Lögberg - 09.02.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.02.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. FEBRÚAR, 1950 3 I Ritsafn Torfhildar Þ. Hólm Fyrsta bindið, Brynjólfur biskup Sveinsson, er nýlega komið út. Fyrir skömmu síðan er komið út fyrsta bindið af ritsafni Torf- hildar Þ. Hólm, sem var fýrsta íslenzka konan, er reit stórar skáld- sögur. Bækur hennar hlutu verulegar vinsældir á sínum tíma og hafa um langt skeið verið ófáanlegar. Norðri hefir því ráðizt í að gefa þær út í heild. í fyrsta bindinu er saga Torf- hildar um Brynjólf biskup Sveinsson, en hún hlaut mestar vinsældir af sögum hennar og hefir verið tvíprentuð áður. Hin- ar aðalsögur hennar eru Elding, Jón Arason og Jón Vídalín. Auk þeirra samdi hún fjölda smærri sagna. Þá reit hún mjög mikið af blaða- og tímaritsgreinum. Sést á þessu, að Torfhildur hefir verið óvenjulega afkastamikill rithöfundur. Torfhildur Þ. Holm var fædd 2. febrúar 1845 að Kálfafells- stað, en þar var faðir hennar, Þorsteinn Einarsson, þjónandi prestur. Seytján ára gömul fór hún til Reykjavíkur til náms og síðan til Kaupmannahafnar. Ár- ið 1874 giftist hún Jakob Holm verzlunarstjóra í Hólanesi, en missti hann eftir eitt ár. Þá fór hún til Ameríku og var þar í 13 ár. Eftir heimkomuna dvaldi hún í Reykjavík til dauðadags, en hún lézt 14. nóvember 1918. Torfhildur byrjaði á ritstörf- um sínum, þegar hún var í Ame- ríku. Þar samdi hún m. a. sögu sína um Brynjólf biskup Sveins- son. Vinsældir þeirrar sögu hvöttu hana til að halda áfram. Hún gaf út Sögur og æfintýri 1884, og tveimur árum seinna Smásögur handa börnum og unglingum og söguna um Kjart- an og Guðrúnu. Stærsta saga hennar, Elding, sem segir frá kristnitökunni, kom út 1889. Eft- ir heimkomuna byrjaði hún Draupni og kom það út í 17 ár 1891-1908. Þar komu m.a. sögur hennar um biskupana Jón Ara- son og Jón Vídalín. Árið 1905 byrjaði hún útgáfu Dvalar, sem var skemmti og fræðirit um ým- isleg efni og gaf hún hana út til 1917. Sést á þessu yfirliti, að Torfhildur hefir verið afkasta- mikill rithöfundur. Torfhildur er fyrsta íslenzka konan, er eingöngu helgaði sig ritstörfunum og fyrsti íslenzki kvenrithöfundurinn, er semur stórar skáldsögur. Skáldsögur hennar voru yfirleitt sögulegs efnis og er sennilegt, að hún hafi orðið fyrir áhrifum frá hinum dönsku og ensku sögurómönun- um, sem nutu mikilla vinsælda á þessum tíma. Fyrst og fremst var þó Torfhildur íslenzkur rit- höfundur, er sótti sér efnivið í íslenzka sögu, enda var hún vel að sér í þeim fræðum. Öðrum þræði mun það og hafa verið ætl- un hennar að láta sögur sínar flytja boðskap og vera til styrkt- ar trú og manngæzku. Þótt sitt- hvað megi finna að bókum henn- ar, verður því ekki neitað, að „hún var merkur brautryðjandi í bókmenntum og menningar- baráttu íslenzkra kvenna, tákn nýs tíma og nýs hugsunarháttar í landinu“, eins og Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir komist að orði um hana. Brynjólfur Sveinsson menta- skólakennari hefir séð um út- gáfuna á áðurnefndu fyrsta bindi ritsafnsins, en Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir ritað formála, þar sem rakin er saga skáldkon- unnar og lýst ritstörfum hennar. Tíminn, 20. des. Skóldjöfur íslenzkrar alþýðu Bólu-Hjálmar er óvefengjanlegur skáldjöfur íslenzkrar alþýðu. Hann naut engrar skólamenntunar og hlaut aldrei kynni af menn- ingu annarra þjóða, en lifði í einagrun og fátækt ævinlangt. Eigi að síður skipaði hann sér framarlega í röð þjóðskálda íslendinga og virðist ætla að öðlast í ríkum mæli langlífi frægðar og viður- kenningar. 