Lögberg


Lögberg - 05.01.1950, Qupperneq 7

Lögberg - 05.01.1950, Qupperneq 7
7 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 5. JANÚAR, 1950 Þrjár nýjar „Norðra“-bækur NURSERY POTTERY FOR EXPORT Mabel Lucie Attwell’s illustrations are favourites with children all over the world and at Shelley’s Pottery, Stoke on Trent, they are now being used to decorate sets of china for children’s nurser- ies. These sets are in great demand, and orders have been received from all over the world, including the U.S.A. and Canada. Shelley’s craftsmen are now working on a set which when completed will' be presented íor the use of His Royal Highness Prince Charles in his nursery at Clarence House. The illustrations are reproduced on the china by means of transfers, and treated when dry. They will withstand scratching and rough treaiment in washing, and are perfectly safe for use by children. The photograph shows a display of the nursery sets produced at the Shelley Pottery, all decorated with Mabel Lucie Attwell’s familiar child drawings. I. ALDREI gleymist aust- URLAND nefnist stærð- ■* arsafn ljóða eftir 73 höfunda, sem allir eru sprottnir úr austfirzkum jarðvegi, þó að margir í hópnum hafi dvalið langvistum utan átthaganna, eigi allfáir vestan hafs; en kvæði og vísur þeirra, eigi síður en hinna, sem alið hafa aldur sinn á ættstöðvunum, bera því órækan vott, hve hugstæðar þær eru þeim og hjartakærar. Heitið á ljóðasafninu er því sannefni. Þar eru margir hjartahlýir og einlægir lofsöngvar til landhlut- ans svipmikla og fagra, sem bar höfundana á brjóstum, mótaði skapgerð þeirra og útsýn. Hvert sem lífsins bárufall hefir borið þá, munu þeir taka heilum huga undir ljóðlínur Helga rithöfund- ar Valtýssonar, safnanda kvæð- anna: „Trauðla raknar tryggða- band“ og „Aldrei gleymist Aust- urland“. Og eigi aðeins Austfirðingar beggja megin hafsins, heldur einnig allir ljóðavinir, mega vera Helga Vatýssyni innilega þakklátir fyrir að hafa færst það í fang að safna í hlöðu kvæðum þessum og vísum, og fyrir þá ahið, sem hann hefir lagt í það að verkið væri eins vel af hendi leyst og raun ber vitni. í fjörlega sömdum formála, því að hann er eldsins og and- ríkisins maður, gerir Helgi grein fyrir safninu og kveðst sérstak- lega hafa viljað grennslast eftir þvíi, hvernig umhorfs væri á hinum andlega vettvangi austur þar í átthögunum: „Hvort skáld- hneigð, rímleikni og óbrjálaður smekkur væri þar enn við lýði, og almenn ljóðást enn sú „blíð- róma berglind“ í hversdagslífi Austfirðinga sem áður fyrr.“ Þessi fjölþætta sýnisbók aust- firzkrar ljóðagerðar, því að hér er um sýnishorn en eigi úrval að ræða, ber því fagurt vitni, að alþýðlegur kveðskapur, sem þar er gamall í garði, lifir þar enn góðu lífi, eða eins og safnandi orðar það, „að enn er skáld- hneigð, rímleikni og hrein brag- snilli ríkur þáttur í hversdags- lífi Austfirðinga.“ Og þeir 73 Austfirðingar, sem hér sitja sameiginlegt skálda- þing, eru, eins og safnandi tek- ur réttilega fram, aðeins nokkur hluti austfirzkra hagyrðinga og skálda; mætti t.d. nefna ýmsa þeirra vestan hasins, sem eigi eru þar á bekk, og mun valda hlédrægni þeirra fremur en nokkuð annað, því að safnandi gerði sér mikið far um að ná til sem flestra þeirra þeim meg- in hafsins eigi síður en heima á ættjörðinni. í hinum fjölmenna hópi, er kvæði og vísur eiga í safninu, eru margir, sem löngu eru kunn- ir orðnir fyrir skáldskap sinn eða önnur ritstörf; hinir eru þó fleiri, sem lítt eru áður kunnir eða koma hér fram á sjónarsvið- ið fyrsta sinni; en um þá verður í heild sinni eigi annað sagt, en að