Lögberg - 09.03.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.03.1950, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MARZ, 1950 loabrrg Gefif' út hvern fimtudag at THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA ! tnnnskrift ritstjóran* EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyriríram rhe "UÖBberg ’ ls printed and publiehed by The Coluinbi 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Car , % Authorized as Second Class Mail, Post Office Departiu* Viðbúnaðar hafinn að hótíðaha di Eins og þegar hefir verið oftar en einu sinni vikið að, verða á komanda hausti liðin sjötíu og fimm ár frá þeim tíma, er íslendingar festu varanlega bygð í Vestur- Canada; bygðarlagið skaut rótum fram með ströndum Winnipegvatns; aðkoman var köld, því hinn kaldrifjaði Manitobavetur var í þann veginn að ganga í garð. Land- nemarnir voru lítt við slíkum vetri búnir; flestir komu svo að segja allslausir af jarðneskum fríðindum, þótt þeir á hinn bóginn flytti með sér arfgengan kjark, er stappaði í þá stálinu hvernig, sem viðraði og hvað, sem á móti blés; saga landnámsmannanna hefir þegar verið skráð, og er þegar öllum þorra manna kunn; af- kvistun vegna bóluveikinnar og annara aðsteðjandi tor- tímingarafla var átakanleg, og má það í rauninni til kraftaverka teljast, að stofninn skyldi ekki með öllu líða undir lok; en hér sannaðist sem oftar hið forn- kveðna, að það heldur velli, sem hæfast er; að norrænn baráttuhæfileiki stóðst með heiðri hvaða prófraun, sem við var að etja án þess að blikna eða blása í kaun. Mannraunasaga íslenzku frumherjanna við Winnipeg- vatn snerist upp í glæsilega sigursögu, er varpa mun síhækkandi bjarma á hinn íslenzka kynstofn í aldir fram. — Nú er í ráði, að sjötíu og fimm ára afmælis hins varanlega landnáms verði minst með fjölbreyttu og virðulegu hátíðahaldi á Gimli þann 7. ágúst næstkom- andi; víðtækur undirbúningur hefir þegar verið hafinn að undirbúningi hátíðahaldsins, eða hátíðahaldanna, og gæti undirbúningsnefndin vel tekið sér til fyrirmynd- ar í því efni hin ógleymanlegu hátíðahöld að Mountain, er íslendingar í North Dakota mintust hálfrar aldar landnáms síns, en þá var skemtiskrá eigi tæmd á ein- um degi. Alveg sérstakt fagnaðarefni er það, að íslendinga- dagsnefndir Winnipegbúa, Gimlibúa, Selkirkbúa og Lýðveldishátíðarnefnd Norður Nýja íslands, hafa tekið höndum saman, og vinna nú sem ein sál að undirbún- ingi hinnar væntanlegu stórhátíðar á Gimli; er í þessu falið hið fegursta samræmi, er teljast má fagur forboði aukins samstarfs innan vébanda hins fámenna og dreifða þjóðarbrots okkar hér um slóðir. Vel til fallið yrði það, og setti að sjálfsögðu eftir- minnilegan og virðulegan svip á áminst hátíðahald, ef þangað yrði boðið sendifulltrúa frá íslandi úr hópi rit- höfunda, stjórnmálamanna eða kennimannastétt þjóð- arinnar, því þar er úr nógu að velja; mun víst mega telja, að nefndin hafi þegar tekið slíkt til yfirvegunar; en það liggur jafnframt í augum uppi, að Vestur-íslend- ingar sjálfir stæði að öllu leyti straum af þeim kostn- aði, sem slíku heimboði yrði samfara; annað gæti ekki komið til mála. Naumast verður efast um það, að íslendingar yfir- leitt, jafnt einstaklingar sem félög, veiti áminstri há- tíðanefnd alla þá aðstoð, er framast má verða og létti undir með störfum hennar