til hnignunar í bú
skap bænda þegar þessi nota-
drjúga farsældarjörð var lögð í
eyði, nú á sínustu árum. En ekki
gátu þeir er þaðan áttu kyn sitt
til að rekja þolað að svo stæði
lengi. Sigurður Jóhannesson frá
Hallholtsstöðum reisti þar bú
síðastliðið vor. Móðurfaðir Sig-
urðar Jóhannessonar, Sigurður
Sigurðsson frá Efstabæ í Skorra
dal bjó allan sinn búskap á Þor-
valdsstöðum og þykir nú vel við
eigandi að nafni hans og dóttur-
sonur skipi sæti afa síns í þessu
friðsæla fjallabýli. Nú eru það
hinar svokölluðu sauðjarðir, sem
Ísfirðingar hafa stofnað
tónlistarfélag og tónlistarskóla
Samtal við Halldór Halldórsson bankastjóra formann félagsins
Haustið 1948 var Tónlistarfélag ísafjarðar stofnað af nokkrum
áhugamönnum í bænum. Höfuðtilgangur þess var að efla tón-
mennt og tónlistaráhuga á ísafirði, m. a. með því að koma þar á
fót tónlistarskóla. Morgunblaðið hitti formann Tónlistarfélags Isa-
fjarðar, Halldór Halldórsson bankastjóra, að máli og leitaði hjá
honum fregna af starfsemi félagsins.
Fyrsta verkefni félagsins var
stofnun tónlistarskóla og ráðn-
ing skólastjóra við hann, segir
Halldór Halldórsson. — Ragnar
H. Ragnar söngstjóri var ráðinn
til þess starfa. Aðsókn að skól-
anum varð þegar allmikil. Voru
25 nemendur í honum síðastlið-
inn vetur en í vetur verða þeir
30, 25 í píanóleik og 5 í orgelleik.
Áform okkar er að gera kennsl-
una fjölbreyttari eftir því, sem
félaginu vex fiskur um hrygg.
Gengst fyrir tónleikum
— Hefir félagið ekki efnt til
opinberra hljómleika.
— Vegna samkomubannsins í
bænum af völdum mænuveik-
innar varð lítið úr því í fyrra-
vetur. En í sumar héldu þau Er-
ling Blöndal Bengtson og Þór-
unn Jóhánnsdóttir hljómleika
sitt í hvoru lagi á vegum félags-
ins. Voru þeir mjög vel sóttir.
Nú í haust eigum við von á Árna
Kristjánssyni og Birni Ólafssyni
til okkar og munu þeir halda
hljómleika á vegum félagsins.
Fleiri hljómleikar eru í undir-
búningi.
Vœnta sama stuðnings og önnur
tónlistarfélög.
— Hefir félagið fjárhagslegt
bolmagn til þess að rísa undir
starfsemi sinni?
— Við væntum að svö verði.
í félaginu eru nú 120 styrktarfé-
lagar, sem greiða 50 kr. á ári
Bæjarstjórn ísafjarðar hefir
einnig sýnt félaginu velvild og
skilning með því að veita því
nokkurn styrk á þessu ári.
Ennfremur sótti það um nokk-
urn styrk til Alþingis. En sú
beiðni bar ekki árangur. — Mun
um við sækja um svipaðan styrk
til næsta þings og önnur hlið-
stæð félög njóta.
Ég álít að nauðsyn beri til þess
að unglingar eigi kost á fræðslu
í tónmennt í stærstu kaupstöð-
um landsins. Það verður í reynd
inni ókleift að sækja slíka mennt
un til höfuðborgarinnar einnar
sökum kostnaðarins við það.
Auk þess hefir það almennt
menningargildi fyrir bæjarfé-
lagið að þar sé haldið uppi slíkri
fræðslu og kynningu tónlistar
fyrir almenning.
Vinsœll skólastjóri
Við ísfirðingar vorum mjög
heppnir að fá ágætan og áhuga-
saman skólastjóra og leiðbein-
anda þar sem er Ragnar H. Ragn
ar. Hann flutti hingað til ísa-
fjarðar beint frá Bandaríkjun-
um til þess að annast hér söng-
stjórn, söngkennslu við skólana
og kennslu í tónlistarskóla okk-
ar. Er hann þegar orðinn vinsæll
í bænum og mun koma hans
verða tónlistarlífi okkar ísfirð-
inga til mikillar eflingar.
