Lögberg


Lögberg - 02.02.1950, Qupperneq 6

Lögberg - 02.02.1950, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. FEBRÚAR, 1950. FORRÉTTINDI Ejtir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þyddi. — Ljóðin i þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. í þessum hugsunum sínum miðjum, heyrði hún fótatak, svo að hún stóð á fætur. Paulette Dubois kom gangandi eftir götuslóðanum meðfram ánni fyrir neðan. Hún kom vestan frá Vadróme- fjöllum og hafði valið sér götuna sem lá fram með ánni, en vestur á fjöllin fór hún til að hitta Jó Portugais, sem ekki var enn kominn heim úr Quebec ferð- inni. Paulette var í æstu skapi, því að hún hafði ekki sofnað dúr nóttina áður, út af umhugsuninni um samfundinn við skraddarann sem fyrir hendi var. En þó hún auðsjáanlega væri í öngum sín- um var andlitssvipur hennar alltilkomu- mikill og hreyfingar hennar ákveðnar og öruggar. Hún var ávalt klædd eins og yngri konum var títt, en nú var það aðeins rauði borðinn, sem hún hafði um hálsinn, sem benti í þá átt — sá sami og hún hafði kveldið áður þegar hún átti tal við Charley. Það var óhapp fyrir báðar þessar konur að mætast þarna, sameiginleg ógæfa, því andúðin til hvorrar annarar var þeim sameiginleg. Frá Rósalie hálfu, var það ónæðið sem henni var gjört á þessum griðastað hennar, sem olli henni sárrar gremju. , Þær horfðu hvor á aðra í mínútu þegjandi, svo vann veglyndi Rósalie sig- ur á andúðinni og hún sagði: „Gott kveld, frú“. „Ég er ekki frú, og þú veist það vel“, svaraði hin hranalega. „Ég bið fyrírgefningar. Gott kveld, ungfrú“, endurtók Rósalie hægt. Þú settir þig út til að misbjóða mér. Þú vissir að é gvar ekki frú. Rósalie hristi höfuðið. „Hvernig átti ég að vita það? Þú hefir ekki altaf átt heima í Chaudire, þú hefir verið í Mon- treal, og það eru margir, sem kalla þig frú. „Þú vissir betur, þú veist að ég fæ bréf á pósthúsið, frá Montreal og að utanáskriftin á þeim er ungfrú44. Rósalie sneri sér til hliðar eins og að hún ætlaði að fara. „Ég man ekki utanáskriftina á öllum bréfum, sem koma á pósthúsið. Ég hefi gott minni til að gleyma. Gott kveld“, sagði hún með uppgerðar kurteisi. Paulette sá fyrirlitningarsvipinn á andliti Rósalie, en hún sá ekki, og vildi ekki skilja að fyrirlitning Rósalie, átti ekki við það sem hin hafði verið, eða framið, heldur við það, sem hún var. „Þú heldur að ég sé eins og skarnið, sem þú treður á“, sagði Paulette nú öskuhaugnum einum sé hæf.“ sé ekki þess verð, að þú skiptir orðum við mig! að ég sé útlifuð tuska, sem skuhaugnum einum sé hæf“. „Það hefir mér aldrei komið til hug- ar“, svaraði Rósalie. „Þú hefir verið mér ógeðþekk, en ég vorkenni þér og mér hefir aldrei slíkt til hugar komið“. „Þú lýgur því!“ var svar hinnar; og Rósalie sneri sér frá henni hrygg í huga og hélt höndunum fyrir bæði eyru sín og flýtti sér ofan hæðina og hún heyrði ekki það, sem Paulette hrópaði á eftir henni. „Á morgun skulu allir fá að vita, að þú ert þjófur. Hlauptu, hlauptu, hlauptu! Þú getur heyrt það, sem ég er að segja, skjátan þín. Þeir skulu allir fá að vita um litla krossinn á morgun“. Hún fylgdi Rósalie á eftir í hefndar- hug. En svo vildi til, að hún mætti á veginum mesta slúðrara, sem til var