Lögberg - 23.03.1950, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MARZ, 1950
7
UM NYJAR BÆKUR AD
HEIMAN
(Framháld af bls. 3)
Hér hefur um hríð verið litið
á gamankvæðin — en hvað er
þá að segja um alvöruljóðin? Á
mörg þeirra hefur þegar verið
minnzt að framan, en þó eru enn
eftir ljóðategundir, sem ekki
hefur verið hreyft við. Má þar
til telja mannlýsingar, sem oft
eru erfiljóð eða minningar, en
stundum heillaóskakvæði.
Af minningum er „Sigrún
Pálsdóttir „Blöndal“ eftir Gunn-
ar Gunnarsson eitt hið bezta
kvæðið. Halldór Benediktsson,
bróðir Jónasar í Kolmúla, yrkir
um Jón skáld Magnússon góð
erfiljóð. Skemmtilegar og ein-
kennilegar mannlýsingar eru
„Jón í Skjálg“ eftir Ríkarð Jóns-
son °g „Élja-Grímur“ eftir Ein-
ar H. Guðmufidsson. Sigurður
Arngrímsson yrkir um Snorra
Sturluson og Kjarval, Sigurður
Baldvinsson um Ríkarð Jónsson,
að þessum tveim miklu
myndlistarmönnum Austur-
•lands er ekki gleymt,
Ein sex skáld yrkja um móður
sína eða foreldra, oftast falleg
kvæði og ræktarleg, ekki sízt
hið einfalda kvæði Rannveigar
Sigfúsdóttur frá Skjögrastöðum
um foreldra sína. I öðrum kvæð-
um eru eftirmæli eftir börn, ætt-
ingja og vini, oft mjög góð. Af
þeim er „Sonartregi" Gísla S.
Helgasonar frá Geirúlfsstöðum
uierkilega dýrt kveðinn.
í ástarljóðum yngra fólksins
getur viðrað ýmislega. Sumir
eru með glettur og glens (Árni
Helgason), aðrir eru beizkir
(Þórunn Einarsdóttir, Málfríður
Eiríksdóttir). Enn aðrir brenna
eldi heitara (Þorbjörn Magnús-
son) eða njóta skins og skúra
a víxl (systkinin á Ásgeirsstöð-
um).
Suma svíður enn eftir gömul
meiðsli (Sigurður Helgason, Sig-
ríður Þórðardóttir), en sviðann
dregur von bráðar úr, þar sem
börn eru á aðra hönd, eins og
^já Sigríði á Lækjarbakka, sem
er eitt af innilegustu ljóðskáld-
Ura bókarinnar. önnur móðir^
sem lifir í börnum sínum og yrk-
ir Um þau, dáin og lifandi, átta
talsins er Sólrún Eiríksdóttir á
Krossi í Fellum. Ef trúa má hin-
um einföldu og innilegu vísum
hennar, mun leitun á betri móð-
ur börnum sínum.
í sambandi við þessar góðu
mæður væri freistandi að taka
konurnar til athugunar í heild,
þótt það verði ekki gert hér. Að-
eins skal þess getið, að ekki hafa
Heiri en 16 konur tekið þátt í
bókinni, og hefðu þær sennilega
getað gert miklu betur í saman-
burði við karlana, hvað töluna
snertir, og jafngóð skáld virðast
þær vera upp og ofan eins og
karlarnir. Ættu fleiri að gefa sig
fram næst.
Hvort sem litið er á efni eða
íorm, þá er í raun og veru að-
úáanlegt, hve gamalt og nýtt,
lornöld, miðöld og framtíð hald-
ast í hendur í ljóðum Austfirð-
jUga. Einar bóndi Björnsson að
yjum í Breiðdal, ættaður úr
Alftafirði, yrkir heimslystarvís-
Ur um væna mey og vakurt
r°ss, eins og Stefán Ólafsson
íorfaðir hans, meðan annar Álft-
n'ðingur, Brynjólfur Sigurðs-
f°n» til heimilis norður á Sléttu,
veður ástar-vísur um Rauð,
velplóginn sinn. Páll Jónsson,
keggjastöðum í Fellum yrkir
bæði hestavísur og bíla. Og
menn beri kvæði þeirra Skjögra-
staðasystra, Rannveigar og Mar-
grétar Sigfúsdætra, saman við
kvæði þeirra stallsystranna á
Úthéraði, Katrínar og Þorbjarg-
ar Eiríksdætra, í Dagverðar-
gerði og á Ásgeirsstöðum. Þær
Skj ögrastaðasystur eru mótaðar
af hörðu árunum 1875—90 og er
þó vinhlýtt í landi minninga
þeirra. Þær stöllur Eiríksdætur
motastj á stríðsárunum síðari, í
uPPgangl °g anda ástandsár-
anna.
