Lögberg - 09.02.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. FEBRÚAR, 1950
7
Fyrsta kristniboð á íslandi og
blótsteinninn hjó Giljó
Skamt frá bænum á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu, stendur
steinn einn mikill og einstakur fyrir ofan þjóðveginn og munu
allir hafa veitt honum eftirtekt, þeir sem um þjóðveginn hafa
farið. Eru þarna umhverfis melöldur sléttar og hvergi grjót. Mun
steinn þessi hafa borist þangað á ísöld ofan úr fjöllum. Fornmönn-
um mun hafa þótt steinn þessi einkennilegur og ekki skilið hvernig
stóð á því að hann var þar nið-
ur kominn. Töldu þeir líklegast
að þar ætti einhver vættur sér
bygð. Skapaðist því átrúnaður á
steininn og var steinbúinn blót-
aður. Og einmitt vegna þess varð
þarna fyrsti áreksturinn milli
hinna gömlu trúarbragða og hins
nýa siðar. Segir frá því í Ólafs
sögu Tryggvasonar og Kristni-
sögu.
Þórdís á Spákonufelli.
Þegar saga þessi hefst bjó að
Giljá Koðrán Eilífsson land-
námsmanns í Laxárdal. Við
Eilíf var kent hæsta fjall á
Reykjarströnd í Skagafirði og
kallað Eilífsfell, en heitir nú
Tindastóll. Koðrán var talinn
ríkur maður og ágætur. — Hann
átti tvo sonu, Orm og Þorvald.
Unni hann mikið Ormi, en Þor-
valdi lítt eða ekki. Var honum
haldið til vinnu undir eins og
hann hafði þroska til, en var lítt
haldinn að klæðum og í öllu
gerður hornungur bróður síns.
Að Spákonufelli á Skagaströnd
bjó þá Þórdís hin vitra, sem köll-
uð var spákona og er hennar
víða getið í sögum. Var vinátta
með þeim Koðráni á Giljá og
eitthvert sinn þáði Þórdís heim-
boðað Giljá Sá hún þá hver mun-
ur var ger þeirra bræðra og hafði
orð á því við Köðrán, að hann
ætti að sýna Þorvaldi meiri
sóma, því að sér iitist vel á hann.
Lagði hún það til að hann fengi
Þorvaldi fóstur og farareyri, svo
að hann gæti farið utan þegar
er hann hefði aldur til.
Koðrán tók vel máli hennar.
Lét hann þá fram sjóð einn og
sýndi henni. Þórdís leit á silfrið
og mælti:
„Ekki skal hann hafa þetta fé,
því að það hefur þú tekið með
afli og ofríki af mönnum í sak-
eyri.“
Hann bar þá fram annan sjóð
og bað hana á líta. Hún gerði
svo og mælti síðan:
„Ekki tek ég þetta fé fyrir hans
hönd.“
Koðrán spyr: „Hvað finnur
þú að þessu silfri!“
Þórdís svarar: „Þessa peninga
hefur þú saman dregið fyrir á-
girndar sakir í landsskuldum og
fjárleigum meirum en réttilegt
er.“
Síðan sýndi Koðrán henni
digran fésjóð og var fullur af
silfri. Vóg Þórdís þar af þrjár
merkur til handa Þorvaldi, en
fékk Koðráni aftur það, er meira
var. Þá mælti Koðrán:
„Fyrir hví vildir þú taka held-
ur af þessum peningum fyrir
hönd sonar míns, en af hinum,
sem ég færði þér fyr?“
Hún svarar: „Því að þú hefur
að þessum vel komist, er þú hef-
ur tekið í arf eftir föður þinn.“
Eftir það fór Þórdís heim og
hafði Þorvald með sér. Ólst hann
UPP hjá henni og var þar vel
haldinn og þroskaðist mikið.