í þorpinu, kaupmanninum í matvörubúð þorpsins, sem stóð gengt pósthúsinu og var miðstöð allra slúðrara, sem í þorpið komu, eða í þorpinu voru. Þessum manni sagði Paulette með illgirnis áfergju, að hún hefði séð Rósalie negla krossinn á kirkjuhurðina vissa nótt, og ef að hann þyrfti frekari sonnun, þá skyldi hann spyrja Jó Portugais að hvort þetta væri ekki satt. Eftir að hún hafði svalað hefnigirni sinni, á þennan hátt, fór hún í gegnum þorpið og heim til sín og bjó sig til þess, að fara á fund skraddarans. Eftir að hafa svalað hefndarhneigð sinni á Rósa- lie, hætti hún að hugsa um hana, en hugsaði aðeins um barnið sitt. Eftir einn klukkutíma fengi hún að vita, hvar það var — skraddarinn hefði lofað henni því, og þá myndi hún máske iðrast eftir slysið sem friðdómarinn varð fyrir, því slys hafði það verið hvað sem hver segði. Það var orðið dimmt þegar Pauette kom inn í skraddarabúðina. Þegar hún kom út aftur eftir hálfan klukkutíma örugg og glaðleg með gleðitár í augun- um, datt henni ekki í hug að líta í kring- um sig, henni var alveg sama hvort nokkur sægi sig eða enginn; hún hugs- aði aðeins um barnið sitt. Hún flýtti sér heim sem mest hún gat ofan eftir göt- unni, á leið heim til sín, svo hún sem fyrst gæti komist á stað áleiðis þangað, sem barnið hennar var falið. Hún hafði ekki séð persónu, sem stóð í skugga trjánna rétt hjá skradd- arabúðinni, þegar að hún kom út það- an. Hún hafði ekki heyrt niðurbælt hljóð á eftir sér. Hún vissi ekkert um, að önn- ur kona, í ósegjanlegri angist, drap á dyr skraddarabúðarinnar, og beið ekki eftir að þær veru opnaðar heldur fór inn, það var Rósalie Evanturel. XL. KAPÍTULI Eins og það var í upphafi Það var enginn í eldhúsinu þegar Rósalie kom inn, en ljós sást undir hurð- ina, sem var á milli búðarinnar og gangs ins, sem var á milli hennar og eldhúss- ins. Rósalie gkk í gegnum þann gang, opnaði hurðina og stansaði í innri búð- ardyrunum, bæði hrædd og reið. Það logaði kertisljós á setubekknum, sem inn í búðinni var, og rétt hjá því sat Charley, studdi hönd undir kinn og var að þýða þýzka kverið, sem presturinn skildi eftir hjá honum, og gjörði það upphátt. „Sökum þessarar guðlegu hand- leiðslu, sem bygðist á einlægri bæn þeirra og fórnum, þá auðnaðist þeim að framkvæma þessar guðlegu dásemdir, árstíð eftir árstíð, með ómótstæðileg- um sönnunum fyrir hugargövgi þeirra hreinu líferni, svo að það virtist sem líf Jesú, hirðisins góða, væri altaf leiðar Ijós þeirra, eins og þó, í raun og sann- leika, að Ober-Amergau væri Nazaret eða Jerúsalem. Og að fólkið í landinu daglega gæfi sig á vald trúarinnar, svo ákveðið, að jafnve! á stríðstímum, þá varð áhugi þeirra, að helgum stríðsá- huga og stríðsþátttaka þeirra göfug; svo að þeir sættu sig við ósigur, jafnt sem sigur með hógværu geði. Ástæðan fyrir þessu var sú, að í huga þeirra og hjarta, átti stríð sér ekkert griðland, og þeir börðust til varnar, en ekki til að sigra aðra, eða í ágyrndarskyni, þeir grófu óvini sína með tárvotum augum og sína menn með hugprýði og hógværri gleði, því þeir hvíldust eftir vel af hendi leyst verk. Á þessum grundvelli, var sorgarsagan mikla; og heimsins mesta gleðiefni, gjört að lifandi atriði í lífi manna — sett