Lögberg - 26.01.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.01.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JANÚAR, 1949. 3 Fréttir frá Churchbridge Þegar íslendingar hittast, þá er oftast sagt: „Hvað er að frétta?“ Okkur þykir gaman að vita hvernig hvor öðrum líður. Ég hef stundum verið að jagast um hvað Lögberg er fréttalítið úr byggðum íslendinga. Nefni- lega hvað fáir skrifa bygðar- fréttir og um starf þeirra. Mér þykir alltaf gaman og fróðlegt að lesa þegar einhver skrifar úr sínu byggðarlagi. Einn maður að mínu áliti, sem stendur fremstur í þessari röð, er Sveinn Guðmundsson á „Höfn“ í Vancouver. Hann skrif- ar reglulega og mjög greinilega um mikið sem gjörist meðal Is- lendinga vgstur á strönd. Og hlakka ég alltaf til þegar frétta- grein hans kemur út í Lögbergi Sama má segja um séra S. O. Thorlakson í California, þegar hann kemur með fréttagrein sína í blaðið, sem hann nefnir „The News Letter“. Svo er líka G. J. Oleöon frá Glenboro með sína fréttakafla og svo fleiri. Mér finst að þetta dragi okk- ur íslendinga nær hvor öðrum og að við kynnumst hvort öðru betur. Mér hefir þótt leiðinlegt að enginn hefir skrifað neitt héðan á liðnu ári. Mér hefir stundum dottið í hug að gjöra það, en þar sem ég er svo ónýt- ur að skrifa og þar sem svo marg ir eru mér miklu færari, hefi ég látið það ógjört. En nú ætla ég að láta— verða af því þó lélegt verði, og bið ykkur lesendur að fyrirgefa. Árið 1949, sem er nú liðið, var gott ár hjá okkur. Sáning gekk má heita tafarlaust til enda. Tíð- arfarið var í alla staði hið bezta. Uppskera var mjög góð, og hey- skapur líka. Haustið var einstak- lega gott. Þresking gekk með bezta móti og bændur kláruðu að öllu leyti haust vinnu í góðu lagi. Það er mjög snjólítið hér ennþá og allir ferðast á bílum tafarlaust. Gjörir það bændalíf- ið svo mikið léttara og skemmti- legra heldur en þegar maður þarf að kafa djúpan snjó og fara á hrossum til bæja. Líðan fólks hér um slóðir er yfirleitt góð, nema hvað gamla fólkið, sem er komið á háan ald- ur, er lasburða með köflum. Eins og var getið um í blöðunum, þá dóu í sumar sem leið tveir góðir íslendingar, Ingibjörg Hinrikson er dó 11. maí. Hún var komin á háan aldur og orðin þreytt og slitin. Og svo Camoens Helgason er dó 3. júní eftir sjö ára van- heilsu og síðustu þrjú árin rúm- fastur. Þessar tvær manneskjur studdu vel kirkju og félagsstörf okkar í stórum mæli meðan heils an og kraftar þeirra entust. Það varð breyting í sveita- ráði okkar í haust eftir kosning- ar sem fram fóru. Fyrverandi oddviti Gísli Markússon, sem var búinn að skipa það sæti í mörg ár, vildi ekki taka kosn- ingu í þetta sinn. Þá hlaut Daní- el Westman þá stöðu og er nú oddviti okkar og Björn Hinrik- son í sveitarráði; eru þessir tveir íslendingar báðir vel færir menn hvor í sína stöðu. Á liðnu sumri höfðum við þá ánægju, að hafa sem okkar gesti systir mína Rose Tiefisher mann hennar og börn frá Vancouver. Þau hjónin voru hér í tvær vik- ur, en börnin voru eftir meðan skólafríið stóð yfir. Svo kom til okkar Lára, kona J. Samúelson frá Bellingham í Washington. Var hún þá búin að vera að heim sækja vini og kunningja á æsku stöðvum sínum að Sinclair og Baldur, Man. Voru þær ná- grannastúlkur, Vala, kona mín og Lára og hafa haldið óslitna tryggð við hvor aðra í yfir 30 ár, þó fundum þeirra bæri ekki saman allan þann tíma. Svo komu Mrs. Ingibjörg Olson, Kristín dóttir hennar og Sigurð- ur Markússon frá Nanaimo, B.C. Voru þau í heimsókn til skyld- fólks og vina. Beztu þakkir fyr- ir komuna. Kristinn Oddson frá Tyner Sask., sem var á heimleið úr ís- landsferð sinni þar sem hann dvaldi tveggja mánaða tíma og stansaði hér nokkra