Lögberg - 23.03.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 23.03.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MARZ, 1950 í réði að hefja byggingu nýbýla í Kelduhverfi í vor Byggingar og rœktun hafa aukizt þar síðustu ár Björn Haraldsson bóndi í Austurgörðum í Kelduhverfi er stadd- ur hér í bænum um þessar mundir og hafði tíðindamaður blaðsins tal af honum í gær. Sagði hann ýms tíðindi úr Kelduhverfi og nágrenni. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylande Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 26. marz — 5. sunnud. í föstu. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir S. Ólafsson ☆ — Argyle Presiakall — Sunnudaginn 26. marz. 5. sunnud. í föstu. Brú kl. 1:30 e. h. Grund kl. 3:30 e. h. Glenboro kl. 7:00 e. h. Allir boðnir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar Úr borg og bygð Herbergi með eða án húsgagna fæst til leigu nú þegar að 639% Langside Street hér í borginni. ☆ Landar! Þið sem þurfið að fá húsmuni yðar endurbygða eða endurnýjaða veitið athygli aug- lýsingunni frá Drapery Service félaginu í þessu blaði. Þeir eru meistarar í sinni list, hafa öll nýjustu verkfæri sem til starfs þeirra þarf, eru ábyggilegir og áreiðanlegir og í tilbót sann- gjarnir og beztu drengir. — Gleymið þeim ekki þegar þið þurfið að láta gjöra við hús- muni yðar. Þið þurfið ekki ann- að en að kalla þá í síma, þá koma þeir undir eins og tala við ykk- Harðindin og afleiðingar þeirra. Tíðar s.l. vetur og vor var með eindæmum hart. Sauðburður allur fór fram í húsum og lambær varð að hýsa til 10.—15. júní. Nokkrir bændur urðu hey- lausir, en nægilegt hey var til í sveitum og var því jafnað eftir börfum. Lambadauði var með meira móti, en þó lítill hjá mörg- um bændum. Fénaðarhöld að óðru leyti voru góð. í haust voru lömbin rýr, en ærnar allfeitar. Bendir það til þess, að þær hafi mjólkað illa yfir sumarið. Kalið var stórfellt. Tilfmnanlegasta afleiðing vor- harðindanna var þó túnkalið, einkum í nýræktartúnum. Stórir flákar, jafnvel svo dagsláttum skipti, voru dauðkalnir og hvítir. Af þessu leiddi, að töðufengur var óvenjulega rýr, og fengu bændur varla meira en þriðjung til tvo þriðju af venjulegum töðu teng. Af þessu hefði leitt svo stór- fellda fækkun á fjárstofni bænda, að nálgast hefði niður- skurð, ef það hefði ekki bætt úr, að útengi spratt mjög vel og heyskapartíð var allgóð fram eftir hausti. Tíðin það sem af er vetri hefir og verið sæmileg, snjólétt, en dálítið umhleypinga- söm. Nýi fjárstofninn reynist vel. Haustið 1944 voru höfð fjár skipti í Kelduhverfi. Fóru þau vel og skipulega fram, þótt nokk uð greindi menn á um réttmæti þeirra þá. Fjárskipti þessi virð- ast hafa tekizt mjög vel, og Athygli skal hér með leidd að borðhaldi og dansleik, sem The Viking Club efnir til á Marl- borough hótelinu hér í borginni þann 30. þ. m., kl. 6.30 e. h. Verð- ur þar venju samkvæmt glatt á hjalla og margbreyttar skemt- anir. Vissara að panta aðgöngu- miða í tæka tíð. Sjá auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu. Keldhverfingar hafa fyrir nokk- ru náð þeirri fjártölu, sem þeir höfðu áður en mæðiveikin her- tók gamla stofninn. Nýja féð reynist ágætlega, er bæði afurða gott og vel hraust. Eru nú allir Keldhverfingar á einu máli um það, að fjárskiptin hafi verið hið rnesta happaráð fyrir Þingey- inga og óska