Lögberg - 05.01.1950, Side 1

Lögberg - 05.01.1950, Side 1
PHONE 21374 i\Vte4 %***%!. *">* • A Complete Cleaning Instilution ;ot<\ S A Complete Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. JANÚAR, 1950 NÚMER 1 Lögberg árnar Islendingum vestanhafs og austan góðs og gæfuríks nýárs Vínsæl og útbreidd Ijóð Jólakvæði eftir dr. Richard Beck birtust um nýafstáðnar há tíðar í mörgum víðlesnum tíma- ritum og blöðum í Bandaríkjun- um. . Kvæði hans „The Dream of Peace“ (Friðardraumurinn) var litprentað á forsíðu jólaheftis „The National Good Templar“, málgagns amerískra Goodtempl- ara, sem gefið er út í Minne- apolis; einnig birt í jólaheftum „The North Dakota Teacher“, sem gefið er út í Bismarck af hálfu hins fjölmenna Kennara- félags ríkisins, og „Sons of Nor- way“, málgagni Þjóðræknisfé- laga Norðmanna í Bandaríkjun- um og Canada, sem prentað er í Minneapolis. Einnig var umrætt kvæði prentað í jólablöðum eftirfarandi norsk-amerískra viku blaða: „Nordisk Tidende“, Brooklyn, N.Y., „Duluth Skandinav“, Duluth, Minnesota, „Normand- en“, Fargo, N. Dakota, og í jóla- blaði sænsk-ameríska vikublaðs- ins „Svenska Posten“, Seattle, Wash. Ennfermur í þessum Minnesota-blöðum: „Minneota Mascot“, „Northfield News“ og Times Region“, Roseau. Annað jólakvæði dr. Becks, „The Bells of Peace“ (Friðar- klukkurnar), sem birtist á sín- um tíma í „Lögbergi“, var skraut prentað á forsíðu jólaheftis „Lutheran Herald“ í Minne- apolis, málgagni Norsk-lútersku kirkjunnar í Vesturheimi (The Evangelical Lutheran Church). Loks var nýort jólakvæði hans, „Christmas Reverie“ (Jóla sýn), birt á ritstjórnarsíðu „Grand Forks Herald“, en þar höfðu ofannefnd kvæði einnig áður verið prentuð. Málshöfðun út af óeirð unum við Alþingishúsið 25 menn kœrðir fyrir brot á hegningarlögum og lögreglu- samþykkt Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið hefir fal ið sakadómaranum í Reykjavík að höfða mál á hendur 24 mönn- um fyrir brot á 11., 12. og 13. grein hegningarlaganna og lög- reglusamþykkt Reykjavíkur, í sambandi við óeirðirnar við Al- þingishúsið 30. marz s.l. VlSIR, 26. nóv. Gengur í þjónustu W. L. Mackenzie King F. A. McGregor, sem sagði upp stöðu sinni fyrir nokkru vegna þess að skýrsla sú, er hann af- henti dómsmálaráðherra Can- ada viðvíkjandi hveitimylnu- eigendum var ekki birt á lög- boðnum tíma, hefir nú gengið í þjónustu Rt. Hon. W. L. Mac- kenzie King og mun aðstoða hinn fyrrverandi forsætisráð- herra við að semja ævisögu hans. Mr. McGregor var ritari Mr. Kings um langt skeið áður en hann var skipaður Combines Administrator 1925. Þeir hafa jafnan verið miklir vinir og haft mikið saman að sælda. Svíar gætu ekki verið hlutlausir Yfirmaður sænska hersins talar um „þriðju heimsstyrjöldina“ \ og stöðu Svíþjóðar STOKKHÓLMUR, 26. nóv. — Yfirmaður sænska hersins skýrði frá því í dag, að litlar líkur séu fyrir því, að Svíum takist að vernda hlutleysi sitt, ef til þriðju heimstyrjaldarinnar kemur. Hershöfðinginn sagði, að Vest urveldin mundu verða að senda herflugvélar sínar yfir sænskt landssvæði. Löndin austan járn- tjalds mundu svo leggja áherzlu á algert athafnafrelsi í Eystra- salti, til þess að tryggja kafbát- um sínum öruggar hafnir. Hershöfðinginn telur, að Sví- ar muni ekki geta varist innrás- arher til lengdar, hversu góðum vopnum sem þeir hafi á að skipa. Curling-kappar frá Arborg í nýlegri viðureign við Cur- ling kappa frá Oakville, Man., gengu hetjur Árborgar sigrandi af hólmi, og taka þess vegna þátt í miðskóla Curiing samkeppni fyrir allt landið, sem fram fer í Quebecborg í febrúarmánuði næstkomandi; einn af hetjum Árborgar er David Einarsson, sonur þeirra Mr. og Mrs. G. O. Einarsson þar í bænum. Minnisvarði Markúsar á