þeir séu hlutgengir vel, eigi síður en hinir, sem hærra hefir borið á ritvellinum. Um hitt er óþarft að fjölyrða, að í þessu stóra safni, sem alls eigi er neitt úrval, er ekki allt, sem á borð er borið, jafn vel ort eða jafn þungt á metum listarinnar, en víða er þar óneitanlega hressandi ilmur úr grasi. Hér eru prýðileg kvæði um ýms efni, sum bæði snjöll og fögur, en mest ber þó á ferskeytl- unni, og vjl ég taka kröftlega undir ummæli safnanda hvað það snertir: „Sérstaklega þykir mér vænt um það, hve rúmfrek ferskeytl- an hefir orðið í safni þessu“ Því fer mjög fjarri, að hún sé ald- auða á Austurlandi né í sýnilegri hnignun. Ferskeytlan er innsti kjarni alþýðukveðskaparins. í henni er skáldhneigð íslendinga kristölluð, skærar og fullkomnar heldur en hjá nokkurri þjóð ahn- Eftir prófessor Richard Beck ☆ Bókaútgáfan „Norðri“ heldur áfram að senda frá sér á markaðinn prýðilegar bækur og skemmtilegar; verður hér getið þriggja hinna nýjustu, sem greinarhöfundi hafa í hendur borist, og allar komu út á nýliðnu ári. ari. Með yfirlæstislegri forsóm- un hennar og vanrækslu rofna tengslin við móðurmoldina. Og upp frá því rekur margt skáldið sem „rótlaust þangið“ á tímans Stórasjó og eygir hvergi land fyrir stafni. — Ferskeytlan hefir löngum verið hjartsláttur ís- lenzkrar alþýðu og andardrátt- ur, í sorg og sælu, böli og nauð- um, hungri og harðindum. í gljáfægðum kristallsflötum hennar hefir lífsþráin blikað í táratíbrá umkomuleysisins, og geislar hennar brotnað með dá- samlegu litrófi, jafnvel í svart- asta skammdegismyrkri þjóðar- innar. Ferskeytlan hefir varð- veitt kjarna tungunnar og kjark einstaklingsins gegnum aldanna löngu og erfiðu rás.“ Þetta er fagurlega sagt og í engu ofmælt, og heiður sé hin- um mörgu Austfirðingum, kon- um sem körlum, — því að kon- urnar leggja sinn drjúga skerf til þessa safns—er sýna það þar eftirminnilega í verki, hve fer- skeytlan leikur í höndum þeirra; er það ekki síst eftirtektarvert, hve hringhendan er þeim tiltæk og eftirlát, því að hér eru heil kvæði undir þeiro þjóðlega og hreimfagra bragarhætti. Annars þáttar íslenzks alþýðukveðskap- ar gætir hér einnig allmikið, en það eru hestavísurnar, og eru þær meðal annars vottur þess, hversu mjög kvæði þessi og vís- ur eru að efni til tekin beint út úr umhverfi alþýðunnar, lífi hennar og starfi. Andi Páls Ólafssonar svífur því yfir vötn- um í þessu kvæða-og vísnasafni já, og andi séra Stefáns Ólafs- sonar, sé dýpra grafið að rótum- þess kveðskaparháttar, sem lif- að hefir og blómgast enn á Aust- urlandi. Hér fara á eftir nokkrar fer- skeytlur úr safninu: „SIGLT MILLI BOÐA“ Syngur boðinn, svignar rá, sýður froða á keipum. Burtu gnoðin ber oss frá brimsins voðagreipum. (Einar Friðriksson frá Hafranesi). „HRINGUR" Hringur skundar skeiðið á, skaflar sundra klaka. Syngur grundin, svellin blá sönginn undir taka. (Einar E. Sæmundsen, skógarvörður). „FERSKEYTLAN“ Er hún þjóðleg, altaf ný, áþekk skrýddri brúði, stakan rétta, reifuð i ríms og stuðla skrúði. (Guðfinna Þorsteinsdóttir) „LÁTINN VINUR“ Þegar góður genginn er, grannar hljóðir standa. Inn í rjóður ilminn ber ástar gróðurlanda. (Helgi Gíslason á Hrappsstöðum). „STAKA“ Þó að hríðar byrsti brá, brimi á striðum ósum, ilmi þýðum andar frá œsku-hlíðum Ijósum. (Knútur Þorsteinsson, frá Ulfsstöðum) STATTU Á ÞILJU STÓR I LUND“ Stattu á þilju stór i lund storms við byljaköstin, stæltu vilja, stýrðu á sund, stafn þó hylji röstin. (Sigurður Baldvinsson frá Stakkahlíð) Mætti þannig lengi telja, því að af miklu er að taka. Myndir allra höfundanna fylgja kvæð- um þeirra, ásamt með