Lögberg - 09.02.1950, Blaðsíða 4
4
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 9. FEBRÚAR, 1950
Hosberg
GefiB út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanriskrift rits tjórana:
EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
696 Sargent Avenue, Winpipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Töfrar norðursins
íslenzk kona, Mrs. S. Philbin, áður Miss S. Sigurðs-
son í Árborg, en nú í Churchill, sendi Lögbergi einkar
vandaðan, myndskreyttan bækling, sem nýkominn er
út og gengur undir nafninu: „Churchill on Hudson Bay“.
Er það kvenfélag í Churchill, sem frumkvæði átti að út-
gáfu bæklingsins, og var það í siálfu sér hið þarfasta
verk, því margir eru lítt fróðir um þá töfra, sem víð-
flæmi norðvesturlandsins búa yfir; í bæklingnum er
að finna markvissar, samanþjappaðar greinar, sem
varpa ljósi á þá margháttuðu þróun, sem átt hefir sér
stað í þessum norðlæga hafnarbæ, sem nú er búinn
flestum nýtízku þægindum og er í örum vexti.
Það liggur í augum uppi, að nokkuð sé nú öðruvísi
umhorfs í norðrinu, en viðgekst á þeim tíma, er Karl
konungur II. veitti nokkrum æfintýramönnum leyfi til
vöruskipta við mynni Churchillár; þetta timburvígi var
nefnt Fort Prince of Wales og var til margra ára hin
norðlægasta verzlunarstöð Hudson’s Bay félagsins.
Eins og nú hagar til er Churchill harla mikilvæg sigl-
inga og vörumiðlarastöð að vestanverðu við Hudson’s-
flóa.
Þó útvarp og flugvélar haldi þessum íbúum norð-
ursins í reglubundnum samgöngum við umheiminn, er
þó enn mikil tilhlökkun, er fyrstu skipin koma að landi,
engu síður en á íslandi í gamla daga þegar sást til
fyrsta kaupskipsins.
Árið 1947 nam umhlaðning vörutegunda á Chur-
hillhöfn freklega þúsund smálestum; ekki er ósennilegt,
að frumbyggjum norðurslóða myndi bregða í brún
mætti þeir renna augum yfir Churchillbæ eins og hann
nú blasir við sem ímynd tæknilegrar þróunar á alla
vegu. Skóli var reistur í Churchill 1935 að tilhlutan
mentamálaráðuneytis fylkisstjórnarinnar, og voru það
aðallega sjálfboðaliðar, er að verkinu unnu; það ár
sóttu skólann fjórtán börn; nú er skólinn að verða of
lítill, því yfir níutíu börn sækja hann. Norðrið býr yfir
ómótstæðilegu seiðmagni, sem ekki er auðvelt að lýsa;
og víst er um það, að börn norðursins eru börn náttúr-
unnar, sem unna útivist flestu öðru fremur og finna
fullnægju í faðmi jarðar. Vegna aukinna samgangna
við Churchill gafst hinum hvíta manni greiðari aðgang-
ur að kynnum við hinn gáfaða og sérstæða Eskimóa
kynþátt; um uppruna hans er eigi vitað með vissu, og
hefir fræðimenn greint nokkuð á um það atriði, þótt
honum óneitanlega svipi nokkuð mikið til Mongóla.
Fyrir endur og löngu leitaði þessi farandlýður ís-
hafsöræfanna suður á bóginn með það fyrir augum að
afla sér hagkvæmari lífsskilyrða; slíkur leiðangur end-
aði með skelfingu. Indíánar veittust að Eskimóum og
gersigruðu þá á tiltölulega skömmum tíma, en af ósigri
þeirra leiddi það, að þeir hröktust lengra og lengra norð-
ur unz norðar varð naumast komist, og þar hófu þeir
á nýjan leik hina ströngu lífsbaráttu sína; verkfæri og
önnur áhöld höfðu Eskimóar af skornum skamti, og
þau fáu, sem þeir komust yfir, voru gerð úr beinum og
steinum; kofa sína, þar sem þeir höfðust við yfir hina
löngu vetrarmánuði tegldu þeir til úr klakahellum og
héldu sér þar furðanlega hlýjum; þeir veiddu sér dýr
til matar, en notuðu skinn þeirra til fata og tjaldskýla
á sumrum.
