Lögberg - 01.12.1949, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.12.1949, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. DESEMBER, 1949 Úr borg og bygð Á ársfundi Kvenfélags fyrsta lúterska safnaðar sem haldin var í samkomusal kirkjunnar á fimtudaginn 24. nóvember 1949, voru eftirfylgjandi konur kosn- ar í embætti fyrir komandi ár. Heiðursforseti: Mrs. B. B. Jónsson; Forseti: Mrs. O. Steph- ensen; Varaforseti: Mrs. Paul Johnston; Ritari: Mrs. Albert Wathne; Bréfa viðskifta ritari: Mrs. Sigurjón Sigurdson; Fé- hirðir: Mrs. M. W. Dalman; Varaféhirðir: Mrs. M. Paulson; General Convener; Mrs. A. S. Bardal; Meðráðanefnd: Mrs. B. J. Brandson, Mrs. Fred Stephen- son, Mrs. S. O. Bjerring, Mrs. Frank Dalman. Kaffi veitinga nefnd: Mrs. J. S. Gillies og Mrs. S. O. Bjerring. Eigna- og eftirlitsnefd: Mrs. S. Backman, Mrs. S. Oddson og Mrs. O. Frederickson. Betel nefnd: Mrs. B. J. Brand- son, Mrs. Fred Stephenson, Mrs. J. . Gillies. Yfirskoðunarkonur: Mrs. D. Jonasson, Mrs. Bertha Nichol- son. Forstöðukonur deilda: Mrs. Gunnl. Johannson, Mrs. Fred Stephenson, Mrs. Sigurjón Sig- urdson, Mrs. S. Sigurdson. ☆ Gefin saman í hjónaband á prestssetrinu í Selkirk, þann 19. nóv. Kristinn Albert Jacobson og Thorey Guðrún Guðmunds- son, bæði til heimilis í Árborg, Man. Til aðstoðar við giftinguna voru: Miss Laura Björnsson og Mr. Lawrence Sigurdson. Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verð ur í Árborg. ☆ Ársfundur „FRÓNS“ verður haldinn í G. T.-húsinu á mánu- daginn 5. des. n.k., kl. 8 e. h. Fyrir fundinum liggur kosn- ing embættismanna til næsta árs o. s. frv. — Að fundarstörf- um loknum flytur Mrs. Guðlaug Jóhannesson erindi um dvöl sína á íslandi árið sem leið. Styrkið þjóðræknisstarfsemi Fróns með því að sækja þennan fund. Enginn inngangur verður seld ur, og engin samskot tekin í þetta sinn. H. THORGRIMSON, ritari Fróns ☆ Gefið í Blómveigarsjóð kvenfélagsins Björk, Lundar: Hr. Th. Backman Chapter, $10.00 í minningu um ástkæran eigin- mann, Guðmund J. Jonasson, dáinn 1918 í grennd við Otto, Man. og ástkæra foreldra, Krist- ján og Margréti Sigurðson, dá- in í grennji við Otto P. O. Man. Frá Margréti Jónasson Lundar. $10.00 í minningu um hjartkær- an eiginmann og föður, Guðjón Runólfson, og kæra vinkonu Ólöfu Johnson, frá Mrs. Herdísi Runólfson og Mrs. J. L. Jónas- son. — Með kæru þakklæti — Mrs. Helga Ólafson, Lundar, Man. JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE HAGBORG FUEL^/ PHOME 2ISSI J-- The Swan Manufacluring Co. Oor. ALEXANDER and ETjIiEN Phone 22 641 Halldór M. Swan eigandl Helmlll: 912 Jessle Ave — 46 958 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Argyle Prestakall— Sunnudaginn 4. desember 2. sunnudaginn í aðventu. Grund kl. 2:00 e.h. Baldur kl. 7:00 e.h. Enskar messur. Allir boðnir og velkomnir. Séra Eric H. Sigmar ☆ Arborg-Riverton Prestakall 4. desember—Framnes, messa kl. 2:00 e.h. Árborg ensk messa kl. 8.00 e.h. 11. desember — Víðir, ensk messa kl. 2:00 e.h. Riverton, íslenzk messa kl. 8:00 e.h. B. A. Bjarnason ☆ Lúterskn kirkjan i Selkirk Sunnud. 4. desember. 2. s.d. í Aðventu. Enske messa kl. 11 árd. Sunnudagsskóli kl. 12. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir og velkomnir S. ÓLAFSSON HEIÐARBÝLIÐ Það andar minning moldum þessum frá, hér móðir vakti yfir bönum sínum. Og gróðurinn, hann segir sögu þá að sólin vermdi horfna bænum þínum. Hve hér er kyrrt, þótt hrynji í gljúfri foss. Ó, heilög stund, ég ann þér næturvökum. Hér heiðablærinn ber mér þýðan koss, og bœrir strá á föllnum húsaþökum. Hér geymast eflaust æsku þinnar spor, er ung þú gekkst um lyngi vaxna móa. Eg veit þú þráðir sumar, sól og vor, —að sjá er húsavöllur tók að gróa. Og enn er moldin mjúk á stekkjargrund, og máske eitthvað, geymist þar í leynum frá barnsins sál, er létt og viðkvæm lund sér lífsveig drakk úr fjállablænum hreinum. Og hérna lifðu fyrrum frjálsir menn, þar fallnir veggir hylja gengnu sporin, en mér finnst þó sem eitthvað sé hér enn af ást og friði er grænkar jörð á vorin. En sagan verður víst ei sögð hér öll, ég veit svo fátt, en geta má í eyður. Og vonalönd þín varða dalsins fjöll þar vorsins himinn brosir tær og heiður. Er litkast jörð og leysir vötnin blá, þá líða heiðasvanir fram um dalinn, og fuglar una hreiðrum sínum hjá, en horfnu fólki er annar staður valinn. Eg heyri kveðið vinhýrt vögguljóð, það vermir sál og yljar hugans rótum, sem heiðalöndin Ijómar kveldsins glóð, er leikur blærinn þýtt á dalamótum. Hér heiðadísir hefja fagran söng, en hulda vorsins lætur strengi óma, og fossinn kveður kátt í gljúfra þröng, hér kyssir döggin álfa meðál blóma. Og mér finnst hugur himni færast nœr, og hugsa mér þín sál í lotning krjúpi, en minninganna Ijóma á landið slœr með Ijúfri þrá frá þínu sálar djúpi. Hér andar blítt af barnsins fögru þrá þess bezta draums, sem andi mannsins geymir. minn hugur viknar, vina mín, að sjá hve vel í föðurtúni blómin dreymir. Svo líð ég áfram leiðir fram að dröfn, en landið þitt í móðu vorsins sefur. Ei þýðir neitt að þylja göfug nöfn í þögli býlið minningamar vefur. Hin ágæta og margeftirspurða bók ICELAND, NEW WORLD OUTPOST eftir Agnes Rothery $5,25 fæst nú í BJÖRNSSONS BOOK STORE, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man., Canada Hvert horfið býli á sögu, sem er merk, um segul hugans minningarnar þjóta. Hér birtist dýrlegt drottins handaverk, svo dásamlegt var hér að elska og njóta. Hér saman bjuggu söknuður og þrár og saman þœtti örlaganna spunnu, og fólkið hryggðist, felldi gleðitár. Við fegurð himins nœturljósin brunnu. Jörgen frá Húsum — Tíminn Gáfnaprófin ómissandi liður í skólakerfi þjóðanna 13. nóv.—Ungfrú Gunnhildur Snorradóttir magister í sálarfræði og uppeldisfræði er fyrir nokkru komin hingað heim, en hún hefur undanfarin ár stundað nám í námsgreinum sínum við bandaríska háskóla. Lauk hún þar prófum með ágætum vitnisburði. Ungfrúin er dóttir Snorra Sigfússonar skólastjóra og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Morgunblaðið hefur átt stutt samtal við Gunnhildi Snorra- dóttur og leitað tíðinda hjá henni um nám hennar og starf. Nam uppeldisfræði og sálfræði. Eg stundaði nám í tvö ár við American University í Washing- ton og lauk þar B. A. prófi árið 1946 í uppeldisfræði og kennslu- fræði, segir ungfrúin. Kom síð- an heim en hélt aftur til Banda- ríkjanna haustið 1947 og stund- aði nám við hinn fræga Cornell háskóla í Ithaca í New York. Var ég þar við nám í þrjú miss- eri, 12 mánuði og lauk þar magisterprófi s.l. vor. Aðalnáms grein mín var sálarfræði og uppeldisfræði. Námið var mjög ánægjulegt þarna og undi ég vistinni við há- skólann hið besta. í fríum mín um frá skólanum hef ég fengist við ýmiskonar störf, allt frá barnfóstrustöðum til blaða- mennsku í Washington. Þar veittist mér m. a. sú ánægja að hitta og hlusta á margt ágætra og frægra manna, svo sem t. d. frú Roosevelt og Truman for- seta. Vinnur að uppeldisrannsóknum. Og nú ertu komin heim og tekin til starfa? Já, það er yndælt að vera komin heim á Frón aftur. Það er það besta. Eg hef þegar byrj- að starf og vinn með dr. Matthí- asi Jónassyni að hinum uppeld- islegu rannsóknum, sem hann hefur stundað í ein fjögur ár. Er það staðssetning (standardi- zation) gáfnaprófakerfis. Er mjög ánægjulegt að sjá, hve