Lögberg - 05.01.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.01.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. JANÚAR, 1950 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin i þessari aögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhanneasyni. „Farðu fljótt inn í næsta herbergi“, sagði hann. Mér er sama hvað að hönd- um ber. Ég skal ekki — ég lofa þér því upp á æru mína!“ Hún leit með þakklátum augum til hans, og þegar að bjarndýrstjaldið féll niður fyrir aftan hana, setti hann glas- ið með eiturvatninu í vasa sinn. Útidyrahurðinni var lokið upp og Rossignol ábóti kom inn og á eftir hon- um komu, signorinn, presturinn og Jó Portugais. Charley horfði rólegur á þá og beið. Svipurinn á andliti ábótans var enn kaldur og harður, en málrómur hans var mannúðlegur þegar að hann ávarp- aði Charley og sagði: „Monsieur, ég hefi ráðið við mig að fSRa orð þín trúanleg. Ég er orðinn sannfærður um, að þú ert ekki maðurinn, sem glæpinn framdi. Þú hefir máske ástæðu fyrir því, að segja ekki til hver þú ert!“ Hefði Charley verið fangi fyrir rétti þá hefði hann ekki getað orðið meira undrandi — jafnvel þó að dómarinn væri búínn að finna hann sekann, en einhver nýr vitnisburður hefði komið fram á síðustu mínútunni, sem frelsaði hann, áður en dauðadómurinn var kveð inn upp. Charley komst í ákafa geðshrær- ingu, sem í svip dróg úr honum nálega allan mátt. í öðru herbergi í húsinu var stúlka, sem varð að grípa fyrir munn sér með höndunum til þess að hrópa ekki upp í gleði hrifningu. Charley hneigði sig. „Þér sást yfir monsieur“, sagði hann — „ég bið þig, monsieur, að vera ekki að biðja velvirð- ingar á því“. XXXIV. KAPÍTULI Launsátið Vikur liðu sumarið var á enda, og komið haust. Uppskeruhátíðin var lið- in hjá og haustplægingarnar vel á veg komnar. Reykjarbrælan frá kornstanga stúfunum blandaðist saman við ylminn frá balsamviðnum og aldingörðunum. Á fölnandi gróður hlíðanna sló rauð- leitum, gulum og brúnum lit eins langt eins og augað eygði. En yfir allri hrörn- un ársins sveif hið þverrandi afl lífs og gróðurs. Sumarið hafði verið hagsælt í Chau- dieredalnum. Uppskeran hafði verið meiri og betri, en að elztu menn þar í dalnum mundu eftir áður, og þó hafði hún verið mikil og góð svo árum skifti áður. Enginn hafði dáið þar í dalnum um sumarið, en fjöldi barna fæðst. Þegar Filion Lacasse var að tala um þetta benti hann á, að jafnvel kona friðdómarans hefði ekki látið sitt eftir liggja að auka mannkynið með því að hún á árinu hefði eignast tvíbura. Maxi- milian Cour, sem var allra manna hjá- trúarfyllstur, sló þrisvar hægt með fing- urgómunum á borðið til þess að tryggja framtíðarvelgengni barnafæðinganna í Chaudiere. Bakarinn var því miður of seinn á sér, því daginn eftir var friðdómarinn fluttur heim til sín með byssuskot í öðr- um fætinum. Hann hafði verið ginnt- ur á andaveiðar á vatni sem var tutt- ugu mílur í burtu frá heimili hans — vestur á hinum svokölluðu fjögra fjalla hæðum og var þar fyrir slysni skotinn í fótinn. Þar sem þetta slys kom fyrir var Indíánabygð, þar sem söfnuðurinn í Chaudiere hélt uppi trúboði við og við og stóð stundum fyrir að partar úr