Lögberg - 02.02.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.02.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FÍMTUDAGINN, 2. FEBRÚAR, 1950. HEILSAÐ UPP Á GAMLA FÓLKIÐ: Á elliheimilinu Grund eyða 250 manns ævikvöldinu og una hag sínum vel Jólin nálgast. Búðargluggarnir í kaupstöðunum skipta um svip og jólannríkið er að hefjast á þúsundum heimila um land allt. Jólin eru hátíð barnanna sérstaklega, og líka gamla fólksins, auk þess, sem þau eru hátíð allra hinna. í elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, þar sem 254 gamalmenni eyða ævikvöldinu er jólannríkið hafið. Á þessu stærsta heimili á íslandi er enn sem fyrrr lögð sérstök áherzla á að gera jólin sesm ánægjulegust fyrir vistmennina. Blaðamaður frá Tímanum heilsaði upp á gamla fólkið í gær, og átti viðtal við Gísla Sigurbjörnsson for- stöðumann elliheimilisins um það merkilega starf, sem þar er unnið fyrir kyslóðina, sem búin er að ljúka miklu dagsverki í sögu þúsund ára menningarþjóð- ar. Heimur gamla fólksins Grund er heimur gamla fólks- ins. Heimur út af fyrir sig, þar sem þreytt kynslóð fær að hvíl- ast við góðar aðstæður, prjóna, spinna, hnýta öngultauma og skera tóbak, eins og í gamla daga. Gamla fólkið lifir þarrta yfir- leitt áhyggjulausu lífi og nýtur hvíldarinnar, sem það er vel að komið, því að þetta er kynslóðin, sem barðist á öld frelsisbarátt- unnar á fslandi og vann frægan sigur, sem leggur yngri kynslóð- um skyldur á herðar. Þau sáu œvintýrin gerast í breiðum og björtum göngum Grundarheimilisins og hlýjum setustofum má sjá gráhærða og herðalotna öldunga, sem sjálfir þreyttir af áraburði, horfðu hug- fangnir á fyrstu vélbátana stolta, eins og ungan oflátung, kljúfa öldufaldinn. Þarna eru bændur að austan og vestan, sem sáu ævintýrið gerast, þegar ræktun- arvélin réðist á þúfurnar og vann afrek, sem ekki voru áður til nema í þjóðsögum. Og við gluggann í setustofunni á Grund, situr gömul kona í körfustól og prjónar. Það sem komið er af peysunni liggur uppi á glugga- kistunni, en bandhnykillinn í kjöltunni. Sjálf hallar hún sér með prjónanna út í birtuna í glugganum, einsog hún gerði í Það er þessi kona, sem er fulltrúi gömlu baðstofunni fyrir austan. þeirrar kynslóðar, sem sá hlóð- irnar hverfa, en glansandi elda- vélar, bökunarofna, ísskápa og þvottavélar koma í staðinn. Og samt eru menn svartsýnir á ís- landi. Gamla konan hristir höf- uðið. Ef til vill var það einmitt þetta, sem henni datt í hug, eða var það kannske eitthvað annað. Þeir, sem hugsa til gamla fólksins á jólunum. Nú, þegar jólin nálgast fer gamla fólkinu að berast jólagjaf- ir og kort. Eitt félag hefir haft forgöngu um starfsemi, sem væri til eftirbreytni fyrir önnur átthagafélög, en það er félag austfirzkra kvenna. Það sendir árlega þeim Austfirðingum, sem á Grund eru, einhvern jólaglaðn- ing. Annars gefur Vetrarhjálpin árlega öllum einhverja jólagjöf og Oddfellowsystur sjá um blinda fólkið, en allmargt af gamla fólkinu á Grund er blint. Á Grund eru um 70 starfs- menn, sem flest er kvenfólk. Um 20 af stúlkunum eru útlending- ar, enda eru erfiðleikar á að fá íslenzkt kvenfólk til starfa í sjúkrahúsum og gamalmenna- heimilum. Starfið, sem að haki liggur. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, hefir verið starfsmað- ur þar í 15 ár og sýnt mikinn dugnað í starfi sínu, og má full- yrða, að án atorku hans og harð- fylgis, ættu nú ekki 254 gamal- menni ánægjulegt ævikvöld á Grund. Þrjár stúlkur eru búnar KAUPENDUR LÖGBERGS : Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árgarlga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON SKÓLAVÖRÐUSTfG 17 REYKJAVÍK Þróun iðnaðarfyrirtækja í Manitobafylki! Mikilvæg aðstoð við stofnun nýrra iðnaðarfyrirtækja og útfærslu hinna eldri, fæst með því að ráðgast við Iðnaðar- og Verzlunarmálaráðuneytið í Manitoba, sem meðal annars gefur sig að eftirgreindum atriðum: • Fjárhagslegar upplýsingar um fylkiS og hin mis- munandi bygSariög þess. • LeiSbeiningar viS smáfyrirtæki og þeim til handa, er hafa I hyggju, aS stofna einkafyrlrtæki í Manitoba. • Otgáfa iSnaSar- og verzlunartfSinda, viSskipta- skrá ásamt leiSbeiningum varSandi viSskipta- rekstur I Manitoba. • ASstoð viS skipulagningu út um bygðir Mani- tobafylkis varðandi iðnfyrirtæki og nefndir, sem vinna aS auknum ferðamannastraum. • X’yrirgreiSsla og upplýsingar þeim til handa f brezka veldinu og Bandaríkjunum varðandi samningsbundna verksmiSjuframleiSslu eSa leyfi siíks reksturs, svo og bækistöSvar söluumboðs- manna. • Sérstakar trúnaSarskýrslur varBandi allar aS- stæSur, er lúta að hagkvæmlegum rekstrar- stöSvum fyrir iðnað f Manitoba. MeS slíkar þróunarstofnanir í huga, er það óhjá- kva-milegt, aS iSnaðarframleiSsIa f Manitoba voxi nröðum skrefum I framtfSinni. PR0VINCE Ilon. I>. Ií. Camplæll forsætisráðherra í Manitoba of MANITOBA Ilon. J. S. McDlarmid Iðnaðar- og verzlunarmálaráðherra að vera jafn lengi starfsmenn við Grundarheimilið, en það eru, ráðskonan, Guðný Rósants, Guðfríður Björnsdóttir og Mál- fríður Magnúsdóttir, en læknir heimilisins er Karl Sig. Jónas- son. Ráðskona þvottahússins heitir Hrefna Þorvaldsdóttir. Litið inn til forstjórans. Áður en varir rekst maður inn í herbergi forstjórans, Gísli.Sig- urbjörnsson er að tala í símann um jólatréð stóra, sem á að reisa í garðinum hjá Grund. Maður er rétt að því kominn að biðja .afsökunar og fara, þegar hann kallar: „Blessaður komdu inn“. Svo veit maður ekki fyrr en bú- ið er að taka blað og blýant upp úr vasanum og tölur og upplýs- ingar blasa við á minnisblaðinu. Stœrsta heimili á landinu Elli- og hjúkrunarheimilið Grund er stærsta heimili á landinu, segir Gísli, en samt er það alltof lítið. Okkar mesta vandamál er það, að okkur vant- ar meira húsrými handa gamla fólkinu, svo að ekki þurfi að vísa jafn mörgu frá og gert er. En nú erum við í jólaönnun- um. Stúlkurnar eru byrjaðar að baka niðri og lífið hér gengur til eins og gengur og gerist á íslenzku heimili, eða svo viljum við að minnsta kosti að það sé, segir Gísli. Annars hlakkar gamla fólkið alltaf til jólanna. Við reynum líka að gera því jólin sem ánægju legust. Jólatré er sett upp í and- dyri og stórt jólatré er árlega sett niður í garðinum hér fyrir utan og á því loga mörg rafmagns ljós. Elliheimilið gefur líka út sérstök jólakort handa gamla fólkinu og á því er að þessu sinni mynd frá skemmtiferð, sem farin> var síðastliðið sumar frá Elliheimilinu. í mörgu að snúast Af þeim 254 vistmönnum, sem nú dvelja á