Á þessu tímahili lifði Eskimóinn lífi steinaldar-
mannsins, og vissi lítt hvað gerðist utan síns allra ná-
lægasta umhverfis; en ekki leið á löngu eftir að hann
komst í kynni við hinn hvíta mann, unz hann fékk byss-
ur, stálhnífa, te og tóbak og ýmislegt fleira þar fram
eftir götunum; þá fóru þeir að kynnast trúboðum, er
veittu þeim tilsögn í frumatriðum kristinna fræða.
Eskimóinn heldur sér næsta fast við sína frumstæðu
lífnaðarháttu; hann hefir lítt af veðurblíðu að segja, því
í raun og veru horfist hann í augu við kaldrifjaðan og
óvæginn vetur tíu mánuði ársins; en öðru hvoru lýsa
tindrandi norðurljósin upp íshafsnóttina svo að hún
minnir á dagbjarta veröld.
Þótt vetrarríki veiti Eskimóanum tíðum þungar bú-
sifjar, lætur hann slíkt ekki á sig fá; hann ann fjöl-
skyldu sinni hugástum, og nýtur í flestum tilfellum inni-
haldsríkrar lífshamingju; hann er vinhollur og greið-
vikinn hver, sem í hlut á; hann elskar land sitt út
af lífinu, þótt það fari ekki altaf um hann mjúkum
móðurhöndum; hann nýtur lífsins og hann hefir lært
að lifa, þrátt fyrir erfiðar aðstæður og óblíð kjör; hann
er hinn mikli æfintýramaður, sonur íshafsöræfanna,
sem trúir á töfra norðursins. —
Umhverfis Churchill er meiri blómgróður, en marg-
ur maðurinn gerir sér í hugarlund; í júlímánuði stend-
ur allur plöntugróður þar í mestum blóma; naumast
leysir fyr snjó á vorin í Churchill, en fyrstu villiblómin
teygja kolla sína mót degi og hækkandi sól; blómgróð-
ur sá, sem norðrið elur, er harðger og lætur engan bil-
bug á sér finna þótt svalviðri næði um hann á stund-
um; í norðrinu heldur það velli, sem hæfast er; hitt
verður úti.
Á síðari árum hafa risið upp mikil mannvirki að |
Churchill svo sem járnbrautarstöðin og kornhlaðan í
Merkileg Ijóðabók:
GENGIN SPOR
Gengin spor, Ijóð eftir Guð-
rúnu Árnadóttur frá Odds-
stöðum. — Útgefandi: Minn
ingarsjóður Hlöðvers Arnar
Bjarnasonar. — Rvík 1949.
Stöðugt eru einhverjir að
senda frá sér ljóðakver, — marg
ir, karlar og konur. Oft fá þess-
ar sendingar kaldar kveðjur,
enda eru þær ærið oft a. m. k.
veigalitlar. Þó er það víst, að
stundum eru kveðjurnar aðrar
en vera bæri, því tíðast eru þetta
alveg meinlausar bækur, en það
verður ekki með sanni sagt um
allar þær sögur, sem út koma og
engri andúð mæta. Einkum er
einhliða fordæming mjög var-
hugaverð, þar sem í hlut eiga
ungir höfundar. Þeim á að vísu
að segja til syndanna, en það á
að gera á þann hátt, að til leið-
beiningar megi verða. Slíkt er
greiði við ungan höfund.