á allan hugsanlega hátt, því þetta er metnaðarmál allra íslendinga jafnt hvar, sem þeir eru í sveit settir, hvort heldur er í borg eða bygð. Karlakór fslendinga í Winnipeg skemti tíðum á Gimli og víða annarsstaðar með íslenzkum söngvum og vann með því mikið og þarft þjóðræknisverk; hann hefir nú því miður legið í dái upp á síðkastið. Væri ekki hugsanlegt að endurvekja þennan söngflokk við allra fyrstu hentugleika og fá hann til að skemta á landnáms- hátíðinni? Slíkt yrði vafalaust þéigið með þökkum og metið að verðleikum; þetta er aðeins eitt dæmi af mörg- um, sem komið gæti til íhugunar. Minning íslenzkra frumherja í þessu landi krefst þess, að ekkert verði til sparað, að gera landnámshá- tíðina sem allra virðulegasta og eftirminnilegasta. ★ ★ ★ Verkfallsdeila leyst Eftir langa mæðu hefir verkfallsdeilan mikla í Bandaríkjunum, sem frá kröfu þeirra manna, er í lin- kolanámum þjóðarinnar störfuðu um aukna kauphækk- un og ýmis önnur fríðindi, verið að lokum leyst; hún hafði staðið yfir í nálega níu mánuði, en nokkurn hluta þess tíma unnu námumenn þrjá daga í viku, unz vinna stöðvaðist með öllu; leiddi þetta til þess öngþveitis, að hinni efnahagslegu afkomu þjóðarinnar var að verða stórhætta búin; um þrjú hundruð og sjötíu og fimm þúsundir manna tóku þátt í verkfallinu; tilfinnanlegur kolaskortur var farinn að sverfa að þjóðinni, og margar greinar iðnaðarins lágu við hruni, svo sem stáliðnaður- inn; áhrifa verkfallsins varð einnig ábærilega vart í Canada, einkum í Ontario og Quebec. Leiðtogi námumanna, John L. Lewis, fékk fram- gengt svo að segja öllum kröfum sínum; kaup námu- manna var hækkað um 75 á dag, og nemur nú $14.75 á dag; auk þess gengu námueigendur inn á það, að greiða í velferðarsjóð námumanna 30 cent af hverri smálest kola, og eins hitt að samtakaréttur þeirra yrði að fullu trygður. Stjórn Bandaríkjanna skipaði námumönnum að taka upp vinnu, án þess að slíkt bæri árangur; voru þá samtökin sökuð um lítilsvirðingu gagnvart réttinum, en síðar sýknuð af þeirri ákæru; við það breyttist veður í lofti, samningar tókust brátt; svo fór með sjóferð þá. Daphne du Maurier— höfundur „Rebekku" HALLGRÍMUR JÓNSSON: Harpa „Eg hefi andstyggð á borgara- lífinu, sífelldum skemmtunum og stórum samkvæmum. Eg er ekki í neinum stjórnmálaflokki, en er sannfærð um að rót alls ills í heiminum er í sjálfselsku mannanna. Eg er viss um að hægt er að búa til góð lífskjör, vera gæfusamur og gera aðra gæfusama, án þess að skipa sér í dæmandi sess og prédikunar- stól gagnvart öðrum.“ Þessi ummæli Daphne du Maurier — hinnar heimsfrægu bresku skáldkonu, sem skrifað hefir „Rebekku“ og ýmsar aðrar miklar sölubækur — lýsa henni vel. Hún lifir óbrotnu og kyrr- látu lífi ásamt manni sínum og börnum, í fallegu húsi í Corn- wall. Þar kann hún best við sig — langt frá ryki og ærslum stór- borganna, samkvæmisskyldum og fjölmenni. Ritstörfin ganga af sjálfu sér og starfdagur hennar hlýtur að tæta í sundur allar tálskoðanir þeirra, sem halda að rithöfudur- inn sé einhver merkileg mann- eskja, sem lifi í annarlegum heimi, dreymandi, taugaspennt- ur og geti aðeins starfað þegar hann fær innblástur. Daphne du Maurier skrifar frá 9 til 13 og 14 —16 á degi hverjum, alveg eins og skrifstofustúlka. Með þessu móti tekst henni að semja skáld- sögu á þrem mánuðum. Vinnu- stofan