písl- arsögunni væru sýndir á leiksviði. Hann hafði verið fluttur heim þaðan af félög- um sínum, og læknir úr næstu sveit sóttur. Presturinn hjálpaði lækninum til að byrja með, til að hreinsa og kanna sárið, en hann þurfti að taka það nærri sér. Þegar mest reið á í sambandi við könnun sársins bar skraddarann að garði, og nokkrum mínútum síðar hafði hann tekið við af prestinum, að hjálpa lækninum til að ná höglunum úr fæti friðdómarans'og búa um sárið. Charley þekkti ekkert inn á skurð- lækningar, en hann var laginn með hendurnar, sjónin skörp, og hann var vel útsjónarsamur. Eftir að læknirinn var búinn að ganga frá sárinu, þvoði hann sér um hendurnar og horfði með velþóknun á Charley. „Þakka þér fyrir monsieur“, sagði hann um leið og hann tók handklæði og þerraði á sér hendurnar. „Ég hefði ekki getað gjört þetta án þinnar hjálp- ar. Það hefir tekist furðu vel, og þú átt þinn þátt í því“. Charley hneigði sig. „Það er góður siður, að hrósa ekki happi fyrr en happ- ið er hlotið“, sagði hann. „Kunningi okk ar hérna á þunga þraut fyrir höndum — er ekkisvo?“ „Ég býst við að það sé satt“, sagði læknirinn, strauk vangaskegg sitt og leit í spegin, sem hékk á herbergisveggn um. „Veizt þú hvort maddaman á nokk- uð til að hressa sig á, eða lögg af víni?“ bætti hann við, togaði niður vesti sitt og hagræddi hálsbindinu. „Það er ekki ólíklegt“, svaraði Char- ley, gekk út að glugganum oð horfði út. Læknirinn sneri sér við.*undrandi Hann var vanur því að gaumur væri gef inn að því, sem að hann sagði, og hann hafði ætlast til að skraddarinn mundi gjöra það líka. „Það er ekki óhugsandi — held- urðu?“ spurði hann með eftirvæntingu. Það eru vanalega reiddar fram góð- gjörðir, en vesalings konan — maddam- an, hefir verið upptekin við bónda sinn“. „Og tvíburana, tók Charley fram í þurlega — og húsið, sem hún hefir enga hjálp við, nema kerlingarskarið gamla, sem er í eldhúsinu. Konur eru þrælar vanans, en hér kemur hún eins og að ég sagði —“. Hann þagnaöi allt í einu, því í her- bergisdyrunum stóð Rósalie Evanturel. Læknirinn var svo upptekinn við að búa sig til ferðar, að hann sá ekki augnatil- litið, sem þau Rósalie og Charley gáfu hvort öðru. Rósalie hafði ekki verið heima síð- ustu tvo mánuðina. Hún hafði farið með föður sinn veikann til Quebec. Hann veiktist tveimur dögum eftir atburðina alvarlegu, sem að gerðust í litla húsinu á Verdómefjöllunum, og hún fór með honum til Quebec þar sem að holds- skurður var gerður á honum. Rossignol ábóti hafði lofast til að sjá um að hann fengi pláss á sjúkrahúsinu, og Jó Portu- gais fór með þeim til þess, eftir því sem hann sjálfur sagði, að líta eftir M. Evan- turel. Þegar að Rósalie fór í þá ferð kvaddi hún Charley, eins og aðra, sem við- staddir voru þegar að hún fór af stað, en prívatlega hafði ekkert orð farið þeirra á milli, síðan daginn sem að hún hafði sagt honum, að hvert sem að hann færi, þangað færi hún líka, í lífi og í dauða. „Þú hefir verið tvo mánuði í burtu“, sagði Charley, eftir að þau höfðu heils- ast með handabandi þegjandi. „Tvo mánuði í gær“, svaraði hún. „Um sólarlagið“, bætti hann við. „Það var verið að hringja kirkju- klukkunum til kveldbæna“, svaraði hún rólega, þó að hjartað berðist um í brjósti hennar og hendurnar væru óstyrkar. En allt fór þetta fram hjá lækninum, sem hafði allan hugann á matnum og víninu. „Vilt þú ekki hafa staup af víni með mér?