En hér kemur það kver, hið
fyrsta frá hendi höfundar, sem
ég ætla að hvergi muni fá kald-
ar kveðjur. Tildrögin til útkomu
þess eru með þeim hætti, að þau
ein út af fyrir sig myndu girða
fyrir það. En tildrögin eru þau,
að móðir missir uppkominn
einkason sinn, hinn mesta at-
gerfis og efnismann, son, er hún
hafði unnað hugástum, og hann
móður sinni á sama hátt. Svo
var þessi ungi maður vel látinn,
að allir, sem hann þekktu, treg-
uðu hið sviplega fráfall hans. í
félagsskap jafnaldra sinna hafði
hann starfað mikið, og hann
hafði verið þeim ákaflega kær.
Þegar hann hvarf, fundu þessir
góðu drengir, að aldrei mundu
þeir geta gleymt honum; og af
því að þeir áttu hugsjón æsk-
unnar, fannst þeim þeir verða
að reisa honum þann minnis-
varða, að hann skyldi enn mun-
ast, þegar þeir væru ekki lengur
til þess að halda minningu hans
á lofti. Þeir stofnuðu sjóð til
minningar um hann, og af litl-
um efnum sínum (ungir menn
ráða sjaldnast yfir miklu fé)
hafa þeir síðan verið að efla
þann sjóð og vakað yfir honum.
Nærri má geta að slík tryggð og
ástúð snart syrgjandi foreldra
— foreldrana, sem staðið höfðu
yfir gröf allra sinna jarðnesku
vona og nú höfðu til einskis að
horfa annars en endurfunda í
nýrri veröld. Þá var það að móð-
gjöf að geta ort, hugkvæmdist
urinni, sem gefist hafði sú dýra
að hún kunni að geta lagst á
sveifina með þessum vinum son
ar síns. Hún safnar saman ljóð-
um sínum og lætur þeim í té
handritið að þeir gefi kvæðin
út sjóðnum til eflingar.
Þetta eitt er, eins og ég sagði,
nóg til þess, að um kaldar kveðj-
ur mundi með engu móti geta
verið að ræða. Þó að kverið væri
svo lítilsiglt, að ekkert væri lofs
vert hægt um innihald þess að
segja, þá mundi hverjum sæ,mi-
legum manni finnast, að það
minnsta, sem hann gæti gert,
væri að þegja.
En það er nú öðru nær en að
svo sé ástatt. Það vita nú allir
bóklæsir menn fyrirfram, jafn-
skjótt og þeir sjá nafn höfund-
arins. Þegar Borgfizk Ijóð komu
út fyrir réttum tveim árum,
seldust þau svo, að þau voru ein
af fremstu sölubókum ársins, og
það var ekkert sem meiri at-
hygli vakti en kvæði þau, er
Guðrún Árnadóttir átti í þeim.
Því kemur nú engum til hugar,
að lítil bók frá hennar hendi sé
með öllu ómerkileg, enda eru
hér öll þau kvæði, sem áður
komu í Borgfizkum Ijóðum,
enda þótt eitt þeirra sé nú að
finna sundurliðað innan um tvö
önnur.
Dýra gjöf, sagði ég. Það má
nú segja, því vart mun dauð-
legum manni gefast önnur gjöf
dýrmætari en sú „vammi firða
íþrótt“, sem gerir hann þess
megnugan að leggja sjálfa sorg-
ina fyrir fætur sér. Meira verð-
ur ekki að gert, því engan yfir-
gefur hún, sem hún hefir eitt
sinn heimsótt; hún fylgir honum
alla leið til grafar. En mikinn sál
arstyrk þarf til þess að geta út-
helt hjarta sínu í ljóðum, þegar
það flakir sundur í sárum. Þetta
hefir þó frá öllum öldum sum-
um mönnum verið gefið. Davíð
yrkir svo í sinni brennandi sorg,
að jafnvel í flatneskjulegri þýð-
ingu óbundins máls ganga orð
hans okkur enn í dag til hjarta.