mikið og merkilegt starf hefur þegar verið unnið á þessum vett- vangi hér á landi. Nauðsyn á slíku kerfi eða prófi er auðvitað geysimikil ekki síður hér en annars staðar, enda eru þau not- uð og þykja ómissandi liður í skólakerfum allra menningar- þjóða. Lestrarkunnáttan lítill mœlikvarði á greind barnsins Lestrarkunnáttan ei; ekki mikill mælikvarði á greind og getu barnsins, en eftir henni er aðallega flokkað í skólana okk- ar, sem stendur. Eg álít að skóla- menn hér á landi hafi augun op- in fyrir því og sjái að þannig getur það ekki verið, ef vel á að vera. Þessi próf á auðvitað ekki að taka alveg bókastflega eins og ég hefi orðið vör við að sumir álíta. En þau eru ómetanleg og nauðsynleg, ekki aðeins, sem hjálpartæki við flokkun og til- högun skólanáms, heldur líka við leiðbeiningarstarfsemi fyrir börn og unglinga. Verða þessar rannsóknir ekki framkvæmdar hér víðar en í Reykjavík? Jú, að sjálfsögðu. Þar, sem prófið er miðað við öll börn landsins verðum við að fara víða um og prófa þau, ekki aðeins hér í Reykjavík. Eg hef t.d. unnið undanfarið á Akureyri við að prófa þar börn og unglinga. Verð þar í þrjá mánuði að þessu sinni, en kem síðan aftur til Reykjavíkur. S. Bj. Mbl. 22. nóv. Fárviðri veldur Iíf og eignatjóni í B.C. Um síðastliðna helgi geisaði slíkt fárviðri í British Columbia fylki, að til fádæma má teljast; að minsta kosti tuttugu og fjór- ir menn létu lífið, en eignatjón skiptir miljónum dollara; sam- göngur tepptust svo að segja með öllu, húskjallarar fyltust vatni, og tólf brýr, svo vitað sé, sópuðust með öllu í burtu; vatna vextir urðu svo gífurlegir, að áin sem stundum var ekki í hné, er orðin að skaðræðisfljóti, eins og Hannes Hafstein forðum daga komst að orði. Það væri synd að segja, að náttúruöflin hefðu tekið mjúk- um móðurhöndum á íbúum British Colubíafylkis í seinni tíð. KIRKJUFUNDURINN: Hvernig verður Biblían bezt útbreidd? I dag er síðasti dagur hins al- menna kirkjufundar, sem hófst s.l. sunnudag. Hefir aðsókn að honum verið með ágætum, alltaf húsfyllir í hinum rúmgóðu salarkynnum K. F.U.M. og K. Fulltrúar á fundin- um eru eitthvað innan við hundrað, þar af rúmir 30 prest- ar. Umræðurnar í gær snerust fyrst um Biblíuna, og var helzt rætt um, með hverjum hætti hún yrði bezt útbreidd. Var rætt um, að vekja þyrfti til starfs „Hið íslenzka Biblíufélag“, sem hefir lítið látið á sér bæra. Var bent á, að Færeyingar hafa sjálfir gefið út alla Biblíuna á eigin máli, en við höfum alltaf þegið hana af „Brezka og er- lenda Biblíufélaginu“. Var mik- ill áhugi ríkjandi um útbreiðslu Heilagrar Ritningar, sem er að sjálfsögðu fyrsta skilyrði bættr- ar og aukinnar kristindómsfræð- slu í landinu. Síðari hluta dags var rætt um fræðslulögin nýju og kristin- dómsfræðsluna. Kom fram gagn- rýni á nýja skólakerfinu, ekki sízt vegna þess að það gerir ráð fyrir mun minni kristindóms- fræðslu en tíðkast á hinum Norð- urlöndunum og í Englandi. — Var og bent á skort á kenslubók- um og hæfum mönnum til þess- arar kennslu. Fræðslu lögin mæla ekki fyrir um tilgang krist- indómsfræðslunnar að öðru leyti en því að ala upp háttprúða og siðaða borgara. Trúnni er gleymt og einnig þá þeim til- gangi fræðslunnar að ala upp kristna borgara innan evan- gelisk-lútherskrar þjóðkirkju. Sagði annar framsögumanna, að lágmarkskröfur, sem gera ætti til fræðslulaga í kristnu þjóðfélagi, væri, að þau tryggðu fræðslu á kristinni trú í öllum bekkjum framhaldsskóla upp að stúdentsprófi. í blaðinu í gær var getið um dagskrá fundarins í dag, svo að óþarft er að rifja hana upp. Margir áhugamenn hafa sótt fundinn og má segja, að fundar- bragur hafi allur verið hinn