“ spurði læknirinn og rétti Char- ley staup. „Vínið og ég eigum ekki vel saman“, svaraði Charley. „Heilsunnar vegna?“ spurði lækn- irinn, sem staðinn var upp frá borðinu og var að hneppa að sér frakkann og í þann veginn að leggja af stað heim til sín. Hann gekk fast upp að Charley og sagði: „Ég vil ekki níðast á þér, mon- sieur; en veiki maðurinn er þarfur þjónn byggðar sinnar, — skilurðu mig? Meiðsl in eru viðkvæm og vandfarið með þau og mikið þætti mér vænt um, ef að ég mætti reiða mig á þig í nokkra daga til að líta eftir honum .Presturinn mundi gera það, en þú ert ungur, og þér er svo sýnt um hlutina — skilurðu hvað ég meina? Helmingurinn af borguninni, sem ég fæ, gengur til þín, ef að þú vilt hafa vakandi auga á honum, — koma til hans þrisvar á dag og vera hjá hon- um á næturna nokkurn tíma. Ég er hræddur við hitaveiki. Hann benti Char ley að koma með sér út að glugganum, og talaði þar eitthvað við hann hljóð- lega. „Þú skilur mig“, sagði hann glað- lega og sneri sér að Rósalie. „Já, mikið vel“, svaraði Charley og dró sig til baka frá lækninum því hann fann vínþefinn af honum og kadlur svit- inn braust út um hann allan, og hann fann vínnautnarþrána gömlu leggjast yfir sig eins og farg. „Ég skal gjöra það, sem að ég get“, sagði hann. „Komdu mín kæra“, sagði læknir- inn við Rósalie. „Við skulum fara og líta á hann föður þinn“. Charley hafði haft augun á vínflösk- unni, sem stóð á borðinu, en þegar Rósa lie sneri sér að honum til að kveðja hann, þá sagði hann nokkuð hastur: „Gjörðu svo vel að taka bakkann og leyfarnar til frú Dauphin“. — Hún leit spyrjandi augum á Charley, því að hún áttaði sig ekki undir eins á hinu eldlega augnaráði hans. Kafrjóð lyfti hún bakkanum með leyfunum af borðinu og með lífsfjörið svellandi um æðar sér sagði hún: „Það er dásamlegt að lifa, er það ekki?“ # Hann kinkaði kolli, brosti og áhyggju svipnum létti af andliti hans. Kvenn- eðlið í henni hafði unnið sigr á óvini hans. XXXV. KAPÍTULI Maximilian Cour og annar koma Það er dásamlegt að lifa, er það? Á haustin þegar að maður andar að sér vínþrúguloftinu. Það virtist svo sann arlega, — jafnvel Charley virtist það, þar sem að hann vann allan daginn á verkstæði sínu, með dyrnar opnar, sem haustsólin skein í gegnum. Og líka þeg- ar að hann sat hálfar og heilar næturn- ar við rúm Marcisse Dauphins og einn- ig, er hann sat við vöggu tvíburanna, á meðan að frú Dauphin hagræddi manni sínum. Svar Charley við spurningu Rósalie var í því falið, að sjón hans hafði aldrei verið eins skörp, hann sjálf- ur aldrei eins vel lifandi og fótspor hans aldrei eins létt, eins og vikuna, sem að hann vann tveggja manna verk. Hann var vonbetri en hann hafði nokkurn- tíma verið, síðan daginn, sem hann vaknaði og mundi eftir sér í kyrðinni á Verdómefjöllunum. Hann hafði fundið meðalið við hinni miklu ástríðu sinni — við hinum nagandi vana, sem hafði næst um riðið honum að fullu um kveldið, þegar hann hafði heyrt