Og Egill, ofurmennið sem bug-
ast hafði, rís úr rekkju sinni nýr
maður eftir að hafa létt á hjarta
sínu í ljóði. Nei, þessi kona er
ekki sú fyrsta, er svalað hefir
sér við þann Mímisbrunn, og
hún verður heldur ekki sú síð-
asta. Því bæði munu sorgir og
þessi íþrótt fylgja mannkyninu
á leiðarenda.
Þegar Borgfizk Ijóð komu út,
skrifaði ég nokkrar línur um
þau, og ég held að ég muni það
rétt, að þá segði ég, að vöggu-
kvæði Guðrúnar til þessa sonar
hennar væri eitt hinna fegurstu
í bókmentum okkar. Ég vissi
ekki þá, fremur en hún, að því
væri ólokið. Nú hefir hún lokið
því með þessu erindi:
Blundar þú vinur; í síðasta sinn
sat ég við hvíluna þína.
Strauk ég um höfuð þitt, köld
var þín kinn,
kringum þig, elskaði drengurinn
minn,
breiddi ég bænina mína.
í
Það skilst mér að vera hljóti
góðum gott að sofa umvafinn
í bæn móðurástarinnar.
Þau eru fögur og hjartnæm
sorgarljóð þessarar konu, og
mun ég ekki að öðru leyti taka
neitt upp úr þeim hér. Það er
hentast að menn lesi þau í heild
og samfelld. En nú mun hún
búin að reyna það til fulls, hve
gott það er, eins og hún hafði
áður komist að orði.
að geta kurlað kvöl í orð
og kallað það sinn auð.
Það segir sig sjálft, að ekki
muni yrkisefni Guðrúnar vera
tiltakanlega fjölbreytt eða lang-
sótt, en þó er vitanlega minstur
hluti bókarinnar til orðinn fyrir
sonarmissinn. Hún kveður því
um margt annað. En rétt er það
sama hver yrkisefni hún velur,
hún yrkir altaf af list — óskeik-
ulli list, ef ég hefi vit úm að
dæma. Og alls staðar sést, að
það er stolt kona, sem kveður,
kona sem aldrei mundi lúta að
lágu. Svo á það líka að vera.
Skammt mundi ljóðakveri
þessu endast til framdráttar
minn (sjálfsagt léttvægi) dóm-
ur, enda mun það skamma hríð
þarfnast hans. Ég ætla að fjöl-
margir eigi eftir um það að
dæma, sumir efalaust frammi
fyrir almenningi, en þó marg-
falt fleiri hið innra með sjálfum
sér og í viðræðum við nánustu
kunningja. Og það verða þeir
dómarnir, sem drjúgast draga
og lengst láta til sín segja. Minn
dómur er stuttlega og einfald-
lega sá, að kverið sé perla. Ekki
er okkur gefið að vita fyrirfram
um tölu hérvistardaga sjálfra
okkar eða annara, en hitt vitum
við, að enginn verður eldri en
gamall. Enga spádómsgáfu þarf
til þess að geta sagt það fyrir,
að hversu háum aldri sem Guð-
rún Árnadóttir kann að ná, þá
lifir það hana þetta ljóðakver
hennar. Sn. J.
TÍMINN
Færri sveitabæir fengu síma á
þessu óri en næstu ár á undan
Um næstu áramót verður kominn sími á rúmlega 29 þús.
sveitabœi eða aðeins tæplega á annan hvem bæ.
Landsímastjóri skýrði fréttamönnum frá helztu framkvæmdum
á vegum Landsímans á þessu ári í gær. Minna var um nýlagnir
en fyrr, vegna efnisskorts og lítilla fjárveitinga, og til fárra nýrra
framkvæmda var stofnað á árinu, nema bæta við notendasíma.
