Lögberg


Lögberg - 23.03.1950, Qupperneq 1

Lögberg - 23.03.1950, Qupperneq 1
PHONE 21 374 • - t„.4 Cleaning Inslilulion PHONE 21374 ^TcxcatlcTS * ST A Complete Cleaning Insiitution 63. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MARZ, 1950 NÚMER 12 Þjóðræknissa m- koma í Minneapolis Hin árlega samkoma er kven- félagið Hekla í Minneapolis og St. Paul efnir til að vori hverju verður haldin núna á laugardags kveldið í þessari viku, 25. marz. Frú Margrét, ekkja Fritz Zeut- vhen í Minneapólis, sem skipar forstöðu Heklu-klúbbsins, hefir beðið Lögberg um að flytja öll- um Islendingum, er kynnu að vera í „tvíburaborgunum“, Min- neapolis og St. Paul, þetta kveld að mæta við skemtunina. Fer samkoman fram, eins og undanfarin ár, í salarkynnum International Institute, Kellogg Boulevárd og Exchange street í St. Paul, og byrjar með kveld- verði kl. 6 e. h. Byrjað verður á skemtiskránni kl. 8, og verða að- al skemtiatriði kveldsins sýning á kvikmyndum frá íslandi af séra Sveinbirni Ólafssyni, Metho dista-presti í Minneapolis; tók hann ágætar litmyndir á meðan að hann var heima á íslandi í fyrra sumar. Um leið verða ein- sÖngvar sungnir af Ólafi Kár- dal frá Gimli, sem er nú við söngnám á MacPhail School of Music í Minneapolis, og af Ste- fáni Guttormssyni guðfræði- nema við Northwestern Luther- an Theolgical Seminary 1 Minne apolis, syni séra Guttorms Gutt- ormssonar í Minneota. Hjónavígsla í Langruth Staðurinn var íslenzka lút- erska kirkjan í Langruth. Tvær ungar persónur gengu þar í hjónaband, laugardaginn, 11. marz! Brúðguminn var Ralph Edward Rinn, einkabarn Mrs. Ethel Pearl Rinn, ekkju Charles Rinn. Á hún nú heima í Bran- don, Man. Brúðurin var Inez Bonnie Bjarnarson, einkadóttir þeirra hjónanna Björns kaup- manns Bjarnarsonar og Eliza- beth Hazeltine (f. Polson) og er heimili þeirra í Langruth. Prest- urinn sem gifti var séra Rún- ólfur Marteinsson, D.D. Mikið fjölmenni var viðstatt giftinguna. Fólk var komið frá Winnipeg, Baldur, MacDonald, Carman og fleiri stöðum auk Úr borg og bygð Cantata, The Crucifiction by Staines, verður sungin í Lút- ersku kirkjunni í Selkirk á Pálmasunnudag, kl. 8:30 síðd. af sameinuðum söngflokkum sem Mr. E. Dennison stjórnar. ☆ Á laugardagskvöldið var kom vestan frá Victoria, B.C., hr. Soffonías Thorkelsson rithöf- undur ásamt frú sinni, en þau MINNINGARORÐ: Björg Stefónsdóttir Johnson Fögur er foldin, heiður er Guðs himin, indæl pílagríms æfigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í Paradís með sigursöng. Merkiskonan Björg Stefáns- dóttir — Mrs. John A. Johnson, hefir nú lokið sinni pílagríms- för. Hún lézt í vetur á sjúkra- húsi Marshall bæjar í Minne- sota, föstudaginn 10. febrúnar. Björg var fædd á Desjarmýri 1 Borgarfirði eystra, 29. dag oiarzmánaðar, árið 1876. For- eldrar hennar voru hjónin séra Stefán Pétursson, prestur að Desjarmýri og síðar á Hjaltastað sonur Péturs prests Jónssonar á Valþjófsstað, og Ragnhildar Metúsalemsdóttur, bónda í Möðrudal á Fjalli Jónssonar. Var því Björg af ágætu fólki komin í báðar ættir. Hún átti fjöldamörg nákomin skyld- menni vestan og austan hafs, og verða þær ættir ekki raktar hér; en þó má geta þess, að Björn Pétursson, kennimaður Unitara 1 Winnipeg, og Guðmundur bróð lr hans, einn af frumbúum ís- lenzku bygðanna í Minnesota, voru föðurbræður hennar. Þegar Björg var seytján ára, sumarið 1893, fór hún úr föðiir- húsum og flutti vestur um haf. Pékk hún heimili fyrst hjá fraendfólki sínu í Norður Da- kota, en fór síðan vistum til föð- Urbróður síns Guðmundar í Minnesota. Dvaldi hún í þeim hygðum það sem eftir var æfinn ar. Haustið 1902 giftist Björg Jóni ^rogrímssyni, John A. Johnson, sem lifir nú konu sína, ásamt sl° börnum þeirra hjóna. — Settu þau bú saman í Vestur- hygð; fluttu þaðan eftir nokkur ar á bújörð rétt norðan við bæ- inn Minneota, en síðustu árin sjö áttu þau heima í sjálfum bænum. John A. Johnson Björg Stefánsdótlir Johnson kennari í International Falls, Minnesota; Joan, Mrs. Carl C. Hoeglund, í Chicago; Willard, kaupsýslumaður í Helena, Mon- tana; Ragnhild, Mrs. Matthew Roberts, í Boston; Thordis, sem nú vinnur á skrifstofu í Was- hingtonborg; Doris, Mrs. Chester Gilpin, 1 Arnheim, California, og Elaine, Mrs. William P. House, í Chesham, New Hamps- hire. Bræður Bjargar tveir fluttu til Vesturheims, þeir Jón Ste- fánsson „Filippseyjafari“, nú dáinn fyrir allmörgum árum, og Guðmundur, sem lengi vann við skólakenslu á ýmsum stöðum hér vestra, en hefir nú látið af því starfi og býr í borginni Minneapolis. Sjö systkini Bjargar eru á lífi austan hafs. Þórdís, ekkja Da- víðs Sigurðssonar á Akureyri; Anna, ekkja séra Þorvarðar Brynjólfssonar á stað í Súganda- firði; Halldór, Metúsalem .og Þorsteinn, búsettir í Reykjavík; Þórunn, á Egilstöðum á Völlum, og Jónína, kona Guðmundar Þorbergssonar á Seyðisfirði. Björg var kona gáfuð með af- brigðum og heimilisprúð; las mikið alla æfi, bæði enskar bæk ur og íslenzkar. Stóðu þau hjón- Arngríms Jó„ssonar frá TCka- ” Íalnan framarl<iSa 1 salnaðar bygðarfólksins. Öll sæti í kirkj- unni voru skipuð, allstór hópur stóð og nokkrir komust ekki inn. Mrs. Thorsley var organisti. Mr. George Bjarnarson og Mr. Douglas Davey leiddu til sætis og voru í fararbroddi brúðar- fylkingarinnar; brúðgumann að- stoðaði Mr. Peter Alexander McArthur, frændi hans, frá Mac Donald; brúðina aðstoðuðu Mrs. Jane Robertsharw og Miss Betty Paulson, báðar frænkur brúðar- innar og frá Winnipeg. Mr. Bjarnarson leiddi brúðina að altari. Miss Mary Elizabeth Willet söng: „Hve gott og fagurt og in- dælt er“, og „The Lords Prayer“. Miss Dorothy Polson, frá Winni- peg, frænka brúðarinnar, söng blessunarorðin í lok giftingar- athafnarinnar, og „Oh, Perfect Love“ meðan undirskriftir fóru fram. Úr kirkjunni var gengið í sam- komusal bæjarins. Þar tóku brúðhjónin á móti hamingjuósk- um. Salurinn var fallega skreytt ur, og þar settust menn að borð- um, eins margir og salurinn rúm aði. Sumir segja, að þeir hafi verið 300, en má vera að þeir hafi verið fleiri. Séra Rúnólfur flutti borðbæn. Veitt var af mik- illi rausn, og alt fór þar fram greitt og prýðilega. Mr. M. E. Willet mælti fyrir minni brúð- arinnar og fórst það með ágæt- um. Brúðguminn svaraði lát- laust og fallega. Séra Rúnólfur flutti ofurlitla viðbót við ham- ingjuóskirnar. Miss Dorothy Polson söhg, mönnum til á- nægju. Um kvöldið lögðu brúðhjónin á stað í bíl til Winnipeg og svo suður í Bandaríki um tveggja vikna tíma. — Heimili þeirra verður á búgarði skamt frá Langruth. eiga aðsetur í hinni fögru höfuð- borg British Columbía fylkis; það er ávalt hressandi að hitta Soffonías að máli því hann er fjölfróður og manna orðheppn- astur; þu búa á Marlborough- hótelinu og er herbergisnúmer þeirra 502. ☆ Gjöf til Belel Mrs. Jónína Waugh, $50.00. Fyrir þessa rausnarlegu gjöf er hér með þakkað. J. J. Swanson, féhirðir 308 Avenue Bldg. Wpg. ☆ Þjóðræknisdeildin „F R Ó N“ heldur opinn fund í G. T.