Lögberg - 26.01.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.01.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 Cico^' Gt AeTcTS j^O'U.'oO S A Complele Cleaning Inslituiion PHONE 21374 A Vcvco^* -'aerers lfl»fXJ* S A Complete Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR Málsókn hafin vegna verðlagssamtaka Fyir atbeina dómsmálaráð- herra sambandsstjórnarinnar, Hon. Stuarts S. Garson, hefir málsókn verið fyrirskipuð á hendur 6 brauðgerðarfélögum er reka viðskipti í 14 borgum, sem grunuð eru um að hafa b u n d i s t innbyrðissamtökum varðandi smásöluverðlag á brauði, og komið með því í veg fyrir frjálsa og heilbrigða verzl- unarsamkepni; félögin, sem hlut eiga að máli eru þessi: McGavin Bakeries Limited, Brandon; McGavin Limited. Ed- monton; McGavin Limited, Van- couver; Canadian Bakeries Limi ted, Calgary; Weston Bread and Cake (Canada) Limited, Win- nipeg, og Edmonton City Bak- ing Limited, Edmonton. Fyrsta réttarrannsókn í máli þessu hefst í Calgary þann 30. yfirstandandi mánaðar. Ný fæðingardeild við almenna sjúkra- Kúsið í Winnipeg Þann 1. marz næstkomandi verður tekin til afnota hin nýja og veglega fæðingardeild við Al- menna sjúkrahúsið, ein hin allra fullkomnasta stofnun slíkrar tegundar í þessu landi; hefir ekk ert verið til sparað, er auka mætti á þægindi og veg þessarar þörfu stofnunar, er setur nýjan mannúðar- og menningarsvip á bæjarfélagið; þetta er fyrsta stórhýsið af mörgum, er rísa eiga af grunni í sambandi við hið mikla lækningaumhverfi, Medical Centre, í þessari borg. Ánægjuefni er það mikið, að hinn víðfrægi læknir og menn- ingarfrömuður, Dr. P. H. T. Thorlakson, skyldi verða braut- ryðjandi og hvatamaður að því, að koma á fót þessu mikla Medi- cal Centre á þessum stöðvum þar sem svo margir íslendingar eru saman komnir. ENGAR FERÐIR TIL MIÐJARÐARHAFSINS Nú er útséð um það, að ekkert verður úr ferðum m. s. Heklu til Miðj arðarhafslanda. Pálmi Loftsson, forstjóri Skipa útgerðar ríkisins, tjáði Vísi þetta nýlega. Skýrði hann svo frá, að málið hefði strandað á fjárhags- ráði og viðskiptanefnd, en þessir aðilar hefðu ekki treyst sér til þess að láta af hendi rakna gjald eyri til ferðanna, en um það bil 200—250 þús. krónur í erlend- um gjaldeyri hefði þurft í hverja ferð. Hefði sú upphæð nægt fyr- ir öllum kostnaði vegna 150 far- þega í einni slíkri för. Þá er þetta mál úr sögunni að sinni, en vonandi skapast síðar möguleikar til þess að hrinda því í framkvæmd, því margir munu hafa haft hug á því að nota þetta tækifæri til þess að skoða suð- ræn lönd af íslenzku skipi. VÍSIR, 12. des Skipaður í háa ábyrgðarstöðu MARÍA JÚLÍA FULLGERÐ í ÞESSUM MÁNUÐI Björgunarskipið María Júlía verður væntanlega fullgert síð- • í þessum mánuði, að því er Vísi hefir verið tjáð. Svo sem Vísir hefir áður skýrt frá, verður skip þetta í senn björgunarskip, varðskip og haf- rannsóknarskip, en í því eru nauðsynleg tæki til þessara hluta. Vestfirðingar hafa lagt 300 þúsund kr. til byggingar skipsins, en annan kostnað greið- ir ríkissjóður. VÍSIR, 12. des FORNLEIFAFÉLAGIÐ 70 ÁRA Aðalfundur Fornleifafélags- ins var haldinn s.l. laugardag. Stjórnin er skipuð sömu mönn um og áður, nema hvað prófes- sor Jón Stefensen var kosinn í hana í stað Páls Eggerts Ólason- ar, er lézt á árinu. Annars er Matthías Þórðarson forseti fé- lagsins, Kristján Eldjárn ritari og Jón Jóhannsson gjaldkeri. Fornleifafélagið var stofnað 1879 og er því réttra 70 ára nú. Félagar eru sem næst 300. Ný árbók fyrir þetta ár og næsta er væntanleg í vetur. Á fundinum urðu nokkrar um ræður um framtíðarmál félags- ins og sér í lagi um útgáfu ár- bókarinnar. VISIR, 19. des. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JANÚAR, 1950. 160 millilandaferðir Íslenskra skipa árið 1 948 Á árinu 1948 voru siglingar milli íslands og annara landa jafnmiklar og verið hafði árið 1949. í bókinni „Landsbanki ís- lands 1928“ segir m. a. svo um þetta: „Siglingar milli íslands og útlanda voru í líku horfi og árið áður (þ. e. 1917). Til viðbótar þei minnlendu aðilum, sem haft hafa skip í reglulegum milli- landaflutningum undanfarin ár, kom Eimskipafélag Reykjavík- ur h.f. með m.s. Kötlu. Auk þess var m.s. Esja höfð í áætlunarferð um milli Reykjavíkur og Glas- gow um sumarið. Ekki var um að ræða skipaferðir af hálfu Bergenska skipafélagsins, en hin 4 erlendu skipafélög 1 danskt, 2 brezk og eitt hollenzkt, sem hafa haft skip í förum milli Islands og útlanda undanfarin ár, héldu á- fram starfsemi sinni. Tala millilandaferða á vegum Eimskipafélagsins og þeirra 8 aðila annara sem hér um ræðir var 160, en árið áður 161, þar af 20 til Ameríku, en 140 til Evrópu. Samtals voru flutt til landsins um 108 þúsund lestir af margs- konar vörum, en árið 1947 voru samtals fluttar til landsins 88 þúsund smálestir. Farþegaflutningar með skip- um Eimskipafélags Gslands voru hverfandi litlir, en með skipi Sameinaða gufuskipafélagsins voru fluttir 1100 farþegar til ís- lands og um 1700 farþegar frá því. Með Esju voru fluttir um 500 farþegar frá Glasgow, en um 450 þaðan og til íslands. VÍSIR, 12. des. NÚMER 4 Or borg og bygð Séra Philip M. Pétursson Mótfallinn hýðingam ungra afbrotamanna Séra Philip M. Pétursson lýsti yfir því í kirkjuræðu í sam- bandskirkjunni hér í borg síðast- liðið sunnudagskvöld, að hann væri því algjörlega mótfallinn, að hýðingum væri beitt við ung- linga, sem lent hefðu á refilstig- um; kvaðst hann þeirrar skoð- unar, að slík miðaldahegningar- aðferð gerði hlutaðeigandi ung menni að verri mönnum í stað þess að hún bætti skapgerð þeirra og innræti. Fœðan sigrar kommúnismann Fárviðri vestan lands Svo ramt hefir kveðið að veðri vestan lands undanfarna viku, einkum í British Columbia, að til fádæma má telja; símalínur hafa færst úr skorðum og járn- brautarlestir tafist svo sólar- hringum skipti; sjö farþegalestir stönsuðu í snjókyngi um hundr- að mílur frá Vancouver, og var þá það ráð tekið, að flytja far- þegana í flugvélum til borgar- innar. Walter Friðfinnsson Mr. Walter Friðfinnsson, sem gekk ungur í þjónustu Canadian Pacific járnbrautarfélagsins, og hóf starf við farþegadeild þess, hefir frá 1. febrúar næstkomandi að telja, verið skipaður aðalfar- þegaumboðsmaður þess í Win- nipeg. Mr. Friðfinnsson er hæfileika og dugnaðarmaður; hann er son- ur hinna þjóðkunnu hjóna, Jóns tónskálds Friðfinnssonar og frú önnu Friðfinnsson, sem bæði eru fyrir nokkru látin. NÝTT MYNDABLAÐ: „GLATT Á HJALLA“ Nýtt blað, sem flytur am- erískar skopmyndasögur fyrir unga og gamla, hefir hafið göngu sína hér í Reykjavík. Blað þetta heitir „Glatt á hjalla“ og er litprentað í Litho- prent. Útgefandi er Ærslabelgur h.f. Thorolf Smith, blaðamaður hefir endursagt myndasögurnar og gerir það af sinni alkunnu smekkvísi. Glatt á hjalla flytur 10 bráð- smellnar skopmyndasögur. Þær heita: Naggur, Mamma siðar pabba, Flosi flakkari, Falur fjöl- kunni, Dísa Dalakoff, Rindill og Dindill, Lalli litli, Strákar eru strákar, Fanney og fjölskylda og Stjáni sterki. — Fimm af sögun um eru litprentaðar, en hinar prentaðar með smekklegum lit- um. Yfirleitt er blaðið mjög vel úr garði gert og mun vekja kátínu þeirra er það lesa. — Það kostar þrjár krónur og verður selt götunum næstu daga. VISIR, 19. des. Minna mátti nú gagn gera Þann 18. þ. m., réðust