í lifandi samband við líf þess, sem flekklaust var —“ Charley hafði ekki heyrt þegar Rósalie kom inn. En nú var hann undir áhrifum frá einhverju afli, utanaðkom- andi afli, sem hann vissi ekki af hjá sjálfum sér, né heldur var merkjanlegt í bókinni, sem hann var að lesa í. Hann var hrifinn af hinum forna, hreina og þráttmikla stíl, hins forna þýzka höf- undar, og ylur frá honum hafði læst sig inn í tungutak Charley, svo að hann las hærra og með meiri orðhita, en hann átti að sér. Á meðan að Rósalie stóð í dyrun- u mog hlustaði á hann lesa, liðu ótal hugsanir í gegnum huga hennar. Paul- ette Dubois, þessi lauslætiskona, hafði rétt nýlega læðst út frá honum, og þarna var hann fáeinum mínútum síð- ar og las í helgibók eins og ekkert hefði ískorist. Hugur hennar var í uppnámi. Hún gat ekki hugsað skipulega — réði ekki við hugsanir sínar. Hún vissi að- eins að konan hafði komið út frá hon- um og flýtt sér lymskulega út í myrkr- ið. Vissi aðeins, að maðurinn, sem kon- an kom út frá, var maðurinn sem hún elskaði — elskaði meira en sitt eigið líf, því hann var ímynd alls þess, sem liðið var, þess yfirstandandi og hún vissi að hún gat ekki lifað án hans — öll hennar framtíð var undir honum kom- in, og þangað sem að hann færi, þangað yrði hún líka að fara, hvað svo sem fyr- ir kynni að koma. Dómgreind hennar hafði öll raskast. Tilfinningar hennar höfðu knúið hana inn til skraddarans, án þess að athuga hvað af því leiddi, eða ráða við sig hvað gjöra skyldi, án þess að ásaka eða á- kæra sér til vanvirðu, eða honum til vanheiðurs. Hún var knúin af ómót- stæðilegri þrá til að sjá hann, horfa í auga hans, heyra hann tala, kynnast honum, hvað svo sem að hann var, mað- ur eða djöfull. Hún var barnslega sinn- uð kona — barn í frumtilfinningum sín- um, sem mat venjur allar að vettugi af því að hjarta hennar var hreint og saklaust — kona af því að hún var af- brýðissöm, sem að hún bæði fyrirvarð sig fyrir og jók á þótta hennar, því sú kend í huga hennar sakfeldi hann og fordæmdi. Hún var leiksoppur ástríðna sinna, er voru henni yfirsterkari, og sem eru arfleifð allra kvenna, frá eilífð fyrir búin. Eins og á stóð skorti hana vilja- þrek til þess að hafa taumhald á þeim. Hún var í þann veginn að láta undan síga því afli, sem læsir sig um alt líf mannanna. Þegar að hún nú stóð og hlustaði á Charley lesa, fór hrollur um hana alla. Það var hreimur í rödd hans, sem hjarta hennar fannst sannfærandi — ef að það þurfti sannfæringar með. Hið ró- lega afl, sem nærveru hans fylgdi, lægði geðshræringu hennar, svo að hún gat séð án tára og hjartaslátturinn varð eðlilegur, en hver æð hennar sló ört og athuguargáfa hennar var vakandi. Alt í einu mundi hún eftir ljóðlínunum, sem að hljómuðu í eyrum hennar, og dröpu nið á hjarta hennar þegar hún sat á hörþreskjarapallinum: Elskan mín, tak alt, sem ég má veita, mín upprisa, minn lífvörður ert þú. Tilfinningar, sem lágu dýpra en þess ar geðshræringar og sem höfðu komið henni til að fara inn í búðina, á svo ókvenlegan hátt — tilfinningar, sem voru hennar innsta eðli — brutust fram. Hún dróg andann þungt og óreglulega. Charley hélt áfram að lesa, og and- tök hennar virtust sameinast andtök- um hans. Svo varð andardráttur hennar örari, en hans, — hann rauf þögnina og fyllti herbergið töframagni — það var kall til hans úr kyrrðinni. Charley leit upp og sá hana standa í dyrunum. „Rósalie!