-hús- inu á mánudaginn 27. marz n.k., kl. 8 e. h. Ræðumaður á þessum fundi verður séra P. M. Pétursson, for- seti Þjóðræknisfélagsins en fjór- ir unglingar skemta með söng og spili. Þær Florence Clemenson og June Ellistar spila á harmon- iku og gítar og sú fyrrnefnda syngur einsöng en Charl Thor- laksson yngri og Ervie Munt spila harmoniku duet. Þetta ætti verða bæði fróðleg og skemtileg samkoma og er mælst til þess að meðlimir og vinir deildarinnar fjölmenni. Samskot verða tekin. H. Thorgrimson, Ritari Fróns Nýtt ráðuneyti tók við völdum á íslandi þann 14. marz Svolátandi hraðfrétt barst rit- i jstjóra Lögbergs síðastliðinn | sameiningu yfir 36 þingsætum á föstudag frá Hon. Thor Thors sendiherra Islands í Bandaríkj- unum og Canada: „Samkvæmt upplýsingum í símskeyti, sem sendiráðinu hefir borizt frá utanríkisráðuneytinu í Reykjavík, hefir forseti íslands skipað nýtt ráðuneyti undir for- asson. sæti Steingríms Steinþórssonar, sem tók við störfum 14. marz, 1950. Fer Steingrímur jafnframt með félags- og heilbrigðismál. Aðrir ráðherrar eru: Bjarni Benediktsson, utan- ríkis- og dómsmálaráðherra. Björn Ólafsson, viðskiptamála ráðherra, og fer með menntamgl, flugmál og póst- og símamál. Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra. Hermann Jónasson, landbún- aðarráðherra, og fer með sam- göngu- og kirkjumál. Ólafur Thors, atvinnumála- ráðherra“. Samkvæmt ofangreindum upp Alþingi; af hálfu Sjálfstæðis- flokksins eiga sæti í ráðuneyt- inu Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson og Ólafur Thors, en fyrir hönd Framsóknarflokksins Steingrímur Steinþórsson, Ey- steinn Jónsson og Hermann Jón- Hinn nýi forsætisráðherra, Steingrímur Steinþórsson, fram að þessum tíma búnaðarmála- stjóri íslands, er fæddur í Álfta- gerði í Mývatnssveit 12. febrúar 1893. Foreldrar hans voru Stein- þór Björnsson bóndi á Litlu- strönd og Sigrún Jónsdóttir al- þingismanns á Gautlöndum, Sig- urðssonar. Steingrímur forsætis- ráðherra útskrifaðist ungur af búnaðarskólanum á Hvanneyri; hann lauk einnig prófi í búnað- arvísindum við landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn, og gegndi um hríð skólastjóraem- bætti við búnaðarskólann á Hól- um; hann var skipaður búnaðar- lýsingum eru það nú tveir meg- málastjóri 1935 og var jafnframt in stjórnmálaflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn, sem tekið hafa við völdum á íslandi; ráða þeir í KVEÐJUR FRÁ ÍSLANDI stöðum í Eiðaþinghá, og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur frá Snjóholti í sömu sveit, föður- systur Jons Runólfssonar skálds. Börn þeirra Jóns og Bjargar, öll uppkomin, eru: María, skóla- í vikunni sem leið bárust séra Valdimar J. Eylands og fjöl- skyldu hans kveðjur frá íslandi á stálvír. Eru þetta ávörp nokk- urra manna sem fjölskyldan hafði kynnst í Rótary Klubb Keflavíkur, árið sem hún dvaldi þar í landi. Þeir sem taka til máls eru Þorgrímur Eyjólfsson, forseti klubbsins, Karvel ögmundsson útvegsstjóri, Kristinn Pétursson bóksali, Helgi S. Jónsson for- stjóri, Hallgrímur Th. Björnsson, kennari, og Heiðar, ungur sonur hinns síðastnefnda. Einnig eru kveðjur fluttar frá séra Eiríki Bryjólfssyni, þar sem hann biður óllum Vestur íslendingum vel- farnaðar og blessunar Guðs. Svo eru og nokkur lög á vírnum sem Ágúst Pálsson leikur á harmon- iku. Enda þótt að meginið af þess- um erindum sé persónulegs eðl- is, eru þau þrungin af velvild til Vestur fslendinga yfirleitt, og túlka næman skilning á viðleitni þjóðarbrotsins hér til að varð- veita tilveru sína. Einnig er hér allmikið af almennum fréttum, t. d. um hinn öra vöxt og viðgang Keflavíkur bæjar, svo og um landsmál almennt. Erindi Kristins Péturssonar íiallar um bækur. Telur hann að milli 300 og 400 eintök bóka hafi komið út á árinu. Margt af þessu eru úrvalsbækur, en eitthvað flýtur nú með sem ekki virðist mjög girnilegt til fróðleiks, ef dæma má eftir tiltilblöðum; t. d. „Þrælsterkur bófabardagi;“ „Áfengur ástarróman," „Hengd- ur í hörtvinna,“; „Hundrað kokkteilar.