fæðingar- degi og ári þeirra og dvalarstað, en uppruna þeirra er getið í höf- undaskránni aftan við bókina. Ríkharður Jónsson. mynd- höggvari, sem er einn höfund- anna, hefir teiknað fagra og sér- stæða kapumynd, þar sem skráð er eftirfarandi staka hans með höfðaletri: Fyrnist slóð um fjöll og sand, fýkur í gömlu sporin. Alltaf þrái’ ég Austurland, , einkum þó á vorin. II. Næst verður getið fyrsta bind- is af ristsafninu Að vestan, er út kemur á vegum „Norðra“, en Árni Bjarnarson, bóksali á Akureyri, sem íslendingum vest- an hafs er að góðu kunnur, hefir safnað efni ritsafnsins og sér um útgáfu þess. Ætti Vestur-íslend- ingum einnig að vera útkoma þess fagnaðarefni, því að þar er færður í einn stað þjóðlegur fróðleikur, sem þeir hafa skráð, en dreifður hefir legið í blöðum þeirra og tímaritum. En eins og mönnum mun í fersku minni, gerði Árni sér sérstakar ferðir vestur um haf árin 1946 og 1947 með það fyrir augum að afla sér efnis í ritsafn þetta, bæði þess, er prentað var, og eins hins, er geymt var í handritum, eða í minni manna, og tækifæri gafst til að skjalfesta. Brugðust menn vel við málaleitun hans, og varð honum gott til fanga. Fylgir hann þessu fyrsta bindi safnsins úr hlaði með löngum og skilmerkilegum formála og skýr- ir þar í megindráttum stefnu og tilgang útgáfunnar, aðdraganda hennar og upphaf, og farast meðal annars þannig orð: „Tvennt var það, sem fyrir mér vakti með starfi þessu: :: fyrsta lagi vildi ég sýna íslenzka þjóðarbrotinu vestan hafs þann sóma að safna í eina heild til útgáfu þeim þjóðlegu fræðum, sem flutzt höfðu vestur yfir Atlantsála með íslenzku land- nemunum og geymzt í minni manna vestra, ennfremur því, er þar hafði verið skrifað og skráð við daglegt strit og stríð í nýja landnáminu. Vildi ég, að með því yrði ljóst, að íslendingar, þótt í aðra heimsálfu flyttu, héldu þó tryggð við forna arf- leifð, áhuga um þjóðleg fræði og kynnu sem fyrr að lýsa því, er á daga þeirra eða annarra dreif og í frásögur var færandi. í öðru lagi vildi ég gefa unnend- um slíks fróðleiks tækifæri til að eignast þetta í heildarsafni í stað þess að þurfa að leita þess á víð og dreif í blöðum og tíma- ritum, sem flest eru harla tor- fengin og hvergi aðgangur að á einum stað, nema á Landsbóka- safninu í Réykjavík/ Hér er vel mælt og drengilega í garð íslendinga vestan hafs, enda hafa þeir, eins og safnandi tekur einnig fram í formála sín- um, sýnt það með undirtektum sínum, að þeir kunna að meta þessa þjóðræktar-og menningar- viðleitni hans að verðleikum. Hefir hann gengið víða á rek- ana, með þeim árangri, að hið víðtæka efni, sem hann hefir viðað sér, nægir í mörg bindi, og er niðurskipun þess fyrir- huguð á þessa leið: Þjóðsögur, tvö bindi; sagna- þættir, tvö bindi; ferðasögur vesturfara, tvö bindi; þættir úr lífi landnemanna, tvö bindi; ævl- sögur, fjögur bindi; ferðasögur kveðskapur, tvö bindi .Ennfrem- ur er áætlað, að hvert bindi verði um 250 blaðsíður að stærð í stóru átta blaða broti. Verður hér því auðsjáanlega um mikið og merkilegt ritsafn að ræða, er jafnframt verður varanlegur minnisvarði fróð- leikshneigð íslendinga vestan hafs og ræktarsemi þeirra v:ð ætt og erfðir, og að sama skapi margþættur og athyglisverður skerfur til íslenzkrar menningar sögu. Fyrsta bindi safnsins, Þjóð- sögur og sagnir, er eigi aðeins mikið rit að stærð á þriðja hundrað blaðsíður, auk hins ít- arlega formála, heldur einnig mjög fjölbreytt að efni, eins og sjá má af flokkaskipun þáttanna og sagnanna, en hún er sem hér segir: Fornmannasögur, sagnir frá seinni öldum, sagnir um nafnkennda menn, reimleikar, draugasögur