mu grímu'klæddir illræðismenn á skrifstofur Brink’s Incorporated í Boston og námu á brott með sér miljón dollara í peningum og hálfri miljón í ávísunum; er þetta talið hið umfangsmesta rán, sem um getur í sögu Banda- ríkjanna; forstjóri áminsts fyrir- tækis hefir heitið hundrað þús- und dollara verðlaunum fyrir að hafa hendur í hári bófanna. Þrjú hundruð lögreglumenn vinna nótt sem nýtan dag að rannsókn málsins, án þess að ár- angur hafi borið fram að þessu. KVENKJÓSENDUR RÉÐU ÚRSLITUM Einn hinna áhrifameiri manna miðstjórn verkamannaflokks- ins í New South Wales, lét ný- lega þannig ummælt, að það hefðu einkum verið kvenkjós- endur, er komið hefðu verka- mannastjórninni fyrir kattarnef síðustu sambandskosningum í Ástralíu; kvað hann þetta þeim mun furðulegra sem vitað væri að stjórnin hefði komið í fram- kvæmd löggjöf um framfærslu- styrk barna, ellistyrk og marg- háttuðum öðrum umbótum; auk þess hefði hún trygt heimilis- feðrum trygga og vellaunaða at- vinnu öll þau ár, er hún fór með völd. Samið um kaup osti Landbúnaðarráðherra sam- bandsstjórnarinnar, James G. Gardines, kunngerði á fimtu- daginn í fyrri viku, að samning- ar hefðu tekist milli brezku stjórnarinnar annarsvegar og canadísku stjórnarinnar hins- vegar, um kaup á 85 miljónum punda áT osti héðan úr landi á yfirstandandi ári. Bretar greiða 25 cent fyrir pundið, en Canada stjórn bætir við þremur centum á pund. I fyrra keyptu Bretar í Can- ada 50 miljónir punda af osti og greiddu þá 36 cent fyrir pundið. Mr. Gardiner lét þess jafn- framt getið, að eins og á stæði, hefði ekki verið unt að komast að hagfeldari samningum við brezk stjórnarvöld. Mr. Júlíus Davíðsson bygg- ingameistari hér í borg, lagði af stað vestur til Vancouver síðast- liðinn laugardag ásamt frú sinni; mun þau hjón ferðast allvíða um Kyrrahafsströnd og verða að heiman í tvo mánuði. ☆ — DÁNARFREGN — Þann 6. jan. andaðist á Elli- heimilinu Betel á Gimli, Sumar- liði Jónsson Hjaltdal, ættaður úr Skagafirði, 84 ára að aldri; for- eldrar hans voru Jón Helgason og Þuríður Þorleifsdóttir. Hann fluttist vestur um haf 1902. Hann kvæntist Sigríði Lárusdóttur, er dó 1940. Fjögur börn þeirra eru á lífi, sum búsett í Winnipeg, en sonur að sögn á Kyrrahafs- strönd. Ein af börnum hins látna er Mrs. Lára Russell, búsett í Winnipeg, er ásamt fleirum ást- vinum hins látna var viðstödd kveðjuathöfnina, er fór fram á Betel, þann 9. jan. Sumarliði var blindur síðustu æviárin. Hann var fjörmaður og vel gefinn um margt. Séra Sigurður Ólafsson flutti kveðjumál. — ☆ Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar efnir til Silver Tea og sölu á heimatilbúnum mat í sam- komusal kirkjunnar eftir hádeg- ið og að kvöldinu þann 1. febrú- ar næstkomandi; birgið yður af úrvalsréttum og fjölmennið á útsöluna. — Að kvöldi fer einnig fram skemtiskrá, þar sem sýnd verður kvikmynd í litum, og einnig skemt með samsöng. ☆ Síðastliðinn laugardag lézt á Deer Lodge sjúkrahúsinu í grend við Winnipeg, Vilhjálmur Bjer- ring 66 ára að aldri; hinn látni var einhleypur maður; hann tók þátt í fyrri heimstyrjöldinni. Mr. Bjerring var sonur hinna vin- sælu hjóna, Ólafs og Nönnu Bjerring, er um langt skeið voru búsett í þessari borg; hinn látni lætur eftir sig einn bróður, Mr. S. O. Bjerring forstjóra Can- adian Stamp Limited. Útför Vilhjálms fór fram frá Bardals á mánudaginn. — Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Þeir Bjarni Loftson frá Lund- ar og Bjarni sonur hans, voru í borginni í fyrri viku. Þannig féllu nýlega orð John Diefenbaker sambandsþing manni fyrir Lake Centre kjör- dæmið í Saskatchewan, og munu fáir véfengja