Sjómannaskólalóðinni FUNDUR haldinn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Aldan 26. nóv. 1949 samþykkti að leggja fram kr. 3000,00 — þrjú þúsund krónur — til sjóðstofnunar í til- efni af 100 ára afmæli Markúsar Finnboga Bjarnasonar, fyrsta skólastjóra Stýrimannaskólans. Sjóður þessi skal ávaxtaður og aukinn,' þar til hann nægir til þess að reisa veglegan minnis- varða af Markúsi á lóð Sjómanna skólans. Fundurinn felur félagsstjórn- inni að ganga frá skipulagsskrá fyrir sjóðinn og ákveða stjórn hans. Ennfremur er félagsstjórninni falið að leita til sjómannafélaga og einstaklinga um fjárframlög til sjóðsins, þar til hin væntan- lega sjóðstjórn hefir tekið við honum. Upphafsmaður þessa máls er Páll Halldórsson fyrrum skóla- stjóri Stýrimannaskólans. — Hreyfði hann því fyrst í sam- sæti því er Stýrimannaskólinn hélt gömlum nemendum Mark- úsar, á 100 ára afmæli hans 23. nóv. síðastl., en þá gáfu þeir skól anum brjóstlíkan af Markúsi, eins og Mbl. hefir skýrt frá. Mbl. 6. des. Þjóðvinafélagsal- manakið og Andvari komið út Út eru komnar tvær nýjar félagsbækur frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins. Bækurnar eru Almanak Þjóðvinafélagsins um árið 1950 og Andvari. Efni almanaksins er, auk daga talsins, svo sem hér segir: Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri skrifar um skáldin Alexander Pushkin og August Strindberg. Þá er í ritinu árbók íslands 1948 eftir Ólaf Hansson menntaskóla- kennara, ritgerð eftir Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðing, er nefnist „Úr þróunarsögu atom- vísindanna“ — og einnig kaflar úr hagskýrslum íslands, eftir Þorstein Þorsteinsson hagstofu- stjóra. — Nokkrar myndir eru í ritinu. Andvari, tímarit Hins íslenzka Þjóðvinafélags. flytur að þessu sinni ritgerð um Magnús Sig- urðsson bankastjóra eftir Eirík Einarsson alþingismann og grein, sem nefnist „Örgumleiði, gerpir, Arnljótarson" eftir Barða Guðmundsson þjóðskjalavörð. Ennfremur skrifa í ritið Hákon Bjarnason skógreæktarstjóri um framtíð skóræktar á íslandi, Bergsteinn Skúlason um lunda og kofnafar, og Þorkell Jóhann- esson prófessor um alþýðu- menntun og skólamál á íslandi á 18. öld. • Félagsbækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins fyrir þetta ár eru nú allar komnar út „Sög- ur frá Bretlandi“, Ljóðmæli Kristjáns Jónssonar og Noregur (Lönd og lýðir I.). Allar þessar fimm bækur fá félagsmenn fyr- ir 30 kr. árgjald. VÍSIR, 1. des. Ritsafn um hrak- ninga og heiðavegi Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson annast efni- svalið Nýlega er komið út á vegu'hn Norðra fyrsta bindi af ritsafni, er nefnist: Hrakningar og heiða- vegir. Efnið er valið af þeim Pálma Hannessyni og Jóni Ey- þórssyni, en Jón Eyþórsson hef- ir búið ritið til prentunar. í formálsorðum fyrir ritsafni þessu segja þeir Pálmi og Jón á þessa leið: „Nokkur ár eru liðin síðan okkur kom til hugar að safna saman í eina bók fornum leiðar- lýsingum frá heiðum og öræf- um íslands, ásamt sögnum urri svaðilfarir og slysaferðir, sem þangað hafa verið farnar. Átti safn þetta í senn að vera heim- ildir um landfræðisögu Islands, er sýndi þekkingu manna og hugmyndir um heiðalönd og ör- æfi á liðnum tímum, og jafn- framt var því ætlað að halda til haga minningu þeirra, sem hafa þolað hrakninga á villigjörnum heiðavegum og barist þar fyrir lífi sínu, oft einmana og áttavilt- ir. Sumir hafa borið þar beinin, aðrir bjargast fyrir harðfengi og seiglu — eða slembilukku eina“. Aðalritgerðin í þessu fyrsta bindi er Sprengisandsleið eftir Einar E. Sæmundsen. Eftir Pálma Hannesson eru fimm stuttar ritgerðir, er nefnast Villa á öræfum, Dirfskuför Sturlu í Fljótshólum, Villa á Ey- vindarstaðaheiði, Mannskaðinn á