Lögberg - 09.03.1950, Qupperneq 1
PHONE 21374
Cleaning
Inslilution
PHONE 21374
,oti i>"e
R«íáSísí>:_
Cleaning
Tnstitution
63. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MARZ, 1950
NÚMER 10
Gjaldeyrisástandið batnaði
ekki í síðastliðinum janúar
í lok janúar nam eign bankanna í erlendum gjaldeyri 38,5 milj.
kr., en þar koma til frádráttar ábyrgðarskuldbindingar þeirra,
sem námu 17,1 milj. kr. Nettoeign bankanna erlendis var þannig
21,4 milj. kr. í lok janúarmánaðar. Er hér í fyrsta skipið miðað
við nýja gengið á dollar og öðrum gjaldeyri, sem hækkaði síðast-
liðið haust.
2,8 milj. kr. aukning í janúar
Við lok desembermánaðar s.l.
áttu bankarnir 18,6 milj. kr. inn-
eign erlendis miðað við nýja
gengi fyrgreinds gjaldeyris, og
hefir gjaldeyriseignin þannig
aukist um 2,8 milj. kr. í janúar-
mánuði, án þess að gjaldeyris-
ástandið í heild batnaði, nema
síður væri. Varð tilfinnanleg
lækkun á inneigninni í punda-
gjaldeyri í mánuðinum.
Höfum fengið 56,2 milj. kr.
af Marshallfé
Framlög Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar í Washington
eru ekki innifalin í ofangreind-
um tölum. I lok janúarmánaðar
var búið að nota 64,8 milj. kr.
af Marshall-fé, auk Marshall-
lánsins, sem fór til sérstakra
nota.
Frá því að Marshalláætlunin
kom til framkvæmda og til miðs
árs 1949 hafa íslandi verið út-
hlutaðar 56,2 milj. kr. af Mars-
hallfé að meðtöldu skilyrðis-
bundnu framlagi í sambandi við
freðfiskútflutning til Þýzka-
lands — auk Marshall-lánsins.
Er því nú, auk þessarar upphæð-
ar, búið að nota 8,6 milj. kr. af
væntanlegu framlagi á árinu 1.
júlí til jafnlengdar 1950, sem
ekki er vitað fyrir víst, hve hátt
verður. Hér er miðað við doll-
aragengið, sem skráð hefir verið
síðan í september í haust, og er
40% hærra en eldra gengið.
Fréttatilkynning frá
Landsbankanum.
Mbl. 8. febrúar
Full starfræksla
hafin
Forseti þjóðeignajárnbraut-
anna, Canadian National Rail-
ways, Mr. Donald Gordon, hefir
lýst yfir því, að frá því um mið-
nætti í gær, komist starfræksla
téðra járnbrauta í sitt uppruna-
lega og eðlilega horf; eins og vit-
að er, var dregið úr starfræksl-
unni sem svaraði 25 af hundraði
vegna yfirvofandi kolaskorts, er
frá linkolaverkfalli í Bandaríkj-
unum stafaði; nú hefir sú deila
verið leyst eins og sagt er frá
á ritstjórnarsiðu þessa blaðs.
Innbyrðisáróður
Til þess að ná sér niðri á Tito,
æðsta valdsmanni Júgóslavíu, er
mælt, að Rússar hafi nú lagt svo
fyrir, að magna þannig innbyrð-
isáróður sinn þar í landi unz
þar komi, að stjórn hans verði
ekki lengur viðvært; hvort þeim
verður kápan úr því klæðinu
getur vitaskuld orðið álitamál.
Hólmjríður Daníelson
To Speak on CBC
Nefrwork March 15
Hólmfríður Daníelson will
speak on the CBC educational
program on Wednesday, March
15. She will be the last speaker
in the Coast to Coast series, en-
titled “My Own Mother”, and
Alþingi samþykkir
þátttöku í
Evrópuráðinu
Sameinað þing samþykkti í
gær með 35 atkvæðum gegn 8
að ísland skuli gerast aðili að
Evrópuráðinu. Greiddu kom-
múnistar atkvæði á móti málinu,
en barátta þeirra gegn því fór á
furðulegan hátt í mola.