og svipir, draumar, fyrirboðar og fjarhrif, huldu- fólkssögur, kímnisögur, ævin- týri, ýmsar sagnir. Síðan taldir sagnamenn og skrásetjendur og loks er nafnaskrá. Vissulega kennir hér því margra grasa, og má óhætt segja þeirra góðra, því að marg- ar eru frásagnir þessar hinar merkustu, og allar vel í letur færðar og hinar skemmtileg- ustu, að minnsta kosti öllum þeim, sem þjóðlegum fróðleik unna. Hafa allar sögurnar í þessu bindi verið prentaðar áður í vestur-íslenzkum tímaritum, að- allega í Syrpu Ólafs S. Thor- geirssonar og Sögu Þorsteins Þ. Þorsteinsonar, og þó miklu flest- ar í því síðarnefnda, eftir hand- ritum ýmsra manna og kvenna, og er það talandi vottur þess, hversu miklum og ágætum fróð- leik útgefandinn bjargaði með þeim hætti frá því að glatast. En meginmálið af því, sem úr Syrpu er tekið, er frá hendi Sigmundar M. Long, hins merka fræðaþul- ar. Eru sagnirnar í bindinu að mestu7 endurprentaðar óbreytt- ar, svo að þær halda uppruna- legum svip og búningi sínum. Mun það flestra mál, að þar hafi verið þarft verk að hefjast handa um þessa útgáfu á vestur- íslenzkum þjóðlegum fróðleik, og að bæði myndarlega og vel sé úr hlaði farið. Má og fyllilega ætla, að sama máli gegni um framhaldið njóti ritsafnið verð- skuldaðra vinæslda fróðleiks- unnenda. Útgáfa þess er jafn- framt mjög þakkarverð við- leitni í 'þá átt að treysta böndin milli íslendinga beggja megin hins breiða hafs. III. Þriðja bókin, sem hér verður stuttlega gerð að umtalsefni, Sveitin okkar, eftir Þorbjörgu Árnadóttur, er frábrugðin hin- um tveim að því leyti, að hún er frumsamin af höfundinum, en þó skyld hinum ritunum að efni, því að hún fjallar, eins og nafn- ið bendir til, um íslenzkt sveita- líf, en þar á íslenzk þjóðleg og bókleg menning sínar djúpu rætur og hefir lifað og dafnað öldum saman. Það hefir verið mikil tízka í íslenzkum nútíðarbókmenntum að bregða upp, í áróðurs skyni, sem ömurlegustum myndum úr íslenzku þjóðlífi og sveitamenn- ingu. Hér kveður við allt ann- an tón. í bók sinni lýsir Þorbjörg Árnadóttir sveitalífinu á fyrsta tug þessarar aldar eins og það kom henni fyrir sjónir á æsku- og unglingsárum hennar í einni af fegurstu og víðfrægustu sveit- um landsins. Prestsdóttirin frá Skútustöðum færir hér í einkar aðlaðandi og skáldlegan búing bernsku-og æskuminningar sín- ar, hitaðar eldi ræktarsemi og þakkarhuga. Ýmsir munu segja, að hér sé horft á hlutina gegnum rómantískt sjónargler, en þá er því til að svara, að fegurðin er, góðu heilli, eins raunveruleg og ljótleikinn, hið góða eigi síður en hið illa, öllum þeim, er líta lífið heilskyggnum sjónum. Og það ætla ég, að þeir, sem nú eru miðaldra og ólust upp í íslenzkri sveit á því tímabili, sem þessi lýsing tekur yfir, muni af eig- in reynd kannast við sanngildi hennar i- meginatriðum, þó að breyttir staðhættir komi þar vit- anlega til greina og menningar- lífið kunni að ýmsu leyti að hafa verið auðugra á prestssetrinu, æskuheimili höfundar, en al- mennt gerðist annarsstaðar. Hér er lýst, með hrifningu og aðdáun, lífinu í sveitinni á öll- um árstíðum, æskunni að leik og fullorðna fólkinu að starfi innan húss og utan, heimilis-og félagslífi hversdagslega og á há- tíðastundum; eigi aðeins ytri hliðinni á lífi fólksins, heldur einnig innra lífi þess, því að með mikilli nærfærni er blæjan dreg- in frá hugarheimum þess í sorg og gleði. Falleg og samúðarrík er t.d. lýsingin á því, þegar fyrstu ástir kvikna í brjóstum unga fólksins. Bókin er rituð á íburðarlausu og blæfögru máli; náttúrulýsing- arnar oft bæði skáldlegar og markvissar, frásögnin öll lifandi og