Fjallabaksvegi, og Granahaug ur og Granagil. Þá er ítarleg rit gerð um Miðlandsöræfi íslands eftir séra Sigurð Gunnarsson á Rauði kross íslands hefir unnið merkilegt starf á 25 árum Tíu deildir starfandi, Reykjavíkurdeild stofnuð í tilefni af 25 ára afmælinu í DAG á Rauði Kross Islands 25 ára afmæli, en hann var stofn- aður 10. desember 1924. Tildrög stofnunar hans eru þau, að alþjóða- samband Rauða krossins sendi hingað fulltrúa, danskan herlækni, sem undirbjó stofnun Rauða kross félags hér; meðal annars sat hann aðalfund Læknafélags Islands, sem háður var á Akureyri það sumar. Forseti Islands, Sveinn Björnsson, beitti sér síðan fyrir stofnuninni, og var hann kjörinn fyrsti formaður félagsins. Nú eru alls starfandi 10 rauða kross deildir víðs vegar á land- inu, en þó merkilegt sé er engin rauða kross deild starfandi í Reykjavík önnur en rauða kross félagið sjálft, sem jafnan hefir verið fámennt. í tilefni afmælis- ins verður gengist fyrir stofnun rauða kross deildar hér næstu daga og gerir félagið sér vonir Reykt svínaket selt til Bretlancls Rt. Hon. J. G. Gardiner, til- kynnti á þriðjudaginn að samn- ingar hafi verið gerðir þess efn- is að selja 60 miljónir punda af reyktu svínaketi til Bretlands á 29 cent pundið; lágmarksverð er 32,5 cent og borgar stjórnin mismuninn, sem mun nema $2.100,000. UNDSB0KASAFN '82231 TslavjTs OHirtstmas Íleíterte By RICHARD BECK The silent sky is eloquent with music, The shining stars are clothed in brighter light, The wintry, storm-swept plain is bathed in glory, Earth mirrors Heaven’s face this Blessed Night. The windows, candle-lit and wreathed with holly, The fragrant trees, aglow with joyous light, The gleaming city streets in festooned splendor, All praise in unison this Holy Night. The bells peal forth in raptured adoration, The churches are ablaze with festive light. Awake, O Man, and let the tidings glorious Enflame your heart and soul this Christmas Night. Hallormsstað. Jón Eyþórsson skrifar um Kjalveg og Reyni staðabræður. Aðrar ritgerðir eru: Á átta sólarhringum yfir Sprengisand eftir Ásgeir Jóns- son frá Gottorp, Suður Kjöl 1755 eftir séra Jón Steingrímsson, Válynd veður á Kili eftir Svein Pálsson, Lýsing á Kjalvegi eftir Sigurð Pálsson í Haukadal, Yfir Héðinsskörð og Hjaltadalsheiði eftir Kristin Guðlaugsson Núpi, Suður heiðar eftir Sigurð Jónsson frá Brun, og Segir fátt af einum eftir Pál Guðmunds- son á Hjálmsstöðum. Loks er safn ritgerða, sem nefnist Úti- legumannabyggðir og bygging- ar þar til eftir Björn Gunnlaugs- son, séra Hákon Espólín og séra Sigurð Gunnarsson. Þetta bindi er 270 bls. að stærð og er frágangur hinn vandaðasti. TÍMINN, 6. des. Fjárlagafrumvarpið lagt fyrir Alþingi Rekstrarútgjöld á nœsta ári eru áœtluð 266 miljónir króna ar á fjárlagafrumvarpinu þess- ar: Á rekstraryfirliti 241.2 milj. kr. Á sjóðsyfirliti 243,8 milj. kr. Tekjurnar. Aðaltekjuliðirnir eru þessir: Skattar og tollar 191,9 milj. kr„ tekjur af rekstri ríkisstofnana 68,6 milj. kr„ tekjur af fasteign- um ríkissjóðs 10 þús. kr„ tekjur af bönkum og vaxtatekjur 1,5 milj. kr. og óvissar tekjur 1,5 milj. kr. Gjöldin. Hæstu gjaldaliðir eru þessir: Til verklegra framkvæmda 36,1 milj. kr. (var á frumvarpinu í fyrra 29,2 milj. kr.). Eru til vega mála áætlaðar 24,3 milj. kr. Til kennslumála 31,8 milj. kr. (í Niðurgreiðsla á kjöti Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1950 var lagt fram á Alþingi í gær. Niðurstöðutölur á rekstraryfirliti eru þær að tekjurnar eru áætlaðar 263,5 milj. kr„ en gjöldin 225,9 milj. kr. Rekstrarafgang- ur er því áætlaður 37,7 milj. kr. — Á sjóðsyfirliti er greiðslujöfn- uður áætlaður 4.5 milj. kr. Niðurstöðutölur þar eru 266,1 milj. kr í fyrra voru niðurstöðutölurn- fyrra 28,5 milj. kr.