Stjórn Tónlistarfélags ísafjarð
ar skipa nú Halldór Hálldórsson
bankastjóri, formaður, Jón Jóns
son frá Hvanná og Kristján
Tryggvason klæðskerameistari.
Framkvæmdarstjóri félagsins er
Páll Jónsson verzlunarmaður.
Mbl. 4. nóv.
Saga mannsandans
Eftir próf. ÁGÚST BJARNASON
Falleg útgáfa með mörgum myndum
og í allstóru broti
„Þetta er lýsing á andlegu lífi og listum kynslóðanna, saga
heimsmenningarinnar, trúar, heimspeki og vísinda, frá því fyrstu
mannverur rísa úr rökkri aldanna og fram til þessa dags. Þetta
er mannkynssaga, rituð frá sjónarhóli andlegrar menningar en
ekki styrjalda eða valdastreitu
Þetta er hið stærsta sögurit,
sem skrifað hefur verið á ís-
lenzku, rit er opnar lesendum
útsýn yfir viðfangsefni heims-
menningarinnar í fortíð og nú-
tíð. Það er tímabært rit, rit sem
vandlátur lesandi ekki aðeins les
einu sinni, heldur mun hverfa
til aftur og aftur, — lesbók allra
aldurskeiða og handbók sem æ
og æ mun reynast þörf á að
fletta upp í. — Þetta er mennt-
andi rit, sem hvert menntað
heimili hefur stöðuga ánægju
af. —
Ná segja, að próf. Ágúst
Bjarnason hafi með ritum þess-
um opnað íslenzkri alþýðu út-
sýn til heimsmenningarinnar og
fært þjóðinni nýjan auð hug-
mynda og hugsjóna þeirra
manna er leitt hafa mannkynið
á vegferð sinni —“
Þessi orð eru útdráttur úr rit-
dómi frá íslandi um þetta stór-
merkilega verk, prof. Ágústs
Bjarnasonar. Eg hefi þegar les-
ið tvö fyrstu bindin af þessu
verki og vitna fúslega, að ekk-
ert er of sagt í því sem að ofan
er ritað. Þessar bækur get ég
með ánægju lesið oft, og fræðst
því meira, því betur sem ég les
þær.
eru að leggjast í eyði ein eftir
aðra. Sumstaðar jafnvel í tuga-
tali. Stendur það í sambandi við
hina illræmdu mæðiveiki, er
sverfur nú svo fast að sauðfénu
að þrátt fyrir lambaeldi fækkar
fénu ár frá ári. Er nú svo komið
að sumir bændur sem byggt hafa
afkomu sína á sauðfjáreign sjá
þess nú engan kost lengur.
Framhald
höfðingja.
Verkið allt eru sex bindi og
er efinu skipt þannig.
1. Forsaga manns og menn-
ingar.
2. Austurlönd.
3. Hellas.
4. Róm.
5. Vesturlönd.
6. Nýtjánda öldin.
Þrátt fyrir þó nöfn sá þessi
séu oss áður kunn af bókum
höfundarins, þá eru þar aðeins
um parta úr þeim að ræða, því
flest er þar aukið og endurbætt,
og prýða og skýra lesmálið
margar myndir. Aðeins takmark
að upplag verður gefið út af
þessu verki og fer það eftir því
hve margir vilja eiga það. Efast
ég ekki um að ýmsir hér Vestan
hafs vilji eignast þetta verk og
ættu þeir sem fyrst að senda til
mín pöntun á því, svo ég géti
vitað hve mikið ég má biðja um
af því. Tvo bindin — það er
fyrsta og annað bindið, eru kom-
in á markaðinn en hin koma á
næstu tveim árum. Verkið er
haft svo ódýrt, sem möguleikar
leyfa, og þessi tvö bindi sem út
eru komin og eru mikið á sjö-
undahundrað blaðsíður, kosta
eitthvað um sjö dali, sem er ekki
mikið eftir verðgildi bóka nú al-
mennt á íslandi.
Þeir, sem vilja eignast þessar
bækur eru því vinsamlega beðn-
ir að láta mig vita það sem fyrst
svo ég geti pantað þær og viti
hve mikið ég má fá af þeim.
Björnssons Book Store,
702 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba,
Canada.