Auðteknast a fornu og nýju
verður þó ef menn líta á formið
fremur en efnið, og kemur
hvergi ljósar fram fastheldni og
framfaravilji austfirzku skáld-
anna en þá.
Bæði Helgi Valtýsson í for-
mála bókarinnar og aðrir, hafa
bent á það, hve ferskeytlan, hinn
aldagamli rímnabragarháttur,
er áberandi í þessu safni. Og
það er ekki aðeins að ferskeytl-
an sé áberandi, heldur er hun
ein af aðalyrkisefnum skáld-
anna; þau geta ekki stillt sig um
að syngja henni lof, votta henni
ást sína. Svo gera a. m. k. auk
Helga Valtýssonar, Guðfinna
Þorsteinsdóttir, Páll Jóhannes-
son, og Skúli Þorsteinsson.
Helgi yrkir:
Trauðla raknar tryggðaband, —
treyst í raunum mínum. —
Aldrei gleymist Austurland
útlaganum sínum.
En þó að flest skáldin augsýni-
lega hafi þetta einfalda form
hennar á bak við eyrað, þá er
síður en svo að þeir láti þar við
sitja, heldur framreiða þeir hana
í öllum sínum meira og minna
dýru tilbrigðum. Sérstaklega er
hringhendan skáldunum tiltæk,
enda kvartar eitt efnilegasta
ungskáldið undan henni á þenn-
an eftirminnilega hátt:
Þegar við hugsjónir leita ég lags
og langar að punkta þær hjá
mér,
þá byrjar helvítis hringhendan
strax
að hrönglast í kjaftinum á mér.
Þetta er sjálfsagt ekkert hé-
gómamál fyrir ungu skáldin,
sem verða að fylgjast með tím-
anum, en það getur iljað gömlu
körlunum um hjartaræturnar að
sjá, að hringhendur skuli enn
þvælast svo fyrir ungviðinu.
Eitt skáldanna, Lúðvík R.
Stefánsson Kemp, fæddur í Fá-
skrúðsfirði, uppalinn á hagyrð-
ings heimili í Breiðdal, og
sveitaskáld Skagfirðinga, er
fyrst og fremst rímnaskáld og
lausavísna. Hann leikur sér að
rímnaháttunum, yrkir hring-
hendur, nýhendur, hagkviðlinga
þátt og áttþætting, langhendu
hringhenda, nýhendu hring-
henda, stafhendu mishring-
henda, Kolbeinslag, hringhendu
aloddhenda, nýhendu alodd-
henda, og er allólíkt, að hér
komi öll kurl til grafar þótt ekki
hafi hann komið fleiru í „Brag-
skælingarímu" bókarinnar. —
Fleirum Breiðdælingum eru til-
tækar ferskeytlur og hringhend-
ur — eins og t. d. þeim Þorvalds-
staðahjónum Jóni Björgólfssyni
og Guðnýju Jónasdóttur er hafa
þær til heimabrúks — þótt ekki
séu þeir að jafnaði jafn-útfarnir
í listinni og Lúðvík Kemp.
En ef stokkið er úr Breiðdal
norður í Vopnafjörð, þá hittast
þar aftur skáld, sem heldur en
ekki eru útsmogin í dýrum hátt-
um. Skal þar fyrst frægan telja,
elzta skáld bókarinnar, Gísla
Sigurð Helgason, bónda á
Hrappsstöðum í Vopnafirði.
Helgi var fæddur á Geirólfs-
stöðum í Skriðdal, sonar-sonur
Hallgríms skálds í Stóra-Sand-
felli.