Helztu framkvæmdir bundnar efnispöntunum frá fyrri árum. Hins
vegar var unnið mikið að viðhaldi og endurbótum, enda lék síð-
asti vetur margar símalínur illa. Helztu framkvæmdir á árinu
voru þessar:
Notendasímni í sveitum.
Á þessu ári hafa verið lagðir
símar á 110 sveitabæi, en 50—70
bæir munu bætast við fyrir ára-
mót, ef veður leyfir og efni kem-
ur í tæka tíð. Eru þetta mun
færri bæir en lagður hefir verið
sími til árlega að undanförnu.
Stafar það af örðugleikum á
útvegun efnis, svo og af því, hve
vorið var kalt og sumarvinna
gat seint hafizt, en viðhald
landsímalínanna varð að ganga
á undan notendasímunum. Um
næstu áramót verða meira en
2900 sveitabæir komnir í síma-
samband, en það svarar til þess,
að rúmur helmingur allra sveita
bæja á landinu hafi fengið síma.
Hér þarf því að taka betur á, ef
duga skal.
Landsímálínur.
Lokið var við lagningu jarð-
síma milli Eskifjarðar og Nes-
kaupstaðar, en hún hófst 1946.
Nýir sæsímar hafa verið lagðir í
stað eldri sæsíma yfir firði á
Barðaströnd, og til viðbótar yfir
Steingrímsfjörð, Patreksfjörð og
Mjóafjörð (Isafjarðardjúpi).
Miklar endurbætur og viðgerð
ir fóru fram á aðallínunum, sér-
staklega á Vestur- og Norður-
landi. Mun hafa verið skipt um
2000 staura í stað fúinna eða
mikla, sem tekið getur til geymslu hálfa þriðju miljón
mæla hveitis; hafskipabryggjan er 1,855 fet á lengd, og
geta legið við hana fjögur skip í einu. Norðrið er í ör-
um uppgangi, og auðsuppsprettur þess nálega ótæm-
andi.
brotinna, svo og um 700 km. af
vír og mikinn fjölda einangrara.
Símakerfi í kaupstöðum.
í Reykjavík var haldið áfram
að setja nýja notendur í sam-
band við aukinn búnað sjálf-
virku stöðvarinnar. Samskonar
framkvæmdum var haldið áfram
í Hafnarfirði.
Nú bíða um 4000 nýir notend-
ur eftir síma í Reykjavík og
munu þeir verða að bíða lengi,
því að ekkert efni til stækkunar
sjálfvirku stöðvarinnar er í
pöntun, en afhendingarfrestur
er 2—3 ár, og svo þarf að byggja
við símahúsið áður en stækkun
er möguleg, en til þess hefir enn
ekki fengizt fjárfestingarleyfi.
Á Akureyri var haldið áfram
að endurbæta og auka símakerf-
ið vegna fyrirhugaðrar sjálf-
virkrar stöðvar, og er því verki
að miklu leyti lokið.
Auk þess hefir verið endur-
bætt línukerfið í Ólafsvík, Ólafs-
firði og Dalvík.
Fjölsímar.
Fjölsímasambandi var komið
á milli Selfoss og Vestmanna-
eyja, Borðeyrar og Patreksfjarð
ar, Borgarness og Stykkishólms.
Sjálfvirk símastöð á Akureyri.
Unnið hefir verið að uppsetn-
ingu sjálfvirkrar stöðvar á Ak-
ureyri. Voru stöðvartækin pönt-
uð 1946. Gert er ráð fyrir, að
stöðin geti tekið til starfa um
mánaðamótni maí—júní 1950.
Nýtt hús í Hrútafirði.
Á þessu hausti hefir verið lok-
ið við að steypa kjallara að nýju
póst- og símahúsi í Hrútafirði.
Hefir þessi framkvæmd lengi
verið í undirbúningi. Ofanjarð-
ar símalínurnar milli Reykja-
víkur og Hrútafjarðar verða
teknar niður, þegar húsið er kom
ið upp og nauðsynleg tæki kom-
in í það, og mun þá losna mikið
efni.