Fulltrúi kommúnista fékk mál
inu margfrestað í utanríkisnefnd
og tvisvar sinnum var búið að
fresta afgreiðslu þess í samein-
uðu þingi vegna veikinda Finn-
boga Rúts Valdimarssonar. Nú
var hann enn fjarverandi og eng
inn kommúnisti treysti sér til að
mæla gegn málinu, enda þótt
Einar Olgeirsson hafi fengið
beiðni Rúts um að gera það fyr-
irfram. Bað Einar enn um frest,
en forseti kvaðst ekki geta frest-
að málinu öllu lengur en búið
var að gera.
Stefán Jóhann Stefánsson haf-
ði framsögu fyrir meirihluta ut-
the program will be broadcast «nríkisnefndar, og rakti hann
to the Western network from
CBW, (990 Kcs.) at 3:45 p.m.
central standard time.
Tilkynning
N
Seint á þessu ári eru liðin 75
ar, síðan fyrsti landnemahópur-
inn íslenzki lenti við strendur
Winnipegvatns í Manitoba, rétt
sunnan við þar sem bærinn
Gimli stendur nú, og nam þar
land norður og suður með strönd
inni.
I tilefni af þessum atburði
hafa nefndir hinna, árlegu ís-
lenzku hátíðahalda, Lýðveldis-
hátíð Ný-lslendinga, og Islend-
ingadagshátíð, Winnipeg, Sel-
hirk og Gimli íslendinga, komið
f®r saman um að leggja niður
þessi hátíðahöld á komandi
sumri, en í þeirra stað vinna
sameiginlega að einni hátíð, sem
helguð sé minningu hinna fyrstu
íslenzku landnema og landnámi
þeirra í Nýja-fslandi, í Mani-
toba, árið I875.
Tólf manna stjórnarnefnd hef
ir þegar verið kosin, og er hún
alla reiðu tekin til starfa. Nefnd
þesa skipa 6 menn úr íslend-
ingadagsnefnd Winnipeg íslend-
inga og aðrir 6 úr Lýðveldishá-
tíðarnefnd Ný-íslendinga.
Er það ósk og þrá nefndar-
manna allra þriggja, að þeim
takist að efna svo til þessa há-
tíðahalds, að það verði til sóma
íslendingum. og að dagurinn 7.
ágúst, á Gimli, þar sem ákveðið
hefir verið að mætast, megi
verða í senn ánægjulegur og
eftirminnilegur öllum, sem há-
tíðina sækja.
Jón Pálsson, skrifari
Brezka þingið seft
Þingið á Bretlandi kom sam-
an síðastliðinn mánudag, með
mikilli viðhöfn eins og venjulegt
er. Konungurinn las hásætis-
ræðuna, og var hún þannig úr
garði gerð af ráðuneytinu, að
gefa sem minst tilefni til and-
stöðu, því nú styðst Attlee-stjórn
in aðeins við sjö þingmanna
meirihluta. Samt sem áður
skýrði Mr. Attlee frá því á þingi,
að stjórnin myndi framfylgja
lögunum, sem þegar hefðu ver-
ið samþykt á þingi viðvíkjandi
því að þjóðnýta járn- og stáliðn-
aðinn. Þau lög ganga í gildi 1.
okt. næstkomandi.
Strachey ásakaður
um kommúnisma
Rt. Hon. John Strachey, sem
skipaður hefir verið ráðherra
hernaðardeildarinnar í brezka
ráðuneytinu, og sem hefir verið
falin rannsókn í málinu um upp
lýsingar er Rússar fengu um
atomsprengjur, hefir verið á-
sakaður í blöðum Conservative-
flokksins um það að hann sé
kommúnisti og sé því ekki hæf-
ur fyrir þá stöðu, sem hann skip-
ar.