bezti. Fundarstjórnin að þessu sinni var í höndum Ólafs kaup- manns Björnssonar á Akranesi og þykir hafa tekizt sérlega vel. Margra sjónarmiða gætir, en rökræður allar miða að því að komast að einhverjum niður- stöðum, og er þess að vænta, að þessi fundur verði stórt spor í þá átt, að efla kirkju og kristin- dóm í landinu. Er þess og engin vanþörf, ef dæma má eftir sum- um barnaskólaprófum í kristn- um fræðum nú undanfarið. Til umræðfundarins í gær var boðið nemendum kennaraskól- ans, og er það vel, að kennarar og kirkjunnar menn leggja sam- an til stuðnings þeim málum, sem allir góðir synir landsins sjá, að mestu máli skipta þjóð- ina. Vísir, 1. nóv. HEILDARAFLINN 287.176 SMÁL. í FYRRA 355.792 SMÁL. Heildarfiskaflinn í lok sept- embermánaðar nam samtals 287.176 smálestum, að því er Fiskifélag Islands tjáði Vísi ný- lega. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma í fyrra nam heildaraflinn 355.792 smál., en þá var síldaraflinn 147.815 smá- lestir, en í ár ekki nema 64.286 lestir. Skipting heildarflans í ár hef- ir annars verið sem hér segir: Afli togaranna og útflutt af þeim 104.364 smál., flutt út af fiskkaupaskipum 9534 smál., til frystingar hafa farið 73.591 smál., til herzlu 59 lestir, til nið- ursuðu 271 lestir, til söltunar 45.766 smál., innanlandsneyzlan nemur 2648 smál., beitifrysting nemur 4929 smál. og síldarbræð- sla 46.003 smál. Vísir, 31. okt. “MENSTREX” Ladies! Use full strength “Menstrex” to help alleviate pain, distress and nervous tension associated with monthly periods. Ladies, o r d e r genuine “Menstrex” today. $5.00. Rushed Airmail postpaid. GOLDEN DRUGS, St. Mary’s at Hargrave, Winnipeg. Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our Speeialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Miss K. Christie, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Minnist EETEL í erfðask rám yðar Magrir menn, konur Þyngjast 5, 10, 15 pd. Nýr þróttnr, nýtt fjör, þrek Hvllík unun, limir styrklr, ójöfnur sléttast, hálsin verður liðugur; ltkam- inn ekki framar veiklulegur; þösundir manna og kvenna hafa komist I gó8 hold: þetta fölk þakkar Ostrex töflum heilsubót sína; vegna hins mikla nær- ingarkrafts, er Þær hafa. Engin hætta A offitu, magurt fólki þyngiat frá 5, 10, og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn- ingalyfi! NotiB Ostrex Tonic töflur, sem styrkja llkamann. I öllum lyfjabúðum. f M | Œtlbaltn jólagjöf! | f Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin; | s það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu & i og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna, A f og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menn- | ? ingarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextíu ára f skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr- & ? ar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metn- ^ \ aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara- ^ 5 legum dygðnm lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita (t óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafa- % l ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg % (t og senda það vinum bæði hér og á íslandi. S FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐBLAÐ: THE COLUMBIA PRESS LIMITF.I) 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Sendið Lögberg vinsamlegast til: Nafn............................................. Árittin.......................................... Hér með fylgir $5.00 ársgjáld fyrir blaðið Nafn gefanda..................................... Áritiin..........................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.