Lögberg - 23.03.1950, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MARZ, 1950
3
UM NYJAR BÆKUR AÐ HEIMAN
Eftir Dr. STEFÁN EINARSSON
Johns Hopkins Universiiy
Aldrei gleymisi Austurland.
Austfirzk ljóð eftir 73 höf-
unda. Helgi Valtýsson safn-
aði. Bókaútgáfan N o r ð r i,
Akureyri 1949. 368 bls.
Það er varla hægt að hugsa
sér betur valið heiti á bók en
þetta. Því hér slær Helgi Val-
týsson með eigin orðum sínum á
streng, sem hljómar sem djúpur
undirtónn í mörgum tilbrigðum
út alla bókina. En ástæðan til
þess að þessi tónn er svo sterkur
og margbreytinn er sú, að ná-
lega helmingur skáldanna eru
útlagar: 9 í Vesturheimi, 17 í
Reykjavík, 5 á Akureyri auk
annara hingað og þangað á Is-
landi. Helgi sjálfur er einn út-
laganna, ten þeir yrkja bæði stök-
ur og stórkvæði til landsins sem
þeir hafa orðið að láta fyrir
roða. Austurland dregur unga
jafnt og gamla, þeir sem þar hafa
úr grasi sprottið og komizt í
kynni við fjöll, sjó og sælar
sveitir.
Hinn stórkostlegi ræðu- og rit-
jötunn North Dakota sléttunnar,
Richard Beck, losnar ekki við
hugsunina heim og Einar Páll
Jónsson Lögbergsritstjóri yrkir
innblásið kvæði um heimahag-
ana, Jökuldalinn, þegar hann
loks kemst til að vitja fornra
slóða. Og í Reykjavík yrkja
skáldin minni Austurlands á
Austfirðingamótunum: Einar
Rriðriksson frá Hafranesi, Rík-
arður Jónsson frá Strýtu, Sig-
urður Arngrímsson, Seyðfirð-
ingur, o. fl. o. fl. Aðrir harma
sinn sérstaka blett af Austur-
iundi, Benedikt Gíslason Hof-
teig, Haraldur Briem Dalinn
sinn (Breiðdal). í þessum kvæð-
u°i kemst átthagaástin á heit-
asta stig, því enginn veit hvað
átt hefur fyrr en mist hefur.
En hví flúðu allir þess
mnrgu og merku menn Austu;
and? Var það átthagaást? „É
Rýði ekki af ótryggð við æt
iand og þjóð“, og munu marg:
geta tekið undir með honum. E
sannleikurinn er sá, að þó
Austurland sé fagurt og frítt, þ
eru þar að mörgu leyti verri a
omuskilyrði en í öðrum stó:
sveitum Islands (t. d. Borga:
flrði 0g Suðurlandsundirlend
vegna fjarlægðar frá höfuðsta
iandsins, en þangað hefur fólki
regizt eins og svarf að segi
síðan Ameríkuferðunum linnt
°g þó aldrei eins og eftir hin
siðustu og verstu styrjöld me
>,astandi * því er henni fylgdi o
^yigir enn.
^ar sein svo er ástatt skylc
naa ur ætla, að ekki þyrfti lenj
a , eita eftir ljóðum er lýstu ú'
Þra Austfirðinga og heni
s erkri. Enda er það svo að c
úast er um í flokki þeirra ser
eirna sitja má finna hreinræk'
uð dæmi útþrár. Má til þes
nefna „Svani“ eftir Guðfinn
orsteinsdóttur hina Vopnfirzk
« hinum eldri, en „Þrá“ efti
orbjörn Magnússon frá Má:
® ’ °g „Mitt óskaland“ efti
nut Þorsteinsson frá tílfsstöc
aJ11 1 Eoðmundarfirði og „Fat
Morgana" eftir Bjarna Ben<
uiktsson frá Hofteigi, með;
hinna yngri.
En þessi dæmi eru í raun og
Veru undarlega fá, miklu færri
en við mætti búast. Aftur á móti
eru fleiri dæmi þess, að þeir sem
eima sitja og yrkja hafa sýni-
ega unnið svig á útþrá sinni og
æfintýralöngun og lagt virka ást
við heimalandið og hversdags-
störfin. Já, hér hittast jafnvel
þ.eir oíursjaldgæfu og hamingju-
sömu menn er verða hversdags-
störfin sjálf að yrkisefni og ljóði:
Brynjólfur Sigurðsson Álftfirð-
ingur yrkir um vélplóginn sinn,
Guðmundur Þorsteinsson, Vopn-
firðingur, um dæluna sína, og
Hjörtur Björnsson yrkir við vef-
stólinn í Gefjunni á Akureyri.