'Ef til vill hefur ísenzk alþýðumenning aldrei risið hærra en í skáldskap þessa norðlenzka öreiga, og hefur hún þó marga risaglímuna þreytt til sigurs. Það er táknrænt, að straum hvarfamennirnir, er stofnuðu tímaritið Verðandi, skyldu opna þjóðinni hliðin að ljóðaheimum Bólu-Hjálmars. Hjálmar var ranusæisskáld, er nam fræði hinnar nýju skáldskaparstefnu í skóla lífsins og beitti list sinni sem vopni í linnulausri baráttu við umhverfi, sorgir og skort. Hann var uppreisnarmaður og brautryðjandi, og hann brotn- aði aldrei, þó að hann bognaði í storminum mikla, þegar ævi- dagurinn var liðinn fast 'að hátta málum. Lærisveinar Brandesar áttu slíkum fyrirrennara. vissu- lega mikið að þakka. Skáldskap- ur hans var hvorki meira né minna en staðfesting og stoð kenningar þeirra. Ljóð Bólu-Hjálmars hafa notið vinsælda, svo að fágætt er, og áhrif þeirra eru djúptæk og margþætt. Vísur hans margar lifa á vörum þjóðarinnar. Megin gildi skáldskapar Hjálmars er fólgið í því, hvílíkur snillingur hann er á samlíkingar. Hann beitir þeim undantekningalítið í ljóðum sínum og vísum og mis- tekst naumast. En jafnframt var hann svo aðdáanlega orðsnjall og skapríkur, að skammavísur hans um menn og málefni sam- tíðar hans og umhverfis láta enn i eyrum þjóðarinnar eins og þær væru kveðnar í gær. Snilld Bólu Hjálmars sannast hvað gleggst á því, að tækifærisvísur hans þarfnast varla skýringar eins og samkonar skáldskapur annarra ljóðasmiða, þó að góðskáld séu eða hafi verið. Listin lyftir þeim hátt yfir umhverfi og tilefni — veitir þeim ævarandi gildi. En þó að ljóð^gerð Bólu- Hjálmars væri með slíkum ágæt- um, var hann jafnframt sannkall aður meistari á óbundið mál, þó að því hafi til þessa verið of lítill gaumur gefinn. Það sanna sagnaþættir hans og frásögur. Hann hefur í þeim dregið upp myndir, sem greypast í hug les- andans og spegla á snilldarlegan hátt aldarfar, fólk og málefni, svo að svið og þátttakendur við- burðanna blasa við eins og í leifturbirtu. Öreiginn í Bólu var sízt ósnjallari sem sagnritari en ljóðskáld, og ekki er ólíklegt, að hann myndi hafa brotið sömu rithöfundarbraut og Gestur Páls- son og Einar H. Kvaran, ef hann hefði verið jafnaldri þeirra Verð- andimanna. Nú hefur ísafoldarprentsmiðja gefið út heildarútgáfu af ljóð- um, rímum og sagnaþáttum Bólu-Hjálmars, en Finnur Sig- mundsson landsbókavörður hef- ur búið hana til prentunar. Þetta er tvímælalaust merkasti bók- menntaviðurður ársins. Útgáfan er að allri gerð með miklum snyrtibrag, og val og frágangur efnisins virðist hafa tekizt eins og skylt var, en samt fer ekki milli mála, að þarna sé vant nokkurra vísna, sem Hjálmari hafa hingað til verið eignaðar, án þess að greinargerð fylgi um það, hvers vegha þeim er sleppt. Slíkar skýringar ættu þó heima með kvæðasafninu sjálfu frem- ur en að bíða boðaðrar ævisögu skáldsins. En vel hefur ísafoldar prentsmiðja rækt minningu Bólu-Hjálmars, þegar ýtarleg ævisaga hans bætist við rrtsafn- ið, og útgáfa þess ber þvf glæsi- legt vitni, að enn eru uppi á Is- landi menn, sem gefa út bækur af menningarskyldu og ást á kjarnabókmenntum þjóðarinnar. —Helgi Sœmundsson „Fókur" — ný bók um hestal Eiiiar E. Sæmundsen hejir ritað og húið til prentunar Frásagnir af hestum, mönnum og kappreiðum, er Komin er á bókamarkaðinn ný bók um hesta. Nefnist hún Fákur og er útgefandi bókarinnar Hestamannafélagið Fákur í Reykja- vík, en Einar E. Sæmundsen hefir búið hana undir prentun og ritað að miklu leyti. Fákur er stórt rit og vandað að öllum frágangi, tæpar 500 síður í Skírnisbroti. * Bókin Fákur er gefin út í til- efni af 25 ára afmæli Hesta- mannafélagsins Fáks. Meginefni bókarinnar er skipt niður í þrjá aðalkafla og bera þeir heitin: Hestamannafélagið Fákur 1922— 1947. Er þar rakin saga félagsins í aldarfjórðung af ritstjóra bók- arinnar, Einari E. Sæmundsen. Þá er yfirlit um kappreiðar fé- lagsins, og er það einnig eftir Einar. Annar aðalkafli bókarinnar nefnist Á hestaþingi. Eru í hon- um, eins og nafnið ber með sér, greinar og fráságnir um marga hesta og einnig frásagnir um hestamenn, en það er óhjá- kvæmilegt, að þeirra sé getið um leið og hestanna. Síðasti kafli bókarinnar nefn- ist Hestamannafélög og er þar sagt frá