“ braust fram af vörum hans, um leið og hann spratt á fætur. Með skerandi andvarpsstunu fleigði Rósalie sér á knén við vinnubekkinn í herberginu, þar sem skraddarinn stóð yið vinnu sína á hverjum degi, faldi and- litið í höndum sér og grét sárt. „Rósalie!“ sagði hann áhyggjufull- ur og beygði sig ofan að henni. „Hvað er að? Hvað hefir komið fyrir?“ Hún grét enn sárara; hún hreyfði sig órólega. Hann snerti hárið á henni með hendinni og kraup niður við hliðina á henni. „Ó, ég skammast mín svo mikið! Ég hefi verið svo fyrirlitleg“, stundi hún upp. „Hvað hefir komið fyrir, Rósalie?“ spurði hann þýðlega. Hann hafði sjálfur megnan hjartaslátt og horfðist í augu við hana. Lífsþráin nýja svall honum í æðum og mátturinn, sem hin nýja kær- leikskend hafði vakið og sem varnaði honum svefns nóttina áður, og hafði fylgt honum eins og draumur allan dag- inn, náði nú hástigi sínu, og hann vissi ekkert hvernig að hann ætti við þessa nýju aðstöðu sína að ráða. „Rósalie, elskan mín, segðu mér hvað að er — segðu mér allt;“ sagði hann. „Ég get aldrei — ég hefi verið — Ó, þú getur aldrei fyrirgefið mér!“ sagði hún á milli ekkans, sem sundraði setn- ingum hennar. „Ég vissi, að það var ekki satt, en ég gat ekki gjört að því. Ég sá hana koma út úr húsinu frá þér, og —“ „Þey! í guðanna bænum hafðu hljótt!“ sagði hann nokkuð hast. Svo áttaði hann sig og málrómur hans mild- aðist. „Ó, Rósalie, þú hefir ekki hugsað! En það er eðlilegt að þú vildir finna mig“. „Ó, undir eins og að ég sá þig þá vissi ég að—“ Hún fór aftur að gráta. „Ég skal segja þér allt um hana, Rósalie“, sagði hann og strauk með hendinni um hárið á henni og beygði sig yfir hana svo að andlitið á honum var rétt við hendina á henni. „Nei, nei, segðu mér ekkert — ó, ef að þú skyldir segja mér! —“ „Hún kom til að heyra frá mér, það sem hún hefði átt að heyra frá frið- dómaranum. Hún hefir átt við mikla erfiðleika að stríða í sambandi við barnsföður sinn og barnið sitt og ég var að hjálpa henni, sagði henni —“ Hann var svo nærri henni, að þeg- ar að hann andaði, þá fann hún anda hans leika um hárið á sér. Hún snéri sér skyndilega við og lagði hendurnar sitt á hvora kinn hans. „Ég vissi, ó, ég vissi! sagði hún og drakk djúpt úr augum hans. „Rósalie ,mín kæra!“ sagði hann og tók hana í faðm sér. Kærleikskendin nývaknaða í hjarta hans, sem hann sjálfur naumast skildi braust fram af vörum hans í brotnum setningum, eins og hennar hafði gjört. Hann gleymdi umheiminum; fortíð- inni Kathleen, Billy. í huga hans var engin grunsemd, ekkert trúleysi, eða vantrú, enginn ótti eða ógæfa, engar ógnir í sambandi við framtíðina. Þeirra líf var nýtt, ekkert ský grúfði yfir for- tíð þeirra né framtíð. Kertaljósið brann út í kolunni á borðinu. XLI. KAPÍTULI Það var Mikelmessudagur Himininn var heiður og skýr. Sólin skein hlý og björt, veturinn færðist f jær, en vorið nær. Frú Flynn gekk inn í póst- húsið og kallaði til Maximilian Cour: „Ó, er ekki yndælt að lifa!