}, vegna al- mannatrygginga 21,3 milj. kr Til dýrtíðarráðstafana 33,5 milj kr. Segir í greinargerðinni um þennan útgjaldalið. Til dýrtíðarráðstafana var veitt á þessa árs fjárlögum 64 milj. kr„ en á næsta ári er ætlast til að ekki verði varið nema 33,5 milj. kr. í þessu skyni. Er þá eingöngu miðað við niðurgreiðsl ur á neysluvörum innanlands, en ekki uppbætur á útfluttan fisk, eins og tíðkast hefir undanfarin ár. Er það álit ráðuneytisins að finna þurfi aðrar leiðir en greiðslur úr ríkissjóði til þess að tryggja hallalausan rekstur sjáv arútvegsins á næsta ári. Fjár- hæðin 33,5 milj. er miðuð við reynslu þessa árs og má ætla að þessi útgjöld skiptist þannig: 7 milj. kr. Niðurgreiðsla til framleiðenda 6.5 _ Niðurgreiðsla á mjólk 5 5 __ Niðurgreiðsla á smjöri og tap á erlendu smjöri 8.5 _ Niðurgreiðsla á Smjörlíki 3 3 Niðurgreiðsla á saltfiski q.7 _ Niðurgreiðsla á kartöflum 2 Til landbúnaðarmála 22 milj. kr. og til dómgæzlu, lögreglu- stjórnar, kostnaðar við opinbert Samtals 33.5 mil. kr. eftirlit, skatta og tollheimtu o. fl. 20,1 milj. kr. Mbl. 1. desember um þá afmælisgjöf frá almenn- ingi, að margir taki þátt í þeirri stofnun og gerist félagar. Rauði kross íslands hefir starf að mikið í þágu heilbrigðismál- anna, þótt venjulega hafi verið hljótt um starfsemi hans. Höfuð- hlutverk hans hafa verið fyrsta hjálp, þegar slys bera að hönd- um, heilsuvernd og önnur að- stoð á því sviði. Þegar á fyrsta ári réði félagið til sín hjúkrun- arkonu til starfa. Var hún meðal annars send til Sandgerðis yfir vetrarvertíðina, en þar var lækn islaust og ekkert hjúkrunarskýli. Hefir RKÍ æ síðan haft hjúkrun arkonu starfandi þar á vetrar- vertíðinni og sjúkraskýli var reist þar árið 1939 á vegum fé- lagsins. Hér í Reykjavík hefir Rauði krossinn jafnan haft þrjár til fjórar sjúkrabifreiðir á sín- um vegum. Sumardvöl barna í sveit er eitt af þeim málum, sem Rauði krossinn hefir mikið látið til sín taka. Hófust afskipti hans af því máli, er sótt var um fjárstyrk til hans, handa barnaheimilinu á Egilsstöðum árið 1932, og veitti félagið heimilinu 2000 kr. styrk. Á stríðsárunum þótti útlit fyrir að flytja yrði öll börn úr bænum með stuttum fyrirvara sökum yfirvofandi loftárásarhættu. Var þá skipuð sumardvalanefnd á vegum Rauða krossins og var Sheving Thorsteinsson, formað- ur Rauða krossins, formaður hennar. Nú á félagið í smíðum vandað og stórt sumardvalar- heimili að Laugarási í Biskups- tungum, þar sem 120 börnum er ætlað að geta dvalizt við full- komnasta aðbúnað. Á styrjaldarárunum voru gerð ar hér margar varúðarráðstaf- anir, sem Rauði krossinn ann- aðist. M. a. voru gerð sjúkra- herbergi með skurðarborðum, tækjum og lyfjum í kjöllurum víðs vegar í bænum. Stór tjöld og sjúkrarúm höfð til reiðu, ef árás yrði gerð á sjúkrahús, lyfja birgðir fluttar til nærsveita og grafnar þar í jörð og fleira slíkt gert. Þá annaðist Rauði krossinn hér á þeim árum í sambandi við rauða kross deildir erlendis og alþjóðarauða krossinn í Sviss, bréfasendingar til Islendinga búsettra á styrjaldarsvæðunum, hafði upp á íslendingum erlend- is, og þegar eftir styrjöldina hóf félagið skipulagða starfsemi til hjálpar nauðstöddum íslending um á meginlandi Evrópu. þá hefir félagið annast fjár- safnanir til að bæta úr neyð styrjaldar og náttúruhamfara. Var fyrst hafin fjársöfnun vegna jarðskjálfta í Chile, skömmu fyrir heimsstyrjöldina, til Finn- lands 1939, Noregs og Danmerk- ur eftir styrjöldina, fjársöfnun til lýsisgjafa handa börnum í Mið-Evrópu og að lokum til barnahjálparinnar á vegum sam einuðu þjóðanna og tókst sú söfn un svo vel, að alheims athygli vakti. — Alþb. 10. des.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.