^íðan fór hann utan með ráði
^órdísar og fyrst til Danmerkur.
ar gekk hann í lið Sveins tjúgu-
skeggs, er taldi sig son Haralds
konugs Gormssonar. Konungur
vildi ekki kannast við hann og lá
''v kaupi
hæzta verði gamla islenzka
^uni, svo sem tóbaksdösir og
Pon,tur- hornspæni, (ltskornar
rikur einkum af Austurlandi,
-íferi Þ& æekilegt, ef unt væri,
inrP yrSi groin fyrir aldri mun-
a hverjir hefðu smiSað þ&.
HALLDÓR M. SWAN,
912 Jessie Avenue,
Winnipeg - Sími 46 958
Wcal</ Tired, Nervous,
repiess Men, Women
Get New Vim, Vigor, Vitality
tóin^SeCL111® weak, always tired
£ SÆílr, srœrÆ
stimulatiÍ blnvieE’
appetite system; improves
New 'W ,“E*ti4v« Ppwers. Costs little.
Ostrex size only 60c. Try
vim viem-mth7ab ets lor new, normal pep,
' vlgor' thls very day. At alj druggiste!
Sveinn í víking og var kallaður
konungur af sínum mönnum.
Var Þorvaldur lengi með honum
vel virtur og herjuðu þeir í
Vesturveg.
Mannkostir Þorvalds.
— Þorvaldur var mikill ráða-
gjörðarmaður, öllum auðsær að
dygð og skynsemd, styrkur að
afli og hugaður vel, vígkænn og
snarpur í orustum, mildur og ör-
lyndur af peningum. Hlutskifti
það er hann fékk, lagði hann til
útlausnar herteknum mönnpm,
og ef honum hlotnuðust hertekn-
ir menn, sendi hann þá aftur til
feðra sinna og frænda. Af slíku
varð hann víðfrægur og vinsæll.
Einhverju sinni er Sveinn kon-
ungur herjaði á Bretland og var
kominn langt inn í land, kom á
móti honum svo fjölment ridd-
aralið að hann fékk ekki rönd
við reist. Var konungur þá hand-
tekinn og kastað í myrkvastofu
ásamt mörgum öðrum, þar á
meðal Þorvaldi Koðránssyni.
Daginn eftir kom ríkur hertogi
með fjölda manns að myrkva-
stofunni og ætlaði að frelsa Þor-
vald. Þorvaldur hafði áður gefið
tveimur sonum hans frelsi og
sent þá heim. Þorvaldur kvaðst
ekki út ganga nema Sveini kon-
ungi og öllum þeim er þar voru
væri gefið frelsi. Hertoginn
gerði þá þetta að bæn hans.
Löngu síðar var það er Sveinn
konungur hafði tekið ríki og sat
eitt sinn að veislu ásamt tveim-
ur öðrum konugum, og var þá
mælt, að aldrei mundi borð svo
veglega skipað sem þá, er þrír
svo voldugir konugar snæddu af
einum diski. Þá svarar Sveinn
konungur:
„Finna mun ég þann útlendan
bóndason, að einn hefur með sér,
ef rétt virðing er á höfð, í engan
stað minna göfugleik og sóma-
semd en vér allir þrír konung-
ar.“ Sagði hann síðan af Þor-
valdi þennan atburð er hann
bjargaði konungi og mönnum
hans fyrir vinsældir sínar „og
fyrir marga ágæta hluti og lof-
samlega.“
Trúboð.
Þorvaldur skildist nú við
Svein konung og fór víða um
lönd. Og er hann kom í Saxland
kyntist hann biskupi þeim er
Friðrik hét. Tók Þorvaldur þá
kristna trú og lét skírast af bisk-
upi og var með honum um hríð.
Síðan vakti hann máls á því
við biskup, að hann kæmi með
sér til íslands og leitaðist við að
snúa foreldrum sínum og ætt-
mennum til kristni. Tók biskup
því vel og sigldu þeir til íslands
sumarið 981. Greiddist vel þeir-
ra ferð og komu þeir til Giljár.