hestamannafélögum, sem starfandi eru víðs vegar um land og kappreiðum, er þau hafa háð. Bók þessi átti að koma út 1947 en það ár átti Hestamannafélag- ið Fákur í Reykjavík aldarfjórð- ungsafmæli. Útkoma bókarinn- ar dróst þó einkum vegna sjúk- leika Einars E. Sæmundsens, eins og þeir segja í formála Björn Gunnlaugsson og Björn Björns- son. í kaflanum um Hestamanna félagið Fák er reynt að rekja uppruna hvers hests, sem getið hefir sér einhvern orðstír í kaup- reiðum félagsins, og er þar geysi- mikinn og skemmtilegan fróð- leik að finna um ættir hesta og hestamenn víðs vegar um land. Þá er einnig í skýrslum þeim, sem birtar eru í bókinni, mikinn fróðleik að finna fyrir alla þá, sem með þessum málum vilja fylgjast. Á hestaþingi er skemmtilegur kafli. Eru þar sjálfstæðir þættir eftir ýmsa kunna hestamenn, og er þar lengsti kaflinn eftir Einar sjálfan. í bókinni er allmargt mynda, sem nokkur fengur er að. Öll er útgáfa bókarinnar hin myndar- legasta og er hún hið eigulegasta rit fyrir hvern hestamann. Við út komu þess er vert að minnast, hve Hestamannafélagið Fákur á góða sögu að baki, enda fer góð- hestum hér í Reykjavík fjölgandi og fleiri og fleiri bætast í þann hóp, sem njóta góðra hesta, og er það vel. Tíminn, 15 desember Ritsafn Kristínar Sigfúsdóttur Saga Kristínar Sigfúsdóttur sannar eftirminnilega fróðleiksþrá og listhneigð íslenzkrar alþýðu. Kristín fæddist tveimur árum eftir þjóðhátíðina á þúsund ára afmæli íslandsbyggðar, en sex árum áðuif en Verðandi kom út sem fyrsta kvísl meginstrauma Brandesar í farvegi íslenzkra bókmennta. Bóndadóttirin á Helga- stöðum í Eyjafirði festi í æsku ást á bókum og fékkst við ritstörf í tómstundum sínum fyrir ótví- ræð áhrif frá skáldskap Mattías- ar Jochumssonar og frænda hennar, Páls J. Árdals, enda var þá strax vakinn áhugi hennar á leiklist og leikritagerð. En þetta voru aðeins tilraunir, og í morg- unsári hinnar nýju aldar giftist Kristín og reisti bú. Hennar betó hlutskipti fátækrar einyrkjakonu og sex barna móður. Hún lagði ritstörfin á hilluna og helgaði óskipta starfkrafta sína önn hversdagslífsins. En glóð list- hneigðar hennar var falin en ekki slokknuð. Átján árum síðar varð svo handskrifað sveitarblað og áskorun æskunnar Kristínu hvöt þess að reyna að gera skálda draum bernskuáranna að veru- leika. Henni varð sigurs auðið í þeirri baráttu. Kristín Sigfús- dóttir, norðlenzka alþýðukonan, var fyrr en varði orðin þjóðkunn ur og vinsæll rithöfundur. Leikritið „Tengdamamma" hef ur fært Kristínu Sigfúsdóttur almennar vinsældir og verðskuld aða viðurkenningu-. Það er höf- undi sínum til sóma og hefur veitt leikunnendum um gervallt land margar þakksamlega þegn- ar ánægjustundir. En mestum listrænum árangri hefur Kristín Sigfúsdóttir náð í smásagnasafn- inu „Sögur úr sveitinni“ og fyrra hluta skáldsögunnar „Gömul saga“. „Sögur úr svetinni“, sem eru frumsmíð Kristínar, komu út 1924, og Sigurður Nordal skrifaði um bókina af drengskap og sanngirni og leiddi höfundinn til sætis á skáldabekk. Síðan hef- ur Kristín birt í blöðum og tíma- ritum smásögur, sem sumar hverjar eru að minnsta kosti jafnsnjallar og beztu sögurnar í fyrstu bók hennar. Kristín hef- ur lært af Einari H. Kvaran og þeim, sem tóku við af honum, sagnaskáldnum, er talizt geta jafnaldrar aldarinnar og komu fram á sjónarsvið bókmennanna um svo til sama leyti og Kristín sjálf. En hún er sjálfstæð í bezta lagi og hefur fyrst og fremst numið fræði sín í skóla lífsins. Nú hefur ísafoldarprentsmiðja hafið útgáfu á ritsafni Kristínar Sigfúsdóttur. Mun það nema þremur bindum, og er hið fyrsta þeirra komið út, en hin tvö eru væntanleg á næsta ári. Flytur þetta fyrsta bindi ritsafnsins bernskuminningar Kristínar, sagnaþætti um gamla sveitunga hennar og ljóð skáldkonunn- ar. Eru bernskuminningarnar skemmtilegar og vel skrifaðar, auk þess sem þær geyma ýmsan fróðleik um umhverfi, lífskjör, aldarfar og