Slíkir áhugamenn eru salt jarð-
ar og væri betur að íslendingar
^ettu fleiri af þeim.
Fleiri eru þeir, sem birta hug
sinn í lofkvæðum um sveitina
sína eða í ástaróði til landsins
eða í hvöt til sveitunga sinna um
að duga sjálfum sér og landinu
Má til þess nefna þá Svein
Bjarnason bónda að Heykolls-
stöðum í Hróarstungu, Metúsal-
em J. Kjerúlf, bónda að Hrafn-
kelsstöðum í Fljótsdal af eldri
kynslóðinni, en af þeim yngri
Sigfús Guttormsson, bónda að
Krossi í Fellum („Bændahvöt"),
og Pál Jóhannesson, bónda í
Stöð (,,Sumaróður“). Sumir
yrkja um sérstaka staði, hér eru
tvö kvæði um Hallormsstað og
skóginn, kvæði um Egilsstaði,
um útsýn af Fjarðarheiði, um
Hólmatind, um Fáskrúðsfjörð,
um Jökulsá á Brú o. s. frv.
Ennþá fleiri eru þeir sem af
ást sinni á heimahögunum og
sveitinni gjóta ómildu hornauga
til tíðarandans sem er að tæma
sveitirnar og leggja jarðirnar í,
eyði. Heimasætur eru að breyt-
ast í heimanstrokur, eins og
Guðmundur Þorsteinsson orðar
það. Skáldin gera þetta ekki
beinlínis að yrkisefni stórkvæða,
en þeim mun oftar víkja þeir að
því í lausavísum sínum, stökum
og kviðlingum, en í þeim er oft
vel í mark hæft út af þessu sorg-
lega tímans tákni. Hér yrði allt-
of langt að telja upp dæmi, en
þess má geta að jafnvel yngsti
maðurinn í hópnum, Sveinn
Ingimar Björnsson (f. 1930) á
Heykollsstöðum í Tungu yrkir
um þetta öfugstreymi. Við lát-
um þann söfnuð sigla sinn sjó,
segir hann stæltur og setur við
fætur sem fastast.
Náskylt lofi landsins og ástar-
óði til sveitarinnar er kveðskap-
ur um hina austfirzku tíð, sem
þegar bezt lætur að sumrinu er
alveg eins og tíðin í San Fran-
sisco í Californíu með svölu heið
myrkri á nóttunni en sólskini á
daginn. — Um heiðmyrkrið á
Djúpavogi á Ríkarður Jónsson
snjalla stöku. — Og þegar heið-
myrkrið snýst í þráláta smala-
þoku og rigningu, þá er þó allt-
af sú huggun tiltæk að á mis-
jöfnu þrífast börnin bezt. Hins-
vegar getur verið nóg af frosti
og fönn á vetrardaginn og má
þakka fyrir þegar ekki slær í
norðangarð eða það sem verra
er nörðaustan frassa. Þá getur
suðurofsinn verið velkominn, en
ekkert veður er þó jafn yndis-
legt á vetrardaginn eins og vest-
anvindur glóðvolgur og hvass
ofan af öræfum.
Austfirzk náttúra er ógurleg
og yndisleg næstum að segja á
öllum tímum árs, en eins og eðli-
legt er, er það ekki sízt vorið og
sumarið sem verður skáldunum
að yrkisefni. Þessi kvæði eru
fleiri en svo að hér sé hægt að
rekja þau sérstaklega. Og marga
dýra stöku, ekki sízt hringhend-
ur, hafa skáldin hrist fram úr
ermum sér vetur, sumar, vor og
haust, eða við sérstök tíðartæki-
færi. En í þessum flokki hittast
líka stemningsfyllri ljóð eins og
kvæði Einars M. Guðjónssonar
frá Heiðarseli, eða „Vakað yfir
túni“ eftir Jórunni Bjarnadótt-
ur á Fáskrúðsfirði, eða hið un-
aðslega og kankvísa kvæði
„Tunglskin við fjörðinn" eftir
Þuríði Briem á Reyðarfirði. Jór-
unn er af þeim eldri, en hin tvö
af yngri kynslóðinni.