þess, að fordæmi þeirra megi sem fyrst koma að gagni þeim öðrum sauðfjár- ræktarhéruðum, sem við fjár- pestir eiga að búa. Túnræktin eykst mjög. Túnrækt í Kelduhverfi hefir aukizt ár frá ári og á mörgum bæjum í allstórum stíl. Töðu- fengurinn hefir þó ekki vaxið að sama skapi og veldur því hinn mikli skortur á tilbúnum áburði. Byggingar aukast á ný. Á stríðsárunum féllu bygginga framkvæmdir niður að mestu leyti í Kelduhverfi og nærsveit- um, en á síðustu árum hafa þær aukizt aftur. Nú hafa flestir Sjöunda bindið af Sögu íslendinga komið út Það nær yfir tímabilið frá 1770 til 1830 og er samið af Þorkeli Jóhannessyni. Komið er út hjá menningar- sjóði og þjóðvinafélaginu sjö- unda bindi af Sögu íslendinga, samið af Þorkeli Jóhannessyni prófessor. Fjallar bókin um „upplýsingaröldina“, tímabilið 1770—1830 og er 575 blaðsíður að stærð og eru í henni 62 mynd- ir, m.a. margar myndir, sem ekki hafa verið prentaðar áður, af ýmsum þekktum mönnum þessa tímabils íslendingasögunnar. Af ritverki þessu voru áður komin út 3 bindi, hið fjórða, fimmta og sjötta, og ná þau yfir tímabilið frá 1500 til 1830. Tímabilið, sem um er fjallað í þessu bindi ritsafnsins, er að ýmsu leyti mjög athyglisvert. Saga þess skýrir frá miklu um- róti í lífi þjóðarinnar. Æðsti valdsmaður landsins, stiftamað- urinn, er fyrrum átti aðsetur ut- an lands, fær nú aðsetur innan- lands; þjóðin fær sín fyrstu vega lög, póstlög og jarðræktarlög. Landlæknisembættið er stofnað og komið á nýrri skipan í heil- brigðismálum. Hér segir frá lok- um hinna fornu biskupsstóla í Hólum og Skálholti og hinum nýju skólum á Hólavelli og að Bessastöðum. Sagt er frá lokum einokunarinnar, nýjungum í sjávarútvegi útrýming fjársýk- innar og ýmsum breytingum í atvinnuefnum þjóðarinnar. Þáttaskil verða í þessari sögu upp úr aldamótunum 1800. Á styrjaldarárunum fram til 1814 verður alger stöðvun á viðleitni stjórnarvalda til umbóta á hög- um landsins. Ríkir þá um hríð mikill glundroði í fjárhags og atvinnumálum. Við þessa frásögu koma marg- ir ágætir menn, svo sem Jón Eiríksson, Skúli Magnússon, Ól- afur Stefánsson, Stefán Þórar- insson, Hannes Finnsson og síð- ast en ekki sízt Magnús Steph- ensen. í yfirliti um menning og menntir þjóðarinnar á þessu tímabili er stuttlega greint frá bóakgerð í landinu og getið helztu skálda og rithöfunda og verka þeirra. Má þar til nefna m. a. Eggert Ólafsson, Jón Þor- láksson, Sígurð Pétursson, Benedikt Gröndal, Magnús Stephensen, Finn Jónsson, Hálf- dan Einarsson, Magnús Ketils- son, Jón Eiríksson og Finn Mag- nússon. —Alþbl. 10. febr. ur. RE-UPHOLSTER! Kostar minna ★ ★ ■fe Þú gretur elcki keypt nýja samstæiSu i húsmunum fyrir helm- ingi hærra verb, en það kostar þig að yfirdekka þá sem þú átt, og samt rtjóta sömu efnisgæCa. ■fc Persónulegt eftirlit á smáatriöum, sem ábótavant er þegar um stórkostlega verksmiSjuframleiSslu er aS ræSa, gjörir lirajx'i v Serviee Co. endurbygSu húsmunina betri, heldur en þeir voru áSur. ■fe Það eru engar skorSur aS því er val 4 litum snertir, því aS ótakmörkuSu efnisvali er úr aS velja. •fc Þaulæfðir sérfræSingar, heimsækja þig, þér til aSstoðar án endurgjalds, eSa skuldbindingar. llagnvttn þér okkar 7 atriiia betrunar þjónustu ☆ Grindin, nákvæmlega skoSuS, yfir hana fariS og viS hana gjört. öll spring strengd og bundin — þau sem veik eru eSa brotin endurbætt. ■fc