Lögberg - 02.02.1950, Síða 4

Lögberg - 02.02.1950, Síða 4
4 WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 2. FEBRÚAR, 1950. HÖB&erg GefiB út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjárans: EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The ‘‘Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Depai-tment, Ottawa Hin nýja fæðingardeild við almenna sjúkrahúsið Eins og þegar hefir stuttlega verið vikið að hér í blaðinu, verður hin nýja og fullkomna fæðingardeild við Almenna sjúkrahúsið hér*í Winnipeg tekin til af- nota þann 1. marz næstkomandi; er með þessu stigið stórt skref í þróunarsögu læknavísindanna í Manitoba, sem að sjálfsögðu hefir djúp áhrif á velfarnað fylkis- búa í heild; hér er um að ræða fyrsta stórhýsið af mörg- um, sem rísa eiga af grunni í sambandi við hið mikla lækningahverfi, Medical Centre, í þessari borg. Það er ekki einasta að stórhýsi þetta sé að öllu hið vandað- Hugsað til áramóta Erindi flutt í Rotaryklúbb Keflavíkur, 27. des. 1949 Ejtir HELGA S. JÓNSSON, forstjóra í Keflavík Þessa skarplega rituðu grein sendi höfundur séra Valdimar J. Eylands, er lét Lögbergi hana góðfúslega í té til birt- ingar. — Ritstj. Árið, sem við fögnuðum fyrra er nú senn liðið. Sjaldan vakna jafn margar spurningar í hugum okkar, eins og við slík tímamót, þegar við verðum nauð ugir viljugir að viðurkenna að eitthvað er farið og kemur al- drei aftur, hvort heldur það er góður vinur, tækifæri eða hinn miskunnarlausi herra lífsins tíminn sjálfur. Við erum að af- marka og telja nákvæmlega þessi brot úr eilífðinni, sem við köllum ár og þessi athöfn mann- anna, eins og hver önnur bar í sér sinn skapadóm. Við sjáum asta og hið langfullkomnasta slíkrar tegundar í Can- ljósar hvað við höfum rækt og ada, heldur er allur útbúnaður og öll áhöld sniðin eftir ströngustu nútímakröfum hinnar vísindalegu tækni. Það liggur í augum uppi hve þessi nýja stofnun verði kærkomin héraðslæknum, sem tíðum starfa í afskekt- um sveitum við næsta takmörkuð skilyrði; hve mörg ný útsýni opnist þeim, til fullkomnunar í sérfræði sinni; þó stofnun þessi hafi bækistöð sína í Winnipeg, grípur hún jafnframt djúpt inn í tilveru og velferð allra, sem þetta fagra og farsæla fylki byggja. Eftir að hin nýja fæðingardeild tekur til starfa, veitist svigrúm til margfalt hagkvæmari fræðslu hjúkr- unarkvenna, en við hefir gengist fram til þessa. Fjöldi þeirra hjúkrunarkvenna, er nám hafa stund- að og stunda við Almenna sjúkrahúsið í Winnipeg, hafa komið þangað úr hinum ýmsu sveitum fylkisins; marg- ar þeirra hverfa á ný til átthaganna að loknu námi og inna þar af hendi mikilvægt menningar og mannúðar- hlutverk, og þær koma þangað betur undirbúnar fyrir hina veglegu köllun sína. Á fjórða lofti hins áminsta stórhýsis, er salur mikill, sem notaður verður til fyrirlestrahalda við kenslu hjúkrunarkvenna, auk rannsóknarstofu, sem notuð verður til fræðslu um mataræði sjúklinga, er slíks sér- staklega þarfnast. Hin nýja fæðingardeild getur veitt viðtöku 132 sæng- urkonum og 162 börnum; af þessu leiðir það, að sextíu sjúkrahvílur, sem nú eru notaðar í þágu sængurkvenna á Almenna sjúkrahúsinu, verða teknar til afnota fyrir aðra sjúklinga, og greiðist með því að nokkru úr þeim þrengslum, sem sjúkrahúsið