Gísli yrkir eigi aðeins hring-
hendur og sléttubönd af fer-
skeytlutagi, en hann hefur auk
þess sýnilega sökkt sér niður í
list hinna fornu háttalykla, og
haft úr þeim, fyrir utan drótt-
kvæðan hátt, dýra háttu eins og:
Gæða tíðin gleður móður hrjáða,
gagnið magnast, hagnað fagna
bragnar, o. s. frv.
og hinar íturmæltu drögur í
ljóðabréfinu til Sigrúnar á Hall-
ormsstað:
Sárt mér fellur það af þér,
þér hefir gleymst að skrifa mér,
mér sem ekki fæ þinn fund,
fundir vina gleðja lund.
Lund . . . . o. s. frv.
Hinn iðurmælti leikur kemur
fyrst fyrir í dunhendum vísum
Egils Skalla-Grímssonar, hér á
voru landi:
Atgeira læt ek ýrar
ýring um vör skýra.
En drögur hefur Snorri í
Hállalali og Ólafur Hvítaskáld í
Málskrúðsfræði sinni, en algeng
verða þessi rímbrögð tæplega
fyrr en á 15.—16. öld. Svo hér
er um gamalt góss að ræða.
Af sonum Gísla heldur Helgi
bóndi á Hrappsstöðum enn við
ferskeytlu föður síns í hinum ó-
dýrari formum, en Benedikt
Gíslason (frá Hofteigi) leggur
hana fyrir óðal og yrkir undir
öðrum nýjum háttum, þar á
meðal ferskeytlu Heines, Jónas-
ar og Þórbergs:
Gakktu um Giljaheiði,
þar gefur margt að sjá.
Þar sefur brúður á beði,
og brennivíns-kútur hjá.
Loks yrkir sonur Benedikts
Gíslasonar, Bjarni (f. 1922) alls
ekki undir neinum ferskeytlum,
en reynir sig á lengri ljóðlínum
og stærri kvæðum, þar á meðal
einu, sem er ný-móðins að smíði,
— minnir á ljóðagerð Steins
Steinars:
Inn í hjarta ormur grefur,
iðinn vefur
örlögþræði ósén mund.
Læðist hljótt um huga refur
hvítur sefur
gimbill auðnu í grænum lund.
Hér er hlaupið yfir hinn fræga
mann Gunnar Gunnarsson, sem
líka er af Hallgríms ætt Sand-
fells-skálds, og ólst upp í Vopna-
firði. Hann er nokkuð eldri en
þeir Gíslasynir, fæddur 1889 eins
og Lúðvík R. S. Kemp, þeir
Benedikt 1894 og Helgi 1897.
Ekki má láta undan ganga að
minnast á hin vopnfirzku skáld-
in, þau frá Teigi í Vopnafirði.
Er þá fyrst að telja móður hús-
freyjunnar á Teigi, Rannveigu
Sigfúsdóttur frá Skjögrastöðum
í Skógum (f. 1869). Þessi Rann-
veig er alsystir Margrétar skáld-
konu á Hrafnkelsstöðum í Fljóts
dal (f. 1875). Þær voru dætur
Sigfúsar Sigfússonar frá Lang-
húsum í Fljótsdal og konu hans
G u ð f i n n u Egilsdóttur frá
Hvannstóði í Borgarfirði eystra.
Rannveigu átti Þorsteinn Ei-
ríksson bóndi að Skjögrastöðum.
Þeirra dóttir var Guðfinna Þor-
steinsdóttir, húsfreyja að Teigi
(f. 1891), er gefið hefur út ljóða-
bókina Hélublóm (Rvík 1937)
undir dulnefninu Erla. En hún,
móðir hennar, móðursystir og
bróðir Guðmundur Þorsteins-
son eiga merkilegan og skemmti
legan þátt í þessari bók.
Guðfinna (Erla) er gift Valdi-
mar Jóhannessyni frá Syðri-
Vík í Vopnafirði, hálfbróður
Einars B. Sæmundssonar skálds
og skógarvarðar. Móðir þeirra
Einars og Valdemars var Guð-
rún Jónsdóttir frá Surtsstöðum
í Jökulsárhlíð. En sonur þeirra
Guðfinnu og Valdemars er Þor-
steinn Valdemarsson, cand.
theol., og á hann líka kvæði og
þau eigi ómerk í þessari bók.