Allar stoppanir endurbættar og 75% endurnýjaSar — 100% í sessum. •& Pólering á viSarverki, endurnýjuS, og póleraS á ný. Plastic, til að varna ryki á endum og armhvílum, ókeypis. •^f Ekkert kaupsýsluumstang nauSsynlegt. — Sækjum munina á mánudag og skilum þeim á laugardag. Tækni og vandvirkni ★ »»0 ,»l /»0 qai finst hvergi fullkomnari ★ uIIDlO tll OZ Ot/4 bændur ríka þörf að byggja eitt- hvað, ýmist peningshús, hlöður eða íbúðarhús. Harðindin s.l. vor sýndu bændum gerla, hve skað- vænlegt það er að hafa ekki járn varin fjárhús, því að húsableyt- an er hættuleg. Gólfgrindur í íjárhúsum eru einnig nauðsyn- legar, en eru mjög óvíða til. Slík ar grindur hefðu langt til borgað sig s.l. vor hjá þeim bændum, sem lömb misstu í stórum stíl. 1 Leirhöfn er fullkomið tré smíðaverkstæði, sem smíðar hurðir, gulgga og húsgögn, og kemur það að ágætum notum. Uggur í bændum. Nokkur uggur í bændum er um það, að þeir fái ekki að gera þessar bráðnauðsynlegu umbæt- ur, þótt þá skorti ekki fé til þess. Fjárfesting og fjárfestingarleyfi eru nýir og torfengnir hlutir. Hinir, sem þurfa á lánsfé að halda, þreifa á köldum veruleik- anum strax. Þrjú nýbýli Þrír efnilegir ungir menn í hreppnum hafa ákveðið að stofna sitt nýbýlið hver og hefja byggingu á næsta vori. Er þess að vænta, að til þess fái þeir lögmæt lán og aðra fyrirgreið- slu, svo að þeir þurfi ekki að herkjast burtu úr fæðingarsveit sinn, þar sem þeir vilja helzt lifa og starfa. Fólksfjöldi er svipaður og um aldamót. 1 Keíduhverfi er fólkstala nú svipuð og um aldamót og hefir ekki lækkað hin síðari ár, þrátt fyrir árlegan brottflutning, eink um ungs fólks. Um þriðjungur fólksins eru börn innan ferming- ar og rúmlega tíundi hver maður kominn yfir sextugt. Þar að auki er svo vanheilt fólk og ekki full- vinnandi sökum æsku. Mun full- vinnandi fólk ekki fleira en fjór- ir af hverjum tíu og er það lág hlutfallstala. Hins vegar er ó- kleift fyrir búskapinn að greiða taxtakaup, þegar ekki er tekið tillit til fjárhagslegra hlunninda, sem sveitavinnan hefir að bjóða verkafólki fram yfir kaupstaða- vinnu. Þrátt fyrir þetta má seg- ja, að fólkinu líði vel. Það gerir nóísamarkröfur og framfarir eru Bns. Phone 27 9*9—Res. Phone 38 151 Rovalzos Flower Shop Onr Speelalties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Chrlstto, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA kaupi hæzta verSi gramla Islenzka munl, svo s©m tóbaksdósdr og pontur. homspæni, útskornar brikur, einkum af Austurlandi, 3g væri þá æskilegt, ef unt værl, rerC yrOi grein fyrir aldri mun- inna og hverjlr hefSu smlCaS þá. HALiLDÓR M. SWAN, 912 Jessie Avenue, Wlnnipeg - 8imi 46 958 Dr. A. H. S. Gillson to Attend f/Coffee Party" in Aid of the Chair in lcelandic The very first public function in aid of the Chair in Icelandic literature and language at the University of Manitoba, will be held under the auspices of the Jón Sigurðson chapter, IODE in the lower auditorium of the First Lutheran church, Victor Street, Tuesday evening, March 28th. It will take the form of a “coffee party” from 8 to 11 p.m. and special guests will be Dr. A. H. S. Gillson, president of the University and Mrs Gillson together with members of the Board of Governors with their wives, who would like, on this occasion, to meet the members of the Icelandic community. During the evening an excel- ient short program will be pre- sented, which will take the form of a scenic and musical sketch carefully built around the ‘Fjallkona’ (which is the symbol of Iceland) as a central motive á flestum sviðum, að vísu óvíða stórfelldar, en „sígandi lukka er 'oezt.