Tók Koðrán þá vel við syni sín-
um, og voru þeir með honum
hinn fyrsta vetur við þrettánda
mann. Þorvaldur bað föður sinn
skírast, en hann tók því seinlega.
En Þorvaldur varð að hafa orð
fyrir þeim, því að biskup kunni
ekki íslenzku.
Nú var það á einhverri hátíð
að biskup og klerkar hans heldu
tíðagjörð með mikilli viðhöfn.
Var Koðrán þar nær staddur fyr-
ir forvitni sakir og fanst honum
allmikið til um. Eftir það kom
hann að máli við Þorvald son
sinn og sagði:
„Ef svo er sem ég ætla, þá er
þessi maður, er þú kallar biskup,
spámaður þinn. En ég á mér
annan spámann, þann er mér
veitir mikla nytsemd. Hann
varðveitir kvikfé mitt, og minn-
ir mig á hvað ég skal fram fara,
eða hvað ég á að varast, og fyrir
því á ég mikifj traust undir hon-
um, og hef ég hann dýrkað langa
ævi. En misþokkast þú honum
mjög og svo spámaðurinn og sið-
ferði ykkar, og letur hann mig
að veita ykkur nokkura viðsæm-
ing og einna mest að taka ykkar
sið.“
Þorvaldur mælti: „Hvar bygg-
ir spámaður þinn?“
Koðrán svara: „Hér býr hann
skamt frá bæ mínum í einum
miklum steini og veglegum.“
Þorvaldur spyr hversu lengi
hefði þar búið. Koðrán segir
hann þar bygt hafa langa ævi.
Þeir feðgra semja.
Þorvaldur gerði nú föður sín-
um það tilboð að láta þá reyna
með sér, steinbúann og biskup,
hver meira mætti. Væri það þó
ójafnt á komið, því að steinbú-
inn væri talinn mjög sterkur, en
biskup enginn kraftamaður. En
færi nú samt svo, að biskup bæri
hærra hlut, þá mætti Koðrán
sjá að guð þeirra væri öllum
sterkari, og skyldi þá taka rétta
trú. „Og ef þú vilt snúast til hins
háleita himnakonungs, þá mátt
þú skjótt skilja, að þessi, er þig
af letur að trúa á hann, er þinn
fullkominn svikari, og hann girn-
ist að draga þig með sér frá eilífu
ljósi til óendanlegra myrkra. En
ef þér sýnist sem hann geri þér
nokkra góða hluti, þá gerir þann
alt til þess að hann megi því
auðveldlegar þig fá svikið, ef þú
trúir hann þér góðan og nauð-
synlegan“.
Koðrán svarar: „Auðséð er
mér það, að sundurleit er skiln-
ing ykkar biskups og hans, eigi
síður skil ég það, að með kappi
miklu fylgja hvorir sínu máli.
Og alla þá hluti, sem þið segið af
honum, slíkt hið sama flytur
hann af ykkur. En hvað þarf hér
að tala margt um: þessi máldagi,
er þú hefur sett, mun prófa sann-
indi.“
Þorvaldur varð glaður við
ræðu föður síns og sagði biskupi
allan þennan málavöxt og samtal
þeirra.
Steinbúinn.
Daginn eftir vígði biskup vatn
og fór síðan með bænum og
sálmasöng og dreifði vatninu
umhverfis steininn, og svo
steypti hann því yfir ofan og all-
ur varð votur steinninn.
Um nóttina eftir kom spámað-
ur Koðráns að honum í svefni
og með dapurlegri ásjónu og
skjálftafullur sem af hræðslu og
mælti til Koðráns:
„Illa hefur þú gert, að þú
bauðst hingað mönnum þeimýer
á svikum sitja við þig, svo að
þeir leita að reka mig brottu af
bústað mínum, því að þeir
steyptu vellandi vatni yfir mitt
herbergi, svo að börn mín þola
eigi litla kvöl af þeim brennandi
dropum, er inn renna um þekj-
una. En þó að slíkt skaði sjálf-
an mig eigi mjög, þá er alt að
einu þungt að heyra þyt smá-
barna, er þau æpa af bruna.“
En um morguninn sagði Koð-
rán syni sínum frá þessu. Gladd-
ist Þorvaldur mjög og eggjaði
biskup að hann skyldi halda á-
fram uppteknum hætti.