Þær systurnar, gömlu konurn-
ar, Rannveig og Margrét, yrkja
bæði ljóð og ferskeytlur, en
ekki mjög dýrt. Aftur á móti
Guðfinna-Erla eins dýrt eins og
sveitungi hennar (frændi?) Gísli
Helgason. Er engu líkara en að
þau hafi kveðist á með ferskeytl-
um, hringhendum, gagaraljóð-
um (Páll Ól.: Rángá varð mér
þykkju-þung), sléttuböndum,
fyrir utan dróttkvætt og aðra
háttu yngri, dýra og ódýra;
kvæði Erlu „Svanir“ er af yngra
toga spunnið. Guðmundur bróð-
ir Erlu yrkir ekki dýrt á við
systur sína; auk þess á hann
kvæði um véldæluna sína, nýtt
að efni.
En ef augum er rennt yfir
skáldskap hins unga guðfræð-
ings, Valdemars, þá kemur í ljós,
að hann er nýtízkasta skáldið í
bókinni. Kvæði hans um ölduna
og dranginn er völundar-smíð,
algerlega ósnortið af hring-
hendu-list móðurinnar, en hnit-
miðað í byggingu, svo þar er
engu ofaukið né áfátt. Sver
hann sig þannig í ætt hinna nýj-
ustu skálda eins og Steins Stein-
ars eða Snorra Hjartarsonar, og
er sennilega mikils af honum að
vænta. En þessi nýtízku-kvæði
minna stundum nokkuð á þulur
vegna þess hve ljóðlínurnar eru
stuttar. En það skilur þulurnar
og hin nýju kvæði að þulurnar
eru léttar, hoppa á ríminu eins
og lækir af heiðarbrún niður
hlíðar, en hin nýju kvæði eru
njörfuð saman eins og víravirki
stálbrúnna og skýskafaranna.
En ekki þætti mér ólíklegt, að
hringhendur heimilisins hafi
einhverntíma bögglast fyrir
brjósti Valdemars, eins og þær
„hröngluðust' í kjafti“ skáld-
bróður hans úr Skeggjastaða-
hreppi norðan Vopnafjarðar, en
hann er líka að því er mér virð-
ist einn af hinum efnilegri yngri
skáldum í bókinni.
Hin nýtízku ljóð Valdemars
sýna, að stefnur og straumar
tímanna brjóta enn á skerjum
og boðum Austurlands. Ef aug-
um er rennt yfir ljóðasafnið frá
því sjónarmiði, sést að það er
ekki í fyrsta sinni.
Frá árunum 1890—1900 má
greina tvo þætti í ljóðunum,
annan ljóðrænan, hinn afli og
starfshuga þrunginn. Báða þessa
þætti má greina í stórkvæðum
þeirra Helga Valtýssonar („óður
moldarinnar") og Sigurðar Arn-
grímssonar („A u s tu r 1 a n d“).
Framfarahugurinn frá fyrir-
stríðs-árununv er og sterkur í
kvæði Ríkarðar Jónssonar
„Austurland" (1912):
Aðeins þjóðin vildi vakna
vinna og sýna hver hún er.
Ei vér þurfum Ameríku
yrkjum, plægjum land og
mar!
ísland gefur gull við slíku . . .
Aftur á móti er hinn Ijóðræni
tónn einvaldur í kvæðum Sveins
Sigurðssonar: hann yrkir líka
sonnettur (eins og Smári), en
' sonnetturnar hafa síðan á dög-
Jónasar Hallgrímssonar búið yf-
ir miklum Ijóðtöfriyp (kvæði
1913—19).
Kvísl af þessu ljóðræna flóði
voru grátljóðin, sem voru hæst-
móðins meðal hinna ungu skálda
um 1920. Hér er Sigurjón bóndi
Jónsson í Snæhvammi fulltrúi
þeirra eins og kvæðin „Brot úr
bíflugnaljóðum" og „Bólarleysi"
bera vott um.
Þótt kynlegt megi virðast bera
þessi austfirzku ljóð lítt eða ekki
merki hins róttæka boðskapar
hinna Rauðu Penna frá áratug-
inum 1930—40, og það þótt leið-
toginn Kristinn E. Andrésson
væri Austfirðingur frá Eskifirði.
