Lögberg - 09.03.1950, Side 7

Lögberg - 09.03.1950, Side 7
7 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MARZ, 1950 NÝÁRSRÆÐA FORSETA ÍSLANDS: „íslenzka moldin hefir beSið í Þúsund ór að vel væri með hana farið" „Nú er kostur á þekkingu vísindanna og góðri tækni til þess að gera þetta vel“ Er ég renni huganum yfir árið, sem nu er liðið, árið 1949 vil ég fyrst nota tækifærið til þess að endurtaka þakkir mínar fyrir það traust, sem mér hefir verið sýnt, er ég á árinu var endurkjör- inn forseti um nýtt kjörtímabil, án atkvæðagreiðslu. Á árinu var Alþingi rofið og efnt til nýrra kosninga rúmu misseri áður en lokið var kjör- tímabilinu. Þjóðinni gafst tæki- færi til þess að gefa nýkjörnum alþingismönnum nýtt umboð til þeirra ábyrgðarmiklu starfa sem á Alþingi hvíla. Þrátt fyrir orð og umæli, sem falla í blöðum og á fundum við undirbúning slíkra kosninga — og sum þeirra fela því miður ekki í sér skýringar á málunum og rök fyrir réttum málstað— þá gefst þó sérstakt tækifæri, við undirbúning Al- þingiskosninga, til þess að varpa ljósi á áhugamálin og vandamál- in frá fleiri hliðum en einni. Hugsandi menn fá með því betra tækifæri en oft ella til þess að mynda sér rökstudda skoðun um velferðarmál þjóðarinnar. Sú skoðun, sem hver einstakur kjós- andi myndar sér með hugsun og nokkurri fyrirhöfn ætti að vera meira virði en ef menn ganga beint af augum í tröllatrú á það, að fyrirhafnarminnst sé að láta aðra menn, hérlenda eða er- lenda, hugsa fyrir sig. Að vísu hvílir það á forystumönnum á stjórnmálasviðinu að halda mál- um vakandi og benda á færar leiðir. En algert frelsi kjósend- anna til þess að velja og hafna á vissu árabili, er traustur grund- völlur undir sönnu lýðræði. Og þrátt fyrir ýmsa annamarka á lýðræðisstjórn, eins og vér bú- um við, virðist ekkert stjórnar- fyrirkomulag betra eða örugg- ara um almenn mannréttindi og um réttindi og skyldur einstakra þjóðfélagsborgara en þetta lýð- ræði. Mörgum hefir orðið tíðrætt um árferðið 1949. Haustið var að vísu gott. En veturinn var harð- ari og lengri en um mörg ár undanfarið; sumarið votviðra- samt, hér sunnan lands og vest- an í öllu falli. Síldveiðin norð- an lands brást ennþá einu sinni. Ótti fyrir verðfalli á framleið- sluafurðum til útflutnings. Er þar við bætist verðbólga og dýr- tíð, og svo það, sem mönnum er nú tamt að nefna vöntun á jafn- vægi í fjármálum og efnahags- málum þjóðarinnar. Leiðir af þessu að minningarnar um liðna árið verða ekki eins glæsilegar og margir mujidu óska. Vér vitum og öll, að framund- an eru fyrir oss íslendinga eins og aðrar þjóðir, átök sem mikið veltur á hvernig oss tekst um. Meiri framleiðsla, aukin vinna á því sviði, meiri sparnaður ein- staklinga og þess opinbera. Slík orð má heyra úr öllum áttum um Oiá heyra úr öllum áttum um skilyrði þess að koma málum svo að öryggi skapist um afkomu 1 framtíðinni. Eg hygg að fyrir °ss liggi að ganga líkar brautir. Og ég vona það og óska að vér reynumst'ekki eftirbátar annara Þjóða um að koma skipulagi á efnahagsmál vor og fjármál inn á við og út á við. Það er verkefni stjórnar og Þings að finna leiðirnar, og mun ég ekki fara út í þá sálma. En við þetta tækifæri á ég sér- staka ósk. Hún er sú, að land- búnaðurinn megi skipa þann sess, sem oss er nauðsynlegt að hann geri í því upp byggingar- starfi, sem er framundan. Fyrir 40 árum var ég í klefa með brezkum manni í járnbraut- arlest í Englandi. Við tókum tal saman og bar ýmislegt á góma. ann lagði m.a. fyrir mig þessa spurningu: Hvern teljið þér vera aðalatvinnuveg brezku þjoðarinnar, þann sem flest fólk vinnur við og hefir afkomu sína , • ES gat upp á fleiru en einu. eg væri ekki sá fyrsti útlending- ur, sem flaskaði á þessu. Nei, Hann hristi höfuðið; en sagði að það er landbúnaðurinn, sem veitir flestu fólki atvinnu í Bret- landi og er aðalmáttarstoðin. Þetta kom þá dálítið flatt upp á mig, því mér var kunnugt um að Bretar fluttu inn mikið af landbúnaðarafurðum. Síðan hefi ég veitt því athygli, að í lang- flestum menningarlöndum er landbúnaðurinn aðalstoð þjóð- félagbyggingarinnar, bæði í þeim löndum, sem eru sjálfum sér nóg eða meira en það um landbúnaðarafurðir, og í þeim sem þurfa að kaupa slíkar vörur frá öðrum löndum. Sennilega á þetta við um menningarlandið ísland eins og önnur lönd, þótt áður hafi verið talið af sumum að land vort væri á mörkum, þar sem hægt væri að rækta jörðina með hagnaði og reka arðvæn- Iegan landbúnað. Atvikin hafa skipað því svo að ég hefi búið í sveit síðustu 8 ár- in og haft búskap fyrir augum daglega, þótt ég reki ekki sjálf- ur búið á Bessastöðum eða stjórni því. Þetta hefir ósjálfrátt rifjað ýmislegt upp fyrir mér um það, sem ég hafði fengið nasa- sjón af í öðrum löndum, m.a. er ég dvaldi langdvölum í því mikla landbúnaðarlandi, Dan- mörku. Með mínum leikmannsaugum séð, fer því fjarri að mér finnist skilyrðin svo miklu verri hér til reksturs búskapar en í Dan- mörku, sem ég hafði haldið og og hefi heyrt marga halda. Auð- vitað er munur vegna hnatt- stöðu, lengdar sumarsins o.fl. En ég hugsa að mörgum skját- list, ef þeir halda að danski bóndinn þurfi að hafa miklu minna fyrir lífinu en sá íslenzki. Og þó á hann að ganga að miklu meiri þekkingu um danskan landbúnað, vísindalegri þekk- ingu og annari, en íslenzku bændurnir eiga um íslenzkan landbúnað. Danmörk hefir um aldaraðir verið velræktaðland, og er skilað svo að segja full- ræktuðu af forfeðrunum í hend- ur núlifandi bændakyslóð. En núlifandi bændakynslóð á ís- landi hefir tekið við sínu landi svo að segja óræktuðu. Góður vinur minn, sem þá var einn af fremstu vísindamönnum Dana um rannsóknir á gróður- mold, ferðaðist til íslands fyrir* 20 árum. Hann athugaði gróður- moldina, tók sýnishorn af henni frá ýmsum stöðum hér sunnan- lands og komst fljótt að þeirri niðurstöðu að íslenzka gróður- moldin væri engu síðri en gróð- urmold er yfirleitt í Danmörku. Eins og aðrir tók hann eftir vöntun á þekkingu hér bæði um ræktun og annan búrekstur. Um líkt leyti kyntist ég dálít- ið brezkum manni, sem þá stjórnaði gagnmerkri búnaðar- tilraunastöð í Bretlandi, Rot- hamstead. Eg lagði fyrir hann spurningu um efni, sem margir voru þá í vafa um. Eg spurði hann hvort hægt mundi að rækta korn á íslandi með góðum árangri. Mér er minnisstætt hverju hann svaraði. Svarið var: Auðvitað er hægt að rækta korn á íslandi, ef valdar eru réttar tegundir. Það er aðeins peninga- spursmál, hvort það borgar sig eða ekki, hvOrt of dýrt verður að búa jörðina undir ræktun og veita henni þann áburð, sem hún þarf. 1 ágústmánuði síðastliðn- um rakst ég í ensku blaði á frá- sögn, um ræða þess sama manns við setningu árlegs fundar í „The British Association for Advancement of Science,“ en hann var þá forseti þessa merka vísindafélags. í ræðunni sagði hann m.a.: „Það er von um að hægt sé að auka mikið matvæla- framleiðslu landbúnaðarins, ef lítt ræktuð lönd eru ræktuð bet- ur, ef betur er borið á, ef bættar eru framkvæmdir um kynbætur búfjár og fóðurjurta, ef betra eftirlit er haft með heilbrigði bú- fjár og fóðurjurta.“ Hann sagði ennfremur: „Því eru engin tak- mörk sett, hve mikið er hægt að gera með framförum vísindanna á þessu sviði.“ Eg vil undirstrika tvennt í þessum tilfærðu um- mælum. Hann talar um að gera betur en áður hefir verið gert. Hann leggur áherzlu á vísinda- legan grundvöll þess, sem gert er. Ummæli embættismanns í landbúnaðarráðuneytinu í Wash ington, sem kom hér í sumar og ferðaðist allvíða um landið hnigu í líka átt. Þessi maður var mjög sérfróður, hafði farið til ýmsra landa og rannsakað þar | gróðurskilyrði. í Norðurálfunni þekkti hann þetta af eigin sjón á Norðurlöndum, í Stóra Bret- landi og í Irlandi. Honum leizt að mörgu leyti vel á ræktunar- skilyrði hér. Meðal þess sem hann sagði var þetta. Þið hafið tvenns konar gróðurmold á Is- landi, steinefnamold (mineral soil) þ. e. móa, mela og sanda og jurtaefnamold (bog soil) þ. e. mýrar og mýrlendi. Steinefna- moldin er mun betur fallin til ræktunar. Ræktunin sjálf oft ódýrari og næringargildi jurta yfirleitt meira í slíkum jarðvegi. Við vitum öll hvílík óraflæmi af móum, melum og söndum eru óræktuð hér á landi. Og það er hörmung að hugsa sér hve mikið af þessari gróðurmold hefir fok- ið burtu og er enn að fjúka. Von- andi verður hindrað, að þessi góða gróðurmold verði vindin- um að bráð hér eftir. Af hverju er ég að tala um þetta? Af því ég hefi, síðan ég varð sveitamaður, fengið vax- andi trú á því, að landbúnaður- inn eigi áfram að vera öndvegis- atvinnuvegur á Islandi. En til þess að svo megi verða þarf ýms- ar gagngerðar breytingar frá því sem áður var og er ennþá, um- fram það sem þegar hefir kom- izt í framkvæmd. Ef vér setjum oss það mark, sem ég hygg ekki vera neinar öfgar, að minnsta kosti allvíða í landinu, að hér verði landbúnaður rekinn svo, að afurðir hans séu ekki ein- göngu samkeppnisfærar við af- urðir annara landa innanlands, án verndartolla eða innflutnings hafta og án rekstrarstyrkja, heldur einnig til útflutnings, þá tel ég markið rétt sett. Leiðin að því er aukin og betri ræktun, byggð á vísindalegum grund- velli, ræktun gróðurmoldar, ræktun og kynbætur nytjajurta, ræktun beitilanda, ræktun og kynbætur húsdýra, útrýming hvers konar illgressis, lækning og útrýming húsdýra- og jurtasjúkdóma. Auk þess þarf að batna þekking á vél- um og verkfærum, meðferð þeirra, viðhaldi og viðgerðum. „Rómaborg var ekki byggð á einum degi,“ segir gamalt mál- tæki. Sú breyting, sem þarf í ís- lenzkum landbúnaði verður ekki á einu ári eða fáum árum. Sumir munu telja það of mikla bjartsýni, að hér sé hægt að reka svo hagnýtan nýtízkubúskap, sem ég á við. Eg hefi minnzt á álit merkra erlendra manna á gæðum gróðurmoldarinnar og hvað megi rækta hér, sem hefir ekki verið ræktað hér áður eða aðeins nýbyrjað á. Þá mun verða nefnt af þeim svartsýnu, að veðr áttan hér á landi sé erfiðari en víða annars staðar. Það er rétt, að veðráttan er erfið, en hún er þó ekki mikið erfiðari en í sum- um öðrum löndum, fyrir ýmsan búrekstur. Og á sumu má sigr- ast. Veturinn síðasti var harðari og lengri en mörg ár undanfarin. Sumarið óþurrkasamt, sífelldar rigningar síðari hlutann allt fram í október hér á Suðurlandi. Samt var hlaðan full hér á Bessa stöðum af þurru heyi; enda eru Nú er sagt að menn geti kastað ellibelgnum ÞEGAR á 18. öld höfðu menn tekið eftir því að maðurinn er skammlífari en dýrin, ef miðað er við það, hvað hann er lengi að vaxa. Þroskaaldur dýranna er sex sinnum lengri en vaxtar- tímabilið. Með sama hlutfalli ætti maðurinn hæglega að geta orðið 120 ára. Fyrir aldamótin vann prófes- sor Metchnikoff við Pasteur stofnunina í París. Hann veitti því athygli, að safinn í beinum og brjóski réði miklu um það hvernig menn eltust, og hann var einhver bezta vörn líkam- ans gegn smitun og hjálpaði til að græða sár. Þá fór Metchni- koff að hugsa um það, hvort ekki gæti skeð að „serum“, sem gert væri úr þessum safa gæti hjálp- að líkamanum til þess að verj- ast ellihrörnun. Gat slíkt serum gert menn ónæma fyrir veik- indum? Gat það lengt líf manna? Metchnikoff lézt árið 1916 og hafði þá ekki fengið þessum spurningum svarað. En þá tók rússneski vísindamaðurinn dr. Bogomoletz við þar sem hann hafði hætt, og fyrir allmörgum árum kom frétt frá Moskva að honum hefði tekist að framleiða meðal, sem lengdi líf manna. Rússar segjast hafa notað þetta meðal mikið í seinni heimsstyrj- öldinni og bjargað með því lífi ótal hermanna, sem annars mundu hafa látist af sárum. ÞEGAR fyrsta fréttin kom um þetta undralyf, varð uppi fjöður og fit um allan heim, því miklar tröllasögur gengu af á- gæti þess. Það var sagt, að með því væri hægt að lækna ýmis vanheilindi, sem áður voru talin ólæknandi, og svo hefði það þau áhrif á menn að þeir yrðu ung- ir í annað sinn. Amerískir vís- indamenn fengu þetta meðal til reynslu, en þeir þóttust ekki geta skrifað undir það, sem um það hafði verið sagt. Kulnaði þá nokkuð áhugi manna fyrir þessu meðali. En Bogomoletz hélt á- fram rannsóknum sínum. — Hann dó fyrir nokkru 74 ára gamall, og ekki hafði honum tekist að yngja sig upp með þessu meðali. Sonur hans hefir nú tekið við þar sem hann hætti. Meðan þessu fór fram var franskur vísindamaður, dr. Mic- hel Bardach, að fást við rann- sóknir á þessu sviði. Hann byrj- aði þar sem Metchnikoff hafði frá horfið. Hann vissi um til- raunir Bogomoletz, en vegna einangrunar Rússlands gátu þeir ekki borið sig saman, og varð því hvor um sig að vinna á eig- in spýtur. Árangurinn af rann- sóknum Baruchs hefir orðið mjög svipaður og hjá Bogo- moletz, en þó skilur nokkuð á milli. Rússneska meðalið er búið til úr merg og beinsafa heilbrigðra manna á meðan þeir eru lifandi. En það er ekki hægt að ná því nema því aðeins að mennirnir séu að dauða komnir vegna slyss. Segjast rússnesku vísinda mennirnir ná þessu efni úr slös- uðum mönnum svona sex stund- um áður en þeir deyja. Safinn er síðan hreinsaður og blandað- ur með saltupplausn. Þessari blöndu er því næst dælt í æðar á hesti, sem blóðvökvinn (serum) er síðan tekinn úr. Franska meðalið er gert úr miltis-safa, sem spýtt er í kanín- ur og úr þeim svo blóðvökvi tek- inn. Það tafði mjög fyrir vís- indamönnunum, að þau lög giltu í Frakklandi, að ekki mátti kryfja lík fyr en sólarhring eft- hér súgþurrkunartæki. Allar súr heysgryfjur fullar. Bygg og hafr ar fullþroskað, þótt seint yrði. Kartöfluuppskeran ágæt. Eg skýri hér frá staðreyndum, sem dæmi, en er ekki að miklast af því, enda er afraksturinn bústjór anum en ekki mér að þakka. Þótt veðráttan geti veíið þreyt- andi er hún ekki sá Þráandur í Götu, sem ekki megi taka fang- brögðum, með von um nokkurn árangur. (Frh. á bls. 8) ir látið. En eftir svo langan tíma var miltis-safinn orðinn ónýtur. En svo var þremur ágætum lækn um í París veitt undanþága, þannig að þeir mega taka miltis- safa úr nýlátnum mönnum. En þetta er þó ekki nóg til þess að hægt sé að framleiða meðalið í stórum stíl. í Rússlandi er útflutnings- bann á meðali Bogomoletz. En það getur þó ekki komið í veg fyrir að meðalinu sé smyglað í stórum stíl til Vestur-Evrópu. Með því móti hefir tekist að bera saman árangurinn af því og hinu franska meðali. — Reynslan hef- ir sýnt að franska meðalið er betra, en það getur máske staf- að af því, að rússneska meðalið hafi sætt óheppilegri meðferð á sinni löngu smyglunarleið. ÝMSAR ótrúlegar sögur ganga af ágæti franska lyfsins, sem nú er framleitt í Pasteur stofnun- inni. Það