Biskup fór til steinsins með
sína menn og gerði alt sem fyrri
daginn og ,bað almáttugan guð
kostgæfilega að hann ræki fjand-
ann á brottu ég leiddi manninn
Jtil hjálpar.
j Næstu nótt kom spámaður
Koðráns og var mjög ólíkur því,
sem hann var fyr vanur að birt-
ast honum, með björtu og blíð-
legu yfirleiti og ágætlega búinn.
En nú var hann í svörtum og
herfilegum skinnstakki, dökkur
og illilegur á svip og mælti svo
til bónda með sorgfullri og
skjálfandi raust:
„Þessir menn standa fast á að
ræna okkur báða okkrum gæð-
um og nytsemdum, er þeir vilja
elta mig á brottu af minni eigin-
legri erfð, en svifta þig vorri
elskulegri umhyggju og fram-
sýnilegum forspám. Nú ger þú
svo mannlega, að þú rek þá á
brottu, svo að við þörfnumst eigi
alla góða hluti fyrir þeirra ódygð,
því að aldrei skal ég flýa, en þó
er þungt að þola lengur allar
þeirra illgerðir og óhægindi"
Alla þessa hluti og marga aðra,
er spámaður hafði talið fyrir
Koðráni, sagði hann syni sínum
um morguninn. Biskup fór til
steinsins hin þriðja dag með því
Fréttabréf fré Glenboro, Man.
Nú er gamla árið liðið í „aldanna skaut“ og nýtt ár er byrjað.
Hið liðna ár var mjög farsælt og gott hér í þessu bygðarlagi,
uppskera allgóð, tíðarfar mátti heita yfirleitt hagstætt og heilsu-
far gott, og hagur fólks með bezta móti, enda hafa verið hér hag-
stæð ár um langt skeið, eða síðan kreppunni tók að létta um 1937.
Nýja árið hefir heilsað nokkuð kuldalega, hafa verið allmiklar
hörkur síðan fyrir jól, en snjólítið hefir verið fram undir þennan
tíma, en nú hefir komið mikill snjór svo hliðarbrautir hafa lok-
ast fyrir bíla, en aðalbrautum heldur stjórnin opnum 'í lengstu
lög, eldsneytisskorti hefir ekki borið á hér enn, en vel getur
harnað á dalnum með það ef þessar hörkur haldast lengi.
Héðan eru engin stórtíðindi. 2
menn dóu hér úr hópi íslend-
inga í Glenboro á árinu liðna,
þeir Hans Jónsson og A. E. John-
son, hefir þeirra verið minst í
blöðunum áður. Friðjón John-
son, sonur hr. A. E. Johnsons
andaðist í Winnipeg 20. marz s.l.
Hann var fæddur og uppalinn í
Glenboro, en var síðan á æsku-
skeiði búsettur í Winnipeg.
Hann var fríður maður og góð-
ur drengur. Hann var í fyrri
heimsstyrjöldinni; hann var lög-
fræðingur. Giftur hérlendri
konu. Ég minnist ekki að hafa
séð lát hans í ísl. blöðunum. Það
snerti viðkvæma strengi í hjört-
um margra hér þegar sú fregn
barst hingað að John S. Christ-
opherson í Vancouver B. C. hefði
snögglega dáið í San Fransico,
þar sem hann var á skemtiferð.
John var bezti drengur og afar
vinsæll, sonur Sigurðar Christ-
ophersonar og konu hans Caro-
line (fædd Taylor); hann mun
hafa verið fæddur í Nýja ís-
landi, en barn að aldri kom hann
til Argyle og bjó þar fram um
miðjan aldur, hann sat höfuð-
bólið Grund og var þar póst-
meistari. Hann skilur eftir ekkju
Valgerði Jónsdóttur Thordarson,
ágætis konu og mörg og mann-
vænleg börn, sem öll fá almenn-
ingsorð. Þá setti margan hljóð-
an, er það fréttist í ágúst að
séra Friðrik Hallgrímsson hefði
snögglega dáið í Reýkjavík.