Jón Brown syngja Kampavíns-Charley. Með eigin vilja og óbifanlegum ásetningi, hafði hann neitað sér um að nota meðulin, sem bróðir prestsins sendi honum. En á hátíð Jóhannesar skírara, hafði þessi sterki vilji hans brugðist honum, andans atgjörfi hans, rökfimi og ráðsnild — bognað og brotnað eins og reyr, fyrir ofur afli ástríðunnar. En nú var hann haldinn af nýju afli. Þegar að hann var að því kominn að rétta út hendina eftir vínglasinu í húsi friðdómarans, og hann í fyrsta sinni á ævinni leitað aðstoðar, þá hljómaði konurödd í eyrum hans: „Það er dásamlegt að lifa, er það ekki?“ og áformi hans var hnekkt. Augnaráð konu hafði lægt rót ástríðnanna í huga hans. Hann hafði aldrei áður treyst á hinar siðferðilegu og andlegu hvatir sjálfs sín. Það, sem til var af slíkri skap- gerðarkend hjá honum var af ósýnilegri stærð, — sem hvorki var hægt að marg- falda, eða mæla — hafði legið í frum- dvala ættarerfðanna í blóði hans, en eins afllaus og meðul sem svift hafa verið áhrifum sínum með útþynningu. Rósálie hafði vakið aftur hina uppruna- legu eðlisskapgerð hans. Dagarnir kyr- látu, sem hann hafði lifað í Chaudiere, meðvitund hans um syndsamlegt fram- ferði þeirra Jó Portugais og Lauis Tru- del, hið einfalda líf fólksins, sem hann var á meðal — hinar einföldu lygar, ó- hagganlega sannleik, augljósu sorg, meðfæddu gleði, barnalegu trú og ó- hefluðu óknitti, fyrirgefanlega sökum þess, að þeir voru framdir með opin- berri frekju — hafði haft sín áhrif á hann. Andrúmsloftið allt hafði brotið vanans bönd og gjört hann að nýjum manni, svo þegar að hann féll fyrir vín- nautnarástríðunni, sem heltók hann, þá var hin eðlilega heilbrigði hans og hinn vaxandi andlegi þroski hans bor- inn ofurliði, svo að það reið honum næst um því að fullu. Það var fyrsta leit hans að afli utan sjálfs sín — að verkandi lög máli, sem var hinni sjálföldu lífsstefnu hans ókunnugt, og svarið hafði hann fengið tafarlaust og fullnæ^jandi. En hvað var svarið? Hann fékkst ekki um það, hann hafði ekki enn komist lengra á þeirri leið, en að byrjunarreynslunni og í bili, að minsta kosti, bar minna á hinni fyrri spurninga þrá hans. Hver einasta ný og voldug tilfinnig, á sitt á- hrifavald, nær sínu æðsta stigi, áður en hún sameinast jafnvægi siðferðislífsins. Hann var í hálfgerðum vandræðum. Eitt kveld, er hann sat við rúm Nar- casse Dauphins, sem nú var á batavegi, kom í huga hans texti ræðu einnar, er hann heyrði Jón Brown flytja: „Meiri elsku hefir enginn en þá, að hann láti lífið fyrir vini sína“. Hann hafði verið að hugsa um Rósalie, og daginn á Va- drómefjöllunum. Hún hefði ekki aðeins verið reiðubúin að deyja með honum, heldur líka til að deyja fyrir hann, ef á hefði þurft að halda. Hvað var það, sem hann gat gefið í staðinn? Friðdómarinn hafði legið í rúmi sínu og ekki tekið augun af Charley á með- an að hann sat í þessum hugleiðingum sínum. Nú tók hann til máls: „Monsieur, þú hefir verið mér góð- ur“. Charley lagði hendina á handlegg sjúklingsins. „Ekki finnst mér það. En ef að þú steinþegir, þá skal ég halda að þú mein- ir það“. Friðdómarinn hristi höfuðið. „Ég hefi ekki sagt orð í heilan klukkutíma. Það er engin hitaveiki í mér og það er nokkuð sem að ég þarf að segja, þegar ég er búinn að því, þá líður mér betur — áreiðanlega* Ég ætla að gera ærlega búningsbót. Ég hélt einu sinni að þú værir þetta eða hitt, — ég ætla ekki að segja, hvað að ég hélt þig vera. Ég sagði, að þú værir að skipta þér af málum manna, að gefa þeim ráð, eins og þú gafst Filion Lacasse og taka brauðið frá munni mér — ég sagði það!