I flokki fyrir sig eru lýsingar
á einstökum árum, nokkurskon-
ar tíðavísur og má til þess nefna
„Sumarið 1939“ skemmtilegt og
einkennilegt lofkvæði eftir Jón-
as Benediktsson bónda að Kol-
múla í Fáskrúðsfirði, einn af
þeim elztu, sýnilega af skálda-
ætt, því hann á bróður og fleiri
frændur í bókinni. Ungur frændi
hans, Bjarni Benediktsson frá
Hofteigi, yrkir „Sumarið 1947“
en þessar tíðavísur hans eru með
nokkuð annað slag og ekki ortar
frá sjónarmiði bónda heldur
skálds. Enn persónulegri er
„Annáll ársins 1946“ eftir Kat-
rínu M á 1 f r í ð i Eiríksdóttur,
heimasætu á Dagverðargerði
Hróarstungu.
Vor, sól, sumar og haust verða
ekki skilin frá lífi þessara árs-
tíða, einkum farfuglunum, söng
þeirra og sumaræði, enda er
nokkuð stórkvæða og fjöldi af
stökum um þessa fiðruðu sumar-
gesti. Skáldin yrkja um lóuna,
fleiri en eitt, sólskríkjuna, márí-
átluna, þröstinn og svaninn, og
af vetrarsetufuglunum á snjó-
tittlingurinn eitt kvæði. Allir
þessir fuglar eru skáldlegir, en
fuglar eins og spóinn, krummi,
kjói, kría, máfur og sjófuglar
allir eru sýnilega ekki tækir í
kvæði. Sofa né má ek / sævar
beðjum á / fogls jarmi fyrir,
kvað Sakaði, en nútímamenn
mundu segja garg sjávarfugla.
Ekki skáldlegt. Öll skáldin
mundu hinsvegar taka undir
með Breiðdælingnum sem sagði:
„Blessuð lóan, syngur Guði lof
og dýrð með nefinu“, og afneita
karlinum sem svaraðir- „Lóan,
lúsin af skrattanum. En spóinn,
forsöngvari í himnaríki og hel-
víti!“ Þetta er óskáldlegur hugs-
unarháttur, en ég get ekki gert
við því að ég hef alltaf elskað
spóann eins mikið og lóuna, og
hygg að karl frændi minn hafi
haft alveg rétt fyrir sér þegar
hann kallaði hann forsöngvara
í himnaríki. En nóg um þetta.
Ef litið er til húsdýranna, þá
eiga hestarnir hér enn eins og
forðum sterkasta þáttinn í hjört-
um Austfirðinga. Það gneista af
reiðmönnunum hringhendur
eins og möl undan hófum hest-
anna þeirra. Sum skáldanna eru
fyrst og fremst skáld hestanna
eins og Einar E. Sæmundsson,
skógarvörður og Páll Jónsson
bóndi á Skeggjastöðum í Fellum.
Ekki þykir mér ólíklegt að Aust-
firðingar hafi innleitt hestavísur
í íslenzkan skáldskap og fer þá
vel á því að þeir haldi sem lengst
á þeim ágæta arfi, hvað lengi
sem slíkt kann nú að vara héð-
an af, því það er táknrænt að
annað hestaskáldið, Páll Jóns-
; son yrkir líka vísur um bílinn í
bratta! En ekki er hægt að fara
út í þá sálma að nefna höfund-
ana hér því þeir eru svo margir.
Um hunda sína yrkja Aust-
firðingar líka, en ekki svo oft,
má til þess nefna hinn góða
gamla skáldbónda Jónas Bene-
diktsson á Kolmúla og Lúðvík
R. Stefánsson Kemp, gamlan
Breiðdæling, en um langa hríð
vegagerðarmann og sveitaskáld
Skagfirðinga. Um köttinn yrkir
Ríkarður Jónsson langt og gott
kvæði, en ekki aðrir svo ég hafi
merkt.
Jónas bóndi á Kolmúla yrkir
líka um gemlingana sína, og Jón
Guðmundsson á í bókinni eftir-
mæli um Kollu sína undir hin-
um fræga sverðs-hætti Þormóð-
ar vandræðaskálds (Eitt er sverð
þat er sverða — Jón: Kolla
steyptist á kollinn). HiAsvegar
hef ég ekki orðið þess var að
nokkur yrki um kýr og kálfa, og
ekki gerir Jón Guðmundsson
það þótt hann segist vera fjósa-
maður, svo austfirzku kýrnar
bíða eftir sínum Káinn. Ekki
virðast hænsni heldur vera
skáldlegir fuglar.