í undanfarin ár hefir átt að búa við. Engum blandast hugur um það, hve víðtæk áhrif til blessunar þessi glæsilega stofnun muni hafa á fylk- ið þvert og endilangt, og hve sú þakkarskuld sé mikil, sem almenningur stendur í við þá menn, er beittu sér fyrir um framkvæmdir og forustu málsins höfðu með höndum. Auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal segir hið fornkveðna, og verður slíkt eigi auðveldlega vé- fengt; annað eins stórhýsi og hér um ræðir, hlaut vit- anlega að kosta mikið fé; bæði sambands og fylkis- stjórn lögðu fram ríflegar fjárhæðir til byggingarinnar, er kostaði $1,250,000. Winnipegborg lagði til lóðina og ábyrgist jafnframt skuldabréfaútboð sjúkrahússins fyrir $900,000 upphæð. Hið nýja stórhýsi, sem helgað er fæðingardeildinni, er upp á fimm hæðir og um alt hið veglegasta; þar er svo um hnúta búið, að sængurkonum og börnum þeirra, borgurum framtíðarinnar, verði trygð öll sú aðhlynning og alt það öryggi, er hin vísindalega tækni yfirstand- andi tíðar frekast fær veitt. Þessarar nýju stofnunar var fyrir löngu þörf; en eins og Rómaborg var ekki bygð á einum degi, verður stórt og umfangsmikið lækningahverfi heldur ekki reist á einum degi; slíkt krefst gerhugsaðrar skipulagn- ingar og samstiltra átaka. Það hlýtur að verða íbúum þessarar fallegu og vingjarnlegu borgar ósegjanlegt fagnaðarefni, hve vel og giftusamlega hefir tekist til um framkvæmdir hinn- ar nýju fæðingardeildar sem og raunar fylkisbúum yfir höfuð, því þetta er viðkvæmt ménningarmál, sem heill fjöldans varðar. Sú var tíð, er fólk á bezta aldri varð að deyja drotni sínum vegna þess að læknisaðgerðir voru ekki fyrir hendi, og öll sund til heilsubótar þar af leiðandi lokuð; nú er á þessum vettvangi vegna hinna risavöxnu fram- fara innan vébanda læknavísindanna, bjartaara miklu umhorfs og voninni vaxið vængir til flugs í stað von- leysisins, er heltók alt og alla. — Nú gefst almenningi kostur á að sýna hollustu sína í verki við hina nýju fæðingardeild í Winnipeg með fjárhagslegum stuðningi, því hún á það skilið og þarf þess með; áætlað er að innanstokksmunir og annar nauðsynlegur aðbúnaður kosti um $250,000. Komið til liðs við þetta unga óskabarn og leggið hönd á plóginn! vanrækt, hversu lítið, eða mik- ið öll hin góðu áform, frá árinu áður hafa mótað líf okkar og störf. Það er nær því óhugsan- legt að minnast þess að allt þetta, sem við vildum gjarnan hafa gjört til góðs er ógert og tíminn sem því var ætlaður er liðinn og kemur aldrei aftur. — Við horfum nú fram til erfiðra tíma. — Við tölum og hugsum um þau vandamál, sem sækja heim okkar fámennu þjóð. Flest- um okkar hættir til að gera kröf ur til þeirra, sem ennþá fást til að leggja hæfileika sína og starfs orku fram til lausnar okkar eigin mála. — Við heimtum að þeir geri eitthvað, seni við get- um notað til að næsta ár verði ekki verra en það sem er farið, við erum orðin svo vön að gera kröfur til annara, enda þótt það séu fyrst og fremst mín og þín verk, sem marka eftirmæli hins komandi árs, þegar það er liðið. Tíminn og lífið eru alltaf sam- ferða, og hvernig sem við lát- um fáum við ekkert að gert. Þú skalt, og þú skalt ekki, var texti hinna fyrstu boðorða, og hann hefir fylgt tímanum farm til þessa árs og fylgir því næsta. — Okkur er gefið að muna og sjá fyrir hugskotssjónum okkar það sem er liðið, en hið ókomna er okkur hulið, sem betur fer, þess vegna getum við aðeins lært og dregið ályktanir fyrir framtíðina af því sem við höf- um gert í liðnum tíma, leitast við, að svara þeim spurningum, sem líðandi ár leggur fyrir okk- ur.