hennar í Menabilly — en svo heitir húsið — er afar íburð- arlaust: borð: ritvél og stóli eru öll húsgögnin og á þilinu er stórt landabréf. Að öðru leyti er ekk- ert í herberginu. Hér hafa flestar bækur hennar orðið til. Hún byrjaði ritstörfin 1928—eða svo stendur í rithöf- unda lýsingunum, en eiginlega hafði hún ýmislegt á samvisk- unni fyrr. Sjálf segist hún hafa byrjað að skrifa ljóð og smásög- ur þegar hún var 19 ára, þ. e. a. s. árið 1926. En fyrsta skáldsaga hennar kom út 1931 og hét „The Loving Spirit“ og svo rak hver bókin aðra. En „Rebekka“, sem gerði hana heimaÉwega kom út árið 1938. Vegna þeirra, sem lesið hafa „Rebekku“ eða séð kvikmyndina og langar til að kynnast skáld- konunni betur, er rétt að nefna hér fyrst þær tvær bækur, sem hún hefir skrifað um ættfólk sitt, nfl. „Gerald“, sem fjallar um föður hennar, og „The du Mauriers“, sem segir frá du Mauriers-ættinni, er hefir átt svo margt gáfufólk — höfunda, leikara og listamenn. Ættarsaga þessi er einkum athyglisverð aftur til föðurfóð- ur skáldkonunnar, George du Maurier, sem varð heimsfrægur listamaður. í meir en 35 ár teikn- aði hann hinar frægu skopmynd- ir sínar í Punch og gaf þessu fræga blaði snið, sem allir könn- uðust við — sambland kniplinga og ilmjurta, ást landflótta fólks og sárri heimþrá þess. Skáldsög- urnar þrjár, sem hann samdi, eru með sömu einkennum. (Ein þeirra var Trilhy, sem kunn er í leikformi hér). Tveir synir George héldu á- fram í sömu átt. Guy majór var hermaður, en skrifaði bækur í tómstundunum, m. a. „An Englishman’s Home“. Hinn son- urinn, Gerald, varð frægur leik- ari í Englandi. Þeir sem vilja kynnast honum nánar ættu að lesa hina fallegu bók, sem Daphne hefir skrifað um föður sinn. Daphne er fædd í London 13. maí 1907. Hún ólst upp í heima- húsum ásamt tveimur systrum sínum. Þegar hún var 18 ára dvaldi hún eitt missiri í París. Hún las mikið enskar og fransk- ar bókmenntir og fór að skrifa sjálf. Fyrstu áhrifin sem hún varð fyrir voru frá Katherine Mansfield, Mary Webb og Guy de Maupassant. Árið 1932 giftist hún ofurstan- um Frederick A. Montague Hver fetar svo létt heim að fenntum bœ og fingrunum drepur á glugga? Hver horfir glóeyg á hélu og snæ og hvíslar með sumar-radda blæ að nepju óg nœtur skugga: Kveðjið! Eg kem til að hugga? Hver heilsar í dyrum, svo hýr á kinn, að hálf-feimnum bregður sveini? Hver gengur blómkrýnd í bœinn inn og breiðir út geislafaðminn sinn, svo Ijós rœður hverju leyni, og dofa dregur úr meini? » Hver kyssir barnið, svo konan hlær? Hver strýkur tár þess, er grét í gær? Hver grípur strenginn, svo amman fær roða og rós á vanga? En nótt sígur dimm fyrir dranga. Hún Harpa er svo hjartagóð að hugga og gleðja alla. Hún breytir myrkri í geisla glóð og gulli stingur í bóndans sjóð við sœinn og fram til fjalla. Vaki þér! Vordísir kalla! Alþýðuhelgin Browning, sem 1941 varð hers- höfðingi, — sá yngsti í breska heimsveldinu. Þau eiga þrjú börn: Flavi, Christian og Tessa heita þau. Á stríðsárunum bjó Daphne í smáþorpi í Kent; þar gekk hún undir nafninu frú Browning en annars gengur hún jafnan undir nafninu Daphne du Maurier. Maður hennar sagði einhverntíma við hana, að hún mundi ekki verða frægur höf- undur fyrr en hún hefði samið „hamingjubók um hamingju- samt fólk.