Mýs og tóur, minnir mig að
mér væri kennt að væri einu ís-
lenzku villidýrin, hreindýrið var
flutt inn, og slíkt hið sama bé-
aður minkurinn. En eitt skáldið
hér yrkir um stefnumót við tóu
ekki óskemmtilega, stórkvæði.
Það er Guðmundur Þorsteinsson
bróðir Erlu.
Ef trúa má Benedikt Gísla-
syni í æfi Hallgríms skálds í
Stóra-Sandfelli, þá er húmorinn
það sem einkennir kveðskap
Hallgríms, niðja hans og Aust-
firðinga yfirleitt.
Og víst er um það, eftir kvæð;
um þeim er Benedikt prentar
eftir langafa sinn, að bæði hann
og t. cL Páll Ólafsson voru hú-
moristar. En ef augum er rennt
yfir þessa bók Austfirðinga þá
virðist mér sem varla sé hægt
að láta það ásannast, að þeir séu
húmoristar. I þessari bók mun |
láta nærri að tveir þriðju hlutar
kvæðanna ef ekki þrír fjórðu
sé römm, heit eða innileg alvara
heldur en húmor. En samt væri
synd að segja að gamansemi
væri aldauða í landi þeirra Ste-
fáns Ólafssonar og Páls Ólafs-
sonar, eða meðal niðja þeirra.
Húmoristarnir eru til, en þeir
eru í minni hluta.
Ég skal fyrst nefna þá Vestur-
Islendingana Hall E. Magnússon
og Guttorm J. Guttormsson, af
því að ég hef grun um að hú-
mor þeirra sé af amerískum toga
spunninn, eins og húmor Káins.
Gutti gefur gestinum það þjóð-
ráð að strjúka konunni um
hnakkann, þá fari hún að mala
— kaffið.
En þótt húmoristarnir séu fá-
ir að tiltölu við alvöruskáldin þá
yrði þó of langt má.1 að nefna þá
alla. Geta má þess að þau Vopn-
firzku systkinin Guðfinna Þor-
steinsdóttir (Erla) og Guðmund-
ur kunna vel að bregða fyrir sig
kýminni stöku; sama má segja
um þá Breiðdælingana, sveitar-
stólpann Jón Björgólfsson og
vegaverkstjórann Lúðvík R. Ste-
fánsson Kemp sem einn allra
veldur ekki aðeins bragsnilli
heldur líka gálgahúmor rímna-
skáldsins og markvissu níð-
skáldsins. Ekki má heldur
gleyma Ríkarði Jónssyni úr þess
um kapítula, og enn fleiri mætti
til nefna hinna eldri manna.
Af hinum yngri yrkja þeir
Árni Helgason, Stykkishólmi,
og Hjörtur Björnsson, Akureyri,
gamanvísur um ástandið og
glettur til stúlknanna, en á Hér-
aði er oft margt fyndið í kveð-
skap þeirra systkinanna Eiríks-
barna að Ásgeirsstöðum í Eiða-
þinghá; sama má segja um stall-
systur þeirra (og frænku?) Kat-
rínu M. Eiríksdóttur, heimasætu
í Dagverðargerði, Hróarstungu,
og virðist henni þó vera nokkuð
römm alvara á stundum.
En langt af öllum húmoristum
safnsins virðist mér þó bera frú
Þórdís Einarsdóttir Þórðarsonar
prests að Hofteigi (Afi hennar
Þórður var Einarsson prests í
Vallanesi Hjöi*leifssonar, og hef-
ur sá Þórður því verið bróðir sr.
Hjörleifs á Undornfelli og Ste-
fáns Einarssonar „afa“ míns, en
kona Einars í Vallanesi var Þór-
ey dóttir Jóns vefara, langafa
míns). Þórdís var fædd í Hof-
teigi 1903; hún giftist Carli Fr.
Jensen vélstjóra frá Eskifirði og
bjó í Reykjavík til dauðadags
1949.