Hann var prestur í Argyle
prestakalli frá 1903—1925, og
má óhætt fullyrða það, að vin-
sælli prestur hefir ekki verið á
vestrænni slóð, hann á enn
hjörtu margra hinna eldri sem
muna hann. Ekkja hans, frú
Bentina, er nú í Toronto á veg-
um dóttur sinnar og tengdason-
ar. Blessuð sé minning séra Frið-
riks Hallgrímssonar.
Morgunblaðið í Reykjavík,
sem út kom 15. júlí s.l., flytur
andlátsfregn Guðmundar Þor-
steinssonar er eitt sinn var
bóndi í Argyle bygð. Hann var
ættaður af Seltjarnarnesi. Kom
vestur 1888, nam land í Argyle
bygð norður af Belmont, bjó þar
í 20 ár. Hann var jafnan kallað-
ur Guðmundur í sex (6), því
hann bjó í Sec. 6-6-15. Guð-
mundur var greindur maður og
vel gefinn, búhöldur góður og
dugnaðarmaður, hann græddi fé
svo eftir 20 árá búskap, var hann
orðinn stórefnamaður sem bóndi
á vestur-íslenzka vísu á þeirri
tíð. Kona hans var Vigdís Þor-
leifsdóttir frá Efri-Brú í Gríms-
móti sem fyr. En um nóttina eft-
ir birtist andinn bónda með
hryggilegu yfirbragði og snökt-
andi röddu:
„Nú hljótum við að skilja bæði
samvistir og vinfengi, og gerist
þetta alt af einu saman þínu
dygðarlesi. Hugsa þú nú, hver
þitt góss mun heðan af varðveita
svo dyggilega, sem ég hef áður
varðveitt. Þú kallaðist maður
réttlátur og trúlyndur, en þú hef
ur umbunað mér illu gott.“
Þá svarar Koðrán: „Eg hef þig
dýrkað svo sem nytsamlegan og
sterkan guð, meðan ég var óvit-
andi hins sanna, en nú með því
að ég hefi reynt þig flærðarfull-
an og mjög ómeginn, þá er mér
nú rétt og utan allan glæp að
fyrirláta þig, en flýa undir skjól
þessa guðdóms, er miklu er betri
og styrkari en þú.“
Við þetta skildu þeir með stygð
en engum blíðskap.
Því næst var Koðrán skírður
og alt hans heimafólk, nema
Ormur sonur hans vildi eigi við
trú taka að því sinni.
Lesb. Mbl.
nesi. Þau hjónin fóru til íslands
um 1908, hún undi ekki heima
svo þau komu vestur að vörmu
spori. Guðmundur dvaldi ekki
lengi, en fór heim aftur, en hún
var kyr vestra (þau voru barn-
laus), með hlut af eignunum,
hún dó nálægt Belmont fyrir
rúmum tveimur árum síðan.
Guðmundur virðist hafa notið
álits og vinsælda heima. Margir
hér þekktu Guðmund í 6, sem
máske þykir fróðlegt að frétta
um afdrif hans á ættjörðinni,
hann bjó í grend við Reykjavík
fyrstu árin, en síðan 1914 átti'
hann heima í höfuðstaðnum.
Á síðastliðnu hausti brá búi
í austurhluta Argyle bygðar,
einn at eldri bændum þar, Jó-
hannes A. Walterson og^ flutti
til Selkirk, þar sem hann gjörði
ráð fyrir að eyða elliárunum í
ró og næði, en hann var vart
sestur þar á laggirnar, er hönd
dauðans sló hann, dó hann mjög
snögglega 3. des. hann var jarð-
settur í Selkirk. Jóhannes bjó
allan sinn búskap í Argyle
bygð. Hann var hálfbróðir
Björns Waltersonar (Sigvalda-
sonar), er lengi var gildur bóndi
þar í bygð, en faðir hans var
Andrés Jóhannesson, er hingað
kom til lands hniginn að aldri,
ættaður úr Þingeyjarsýslu.