“ „Stundum hald ég að hann hafi rétt fyrir sér, erí ég get ekki átt neitt við það,“ sagði Daphne. Nú er hún orðin fræg, en það hefir ekki stigið henni til höfuðs fremur en fríðleikur hennar. Hún er einkar fríð kona og vel vaxin og hefir hreinan svip. Hún er hæversk og hæglát og hefir mest yndi af að reika úti í nátt- úrunni og gera athuganir á fuglalífi, eða þá að hugsa um garðinn sinn. Sveitalífið er henni fyrir öllu og hún getur ekki hugsað sér að eiga heima í borgum. Hún les mikið, en helst sem minnst af nýtískuhöfundum. ,.Eg vil heldur lesa Jane Austen, Anthon Trollope og Robert Louis Stevenson,“ hefir hún sagt. Árið 1938 greiddi Hollywood 10.000 pund fyrir kvikmynda- réttinn að Rebekku. Laurence Olivier og Joan Fontaine léku þar saman og myndin flaug um alla veröldina. Hinn alkunni kvikmyndaleik- stjóri Alexander Korda greiddi fyrir tveimur árum 65.000 pund fyrir kvikmyndaréttinn að, „Hershöfðingi konungsins“, sem er ein af síðustu sögum Daphne du Maurier. Það er hæsta þókn- unin, sem greidd hefir verið fyr- ir kvikmyndarétt í Bretlandi. Bækur Daphne du Maurier eru seldar í milljónum eintaka um allan heim. í Bandaríkjun- um einum seldust yfir milljón eintök af „Hershöfðingja kon- ungsins" á þrem mánuðum. Hún græðir svo mikið sem hugsan- legt er að græða á pennanum sín um, en skattarnir fara líka eftir því. Af þeim 30.000 pundum, sem Hollywood greiddi fyrir kvik- myndinn að „Frenchman’s Creek“ komu 3.000 pund í henn- ar vasa þegar skattar og önnur gjöld höfðu verið greidd. En í augum Daphne du Maur- ier eru peningarnir ekki aðal- atriðið. Hvort sem hún hefði 1.000 eða 100.000 punda árstekj- ur mundi hún halda áfram að lifa sínu óbrotna og kröfulitla sveitalífi, 1 samvistum við nátt- úruna. Hún er nefnilega fyrir löngu komin að raun um, að það dýrmætast í lífinu fáist ekki keypt fyrir peninga. —Fálkinn Mikill skortur á hjúkrunarkonum í landinu 15% starísliðs Ríkisspítalanna útlent Hjá ríkisspítulunum hefur að undanförnu verið mikill skortur á hjúkrunarkonum. — Hafa þeir nú fyrir skemmstu auglýst eftir 18 hjúkrunarkonum, þar af 10 á Landspítalann og 8 á Kleppi. Um áramótin síðustu störfuðu alls 60 hjúkrunarkonur hjá Rík- isspítulunum svo auðsætt er hve hjúkrunarkvennaskorturinn er gífurlegur. Að vísu ber þess að geta að á árinu sem leið tók ný deild til starfa við Landspítal- ann, þar sem fæðingardeildin nýja var, útheimti hún nokkura fjölgun hjúkrunarkvenna. Sömu leiðis er í vændum að ný deild taki til starfa að Kleppi, er krefst aukins hjúkrunarliðs. Að því er Guðmundur Gests- son framkvæmdarstjóri Ríkis- • spítalanna tjáði Vísi, er mjög mikill skortur á hjúkrunarkon- um í landinu yfirleitt og kvaðst hann ekki annað sjá en brýna nauðsyn bæri til að stofna hér hjúkrunarkvennaskóla þegar í stað. Starfsfólk við Ríkisspítalana, þ. e. starfsfólk og hjúkrunarkon- ur, var um síðustu áramót um 300 talsins, og mun vera eitt- hvað áþekkt nú. Af þessu fólki eru yfir 40 útlendingar og þar af 20—30 þýzkar starfsstúlkur, sem starfa við hina ýmsu Ríkis- spítala. Þannig munu um 15% starfsliðsins vera útlendingar. VÍSIR, 30. des. Jóhann Philip Markússon F. 13. maí 1891 — D. 20. febrúar 1950. þeir brunuðu áfram eins og reyrbátar, . . . Dagar mínir voru skjótari en hraðboði Dagar mínir voru fljótar burt flognir en vefjarskyttan . . . Svo mætti hver maður segja, sem um aldur fram hverfur þessu lífi, — og einnig