Grund, er mestur hluti rúmfastur mikið til, eða um 140. Hitt er á fótum og oftast við góða heilsu. Það hefir nóg fyrir stafni alla daga. Á milli máltíða fer það heimsóknir til vina og ættingja úti um bæ, og sumir vinna að staðaldri. Kon- urnar prjóna og spinna, og karl- mennirnir hnýta net, og öngult- auma eða skera tóbak. Félagslíf er mikið meðal gamla fólksins. Það ver miklum tíma til sam- ræðna og rifjast þá upp margt skemmtilegt frá liðnum lögum. Auk þess er gott bókasafn til á Grund, sem stofnunin hefir varið miklu fé til á ári hverju. Lífinu lifað að nýju. Heimilislífið á Grund er líkt frá degi til dags. Þegar jólin eru liðin tekur hversdagsleikinn aft- ur við og mörgum þykir hann beztur þó að tilbreytingin sé góð og allir hlakki til jólanna. Dag- arnir og árin eru eins og stórir dropar í eilífðinni. — Gamall maður, sem alið hefir öll sín manndómsár við norðlenzkan fjörð, saknar þess að komast aldrei út í stórhríð. Hann segist oft óska þess að vera kominn þangað, sem langt er á milli bæja og beita þurfi karlmennsku og hreysti, til að ná byggðum. Hann er viss um, að einu sinni hefði honum tekizt það, en er óviss hvernig nú myndi fara .Vest- firzkur sægarpur með veðurbar- ið andlit og hendur, sem bera merki um sterkleg átök við lífið, saknar sjávarseltunnar. Hann langar til að horfast í augu við ölduna, bíta á jaxlinn, strengja stag og finna sælöðrið leika um höfuðið og saltan sjóinn milli tannanna. Gömul kona austan af landi heyrir niðinn í Þjórsá og býst við því að kvíaærnar komi heim á hverri stundu. Beðið eftir grænu Ijósi. Þannig verður gamla fólkinu Grund eins og öllu öðru gömlu fólki hugsað til þess, sem var. Það er þess hálfa tilvera. og hinn helmingurinn það sem er. I okk- ar þjóðfélagi á öllu gömlu fólki að líða vel. Sannleikurinn er líka Frá bókamarkaðinum Sjálfsagt munu sérmenntaðir bókmenntafræðingar, er hafa það að æfistarfi að skrifa ritdóma fyrir stórblöðin og bókmennta- ritin úti í „hinum stóra heimi“, telja hlutverk sitt ærið ábyrgð- armikið og margþætt, enda sé þeim ekki hvað sízt ætlað að leið beina rithöfundunum sjálfum — gerast eins konar lærifeður þeirra og leiðtogar, auk dómara- starfanna sjálfra og hinnar list- rænu matsgerðar í þágu lesend- anna og listarinnar. Við leikmennirnar hér heima sem tekið höfum að okkur í bili, hliðstætt hlutverk í þágu lítilla blaða lítillar þjóðar, og verðum að rækja það á harla stuttum og stopulum tómstundum, sem okk- ur gefast frá öðrum og óskyld- um störfum — munum hins veg- ar þykjast sleppa vei eftir atvik- um, ef okkur tekst með nokkr- um líkindum að rækja tvo þætti hins margþætta ætlunarverks, nefnilega þann, að hjálpa höf- undum og útgefendum að koma bókum sínum á framfæri við les- endurnar á ofurlítið annan og persónulegri hátt en með aug- lýsingaskruminu einu saman, — og í annan stað, ef verða mætti, að veita lesöndunum dálitlar bendingar og leiðsögn, er þeir hyggjast velja lestrarefni, hvort heldur það er nú handa sjálfum sér, lestrarfélögum, eða gjafa- bækur handa vinum sínum og venzlamönnum. En jafnvel svo fáþætt hlutverk getur þó reynzt okkur algerlega ofviða á stund- um, og þá ekki hvað sízt fyrir þá sök, að tvær af hverjum þrem ur bókum, sem okkur eru árlega sendar til umsagna, berast