“ En mest ber á safn ritum, endurprentunum, og æfi- sögum, segir Kristinn. Heildar- verk þessara höfunda telur hann útkomin eða í prentun: nýbýlastjóri; einnig átti hann sæti í sýningarráði íslandsdeild- ar heimssýningarinnar í New York 1939, og var settur til að vera forstjóri landbúnaðardeild- ar Atvinnudeildar háskólans; hann á sæti á Alþingi fyrir Skagaf j arðarsýslu. Kona Steingríms er Guðný Theodóra Sigurðardóttir fyrrum sjómanns í Reykjavík, Sigurðs- sonar; hinn nýi forsætisráð- herra er bróðir Eggerts læknis Steinþórssonar, sem Vestur-ís- lendingum er að góðu kunnur frá þeim tíma, er hann dvaldi hér í borg við framhaldsnám í læknisfræði. málum og öðru félagslífi bygð- anna og nutu ástsældar af öllu bygðarfólki. Börnum sínum komu þau öllum.vel til menta. Björg hafði verið allmjög far- in að heilsu í nokkur ár; hún var tæpra 74 ára þegar hún lézt. Banamein hennar var heilablóð- fall. Otförin fór fram í kirkju og grafreit St. Páls safnaðar. Prestur þess safnaðar fór með athöfnina. Vinur Þakklæti Sent með seinni skipunum í Góulok, 1950, en raulað eftir afmælið 11. nóvember, 1949, sem er Marteinsmessa heima en er nú Draumsóleyjardagur hér „Fyrst ég annars hjarta hræri“ heimi fremur skrítnum í, eitthvað nýtt ég alt af læri oft þótt gleymi ég því. Samt ég aldrei gleymi því, sem vel er við mig gert, vinskap góðra manna og kvenna, er dauðinn einn fær skert, þaðan hlýjan streymir æ, sem hugann vermir mest, hjartans voldugt yngilyf og svefnsins meðal bezt. Því skal öllum þakkir gjalda þeim, er huga sjötugs manns lyftu upp til vegs og valda vori gróandans. N Samhygð manna er sæla jarðar, sönnust, fegurst lífsins trú, alheims til sem Elyjafjarðar, er hún tengibrú. Hún er það, sem skapað hefur skilning manna á jörð, skilnig þann, sem heldur enn um mannlíf sterkan vörð, barninu er hún leiðarsteinn að lífsins tryggu vör, léttir eins og bíll á vegi göngumannsins för. Því skal öllum þakkir gjalda þeim, er huga sjötugs manns lyftu upp til vegs og valda vori gróandans. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson Ben. Gröndal; Guðmundur Friðjónsson; Gunnar Gunnars- son; Halldór Laxness; Torf- hildur Hólm; Helgi Péturss; Þórbergur Þórðarsson; (bækur hans og séra Árna.) og Guðm. Hagalín. Ræðumaður nefnir einnig mörg safnrit og æfisögur, og er, eftir upptalning hans að dæma, sem bæði er fróðleg og ítarleg, hvorki hörgull á pappír, lestrarfýsn almennings, eða kaupgetu er í bókabúðirnar kemur. Hér er um nýmæli að ræða í samskiftunum milli Islendinga austan hafs og vestan. Er það svo ánægjulegt sem hugast má íyrir kunningja og vini að geta talast við þannig. Vélin fer af stað. Þú lokar augunum, og sjá, vinur þinn stendur ljóslifandi íyrir framan þig. Þú heyrir rödd hans í öllum blæbrigðum, og meira að segja andardrátt hans á milli setninga. Það er ekki með öðru móti unt að komast nær fjarlægum vinum en á þennan hátt. Vírspólur þessar eru fremur ódýrar, og léttar í pósti. Þar sem samskonar tæki eru fyrir hendi báðu megin hafs- ?ns, geta menn talast þannig við, með jafnvel minni fyrirhöfn, og á miklu persónulegri hátt en ineð sendibréfum. Þessar kveðj- ur þeirra Keflvíkinganna, voru talaðar eins og áður var minnst á, inná stálvír, en á svo nefndri „Webster Recording Machine.“ Fleiri tæki eru til af svipaðri gerð sem einnig gefa góðan ár- angur. Helgi S. Jónsson, sem stýrði upptökunni, biður viðtakanda fyrir hjartanlega kveðju til móður-bróður síns, hr. Kristjáns Sívertz í Victoria, B.C. Kveðjan er hérmeð send áleiðis, í von um að hún komist til hins aldr- aða prúðmennis við hafið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.