Þó er ekki svo að skilja að ekki
hittist slíkur ádeilutónn, eink-
um hjá hinum yngri skáldum,
og er það að vonum. Þannig seg-
ir Þorsteinn Valdemarsson um
þetta líf:
Sumum finnst til þess sárt að
hugsa
sumum gaman —
aðeinhverntíma verði enda
skipti
á öllu saman.
Hér hefur nú hitt og annað
verið til týnt um Aldrei gleym-
isi Austurland, og þó síður en
svo að bókin hafi verið athuguð
frá öllum köntum.
Til da^mis gæti það verið fróð-
legt að athuga hvernig skáldin
skiftust á sveitirnar, eða hví
nokkrar sveitir hafa orðið út-
undan, eins og Mjóifjörður,
Norðfjörður og Berufjörður.
Hygg ég, að það sé hiklaust til-
viljun. 1 Berufirði bjuggu, þeg-
ar ég þekkti til tveir skáldbræð-
ur, Guðmundur og Hallur Guð-
mundssynir. Átti hinn fyrr-
nefndi margt barna og væri
þeim illa úr ætt skotið, ef eitt-
hvert þeirra yrkti ekki.
Ef litið er á uppruna skáld-
anna, virðast flest vera úr
Vopnafirði (9) þar næst úr Loð-
mundarfirði (7) og Breiðdal (7).
Má vera að Kunnugleiki Helga í
Niðurskurður sauðfjór í
Borgarfjarðar- og Mýrasýslum
Auk þess nokkrum
hluta Dala- og Snæ-
fellsnessýslna.
Ákveðið hefir verið með al-
mennri atkvæðagreiðslu að nið-
urskurður sauðfjár fari fram
annað hvort á hausti komanda
eða 1951 í allri Borgarfjarðar-
og Mýrasýslu, 3 hreppum í Dala-
sýslu og þrem hreppum í Snæ-
fellsnessýslu. Á þessu svæði er
nú um 40 þúsund fullorðins fjár.
Almenn atkvæðagreiðsla með-
al fjáreigenda um fjárskipta-
frumvarp fór fram í s. 1. mán-
uði á svæðinu frá Laxárdalsgirð-
ingu, Snæfellsnessgirðingu og
Arnarvatn^heiðargirðingu að
Hvalfjarðargirðingu. Það eru
Mýra og Borgarfjarðarsýsla, Kol
beinsstaðahreppu, Eyjahreppur
og Skógarstrandarhreppur í Snæ
fellsnessýslu, Hörðudalshreppur,
Miðdalshreppur og Haukalads-
hreppur í Dalasýslu, sem eru inn
an þessa svæðis.
Á kjörskrá voru 659 fjáreig-
endur (þ .e. menn, sem áttu 15
kindur eða fleiri við síðasta
framtal, og hafa auk þess náð
18 ára aldri). Atkvæði greiddu
512. Já sögðu 467, en nei 39. Auð-
ir seðlar voru 6.
Samkvæmt þessu hefir frum-
varpið hlotið tilskilið fylgi fjár-
eigenda, samkv. lögum.
Ekki er enn ákveðið hvort fjár
skipti fara fram á svæðinu á
næsta hausti eða haustinu 1951.
Á svæðinu mun mega reikna
með um 40 þús. sauðfjár.
—Vísir 4. febr.
Loðmundarfirði valdi því hve
tiltölulega margir eru þaðan úr
jafnlítilli sveit, því Helgi er
sjálfur Loðmfirðingur. Hinsveg-
ar hefði ég ekki vitað að svo
mörg skáld væri í BreiðdaLþótt
ég væri þar kunnugur.
Ef litið er á fjölda skáldanna,
sem enn búa og yrkja heima í
sveitunum, þá eru þau 5 á Jök-
uldal, í Hróarstungu, á Vopna-
firði og í Breiðdal.
Ennþá fróðlegri en sveitfestin
eru ættartengslin. Hefur nóg
verið skrifað hér að framan til
að benda á það: um Vopnfirzku
skáldin af ætt Hallgríms í Stóra-
Sandfelli — og um skáldaætt
Guðfinnu í Teigi. Margt merki-
legt mundi koma í ljós ef um það
væri fjallað af kunnugum manni
og fróðum, eins og Benedikt
Gíslasyni, en ég á ekki innan-
gegnt í ættartölubækur sr. Ein-
ars Jónssonar á Hofi.
Af skáldum vestan hafs hef ég
minnst á Einar Pál, en ekki
Gísla Jónsson bróður hans, sem
á hér fallegt kvæði, „Fardagar".
Eigi heldur hef ég minnst á
Hjálmar Gíslason, bróður Þor-
steins Gíslasonar skálds. Austan
hafsins eru systkinin í Heiðar-
seli, Arnheiður og Einar H. Guð-
jónsson; systkinin þrjú á Ás-
geirsstöðum, en Jón Guðmunds-
son kvað vera föðurbróðir
þeirra. Þá er Knútur Þorsteins-
son, systursonur Helga Valtýs-
sonar.
Mér nærtækari og kunnugri
eru skáldin í Breiðdal. Þau syst-
kinin Þuríður og Haraldur
Briem voru börn Ólafs Briem í
Eyjum, en Haraldur faðir hans
var albróðir Valdemars skálds
og vígslubiskups. Hygg ég að
þeir feðgar Haraldur og Ólafur
hafi báðir verið skáldmæltir.
Jón Björgólfsson, bóndi á
Þorvaldsstöðum, er albróðir Sig-
urðar Björgólfssonar, kennara
á Siglufirði, er skrifað hefur
leikrit fyrir börn. Systir þeirra
var Björg, móðir Páls Jóhann-
essonar bónda í Stöð, en faðir
hans, Jóhannes frá Skjögra-
stöðum var líka prýðilega hag-
mæltur og orðheppinn. Sigur-
jón bóndi í Snæhvammi er
skyldur þessum mönnum að
frændsemi.
Þær Guðný Jónasdóttir og
Sigríður Þórðardóttir eru og
skyldar, báðar í ætt við Bene-
dikt gamla Þórarinsson, hinn
mikla bókamann.
Loks má minna á hina al-
kunnu frændsemi þeirra Þór-
unnar Ríkarðsdóttur, Ríkarðs
Jónssonar og Richards Becks.
Að lokum gæti verið fróðlegt
að athuga aldursröð skáldanna.
Og hef ég því raðað þeim hér
eftir áratugum:
Koma 4 skáld á áratuglnn 1860—70.
__ 16 — — 1670—80
— 10 — — 1670—80
— 14 — — 1890—1900
— 15 — — 1900—10
— 7 — -— 1910—20
— 6 — — 1930—30
— 1 — — 1930
Sjálfsagt er ekkert leggjandi
upp úr hinni lágu tölu skálda
eftir 1910, þar eru eflaust mörg
kurl ókomin til grafar. Hitt gæti
vakið til umhugsunar, hvers-
vegna svo mörg skáld eru fædd
á áratugunum 1870—80, en til-
tölulega fá 1880—90. Á það má
benda, að kynslóðin 1870—80 er
kynslóð Helga sjálfs, og hann
líklegri til að ná til hennar frem-
ur en til hinna síðari kynslóða,
að sínu leyti eins og honum
kunna að hafa verið hægari
heimatökin í Loðmundarfirði og
því hafi hann tiltölulega fleiri
þaðan en annars staðar frá.
Framhald í næsla blaði
Minnist
í erfðaskrám yöar
1 CHINA LONG \CUCUMBER
V. •’J UNEXCELLED 1 FOR CRISPNESS. FLAVOR
I 1 A remarkable cucumber that grows up to 2 feet long and only 2 or 3 ins. in diameter, Smooth. deep green. few spines. fesh white, solid, crisp. Nearest seedless of any variety we know. Vigorous grower even under adverse condi- tions. As China Long pro- duces few seeds the sup- I ply is short. Order early. 3 Ptk. lOc; oz. 40c; postpaid.
\ ■1 FREE—Our Big 1950 ð Seed and Nursery Book— Bigger than Ever " 74
DOMINION SEED HOUSE CEORGETOWN.ONT.
Send your motors to—
BREEN’S
Speciálized Service on
Johnson "Iron Horse" washing machine
motors.
Johnson "Utility" motors.
Johnson & Evinrude outboard motors.
Also Distributors for
Johnson & Evinrude Parts
•
245 Main St. Winnipeg, Man.
Phone 927 734