samtíðarfólk. Sagna- þættirnir eru læsilegir, en þó mun gildi þeirra sýnu minna en bernskuminninganna, og ljóð Kritínar rísa hvergi til hálfs við smásögur hennar, skáldsögur og leikrit. Verður því margfalt meiri fengur að seinni bindun- um tveimur en þessu fyrsta. Þó er síður en svo ástæða til þess að amast við upphafinu fyrst á ann- að borð var valinn sá kostur að stofna til heildarútgáfu af ritum Kristínar. Það er svo sem margt lakara boðið um þessar mundir, og meira að segja væri skömm að því að láta Kristínu Sigfús- dóttur liggja í láginni, þegar gefnar eru út eins konar skraut- útgáfur af ritum annarra, sem ekki þola samanburð við eyfirzku alþýðukonuna fremur en hunda þúfan við fjallið. Jón úr Vör sér um útgáfuna á ritsafni Kristínar og ritar að fyrsta bindinu snotran og hlýleg- an formála. Er ágætlega til út- gáfunnar vandað að ytri gerð, nema hvað villur eru helzt til margar, og hætt er við, að dæmi sannfræðinnar hafi stundum ekki verið prófað. Það er til dæmis átakanlegt, að hvorki fornafn né ættarheiti Esaiasar Tegners skuli vera rétt í þetta eina skipti, sem hans er getið í bókinni. Höfundur Friðþjófs- sögu á sannarlega annað og betra skilið af íslendingum en nafn hans sé brenglað. —Helgi Sæmundsson Alþbl. 21. desember Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið slmið til KBLLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeg Sími 54 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arta. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicltor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG . CANADA Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, Vlðtalstlmi 3—5 eftir hádegl Aiso [WlMTmi JENTH ST. BRANDON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Offlee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Re«. 230 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. Office Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Teiephone 97 932 Home Telephone 202 398 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar 406 TORONTO QEN. TRUST8 BUILDINO Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEQ Talslmi 925 826 Helmllia 53 898 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOinour i augna, eyma, nef oo kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 U1 5.00 e. h. Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend" nL.tHíA 297 Princess Street Pn. /0404 Haif Block N. Logan DR. ROBERT BLACK SérfræOinour i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslmi 923 851 Heimaslml 403 794 SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. isienzkur lyfsali Fðlk getur pantað meðul og annað með pðstl. Fljðt afgreiðsla. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO. Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. blfreiðaábyrgð, o. ■. frv. Phone 927 538 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður s& beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 27 324 Heimllis talslml 26 444 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfræOinoar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Oarry St. Phone 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINJC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ V Phone 92 8211 Manager T. R. TBORFALDSON íour patronage willbe appreciated Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. B. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntants 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg Manitoba C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fraeh and*Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. B. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 692 ERIN St. WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. A Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slml 926 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH n

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.