daga. Svo fluttust þau Mr. og Mrs. Robert Hedmar alkomin til baka frá Vancouver og eru nú sest að í Bredenbury, Sask. Á liðnu sumri fóru þau Mr. og Mrs. Magnús Bjarnason, ásamt Mr. og Mrs. Benson frá Win- nipeg skemmtiferð vestur til Vancouver, voru þau um mán- aðar tíma á þessu ferðalagi og létu vel af. Komu þau víða við í Bandaríkjunum. Þegar kemur deyfð í safnaðar starfið þá kemur deyfð í allan annan félagsskap innan bygða. Svo var ástatt hjá okkur nú í síðastliðin tvö ár. Það virtist sem allur áhugi vaéri að lognast út af innan safnaðar okkar. Þess var farið á leit við kirkjufélagið að það útvegaði okkur prest, þó ekki væri nema fyrir stuttan tíma á ári. En það sýndist ár- angurslaust og var þessu lítið sint þó allt væri að fara í kalda kol hér. En á síðastliðnu sumri vorum við svo lánsöm að fá séra Jóhann Friðriksson til að vera hjá okkur í þriggja mánaða tíma. Það reyndist líka vel. Safnaðar áhugi lifnaði við og fólk sótti vel kirkju og sýndist koma nýtt líf í allt. Ræður séra Jóhanns voru góðar, vel fluttar og áhrifa mikl- ar, og aðsókn var góð við allar messurnar. Það er búið að senda séra Jóhanni köllun fyrir nokk- urra mánaða tíma fyrir komandi sumar og vonandi er að hann geti komið. Kvenfélagið „Tilraun“ starfar með líkum hætti, konurnar halda sína reglulegu mánað- ar fundi og eru alltaf sí- starfandi og gjöra mikið og gott verk með að hjálpa bágstöddum og sjúkum og rétta hjálparhönd þar sem að þörfin er mest. 1 haust er leið gáfu konurnar söfnuðinum peninga upphæð til að kaupa nýjar enskar sálma- bækur fyrir kirkjuna, og það var gjört strax. Áður en ég lýk við þennan fréttapistil langar mig til að segja frá ferð okkar vestur að Hafi, sem við höfðum þá ánægju að fara á síðastliðnu ári. Við fórum fjögur saman í þessa ferð, konan niín og ég og Mr. og Mrs. David Westman. Það var lengi búið að tala um að við færum öll saman, og það varð af því. 14. febrúar fórum við á lestina hér og komum til Vancouver þann 16. rétt í tíma að þvælast í ákaflega miklum snjó, sem þá hafði komið um nóttina, og var ég ekki í góðu skapi, því mikið var búið að segja okkur um blíð- viðrið, sól og sumar í Vancouver. Það beit nú höfuðið af allri skömm að við skildum þurfa að "fara alla þessa leið, til að kafa allan þennan snjó, því sannar- lega höfum við nóg af því heima í Saskatchewan. Jæja, nú vorum við þarna kom in með allan okkar farangur og urðum að taka því sem koma skyldi. Á stöðinni mætti okkur vinur okkar og fyrverandi ná- granni, Róbert Hedmar. Hann dreif okkur heim til sín og þar var Borga konan hans og beið með miðdagsverð af öllum teg- undum. Mikið var borðað og kaffi drukkið og spjallað. Mr. Hedmar var búinn að útvega okkur upphitaðan Cabin með góðum rúmum og öllum þau þægindi sem hugsast má. Þang- að var svo farið með okkur, þar sem þetta átti að vera heimili okkar á meðan við dveldum þar vestra, enda reyndist það ágætt í alla staði. Sunnudaginn fyrir hádegi er bankað á dyr af ákafa og þar er Jón Gíslason kominn — gam- all og góður vinur. Svo er far- ið í kirkju til að hlusta á séra Harald Sigmar og líkaði okkur það vel. Það sunnudagskvöld byrjaði að rigna og rigndi jafnt og þétt alla nóttina fram á morgun. Þeg ar við litum út um morguninn var mest allur snjór farinn og sáust grænir skógar og grasið grænt undan snjónum, og upp frá þessu var bezta veður og maður fann yl sólarinnar, svo að allt snerist upp á það bezta fyrir okkur. Við vorum í heimboðum upp á hvern einasta dag. Nut- um ógleymanlegrar gestrisni og velvildar allra vina okkar, sem fluttust'héðan og fleiri, er við kynntumst þar. Við fórum suður til Belling- ham, Wash. til að heimsækja Mr. og Mrs. Jules Samúelson. Eins og ég gat um fyrr höfðu þær konan mín og Mrs. Samúel- son ekki sést í 30 ár. Mr. Samú- elson er ágætur söngmaður, söngstjóri og fiðluleikari. Svo komum við til Mr. og Mrs. Daní- els Laxdal. Daníel er bróðurson- ur Thorkels Laxdals heitins, sem var bóndi hér í mörg ár. Frá Bellingham fórum við til baka til Vancouver og svo til Naniamo í heimsókn til Mrs. Olson og Mr. og Mrs. Hocking. Er Mrs. Hocking dóttir Mrs. Ingibjargar Olson. Við fórum til Campbell River til að heimsækja Mr. og Mrs. Eifa Gunnarsson eldri og Mr. og Mrs. E. Gunnarsson yngri. Þar nutum við alls hins bezta og gaman var að sjá þetta fólk allt saman. Nú vorum við farin að hugsa um ferðina heim aftur. Fórum við til baka til Vancouver og komum heim 14. marz. Vorum því mánuð að heiman og höfum nú fagrar endurminningar um ferð okkar vestur á strönd, og þökkum ykkur öllum hjartan- lega fyrir alla þá góðvild, gest- risni og ánægjustundir, er við nutum meðan við dvöldum hjá ykkur og við óskum ykkur öll- um alls hins bezta á þessu ný- byrjaða ári 1950. 8. janúar 1950 Thorarinn Marvin Ferskeytlur og farmannsljóð Jón S. Bergmann: --------------- Business and Professional Cards SELKIRK HETAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við. heldur hita frá aö rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeg S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sí. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister. Solicltor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisíers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medteal Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, ViOtalstíml 3—6 eftir há-depi Ferskeytlur og farmannsljóð Útg. Guðrún Jónsdóttir Bergmann. Rvík, 1949. Prentsmiðjan Hólar h.f. / Það er mikið talað um bóka- flóðið nú fyrir jólin, og mætti segja, að með hverri nýrri bók væri verið að „bera í bakkafull- an lækinn“. En um ljóðmæli Jóns Bergmanns gegnir öðru máli, því að þau grugga aldrei upp, jafnvel hinar tærustu lind- ir íslenskrar- ljóðsnilldar. Að þeim er því mikill bókmennta- fengur fremur en að þeim sé of- aukið. Þar er ekki borið á borð neitt hljómlaust og rímsvikið rugl eins og stundum á sér stað, sem síðan er reynt að telja fá- kænu fólki trú um að sé skáld- skapur — jafnvel bragsnilld. Jón Bergmann fékk aldrei fjárstyrk úr ríkissjóði til þess, að sitja við andlítið leirburðarskraf í kaffisölum eða verðlaun fyrir að gera bragsnilli og ljóðmennt fslands háðung. Hver einasta hending í Fer- skeytlum og farmannsljóðum Jóns Bergmann er ekki aðeins fáguð og meitluð, heldur án und- antekningar gallalaus. — Hann hafði mikla ást á fögru máli. Og stundum, þegar vel lá á honum, var eins og orðin endurspegluðu leifrtið, sem brá fyrir í augun- um. Og gaman hafði hann af, þeg ar honum var ljóst, að honum hafði tekist að hitta naglann á höfuðið. En óneitanlega gat stundum komið fyrir að sviði undan hendingunum. Hann hafði næman skilning á skáldskap og hagmælskan var honum eins og meðfædd. Ljóð- dísin tilbað hann og hann bar djúpa lotning fyrir henni. Astúð þeirra entist til æviloka — síð- asta óðinn söng hann í banaleg- unni. Þessi ljóabók Jóns Bergmann, sem nú er nýkomin út, lætur ekki mikið yfir sér — aðeins 160 bls. Hafa þeir valið ljóðin til prentunar Björn H. Jónsson kennari, Sigurður Nordal pró- fessor og Yngvi Jóhannesson, tengdasonur skáldsins. Og fer vel á því, að dóttir Jóns, frú Guðrún, er útgefandinn. Eins og nafnið bendir til, er meginþáttur bókarinanr fer- skeytlur, enda lagði Jón sérstaka rækt við það ljóðform. Til fer- skeytlunnar yrkir hann: Eru skáldum arnfleygum æðri leiðir kunnar. En ég vél mér veginn um veldi ferskeytlunnar. Þegar skyggði þjóðarhag