Svar Stracheys er á þá leið,
að það hafi verið á almanna
vitorði að hann hafi verið hlynt-
ur kommúnistakenningunni á
árunum fyrir síðustu styrjöld, en
hann hafi aldrei tilheyrt flokkn-
um og hann hafi opinberlega af-
neitað honum og kenningum
hans árið 1940.
nokkuð sögu þess máls og þýð
mgu þess. Við atkvæðagreiðsl-
una greiddu kommúnistar at-
kvæði á móti og einnig Páll
Zóphóníasson, þrír Framsóknar-
menn sátu hjá, en sex þingmenn
voru fjarverandi. —Alþbl. 8. feb.
Jónas Haralz hagfræðingur
skilur við kommúnista
Hefur sagt sig úr flokki þeirra og samtímis
úr bankaráði Landsbankans
Gleymdar innstæður
Þessa dagana birtir Free Press
nöfn fólks, sem á innstæður í
bönkum í Winnipeg, er það virð-
ist hafa gleymt, því þeirra hefir
ekki verið vitjað í mörg ár.
Nema þessar innstæður samtals
mörgum þúsundum dollara.
Tveir bændur í Vopnafirði stórslasast
Voru í kaupsiaðarferð á dráltarvél, sem fór út af veginum
á svellbunka
Um hádegi í fyrradag varð það slys í Vopnafirði, að dráttarvél
með þremur mönnum á rann á hálku á veginum skammt innan
við þorpið, rétt utan við svo kallaðan Dranga, og meiddust tveir
mannanna mjög mikið, og var vitabáturinn Hermóður fenginn til
þess að flytja þá til Akureyrar.
JÓNAS HARALDZ hagfræðingur hefur sagt sig úr „Sósíalista-
flokknum“ og jafnframt lagt niður störf fyrir hann sem fulltrúi
flokksins í bankaráði Landsbankans. Skýrði hann frá þessu á
fundi bankaráðsins á föstudaginn, en þá var hann mættur þar
fyrir flokkinn í síðasta sinn.
Þessi frétt kemur þeim, sem
til þekkja, ekki á óvart. Það hef-
ur um þó nokkurt skeið verið
kunnugt, að Jónas Haralz væri
ekki talinn vera á hinni réttu
„línu“ í „Sósíalistaflokknum“,
og sjálfur mun hann ekki hafa
dregið neina dul á það, að hann
væri flokknum ósammála í ýms-
um höfuðstefnumálum, og bein-
línis andvígur hinni skilyrðis-
lausu þjónkun flokksins við ut-
anríkismálastefnu Rússlands.
Mun þessi ágreiningur hafa vald
ið því meðal annars, að Jónas
Haralz, sem var í kjöri fyrir
„Sósíalistaflokkinn“ við bæjar-
stjórnarkosningarnar í Reykja-
vík 1946, og þá kjörinn varamað-
ur flokksins í bæjarstjórn, og
við alþingiskosningarnar sama
ár í Suður-Þingeyjarsýslu, var
nú hvergi í kjöri fyrir hann við
alþingiskosningarnar í haust eða
við bæjarstjórnarkosningarnar í
janúar. En varamaður mun
hann hafa verið í miðstjórn
flokksins þar til hann sagði sig
úr honum.
Úrsögn Jónasar Haralz úr
„Sósíalistaflokknum“ mun vekja
athygli um land allt, ekki síður
en úrsögn Hermanns Guðmunds
sonar fyrrverandi alþingismanns
og formanns Verkamannafélags-
ins Hlífar í Hafnarfirði, sem
sagði sig úr flokknum í haust;
enda er hún enn ein sönnun
þess, ,að sjálfstætt hugsandi og
menntaðir menn geta ekki hald-
izt við í þeim flokki til lengdar.
Alþb., 12. feb.
Vill ekki fara heim
Tadensz Wrewiorowski, starfs
maður við pólska sendiráðið í
Ottawa hefir sagt upp stöðu
sinni, til þess að komast hjá að
vera sendur heim á ráðstefnu.
Hann segir að við sendiráð lepp-
ríkjanna sé margt fólk, sem
gegni því hlutverki að njósna
um starfsfólkið, hvort það haldi
fast við sína kommúnista-trú, og
finni það einhvern, sem því virð
ist vera vafasamur, sé hann
þegar sendur heim á „ráð-
stefnu“, og sjáist aldrei framar.