Tók Jóhannes nafn bróður
síns (ættarnafn) og hafði félags-
bú með honum lengi. Hann var
giftur Guðbjörgu Oliversdóttur
Björnssonar landnámsmanns í
Argyle, eiga þau á lífi 5 sonu
mannvænlega. Jóhannes var 76
ára er hann lézt. Fæddur á
Lækjadal í Axarfirði 2. ágúst
1873; 15 ára kom hann til Argyle
bygðar.
Séra Eric H. Sigmar, þjónandi
prestur hér, er nýlagður af stað
vestur til Vancouver B. C. þar
sem hann mun eyða orlofsdög-
um sínum, hjá foreldrum sínum
og öðrum ættmennum, hefir
hann gjört það á hverju ári, síð-
an að hann hóf hér starf. Séra
Eric er vel að hvíldinni kominn,
því auk þess, sem hann hefir
unnið dyggilega í prestakallinu,
hefir hann verið á ferð og flugi
í félagsstarfseminni út á við.
Hann hefir sótt fjölda af fund-
um í Winnipeg og víðar meðal
íslendinga, einnig sótti hann
kirkjufund í Pennsylvania og
annan í Saskatoon. Séra Eric er
prýði ungra manna fyrir hæfi-
leika, ljúfmensku og einlægni,
og mun hann eiga fáa sína líka
meðal íslendinga hér vestra,
enda nýtur hann trausts og vin-
sælda allra hér í þessu presta-
kalli og ef honum endist aldur,
mun hann skilja eftir spor í
„sandi tímans“. Kvöldið áður en
hann lagði af stað vestur var
ársfundur Glenboro safnaðar
haldinn (á eftir messu, 22. jan.)
flutti hann þar ítarlega skýrslu
um starf sitt, og fjárhagsskýrsla
Mr. F. Frederickson sýndi að
fjárhagurinn var á traustum
grundvelli. I fulltrúaráð voru
kosnir F. Frederickson, S. E.
Johnson, Gísli Björnsson, Ellis
Sigurðsson og Hermann Arason.
í sjúkranefnd Miss Margrét
Lambertson, Miss Olga Sigurð-
son og Mr. Ingi Helgason. Nokkr
ir nýir meðlimir skrifuðu sig í
söfnuðinn á árinu, en aðrir hafa
flutt burtu, en alt mælir með
því að söfnuðinum vaxi fiskur
um hrygg í framtíðinni með
þeirri leiðsögn, sem hann nú hef-
ir frá hendi prests og safnaðar-
leiðtoga. Þann 1. des. s.l. bauð
séra Eric öllum fulltrúum presta
kallsins heim til sín fyrir skemti
kvöld á prestssetrinu, nutu þeir
þar uppbyggilegrar og góðrar
skemtunar, vorvi ljúffengar höfð
inglegar veitingar á eftir, því
séra Eric er gestrisinn og með
afbrigðum örlátur.
Síðan ég skrifaði fréttir sein-
ast hefir ein íslenzk fjölskylda
flutt burtu héðan, þau Mr. og
Mrs. Gestur Davidson og synir
þeirra, hafa þau verið búsett hér
mest allan sinn aldur, þau fluttu
til Souris, Man. Mr. Davidson
hefir stundað húsabyggingar um
langt skeið og heldur hann þeim
starfa áfram í Souris. Hafði hann
nýlega byggt sér hér mjög vand
að heimili, sem hann seldi er
hann fór burt.
Mr. Ben. J. Anderson hefir ný-
lega flutt í nýtt og vandað hús
hér í bænum,. sem hann hefir
haft í smíðum í sumar. Hr. And-
erson hefir verið hér í þessu
umhverfi nær allan sinn aldur.