— og svara þeim undirhyggju laust — það ætti að vera óhætt að gera það að minsta kosti í einrúmi. Þegar við stöndum nú hart nær áramótum hljótum við að svara þessari spurningu, hvort okkur hefir miðað aftur á bak ellegar nokkuð á leið. — Þar á ég við hvort mannkyninu í heild og okkur sem einstaklingum hefir tekist að nokkru, að fær- ast nær því fullkomna marki, sem mannkyninu að lokum er ætlað að ná. Utan úr heimi ber- ast geigvænlegar fregnir. Ráða- menn stórþjóðanna heyja lát- lausa, hatramma baráttu um yfirráð orkunnar, sem er ætl- uð til að tortíma sjálfstæði og lífi einstaklinga og þjóða. — Á þeim vettvangi er hætt að bolla- leggja hvernig einn maður skuli drepinn heldur hvernig megi tortíma og afmá heilar þjóðir á sem styztum tíma. Svo er beggja vegna við þessar óformlegu víg- línur, verið að dæma og drepa, það sem öðru megin þykir heið- ur og sómi, er hinu megin dauða- synd. Líf einstaklingsins verður eins og holuferðir og krókaleið- ir músarinnar undan grimmum ketti, — hann verður að hætta að meta lífsmark sitt og sann- færingu, til þess að halda lífi sínu og sinna. — Allt sem áður var byggt á hlýtur að molna burtu, það er nú orðið lífshættulegt að hafa skoðun og ákveðið takmark, hitt eitt getur þénað að fallast á það, sem sá sterki ætlar og vill, að vera aðeins lítið hjól í vélinni, og meiga ekki vita, hvað sú vél er að smíða, hvort hún er að byggja upp nýjan heim, eða hvort hún er að mala guðsneist- an, — pundið, sem sérhverjum var falið að ávaxta. ■ Hér heima hefir árið ekki lið- ið átakalaust, þjóðin hefir verið ölvuð af valdi peninga og auð- fenginna gæða, og því lítt kunn- að sér hóf. Stjórnmálamennirnir h a f a vafalaust gert sitt bezta til að halda þessum blásna belg í rétt- um skorðum og forðast að hann springi eða vind'ur leki úr, — sumir hafa ekki nennt þessu og sagt sig úr ábyrgðinni, því það þykir þægilegri aðstaða að standa utangarðs og hrópa ó- kvæði til þeirra sem á túninu eru, og reyna að hreyta úr hlöss- unum. Þar á ég ekki við stjórn- málamennina eina saman, held- ur allan þorra fólks. — Það viðurkenna nú allir, þeg- ar þeir eru í sæmilega rétttum ham, að okkar þjóðarhag er illa komið, það finna allir eftirköst hinnar fjárhagslegu ölvunnar, og það vita allir að þau eftir- köst, verða að snerta hvern ein- asta einstakling — en allir virð- ast þess albúnir, að láta ekki sinn hlut, heldur að taka hins hlut. — Fólkið gerir kröfur til þess að „þeir“ stjórnmálamenn- irnir — leiki hlutverk Ali Baba og stefni fingrum sínum á timb- urmenn þjóðarinnar og láti leka úr þeim nýtt vín. Stjórnmálamennirnir e r u sömu tegundar og við sjálfir — þegar þeir eru ekki við stýrið, þá segja þeir fólkinu að sá glæpa lýður, sem við stjórnvölinn sit- ur, sé til þess eins að skapa þeim aumustu meiri eymd og þeim auðugustu meiri auð. — Það virð ist svo komið að forráðamenn þjóðarinnar séu til þess eins að skipta fólkinu í stríðandi hópa, sem hægt er að siga í hæla hvers annars — það er ekki lengur talað um eða barist um hvað skuli gera — heldur er hrópað þetta: — Sjáið þið nú — Heyrið hvað þeir segja — allt á hausn- um og allt þeim sjálfum að kenna. — Allt vitlaust nema ég — þegar þetta sama „ég“ væri komið að stýrinu, þá yrði hróp- ið frá þeim fyrverandi það sama. Ég-er ekki með þessu að taka svari eða leggja dóm á neinn hinna þriggja stjórnmálaflokka — um kommúnista, er ekki hægt að tala sem innlendan stjórn- málaflokk — heldur hitt að vekja athygli á því hve langt við erum komin frá því að lifa, starfa og hugsa sem fólk í sama landi og af sama bergi brotið — sem bræður á sömu jörð. Við höldum því fram til að blekkja okkur sjálf, að deilan standi um það hvers kjör skuli skerða — en hún er ekki um það — hún er um hitt — það verður að skerða kjör einhvers annars en mín.— Það eru allir sammála um það, að hér á þessu landi á komandi ári, þurfi að gera eitthvað, eitthvað mikið — „þeir“ — þessir háu herrar og forustumenn verði að stefna sín- um Ali Baba fingrum í rétta átt — og að sú rétta átt sé til þín en ekki mín. — í fáum orðum, menn vilja almennt láta gera öðrum það, sem þeir vilja ekki láta gera sér sjálfum. Mér skilst að á komandi ári verði þetta viðhorf ráðandi. Þeg- ar við óskum hvor öðrum gleði- legs nýárs, hljóti þessi hugsun að búa að baki. Hvernig getur hér orðið gleði- legt nýtt ár meðan hver einstak- lingur er uppfullur af haturshug til náungans, á meðan þjóðin í heild hugsar sig lengi um, eða neitar með öllu, að lána spotta til að draga drukknandi mann að landi — á meðan þjónustu- hugsjónin og bróðurþelið er grafið í urðir eigingirni og ná- ungahaturs. Lofið nú nýju ári að færa ykk- ur nýjan hugsunarhátt — gerist þjónar og baráttumenn meiri víðsýni — látið hin alvarlegu tímamót verða til þess að opna huga ykkar til þjónustu og skiln- ings, skilnings á því að við er- um samborgarar, Samferðamenn, sem vantar ekkert annað en meiri kærleika og heiðarlegra hugarþel til hvers annars. Án hugarfarsbreytingar verð- ur sérhver ósk um gleðilegt nýtt innantómt skvaldur — því ar, það er engin stjórn, enginn blaða skætingur — engin frumvörp á Alþingi, þess megnug, að gefa þessari þjóð gleðilegt ár, — það eru aðeins einstaklingarnir, hug- arfar þeirra og fórnarlund, sem megnar að gefa gott og farsælt ar. JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE VINE PEACH Easy to Grow—Ripe Fruit in 80 Days This beautiful vegetable peach re- sembles the orange in color, shape and size. Grow on vines like melons. Delici- ous as pre- serves a n d s w e e t picklek and look m o s t t e m p t i n g w h e n can- ned. Extremely early and very pro- lific, covering ground with golden fruit. (Pkt. lOc) (oz. 25c) Postpaid. k. "A VERÐl LANDS V0RS. Það er mikilvægt starf, sem mennirnir hafa, sem eru í herþjón- ustu Canada. Á því hvílir verndun friðarins. Flestir hinna yngri manna í her landsins, eru útlærðir sérfræðingar, — fullir alvöru og áhuga fyrir starfi sínu. Þeir verðskulda virðingu meðborgara sinna. Það er þörf manna í herinn. Þeir ættu að sækja um innritun á næstu skrifstofu, eða að skrifa þeirri deild, er þeir kjósa þjónustu í til National Defence Headquarters, Ottawa. Styðið HERSTARF CANADA vF

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.