mætti eigna þau orð vini vorum Jó- hanni Philip Markússyni, því ekki náði hann háum aldri eftir vanalegum mælikvarða lífsins. Ævibraut hans varð styttri og dagar hans færri en vinir hans höfðu von um. Hann hvarf þessu lífi snögglega og án fyrirvara þann 20. febrúar af hjartabilun, fimmtíu og átta ára að aldri. Og vinir hans, hinir mörgu, fréttu andlát hans með miklum sökn- uði og djúpri sorg. Hann var fæddur 13. maí 1891 í Winnipeg. Faðir hans var Jón Markússon, sem lifir son sinn, háaldraður orðinn, ættaður frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði, bróðir Magnúsar skálds Markús- sonar og hálfbróðir Margrétar Björnsdóttur, móður þeirra Pét- urssons-bræðra, Björns sál., Dr. Rögnvaldar sál., Ólafs og Hann- esar. Móðir hans var Margrét Rakel Jóhannesdóttir ættuð úr Skagafirði, og sem nú er dáin fyrir ellefu árum. Hún dó í apríl mánuði 1939. Auk föður hans lifir hann einkasystir hans, Engilráð, ekkja Páls heitins org- anista Dalmans. Einnig lifir hann kona hans, Guðrún Ásta Helgadóttir ættuð frá Reykja- vík á íslandi. Þau giftust 2. maí 1914, og í þau tæplega 36 ár, sem þau bjuggu saman var hjóna- band þeirra hið ágætasta í alla staði. Þau eignuðust engin börn og drógu hjúskaparböndin þau þess vegna, ef nokkuð, enn fast- ar saman. „Joe“, eins og allir vinir hans kölluðu hann, sem þektu hann bezt, ólst upp í Winnipeg og gekk þar í skóla, en byrjaði snemma að vinna fyrir sér. Hann var hárskeri og lengi nokkuð rak hann þá iðn í sinni eigin stofu. En seinna fór hann að fást við húsabyggingar og sölu á fasteignum og tókst með á- gætum á því sviði. Aðkenning að heilsuslappleika gerði vart við sig fyrir um 14 árum og varð hann $á að hætta við hárskera- stofu sína, og seldi fyrirtækið. Hann hélt þó áfram með húsa- byggingar sínar. Tvisvar á því tímabili ferðuðust þau hjónin suður til California að leita hon- um heilsubótar, og var hann bú- inn að ákveða að ferðast þangað Jóhann Philip Markússon aftur í vor, því honum hafði fundist það gera sér gott. Veðr- áttan og sjávarloftið fanst hon- um eiga betur við sig en kuld- arnir hér. En dagar hans voru burtflognir orðnir, „þeir þrun- uðu áfram eins og reyrbátar þeir voru skjótari en hraðboði". Hann fékk snöggt kast um helg- ina og á mánudaginn, 20. febrú- ar, var hann horfinn þessu lífi. Árið 1930 ferðuðust þau hjón- in heim til íslands, og auk þess að vera viðstödd hátíðahöldin miklu, ferðuðust þau um landið og hittu marga vini og ættmenni, og áttu þar margar skemtilegar og ánægjuríkar stundir. „Joe“ var glaður í lund og góð- menni hið mesta. Hann tók al- drei mikinn þátt í félagsmálum, og hefir það án efa verið vegna heilsuleysis og óstyrks, því hann var félagslyndur í eðli sínu. Honum þótti altaf vænt um að hitta vini og kunningja og tala við þá um áhugamál sín og þeirra. Eins og áður er getið, kvaddi hann þetta líf, 20. febrúar, snögg lega og án fyrirvara, og allir vin- ir hans fréttu andlát hans með mikilli sorg og eftirsjá. Hann var jarðsunginn 22. febrúar, að miklum fjölda fólks viðstödd- um. Þeir séra Valdimar J. Ey- lands og séra Philip M. Péturs- son fluttu kveðjuorðin. Kveðju- athöfnin fór fram frá útfarar- stofu Bardals og var jarðsett í Brookside grafreit. Megi blessun Guðs fylgja hin- um látna vini. Philip M. Péiursson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.