Hann stundaði lengi húsasmíði
og um 25 ára skeið var hann
landbóndi í Brúarbygð. Hann er
mesti dugnaðarmaður og er enn
víkingur að vinna, þótt kominn
sé hátt á sjötugs aldur. Hann
hefir að mestu leyti sjálfur smið
að þetta veglega hús.
Á undanförnum mánuðum
hafa margir verið hér á ferð,
sumir langt að komnir, skal ég
minnast langferðafólks sem ég
man eftir. Mr. og Mrs. Richard
Nelson frá Buena Park, Cali-
fornía voru hér á ferð um miðj-
an sept. Komu þau á bíl. Mrs.
Nelson var fædd og uppalin hér
í Glenboro, dóttir þeirra Mr. og
Mrs. Jón Gillis, er lengi bjuggu
hér. Héðan fóru þau hjón til
Durham í Norður Carolina rík-
inu, og Mr. Nelson, sem hefir
verið allbilaður á heilsu, hefir
verið þar á heilsuhæli, og er þar
máske enn. Þær góðu fréttir bár
ust hingað fyrir nokkru, að
heilsufar hans væri nú þegar
allnokkuð betra. Þá voru hér á
ferð þau Mr. og Mrs. Kjerne-
sted með unga dóttur sína frá
Port Alberni, B.C. Mr. Kjerne-
sted stundar þar húsbyggingar.
Kona hans er dóttir Mrs. G. S.
Paulson hér í bygðinni og
dvöldu þau hjá henni meðan þau
stóðu við. Mr. og Mrs. P. H.
Hólm og sonur þeirra Garðar
voru hér einnig á ferð. Þau eiga
nú heima í Vancouver, B. C.
Vestur á strönd fóru þau í
haust Mr. og Mrs. Thori Good-
man og dvelja þar í vetur. Munu
þau hafa farið alla leið til Cali-
fornia. í Winnipeg dvelja þau
Mr. og Mrs. G. F. Goodman yfir
vetrarmánuðina. Mr. Goodie Ein
arsson lagði af stað nokkru fyrir
jól til San Franscisco, Cal. og
dvelur þar hjá dóttur sinni í vet-
ur. Óefað mætti margt fleira
telja til, en hér læt ég staðar
numið. Síðast en ekki sízt vil
ég geta þess, að hér voru á ferð
í byrjun september, þeir Dr.
Thorlakson og Líndal dómari
frá Hinnipeg og dvöldu hér í
nokkra daga í erindum fyrir
hinn fyrirhugaða kenslustól í ís-
lénzkum fræðum við Manitoba-
há§kólann, en ekki held ég að
þeim hafi orðið mikið ágengt
hér, en þó ofurlítið, og verður
máske meira seinna, og mun
vera sama sagan víðast hvar —
daufar undirtektir. Mun það þó
nú vera komið á þann rekspöl að
kennaraembættið verður stofn-
að, og er það vel farið, það er
eitt mesta menningarspursmál,
sem komið hefir fram meðal ís-
lendinga hér vestra og ætti það
að vera merkilegasti minnis-
varðinn, sem íslendingar geta
reist sér, því hann ætti að geta
staðið um aldur og ævi. Hér er
tækifæri fyrir hina yngri kyn-
slóð að minnast feðra og mæðra
— frumherjanna — með því að
leggja ofurlítinn stein í þann
minnisvarða. Heill og heiður Ás-
mundi P. Jóhannssyni, sem höf-
uðsmaður var og frumherji við
þetta menningarfyrirtæki.
Með beztu kveðju til allra ís-
lendinga, og þakklæti til ís-
lenzku blaðanna fyrir margt
uppbyggilegt, sem þau hafa flutt
á árinu liðna. Þau eru ætíð kær-
komin, þau eru líftaugin, sem
tengir saman hjörtu íslendinga
hvar sem þeir eru í þessari
heimsálfu.
G. J Oleson