“ Skraddarinn, sem var við vinnu sína hinu megin í götunni, heyrði til hennar og leit upp brosand. Rósalie, sem var á bak við pósthúsborðið, heyrði til henn- ar og roðnaði út undir eyru. Hún hélt áfram að sortéra bréf og bögla dálitla stund, áður en hún svaraði ávarpi frú Flynn, því hún mintist sinna eigin orða, er hún hafði sagt fáum dögum áður: „Það er yndælt að lifa, er það ekki?“ í dag var gott að lifa, lífið sýndist endalaus tilvera, og óþrjótandi viðfangs efni öðrum til gamans og gæfu glöddu hugann, upplýfgandi dagar og hvíldar- sælar nætur. Lyfting, gleði blandnar raunir, og áhyggjufull undrun, hrífur Rósalie á vald sitt. Hún tók á móti frú Flynn við búðarborðið brosandi. „Ó, þarna ertu, góða mín!“ sagði frú Flynn. „Hvernig líður honum föður þínum?“ „Hann virðist vera við þetta sama, þakka þér fyrir“. „Ó, það er ágætt. Ef að við gætum öll verið við það sama, þá væri það svei mér gott. Hvað þig snertir, góða, þá er það eins og þú segir. Ef að hún gamla María Flynn gæti altaf verið hér um bil eins, þá mundu moldarköglarnir hér í dalnum aldrei velta ofan á hana. En það er nú þannig, að við erum hér í dag, en horfin á morgun. Það er alveg víst, en ég er ekki að kvarta. Ekki ég — ekki hún María Flynn. Hann Teddy Flynn, var vanur að segja við mig, — sagði hann: „Vandræðin voru ekki í blóð bor- in! Ánægjan er íeðli fest. Ég hefi verið seytján ár hér í landi, María, segir hann, „og aldrei komið inn fyrir fangelsisdyr! Heyrurðu það?“ Mikið syngja fuglarnir fallega í dag! Það er gott! Það er gott, góða mín! Þú fyrtist ekki við Maríu Flynn þó hún kalli þig góðu sína, þó að þú sért póstmeist- ari og verðir bráðum meira en það, — meira en það, núna einhvern daginn, eða að María Flynn er flón. Já, þú verð- ur meira en það, góða mín, með augun björt eins og stjörnur og kinnarnar rós- rauðar — áreiðanlega. Eru nokkur bréf fyrir Maríu Flynn, góða mín? bætti hún við, þegar hún sá signorinn standa í dyrunum. Hann hafði staðið þar um stund og hlustað á þær. „Þú heyrðir ekki hvað gamla mat- reiðsluflónið þitt var að segja?“ bætti hún við og leit til signorsins, á meðan að Rósalie hristi höfuðið og sagði: „Nei, það eru engin bréf — góða“. Rósalie bætti orðinu góða feimnislega við, því það var eitthvað svo staðfast og gott í fari frú Flynn, að hana langaði til að vefja handleggjunum um hálsinn á henni — langaði, meira en hana hafði nokkru sinni langað, að mega hvíla höf- uð sitt við móðurbrjóst og segja það, sem á hjarta hennar lág. En það var ekki tími til þess nú. Þagmælskan var enn hennar skylda. „Getur þú ekki talað við gamla mat- reiðsluflónið þitt, herra?“ sagði frú Flynn aftur við signorinn, þegar að hann vék sér við svo að hún kæmist út úr pósthúsinu. „Hvernig gat þér dottið það í hug?“ svaraði hann lágt og horfði hvast á hana. „Á andlitssvip þínum síðastliðnar vikur og á augnaráöi hennar“, sagði hún lágt og fór sinn veg létt í lund. „Ég skal vinda þeim báðum um fing- ur mér eins og strái“, sagði María við sjálfa sig og gekk léttilega eftir göt- unni, þó hún öldruð væri, þar til laus- málgi matvörukaupmaðurinn gekk í veginn fyrir hana, sem hafði látið móð- an. mása um málefni, sem henni voru ekki geðþekk. Rósalie og signorinn horfðust í augu í Pósthúsinu.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.