Síðan 1946 hafa fimm starfs-
menn við pólska sendiráðið í
Ottawa sagt skilið við það.
Mennirnir, sem fyrir slysinu
urðu, voru Páll Metúsalemsson,
bóndi að Refsstað, og Sæmund-
ur Grímsson, bóndi að Egilsstöð-
um, bæjum undir fjöllum, aust-
an Hofsár, nokkuð innan við
fjarðarbotninn. Eru þeir ná-
grannar og mágar. Þriðji mað-
urinn var Björn Metúsalems-
son á Svínabökkum, bróðir Páls.
Voru þeir í kaupstaðarferð til
V opnafj ar ðarkauptúns.
Slyssiaðurinn
Er þeir voru á hæð einni
skammt innan við þorpið, rann
Ferguson-dráttarvél, sem þeir
voru á á hálku á veginum og
fór út af. Valt hún niður í grýtt-
an hvamm, sem er neðan við
veginn, og með henni þeir Páll,
sem ekið hafði, og Sæmundur,
er sat aftan á. Meiddust þeir báð
ir mjög mikið. Björn, sem einnig
sat aftan á, losnaði hins vegar
við vélina um leið og hún valt,
og meiddist hann ekkert.
Björn hljóp þegar inn í þorp-
ið. I yztu húsunum voru aðeins
konur, en þær brugðu við og
flýttu sér á slysstaðinn til þess
að hjúkra mönnunum, eftir því
sem föng voru til. Voru þeir síð-
ar fluttir í þorpið á bíl, sem
Björn náði í.
Hællulega slasaðir
Læknirinn á Vopnafirði veitti
hinum slösuðu mönnum aðbún-
að eftir föngum og vakti hann
yfir þeim í fyrrinótt. Taldi hann
þá báða beinbrotha og tvísýnt
um líf þeirra. Er Björn einkum
laskaður í baki og brjósti, en
mjaðmargrindin í Páli löskuð.
Leið þeim mjög illa í fyrradag.
Hermóður fenginn iil hjálpar
Vopnfirðingar sneru sér til
Halldórs Ásgrímssonar alþingis-
manns í Reykjavík um útvegun
flutningatækis til þess að koma
hinum særðu mönnum í sjúkra-
hús. Tókst honum fyrir meðal-
göngu Pálma Loftssonar, for-
stjóra skipaútgerðar ríkisins, að
fá vitabátinn Hermóð, sem stadd
ur var fyrir Austurlandi til
þess að flytja þá til Akureyrar.
Náðist fljótlega samband við
Hermóð, og kom hann til Vopna
fjarðar í gærmorgun. Hélt af
stað til Akureyrar um klukkan
hálf-tíu í gærmorgun. Leið
mönnunum þá ekki verr en
áður. TÍMINN, 18. jan.
Ganga af fundi
einu sinni enn
Fulltrúi Rússa í alþjóða barna
hjálparnefnd Sameinuðu þjóð-
anna, gekk af fundi á mánudag-
inn vegna þess að fulltrúi
Nationalista-stjórnar Kína var
viðstaddur. Eins og vænta mátti
gengu einnig af þingi fulltrúar
leppríkjanna, Póllands og
Czechoslovakiu. Rússar hafa
fimtán sinnum áður notað þessa
útgönguaðferð til þess að sýna
vanþóknun á því, að kommún-
istum í Kína hefir ekki verið
veitt sæti á þingi Sameinuðu
þjóðanna.
fsland hefir alls fengið 13.2
millj. dollara af Marshallfé
Mrs. V. J. Eylands
íslenzkt
kynningarkvöld
Mrs. V. J. Eylands flytur ræðu
á samkomu, sem haldin verður
á vegum Manitoba háskólans á
mánudagskveldið, 13. marz í
School of Music Centre, 200
Memorial Boulevard. Ræðuefnið
er „Ársdvöl mín á lslandi“. Enn-
fremur verða þar sungin og leik-
in á hljóðfæri lög eftir íslenzk.
tónskáld. Þessir taka þátt í kynn
ingarkvöldinu: Mrs. Pearl John-
son, söngkona; Miss Thora Ás-
geirsson, píanóleikari og strok-
kvartett — Palmi Palmason,
William Worbeck, Allan Beck
og Harold Jonasson.