Loftskeytastöðin í Reykjavík.
Nýr sendir var settur upp fyr-
ir loftskeytastöðina í stað ann-
ars, er brann í nóvember 1947.
Stuttbylgjuþjónusta við skip er
nú að hefjast á ný, en hún hafði
legið niðri síðan í stríðsbyrjun.
Stuttbylgjusamband við
V estmannaeyjar.
Gengið var frá samningum um
kaup á ultra-stuttbylgjufjölsíma
tækjum til að koma á 9 sam-
böndum milli Vestmannaeyja
og Selfoss, en þaðan liggur jarð-
sími til Reykjavíkur. Er þetta
fyrsti liður í fyrirhuguðu stutt-
bylgjusambandi meðfram suð-
urströnd landsins til Austfjarða.
Aðaltækin koma ekki fyrr en
seint á næsta ári, en ýmsan und-
irbúning þarf að gera áður, með-
al annars leggja síma og raf-
taugar upp á Stóra Klif í Vest-
mannaeyjum og reisa þar lítið,
hús fyrir tækin, og er það verk
nú að hefjast.
Talstöðvar o. fl.
Nýjar talstöðvar voru settar
í 27 báta og um 50 ný viðtæki í
stað gamalla og úreltra. Miðun-
artæki hafa verið sett í 10 báta,
en mun fjölga á næstunni. Tal-
um. Ennfremur hafa verið leigð-
stöðvar hafa einnig verið settar
upp á nokkrum afskekktum bæj
ar loftskeytastöðvar í skip, þar
á meðal í 3 ný eimskip. Enn-
fremur hafa veriðsettar upp tal-
stöðvar á 7 verstöðvum til við-
bótar því, sem áður var komið
til öryggis- og neyðarþjónustu.
Lætur landsíminn þessar stöðv-
ar endurgjaldslaust í té.
Talstöðvum og radíóvitum hef
ir verið komið fyrir á ýmsum
stöðum samkvæmt ósk flugráðs
vegna innanlandsflugþjónust-
unnar.
Landsíminn hefir og sett upp
3 kw. talstöð á stuttbylgjum,
sem fengin er að láni frá nokkr-
ur erlendum flugfélögum, og hef
ir haldið uppi tilraunarekstri á
talsambandi við flugvélar í milli
landaflugi samkvæmt tilmælum
þessara flugfélaga.
Tálsímasamband við útlönd.
Sömu tækin og notuð hafa
verið fyrir talsamband við Ame-
ríku, voru á síðasta vori tekin
í notkun fyrir talsambandið við
Danmörku, og hafa bætt það
verulega.
í undirbúningi er að fjölga
ultrastuttbylgju samböndum
milli Gufuness og Keflavíkur-
flugvallar samkvæmt ósk al-
þjóðaflugþjónustunnar og verð-
ur því ef til vill lokið fyrir ára-
mót. TÍMINN, 18. des.
Gráðugur þorskur.
Maður nokkur í Noregi keypti
sér stóran þorsk á bryggjunni
og fór beint heim með hann til
að láta hann í pottinn. En hvað
skeður þegar hann slægði þorsk-
inn? í maganum voru 5 gylltir
hnappar af sjóliðsforingjabún-
ingi og þetta varð til þess að
þorskinum var hent beina leið í
forina. Það er trú manna að mak
ríllinn sé mannæta á styrjaldar-
árúm, en þorskurinn hefir hing-
að til ekki verið bendlaður við
þann ósóma, og vonandi að hann
verði það ekki, því það gæti
spillt markaðnum. Líklega hefir
það verið hégómagirni hjá þorsk
inum, að hann gleypti gljáandi
hnappana, því að fiskar eru ólm
ir í það sem gljáir.
JOHN J. ARKLIE
Opr.nmetrutt and Optician
(Eyes Examined)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE