Lögberg - 09.03.1950, Page 8

Lögberg - 09.03.1950, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MARZ, 1950 „íslenzka moldin hefir beðið í Þúsund ór að vel væri með hana farið" (Frh. af bls. 7) Eitt viðfangsefni er erfitt, það er kostnaður við nægilega var- anlegar byggingar. En vér þurfum að auka að mun vísindalegar rannsóknir fyr ir landbúnaðinum og tilrauna- stöðvar. Nú erum vér að eignast hæfa vísindamenn á þessu sviði; þeim þarf að fjölga og að þeim þarf að hlúa. Og koma þarf upp tilrauna stöðvum svo mörgum, sem þarf til þess að þær hafi gildi fyrir bændur í öllum landshlutum. Áhugi er vakinn fyrir aukinni ræktun og umbótum og ýmsar framkvæmdir eru hafnar. Það sem ég óttast er það eitt, að vér setjum ekki markið nógu hátt, að vér fylgjumst ekki'nógu vel með tímanum. Öðrum þjóðum er það nú ljóst, að landbúnað verð- ur að byggja alveg á vísindaleg- um grundvelli. Það sama hlýt- ur að eiga við oss íslendinga, ef tækni nútímans á að koma að fullu gagni. Eg vildi óska þess, að unga íólkið hér á landi mætti koma auga á það, hve mikið bíður þess í þessu góða landi, sem hefir haldið lífinu í íslenzku þjóðinni í meira en þúsund ár, þrátt fyrir allar þær hörmungar, sem yfir hafa dunið á mörgum og löngum öldum. íslenzka gróðurmoldin hefir beðið þess í þúsund ár að vel væri með hana farið. Nú er kostur á þekkingu vísindanna og góðri tækni til þess að gera þetta vel. Betur, eins og brezki vís- indamaðurinn benti á. Eg hygg, að margir mundu öfunda yður af að eiga slíka fósturmold. í bók fyrir danska bændur rit- ar danskur háskólakennari, að CHINA LONG CUGUMBER UNEXCELLED FOR CRISPNESS, FLAVOR A remarkable cucumber that grows up to 2 feet long and only 2 or 3 ins. ln dlameter, Smooth. deep green. few spines. fesh white, solid, crisp. Nearest seedless of any variety we know. Vigorous grower even under adverse condi- tions. As China Long pro- duces few seeds the sup- ply is short. Order early. Ptk. lðc; oz. 40c; postpaid. FREE—Our Big 1950 Seed and Nursery Book— Bigger than Ever DOMINION SEED HOUSE CEODGETOWH.ONT. Fylkið yður undir þennan fána og njótið betri kaupa Með því að líta fljótlega yfir hina nýju Eaton's Vor-Verðskrá, kemur í ljós að verðgæðafáninn táknar meiri kjörkaup en nokkru sinni fyr — og verðskráin býður við- skiptavinum E a t o n’s sjaldgæfan sparnað yfir vor og næsta sumar. Ein sönnun þess enn, „að það borgi sig að verzla hjá Eaton’s". 'T. EATON WIMNIPCO CANAOA EATONS það sé einn af kostum landbún- aðarins, að varla sé hægt að tala um stéttarmun milli launþega og vinnuveitenda í landbúnaðinum. Hann segir: „Það hefir verið mjög mikils virði fyrir innri þróun þjóðfélagsins að slíkt fé- lagsmálasamræmi hefir verið í öðrum aðalatvinnuvegi Dana.“ Hann bendir á það, að danskir bændur hafi jafnan haft sjálf- stæða stjórnmálasannfæringu, að vagga frjálslyndisins hafi ver ið í sveitum; að sveitamennirnir, sem stundi þá atvinnu, er í flest- um ^löndum sé upprunalegur at- vinnuvegur þjóðarinnar, hafi haldið uppi ræktinni við menn- ingararf forfeðranna, og loks, að sveita fólkið sé yfirleitt þjóð- ræknara en borgarbúar. Margt það sama mætti segja um íslenzka bændur og sveita- menningu Það ætti að vera frek- ari örvun til þess að halda uppi veg og virðingu landbúnaðarins. Eitt aðalsmerki jarðræktar- innar á að vera það, að þeir sem rækta jörðina eru engu síður að búa í hendur komandi kynslóð en sjálfum sér. Sá áhugi, sem góðu heilli er vaknaður fyrir skógrækt hér á landi ber sama Maður er nefndur Georg og hann var dag’egur gestur á drykkjukrá, þar sem sá þótti mestur maðurinn er mest gat drukkið án þess að „detta undir borðið.“ Eitt kvöld kom Georg ekki og ekki heldur næsta kvöld Og svo leið hálfur mánuður að hann sást ekki. Félagar hans botnuðu ekkert 1 þessu. En svo skýtur honum upp, öllum reifuðum og gangandi á tveimur hækjum. Þeir þyrptust utan um hann og spurðu í þaula hvernig á þessu stæði. —Hvernig ég meiddi mig? sagði Georg. Jú, ég skal segja ykkur það. Þið munið, að þegar ég fór héðan seinast þá fann ég ekki á mér. Eg hafði að vísu drukkið mikið um kvöldið, en ég hefði ekki bragðað dropa. En einhvern veginn grunaði mig það, að Brooklyn dvergarnir mundu heimsækja mig þá um kvöldið. Eg fann það á mér. Og þegar ég var háttaður og hafði fleygt mér upp í rúmið — jú, þarna standa þá tveir af þeim við fótagaflinn. —Hverjir eru þessir Brooklyn dvergar? spyr einhver. —Þekkið þið þá ekki? spyr Georg. Þetta eru svolítil kríli, svo sem svona háir (og hann mælir með hendinni svo sem spönn) og þeir eru í ljósgulum skyrtum. Og þarna stóðu nú tveir þeirra við fótagflinn hjá mér. Eg lá alveg kyr og lést sofa, en gaf þeim þó gætur og sá að þeir kinkuðu fyrst kolli í áttina til mín og svo hvor til annars og sögðu: „Þetta er hann. Þetta er snáðinn“. Þá stökk ég upp úr rúminu og ætlaði að þrífa þá, en þeir komust undan, annar inn í ofninn og hinn út um skráar- gatið. Jæja, sagði ég við sjálfan mig, ætli þeir hafi ekki fengið nóg af þessu? Og svo fór ég aft- ur upp í rúmið. Eftir svo sem eina mínútu leit ég upp aftur, og hvað haldið þið að ég sjái þá? Þarna á miðju gólf inu standa þá sjö Brooklyn dvergar, stinga saman nefjum og segja: „Þetta er hann. Þetta er hann.“ Eg rauk þá á fætur eins og eld ing, en ég misti af þeim. Þeir flugu í allar áttir, undir hurðina, yfir hurðina, í gegnum skráar- gatið og alls staðar. Þá helt ég nú að ég væri laus við þá. En rétt þegar ég er bú- inn að breiða yfir höfuðið, þá heyri ég eitthvert pískur, og þegar ég leit upp, þá voru þarna sextíu dvergar. Eg visi að þeir aðalsmerkið. Fæstir þeir, sem nú planta skóg, gera ráð fyrir því, að þeir fái sjálfir að njóta hag- nýtra ávaxta af skógræktinni, heldur þeir, sem á eftir þeim koma. Og ég vil bæta þessu við. Eg þekki ekki neina atvinnugrein, sem gefur mönnum betri tæki- færi til samlífs með móðurmóld- inni og náttúrunni en landbún- aðinn. Þeir, sem við hann vinna, eiga þess betri kost en aðrir að kynnast dásemdum skaparans. Þeir sjá störfin í moldinni að sköpun nýs lífs; sjá grös, jurtir og blóm spretta úr skauti móðurmoldarinnar eins og í ævintýri, læra að meta sam- lífið með blessuðum skepnun- um: njóta unaðar af fuglum himinsins og öðrum lífverum. Þetta hlýtur m.a. að skaþa hjá hverri heilbrigðri manneskju að- dáun og lotningu fyrir höfundi tilverunnar. Hvert getur verið stjórnandi afl alls þess, nema sá, sem er uppruni alls lífs heims- ins? Ef til vill á þetta ekki minnstan þátt í því, að skapa sveitamenninguna og gera bænd urna að þeim máttarstoðum þjóðfélagsins, sem þeir eru. Eg óska öllum þeim, sem heyra mál mitt og öllum íslend- ingum árnaðar og farsældar á þessu nýbyrjaða ári, sem er síð- asta ár fyrra helmings tuttug- ustu aldarinnar. Tíminn 3. janúar ætluðu að gera mér eitthvað, því að ég sá að þeir litu ýmist á mig eða hver á annan og sögðu: „Þetta er hann. Já, það er áreið- anlegt að þetta er hann.“' Eg var algáður, eins og ég hef sagt ykkur, og ég vissi vel hvað ég átti að gera. Eg stökk á fætur og réðist á þá, því að hið eina, sem dugar við Brooklyn dverga er að ráðast á þá. En þeir komust allir undan, hver einn og einasti. Og svo fór ég upp í rúmið aftur og helt að þessu væri nú lokið. En hvað haldið þið að þá gerist? —Það vitum við ekki. Hvað gerðist? —Rétt þegar ég hafði breitt ofan á mig varð mér litið upp og standa þá ekki þrjátíu og fimm þúsundir af þessum Brooklyn dvergum þar á gólfinu. Og nú voru þeir allir með byssur. Fyrir liðinn raðaði þeim í fylkingu, reif svo sverð sitt úr sliðrum, sveiflaði því yfir mér og hróp- aði: „Þetta er hann félagar. Þetta er hann.“ Og svo grenjaði hann: „Verið við búnir.“ Og svo grenjaði hann aftur: „Miðið . . .“ Eins og ég hef áður sagt var ég algáður og vissi vel hvað fram fór. Eg sá hvað þeir ætluðu sér. En áður en foringin gæti skipað þeim að skjóta, hentist ég upp úr rúminu og út um gluggann. Hann þagnaði um stund og skolaði kverkarnar með vænum teyg af sterkum drykk. —Eins og þið vitið, þá á ég heima á þirðju hæð og ég kom hart niður, eins og þið getið skil- :ð. En hugsið ykkur hvernig hefði farið, ef ég hefði verið öl- vaður og ekki nógu viðbragðs- fljótur að henda mér út um gluggann! ☆ Frú Levinsy hafði verið allan veturinn á baðstaðnum Palm Beach. En þegar hún kom heim um vorið lést hún snögglega. Tveir vinir hjónanna fóru heim til ekkilsins að hugga hann og tjá honum samúð sína. Þeim var vísað inn í stofu og þar sat hann við opna líkkistuna. Þeir virtu hina látun fyrir sér og ann ar þeirra sagði: —En hvað hún lítur vel út. Þá sneri ekkillinn sér við og dæsti: —Þakka skyldi henni. Heíur hún kannske ekki verið í Palm Beach í allan vetur? AMERÍSKAR KÍMNISÖGUR Úr borg og bygð Herbergi með eða án hús- gagna, fæst til leigu nú þegar að 639% Langside Street hér 1 borginni. ☆ DÁNARFREGN Þóra Jónsdóttir Josephson, kona Hjálmars Josephsonar, andaðist á sjúkrahúsinu í Foam Lake, 26. febr s.l. Þóra heit. var 74 ára gömul, óg hafði búið við tæpa heilsu síðustu árin. Maður hennar og hún höfðu búið í 36 ár í Leslie-bygðinni. Auk eigin- manns, skilur hin látna eftir fjögur börn. Börnin eru: Joseph, Jón og Kristine, í foreldrahús- um og Þórhildur (Mrs. Nighten- gale), að Okla, Sask. Einnig lifa systur sína, Mrs. Guðrún Hólm í Árborg, Man. og Jón Jónsson á Skógum í Vopnafirði. Útförin fór fram frá Leslie, 1. marz. — Séra Skúli Sigurgeirs- son jarðsöng. ☆ Merkur íslendingur andaðist í Tacoma, Wash. 10. þ. m„ John G. Johnson, sonur Jóns Jónsson- ar frá Litlu-Giljá í Þingeyjar- sýslu. John var giftur Sarah Marin, þau áttu 4 börn og 10 barnabörn. Ein systir hans mun vera á lífi 1 Winnipeg. — Heimili ekkjunnar er, 2602 No. Puget Sound Ave„ Tacoma, Wash. ☆ Veitið athygli! Ræðismannsskrifstofa Islands í Chicago æskir upplýsinga um Jón Steinar Henderson, sem mun vera dáinn fyrir nokkr um éða allmörgum árum. ÁRNI HELGASON, Consul 3501 Addison Street Chicago 18, Illinois. ☆ Þær systur Miss Jenny John- son og Mrs. Laura Burns, eru nýkomnar heim eftir sex mán- aða dvöl vestur á Kyrrahafs- strönd. ☆ Ileimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn á þriðjudags- kvöldið þann 14. þ. m. kl. 8, að heimili Mrs. Albert Wathne, 700 Banning Street. ☆ Á miðvikudaginn í fyrri viku lézt að heimili sínu í Selkirk, sæmdarkonan frú Valgerður Stephanson, ekkja Jóhanns Step hanssonar fyrrum bónda í Kandahar; hún var 68 ára að aldri; útförin fór fram frá lút- ersku kirkjunni í Selkirk á laug- ardaginn. Séra Sigurður Ólafs- son flutti kveðjumál; hún lætur eftir sig tvö börn, son og dóttur; einnig eftirgreind systkini: Guð- mund Backman á Islandi, Skúla Backman í Winnipeg, Mrs. E. Helgason í Winnipeg, Mrs. J. A. Tallman á Gimli og Mrs. R. Henrikson í Selkirk. ☆ Gefin saman í hjónaband að prestsheimilinu í Selkirk þann 4. marz, Unnsteinn Bjarnason, Riverton, Man. og Dorothy Sig- valdson, sama stað. Við gifting- una aðstoðuðu Margaret Sig- valdson, systir brúðarinnar, og Thorvarður Bjarni Bjarnason, bróðir brúðgumans. Viðstödd við giftinguna voru einnig móð- ir brúðgumans, Mrs. Jóhann Bjarnason, og Mr. og Mrs. Áre- líus Sigvaldson, foreldrar brúð- arinnar, ásamt öðrum vinum. — Séra Sigurður Ólafsson gifti, í sjúkdómsforföllum sóknarprests þeirra. Bn*. Phone 27 989—Re». Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our Speclaltles; WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlsi K. Christle, Proprletress Formerly with Roblnson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANTTOBA JOHN J. ARKLIE Optometrirt and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Störnur og athyglisverð stjörnuhröp á skókhimninum Eigi er vitað hver fann upp „hið konunglega tafl“. En skák- inni skaut upp á Indlandi á 6. öld e. Kr. og gekk þá undir nafn- inu „chaluranga", (hið ferfalda), vegna þess að skákmennirnir svöruðu til þáverandi liðsafla í indverskum her: fíla, stríðs- vagna, riddara og dáta. Arabar lærðu taflið af setu- liðsmönnum persneska kalífans Omars árið 650, og breiddist það mjög út hjá þeim. Um 100 árum síðar höfðu Márar flutt skáklist- ina með sér til Spánar, eins og margt annað í arabiskri menn- ingu, en síðan lærðu krossferða- riddarar úr ýmsum Evrópulönd- um að tefla skák og kendu frá sér þegar heim kom. Alfons klóki Spánarkonungur átti fræga skákbók, sem hafði verið samin handa honum sérstaklega og hafði inni að halda allar skák reglur. Skákin fluttist frá Istan- bul til ítalíu og breiddist nú óð- um um alla Evrópu eftir kross- ferðirnar. Þegar veldi múhameðssinna leið undir lok á Spáni héldu kristnir menn skákinni við og voru nú skákreglurnar sam- ræmdar. Reglur þessar breyttust nokkuð, t. d. eru reglurnar um drottningarpeðið frá lokum 15. aldar. Á 17. öld tóku ítalir forust- una í skák. Um þær mundir sáu Italir umheiminum fyrir stjórn- málamönnum, húsameisturum, hljómlistarmönnum og málur- um. Greco frá Kalabríu var einn af frægustu skákmönnum þeirra tíma, og hafa ýmsar skákir hans geymst. Á 18. öld voru Frakkar fremst- ir í skák sem mörgu öðru. Vol- taire, Rousseau og Napelon voru allir hrifnir af skák. Tónskáldið André Danican (eða Philidor), sem var af frægri tónlistarætt, sigraði alla keppinauta sína í París, Potsdam og London. Hann tók upp á því að tefla blindskák, eins og Arabar höfðu gert á sinni tíð og gat unnið þrjár fjölskákir í einu án þess að líta á taflborðið. Frakkar höfðu forustuna til 1840. Nokkrum árum ssíðar varð Adolf Andersen, skólameistari í Breslau, frægur fyrir skáksnilli og telja margir hann mesta skák mann allra alda. Hann samdi fjölda af skákþrautum, sem glímt er við enn í dag, og í skák- samkeppni, sem háð var í sam- bandi við heimssýninguna í Lon- don 1851, vann hann fyrstu verð laun. Ýmsir halda því þó fram, að Ameríkumaðurinn frá New Orleans hafi verið meiri skák- maður en Andersen. Fram til 1851 hafði skákin ver- ið tefld hægt og rólega, en nú fór hraði iðnaldarinnar að hafa áhrif á iðkun hennar. Skáksnill- ingar ferðuðust úr einum stað í annan. „Tíminn er peningar", sögðu þeir og nú var farið að setja tímatakmörk fyrir því hve lengi menn mættu hugsa leik. En þó hnignaði taflinu ekki. — Á árunum 1890—1914 höfðu Þjóðverjar forustuna, nfl. Em- anuel Lasker frá Brandenburg, Mark og dr. Siegfried Tarrasch frá Breslau. Þótt hann væri Gyð ingur tókst honum að vekja þjóð erniseldmóð um skákina. Lasker missti heimsmeistara- tignina 1921 í Havana, er hann tefldi við Capablanca, sem beitti alveg nýjum stíl í taflinu. En nú komu Slavar í fremstu röð, Richard Reti og Nimzovitch. Næst komu Rússar tveir til sög- unnar, Boguljev og svo Alekhin, sem talinn er mesti skáksnilling- ur síðari tíma. Sigraði hann Capablanca í heimsmeistara- keppni og vann sex skákir af níu. Síðari heimsstyrjöldin gerði samkeppni í skák ómögulega um sinn, og skákmeistarar í líkingu við þá, sem ferðuðust um Ev- rópu á 19. öld héldu sig nú aðal- lega á baðstöðum í Ameríku. En í heimskeppninni eru Rússar enn einna sigursælastir. Þannig vann Michael Botvinik heims- meistaratignina 1947. FÁLKINN MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 776 Victor Street. Sími 19017. — \ Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12: Í5 e. h. ☆ — Argyle Prestakall — 3. Sunnudagur í föstu. 12. marz. Baldur kl. 2:30 e. h„ (íslenzk messa). Glenboro kl. 7:00 e. h„ (íslenzk messa). Allir boðnir og velkomnir. Séra Eric H. Sigmar ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 12. marz 3. s.d. í föstu. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagsskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir og velkomnir. S. Ólafsson Weak, Tired, Nervous, Pepless Men, Women Get New Vim, Vigor, Vitality Say goodbye to these weak, always tired feelings, depression and nervousness due to weak, thm blood. Get up feeling fresh. be peppy all day, have plenty of vitality left over by evening. Take Ostrex. Con- tains iron, vitamin Bl, calcium, phosphorus for blood building, body strengthening. stlmulation. Invlgorates system; Improves appetite, digestive powers. Costs litUe. New "get acquainted” size only 60c. Try Ostrex Tonic Tablets for new, normal pep, vim, vigor, this very day. At all druggists. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE„ WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.