“ Hann þagnaði, reisti sig á olboga í rúminu, strauk hárið aftur með eyrun- um, leit í spegil, sem var á veggnum í herberginu ánægjulega og sagði með spekingssvip: „En mönnum er gjarnt á að misdæma! Þú hefir nú unnið fyrir mínu daglega brauði, — nei, nei, mon- sieur, þú verður að hlusta á mig! Og unnið þitt daglega verk að auki, þú hef- ir tekið að þér að vinna mitt daglega verk síðan að ég varð fyrir þessu ó- happi, og leyst það af hendi eins vel og nokkur lögfræðingur gat leyst það, en afhent konunni minni hvert einasta cent, sem inn kom“. „Hvað verkið, sem að ég hefi gjört fyrir þig snertir, þá tel ég það ekki, — þið friðdómararnir eigið ekki annríkt", svaraði Charley og bætti við: „Þú getur hjálpað mér við skærin og nálina í stað- inn, einhvern tíma“. í einlægni, sem friðdómaranum var eiginleg, svaraði hann: „Þú ert undur- samlegur skraddari“. Charley hló, en það hafði sjaldan, eða aldrei komið fyrir síðan að hann kom til Chaudiere, en það var þó ein- kennilegur sannleikur, að handiðn hans veitti honum óblandna ánægju við að sauma og sníða föt, handa bændunum í Chaudiere og sonum þeirra, og treyjur handa dætrum þeirra og konum — ánægjumeiri og sælli, en hann hafði áð- ur verið í öllu lífi sínu. Að vinna með höndunum var hon- um metnaður, sem gekk tilbeiðslu næst. Hann vissi vel, að friðdómarinn meinti ekki, að hann væri aðdáunarverður fyr- ir skraddaraiðn sína, en hann lét það ekki á sér heyra þegar að hann svar- aði þurrlega: „Þú varst ánægður með frakkan, sem ég saumaði handa þér síðast, ég held að þú hafir verið í hon- um þegar þú varst skotinn. Hann fór þér ágætlega“. Friðdómarinn leit í stóra spegilinn á veggnum með angurblíðum ánægju- svip. „Ó já, ég var nú ekki ólaglegur í vextinum í fyrsti sinni, sem ég kom í kofann vestur á fjöllunum fjórum!“ „Við getum ekki alltaf verið ungir. Mittið á þér er nú ekki ólaglegt ennþá og brjóstið gefur vestinu svip.“ „Sussu, sussu, hugsaðu um tvíburana í hégóma- dýrð þinni og látalátum“. „Tvíburar og látalæti; þar komstu með það. Það eru einmitt þau hjú, sem ég vildi tala við þig um“. Eftir að líta gætilega tildyranna og gluggans á her- berginu hélt Dauphin áfram. „Það var ekki óviljaslys þarna vestur á Fjórfjöll- unum — ekki neitt líkt því. Það var hún Paulette Dubois — þú þekkir konuna, sem heima á í kofanum við garðshliðið hjá signor Rossignol. Þegar að ég var ungur feldi ég ástarhug til hennar, en hún fór í burtu héðan. Það voru tveir aðrir menn, annar þeirra var timbur- kaupmaður, en hinn lögfræðingur.. Timburkaupmaðurinn var giftur, en lögfræðingurinn ekki. Hún bjó fyrst með timburkaupmanninum, svo var hann drepinn — myrtur í skóginum.“ „Hvað hét timburkaupmaðurinn?“ spurði Charley.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.