heldur athygli lesandans vak- andi. Hollrar lífsspeki gætir einnig víða í þessari bók, ekki síst í orð um þeim, sem lögð eru í munn prestinum, föður höfundarins. Og okkur, sem áttum því láni að fagna að þekkja séra Árna Jónsson persóulega, finnst sem hann sé þar lifandi kominn og ávarpi okkur að nýju með hlýleik sínum, víðsýni og vizku. Dóttir hans hefir líka tileinkað Smœlki Björgun Annan dag maímánaðar 1822 sáu menn, er voru við selveiðar á báti úr Borgarfirði eystra, af sjónum sex menn í fjöru á eyði- svæði við Glettinganes sunnan- vert við fjörðinn. Kom þeim þeg- ar í hug, að það myndu skip- brotsmenn, eins og líka reynd- ist. Var þar Thomas Thompson skipherra, stýrimaður og fjórir hásetar af briggskipinu „The Wear“ frá Lundúnum. Skipið var um 108 lestir og átti skip- herrann þriðjung þess. Höfðu þeir lagt út 12. marz og ætluðu að sækja ís. Komust þeir inn í hann hinn 27., en 28. liðaðist skipið sundur og sökk. Skipverj- ar voru alls 11. Drukknuðu nú tveir hásetar, en skipherra, stýri maður og fjórir hásetar fóru í kaf á meðan þeir voru að leitast við að losa bátana, en gátu ekki. Voru þeir síðan 12 daga á ísnum, ’unz þeir höfðu búið sér til bát úr stórgerðu lérefti og fjölum, og ætluðu sér með fyrstu að smjúga á honum milli jakanna til Islands, en treystu eigi bát sínum til þess er á herti. Sneru þeir aftur að tveim dögum liðn- um og komust eftir fjóra daga þar frá í auðan sjó austanvert við ísinn. Þar dvöldu þeir einn dag til þess að rota sel sér til bjargar. 20. apríl var vindur N. N.V. Sigldu þeir þá og ætluðu að halda bátnum til Færeyja, en vindur gekk skjótt til austur, svo þeir stýrðu suðureftir tvo daga, og vonuðu að vindur mundi ganga til, en neyddust svo til að halda undan til íslands. Eftir fjögra daga siglingu reiknaðist þeim, að þeir myndu vera komn- ir nálægt Reyðarfirði. Rak þá á suðvestan storm, og sáu þeir ekki land fyrr en að kvöldi hins 29. Dóu þá þrír hásetar, er eigi höfðu smakkað vatn í sex daga. Þann 30. lentu þeir á áðurnefndu nesi sunnan við fjörðinn og biðu þar þangað til selveiðamennirn- ir tóku þá fársjúka og stór- skemmda á fótum og fluttu inn í Borgarfjörð. Var þeim þar komið fyrir á þrem helztu bæjunu# og hjúkrað sem bezt. Hrakninga- saga þessi er tekin eftir bréfi skipherrans til Páls sýslumanns Melsteðs, dagsettu 11. maí það ár. Annáll 19. aldar ☆ Á konsert Söngvari (sem er í þann veg- inn að gera út af við áheyrendur sína, syngur af tilfinningu): „Og fyrir Lísu Landen, skyldi ég leggjast niður og deyja.“ Einn af áheyrendunum rís á fætur: „Er ungfrú Lísa Landen viðstödd?" ☆ Lítil stúlka kom til mömmu sinn ar og sagði: — Komdu inn í barnaherberg ið. Það er ókunnugur maður að kyssa barnfóstruna. Móðirin fór af stað, en telpan náði henni á miðri leið og sagði: — Hæ, 1. apríl, mamma. Þetta var bara pabbi. minningu hans þess bók sína, og átti það ágætlega við, því að hún kom út á aldarafmæli hans, sem börn hans og aðrir ættingj- ar minntust virðulega að Skútu- stöðum síðastliðið sumar. Undiralda þessarar bókar er djúpstæð átthagást og ást á þeim sögulegu og menningarlegu erfð- um íslenzku þjóðarinnar, sem verið hafa henni orkulind til dáða í liðinni tíð. ☆ Allar ofantaldar bækur eru þannig úr garði gerðar að ytra búingi, eigi síður en að innihaldi, að þær eru útgefendum til sóma. Óska ég þeim til hamingju með að halda svo vel í horfinu um út- gáfu góðra og vandaðra bóka, og safnendum og höfundi um- ræddra rita þakka ég þá velvild að senda mér þær til umsagnar og þá miklu ánægju, sem lestur þeirra hefir veitt mér.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.