sannleiksgildi þeirra. „Sagan hefir skýlaust sannað,“ bætti Mr. Diefenbaker við, „að þar, sem nóg er til að bíta og brenna, ríkir einstakl- ingsfrelsi og lífshamingja“. Mr. Diefenbaker lagði áherzlu á það, að eins og nú hagaði til í Canada og Bandaríkjunum, að um miklar afgangsvistir væri að ræða, væri það siðferðileg skylda stjórnendanna, að hlutast til um að slíkur vistaafgangur kæmist til þeirra þjóða, er horfast í augu við hungur og jafnvel algera tor- tímingu; þetta væri verkefni, sem sameinuðu þjóðirnar yrði að beita sér fyrir um að leysa, því fyr þess betra. Útlendingi gefið málverk eftir Kjarval Ríkisstjórn Islands, Reykja- víkurbær og Akureyrarbær hafa ákveðið að gefa Olav Hedegaard bankastjóra í Kaupmannahöfn, fallegt málverk fyrir veitta að- stoð í ýmsum fjárhagsmálum fyrir framangreinda aðila. Hefir Olav Hedegaard verið okkur íslendingum mjög vin- veittur og hjálparhella hin mesta í sambandi við ýmis fjármál ís- lenzka ríkisins og íslenzkra kaup staða. Hafa því ríkisstjórnin, Reykja- víkurbær og Akureyrarkaup- staður bundizt samtökum um að kaupa málverk af Jóh. S. Kjar- val fyrir 10 þús, kr. til að gefa bankastjóranum. Leggur ríkið fram helming andvirðis, en kaup staðirnir sinn fjórða hlutann hvor. — VÍSIR, 21. des. PÓSTHÚS í UPP- SIGLINGU Póstmálaráðherra sambands- stjórnar var staddur hér í borg- inni í vikunni, sem leið, til að kynna sér allar aðstæður varð- andi hið fyrirhugaða, veglega pósthús, sem rísa skal hér af grunni á næstunni; mun nú full- ráðið, að vinna við stórhýsi þetta hefjist jafnskjótt og hlýna tekur í veðri; veitir bygging pósthúss- ins, þegar þar að kemur, fjölda manns stöðuga atvinnu. BÆJARBRUNI LUNDAR VIÐ Þann 20. þ. m. brann til kaldra kola heimili þeirra Mr. og Mrs. Stefán Árnason, sjö mílur aust- ur af Lundar; þau Árnasons- hjón, ásamt þremur börnum sín- um, komust ómeidd út úr eld hafinu og gátu náð með sér ein- hverju af fötum, en litlu sem engu af innanstokksmunum; hvort eigur þeirra hjóna voru vátryggðar, er Lögbergi ókunn- ugt um. Eldsvoði í Árborg Á miðvikudaginn hinn 18. yfir standandi mánaðar brann til kaldra kola skóli Árborgarbæj- ar; tjónið er metið á 20 þúsundir dollara; kennarar og nemendur komust á brott án þess þá sak- aði með eitthvað af bókum; sjálfboðaslökkvilið gekk djarf- mannlega fram og bjargaði með- al annars píanói, sem skólinn átti. Hon. D. L. Champbell Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Hon. D. L. Cambell, hefir kunngert, að fylkisþingið komi saman til funda þann 14. febrú- ar næstkomandi; venju sam- kvæmt er vitaskuld enn alt á hundu um þau lagafrumvörp, sem stjórnin leggur fyrir þingið. Einn af C. C. F. þingmönnum Winnipegborgar, Mr. Gray, hef- ir lýst yfir því, að hann í þing- byrjun muni krefjast hækkun- ar á ellistyrknum um fimm doll- ara á mánuði; þá má þess og vænta, að húsaleigumálin verði tekin til alvarlegrar yfirvegunar. Olíuhreinsunar- verksmiðja Imperial olíufélagið hefir kunngert, að það sé nú við því búið, að hefja vinnu við mikla olíuhreinsunarstöð, er bækistöð hafi í East St. Paul skamt norð- an við Winnipeg; áætlað er að verksmiðja þessi kosti um 11 mil jónir dala, og veiti að minsta kosti 175 manns fasta atvinnu. Ráðuneytisbreyting Forsætisráðherra sambands- stjórnar, Louis St. Laurent, til- kynti þann 18. þ. m., að Walter E. Harris hefði verið skipaður þegnréttinda og innflutnings- málaráðherra. Náttúrufríðinda- ráðherrann, Mr. Gibson, hefir verið skipaður dómari í hæzta- rétti Ontariofylkis, en við em- bætti hans í ráðuneytinu tekur Mr. Winters endurskipulagning- arráðherra.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.