er að vísu enn á reynslustigi og fæst ekki keypt. En menn, sem hafa gefið sig fram til að láta gera tilraunjr á sér, hafa sett París á annan endann að undanförnu. Sagt er frá ljósmyndasmið, sem var orðinn heilsulaus af kyrsetum og löngum vinnutíma. Hann varð ungur í annað sinn og gráu hærurnar hans breytt- ust í hrafnsvart hár. Þá er sagt frá aldraðri leikkonu, sem ekk- ert komst fyrir gigt. Hún losn- aði við gigtina eftir þrjár inn- spýtingar og var eins og hún hefði yngst um 20 ár. Þá er sagt frá konu, sem komin var yfir þann aldur að geta átt barn. Hún fékk æskufegurð sína aftur og innan hæfilegt tíma ól hún manni sínum barn. Þessar sögur hafa borist mann frá manni, en vísindamennirn- ir við Pasteur stofnunina eru ekkert hrifnir af því. Þeir hafa sjálfir ekki birt neinar opinber- ar skýrslur um ágæti lyfsins, en talið þennan fréttaburð óheppi- legan, því að hann mundi verða til þess að menn vænti sér miklu meira af lyfinu heldur en rétt er. Það er minsta kosti vitað, að meðalið hefir ekki áhrif á alla. Fyrir fram er heldur ekki neitt hægt að segja um verkanir þess. Það hefir brugðist jafnoft og það hefir blessast.. Það verður því ekki hægt að dæma um það með fullri vissu fyr en eftir lang an reynslutíma. Á hinn bóginn verður því ekki neitað, að í sumum tilfell- um virðist það hafa yfirnáttúr- leg áhrif. Með því hefir tekist að lækna mörg þau vanheilindi, sem aldrinum fylgja, og gerir menn unglegri og stæltari, minn isleysi læknast, menn verða hug kvæmir og hraustir, og — það sem merkilegast er ef til vill — að gráhærðir menn fá sinn upp- haflega háralit. Það stuðlar að því að sár gróa fljótar en ella, og gerir menn ónæmari fyrir sjúkdómum. Það flýtir fyrir bata sjúklinga og virðist lækna þunglyndi og áhyggjur. Það er mælt að Stalín hafi lát- ið spýta þessu lyfi í sig með reglubundnu millibili, síðan 1943. Ennfremur er sagt að ýms- ir franskir stjórnmálamenn hafi farið að dæmi hans. Hafa þeir orðið að nota hið smyglaða rúss- neska lyf. Það er að vísu nokkuð dýrt, því hver innspýting mun kosta um 100 dollara. EINS og áður er sagt eru frönsku vísindamennirnir ekk- ert hrifnir af þeim tröllasögum, sem fara af lyfinu. Þeir segja að það sé enn á tilraunastigi og verið geti að tilraunum með það verði ekki lokið fyr en eftir mörg ár, máske ekki fyr en kem ur fram yfir næstu aldamót. Þeir, sem nú eru komnir á efri ár, mega því tæplega búast við því, að þetta meðal verði þeim til hjálpar gegn elli. í yfirlýsingum sínum hafa vís- indamenn Pasteur stofnunarinn- ar ekki neitað því, að sögurnar um lækningamátt lyfsins séu réttar, en þeir segja, að fregnir blaðanna um þetta séu „ótíma- bærar og viðsjálar". Og vara- forstjóri stofnunarinnar hefir látið svo um mælt: „Það er ekki hægt að tala um neinn ákveð- inn árangur af tilraununum, hversu vel sem þær hafa tekist fram að þessu“. Almenningur lítur á þetta sem hógværð og varygð vís- indamannanna, en þykist geta lesið milli línanna, að þess verði ekki ýkja langt að bíða, að menn geti kastað ellibelgnum og hald- ið heilsu og líkamsstælingu þang að til þeir eru 120 ára. (Úr „Parish Match“). Lesbók Mbl. HOUSEHOLDERS - ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MC fURDY CUPPLY pO., LTD. J, BUILDERS' |J SUPPLIES AND COAL Erin and Sargent Phone 37 251 Send your motors to— BREEN’S i Specialized Service on Johnson "Iron Horse" washing machine motors. Johnson "Utility" motors. Johnson & Evinrude outboard motors. Also Distributors jor Johnson & Evinrude Parts • 245 Main St. Winnipeg, Mon. Phone 927 734

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.