Þórdís er ósvikinn húmoristi
frá upphafi til enda. „Himnaför-
in“ er um för Ingvars Sigurðs-
sonar til himins með Alríkis-
stefnu sína (1932) að passa og
um viðtokur Lykla-Péturs. Þetta
er önnur saga um sálina hans
Jóns míns og Gullna hliðið,
prýðilega sögð undir bragar-
hætti Jónasar „Allt hef ég af
öfum mínum“ eða „Sigurðar-
kviðu“ Þorbergs Þórðarsonar og
fellur hátturinn snilldarlega að
efni sögunnar. „Boðorðið“: elska
skaltu náungann af öllu þínu
hjarta, hefði vel getað verið
kveðið af Káinn, og er mórall-
inn algerlega í hans anda: „ef
ekki væri syndin, ég neitaði að
lifa“. „Staka“ sneiðir að heilag-
leikanum sem síðar lá flatur fyr-
ir freistinganna töfravaldi, en
„Ástandsvísan“ er um Ingi-
björgu, sem víst gat valið úr öll-
um, en mundi þó helzt geta „við
einn *sig fellt, úrvaldsliða frá
Roosevelt „til láns og leigu“.
Við nokkuð alvarlegri tón
kveður í „Allt er hégómi“ og
virðist þessi unga og gáfaða kona
sverja sig nokkuð í ætt hins
forna prédikara þeirrar helgu
bók^r, — eins og skáldskapur
hennar annars sver sig í ætt við
fræði Lúters hin minni sem hún
virðist hafa lært samvizkusam-
lega hjá prestinum föður sínum.
En mikill skaði er að fráfalli
slíkrar konu og væri óskandi að
eftirlifandi maður hennar vildi
heiðra minningu hennar með því
að gefa út safn af kvæðum
hennar — ef nokkurt hefur ver-
ið.
Framhald á bls. 7
ðusiness and Professional Gards
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
með reyknum — Skrifið símið til
KELLY SVEINSSON
187 Sutherland Ave., Winntpeo
Simi 54 358
S. O BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res, 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B.
Barrister, Solicitor, etc.
411 Chllds Bldg,
WINNIPEQ CANADA
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barristers - Solicilors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 561
JOHN A. HILLSMAN.
M.D., Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 40S S88
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST.
Vlðtalstlml S—5 eftir hádegl
DR. E. JOHNSON
S04 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Offlce hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. ÍS0
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Sidtns — Repairs
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
Office Phone Rea Phone
924 762 726 116
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDQ.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m
and by appolntment
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
506 SOMERSET BUILDINO
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
TannlœKnar
406 TORONTO GEN TRUSTH
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WINNIPEQ
Talslml 925 826 HeimiUs 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOinour 4 auona, eyrna, nef
oo kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofuttmi: 2.00 tll 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
Bérfrœóinour i aut/na, eyrna,
nef oo hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and JCennedy St.
Skrifstofuslml 923 851
Helmaslmi 403 794
Cars Bought and. Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Workino Man’s Friend"
Ph: 26464
297 Pbinobss Strbbt
Half Block N. Logan
SARGENT TAXI
Phon* 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islemkur lyfsali
Fðlk getur pantað meðul og
annað með pðstl.
Fljðt afgrelðsla.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPQ
Fasteignasalar. Lelgja hús. (Jt-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgC, o. a. fry.
Phone 927 588
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur likklstur og annast um ttt-
farir. Allur útbúnaður sá bezU.
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnisvarOa og legsteina.
Skrifstofu talslmi 27 324
Heimills talstml 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Wpg,
Phome 926 441
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LöofrœOinoar
209BANK OF NOVA SCOTIA BO
Portage og Oarry 8t.
Phone 928 281
GUNDRY PYMORE
Limited
British QuaUty Fish Settino
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 92 8211
Manager T. R. THORVALDBON
Your patrouage wlll be apprcclated
Phone 987 085 H. J. H. Palmason, C.A. H. 8. PALMABON * CO. Chartcred Accountants 50* Confederatlon Llfe Bldg. Winnlpeg Manitoba C A N A D 1 A N FISH | PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Direotor Wholesale Distributors of Fr'sah and Frozen Fish. 811 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 78 917
Phone 49 469
Radlo Servtce SpeclaUsts
ELECTRONIC LABS,
B. THORKELBON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equtpment System
592 ERIN St. WTNNIPEG
Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 8COTT BLK, Slml 98* 8*7
Wholesale Distrihutors of
FRESH AND FROZEN FI8H