okk- ur venjulega í hendur á tveim- ur til þremur vikum, og þá ein- mitt í þann mund, sem helzt er óskað að, um þær sé getið án frests eða tafar — þ.e. meðan „jólamarkaðurinn er enn í full- um gangi“ og bezti sölutíminn þannig enn ekki liðinn. Til uppbótar á því, hversu handhófslegur þessi fréttaflutn- ingur minn af nýjungum á sviði bókmenntanna verður óneitan- lega að þessu sinni — einkum af ofangreindum ástæðum — mun ég leitast við að flokka að nokkru eftir efni bækur þær, sem á skal drepið í þetta skipti. Mun ég þá nefna fyrst þann flokkinn, sem einna eftirsóttastur og vinsælast- ur er, af öllum almenningi, en það munu vera skáldsögur, frum samdar og þýddar, en nefna að þessu sinni á seinni skipunum þær bækurnar, sem eru mér sjálf um persónulega einna hugstæð- astar, en það eru þjóðhátta- og aldarfarlýsingar og önnur rit um íslenzk fræði og fleira þess hátt- ar. Og óneitanlega lenda í þeim flokki þær bækurnar, sem verð- mætastar munu þykja, þegar fram líða stundir, og líklegastar til langlífis í vitund bókavina og bókasafnara. ☆ ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR. Jón Björnsson rithöfundur er löngu allvel kunnur og vel met- inn á Norðurlöndum fyrir skáld- sögur þær, er hann hefir frum- ritað á dönsku, enda hafa máls- metandi gagnrýnendur erlendir lokið á þær lofsorði. Hér heima var þetta unga og efnilega skáld síður kunnugt til skamms tíma fyrir þá sök, að sögur hans höfðu þá enn eigi verið þýddar á ís- lenzku. Þrjú síðustu árin hafa hins vegar þrjár stærstu skáld- sá, að bað getur öllu fólki á ís- landi liðið vel, ef aðeins er rétt að farið. Þeim sem á Grund búa líður vel, ef heilsan leyfir. Þegar kvölda tekur slokkna ljósin hvert af öðru í gluggunum á Grund. Gamla fólkið fer snemma að hátta. En áður en síðasta lj'ósið er slokknað, er æskan komin út í Austurstræti. Ungu stúlkurnar í tízkukjólun- um frá New York og París líta inn á Borgina og böllin, hitta strák á horninu á móti Pósthús- inu og bíða eftir grænu ljósi. Alþbl. 14. des. sögur hans og jafnmargar drengjasögur eftjr hann verið þýddar á móðurmáli höf. — Norðri hefir nú nýskeð sent fyrstu skáldsögu Jóns, Jordens Magt, er út kom í Danmörku 1942, á markaðinn í íslenzkri endursögn höfundarins sjálfs, og nefnist bókin í hinum íslenzka búningi Máttur jarðar. Er þetta allmikil saga, 355 bls. í vandaðri og smekklegri útgáfu, og gerist hér heima í íslenzkri svejt á síð- ustu áratugum. Sagan er efnis- mikil, skemtileg og hvergi of- sagt það, sem sænskur rithöf- undur sagði um hana í ritdómi, þegar hún kom fyrst út, að „frá- sögnin öll . . . . er byggð á bjargi gamallar frásagnarlistar sögu- þjóðarinnar“. — Þá hefir Norðri einnig gefið út hressilega og „spennandi“ drengjasögu eftir Jón Björnsson, er nefnist Sonur öræfanna, og er hún líkleg til vinsælda hjá röskum piltum. — Þá gaf þetta sama forlag út í sumar skáldsöguna Úlfhildi eftir Hugrúnu. Hefir sú bók sætt þeim örlögum, sem löngum hafa áður dugað til að vekja athygli og áhuga á nýjum skáldverkum: Um hana hefir hafist eins konar ritdeila. — Þekktur rithöfund- ur og ritdómari réðist allhvat- skeytlega á söguna, skömmu eft- ir að hún kom út, en aðrir hafa orðið til þess að taka í strenginn beztu meðmæli sín og jafnframt á