“ Vöruskortur tilfinnanlegur Mjög tilfinnanlegur vöruskort ur er norður þar á ýmsum nauð- synjavarningi, sérstaklega á fatnaði og efni til hans. Skömmt- unarseðlarnir eru ríkulegir og safnast fyrir á heímilum, en var- an ófáanleg, hvar sem leitað er. Þó hefir upp á síðkastið borizt nokkuð af fatnaði í verzlanir. Er hann saumaður í Reykjavík, rándýr vara og annars flokks. Heyrzt hefir, að Fjárhagsráð semji um framleiðslu á sumri þessari vöru og afhendi einkafyr irtækjum í Reykjavík forgangs rétt til þess að gera klæðnað úr innfluttri vefnaðarvöru, sem áð- ur var atvinna þjóðarinnar í heild. Er vafasamt, að þetta verði talið bjargráð fyrir lands- byggðina utan Reykjavíkur. Vélanotkunin vex alltaf, en þó er skortur á búvélum og heimilis vélum mikill. Pantanir geysi- miklar óuppfylltar og horfir betta til mikilla vandræða á fólkslitlum heimilium, þar sem sannarlega er ekki vanþörf á að létta störfin. Kaupfélag Norður- Þingeyinga rekur viðgerðarverk stæði fyrir búvinnuvélar og heimilisvélar til mikilla hags- bóta. —Tíminn, 8. febr. or theme. Taking part as soprano soloist will be Mrs. Rosa Vernon, and Mrs. Aida (Her- mannsson) Hart, violinist. Feat- ures on the program will be colorful costume tableaux, with soft instrumental music as back- ground and suitable commen- tary. Among those doing the honors, pouring coffee will be local doctors, lawyers and M.L.A.’s. Receiving with the regent, Mrs. B. S. Benson and vice-regents, Mrs. E A ísfeld and Mrs. H. A. Bergman will be Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman of the central committee of the Founders of the Chair in Ice- landic, and Mrs. Thorlakson. Hólmríður Daníelson, secretary Þjóðverji og Ameríkumaður ræðast við. Þjóðverjinn: —í Þýzkalandi fara hraðlestirnar svo hart, að símastaurarnir meðfram vegin- um líta út eins og tennur í hár- greiðu. Ameríkumaðurinn\~Þ að er ekki í frásögur færandi. Fyrir vestan fara lestirnar svo hratt, áð skugginn þeirra kemur hálf- tíma seinna á stöðina. SEVENTH ANNUAL VIKING BANQUET AND BALL Thursday, March 30, ai 6.30 p.m. in the MARLBOROUGH IIOTEL, 8th Floor Jimmie Gowler’s Orchestra Dinner and Dance $2.00 Dance only ......................75 Reserve Early Kaupið þennan stóra 25c PAKKA vegna gæða Hvað er langt* síðan þú varst "heima"? Farðu nú . . . þegar hagstætt er að ferðast! Þráir þú að heimsækja fjölskyldu þína „í gamla landinu"... Að kynna þeim þína eigin fjölskyldu . . . Að gleðjast og minnast forna funda meðal vina . . . Neitaðu þér ekki um þessa ánægju af þeirri ástæðu, að þér finnst þú ekki hafa ráð á því. . . Farðu núna, þegar bæði er hægt að spara og fá betra farrými! Talaðu við ferðaskrifstofu þína í dag. Hún mun með ánægju taka að sér að sjá um ferðina fyrir þig. Represenlalives in America for the EUROPEÆN TRAVEL COMMiSSiOn AUSTRIA FRANCE ICELAND LUXEMBOURG NORWAY SWEDEN BELGIUM GREAT BRITAIN IRELAND MONACO PORTUGAL TURKEY DENMARK GREECE ITALY NETHERLANDS SWITZERLAND AUKINN SKILNINGUR MEÐ FERÐALÖGUM . . . ER LYKILLINN AÐ FRIÐI.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.