þrældóms myrkrið svarta, ferskeytlunnar létta lag lagði yl í hjarta. Meðan einhver yrkir brag og íslendingar skrifa, Þetta gamla þjóðarlag — það skal alltaf lifa. Fyrsta stakan í bókinni er svona: Timinn vinnur aldrei á elstu kynningunni. Ellin finnur ylinn frá æs kuminningunni. Verða hér svo gripnar nokkr- ar fleiri af handahófi: Margt af heimskra manna dóm mér var aldrei hlífið, hef ég þó með krepptum klóm komist gegn um lífið. Alla mundi undra að sjá — eftir skilyrðonum, — hvaða fjöldi að ég á enn af björtum vonum. ílroslár JEWEULERS 447 Portage Ave, A Iso 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 Phone 21 101 ESTIMATES FREE i. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Slding — Repairs 632 Simcoe St. VVinnipeg, Man Klónni slaka ég aldrei á undan blaki og hrinu, þótt mig hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Eg er fremur fótasár, forna þrekið brestur; ég hef samleytt seytján ár sofnað næturgestur. Eg hef gengið grýtta slóð glapinn lengi sýnum, skal þó enginn harmahljóð heyra í strengjum mínum Aflinn minn varð ekki stór, oft mér lá við strandi, eftir hálfa öld ég fór öngulsár að landi. Ástin blind er lífsins lind, — leiftur skyndivega, — hún er mynd af sœlu og synd, samræmd yndislega. DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 926 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfræOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Bérfrœóingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslmi 923 851 Heimaslmi 403 794 Veginn greiðir vonin hlý, viðkvæm eyðast meinin, því að heiði himins í hef ég leiðarsteininn. Illa berðu fötin fín, flestum hœttulegur. Það er milli manns og þín meira en húsavegur. Þegar sveitin sorgarljóð syngur vini liðnum, þá er eins og hrædýrsliljóð hlakki í kistusmiðnum. TIL FJALLKONUNNAR Eg hef alltaf elskað þig eins og guð á hæðum. Þú munt síðast sveipa mig sumargrænum klœðum. Stökur til séra Magnúsar Helgasonar skólastjóra, enda svona: Þroskar greind og göfgar sál —gull í bragarlínum, — þetta afl, sem íslenskt mál á í fórum sínum. Eins og sjá má, er hér á fátt eitt drepið. En ráðlegast er þeim, sem ljóðum og listum unna, að eignast og lesa bókina alla. Og trúað gæti ég því, að þeim sem bækur velja til jólagjafa, yrði ekki vanþakkað fyrir Ferskeytl- ur og farmannsljóð Jóns Berg- mann. Bókin er í fallegu skinnbandi. Sig. Arngrímsson —Mbl. 20 des. J EYOLFSON’S DRUG PARK R^IVER, N. DAK. islenzkur lyfsaH Fölk getur pantaö meöul og annaö meö pöstl. Fljöt afgreiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 27 324 Heimills talslmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 505 Confederation Life Bldg. Wlnnipeg Manltoba Phone 49 46» Radio Service Speclallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Eciuipment System. 692 ERIN St. WINNIPEG ___•___________________ DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Offlee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Re*. 280 Office Phone Res Phone 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEQ Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES “The Working Man’s Friend" Ph: 26464 297 Princess Strbet Half Block N. Logan SARGENT TAXI Phona 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- 'vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiðaábyrgö, o. ». frv. Phone 927 688 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœóingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fraeb and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasaon, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi 926 227 Wholesale Distrihutors of FRESH AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.