móti honum og gefið sögunni eins konar siðferðisvottorð, sem vissulega er fullgott á sínu sviði og harla maklegt. Kýs ég sízt að blanda mér hér inn í þessa deilu, og þó einkum vegna þess, að það hefir dregizt fyrir mér að lesa söguna til nokkurrar hlítar. lðunnarútgáfan í Rvík hefir nýskeð gefið út skáldsöguna Silkikjólar og glæsimennska eft- ir Sigurjón Jónsson. Er þetta raunar endurritun tveggja skáld sagna Sigurjóns, er nefndust Silkikjólar og vaðmálsbuxur hin fyrri, en Glœsimennska sú síðari, og út komu fyrir hart nær þrjá- tíu árum. Vöktu sögur þessar þá allmikið umtal og úlfaþyt, enda öðrum þræði ádeila á menningar ástandið í höfuðstaðnum á ár- unum eftir fyrra heimsstríðið. Höfundur segir í formála hinnar nýju útgáfu — sjálfsagt með full um rétti: — „Umsagnir mennta- manna í blöðum voru flestar mjög frjálslegar og góðar, sumar hiklausar og frádráttarlaust mjög góðar“. Og ennfremur: „ . . . . Sumir þorðu ekkert að segja um bækurnar, sumir könn- uðust ■ aldrei við að hafa lesið þær. En það gerðu þó allir, sem þá voru lesandi í landinu, þrátt fyrir varnaðarorð. Sumir sendu mér þakkarbréf, aðrir skammar- bréf“ . . . . o. s. frv. Ekki er ólík- legt, að skoðanir manna reynist enn nokkuð skiptar um ágæti þessarar sögu, en víst er um það, að góðir sprettir eru víða í frá- sögninni, og ekki er bókin leiðin- leg, hvað sem um gildi hennar sem skáldrits að öðrum þræði og ádeilurits að hinu leytinu má annars segja. Útgáfan er snotur, að öðru leyti en því, að nokkrar viðvaningslegar teikningar ó- prýða bókina. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eyland*. Heimili 776 Victor Street. Sími >9017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 5. febrúar. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Aííir boðnir velkomnir. S. ÓLAFSSON GLÆNÝR, FROSINN FISKUR Birtingur, 6c pd.; Hvítfiskur, 20c pd.; Pickerel, 20c pd.; Pækur (Jackfish), 8V2C pd.; Sugfiskur (Mullets), 4c pd.; Sólfiskur, 12c pd.; Lake Superior Sild, 6V2C pd.; Lax, 35c pd.; Lúða, 35c pd.; Koli, 23c pd.; Ýsa, 23c pd.; Þorskur, 20c pd.; feitur Black Cod, 30c pd. Reykt ýsa 15 punda kassi $4,50. Pantið nú strax á þessu lága verði. Allar pantanir sendar taf- arlaust. Bændur geta tekið sig saman og pantað í sameiningu. Mörg hundruð ánægðir við- skiptavinir, okkar beztu með- mæli. Arnason’s Fisheries, (Farmers mail order), 323 Harcourt St„ Winnipeg, Manitoba. “MENSTREX” Ladies! Use full strength "Menstrex” to help alleviate pain. distress and nervous tension associated with monthly periods. Ladies, o r d e r genuine "Menstrex" today. S5.00. Rushed Airmail postpaid. GOLDEN DRUGS. St. Mary’s at Kargrave, Winnipeg. (5.0 kaupi hæzta verði gamla íslenzka muni, svo sem tðbaksdósár og pontur. hornspæni, útskornar bríkur, einkum af Austurlandi, ag væri þá æskilegt, ef unt væri, gerð yrði gTein fyrir aldri mun- inna og hverjir hefðu smlðað þá. UALLDÓR M. SWAN, 912 Jessie Avenue, Winnipeg - Bími 46 958 /K KAGBORG Ér, PHONE 2IS5I FUEL/^ »31 *+ ■■ ■ Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our Sperialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Miss K. Chrlstie, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainingImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.