Forseti háskólans, Dr. A. H. S.
Gillson, verður samkomustjóri.
Konurnar verða klæddar ís-
lenzkum búningum og íslenzkir
munir og málverk verða til sýn-
is.
Leitinm hætt
Leitinni að Bandaríkjaflug-
vélinni, sem týndist 26. janúar
með 44 manns, í Yukon hefir nú
verið hætt. Fleiri flugvélar tóku
þátt í þessari leit en nokkur
dæmi eru til í sögu Canada.
Á seinna misseri ársins 1949
hefur efnahagsamvinnustjórnin,
ECA, ákveðið að láta íslandi 1 té
4.9 millj. dollara. Er gert ráð fyr-
ir að 2.9 milljónir dollara séu
framlág án endurgjalds en 2
milljónir lán.
Á þriðja ársfjórðungi var ekki
farið að nota þessi Marshall-
framlög, þar eð þá var ekki full-
notað 2.5 milljón dollara fram-
lag án endurgjalds, er veitt var í
apríl 1949. Nýjar innkaupaheim-
ildir voru gefnar út af ECA, að
upphæð 2.110.000 dollara, frá
júlíbyrjun til septemberloka. Á
sama tíma fengu innflytjendur
heimilidir til vörukaupa, er sam-
tals námu 1.409.389 dollurum eða
9.144.121 krónum miðað við
eldra gengi.
Samkvæmt farmskírteinum
voru flutt inn á þriðja ársfjórð-
ungi 5152 tonn af vörum frá
Bandaríkjunum, en þar af voru
4050 tonn eða 78.6% greidd af
Marshallframlögum.
Síðan efnahagssamvinnan, sem
kennd er við Marshall, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, hófst,
hefir íslandi verið úthlutað 13.2
millj. dollara. í septemberlok
var þó efnahagssamvinnustjórn-
in ekki búin að greiða meira en
6.241.424 dollara fyrir vörur til
íslands. Af þessari upphæð voru
441.424 dollarar framlag án end-
urgjalds, og var samsvarandi
upphæð, 2.721.116 krónur, að frá-
dregnum 5%, lögð í mótvirðis-
sjóð, sem geymdur er á nafni
ríkissjóðs hjá Landsbanka ís-
lands. (Frá ríkisstjórninni).
—Vísir, 5. jan.
Fjérsöfnun
Um þessar mundir stendur yf-
ir fjársöfnun til afnota fyrir
Rauða Kross félagsskapinn i
Canada, og er ákveðið að safna
í heild fimm miljónum dollara;
skerfur sá, sem farið er fram á
að íbúar Manitobafylkis leggi
til, skal nema þrjúhundruð þús-
undum dollara, söfnuninni hefir
miðað sæmilega áfram, þó sýnt
sé að betur megi ef duga skal.
Kornið fyllir mælirinn; það, sem
mest veltur á, er að sem allra
flestir leggi eitthvað af mörkum,
því margt smátt gerir eitt stórt
Jóhannes
Jóhannesson fyrv.
bæjarfóget’i látinn
Jóhannes Jóhannesson fyrver-
andi bæjarfógeti, andaðist að
heimili tengdasonar síns, Berg-
sveins læknis Ólafssonar, aðfara
nótt þriðjudags s.l.
Jóhannes heitinn var fæddur
17. jan. 1866 og því 84 ára að
aldri. Hann lét af bæjarfógeta-
störfum þegar embættinu var
skift í árslok 1928, hætti þing-
mensku árið 1931.
Um langt skeið var hapn í
fremstu röð dómara og stjórn-
málamanna þjóðarinnar sem
kunnugt er, gáfaður mannkosta
maður, er lengi verður minst í
stjórnmála- og > framfarasögu
landsins.
Síðustu missiri var hann far-
inn að heilsu. Hann andaðist í
svefni. Mbl. 8. feb.